Austurglugginn


Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 31.01.2002, Blaðsíða 4
4 - AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 31. janúar Austurglugginn www.austurglugginn.is Útgefandi: Prentun : Útgáfufélag Austurlands hf Héraðsprent SF Ritstj. og ábm. : Blaðamaður: Fréttamaður: Relcstrarstjóri: Brynjólfur Þorvarðarson 869 8643 ritst@austurglugginn.is Katrín Oddsdóttir 477 1750 frett@austurglugginn.is Ágúst Ólafsson 892 6700 agust@athygli.is Erla Trausatdóttir 477 1571 augl@austurglugginn.is Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Auglýsingaslmi: 477 1571 Fax: 477 1756 477 1750 Hverjir og hversvegna Stefna og tilgangur Austurgluggans er að segja fréttir frá öllu Austurlandi, vera vettvangur fyrir skoðana- skipti og almenna umræðu um hvaðeina sem skiptir alla íbúa svæðisins máli og vonandi að veita mönnum einhverja upplyftingu og skemmtan. Framundan eru miklar breytingar á mörgum sviðum hér í íjórðungnum og er því meiri þörf en ella fyrir öflugan fréttamiðil. Hæst bera fyrirhugaðar fram- kvæmdir við álver og virkjanir en einnig eru fram- undan stór og margvísleg verkefni í fiskeldi og er fjallað um þau mál sérstaklega í þessu blaði, sem og þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað í ferðaþjónustu. En það er margt annað á döfínni, útgerð og fiskvinnsla er að ganga í gegnum talsverða uppstokkun, nytjaskógrækt er nýr og spennandi þáttur í landbúnaði og einnig má nefna stórfelldar breytingar í samgöngumálum. Loks er það mannlífið í allri sinni fjölbreyttu mynd sem mun ávallt vera umljöllunarefni fjölmiðils sem ætlað er að sinna öllum íbúum fjörðungsins. Til að blaðið geti sem best sinnt öllu Austurlandi þurfa starfsmenn að njóta velvildar og aðstoðar íbúa fjórðungsins. Öllum er frjálst að senda inn pistla, greinar og lesendabréf og munu ákvarðanir um það sem birtist ekki byggja á þeim sjónarmiðum og skoðunum sem þar koma fram. Við fréttaöflun er mikilvægt að hafa góða tengiliði sem víðast en ekki verður stuðst við það fyrirkomu- lag að hafa fasta fréttaritara á hverjum stað. Hins vegar verður greitt fyrir aðsendar fréttir og frétta- myndir, 1500 krónur fyrir hvort um sig og er vonast til að þetta verði sem flestum hvatning til að senda inn efni um það sem er fréttnæmt á hverjum stað. Við Austurgluggann eru þrír starfsmenn í fullu starfi, þau Brynjólfur Þorvarðarson ritstjóri, Katrín Odds- dóttir blaðamaður og Erla Traustadóttir framkvæmda- stjóri en hún sér einnig um söfnun auglýsinga. Auk þeirra er blaðamaður í hlutastarfi, Agúst Olafsson, en hann er að góðu kunnur fýrir störf sín að ljölmiðlun og kynningarstarfsemi í fjórðungnum. Brynjólfur hefur starfað að tölvumálum í Bretlandi undanfarin 5 ár en var áður m.a. ritstjóri Eystrahoms um tíma, kennari og kennslubókahöfundur. Katrín er nýlega búin að ljúka ijögurra ára námi í ijölmiðla- fræðum við Dyflinnarháskóla á írlandi, þar af eitt ár sem skiptinemi í Tækniháskóla Sydneyborgar í Ástralíu. Einnig hefur hún starfað að réttindamálum sígauna á Irlandi. Bæði em þau fædd í Reykjavík. Erla er fædd og uppalin í Neskaupstað og hefúr starfað að útgáfumálum undanfarin fimm ár. Starfsfólk Austurgluggans A myndinni sjást úttaugaðir fastastarfsmenn Austurgluggans sem lagt hafa nótt við dag við að koma út fyrsta blaði á tilsettum tíma. Öllum Austfirðingum stendur fúsiega til boóa að auðvelda starfsmönnunum lífið með því að senda efni í blaðið og minnka þannig álagið, panta auglýsingar og styrkja þar með fjárhaginn eða einfaldlega kaupa drykki handa okkur og auka þar með gleðina. Frá vinstri: Katrín Oddsdóttir blaðakona, Brynjólfur Þorvarðarson ritstjóri og Erla Traustadóttir framkvœmda- og auglýsingastjóri. Þorrablót Alþýöubandalagsins Þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað 2002 verður haldið í Egilsbúð, laugardaginn 2. febrúar og hefst kl. 20.00. Miðasala í Egilsbúð fimmtudaginn 31. janúar milli kl. 17.00 og 19.00 Söngur, anndlsgrín og dansleikur. Komið með trogin ó blótsstað milli kl. 15.00 og 17.00 Gosdrykkir verða seldir í Egilsbúð Blakkir Er bæjarstjómin í Fjarðabyggð fær um að taka við heilu álveri ? - ef hún getur ekki komið upp aðstöðu fyrir lítið skotfélag. Það em nokkur ár síðan stofnað var skotfélag í Fjarðabyggð, skot- félagið er að reyna að fá framtíðar aðstöðu við miðbæinn. Þetta gengur ekkert, frekar afturábak síðustu mánuði, það má engan styggja, margir þykjast eiga lóðir (skyldu þeir borga skatta og skyldur af þessum lóðum og standa fjallaski 1 ?), það em vatns- vemdar- og gróðursvæði alsstaðar. Nú er mál fyrir Guðmund bæjarstjóra að hífa í ósýnilega vírinn (ef sjónvarpsmyndavélinni væri beint upp við útsendingu á fundum þá sæjust blakkir í loft- inu) og hala upp hendumar á bæjarfulltrúunum. Það þarf ekki vír á Bennta og klára málið. Ég get lofað því að Andrés bróðir verður ekki með mótþróa. Ef þetta strandar á embætismannakerfinu þá er hægt að sprauta sinnepi upp í afturendann til að fá meiri kraft, þetta virkar vel á ketti. íbúar í Fjarðabyggð: Veltið þið því fyrir ykkur hvort stjómkerfíð hjá Fjarðabyggð geti tekið við heilu álveri. Eins og staðan er í dag stjómar Guðmundur B. og Smári öllu, frá stómm ákvörðum og niður í litlar ákvarðanir, svo sem götusópi, Guðmundur Sigfús- son fær að stjóma pínulitlu, hinir stjóma engu (þurfa alltaf að ath. málið og þæfa). Vonandi hefur einhver hlegið, en öllu gamni fylgir einhver alvara. Guóni Þór Elisson Fífubarði 2 EskifirðL Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Austurlandi Menningarráð Austurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi og Menntamálaráðuneytisins um menningarmál, frá 14. maí 2001 • Veita á styrki til eflingar menningarstarfi á Austurlandi. Tvær úthlutanir verða 2002. Sú fýrri í mars og hin síðari í október. Meirihluta ijármagns verður úthlutað í mars. • Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Austurlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningarverkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. • Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til og með 20. febrúar. Ætlunin er að veita styrkina fýrir 15. mars. • Umsóknum skal skila til Menningarráðs Austurlands á þar til ger ðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofum sveitarfélaga og á heimasíðunni www.skriduklaustur.is/menning. Þar er einnig að finna úthlutunarreglur og ýmsar aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur. • Allar nánari upplýsingar veiti r Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi í síma 471 - 2990, 860-2983 eða með tölvupósti menning@skriduklaustur.is • Umsóknir skal senda til Menningarráðs Austurlands, pósthólf 123,700 Egilsstaðir. Menningarráð Austurlands.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.