Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 3

Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 3
RÖDD VERKALÝÐSINS Þúsund ára ánauð Flokksbræöur þeirra i Noregi, Sví- þjóö og Finnlandi studdu þetta af öllum mætti. Fréttaritari blaSsins „Deutsche Tageszeitung“ skrifar á þessa leið: „ÞaS er staöreynd, aö sósíaldemókratar á Noröurlöndum, sérstaklega í Sví])jóö og Finnlandi, vöruðu vi8 algerSri afvopnun." Danski sósíaldemókrataflokkurinn hefir ekki einungis svikiö kosninga- loforö sín, heldur einnig barist fyrir því í blööum sínurn, aö Danmörk gengi í bandalagið gegn Rússlandi. I „Socialdemokraten", aðalinál- gagni dönsku sósíaldemókratanna, skrifaöi nýlega Iiolger Nielsen, hers- höföingi, sem er ráöunautur „verka- mannastjórnarinnar“ í hernaöarmál- um, grein, sem fletti töluvert ofan af svikráðum flokksins. Iiann talar þar ófeiminn um afstööu Danmerkur og þátttöku í næsta stríöi viö Eystrasalt. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að ráðstjórnarlýðveldin séu eina stör- veldið viö Eystrasalt, þó að þau hafi ekki nema eina höfn og stutta strand- lengju, og að Danmörk verði þess vegna aö undirbúa sig á þeim grund- velli, að næsta stríð verði á milli auövaldsríkja Vestur-Evrópu og Ráö- stjórnar-Rússlands. Hann segir m. a.: ,.í deilu milli stórvelda Vestur- F.vrópu og Rússlands mun Englend- ingum takast að flytja meiri hluta fiota síns inn í Eystrasalt, áður en Rússum tekst aö sigla sínum flota að siglingaleiðinni við Kattegat, þá geta Rússar x mesta lagi reynt að brjótast með hluta af ílota sínum g.egn unx sundin og þá mun okkur takast aö reka þá á flótta, ef þeir reyna að skeröa hlutleysi vort á nokkurn hátt. Aftur á móti hafa Vesturríkin engan hag af því að ráðast á okkur, ef viö látum okkur nægja að gera skyldur okkar sem verðir við sundin.“ Skýrari andstööu gegn verka- mannalýöveldinu Rússlandi er ekki hægt aö taka. Hlutleysi Danmerkur í herferðinni gegn Rússlandi er þá í því falið, að hleypa enskum og frakkneskum flota inn í Eystrasalt og aö verja sundin fyrir Vesturríkin gegn Rússum. Að þessu yfirveguðu verður skiljanlegt af hvaöa ástæöum sósíáldemókratarnir dönsku leggja á það áherslu að styrkja flotann og strandvígin meir en landherinn. Sósíaldemókratarnir dönsku eru að þessu leyti ekkert frábrigði skoðana- lu'æöra sinna í öðrum löndum. Mac- Donald rekur dyggilega erindi yfir- drotnunarstefnu auðvaldsins enska, Paul Boncour hinn frakkneski berst gegn afvopnunartillögunum rúss- nesku, „jafnaðarmanna“-stjórnin síð- asta í Þýskalandi sá um byggingu bryndreka fyrir Þjóðabandalagið, pólski sósíaldemókrataflokkurinn greiðir atkvæði með fjárframlögum til. styrjaldarundir'búnings Pilsudskis gegn Rússum og nú bætast hinir dönsku við í lestina. Þannig er þá 2. alþjóðasamband jafnaðarmanna af- hjúpað sem verkfæri í höndum auð- valdsins. Þjóðsöngnr Þýskalands. Öður auðvaldsins. Um ástandið í Þýskalandi skrifar þýskur verkamaður í esperantista- blaðiö „Sennaciulo": ,,Deutschland, Deutschland úber alles!“ (Þýskaland, Þýskaland öllu æðra“). Þetta er söngurinn, sem not- aður var 1914, til þess að æsa með þýska verkamenn, ]>egar á þvx þurfti að halda að fá þá til þess að berjast á móti „óvinunum". Eftir byltinguna (i Þýskalandi) ákvað þáverandi ríkis- forseti, Ebert, (sósíaldemókrat), að hann skyldi framvegis vera þjóðsönt- ur Þýskalands, en nú enx það aðallegá fascistar og afturhaldsmenn, seixi syngja hann, en svona hljóðar söng- urinn: í Þýskalandi eru h. u. b. 60 miljón- ir íbúa, en þar af eru 400 þús. brjál- nðir, 900 þús. meö alls konar krampa- veiki (epileptikosi), 371 þús. farlama menn, 35 þús. mál- og heyrnarlausir, 36 ])ús. blindir, 1 milj. berklaveikir, 300 þús. með víneitrun og 71 þúsund Á íslandi er all á tjá og tundri. Júnímánuður er upp runninn árið 1930. Hús eru þvegin, fáguð og prýdd, uý hús bygð, nýir vegir lagðir, gert við gamla, brýr bygð- ar. A Þingvöllum, hinum forn- fræga slað, eru menn önnum kafn- ir og hafa verið um nokkurt skeið. Hundruð tjaldbúða eru reist, svo að þar er orðin stórborg á fám döguni, er áður voru berir vellir. Fjárhirslur rikisins, sem árlega liafa verið fyllar úr vösum al- þýðu eru nú í einu vetfangi þur. ausnar. Er fénu varið til fram- búðar hagsbóta þeirra, sem fyrir þvi unnu? Er þvi varið til þess að veita alþýðu þessa lands varanleg framtíðarþægindi? Er því varið til nauðsynlegra samgöngubóta, er verði komandi kynslóðum að ævarandi gagni? Er því varið til þess að bæta lireysin, sem alþýða þessa lands liefir orðið að búa í sér og sinum til heilsuspillis, I stuttu máli: er því varið til þess að bæta lífskjör þess liluta þjóðar- innar, sem um þúsund ár hefir borið lxana uppi með vinnu sinni en aldrei haft málungi matar hvað þá önnur lífsþægindi? Nei. Síður en svo. Hátíðahöld fara í hönd, hin mestu í sögu þessa lands. Borgara- stéttin á óskabarn, sem nú er lOOO ára. Afmæli þess skal nú haldið hátíðlegt og ekkert til sparað. Þetta óskabarn borgaranna er al- þingi eða samkunda sú, er árlega sker úr um það með hverjum hætti alþýðan skuli þrautpínd þar til stofnunin næst kemur saman. í þúsund ár hefir alþingi haft þetta lilutverk. I þúsund ár hefir það int þetta ldutverk sitt sam- viskusamlega af liendi. I fyrstu liafði alþingi tvenns konar starf með höndum,löggjaf- arstarf og dómsstarf, og skiftist samkvæmt því i lögréttu og dóma. Lögréttan samþykti lög þau, er gilda skyldu fyrir alla landsmenn. Hún var þann veg skipuð, að al-’ þýða manna féklc þar engu ráðið, en goðarnir, þ. e. auðugustu menn landsins voru sjálfkjörnir, og völdu með sér þá er þeim best líkaði. Eftir að kristni komst á og biskupastólar voru settir á stofn, voru biskuparnir einnig sjálf- kjörnir í lögréttuna. Rétt er að skýra nokkru nánar afstöðu goð- anna til alþýðu manna. Þeir voru venjulega auðugustu menn sins héraðs og höfðu mjög mikið vald yfir þingmönnum sinum. Réttur alþýðunnar var sá einn að hver frjáls maður gat sjálfur valið, hverjum goðanum liann vildi fylgja, en skyldur lians við goðann voru hinar sömu liver sem goðinn var. Alþýðan hafði engan íhlutun- arrétt um það, hverjir voru goðar, því goðorðin gengu ýmist í erfðir eða kaupum og sölum sem hver önnur verslunarvara. Það er ofur skiljanlegt, að auðugir menn vildu kaupa goðorð, þar sem slík staða færði þeim bæði völd og auð. Þingmenn goðans voru skyldir að fylgja honum að málum, skyldir að ríða með honum til alþingis eða unglingar á opinberum, betrunarheim- ilum ; á síðastliðnu ári frömdu 12 þús. sjálfsmorð, til þess aö losna við hið þýska lúxuslíf. Lágt reiknað er að 5 miljónir rnanna séu húsnæðislausar, 9 miljónir eiga ekki rúm til að sofa í. Það sofa oft 3 og jafnvel 5 i sama rúmi. 1 miljón manna eru stöðugt at- vinnulausir, en 2 miljónir hafa aldrei fullan vinnudag, en þeir sem vinna, verða að þræla i 10—13 stundir á dag. Vissulega er ekki hægt aö htxgsa sér aumara ástand. Fascistarn- ir hrópa: Deutschland, Deutschland txber alles! Við hrópurn: Verið við- búnir þegar heimsbyltingin kemur! ===== greiða ella þingfararkaup til uppi- halds um þingtímann þeim, sem fóru. Það gefur að skilja að oft völd- ust i stöður þessar hinir óhlut- vöndustu ribbaldar, sem notuðu þær óspart til þess að auðga sjálfa sig á kostnað allra þeirra, er þeir sáu sér fært að etja kappi við. Eu sameiginlegt með þeim öllum var að þeir sjálfir unnu ekkert og lifðu af auði þeim er alþýðan fram- leiddi með vinnu sinni. Dómsstarfi alþingis réðu goð- arnir engu siður en löggjafarstarf- inu. Fyrst voru á alþingi fjórir dómar, sinn fyrir hvern lands- fjórðung og tilnefndu goðarnir úr hverjum fjórðungi dómendur í dóm síns fjórðungs. Siðar var settur á stofn fimti dómurinn, er var fyrir alt landið og noklcurs- konar hæstiréttur fyrir þau mál, er eigi varð lokið í fjórðungsdóm- unum, en auk þeirra slcyldi sækja i hann viss mál önnur, svo sem mútur o. þ. li. Þetta ákvæði um fimtardóminn sýnir ljóslega að mútur liafa þá þegar gert allmik- ið vart við sig enda var það svo að liðsafli og auður réði úrslitum mála í dómunum á alþingi hinu forna. Þess var því varla að vænta að fátæk alþýða ætli þangað mik- ið erindi með mál sín, enda fara litlar sögur af því. Sagnirnar um starf alþingis til forna skýra því nær eingöngu frá deilum liöfð- ingjanna um það, hver þeirra skyldi draga til sin auð þann, er alþýðan daglega skapaði með striti sínu. Timarnir liðu. Kristin kirkja og klerkavald hennar færðis i auk- ana og tók smám saman að standa uppi i liárinu á liinum veraldlegu höfðingjum. En eigi tók þá betra við fyrir alþýðunni, því óhætt er að fullyrða að svo aumt sem ástand hennar var áður kastaði nú tólfunum fyrir alvöru. Á bisk- upastólunum sátu ofl hinir arg- vítugustu mannhundar, er notuðu sér fáfræði manna og ístöðuleysi á hinn óskammfeilnasta hátt og með hótunum um helvítis kvalir og jafnvel líkamlegum píningum sölsuðu undir sig og kirkjuna hvern þann pening, er menn gátu við sig losað. Þegar svo ekki var unt að flá meira i svipinn, var tekið til þess að leggja á kvaðir er menn skyldu inna af hendi á ó- komnum árum til þess að kaupa á sig frið. Til þess í stuttu máli að lýsa hörmungum alþýðu á 12. og 13. öld vil eg leyfa mér að taka liér upp kafla úr íslandssögu Jóns J. Aðils og mun óliætt að fullyrða, að þar er ekkert ofsagt. „Flestir af stórhöfðingjum á Sturlungaöldinni liktust miklu meira grimmum víkingum og her- konungum en friðsömum stjórn- endum. Þeir áttu i sífeldum óeirð- um, drotnuðu yfir sveitum sinum með ströngu hervaldi og gengu á undan öðrum í því að traðka lög- um og rétti. Eins og geta má nærri, voru kjör alþýðu ekki sem örugg- ust, eða öfundsverðust undir stjórn þessara stórbokka. Þeir kvöddu bændur og búalið i ófrið og leiðangur á öllum tímum árs, sópuðu studum öllum vopnfærum mönnum frá nauðsynjastörfum umhábjargræðistimann og teymdu þá með sér í aðra landsf jói'ðunga, héldu þeim i langvinnum setum fjarri heimilum sínum og þröngv- uðu þeim til hestavarðarþjónustu á lieiðum og öræfum, jafnvel um hávetur. Þeir lögðu allskonar gjöld og kvaðir á Iiéraðsbúa, og tóku af þeim stórsektir, ef þeir gengu um stundarsakir til lilýðni við aðra liöfðingja, jafnvel þött þeir hefðu gert það nauðugir og látið kúgast til þess. Um öryggi eða löghclgi manna á meðal var ekki lengur að ræða i þessum gjöreyðinga ófriði. Höfðingjarnir fóru eins og logi yfir akur með óaldarfloklvum sín- um og öfluðu með harðneskju, það er að segja með ránum og gripdeildum, vista og annara lífs- nauðsynja, þegar all var upp etið heima, og tóku þá af lifi, sem dirfðust að verja fé sitt og reisa rönd við þessum ófögnuði. En liitt var þó lakast, að þessi ófriður snerisl ekki um hag og heill al- mennings eða landsins i heild sinni, heldur aðeins um hagsmuni og völd einstakra höfðingja.“ Slikir voru þeir mehn er réðu störfum alþingis á þessum tíma og má þá nærri geta hvílík stofnun það var. Með gamla sáttmála gekk ís- land á hönd Noregskonungi árið 1262. Það var ekki alþýðan lield- ur höfðingjarnir sem ákváðu það, og mun óhætt að fullyrða, að hver þeirra vænti sér styrks frá kon- ungsvaldinu, ef það næði hér fót- festu. Eftir því sem konungsvaldinu vex fiskur um hrygg, dvínar veg- semd alþingis og má segja að eft- ir miðja 16. ökl þorðu menn ekki i móti að mæla þeim boðum sem frá konungi komu. Þar með var alþingi i rauninni ekki lengur nein löggjafarsamkoma og í sjálfu sér hégómi einn, þar til það að lok- um var afnumið árið 1800. Um miðja 18. öld fara hinir fyrstu borgarar að skjóta upp höfði hér á landi og er Skúli Magn- ússon landfógeti brautryðjandi i þeim efnum. Hann liafði mikinn áhuga fyrir þvi að koma hér á fót innlendum iðnaði og hugðist með því að bjarga landsmönnuin frá eymd þeirri, er þeir um langt skeið liöfðu verið ofurseldir. Tilraunir lians mishepnuðust, en hér sem annarstaðar fór þó svo, að ekki var unt að kæfa viðleitni borgara- stéttarinnar til að komast til valda. Ýmsir menn, sem stundað liöfðu nám úti i löndum og kyntust við það högum annara þjóða, drukku i sig kenningar frönsku byltinga- mannanna. Jafnframt opnuðust augu þeirra smátt og smátt fyrir þeim möguleikum, sem islensk borgarastétt ætti i vændum og reyndu eftir megni að vekja hana lil meðvitundar um þá. Og á 19. öld hefst valdabarátta borgara- stéttarinnar fyrir alvöru og sem endaði með því, að hún hrifsaði völdin úr liöndum konungs. Með valdtöku borgarastéttar- innar á Islandi liefst þróun auð- valdsins. Fyrirtækin voru í fyrstu smá og dreifð, liöfðu litið fjár- magn og áttu eins og sagt er erfitt uppdráttar. Eitt af lífsskilyrðum borgaranna var að fá komið á fót banka, er lagt gæti fé til fyrirtækj- anna, enda var Landsbankinn slofnaður 1885, og íslandsbanki 1902. Með peningastofnunum þess- um var lagður grundvöllur að stórútgerð þeirri er siðan hefir þróast og safnað miklum hluta landsmanna í bæina, þar sem þeim er nauðugur einn kostur að selja eigendum framleiðslutækj- anna vinnuafl sitt. Starfi alþingis á hinum síðustu tiinum þarf i sjálfu sér ekki að lýsa; það hefir í stuttu máli gengið út á það, að efla liag borgarastétt- arinnar á allan hátt á kostnað al- þýðu, sem enn sem fyr hefir feng- ið það í sinn hlut að strita fyrir alla landsmenn en þó mest fyrir þá, sem alt eiga og öllu ráða. Sið- an alþýðan féklc fulltrúa á alþingi er hvorttveggja, að þeir hafa illa rekið mál hennar og lítið orðið á- gengt, enda er það víst, að réttar- hætur sínar sækir alþýðan ekki 1 sali alþingis, heldur verður hún að taka þær sjálf. Smátt og smátt opnast augu hinnar vinnandi stéttar fyrir þessum sannleika og þegar lnin liefir skilið liann til fulls fær engin borgarastétt rönd við reist hinu æðandi stormflóði byltingarinnar, sem nú nálgast liröðum fetum. Degi auðvaldsins i heiminum er tekið að halla og einnig á íslandi dregur að sólsetri þess. Áður langt um líður hrynur lxið borgaraléga þjóðsi "lag t S1 gruima fyrir á- hlaupum ,: iia, hinnar uppvaxaudi iar, sem auð- valdið sjálft i; - pað. Enn er íslensku rklýður ekki til fulls vaknaður til mðovitundar um köllun sína. Enn eru augu hans blinduð, svo blinduð, að hann jafn- vel væntir sér góðs af alþingi, væntir þess að vinna fulltrúa borg- aranna á sitt mál svo að þeir með góðu veiti lionum réttarbætur þær, er hann fer fram á. íslenskir verkamenn! Látið ekki blekkja ykkur lengur. Hátiðaliöld þau, sem í hönd fara eru minningarhá- tið borgaranna, sem nú hrósa happi yfir þvi að hafa lialdið ykk- ur i ánauð í þúsund ár. Þau eru kinnhestur borgarastéttarinnar til liins vinnandi lýðs í landinu. Mun- ið henni kinnhestinn og látið hann verða til þess að þið liefjist handa gegn kúgurunum. Margfaldið bar- áttuna, treystið samtök ykkar og linnið ekki fyr en fullum sigri er náð. Niður með alþingishátíðina! Niður með auðvaldsskipulagið og rikisstofnanir þess! Lifi samtök hins vinnandi lýðs! Lifi stéttabaráttan! Lifi heimsbyltingin! Lifi ráðsstjórnarbandaríki allra landa! Til Islenskrar aljiýðu. Bréf frá „Vinum Ráðstjórnarlýðveld- anna“ í Bretlandi. Kæru félagar! 26. júní veröur mikið um dýrðir hjá borgarastétt þjóðar ykkar. Þá heldur hún hátiðlegt þúsund ára af- mæli Alþingis. Hartnær öllum rikis- stjórnum heimsins er boðið að senda fulltrúa á hátíðina. En ráðstjórn verkamanna- og bændalýðveldisins er ekki boöið. Það er mjög eftirtektarvert fyrir hinar vinnandi stéttir um heim allan, að stjórn borgaranna á íslandi skuli ekki bjóöa Ráðstjórnarlýðveldinu aö taka þátt i Alþingishátiðinni. Það, sem margt annað, sýnir greinilega, hvernig stórveldastefnan reyiiir lað einangra Ráöstjórnarlýðveldið, í þeim tilgangi að undirbúa hernaðarárás á hendur því. Það sýnir og, að skipa á Islandi í fjandmannaflokk Ráö- stjórnarlýðveldisins. Þessi blábei-a ókurteisi gaghvart Ráðstjórnarríkinu er nú í fullu sam- ræmi við þá baráttu, er geisað hefir í helstu stórveldunum gegn Ráð- stjórnarlýðveldinu fimm undanfarna mánuði. Hún er sama eðlis og „baráttan geg'n trúarbragðaofsóknunum“, er hafin-var af páfanum og klerkastétt allra trúarfnragðaflokka; sama eðlis og ,,bankaseðlafölsunarsamsærið“; sama eðlis og hin ægilega tilraun, er gerð var nýlega til að myrða embætt- ismenn Ráðstjórnarríkisins i Warsjá og er að eins einn liður í heimsbar- áttu boi-gai'aflokkanna gegn Ráð- stjórnarríkinu, til að einangra Ráðstj. eítir mætti og undirbúa herferð á hendur Rússlandi. Hin stórstíga þróun iðnaðar og vél- nýtingar, árangur sjö-tíma vinnu- dagsins, hin stöðuga framför í fram- kvæmd jafnaðarstefnunnar, hinn öri vöxtur salmyrkjulandbúnaðarins, sem er nær því að útrýma stórbænd- unum, kveikja vonir hjá verkalýð allra landa. Þessum framförum er náð á þeint tíma, þegar auðvaldið reynir i ráðleysisfálmi að verjast hruni með geisilegri vélaþi’óun á kostnað lifs- kjara verkalýðsins, þegar ægileg borgarastyrjöld geisar i Indlandi og byltingaólgan eykst í nýlendum og meðal undirokaðra þjóða og miljón- ii* vinnandi lýðs standa í pólitískum verkföllum. í stuttu máli, þegar auð- valdsríkin eru rekin til aö undirbúa stríð til að skifta að nýju heims- markaðinum. Einn sjötti hluti jarðar er vernd- aður frá arðráni auðvaldsins. U. S. S. R. (Ráðstjórnárlýðveldið) er vígi hinnar komandi þjóðfélagsbyltingar.

x

Rödd verkalýðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd verkalýðsins
https://timarit.is/publication/856

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.