Grettir - 21.07.1934, Blaðsíða 4
Gr ettir
ferðalagið:
Niðursoðin matvæli, svo sem : Kiöt,
fiskabollur, lax, kæfa, lifrarkæfa o. fl.
ÁVEXTIR nýir og niðursoðnir, marg-
ar teg. SÆLGÆTI, fjölbreytt úrval.
Kaupfélag Alþýðu,
Vitastíg 8A. Sími 4417.
Verkamannabústöðunum. Sími 3507
Kaupið íslenska
Ileikfimisskó
úr hvítum og gráum striga með krúmieðursbotnum
hjá
Lárusi.
honum nokkur hlutdrægni í dómun-
um, með því að dæma stöðugt
„hendur“ og fríspörk á K.R., án
j)ess að gera slíkt hið sama við Dan-
ina, nema að litlu leyti. Þetta á auð-
vitað rót sína að rekja til þess, að
dómarinn metur það meira, að
stuðla að sigri landa sinna, en að
dæma rétt, en jíetta afsakar á eng-
an hátt það ofstæki, sem greip á-
horfendur og leiddi til j>ess, að
K.R.-menn fóru af vellinum í miðj-
um leik. Hér er þjóðernisofmetnað-
ur látinn sitja í fyrirrúmi fyrir fag-
urri og fjörugri íþróttakepni. Hér
er ekki „íþróttin fyrir iþróttina“,
eins og íþróttaleðtogarnir guma me.^l
af, heldur að eins hugsað um sigur.
Það, sem kórónar þó þetta, er það
skrílsæði, sem þjóðernishrokinn
hefir í för með sér, jregar annað
eins og það kemur fyrir, að áhorf-
endur geri aðsúg að erlendum
íþróttamönnum.
Að lokum nokkur orð til K.R.-
mannanna. Það hefði að öllu leyti
verið réttara, vegna hinna dönsku
íþróttamanna, að rjúka ekki af vell-
inum, heldur stöðva leikinn og
krefjast þess, að fá nýjan dómara.
Einmitt það, að hlaupa af vellinum
í miðjum leik, ber vott um, að þjóð-
ernisofmetnaður hafi verið bland-
inn gremjunni, vegna rangsleitni
dómarans. Slíkt má aldrei henda
hina vinnandi íþróttamenn. Al-
þjóðahyggja verkalýðsins verður
ávalt að sitja i fyrirrúmi. Við verk-
lýðssinnaðir íþróttamenn fordæm-
um alt þjóðernisofstæki. Við for-
dæmum þao, að íþróttir sé eingöngu
æfðar með það fyrir augum, að ná
metum og sigrum. Við viljum að
íþróttin verði til að auka hreysti og
heilbrigði hinna vinnandi manna, til
að gera þá færari í frelsisbaráttu al-
þýðunnar. tlm það verða allir vinn-
andi íþróttamenn að sameinast.
íþróttaverkamaður.
íslenskum íþróttamönnum boð-
in þátttaka á Parísarmótinu.
Undirbúningur undir send-
ingu þriggja e'ða fjögra íþrótta-
manna er liafinn. Það ríður á
að allir íþróttamenn leggist á
eitt með það að styrkja þá til
fararinnar.
Parísarmótið er mót allra
þeirra íþróttamanna, sem and-
stæðir eru fasisma og stríði, án
tillits til pólitiskra flokka.
Þeir íþróttamenn, sem vilja
fá nánari upplýsingar um mótið
og vinna að sendingu íslenskra
íþróttamanna, geta gefið sig
fram á skrifstofu I. V. og und-
irbúningsnefndarinnar í Hafn-
arstræti 18, þriðjud., fimtud. og
sunnud. kl. 8 */2 -
„Sovétvinurinn“
keniur út um næstu mánaðamót
og verður liann aðallega helgaður
Sovét-íþróttunum, fjölbreyttur að
efni og myndum.
Hanriliæpsta,
óriýrasta og I
Iijohlegasta nestið
Ier niðursuðuvörur frá
Sláturfélagi
Suðuplands.
Ábyrgðarmaður:
Eðvarð Sigurðsson.
Félagsprentsmiðjan.