Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 4

Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 4
KOMMÚNTSTINN 1. tbl. reka hlífðarlaust á braut allar sóttkveikjur borgaranna í flokkn- um og að láta afstöðu félaga til vitta sinna vera mælikvarða á það, hvort þeir vilja rækja skyld- w sínar við flokkinn og verklýðs- stéttina. Landsfundur miðstjórnarinnar. Opna bréfið frá Alþjóðasambandi kommúnista beindi peirri alvarlegu áminningu til allra meðlima K. F. í. að ræða ítarlega og einarðlega þá lærdóma, sem það heiir að geyma. Til þess að tryggja þétta var lands- fundur miðstjórnarinnar kallaður saman. Aðal-verkefni landsfundarins var að skerpa baráttuna gegn tækifæris- stefnunni Og klfkustarfseminni, sem af henni hefir leiít og útrýma allri sáttfýsi við hana. Landsfundurinn staðfesti fullkom- lega álit A. K. um að tækifærisstefn- an — ábrif borgarastéttarinnar og þá fyrst og fremst sósialdemókratanna - i flokki okkar, hafi átt úrs itaþátt i þvi, að flokknum tóks ekki að neinu ráði að framkvæma verkefni þau, sem ályktanir 2. flokksþíngs- ins fela í sér. Fjöldamörg dæmi um réttileik þessara skoðana komu fram á landsfundinum. Ltndsfundurinn lagði grundvöll- inn að hlifðarlausri baráttu gegn tækifærisstefnunni, villukenningum borgarastéttarinnar í flokki okkar. Út um land (utan Rvíkur) hafði Opna bréfið frá A. K. alls ekki ver- ið skilið að neinu ráði og flokks- kjarninn lítill, óþroskaður pólitlskt og svo sáttfús við hinar röngu skoð- anir, að hin tækifærissinnaða kllku- starfsemi einstakra félaga gegn stefnu flokksins var svo að segja algjör- lega ráðandi og hver tilraun til al- varlegrar sjálfsgagnrýni á skoðun- um og stðrfum einstakra félaga barin niður að mestu og stimpluð sem >persónuleg árás« eða eitthvað á þá leið (t. d. Akureyri). Flokksdeildirnar út á Iandi voru þvi likari sósialdemokratiskum kosn- ingafélögum beldur en starfandi kommúnistafélagsskap. Hinar tækU færissinnuðu skoðanir, ekki sist vanmatið á forustuhlutverki verka- Jýðsins óg flokksins, endurspeglast par f mjðg ófullkominni sellu og vinnustöðvastarfsemi úg jafnvel enn- þá lélegra starfi i liðunum í verka- íýðsfélðgunum. Fjörkippirnir í deild- unum fyrir og um kosningar eru miklu frekar staðfesting á hinum sósialdemokratisku skoðunum (m. a. blekkingunum um hið borgaralega »Iy"ðræði«) og starfsaðferðum i flokknum, beldur en um virkilegt bolsévikist fjöldastarf. Líkt rná segja um hina einhliða áherslu á fjðlda-fundi, samfaravanmatl ápýðing- armesta siaríi llokksins: vinnustöðva og sellustarlinu og liðastatlinu i verklýðfélög- uiiura. t 52. tbl. Verklýðsbl. er ályktun Isndsfundarins birt. Purfa allir flokks- félagar að lesa hana gaumgæfilega og til- einka sér pær skoðanir og lærdóma, sem hún helir að geyma. I andsfundurian markar án efa tímaraót f sögu íslensku verkiýðs- hreyfingarinnar, en þó þvi aðeins að flokkurinn sem heild og einstak- ar deildir hans skilji til fullnustu þau verkefni sem ályktunín Ieggur okkur á herðar og gangi að þvf með bolsévikiskum kraftt að fram- kvæma þau: Hlifðarláusa og ósátt- fúsa baráttu gegn tækifærisstefnunni innan flokksins, sem er hðfuðskii- yrðið fyrir að flokknum takist að margfalda alt sitt starf, að verða virkileg brjóstfylking islenska verka- lýðsíns, sem sé fær um að leiða baráttu allra arðrændra og kúgaðra gegn árásum auðvaldsins, gegn fasismanum og brautryðjendum hans, Alþýðuflokksbroddunum, Flokkurinn. Sellustarfið. Félagar. Enn eigum við langt í land með það, að hver einasti sellu- félagi sé starfandi flokksmaður, eins og vera ber. Hinar rðngu, tækifaer- issinnuðu skoðanir á hlutverki flokks- ins og skipulagi háns eru grund- vðllurinn undir hinu mikla starfs- leysi og vanrækslu á sellustarfinu. Ianihald sellustarfsins hefir heldur ekki verið rétt. Sellurnar tiafa ekki skoð að starfsemina á vinnustöðunum, i veiklýðs- (élögunum og meðal verkalýðsins sem að alverkefni sín. Pær bafa t. d. látið ó- notuð tækifærs tii að stofna vinnu- stððvasellur. Pær hafa ennfremur verið mjðg ósjálfstaeðar í starfi sinu. Alyktanir 2. flokksþingsins og landsfundar miðstjórnar undirstrika, að starfið á vinnustððunum, í verk- lyðsfélögum og meðal atvinnuleys- ingjanna eigi að vera þungamiðjan í allri starfsemi flokksins. Petta get ur þvf aðeins orðið að ðllum fétög- um skiljist að flokkurinn getur þvf aðeins orðið virkileg brjóstfylking verkalýðsins i baráttunni gegn auð- valdinu, að svo að segja hver ein- asti flokksmaður sé virkur þátttak- andi f stéttabaráttunni. Sellurnar eru sá skóli sem flokksfélagarnir eiga að þroska sig f til þess að þeir geti orðið leiðfogar stéttar sinnar, hver á sfnum stað. Nunið að mæting a setlufundum er ein pýðingarmesfa flokksskylda. Liðastarfið. Starfsemi okkar í verklýðsféfög- unum hefir verið mjðg ábótavant. í Sjómannaféiaginu og »Einingunni« eru Hð okkar Htt- eða óstarfandi. t Verkamannafélaginu er lið okkar alls ekki nægilega virkt. Fundarsókn á liðsfundum hefir verlð slæm. Fáir félagar taka til máls á félagsfundum og Hðsfundum, þvi þl »vantar æf- iugu«, þ. e. nokkrir féfagar eiga alltaf að tala. Og sellurnar hafa ekki getað bætt úr þessu vegna líí illar og rangrar starfsemi. Hin lélega liðastarfsemi er bein af- leiðing tækifærisstefnunnar og sam- tfmis mjðg hættulegt vanmat á for- ustuhlutverki flokksins i verklýðs baráttunni. Um Ieið og baídið er áfram bar- áttunni gegn tækifærisstefnunni f hugsunar- og starfsháttum flokks- deildarinnar, verða sellurnar og liðin að setja sér starfsáætlanir um veiga- mestu og cæstu verkefni sín, Úr „þrið/'a rikinu." Eftir því sem öngþveitið í Þýskalandi vex og trú verkalýðs- ins og millistéttanna á ágæti fas- ismans þverrar, því hrottalegri eru aðferðir fasistanna til þess að halda völdunum sem lengst. Til þess að reyna að breiða yfir hryöjuverk sín, hafa fasistarnir tekið upp á því, að telja almenn- ingi trú um að þeir sem eru myrtir í fangelsunum hafi fram- ið sjálfsmorð. Slíkar sögusagnir eru daglegir viðburðir. — Járn- brautarþjónn í bænum A. var staddur á veitingahúsi og lét í ljósi óánægju sína með stjórnina. Hann var samstundis handtekinn af árásarliði fasista og eftir sögn þeirra hafði hann síðan hengt sig í fangelsinu. Félagi T. var fang- elsaður ásamt tveim félögum frá Berlín. Hann á líka að hafa hengt sig! Á likinu sást að hon- um hafði veríð misþyrmt hræði- lega. Þessir tveir félagar frá Ber- lín, sem voru fangelsaðir með honum, hafa síðan algjörlega horfið. Sennilega hafa þeir líka »framið sjálfsmorð«. Þannig mætti lengi telja. V., atvinnuleys- ingi, sem ráfaði um göturnar í þorpinu E. og betlaði og kvartaði yfir vonlausu ástandí sínu. Hann var tafarlaust handtekinn og dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir »Miesmacherei« (svartsýni). Fyr- ir slíkar »misgerðir« eru menn handteknir og dæmdir hópum saman daglega. — útvarpið er einn versti óvinur fasistanna. Sérstaklega þýska út- varpið frá Moskva, Strassburg, Wien, Luxemburg, Sviss o. fl. stöðum. Nú hefir verið bannað að hlusta á útvarp frá þessum stöðum. Fasistarnir óttast þó mest útvarp frá Moskva á bylgju- lengd 50 og 1481. Allar klær eru hafðar úti til þess að hindra að þegnar »þriðja ríkisins« geti hlustað á útvarp frá öðrum lönd- um. Barnakennarar veiða það upp úr börnunum,'hvort foreldrar þeirra eiga radiotæki og hvað þeim þyki skemtilegast að hlusta á. — óánægjan innan árásarsveit- anna vex jafnt og þétt og birtist á margvíslegan hátt. Sem dæmi skal skírt frá því, að fasistinn N. málaði eftTrfarandi setningu á húsvegg: »Hitl'er gib uns Brot — sonst werden wir wieder rot«. (Hitler gefðu okkur brauð — annars verðum við rauðir). Hatrið logar undir niðri, það ólgar og bráðum sýður upp úr. Tveir heimar. I auðvaldsheiminum vaxandi kreppa, minkandi framleiðsla, vaxandi atvinnuleysi, stytting vinnudagsins ásamt hlutfallslega lækkuðu dagkaupi. í Soviet-Rússlandi taka næstum daglega nýjar verksmiðjur til starfa, framleiðslan eykst, lífs- skilyrði verkalýðs og bænda batna. Sem dæmi verða teknar nokkr- ar tölur úr kemiska iðnaðinum. Framleiðsla kemiskra vara í Tjekkoslovakíu hefir minkað um rúman helming síðan 1929. Út- flutningur kemiskra vara frá Bandaríkjunum nam árið 1931: 130.600.000 dollurum en 1932 að- eins 95.000.000 doll. Á sama tíma minkaði framleiðsla kemiskra af- urða í Þýskalandi úr 244.000.000 niður í 172.300.000' dollara. f Soviet-Rússlandi hefir þróun- in í kemiska iðnaðinum verið stórstíg eins og sést af eftirfar- andi tölum: 1929, framleiddar vörur fyrir 243 miljónir rúblur. 1931, framleiddar vörur fyrir 450 miljónir rúblur. 1932, framleiddar vörur fyrir 935 miljónir rúblur. í »paradís« fasismans, ftalíu, var tala atvinnulausra verka- manna í kemiska iðnaðinum: 1931 — 11.353 1932 — 15.244 í Soviet-Russlandi hefir verka- mönnum í kemiska iðnaðinum fjölgað sem hér segir: 1930 — 122.069 1931 — 201.312 1933 — 214.537 Meðallaun verkamanna í kem- iska iðnaðinum í Soviet-Rúss- landi: 1930 _ 88.97 rúblur. 1933 — 139.26 rúblur. Meðallaun verkamanna í papp- írsiðnaðinum í Bandaríkjunum: 1926 — 23.16 doll. 1933 — 14.14 doll. Ríkisþinghúsbruninn. útvarpið skýrir frá því að dóm- ur verði kveðinn upp í þinghús- brunamálinu fyrir jól. Hinn opin- beri ákærandi krefst þess að Torgler verði dæmdur til dauða. Þannig ætlar fasistastjórnin að fullkomna þetta oheyrða réttar- hneyksli með dómsmorði á einum af bestu foringjum þýska verka- lýðsins — félaga Torgler. Fjar- vera Búlgaranna, Dimitroff og félaga hans, var svo rækilega sönnuð, að »dómstóllinn« hefir ekki þorað að dæma eftir fram- burði ljúgvitnanna. Swnnudaginn 17. desember verður fundur í Verkamannafélagi Akureyrar. Þar verður til umræðu: Bæjar- stjórnarkosningarnar, atvinnu- leysið og e. t. v. fleira. Á þessum' fundi verða verka- mennirnir að segja álit sitt á því, hvaða foringjum þeir treysta best til áð berjast best og réttast fyrir hagsmunamálum verkalýðsins ut- an sem innan bæjarstjórnarinnar. Á síðasta fundi í »Einingunni«, vai það álit, verkakveBina'Js-iia, að formenn Verkalýðsfél. beggja (Verkamannafélagsins og Ein- ingar), sem eru í helstu trúnaðar- stöðum fyrir verkalýðinn á Ak- ureyri, skyldu skipa efstu sæti daginn! Verkamenn, mætið á sunnu- listans. Ábyrgðarmaður: Jakob Árnason. Prentsmiðja Odds Bjöwisaonar.

x

Kommúnistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kommúnistinn
https://timarit.is/publication/1200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.