Grettir - 21.07.1934, Blaðsíða 2
Grettir
Borg'aralega íþróttalífið er
greinilega i afturför. Það er
ekki hægt að segja, að verulegt
líf sé nú í nema einni iþrótta-
grein, þ. e. knattspyrnunni. —
Þátttakan i öðrum greinum er
mjög lítil og jafnvel í hinni
merkilegu íþróttagrein, íslensk
glímunni, er óhætt að segja að
aðeins örfáir menn taki þátt
i, þó að borgararnir gumi ekki
• af nokkurri íþróttagrein eins
mikið.
Við viljum nýjan anda og nýj-
an kraft inn í íþróttalífið, þann
kraft, sem býr í fjölda hinna
vinnandi íþróttamanna. Við vilj-
um safna fjölda verkalýðsæsk-
unnar til íþróttaiðkana.
Við skorum á alla íþróttamenn
að sameinast um, að bætt verði
skilyrðin til íþróttaiðkana, að
sundhöllin verði fullgerð og að
fuilkominn íþróttavöllur (stad-
ion) verði bygður.
Ferðamenn!
Neðarataldar nauðsynjavörur
í ferðalög og útilegur;
Gúmmístígvél
allskonar.
Olíuklæðnaður,
svartur og gulur, allskonar.
Ullarteppi.
Ullarsokkar.
Ullarpeysur.
Sportpeysur.
Skinnhanskar.
Hitaflöskur.
Ferðaprimusar.
Dolkar og vasahnífar
margar teg.
Þurt spritt.
Tjöld,
tilbúin og eftir pontun.
Silunganet.
Fiskilinur.
Smábátar.
Prammar.
O. m. fl. kaupið þér langbest
og um leið ódýrast lijá
O. Ellingsen.
París er reiðubíiin!
Eftirfarandi grein er eftir fél.
Chatron, formann undirbún-
ingsnefndarinnar fyrir alþjóð-
legu íþróttamóti gegn fasisma
og stríði, í París.
Dagana 11.—15. ágúst efnir
Rauða iþróttaalþjóðasambandið
til alþjóðlegs íþróttamóts í Par-
ís, gegn fasisma og stríði. París
býr sig undir virðulega mót-
töku íþróttamanna frá hinum
ýmsu löndum.
Or öllum áttum fáum við til-
kynningar um stærð íþrótta-
nefndanna. Enda þótt tilkynn-
ingafresturinn sé ekki útrunn-
inn og þátttakendalistarnir því
enn þá ófyltir, þá er þó komið
yfir markið, sem skipulags-
nefndin hafði sett sér, nefnilega
1000 útlendir og 9000 franskir
iþróttamenn.
Frá íþróttalegu og íþrótta-
pólitísku sjónarmiði séð, mun
þetta verða mesta mótið, sem
liingað til hefir verið haldið.
Hér hittast íþróttaiðkandi
verkamenn og' konur án tillits
til þjóðerna, kynflokka eða
pólitískrar sannfæringar. Allir
eru tengdir saman af viljanum
til baráttu gegn stríði og fas-
isma, fyrir verndun Sovétlýð-
veldanna. Þetta eru aðalkjörorð
mótsins, en mótið er tengt við
þing með kosnum fulltrúum.
Parísar-íþróttamótið er mál
allrar verkalýðsstéttarinnar. Við
hliðina á rauðu íþróttamönnun-
um taka þess vegna einnig só-
síaldemókratiskir íþróttamenn
og mikill fjöldi vinnandi
íþróttamanna úr borgaralegu
íþróttahreyfingunni þátt í mót-
inu og bindast sameiginlegvim
baráttuböndum.
Þátttakendurnir koma ekki
að tómum kofunum þó bara sé
litið á íþróttahliðina. íþrótta-
dagskrá mótsins inniheldur
ekki færri en 14 íþróttagreinar.
Á stærstu iþróttastöðvunum
og íþróttavöllunum í París og
umhverfi hennar munu liinir
bróðurlegu kappleikar þessara
þúsunda íþróttaverkamanna
frú 20 löndum verða þreyttir. í
sundhöll borgarinnar, i sund-
stöðinni í Tourelles, á íþrótta-
stöðinni i Pershing, í Arena von
Lutéce, í vetrarhlaupsstöðinni, í
St. Denis, Vitrey, Bobegny,