Grettir - 21.07.1934, Blaðsíða 1

Grettir - 21.07.1934, Blaðsíða 1
1. árg. 1. tbl. Grettir Útgefandi: íþróttafélag Verkamanna.’ Reykjavík, 21. júlí 1934. Ávarp til íþróttamanna. íslenskir iþróttamenn! Til baráttu gegn þjóðrembingi og aft- urhaldi í íþróttamálum, fyrir hagsmunakröfum íþróttamanna. Seinustu árin liefir kreppan geisað hér, eins og í öðrum auðvaldslöndum og hefir fært verkalýðnum og öllu vinnandi fólki óbærileg kjör. í viðleitni sinni til þess, að finna leið út úr kreppunni á kostnað hinnar vinnandi alþýðu, hefir horg- arastéttin stöðugt krept meira að kjörum almennings og beitt í því skyni stöðugt skarpari og víðtækari ofbeldisaðferðum. í þessari lierferð gegn alþýðunni leggur borgarastéttin alveg sér- staka áherslu á íþróttalireyf- inguna. Hvað ætJa borgararnir sér með í þróttafélögin ? Undir slagorðinu „ópólitísk- ar íþróttir“ reyna borgararnir að rugla og svæfa stéttarmeð- vitund íþróttamanna úr al- þýðustétt, skapa þjóðernis- rembing, afskiftalevsi og jafn- vel andúð gagnvart hagsmuna- baráttu alþýðunnar. Borgararnir vilja gera íþrótta- hreyfinguna að stoð fyrir hinn uppvaxandi fasisma sinn. Jafnframt því, að revnt er að ala íþróttamennina upp i þjóð- rembingshugsunarhætti, sýna sig altaf skýrar og ákveðnar tilraunir ríkisvaldsins til þess að draga íþróttalireyfinguna undir beint eftirlit sitt og ábrif. Sem ljóst dæmi um það, hvern- ig' þetta er framkvæmt, er sú aðferð, að blanda lögreglunni (sem eru atvinnuíþróttamenn) inn í iþróttirnar, tildra henni þar sérstaklega upp, og veita henni ómakleg sigurverðlaun, og reyna þannig á óskammfeil- inn hátt að sölsa undir sig for- vstuna i íþróttahreyfingunni. Hvað hafa borgararnir gert til eflingar íþróttunum ? Sundhöllin hefir nú staðið i fleiri ár sem ónothæfur og rúðulaus húsaskrokkur, seir fleiri liundruð þúsund krónur liggja í. Þessi ómenning er af- sökuð með féleysi á sama tíma sem hálfri miljón króna er kastað i ríkislögregluna. Bæði íþróttavöllurinn liér í Reykjavík og íþróttavellirnir úti um land eru í hinni mestu niðurlægingu og kröfur íþrótta- manna um verulegar endur- hætur á iþróttavöllunum og um byggingu á nýrri íþrótta- stöð hér í Reykjavík, hafa liingað til verið algerlega hundsaðar, eða reynt að agi- tera fyrir þegnskylduvinnu íþróttamanna, til þess þar með að losa hæinn og rikið undan þessum sjálfsögðu skyldum. eru orðnar marg'faldlega of litl- ar, og' aðbúnaður allur er þar mjög ófullkomin. Foringjarnir í Í.S.Í. hafa engan veginn gegnt skyldum sínum gagnvart íþróttunum, Íþróttalífið er afar fábreytt, fá- ar íþróttagreinar iðkaðar af nokkrum krafti. Foringjar Í.S. I. hafa svikist um að fylkja íþróttamönnunum saman til baráttu fyrir því, að íþróttun- um sé meiri sómi sýndur. Reynsla islenskra íþrótta- manna liefir verið sú, að yfir- völdin hafa svikist um alt, sem þeim hefir horið að gera iþrótt- unum til eflingar. Fleiri hundr- uðum þúsunda er kastað i rík- islögregluna og' ótal margt fleira álíka þarft, auk þeirra miljónatapa bankanna, sem skelt befir verið á ríkið. Eina leiðin til þess, að koma fram velferðarmálum íþróttamann- anna, er að þeir sameinist til Jiaráttu um þau og knýji þau fram, með lijálp annarar al- þýðu á íslandi. Gagnvart hinum vaxandi fas- isma liafa þessir sömu foringj- ar gefist upp. Núna, þegar borg- ararnir eru stöðugt að troða lög- reglunni meira og meira fram í íþróttahreyfingunni, þá láta þessir foringjar I.S.l. þver- Jjrjóta lög Í.S.T., bara til þess, að borgararnir geti komið fram áformum sínum, að setja íþróttafélögin undir rikiseftir- lit, með því að koma starfs- mönnum sínum, lögreglunni, i virðingar- og trúnaðarstöður i íþróttahreyfingunni. T Vlo 1%. 05 brt

x

Grettir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grettir
https://timarit.is/publication/1534

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.