Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 1

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 1
Dl -/ a ^ /7 Aiistur»sluggimi 1. tbl. -1. árg. - 2002 - Fimmtudagur 31. janúar Hiti í Fjctrðabyggð? Þó kalt sé í veðri hugsa menn sér gott til glóðarinnar í Fjarða- byggð en þar hafa staðið yfir rannsóknir á jarðhita undan- farin ár. Boraðar hafa verið fjölmargar 50 metra holur víðs- vegar í sveitarfélaginu og eru þegar komnar vísbendingar um einhvem hita á öllum ijörðunum þremur. I rauninni er tilgangur með þessum bomnum tvíþættur, annars vegar er verið að kanna líkur á jarðhita og hins vegar leitað að köldu vatni. Nú í febrúar heíjast boranir að nýju og verða niðurstöður þeirra ásamt öðmm jarðfræðirannsóknum notaðar til að velja þann stað sem vænlegastur þykir. Bond á Höfn Nú er verið að ganga frá samningum vegna töku á hluta af næstu James Bond mynd á Homaftrði. Að sögn Jónasar Þorgeirssonar er stefnt að því að tökur hefjist í lok febrúar á Jökulsárlóni og uppi á jökli. Jónas er tengi- liður kvikmyndagerðarfólks- ins á Homafirði en hann er þessum málum vel kunnur. A heimasíðu hans, www.arctic- ice.is, má meðal annars sjá myndir frá upptöku á Tombraider í fyrra auk fjölda annarra mynda af jökla- ferðum en fyrirtæki Jónasar, Arctic-ice, sérhæfir sig í slíkum ferðum. Cafe Margret Nýlega hóf starfsemi sína nýtt veitinga- og gistihús við Breiðdalsvík en það em þýsk hjón, Margret Múller Pupkes og Horst Muller sem eiga og reka hið nýja Cafe Margret. Þau hjónin hafa búið hér á íslandi frá því i lok árs 2000 en höfðu áður komið hér sem ferðamenn og meðal annars farið á hjólum víða um landið. Að sögn Margretar kunna þau mjög vel við sig á Breiðdalsvík, einkum við ná- lægðina við haftð og hið íslenska veðurfar. Cafe Margret er í reis- ulegu bjálkahúsi ofan við þjóðveginn og er þar pláss fyrir 40 manns í matsal en einnig era þrjú tveggja manna gistiherbergi. IliMII^ V^l£*Öi.ABÓfc*áí£^/ ATH! Ekki gleyma að fara með fötin í hreinsun Opið virka daga frá kl 12.45-16.00 YœYnrinn Egilsbrauf 140 Flarðabyggc? Alþjóðlegt mennta- og menningarsetur á Eiðum Um áramótin urðu eigendaskipti að Alþýðuskólanum á Eiðum en nýir eigendur em þeir Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason. Nokkrir valinkunnir einstaklingar hafa fallist á að taka sæti í nefnd sem á að fjalla um framtíðamotkun Eiða en í nefnd- inni sitja þau Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, Vilhjálmur Einars- son fyrmm skólameistari, Þómnn Sigurðardóttir listrænn stjómandi Listahátíðar í Reykjavík, Einar Öm Benediktsson fjölmiðlafræð- ingur, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, Ragn- heiður Elín Ámadóttir aðstoðar- maður fjármálaráðherra, Steinar Berg Isleifsson hljómplötu- útgefandi, Steve Christer arkitekt, Freyr Einarsson kvikmynda- gerðarmaður, Skúli Bjöm Gunnarsson forstöðumaður Gunn- arsstofnunar að Skriðuklaustri og loks formaður nefndarinnar Ömólfur Thorsson sérfræðingur á skrifstofu forseta Islands. I gær kom Svanhildur Kon- ráðsdóttir til Egilsstaða til að kynna sér aðstæður en henni hefur verið falið að vinna skýrslu um framtíðamýtingu Eiða í samvinnu við nefndina. Það er stefna eigendanna að Eiðum verði skapaður sess sem alþjóðlegu mennta- og menningarsetri sem jafnframt getur staðið undir sér fjárhagslega en stefnt er að því að skýrslan liggi fýrir um mánaðamótin febrúar/mars. Loks hefur verið gerður samningur til þriggja ára um áframhaldandi rekstur sumarhótels Hótel Eddu að Eiðum. Oddsskarð hefur klæðst hvítum stakk og bíðurþess eins að lyftur farí ígang og Austfirðingar mœti ko með skíði, sleða og bretti. Stefnt er að því að svœðið opni í dag, fimmtudag klukkan 13.00 Kjarvalsstofu á Borgarf irði ýlt úr vör Undanfama mánuði hefur verið unnið að uppbyggingu Kjarvals- stofu á Borgarfirði eystra, sem er ætlað það hlutverk að að heiðra minningu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals listmálara. Kjarval var Kolbrún Kjarval og Eiríkur Þorvaldsson uppalinn á Borgarfírði frá fimm ára aldri og hélt alla tíð mikilli tryggð við staðinn og þar málaði hann mörg af sínum þekktustu verkum. I Kjarvalsstofu verður á lifandi og myndrænan hátt fjallað um ævi og störf Kjarvals og haldin sýning þar sem áhersla verður lögð á lífshlaup hans og myndlist. Alþingi hefur veitt fjómm milljónum króna til uppbyggingar Kjarvalsstofu og stofnun sjálfs- eignarstofnunar um Kjarvalsstofu er á lokastigi. Nokkrir aðilar hafa þegar lýst áhuga sínum á að gerast stofnaðilar, þar á meðal em afkomendur Kjarvals, Borgar- fjarðarhreppur, Borgfírðingar og fleiri áhugasamir aðilar. Auk þessa verður stofnaður styrktar- sjóður um Kjarvalsstofu, þar sem fyrirtækjum, stofnunum og ein- staklingum gefst kostur á að styrkja verkefnið með beinum hætti. Síðastliðinn mánudag hittist fólk, sem gegnir lykilhlutverki í verkefninu, á Borgarfirði til að skoða aðstæður og hefja formlegt samstarf. Þar á meðal vom Eiríkur Þorvaldsson forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur-Kjarvalsstaða, Kolbrún Kjarval, bamabam Kjar- vals og Jón Þórisson, leikmynda- hönnuður. Deginum lauk með al- mennum kynningarfundi í félags- heimilinu Fjarðarborg þar sem málið var opnað og kynnt formlega fyrir heimamönnum og öðmm sem áhuga hafa á. Fund- urinn var vel sóttur og ljóst að heimamenn á Borgarfirði sýna málinu mikinn áhuga. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Kjarvalsstofu kynnti verkefnið og þær hug- myndir sem uppi em varðandi framkvæmd þess. Eiríkur Þor- valdsson sagði að lögð hefðu verið drög að samningi við Reykja- víkurborg, fyrir hönd Kjarvals- staða, um samstarf m.a. með sýn- ingum á verkum Kjarvals í Kjar- valsstofu á Borgarfirði. Kolbrún Kjarval lýsti mikilli ánægju sinni með þetta framtak og hét stuðningi fjölskyldunnar við Kjarvalsstofu og benti m.a. á fjölda persónulegra muna sem til greina kæmi að lána Kjarvalsstofu. áó Sigurþór Sigurðsson með Þorrann góða Malarvinnslan hlýtur Þorrann Á þorrablóti þeirra Egilsstaðabúa síðastliðinn föstudag var farand- bikarinn Þorrinn afhentur Sigur- þóri Sigurðssyni fyrir hönd Malar- vinnslunnar hf fyrir mikið og gott framlag til atvinnumála á svæðinu. Það fannst greinilega á við- stöddum að Malarvinnslan er vel til þessarar viðurkenningar komin enda var Sigurþóri vel fagnað. Gróska var hjá fyrirtækinu á síðasta ári en þá var meðal annars verið að vinna að fjómm brúm í Fljótsdalnum á sama tíma en alls komu 75 manns inn á launaskrá það árið. Malarvinnslan sinnir mest slitlagsframkvæmdum, bæði bundnu slitlagi á þjóðvegum og í þéttbýli, en einnig malarslitlagi sem og steypuframkvæmdum eins og brúarsmíðin er dæmi um. í samtali við Austurgluggann sagðist Sigurþór vera stoltur af þeim heiðri sem þeim hefði verið sýndur. "Heiðurinn og hrósið er þó fyrst og fremst starfsmannanna en við höfum alltaf verið mjög heppnir með starfsfólk." Enn er ekki ljóst með verkefni sumarsins en framtíðin lofar góðu. Meðal annars má nefna miklar hafnarframkvæmdir á Seyðisfirði og fjöldamörg verkefni við virkjanaframkvæmdir en auðvitað fer þetta allt í útboð. Austur- glugginn óskar þeim Sigurþóri og starfsmönnum Malarvinnslunnar til hamingju með þessa viður- kenningu og vonar að vel takist til hjá þeim á þessu ári sem á því síðasta.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.