Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 16

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 16
ALMANNATENGSL ÚTGÁFUI=»jáNUSTA VEFRÁÐGJÖF Á llilfi Mlðvangl 2-4 Egilsstaðir Símar 471 2800 & 892 6700 agust@athygli.is iul Austur»gluggmn gust@athygli.is Fimmtudagur 31. janúar 2002 Austfirðingar til hamingju með Austurgluggann tfólmar, ehf HÚSGAGNAVERSLUN Austurvegi 29 730 Fjarðabyqqð Fjórar ungar dömur komu sér vel fyrir í leikjatíma hjá ljósmynd: andrés skúlason Ungmennafélaginu Neista á Djúpavogi á dögunum --------------------------------- FYRSTU leikimir í íslandsmóti kvenna í blaki fóm fram í Nes- kaupstað. Þar áttust við Þróttur og KA og lauk báðum leikjunum með sigri Þróttar þrjú núll. Yfirburðir heimaliðsins vom miklir og leik- imir lítið fyrir augað með fáum undantekningum. Mikil breidd er í Þróttarliðinu og vom fímm leik- menn á bekknum og lítur út fyrir að mannaval verði mikið. Það leit samt ekki út fyrir framan af vetri að nægur mannskapur yrði en eftir áramót hefur fjölgað svo um munar í hópnum. Víkingur og ÍS áttu að leika í Hagaskóla um sömu helgi en Víkingur mætti ekki til leiks. Öll framkvæmd íslandsmótsins af hálfu Blaksambandsins er til háborinnar skammar, mótið fer seint af stað sem þýðir að illa gengur að fá hús til að að leika í r og aðeins verður leikin tvöföld umferð sem þýðir að leikir verða helmingi færri en undanfarin ár. Þróttur lék við ÍS klukkan nítján fímmtán á laugardaginn og sýnir sú tímasetning kannski betur en margt annað sinnuleysi forsvars- manna BLÍ í höfuðborginni. f stað þess að fara að morgni og koma heim að kveldi sem væri það eðlilega þarf liðið að vera nótt í Reykjavík. Víst er að ekki þýddi að bjóða sunnanliðunum upp á svona framkvæmd hér heima. Hvað sem þessu líður þá vann Þróttur sigur í öllum 3 hrinunum. Næsti leikur er fyrirhugaður hér heima 9. febrúar við sameiginlegt lið HK, Fylkis og Þróttar R - eða sama dag og fyrsta aldursflokkamótið fer fram á Hellu. Dæmigerð uppröðun hjá mótanefnd BLÍ. EG Ungu fólki er íþróttastarf ákaflega mikilvægt íþrótta-og félagslíf bama og ung- linga á Djúpavogi stendur nú í miklum blóma. Þátttaka í íþróttatímum Neista hefur verið mjög góð í vetur. Til marks um það taka 80% gmnn- skólanema þátt í reglubundnum æfíngum hjá félaginu. Tveir þjálfarar em að störfum hjá Neista í vetur, en það em þau Sigrún Hallgrímsdóttir sem sér um frjálsar íþróttir og leikjatíma fyrir yngri kynslóðina og svo Dragan Stojanovic sem þjálfar yngri flokka í knattspymu. Meistaraflokkur karla er nú að hefja undirbúning fyrir íslands- mótið í sumar og em menn að venju hóflega bjartsýnir á gengi félagsins. Ljóst er að í dag er það hverjum bæ lífsnauðsynlegt að þar sé teflt fram meistaraflokks knattspymu- liði sem getur tekið þátt í íslands- móti. Það hefur sýnt sig að mjög stór hluti af ungu fólki hefur einfald- lega ekki áhuga á að búa á þeim stöðum þar sem íþróttastarf á erfitt uppdráttar. Þetta er sérstakt umhugsunar- efhi í dag fyrir íþróttafélög, sveitarfélög sem og aðra er vilja byggja upp sína bæi til framtíðar með ungu fólki. A.S. Vegaframkvæmdir hafnar á Reyðarfirði BÞ Hafnar eru framkvœmdir við fyrsta áfanga endurnýjunar þjóðvegarins milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. I þessum áfanga verður lokið við gerð vegarins frá þéttbýlinu á Reyðarfirði út að Sómastöðum. Það er Myllan hf. á Egilsstöðum sem annast verkið. Stríð gegn verðbólgu Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðu- sambands íslands og fleiri fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar heimsóttu Fjarðabyggð og Austur-Hérað síðast- liðinn mánudag. Tilgangur heim- sóknarinnar var að ræða við forsvarsmenn sveitarfélaganna um mögulega þáttöku þeirra í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú heijar. I samtali við Austurgluggann sagði Grétar að fundimir með forsvarsmönnum sveitarfélaganna hefðu tekist vel og hefðu forsvars- mennimir sýnt málefhinu góðan skilning. Sparisjóður Norðfjarðar óskar Austfirðingum til hamingju með Austurgluggann SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR ■ Jyr^r þig °g Mna Neskaupstoö og Reyðarfirði - á öllum svidum! TM-ÖRYGGI fyrir Qölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Úrvals þorramatur Tilboð' Appelsínur Gular melónur Rauðvínslegið Opiðalla dagafrá kl. 10-19 lambalæri s. 477 1609 & 987 1109

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.