Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 3

Rödd verkalýðsins - 01.06.1930, Blaðsíða 3
RÖDD VERKALÝÐSINS FlokksbræSur þeirra í Noregi, Sví- þjóS og Finnlandi studdu þetta af öllum mætti. Fréttaritari blaSsins „Deutsche Tageszeitung" skrifar á þessa leiS: „ÞaS er staSreynd, aS sósíaldemókratar á NorSurlöndum, sérstaklega í SvíþjóS og Finnlandi, vöruSu viS algerSri afvopnun." Danski sósíaldemókrataflokkurinn befir ekki einungis svikiS kosninga- loforS s'm, beldur einnig barist fyrir því í blöSum sínum, aS Danmörk gengi í bandalagiS gegn Rússlandi. 1 „Socialdemokraten", aSalinál- gagni dönsku sósíaldemókratanna, skrifaSi nýlega Holger Nielsen, hers- höfSingi, sem er ráSunautur „verka- mannastjórnarinnar" í hernaSarmál- um, grein, sem fletti töluvert ofan af svikráSum flokksins. Hann talar þar ófeiminn um afstöSu Danmerkur og þátttöku í næsta stríSi viS Eystrasalt. Kemst hann þar aS þeirri niSurstöSu, aS ráSstjórnarlýSveldin séu eina stör- veldiS viS Eystrasalt, þó aS þau hafi ekki nema eina höfn og stutta strand- lengju, og aS Danmörk verSi þess vegna aS undirbúa sig á þeim grund- velli, aS næsta stríS verSi á milli auSvaldsríkja Vestur-Evrópu og RáS- stjórnar-Rússlands. Hann segir m. a.: ,.í deilu milli stórvelda Vestur- Evrópu og Rússlands mun Englend- ingum takast aS flytja meiri hluta fiota síns inn í Eystrasalt, áSur en Rússum tekst aS sigla sínum flota aS siglingaleiSinni viS Kattegat, þá geta Rússar í mesta lagi reynt aS brjótast meS hluta af flota sínum g.egn um simdin og þá mun okkur takast aö reka þá á flótta, ef þeir reyna aS skerSa hlutleysi vort á nokkurn hátt. Aftur á móti hafa Vesturríkin engan hag af því aS ráSast á okkur, ef viS látum okkur nægja aS gera skyldur okkar sem verSir viS sundin." Skýrari andstööu gegn verka- mannalýSveldinu Rússlandi er ekki bægt aS taka. Hlutleysi Danmerkur í herferðinni gegn Rússlandi er þá í því faliS, aS hleypa enskum og frakkneskum flota inn í Eystrasalt og aS verja sundin fyrir Vesturríkin gegn Rússum. AS þessu yfirveguöu verSur skiljanlegt af hvaSa ástæSum sósíaldemókratarnir dönsku leggja á þaS áherslu aS styrkja flotann og strandvígin meir en landherinn. Sósíaldemókratarnir dönsku eru aS þessu leyti ekkert frábrigSi skoSana- bræSra sinna í öSrum löndum. Mac- Donald rekur dyggilega erindi yfir- drotnunarstefnu auSvaldsins enska, Paul Boncour hinn frakkneski berst gegn afvopnunartillögunum rúss- nesku, „jafnaSarmanna"-stjórnin sí'S- asta í Þýskalandi sá um byggingu bryndreka fyrir ÞjóSabandalagiS, pólski sósíaldemókrataflokkurinn greiSir atkvæSi meS fjárframlögum til styrjaldarundifbúnings Pilsudskis gegn Rússum og nú bætast hinir dönsku viS í lestina. Þannig er þá 2. alþjóSasamband jafnaSarmanna af- hjúpaS sem verkfæri í höndum auS- valdsins. Þúsund ára ánauð. ÞjóSsöngur Þfskalands. Óour auðvaldsins. Um ástandiö í Þýskalandi skrifar þýskur verkamaSur í esperantista- blaSiS „Sennaciulo": „Deutschland, Deutschland iiber alles!" (Þýskaland, Þýskaland öllu æSra"). Þetta er söngurinn, sem not- aSur var 1914, til þess aS æsa meS þýska verkamenn, þegar á því þurfti aS halda aS fá þá til þess að berjast á móti „óvimmum". Eftir byltinguna (i Þýskalandi) ákvaS þáverandi ríkis- forseti, Ebert, (sósialdemókrat), aS hann skyldi framvegis vera þjóSsöng- ur Þýskalands, en nú eru þaS aSallegá fascistar og afturhaldsmenn, sem syngja hann, en svona hljóSar söng- urinn: í Þýskalandi eru h. u. b. 60 miljón- ir íbúa, en þar af eru 400 þús. brjál- nSir, 900 þús. meS alls konar krampa- vciki (epileptikosi), 371 þús. farlama menn, 35 þús. mál- og heyrnarlausir, 36 þús. blindir, 1 milj. berklaveikir, 300 þús. meS víneitrun og fj þúsund Á Islandi er alt á tjá og tundri. Júnimánuður er upp runninn árið 1930. Hús eru þvegin, fáguð og prýdd, ný hús bygð, nýir vegir lagðir, gert við gamla, brýr bygð- ar. Á Þingvöllum, hinum forn- fra>ga stað, eru menn önnum kafn- ir og hafa veriS um nokkurt skeið. Hundruð tjaldbúða eru reist, svo að þar er orðin stórborg á fám dögum, er áður voru berir vellir. Fjárhirslur ríkisins, sem árlega hafa verið fyltar úr vösum al- þýðu eru nú í einu vetfangi þur- ausnar. Er fénu varið til fram- búðar hagsbóta þeirra, sem fyrir því unnu? Er því varið til þess að veita alþýðu þessa lands varanleg framtíðarþægindi ? Er því varið til nauðsynlegra samgöngubóta, er verSi komandi kynslóðum að ævarandi gagni? Er því varið til þess að bæta hreysin, sem alþýða þessa lands hefir orðið að búa í sér og sínum til heilsuspillis, í stuttu máli: er því varið til þess að bæta lífskjör þess hluta þjóðar- innar, sem um þúsund ár hefir borið hana uppi með vinnu sinni en aldrei haf t málungi matar hvaS þá önnur lífsþægindi? Nei. Siður en svo. Hátíðahöld fara í hönd, hin mestu i sögu þessa lands. Borgara- stéttin á óskabarn, sern nú erTOOO ára. Afmæli þess skal nú haldið hátíðlegt og ekkert til sparað. Þetta óskabarn borgaranna er al- þingi eða samkunda sú, er árlega sker úr um það með hverjum hætti alþýðan skuli þrautpínd þar til stofnunin næst kemur saman. I þúsund ár hefir alþingi haft þetta hlutverk. í þúsund ár hefir það int þetta hlutverk sitt sam- viskusamlega af hendi. 1 fyrstu hafði alþingi tvenns konar starf með höndum,löggjaf- arstarf og dómsstarf, og skiftist samkvæmt því í lögréttu og dóma. Lögréttan samþykti lög þau, er gilda skyldu fyrir alla landsmenn. Hún var þann veg skipuð, að al-' þýða manna fékk þar engu ráðiS, en goSarnir, þ. e. auSugustu menn landsins voru sjálfkjörnir, og völdu meS sér þá er þeim best likaði. Eftir að kristni komst á og biskupastólar voru settir á stofn, voru biskuparnir einnig sjálf- kjörnir í lögréttuna. Rétt er aS skýra nokkru nánar afstöSu goS- anna til alþýSu manna. Þeir voru venjulega auSugustu menn síns héraSs og höfSu mjög mikiS vald yfir þingmönnum sínum. Réttur alþýSunnar var sá einn aS hver frjáls maður gat sjálfur valiS, hverjum goSanum hann vildi fylgja, en skyldur hans viS goðann voru hinar sömu hver sem goðinn var. AlþýSan hafSi engan íhlutun- arrétt um þaS, hverjir vorii goSar, því goSorSin gengu ýmist í erfSir eSa kaupum og sölum sem hver önnur verslunarvara. ÞaS er ofur skiljanlegt, aS auSugir menn vildu kaupa goSorS, þar sem slík staSa færSi þeim bæSi völd og auS. Þingmenn goSans voru skyldir aS fylgja honum aS málum, skyldir aS ríSa meS honum til alþingis eSa unglingar á opinberum betrunarheim- ilumj á síSastliSnu ári frömdu 12 þús. sjálfsmorS, 4:il þess aS losna viS hiS þýska lúxuslif. Lágt reiknaS er aS 5 miljónir manna séu húsnæSislausar, 9 miljónir eiga ekki rúm til aS sofa í. ÞaS sofa oft 3 og jafnvel 5 í sama rúmi. 1 miljón manna eru stöftugt at- vinnulausir, en 2 miljónir hafa aldrei fullan vinnudag, en þeir sem vinna, verSa aS þræla í 10—13 stundir á dag. Vissulega er ekki hægt aS hugsa sér aumara ástand. Fascistarn- ir hrópa: Deutschland, Deutschland úber alles! ViS hrópum: Verið við- búnir þegar heimsbyltingin kemur! greiSa ella þingfararkaup til uppi- halds uni þingtímann þeim, sem fóru. ÞaS gefur aS skilja aS oft völd- ust i stöður þessar hinir óhlut- vöndustu ribbaldar, sem notuSu þær óspart til þess aS auSga sjálfa sig á kostnaS allra þeirra, er þeir sáu sér fært aS etja kappi viS. En sameiginlegt meS þeim öllum var aS þeir sjálfir unnu ekkert og lif ðu af auði þeim er alþýSan f ram- leiddi meS vinnu sinni. Dómsstarfi alþingis réSu goS- arnir engu síSur en löggjafarstarf- inu. Fyrst voru á alþingi fjórir dómar, sinn fyrir hvern lands- fjórðung og tilnefndu goSarnir úr hverjum fjórSungi dómendur í dóm síns fjórSungs. SiSar var settur á stofn fimti dómurinn, er var fyrir alt landiS og nokkurs- konar hæstiréttur fyrir þau mál, er eigi varS lokiS í f jórSungsdóm- unum, en auk þeirra skyldi sækja í hann viss mál önnur, svo sem mútur o. þ. h. Þetta ákvæSi um fimtardóminn sýnir ljóslega a'ð mútur hafa þá þegar gert allmik- iS vart viS sig enda var þaS svo að liSsafli og auSur réSi úrslitum mála í dómunum á alþingi hinu forna. Þess var þvi varla aS vænta aS fátæk alþýSa ætti þangaS mik- iS erindi meS mál sín, enda fara litlar sögur af þvi. Sagnirnar um starf alþingis til forna skýra því nær eingöngu frá deilum höfð- ingjanna um það, hver þeirra skyldi draga til sín auS þann, er alþýSan daglega skapaSi með striti sínu. Tímarnir liðu. Kristin kirkja og klerkavald hennar færðis í auk- ana og tók smám saman að standa uppi í hárinu á hinum veraldlegu höfðingjum. En eigi tók þá betra viS fyrir alþýSunni, þvi óhætt er aS fullyrSa aS svo aumt sem ástand hennar var áSur kastaSi nú tólfunum fyrir alvöru. Á bisk- upastólunum sátu oft hinir arg- vitugustu mannhundar, er notuSu sér fáfræSi manna og istöSuleysi á hinn óskammfeilnasta hátt og meS hótunum um helvitis kvalir og jafnvel líkamlegum píningum sölsuSu undir sig og kirkjuna hvern þann pening, er menn gátu viS sig losaS. Þegar svo ekki var unt aS flá meira i syipinn, var tekiS til þess aS leggja ákvaSir er menn sk^ddu inna af hendi á ó- komnum árum til þess aS kaupa á sig frið. Til þess í stuttu máli að lýsa hörmungum alþýðu á 12. og 13. öld vil eg leyfa mér aS taka hér upp kafla úr íslandssögu Jóns J. ASils og mun óhætt aS fullyrSa, aS þar er ekkert ofsagt. „Flestir af stórhöfSingjum á Sturlungaöldinni líktust miklu meira grimmum vikingum og her- konungum en friSsömum stjórn- endum. Þeir áttu i sifeldum óeirS- um, drotnuSu yfir sveitum sinum meS ströngu hervaldi og gengu á undan öSrum í því aS traSka lög- um og rétti. Eins og geta má nærri, voru kjör alþýSu ekki sem örugg- ust, eSa öfundsverSust undir stjórn þessara stórbokka. Þeir kvöddu bændur og búaliS í ófriS og leiSangur á öllum tímum árs, sópuSu studum öllum vopnfærum inönnum frá nauSsynjastörfum umhábjargræSistimann og teymdu þá meS sér í aSra landsf jórSunga, héldu þeim i langvinnum setum fjarri heimilum sínum og þröngv- uðu þeim til hestavarðarþjónustu á heiðum og öræfum, jafnvel um hávetur. Þeir lögSu allskonar gjöld og kvaðir á héraSsbúa, og tóku af þeim stórsektir, ef þeir gengu um stundarsakir til hlýSni viS aðra höfSingja, jafnvel þótt þeir hefðu gert þaS nauSugir og látið kúgast til þess. Um öryggi eða löghelgi manna á meðal var ekki lengur að ræða í þessum gjörqyðinga ófriði. Höfðingjarnir fóru eins og logi yfir akur með óaldarflokkum sín- um og öfluðu með harSneskju, þaS er aS segja meS ránum og gripdeildum, vista og annara lifs- nauSsynja, þegar alt var upp efið lieima, og tóku þá af lifi, sem dirfSust aS verja fé sitt og reisa rönd við þessum ófögnuSi. En hitt var þó lakast, aS þessi ófriSur snerist ekki um hag og heill al- mennings eSa landsins i heild sinni, heldur aSeins um hagsmuni og völd einstakra höfSingja." Slíkir voru þeir méhn er réSu störfum alþingis á þessum tíma og má þá nærri geta livílik stofnun þaS var. MeS gamla sáttmála gekk Is- land á hönd Noregskonungi áriS 1262. Það var ekki alþýðan held- ur höfðingjarnir sem ákváðu það, og mun óhætt aS fullyrSa, aS hver þeirra vænti sér styrks frá kon- ungsvaldinu, ef þaS næSi hér fót- festu. Eftir því sem konungsvaldinu vex fiskur um hrygg, dvinar veg- senid alþingis og má segja aS eft- ir miSja 16. öld þorðu menn ekki í móti að mæla þeim boðum sem frá konungi komu. Þar með var alþingi í rauninni ekki lengur nein löggjafarsamkoma og i sjálfu sér hégómi einn, þar til það að lok- um var afnumiS áriS 1800. Um miSja 18. öld fara hinir fyrstu borgarar aS skjóta upp höf Si hér á landi og er Skúli Magn- ússon landfógeti brautrySjandi i þeim efnum. Hann hafSi mikinn áhuga fyrir því aS koma hér á fót innlendum iSnaSi og hugSist meS því aS bjarga landsmönnum frá eymd þeirri, er þeir um langt skeið höfSu veriS ofurseldir. Tilraunir hans mishepnuSust, en hér sein annarstaSar fór þó svo, aS ekki var unt aS kæfa viSleitni borgara- stéttarinnar til aS komast til valda. Ýmsir menn, sem stundaS höfSu nám úti i löndum og kyntust viS þaS högum annara þjóSa, drukku i sig kenningar frönsku byltinga-' mannanna. Jafnframt opnuSust augu þeirra smátt og smátt fyrir þeim ínöguleikum, sem islensk borgarastétt ætti í vændum og reyndu eftir megni aS vekja hana til meSvitundar um þá. Og á 19. öld hefst valdabarátta borgara- stéttarinnar fyrir alvöru og sem endaSi meS því, aS hún hrifsaSi völdin úr höndum konungs. MeS valdtöku borgarastéttar- innar á Islandi hefst þróun auð- valdsins. Fyrirtækin voru í fyrstu smá og dreifð, höfðu lítið fjár- ínagn og áttu eins og sagt er erfitt uppdráttar. Eitt af lífsskilyrSum borgaranna var aS fá komiS á fót banka, er lagt gæti fé til fyrirtækj- anna, enda var Landsbankinn stofnaSur 1885, og íslandsbanki 1902. MeS peningastofnunum þess- um var lagSur grundvöllur aS stórútgerS þeirri er síðan hefir þróast og safnaS miklum hluta landsmanna í bæina, þar sem þeim er nauSugur einn kostur að selja eigendum framleiðslutækj- anna vinnuafl siit. Starfi alþingis á hinum síSustu tíinum þarf í sjálfu sér ekki aS lýsa; þaS hefir í stuttu máli gengið út á það, að efla hag borgarastétt- arinnar á allan hátt á kostnað al- þýSu, sem enn sem fyr hefir feng- ið það í sinn hlut aS strita fyrir alla landsmenn en þó mest fyrir þá, sem alt eiga og öllu ráða. Sið- an alþýðan fékk fulltrúa á alþingi er hvorttveggja, aS þeir hafa illa rekiS mál hennar og lítið orðið á- gengt, enda er það vist, að réttar- bætur sínar sækir alþýðan ekki i sali alþingis, heldur verður hún að taka þær sjálf. Smátt og smátt opnast augu hinnar vinnandi stéttar fyrir þessum sannleika og þegar hún hefir skiliS hann til fulls fær engin borgarastétt rönd við reist hinu æðandi stormflóði byltingarinnar, sem nú nálgast hröSum fetum. Degi auSvaldsins í heiminum er tekiS að halla og einnig á Islandi dregur að sólsetri þess. Áður langt um líður hrynur hið borgaralega þjóðsi ;,<"lag til grunna fyrir á- blauþum bi Hma, hinnar uppvaxaudi < ar, sem auS- valdið sjálft ii pað. Enn er islenskn rklýður ekki til fulls vaknaSur til moSvitundar um köllun sína. Enn eru augu hans blinduS, svo blinduS, aS hann jafn- vel væntir sér góðs af alþingi, væntir þess að vinna f ulltrúa borg- aranna á sitt mál svo að þeir með góSu veiti honum réttarbætur þær, er hann fer fram á. Islenskir verkamenn! LátiS ekki blekkja ykkur lengur. HátiSahöld þau, sem i hönd fara eru minningarhá- tiS borgaranna, sem nú hrósa happi yfir því aS hafa lialdiS ykk- ur í ánauð í þúsund ár. Þau eru kinnhestur borgarastéttarinnar til hins vinnandi lýðs í landinu. Mun- ið henni kinnhestinn og látið hann verSa til þess aS þiS hef jist handa gegn kúgurunum. MargfaldiS bar- áttuna, treystiS samtök ykkar og linniS ekki fyr en fullum sigri er náS. NiSur meS alþingishátiSina! NiSur meS auSvaldsskipulagið og ríkisstofnanir þess! Lifi samtök hins vinnandi lýðs! Lifi stéttabaráttan! Lifi heimsbyltingin! Lifi ráðsstjórnarbaiidaríki allra landa! Til íslenskrar alþyðu. Bréf frá „Vinum Ráðstjórnarlýðveld- anna" í Bretlandi. Kæi*u félagar! 26. júní verSur mikiS um dýrSir hjá borgarastétt þjóSar ykkar. Þá heldur hún hátiSlegt þúsund ára af- mæli Alþingis. Hartnær öllum ríkis- stjórnum heimsins er boSiS aS senda fulltrúa á hátíSina. En ráSstjórn verkamanna- og bændalýSveldisins er ekki boSiS. ÞaS er mjög eftirtektarvert fyrir hinar vinnandi stéttir um heim allan, aS stjórn borgaranna á íslandi skuli ekki bjóSa RáSstjórnarlýSveldinu aS taka þátt i AlþingishátíSinni. ÞaS, sem margt annaS, sýnir greinilega, hvernig stórveldastefnan reyiiir laS einangra RáSstjórnarlýSveldiS, í þeim tilgangi aS undirbúa hernaSarárás á hendur því. ÞaS sýnir og, aft skipa á íslandi í fjandmannaflokk RáS- stjórnarlýSveldisins. Þessi blábera ókurteisi gaghvart RáSstjórnarríkinu er nú í fullu sam- ræmi viS þá baráttu, er geisaS hefir i helstu stórveldunum gegn RáS- stjórnarlýSveldinu fimm undanfarna mánuSi. Hún er sama eSlis og „baráttan geg'n trúarbragSaofsóknunum", er hafin.var af páfanum og klerkastétt allra trúarbragSaflokka; sama eSlis og „bankaseSlafölsunarsamsæriS"; sama eSlis og hin ægilega tilraun, er gerS var nýlega til aS myrSa embætt- ismenn RáSstjórnarrikisins í Warsjá og er aS eins einn HSur í heimsbar- áttu borgaraflokkanna gegn RáS- stjórnarríkinu, til aS einangra RáSstj. eftir mætti og undirbúa herferS á hendur Rússlandi. Hin stórstíga þróun iSnaSar og vél- nýtingar, árangur sjö-tíma vinnu- dagsins, hin stöSuga framför í fram- kvæmd jafnaSarstefnunnar, hinn öri vöxtur salmyrkjulandbúnaSarins, sem er nær því aS útrýma stórbænd- unum, kveikja vonir hjá verkalýS allra landa. Þessum framförum er náS á þeim tíma, þegar auSvaldiS reynir í ráSleysisfálmi aS verjast hruni meS geisilegri vélaþróun á kostna'S lífs- kjara verkalýSsins, þegar ægileg Ijorgarastyrjöld geisar í Indlandi og byltingaólgan eykst í nýlendum og meSal undirokaSra þjóSa og miljón- ir vinnandi lýðs standa í pólitískum verkföllum. í stuttu máli, þegar'auS- valdsríkin eru rekin til aö undirbúa stríS til aS skifta aö nýju heims- markaSinum. Einri sjötti hluti jarSar er vernd- aSur frá arSráni auSvaldsins. U. S. S. R. (RáSstjórnarlýSveldiS) er vígi hinnar komandi lijóSfélagsbyltingar.

x

Rödd verkalýðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd verkalýðsins
https://timarit.is/publication/856

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.