Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 6

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 6
6 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 31. janúar Möguleikum fjölgar í menningarmálum BJART er yfir menningarmálum á Austurlandi, reyndar svo bjart að segja má að nánast sé þar heiðskírt miðað við fyrri ár. Lifni þið leik- sigrar og listaverk, ómi þið óperur og söngleikir, hljómi þið hefð og saga, og rísið upp söfn og sýningar - nú skal skapað! En hvemig getum við gefið sköpunargleðinni lausan tauminn án þess að stranda á hvössum sker- um í hafi skipulagninga og fram- kvæmda? Hugsanleg lausn felst í starfs- gildi sem ijórðungnum hlotnaðist nýlega. Um er að ræða spánnýtt starf menningarfulltrúa Austur- lands og hefur Signý Ormarsdóttir formlega gengt starfínu frá byrjun þessa árs. Signý, sem er uppalin á Egilsstöðum, er fatahönnuður og hefur um árabil stundað fram- leiðslu á fatnaði úr hreindýraleðri sem hún hefur hannað og saumað. Þá var hún um tíma skólameistari Hússtjómarskólans á Hallormsstað og hefur síðustu ár kennt list- og hönnunargreinar við Menntaskól- ann á Egilsstöðum. Langur aðdragandi Signý hefur fylgst grannt með þróun menningarmála á Austur- landi undanfarin ár og var yfir sig ánægð að fá starfið, en yfir 20 um- sóknir bárast. “Eg var ráðin um miðjan desember síðastliðinn, en byrjaði síðan formlega þann fyrsta janúar. Það var reyndar lengri að- dragandi að starfmu sem má segja að hefjist með samningi sem var gerður á Seyðisfirði 14. maí 2001. Þar komu saman fulltrúar allra 16 sveitarfélaganna er eiga aðild að SSA og gerðu með sér samning um samstarf í menningarmálum,” sagði Signý. Sveitarfélögin gerðu svo samning við ríkið og er þetta eins- dæmi um samstöðu svona margra sveitarfélaga í þessum málaflokki. I framhaldi af þessum samning- um var Menningarráð Austurlands stofnað en í því em 7 fúlltrúar, tveir frá hverju svæði innan SSA ásamt einum fúlltrúa Þróunarstofu Austurlands. “Menningarráð Austurlands gerði þjónustusamning við Gunn- arsstofnun á Skriðuklaustri sem síðan ræður mig. Það er náttúm- lega mjög gott mál að peningamir sem settir em í þetta hafna heima í fjórðungnum,” sagði Signý. Ríkið hefur samþykkt að verja árlega 25 milljónum til menningarmála á Austurlandi. Margt felst í starfinu Fyrir stofnun Menningarráðsins var gerð á úttekt í menningarmál- um og í kjölfarið gefin út skýrsla sem heitir Stefna í menningarmál- um á Austurlandi og er það í raun og vem hún sem Signý vinnur eftir, “já, það má segja að þessi skýrsla sé Biblían mín”. Starf Signýjar felur í sér þró- unarsstarf í menningarmálum, eflingu samstarfs, verkefnastjóm- un og faglega ráðgjöf. Þá mun hún einnig annast daglega umsýslu vegna starfsemi Menningarráðs Austurlands. “í starfmu felst að hvetja fólk til eflingar á hefð og stofnunum sem þegar tengjast menningu svæðisins samhliða því að byggja á nýjum hugmyndum. Verksvið mitt er ekki að undirbúa og vinna verkefni fyrir það fólk sem leitar til mín, heldur að aðstoða það við að hrinda áætlunum sínum í fram- kvæmd,” sagði Signý. Sem dæmi um það sem Signý tekur að sér er að finna fjármagn til að standa undir menningartengdum atburð- um og að koma fólki í samband við aðila sem geta staðið að nauð- synlegum undibúningi verkefna. Undanfomum mánuði hefur Signý mest megnis varið í að kynna sér helstu mál en hún er líka þegar byrjuð að undirbúa starfs- árið, “eitt af því fyrsta sem ég ætla mér að gera er að kynna mig í sveitarfélögunum, þá bæði fyrir sveitarstjómum og þeim sem standa að menningarmálum á hverjum stað. Ég trúi því að aukin áhersla á menningu efli samkennd. Það er ótrúlega margt að gerast hér og menningin á svæðinu er nokkurs konar montprik okkar Austfirðinga”. Menningarmiðstöðvar hafa verið að opna undanfarið á Austur- landi og telur Signý Skaftfell á Seyðisfírði vera gott dæmi um vel heppnaða mistöð. “Seyðfirðingar hafa staðið sig vel og er velgengn- in farin að sjást sem eflir síðan áhuga hjá öðmm bæjum, en velgengni í menningarmálum byggir að stóram hluta á áhuga fólks á hverju svæði,” telur Signý. Skaftfell Austurglugginn kannaði hvers kyns starfsemi á sér stað í Skaft- felli og hitti þar að máli Aðalheiði Borgþórsdóttur, eða Öllu eins og hún er oftast kölluð. Alla er Ferða- og menningarmálafúlltrúi Seyðisljarðar og einnig umsjónar- maður og stjómarformaður Skaft- fells. Hjónin Karólína Þorsteinsdóttir og Garðar Eymundsson gáfu bænum húsið Skaftfell árið 1996, og var stuttu síðar haldin í því fyrsta listsýningin þrátt fyrir að ekki væri búið að standsetja húsið. Garðar hafði um árabil rekið smíðaverkstæði í húsinu en áður hafði þar verið norskt sjómannaheimili. Upphaflega var Skaftfell byggt sem íbúðarhús og þar var einnig rekið gullsmíða- verkstæði um langt skeið. Á fyrstu hæð Skaftfells er hrá og stílhrein veitingaaðstaða. “Kaffihúsið er hannað í anda Dieter Roth sem var mjög vel þekktur hollenskur listamaður og bjó lengi á Seyðisfirði,” útskýrir Alla. Veggimir era skreyttir með prentmyndaseríu eftir hann sem nefúist Surtsey. Á næstu hæð fyrir ofan er fallegur og látlaus sýningarsalur en þar fyrir ofan er síðan nýstandsett listamannaíbúð. Þegar Austurgluggann bar að garði var veflistakonan Hadda búin að hreiðra um sig og lét mjög vel af aðstöðu og stemmningu í húsinu, en hún er fyrsti listamaðurinn sem býr í íbúðinni. Hadda nýtti komu sína meðal annars til þess að flytja fróðlegan fyrirlestur um þjóðlegt handverk í sýningarsal Skaftfells, en hún nefndi handverk sem gott dæmi um menningarafleið sem þarfnast upprisu og styrkingar. Starfsemi í húsinu Nemar frá Listaháskóla Islands hafa dvalið nokkrar vikur í Skaft- felli árlega og munu þeir standa fyrir næstu sýningu sem haldin verður þar í mars. Þeir vinna með handverksfólki í bænum og stund- um taka þau að sér verkefni á sviði lista með skólabömum í bænum. Hafa þessar heimsóknir nemend- anna gefist vel og flest hafa þau komið aftur eftir dvölina til frekara stamstarfs við Skaftfell. “Allir hér era mjög ánægðir að fá þessa krakka og aðra listamenn. Þetta auðgar mannlífið svo um munar,” segir Alla. Á Seyði nefnist umfangsmikil listahátið frá júní og fram í ágúst þar sem fjöldinn allur af lista- mönnum kemur saman og hefúr þessi hátíð hlotið mjög góða dóma. Lunga er listahátið ungs fólks sem haldin er árlega og stendur í §óra til fimm sólarhringa og hefúr einnig fengið frábærar viðtökur. Aðrir Viðburðir En menningarviðburðir Seyðis- ljarðar era langt frá upptaldir, og er tónleikaröðin Bláa kirkjan einn sá vinsælasti þeirra sem eftir era. Þar treður rjómi íslenskra tónlista- manna ásamt erlendum gestum upp í kirkju bæjarins á hverjum miðvikudegi yfir sumartímann. GUÐMUNDURRAGNAR Menningarvidnn Megas treður upp í Skaftfelli á Seyðisfirði Samvinna góð við heimamenn GEIR Gunnlaugsson stjórnar- formaður Reyðaráls ræddi við Austurgluggann á dögunum um samstarf fyrirtækisins við heimamenn og framtíðarsýn í atvinnumálum. “Við höfum átt mjög gott samsarf við aðila á Austurlandi sem er ákaflega mikilvægt þegar tekist er á við þetta stórt verkefni. Gott samstarf er ekki bara mikilvægt fyrir okkur heldur einnig fyrir heimamenn,” sagði Geir. “Við sem eram að vinna að þessu eram mjög ánægðir með hvemig Austfirðingar hafa staðið að kynningar -og undirbúnings- vinnu. Heimavinna hefur verið unnin vel, efasemdum verið eytt og sýnt fram á hvemig hægt er að takast á við það að fá svona stórt fyrirtæki á svæðið,” sagði Geir og bætti við að mikilvægt væri að samstarf héldi áfram á sömu braut. Geir telur sameiningu sveitar- félaganna mjög mikilvæga í þessu sambandi. “Kjamar eins og Fjarðabyggð og Austur-Hérað skapa í raun grundvöll fyrir bygg- ingu stórs fyrirtækis og gera mögulegt að takast á við sam- félagsleg verkefni af þessari stærð- argráðu. Þá er einnig mikilvægt að fólk í svo nefndum jaðarbyggðum átti sig á því að ijarlægð frá fram- kvæmdum getur valdið erfiðleik- um í fyrstu en einnig að nálægð við öflugan kjama getur skapað þeim vaxtarmöguleika í framtíð- inni. Viðhorf stærri fyrirtækja á svæðinu, t.d. Síldarvinnslunnar og Hraðfrystihúss Eski^arðar hefur verið jákvætt gagnvart verkefninu þrátt fyrir að ffamkvæmdir við fyrirhugað álver geti hugsanlega valdið þeim erfiðleikum í fyrstu. Þau horfa til þess að til lengri tíma litið styrkist og eflist allt atvinnulíf og þá skapast nýir möguleikar meðal annars í þjónustu sem þau geta nýtt sér”. Geir sagði að samningavið- ræður við Fjarðabyggð og ríkis- valdið séu langt komnar, “það er til dæmis búið að ganga frá samn- ingum um höfnina og gengu þeir samningar mjög vel, drög að Ijár- festingasamningi liggur fyrir en þar er meðal annars kveðið á um fasteignagjöld til sveitarfélagsins. Annað sem síðar verður samið um era til dæmis bygging vatnsveitu, samstarf um branavamir og aðra þjónustu. Mikið hefur verið rætt um störf sem skapast í fyrirhuguðu álveri og þann undirbúning sem tilvon- andi starfsmenn þurfa. “Þegar ákvörðun liggur fyrir um byggingu álversins verður efnt til samstarfs við skóla á Austurlandi þannig að boðið verði upp á nám bæði fyrir ungt fólk sem þegar er í námi og fyrir fólk sem er á vinnumark- aðinum. Á þeim þremur til Qóram áram frá því að ákvörðun er tekin og þar til að verksmiðjan hefur starfsemi, mun fólk geta aflað sér þeirrar menntunar sem krafist er í flestum störfúm álversins,” sagði Geir. Gera má ráð fyrir því að hægt verði að stunda þetta nám á kvöldin og eftir vinnu, þar verður meðal annars kennd tölvutækni, enska og ýmiss fræði er lúta að áli og vinnslu þess. I fyrsta áfanga álversins munu starfa um 450 manns. Auk þess er gert ráð fyrir 300 afleiddum störfúm í margskonar þjónustu. Þegar talað er um þessi 300 störf hefur verið tekið tillit til þess að einhver störf munu falla niður. “Ymsir einyrkjar og þeir sem í dag stunda árstíðabundna vinnu munu til dæmis eflaust kjósa að hafa frekar fasta vinnu í verks- miðjunni,” sagði Geir. ko

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.