Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 1
Útg. Komúnistafl. Islands (Deild úr A. K.). — Akureyrardeildin — 1. ár. Desember 1Q33. 1. tbl. A ly ktu n r miðstjórnar K. F. I. um Akureyrardeildina. Flokksdeildinni á Akureyri hef- ir ekki tekist að framkvæma að sínu leyti þær ákvarðanir, sem teknar voru á 2. þingi flokksins s. 1. vetur. Höfuðorsökin til þessa er tæki- færisstefna sú, sem ríkt hefir í deildinni undir forustu félaga Jóns Guðmanns, og stuðst við á- hrif félaga Einars Olgeirssonar, og sú sterka klíkustarfsemi, sem félagi, Guömann hefir rekið á þýðingarmiklum augnablikum, og sem kemur berlega fram í eftir- töldum dæmum: í »Novadeilunni«, þegar hinar vinstri sósíaldemókratísku skoð- anir Þorsteins Þorsteinssonar, á bak við stjórn deilunnar, voru komnar vel á veg með að grafa grundvöllinn undan áframhald- andi baráttu, beygði formaður flokksdeildarinnar, félagi Jón Guðmann, sig algerlega fyrir á- hrifum þeirra og barðist fyrir því innan flokksstjórnarinnar, og með áhrifum á félagana og aðra þá verkamenn, sem í deilunni stóðu, og sem hann náði sam- bandi við, að deilunni yrði þegar lokið, með þeim árangri, sem þá var fáanlegur. Á deildarfundi þegar rætt var um lærdómana af »Novadeilunni«, var kosin nefnd til þess að semja ályktun út af þeim lærdómum. Nefndin vann starf sitt og samdi ályktun, þar sem áðurnefnd af- staða félaga Jóns Guðmanns var gagnrýnd. En félagi Jón Guð- mann kom í veg fyrir að dregnir væru lærdómar af þessari þýðing- armiklu ályktun, og kom þannig í veg fyrir nauðsynlega gagnrýní á sjálfan sig. — Félagi Steingr. Aðalsteinsson og aðrir leiðandi félagar hafa sýnt óverjandi sátt- fýsi með því að láta honum hald- ast þetta uppi. Sama tækifærisstefnan kemur fram hjá félaga Jóni Guðmann f »agitation« hans gegn fiskverk- unardeilunni s. 1. vor, eftir a.ö hún var hafin, á þeim grundvelli, að hún hefði verið illa undirbúin. Því þó svo væri, gerði félagi Guð- mann, með »agitation« sinni eftir að deilan var hafin, ekkert annað en styðja samskonar vinstri-sósí- aldemókratíska »agitation«, í stað þess að berjast gegn þessum skoð- unum. Hið sama endurtekur sig þeg- ar deilt er um kauptaxtann í Verkamannaf élagi Akureyrar. Liðið í Verkamannafélagi Akur- eyrar hefir ákveðið að berjast fyrir kauphækkunartillögu Þorst. Þorsteinssonar, og á fundi í verkamannafélaginu er hún sam- þykt. En af því tillögumaðurinn sjálfur, Þorst. Þorsteinsson, snýst gegn henni, á þeim grundvelli, að hún hafi ekki nægilegt fylgi verkamannanna, þá er hún sam- þykt aðeins með litlum meiri- hluta. Formaður deildar KFÍ, félagi Jón Guðmann, gengur að fundin- um loknum í lið með þessum sósí- aldemókratísku áhrifum og flytur félögunum, einum og einum, þann boðskap, að miðstjórn flokksins sé andvíg kauphækkuninni. Þessi stórkostlega vítaverða klíkustarf- semi félaga Guðmanns leiðir til þess að virkustu félagarnir, eins og Björn Grímson, Kristfinnur Guðjónson o. fl. láta stjórnast af þessari tækifærissinnuðu agita- sjóii og verða óvirkir í barátt- unni. Hinar tækifærissinnuðu skoð- anir og starfsaðferðir félaga Guð- manns hafa komið mjög greini- lega fram í sambandi við »Verka- manninn«. Félagi J. G. hefir haldið því fram, að »Verkam.« ætti að vera málgagn KFÍ á þann hátt, að leggja áherslu á þingræð- islega baráttu flokksins, en hefir ekki skilið, að »Verkam.« yrði hinni byltingarsinnuðu verklýðs- baráttu að mestu liði með því að túlka fyrir verkalýðnum á Norð- urlandi byltingarsinnaða hags- munabaráttu, og vera hjálpartæki til þess, í gegnum slíka baráttu, að leiða hann inn á hina pólitísku línu flokksins. Þessar röngu skoð- anir félaga Guðmanns hafa komið fram í starfi hans við blaðið, meðal annars við niðurröðun efn- isins og með því, að reyna að hindra á ýmsan hátt starfsemi annara félaga við blaðið. Sömu- leiðis hefir hann neytt aðstöðu sinnar, sem þýðingarmikill starfs- kraftur við blaðið, til þess að hafa í hótunum við félagana, ef þeir hafa ekki ætlað að lúta vilja hans. Félagi J. G. og deildin á Akux-- eyri yfirleitt hefir afskaplega vanmetið forustuhlutverk komm- únistaflokksins. Fonnaður flokks- deildarinnar s. 1. ár, félagi Jón Guðmann, hefir sökum persónu- legrar afstöðu ekki komið opin- berlega fram í þeirn deilum, sem háðar hafa verið. í Nova-deil- unni, þegar vei'kbanninu var lýst yfir, að viðstöddu afai’miklu fjöl- menni, töluðu fulltrúar frá verk- lýðsfélögunum á Akureyri, Siglu- firði og Vestmannaeyjum, — full- trúar samfylkingar verkalýðsins í þessari baráttu. En foi’maður flokksdeildarinnar á Akureyri eða annar félagi frá henni kom ekki fram til þess að sýna forustu flokksins í þessari merkilegu samfylkingarbaráttu verkalýðsins. í fiskvinnudeilunni kom for- Baráltoii p tækifæris- stefnunni í flkureyrar- deild K. F. I. Stjórn kommúnistadeildarinnar á Akureyri hefir í’ætt ítarlega á- lyktun fyrir Akureyri frá lands- fundi miðstjórnar K. F. í. — Stjórnin er fyllilega einhuga og sammála um ályktunina og þá gagnrýni, sem í henni felst. Einn- ig hefir ályktunin verið rædd í öllum sellurn flokksdeildarinnar, og hefir meirihluti félaganna sýnt alvarlega viðleitni til að skilja nauðsyn slíkrar hlífðarlausi’ar gagnrýni, sem grundvöll fyrir virkri baráttu gegn hinum borg- ai’alegu áhrifum á starfsemi kommúnistaflokksins, sem hindr- að hafa virkilega ötuTa forustu haixs í stéttabai'áttu vei’kalýðsins. Þó eru enn nokkrir félagar, sem ekki hafa áttað sig á póli- tískri línu landsfundarins, en leggja eyrun við tækifærissinnuð- um, og þar með flokksfjandsam- legum, skoðunum. Vegna þessai-a félaga, og þó sérstaklega vegna þess verkalýðs, sem er utan kommúnistaflokksins, birtir stjórn kommúnistadeildai’- innar hér með opinberlega áður- nefnda ályktun, ásamt nokkrum skýringum á því, sem fram hefir komið í flokksdeildinni, í sam- bandi við hana. Það, sem mesta athygli hefir vakið út á við, er xirsögn Jóns Guðmanns úr kommúnistaflokkn- um. Hvers vegna segir Jón Guð- maður flokksdeildarinnar aldrei á vettvang. Að hakakrossskipinu kom hann heldur ekki og gerði enga tilraun til áð skipuleggja baráttu gegn fasismanum. í samræmi við' og sem bein af- leiðing af þessum tækifærissinn- uðu skoðunum og starfsaðferðum félaga Jóns Guðmanns, sem verið hefir sterkasta aflið í flokksdeild- inni, hefir afstaðan til vinstri- sósíaldemókratanna verið mjög röng. Árið 1932 myndar flokkurinn með þeim samfylkingarstjórn í Verkamannafélagi Akureyrar, án þess að grundvalla samfylking- una á ákveðnum baráttumálum verkalýðsins. Þegar hin vinstri- kratísku áhrif höfðu að nokkru leyti eyðilagt Novu-deiluna, eru formælendur þeirra aðeins lítil- lega gagnrýndir á einum fundi frammi fyrir verkalýðnum, en síðan ekki meir. Fyrir eyðilegg- ingarstaíf sivt í fiskverkunardeil- unni var Þorsteinn Þorsteinsson aldrei gagnrýndur opinberlega. Og þegar hann, í sambandi við mann sig úr kommúnistaflokkn- um? Hann sjálfur segir, að það sé »i mótmælaskyni viö þá aðferð í gagnrýni, sem hefir verið viðhöfð í þessu tilfellú. Hver er sú aðferð? Vegna alvarlegs og, fyrir verk- lýðsbaráttuna, hættulegs skoðana- munar innan kommúnistaflokks- ins, hefir Alþjóðasamband komm- únista, sem raunhæfasta þekk- ingu hefir á baráttu verklýðs- stéttarinnar, sent K. F. í. »Opið bréf«, þar sem flokknum er bent á villur sínar og veikleika gagn- vart hinum borgaralegu, sósíal- demökratísku áhrifum. Miðstjórn K. F. í. heldur landsfund til að rannsaka ástand hinna ýmsu flokksdeilda, á grundvelli »Opna bréfsins«. Við þá rannsókn kemur í ljós, að flokksdeildin á Akureyri — eins og víðar — er gegnsýrð af tækifærissinnuðum skoðunum (leyfum af borgaralegum hugs- unarhætti). Með staðreyndum úr verklýðs- baráttunni hér á Akureyri er það sannað, að Jón Guðmann hefir verið aðalformælandi hinna borg- aralegu (tækifærissinnuðu) skoð- ana í flokksdeildinni hér, og hann er hlífðarlaust gágnrýndur fyrir þessar hættulegu skoðanir. Er það gert til þess að svívirða Jón Guðmann persónulega? Er það skilyrðislaust svívirð- ing að hafa rangar skoðanir? Nei. En um leið og það er sann- að, að Jón Guðmann, sem leiðandi kraftur í flokksdeildinni hér, túlki skoðanir og viðhafi starfs- aðferðir, sem leiði kommúnista- deildina, og þar með verklýðsbar- áttuna hér, út á glapstigu, þá setningu kauptaxtans í Verka- mannafélaginu s. 1. vor, hafði kommúr. istana að einskonar ginn- ingarfíflum, var það félagi Stein- grímur Aðalsteinsson einn, sem gagnrýndi hann á Verkamanna- féiagsfundi, og þó ekki nægilega ákveðið. Tækifærisstefnan hefir þannig gagnsýrt alla starfsemi flokks- deildarinnar á Akureyri og staðið í vegi fyrir því, að reynt væri að framkvæma ákvarðanir 2. flokks- þingsins. Ábyrgur fyrir þessu er fyrst og fremst félagi Jón Guð- mann, sem túlkað hefir hinar tækifærissinnuðu skoðanir á hættulegan og í sumum tilfellum ósvífinn hátt. Félagarnir á Akur- eyri hafa líka sýnt vítaverða sátt- fýsi við hinar tækifærissinnuðu skoðanir og starfsaðferðir félaga Jóns Guðmann, sáttfýsi, sem í sumum tilfellum hefir leitt til starfsleysi félaganna en í öðrum tilfellum til rangrar starfsemi eins og dæmi skulu nefnd um. Stjórn deildarinnar hefir van- rækt að taka til rækilegrar um-

x

Kommúnistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kommúnistinn
https://timarit.is/publication/1200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.