Iðnskólablaðið - 18.12.1935, Qupperneq 1

Iðnskólablaðið - 18.12.1935, Qupperneq 1
IBISKÚLÁBLÁÐIÐ I. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. desember 1935. 1. tölubl. ÁVARP. Það hefir tíðkast í skólum hér og þar, að gefin hafi verið út blðð, og nú hefir Málfandaféiag Iðnskóla Ak- ureyrar ráðizt í að gefa út blað þetta, sem ætlazt er til að komi út einu sinni í hverjum mánuði fyrst um sinn. Blaðinu er aðallega ætlað að flytja greinar frá nemendum skólans og ef iil vill stuttar sögur og þessháttar. Er því vænzt eftir, að blaðið fái góð- ar viðtökur hér í skólanum, og að sem flestir, bæði kaupi blaðið og skrifi í það. Á því veltur framtíð þessa blaðs okkar, að menn skilji það. að allir þurfi að vera samtaka, til þess að þetta — sem öll önnur mál — geti náð fram að ganga. Riístj'. Blaðið og við, Strengir úr járni, stáli eða eir eru þandir yfir götum og gatnamótum. Pað eru aðeins harla ómerkilegir vírspottar, en sé rafstraumi hleypt gegnum þá, geta þeir veitt yl 'og ljósi í híbýli manna, flutt boðskap milli fjarlægra staða og knúð tröllauknar vinnuvélar; en þeir geta líka valdið dauða og tortíming, sé óvarlega með þá farið. Menn segja, að blöðin séu stórveldi, en í raun réttri eru þau þó aðeins pappir og prentsverta, og því harla marklítil í sjálfu sér. Pað er aðeins þegar straumur mannlegrar hugsunar og vitsmuna, er sendur gegnum þau, að þau breytast i máttug tæki til gagns og skaða. Tungan — hið talaða eða ritaða orð — er hinn eini túlkur, er gerir okk- ur kleift að tjá öðrum mönnum hugs- anir okkar sæmilega. Sá maður, er hvorki getur skrifað eða talað, er að ýmsu leyti jafn áhrifalaus og ósjálf- bjarga, sem ski^sbrotsmaður á eyðiey. — Hinn mesti skörungur og vitrasti spekingur yrðu harla illa staddir, ef þeir lentu einir í hópi erlendra manna, er ekki skildi mál þeirra. Pað væri álíka torvelt fyrir þá að miðla öðrum af speki sinni og skörungssk?p eins og rafstöðinni í Glerárgili að lýsa og verma heimkynni okkar Akureyringa, ef háspennuþræðirnir væru skornir sundur við veggi stöðvarhússins, Það er þvi augljóst, að því betra valdi, sem við náum á tungunni — í ræðu og riti — því auðveldara veit- ist okkur að koma vilja okkar fram, og sveigja aðra menn til fylgis við skoðanir okkar og áhugamál. Stirð- máll maður og lítt ritfaer getur að sönnu verið góður tnaður og gegn og vits- munir hans og dómgreind í bezta lagi. — En góður smiður, sem hefir mjög léleg tæki, skörðóttan hefil, létt- an áslátt og sljóa sög, er ekki líkleg- er til að reisa stórhýsi eða smíða vandaða gripi. Enginn hlýtur orðfimi né ritleikni að vöggugjöf. Hér verður þjálfun, æfing og kunnátta að koma til. Sá, sem vanrækir tækifæri þau, er bjóð- ast, að iðka þessar listir, vanrækir og markverðan þátt síns eigin uppeldis og menntunar, og á því á hættu að standa mjög höllum fæti í lífsbarátt- unni. Með útgáfu þessa blaðs er nem- endum skólans gefinn kostur á að iðka ritlistina sér til gagns og gamans. En við megum ekki gleyma þessu tvennu, að góður smiður þarf góð verkfæri, og listatæki eru lítils virði í höndum lélegs smíðs. Við þurfum því að leggja jafna stund á að gera þetta blað vel úr garði að ytra frá- gangi, rithætti og orðavali og þá ekki síður að efni og boðskap. Við Akureyringar erum frægir að því að eiga útvarpsstöð, sem búin er sæmilegum tækjum, en enginn hlust- Iðnskólinn og Málíunðafélagið. Iðnskóli Akureyrar hefir nú starfað í 30 ár. Á þessum þrém áratugum heftr aldrei verið til, eða stofnaður félagsskapur meðal nemenda hans, fyr en nú í haust á því herrans margbreytilega ári 1935, að nokkrir áhugasamir nemendur mynduðu með sér félagsskap þann, sem nú er tekinn til starfa. Félagsskapur þessi er Mál- fundafélagið, sem þið hafið vafalaust öll heyrt getið um. — Eins og nafn- ið bendir til, mun vera mikið skrafað í félagi þessu, Aðaltilgangur félagsins er, í fyrsta lagi, að ræða sameiginlega áhugamál sin, sem eflaust geta verið mörg. í öðru lagi, að fá æfingu í að bera fram málefni sín áheyrilega og vel hugsuð, þvi að það getur komið sér vel upp á seirini tíma, þegar þið far- ið út í lífið og farið að sjá um ykk- ur sjálf, að hafa æft sig á unglings- árum sínum með því að halda smá- ræður yfir félögum sínum. Og I þriðja og síðasta lagi, að andleg kynning verði rneiri meðal nemenda innbyrðis. Pað er sem sé að rísa upp nýr ar þó á af góðum og gildum ástæð- um. Slík stofnun verður sum- um mönnum að athlægi. Við verð- um öll að leggjast á eitt, svo að ekki takist eins til um þetta fyrsta skólablað Iðnskólans. Pað má ekki verða aðeins pappír og prentsverta, heldur menningartæki á því sviði, sem því er ætlað að starfa, og mælt á þann mælikvarða, sem sanngjarnt er á það að leggja. Við getum þetta vafalaust, ef við hjálpumst að og lát- um hendur standa fram úr ermum.

x

Iðnskólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnskólablaðið
https://timarit.is/publication/1606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.