Kommúnistinn

Árgangur
Tölublað

Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 2

Kommúnistinn - 01.12.1933, Blaðsíða 2
2 ROMMÚNISTINN 1 tbl % væri það slcýlaus svilc við vetka- lýSinn að segja honum ekki af- dráttarlaust til syndanna. Á þann liátt einan (jafst lika Jóni Ghu)- mann kostur á að yfirvinna sinar röngu skoðanir og vinna sig inn á hina pólitísku stefnu lcommún- istaflokksins, línu stéttabarátt- vnnar. Gagnrýnin á Jón Guðmann er þannig enganveginn persónuleg ofsókn, eins og hann sjálfur held- ur fram, heldur er hún að gefnu tilefni hans sett fram í fyrsta lagi til þess að auka flokksdeild- inni á Akureyri skilning á for- ustuhlutverki sínu og skapa henni þar með grundvöll til að heyja á sigursæla verldýðsbaráttu. Og í öðru lagi er hún tilraun til að leiðrétta hjá Jóni Guðmann hans röngu skoðanir og beina starfs- kröftum hans inn á brautir hinn- ar virkilegu stéttabaráttu verka- lýðsins. í fyrra atriðinu, sem líka er að- alatriðið, vottar þegar fyrir nokkrum árangri, og stjórn deild- arinnar efast ekki um, að sá ár- angur vex með hverjum degi sem líður. Að síðara atriðið hefir mistek- ist stafar af engu öðru en því, hve gersamlega ókommúnistískt Jón Guðmann hefir snúist við gagnrýninni. En með því hefir hann sjálfur best sannað, hversu rangan skilning hann hefir á starfsháttum virkilegs kommún- istaflokks. Hefir sannað, að gagn- rýnin á hann var rétt. Jón Guðmann reynir að gera sjálfan sig að »píslarvotti« í aug- um þeirra félaga, sem hann enn hefir áhrif á, með því að Ijúga því, að hann hafi ekki átt kost á að verja sig gegn gagnrýninni. Sannleikurinn er sá, að meðan Jón Guðmann var í flokknum var var hann hvað eftir annað boð- aður á fund flokksstjórnarinnar hér, til þess að ræða við hana þessi mál. En hann neitaði alltaf ræðu í deildinni ályktanir 2. flokksþingsins og grundvalla á þeim umræðum baráttu gegn tækifærisstefnunni, en fyrir póli- tískri línu flokksins. Samskonar sáttfýsi við tækifærisstefnuna birtist í meðferð opna bréfsins frá Alþjóðasambandi kommún- ista. Stjórn deiklarinnar lýsir sig samþykka efni bréfsins, en gerir þrátt fyrir það ekkert til að gera félagana virka utan um þá línu, sem bréfið leggur gegn tækifær- isstefnunni, í starfi deildarinnar. Deildin hefir vanmetið starfið á vinnustöðvunum og vanrækt að rótfesta þar áhrif sín, eins og glöggt kom fram í fiskverkunar- deilunni og við hakakross-skipið, og sýnir sig þó einna átakanleg- ast í starfsemi sjómannafélagsins sem leiðir skýrt í ljós skilnings- leysi félaganna á því, hve gífur- lega mikla þýðingu starfið meðal sjómanna hefir fyrir starfsemi allrar verklýðshreyfingarinnar á Norðurlandi og jafnframt van- mat þeirra á forustuhlutverki flokksdeildarinnar á Akureyri í stéttabaráttunni norðanlands. að mæta. Þegar ályktunin fyrir Akureyri var rædd í sellu þeirri, sem Guðmann var í, var hann boðaður á fundinn. En hann sagð- ist eklci eiga neitt erindi þangað. Staðhæfing Guðmanns, um að hann hafi ekki átt kost á að verja sig, er því ekkert annað en rógur um flokksstjórnina, settur fram til að reyna að hindra það, að flokksdeildin hér sameinist um á- kvarðanir landsfundarins, sem bygðar voru á »Opna bréfinu« frá Alþjóðasambandi kommúnista. — Með öðrum orðum: Er starfsemi, sem er fjandsamleg flokksdeild- inni hér, K. F. í. og Alþjoðasam- bandi kommúnista. Þrátt fyrir þessa og þvílíka flokksfjandsamlega starfsemi, reynir Guðmann að telja mönn- um trú um, að hann muni eftir- leiðis starfa að hagsmunum kommúnistaflokksins. Stjórn flokksdeildarinnar varar verkalýðinn hér við slíkum blekk- ingum. Sá maður, sem setur eigin til- finningar og eigin hagsmuni sína ofar pólitískri stefnu K. F. f. og Alþjóðasambands kommúnista, og segir sig úr lögum við það, liann er eklci kommúnisti, heldur and- stceðingur kommúnismans. Er lið- hlaupi, sem flýr stéttabaráttuna. Með útgáfu blaðs þessa leggur kommúnistadeildin hér alla mála- vöxtu opinberlega fram fyrir verkalýðinn. Stjórn flokksdeildar- innar treystir því, að verkalýður- inn líti á málin með skilningi, sem leiði hann til sannfæringar um það, að stefna og starfsemi kommúnistaflokksins er ekki mið- uð við neitt annað en hagsnmni verklýðsstéttarinnar, og að vcrka- lýðnum ber þcssvegna að fylkja sér um þann flolck, í baráttu sinni gegn auðvaldinu. Stjórn flokksdeildarinnar vænt- ir þess ennfremur að hver einasti félagi flokksins taki virkan þátt í baráttunni fyrir því að uppræta Stjórn VSN hefir ekki lagt kapp á að koma á lifandi sambandi milli félaganna í VSN. Þessvegna hefir líka farið í handaskolum þegar átt hefir að samstilla krafta verkalýðsfélaga á fleiri stöðum, eins og í fiskverkunar- deilunni s. 1. vor. Ábyrgur fyrir starfsleysi sam- bandsstjórnarinnar er félagi Steingrímur Aðalsteinsson, sem hefir vanrækt að halda reglulega stjórnarfundi, en orsök starfs- leysisins er tækifærissinnað van- traust á verkalýðnum og sérstak- lega þeim hluta hans, sem er und- ir áhrifum sósíaldemókrata, sem stafar af skökkum skilningi á sósíaldemókratíinu og þar með á forustuhlutverki kommúnista- flokksins. 1 haust hefir fundar- sókn félaganna á sellufundum, deildarfundum, liðsfundum og fundum verklýðsfélaganna, sér- staklega Verkamannafél. Akur- eyrar, verið afar slæm. Alt þetta eru dæmi urn starfsleysi félag- anna, sem er afleiðing af sáttfýsi við tækifærisstefnuna. Á hinn bóginn hefir þessi sama sáttfýsi, úr flokknum hinar tækifærissinn- uðu skoðanir,. með hlífðarlausri sjálfsgagnrýni, og geri flokkinn þannig að þeim kjarna, sem leitt geti baráttu verkalýðsins til úr- slitasigurs yfir auðvaldinu. Að lokum bendir stjórn flokks- deildarinnar á það, að þó maður með rangar og hættulegar skoð- anir, eins og t. d. Jón Guðmann, gangi úr flokknum, þá er flokk- urinn ekki laus við áhrif hans, ekki laus við afleiðingarnar af hinum skökku skoðunum hans, er félagarnir halda áfram að hlýða á »agitation« hans gegn stefnu flokksins og ákvörðunum, og taka tillit til þess, sem hann segir, um þau efni. Stjórn deildarinnar hefir óræk- ar sannanir fyrir því, að Jón Guðmann hefir, bæði fyrir og eft- ir að hann fór úr flokknum, við- haft opinbera, flokksfjandsam- lega agitasjón meðal flokksfélaga og annara verkamanna. Hann hefir sagt alla gagnrýni á sig vera lýgi og beitt ótrúlegnstu meðulum í árásarskini á stjórn deildarinnar og miðstjórn flokks- ins. Með því að segja sig úr komm- únistaflokknum, hefir Jón Guð- mann algerlega útilokað það, að honum takist að leiðrétta skoðan- ir sínar og starfsaðferðir, gengið í liö með borgarastéttinni gegn stefnu kommúnistaflokksins. Þess vegna verða félagarnir að varast áhrif hans á kommúnistaflokkinn sem hver önnur borgaraleg, fjandsamleg og það mjög hættu- leg áhrif. Deildarstjórnin er þess fullviss, að Akureyrardeildin styrkist við að losna við tækifærisstefnuna og þarmeð að ósáttfús barátta gegn henni sé höfuðskilyrðið fyrir því, að flokknum takist að leysa af hendi forustuhlutverk sitt í stéttabaráttu verkalýðsins hér norðanlands. Deildarstj. sem staðið hefir í vegi fyrir virku starfi og rótfestingu á áhrifum flokksins á vinnustöðunum og í verklýðsfélögunum leitt suma fé- lagana og þá einkum Steing.Aðal- steinsson, Elísabetu Eiríksdóttur og Jakob Árnason út í þá vinstri villu að hvetja til baráttu, án þess að slík barátta væri nægilega grundvölluð á vinnustöðunum og meðal verkalýðsins yfirleitt. í sambandi við þá ósigra sem af þessu hafa leitt, hefir svo skuld- inni verið skelt á verkalýðinn í stað þess að gera tækifærisstefn- una ábyrga fyrir áhrifaleysi flokksins á verkalýðinn og lélega forustu, sérstaklega á þetta við um félaga Jón Guðmann, og í hakakrossdeilunni kom þetta einnig glöggt fram hjá fél. Stein- grími Aðalsteinssyni, í grein sem hann skrifaði í »Verkamanninn« um þetta mál. Á Akureyri hefir samstarfi fé- laganna í stjórn deildarinnar ver- ið mjög ábótavant, samband deildarinnar við miðstjórn flokks- ins sömuleiðis. Félagi Jón Guð- mann hefir verið rojög ráðríkur i öllu sínu flokkssfarfi og hefir ó- sleitilega beitt klíkustarfsemi til framdráttar sínum tækifærissinn- uðu skoðunum, sem áður hafa verið nefnd dæmi um. Félagarnir, sem unnið hafa með honum, hafa fundið þetta og kvartað um þetta hver við annan, en þeir hafa til þess að vernda »friðinn« við fé- laga Guðmann, látið undir höfuð leggjast að taka upp skarpa bar- áttuo gegn þessum skaðlegu starfsaðferðum og hafa með því sýnt vítaverða sáttfýsi við tæki- færisstefnuna og stutt hana á þann hátt. Viðleitni til leiðrétt- ingar í þessu efni felst þó í þeirri gagnrýni á fél. Jón Guðmann, sem stjórn deildarinnar nú hefir sent miðstjórn, en slíka gagnrýni verður að taka upp í deildinni sjálfri og hefja fyrst og fremst innan hennar miskunnarlausa baráttu gegn skökkum skoðunum og röngum starfsaðferðum. Sam- band deildarinnar við miðstjórn hefir að mjög miklu leyti farið fram í gegnum félaga Einar 01- geirsson og félaga Jón Guðmann, sem er sterkast tækifærissinnaði þátturinn í flokksdeildinni á Ak- ureyri. Flokksdeildin á Akureyri er gegnsýrð af tækifærissinnuð- um skoðunum og sáttfýsi við þær, eins og framanskráð dæmi sanna. Vanmat flokksdeildarinnar á Akureyri á þýðingu FUK, stend- ur í mjög nánu sambandi við hin- ar röngu skoðanir á hlutverki sósíaldemókratísins og vanmatið á forustuhlutverki kommúnista- flokksins og er bein afleiðing tækifærisstefnunnar og sáttfýs- innar í deildinni. Þessum röngu skoðunum á FUK verður misk- unnarlaust að berjast á móti og uppræta úr deildinni, og veita FUK nægilega hjálp og leiðsögn til að sigrast á tækifærisstefn- unni og sáttfýsinni innan þess vébanda og verða virkilegt for- ustulið verkalýðsæskunnar í stéttabaráttunni. Höfuðvei'kefni deildarinnar og það sem hún tafarlaust á að snúa allri sinni orku að, er hlífðarlaus barátta gegn hinum tækifæris- sinnuðu skoðunum og uppræting alirar sáttfýsi við þær. Slíkt verð- uv enganveginn gert nema með slitalausu starfi í fullu samræmi við hina pólitísku línu flokksins og Alþjóðasamb. kommúnista. En til þess að leiða það starf verður að skapa í flokksdeildinni á Ak- ureyri bolsjevistískan kjarna, sem geti haft á hendi forustuna í bols j e víseringu f lokksdeildarinn- ar, baráttunni gegn tækifæris- stefnunni og trygt það, að af full- um krafti verði snúið sér að starfseminni 1 verkalýðsfélögun- um og á vinnustöðunum og rót- festa þar áhrif flokksins á þann verkalýð sem sýnt hefir byltinga- sinnaðan áhuga þegar baráttan var hörðust (Nova-deilan etc.) og hann gerður virkur í daglegu starfi deildarinnar, forusta verka- lýðsins í flokknum þannig trygð og grundvöllur lagður að virki- legum, bolsjevikískum fjölda- flokk. 23. nóvember 1933.

x

Kommúnistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kommúnistinn
https://timarit.is/publication/1200

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1933)
https://timarit.is/issue/389940

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1933)

Aðgerðir: