Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 2
362 TÍMKVN, föstudagiim 12. sept. 1941 91. blað Styrjaldarkostnaður Breta Eftir Jóhannes Helgason 'gímirm Föstudaginn 12. sept. Dýrtíðarmálín og þjóðstjórnin Nú eru liðnir nær þrír mán- uðir síðan Alþingi afgreiddi dýrtíðarlögin. Ríkisstjórnin hefir þó enn ekki gert neitt til að framkvæma þau, þegar inn- heimta 10% tekju- og eignar- skattsviðaukans er undanskil- in. Þetta aðgerðaleysl stafar vissulega ekki af því, að nú sé minni ástæða til framtakssemi í þessu máli en á þeim tíma, er Alþingi hafði það til meðferðar. Síðan hefir vísitalan hækkað um mörg stig og mun halda á- fram að hækka, ef ekkert verð- ur aðgert. Hér í blaðinu hefir áður ver- ið skýrt frá ástæðunni til þess að ekkert hefir verið gert í þessu máli af hálfu ríkisstjórnarinn- ar síðan þingi lauk. Fram- kvæmd dýrtíðarlaganna er þannig háttað að öll byrjunar- vinnan, eins og tekjuöflun, tollalækkun og farmgjalda- lækkun, heyrir undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa enn ekki viljað gera neitt af þessum ráðstöfunum, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ráðherra Framsóknarflokksins. Þegar dýrtíðarlögin voru til meðferðar á Alþingi, var þvi lýst yfir af hálfu Framsóknar- flokksins, að hann teldi lögin ganga of skammt. Ef slíkar ráðstafanir ættu að koma að fullum notum þyrfti ríkis- stjórnin að hafa meiri fjárráð til dýrtíðarlækkunar. Flokkur- inn gerði því tillögur um langt- um víðtækari tekjuöflun en samþykkt var. Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn sameinuðust um að skerða tekjuöflunina. Framsóknar- flokkurinn taldi það mikið ó- heillaráð, en vildi þó ekki sker- ast úr leik, þar sem hann treysti því, að dýrtíðarlögin yrðu fram- kvæmd og að hann gæti betur tryggt framkvæmd þeirra með þátttöku sinni í ríkisstjórninni. Þessar vonir Framsóknar- flokksins hafa brugðizt enn sem komið er. En dýrtíðin hefir haldið áfram að aukast. Á- standið er miklu alvarlegra en það var, þegar Alþingi ræddi dýrtíðarmálin. Þá taldi Fram- sóknarflokkurinn ákvæði dýr- tíðarlaganna tæpast fullnægj- andi. Þess vegna mun flokkur- inn taka það til rækilegrar í- hugunar, hvort ekki beri nú að gera langtum víðtækari og róttækari ráðstafanir en dýr- tiðarlögin ætlast til. Því hefir verið haldið fram hér í blaðinu, — og allar líkur benda í þá átt, — að Siálf- stæðisflokkurinn ætli að nota aðstöðu sína í rjíkisstjórninni til að svæfa allar aðgerðir í þessu máli. Forráðamenn flokksins vanti skilning á nauð- syn þeirra og óttist auk þess, að þær hljóti einhverjar óvin- sældir fyrst í staö. Hér birtast þvi tvö ólík sjón- armið um tilgang þjóðstjórn- arinnar. Framsóknarflokkurinn hélt áfram stjórnarsamvinn- unni til þess að vinna að því að ákvæðum dýrtíðarlagann yrði framfylgt. Sjálfstæðisflokk- urinn virðist hugsa sér að þátttaka hans í þjóðstjórninni geti hindrað framkvæmdir í dýrtíðarmálinu. Annar flokkurinn vill hafa þjóðstjórn til að vinna mikil- væg og þjóðnýt störf, sem ættu að heppnast betur, þegar flokkarnir standa saman, — hinn flökkurinn vill hafa þjóð- stjórn til að tryggja kyrstöðu og athafnaleysi. Margt bendir til þess, að Al- þýðuflokkurinn sé sama sinn- is og Sjálfstæðisflokkurinn í þessu máli. Ef Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum er það alvara, að þjóðstjórnin eigi að vera kyrrstöðustjórn í þessu örlaga- ríka stórmáli, skapast alveg nýtt viðhorf í samstarfi flokk- anna. Það skal enginn halda, að Framsókrfarflokkurinn hafi Hve mikill er styrjaldar- kostnaður Breta? Hvernig afla þeir fjárins til að standast kostnaðinn? Þetta eru athyglis- verðar spurningar, enda má bú- ast við að ýmsa fýsi mjög að fá svör við þeim. Þó hér verði gerð tilraun til að svara þessu, þykir rétt að taka fram, að ómögulegt er að gefa tæmandi svar um hinn raunverulega stríðskostnað brezku þjóðarinnar. Þessar upplýsingar verða aðeins bundnar við útgjöld ríkissjóðs- ins við rekstur styrjaldarinnar. En auk þess er að sjálfsögðu til staðar stríðskostnaður, sem búast má við að fari vaxandi. Það er kostnaðurinn við endur- bygging þeirra verðmæta, sem skemmst hafa eða eyðilagst og eiga eftir að eyðileggjast og skemmast. Ennþá hafa engar tölur verið birtar um verðmæti þess, sem eyðilagt hefir verið í þessu stríði. Þá er og ein tegund stríðs- kostnaðar, sem aldrei verður metinn til fjár eða endurbætt. Það er manntjón og heilsutjón hermanna og óbreyttra borg- ara, auk eyðileggingar og skemmda á sögulegum bygging- um og minningum. Útgjöld brezka ríkisins, til reksturs hernaðinum, voru fyrstu 18 mánuði stríðsins 4.650 millj. stpd. eða um 8.6 millj. stpd. (rúmlega 225 millj. kr.) á dag að meðaltali. En út- gjöldin fara stöðugt vaxandi, eftir því, sem líður á stríðið. Sir Kingsley Wood fjármála- ráðherra sagði í ræðu 7. apríl s. 1., að útgjöld fjárhagsársins 1941—42 myndu fara langt fram úr 5.000 millj. stpd., sem búizt hafði verið við að þau yrðu. f þessari upphæð er þó ekki meðtalin sú geysimikla aðstoð, sem Bretum er veitt með láns- og leigulögunum í Bandaríkjunum. Hins vegar eru innifalin í þessum upphæð- um hin venjulegu útgjöld rík- isins til uppeldis- og heilbrigð- krafist víðtækra aðgerða í dýr- tíðarmálinu síðastliðið vor í meiningarleysi. Þar sem dýrtíð- in hefir stórum aukizt síðan og ástandið versnað að öllu leyti, hlýtur flokkurinn að taka til athugunar, hvort ekki beri nú að krefjast enn róttækari að- gerða. Eri takist ekki að fá þar neinu umþokað og sama kyr- staðan á að haldast áfram, virðist rétt að þeir beri einir ábyrgðina, sem eru valdir að kyrrstöðunni. • Þ. Þ. Það mun ekki óviðeigandi, að við, sem setið höfum 1 nefnd þeirri, er ríkisstjórnin skipaði til að athuga siðferðileg vanda- mál, er skapazt hafa í sambúð íslenzkra kvenna við hið er- lenda setulið, látum til okkar heyra annað en skýrslu þá, er blöðin birtu fyrir skemmstu. Að vísu var okkur ekki annað fal- ið, en vinna úr þeim gögnum, sem okkur voru í hendur fengin af lögreglunni í Reykjavík og gera tillögur til ráðstafana. Til- lögum okkar höfum við nú skil- að og þar með lokið störfum. Við höfum ekki talið okkur rétta aðila til að svara þeim, sem vantrúaðir voru á sann- leiksgildi talna þeirra, er fram komu í skýrslunni, þar sem við bárum ekki ábyrgð á þeim. Hitt er svo annað, að vissulega höf- um við okkar skoðanir á þess- um málum og það, sem hér verður sagt, er fyrst og fremst mitt persónulega viðhorf. — Þegar í byrjun hernámsins munu margir hafa gert sér ljóst, að í þessum efnum gæti verið hætta á ferðum. Yfirstjórn brezka setuliðsins lofaði því að vísu strax í upphafi, að her- námið skyldi valda sem minnst- um truflunum á lífi þjóðarinn- ar og er fjarri því, að nokkur ástæða sé til að efast um góð- an vilja hennar. Hins vegar hef- ismála og annarra opinberra þarfa, en 1937 voru þau 902 millj. stpd., 1938 um 920 millj. stpd. Mismunurinn er því sú upphæð sem eru raunveruleg hernaðarútgjöld. Ef reiknað er með 5000 millj. stpd. ríkisútgjöldum 1941—42, er það að meðaltali um 14 millj. stpd. eða 367 millj. kr. á dag. Sennilega verða þau þó meiri eins og fjármálaráðherrann gaf í skyn. Þessar tölur eru svo háar, að engin von er til þess að almenn- ingur, sem óvanur er háum töl- um, geti í fljótu bragði gert sér grein fyrir raunverulegri þýð- ing þeirra. Til frekari skýring- ar má geta þess, að 367 millj. kr. dagleg útgjöld samsvara um 15 millj.'kr. að meðaltali á klst. og um 250 þús. kr. á hverri mínútu allan ársins hring. Það bregður e. t. v. upp gleggri mynd af ástandinu, að athuga útgjöld ríkisins í sambandi við heildartekjur þjóðarinnar. Þá kemur í ljós, hve mikill hluti tekna þjóðarinnar fer til styrj- aldarþarfa og hve mikill hluti til lífsþarfa. Árið 1918, síðasta ár heims- styrjaldarinnar, stigu útgjöld Bretlands hæst upp í 2.700 millj. sterl.pd. Miðað við útgjöldin í þessu stríði, ber að taka þessa tölu með varasemi, þar sem hvert sterlingspund var þá meira virði en nú. En miöað við þjóðartekj- urnar það ár, hefir hún fullt gildi. Þjóöartekjur Breta 1918 hafa verið áætlaðar 5.500 millj. sterlingspund. Af því verður brátt ljóst, að því sem næst helmingur tekna þjóðarinnar það ár, hefir farið í útgjalda- þarfir ríkisins, og mest af því í styr j aldarþarf ir. Þegar yfirstandandi styrjöld brauzt út, var talið að þjóðar- tekjur Breta væru um 6000 millj. steriingspund, en gert er ráð fyr- ir, að þær hafi aukizt siðan stríð- ið hófst upp í 7000 millj. ster- lingspund, vegna þess, hve þjóð- in leggur nú meira að sér en áður. Af 5000 millj. sterlingspunda útgjöldum ríkisins 1941—42, er gert ráð fyrir, að Bretar greiði sjálfir 3700 millj. sterlingspund, en hinn hlutinn verði greiddur af tekjustofnum í öðrum hlutum heimsveldisins. Ef við drögum þessi útgjöld ríkisins, 3700 millj. sterlingspund, frá áætluðum heildartekjum þjóðarinnar, 7000 millj. sterlingspund, verða eftir 3300 millj. sterlingspund, eða nokkrum mun minna en helm- ingur. Þetta þýðir, að brezkir borgarar verða að láta meira en ir sú orðið raunin, að hvarvetna, þar sem setulið hefir dvalizt, hafa skapazt vandamál í sam- búð þess við innlendar konur og hefir stundum verið gripið til ráðstafana, sem við mund- um naumast sætta okkur við. Það væri því með einsdæmum, ef við, svo fámennir, með svo fjölmennt setulið meðal okkar, slyppum við slíkan vanda. Er og þannig í pottinn búið frá upphafi, að enn minni líkur væru til þess hér en meðal annarra þjóða. í fyrsta lagi, og er slíkt mjög óvenjulegt, koma Bretar hingað sem vinir. Við vitum, að þeir berjast nú fyrir því, sem ekki einungis þeir, heldur einnig við, teljum mest virði í þessum heimi. Við vit- um því, að þeirra sigur er raun- verulega einnig okkar sigur. Við vitum, að nú er háð úrslitabar- átta um það, hvort lýðræði, frelsi og jafnrétti skuli halda velli, eða hvort mannkynið á hér eftir að búa við áþján og grimmdarlega kúgun, þar sem réttur einstaklingsins er í raun og veru enginn. Þess vegna mátti okkur frá upphafi vera það Ijóst ,að náin persónuleg kynni hlytu að takazt meðal setuliðsmanna og fjölmargra íslendinga, þar sem konurnar fyrst og fremst yrðu annar að- ilinn, og þetta mátti okkur því aðra hverja krónu til opinberra þarfa. Af þessu fé rennur þó lítið brot aftur óbeint til fólksins gegnum uppeldis- og heilbrigðis- kostnað ríkisins o. fl. En það er ekki nema lítið brot, miðað við styr j aldarkostnaðinn. Til samanburðar við ástandið hjá okkur má geta þess, að árið 1934 voru þjóðartekjur íslend- inga taldar 97% millj. kr.,en það ár urðu útgjöld ríki^ins réttar 16 millj. kr., eða um einn sjötti hluti þjóðarteknanna. Þess ber þó að geta í þessu sambandi, að af þessum útgjöldum hefir mest- um hlutayverið óbeint varið til almenningsþarfa, gegnum upp- eldis- og heilbrigðismál, styrki til atvinnuveganna o. fl. í Bretlandi eru taldir um 45 millj. íbúar. Ef ársútgjöld verða 3700 millj. stpd., eins og gert er ráð fyrir, er það rúmlega 82 stpd. eða um 2155 kr. á hvert manns- barn, að meðaltali. Árið 1939 voru útgjöld íslenzka ríkisins 19,4 millj. kr., en íbúa- talan um 120 þús. Útgjöldin það ár voru því um kr. 160,00 að meðaltali á mann. Hafa ber þó í huga, hve mikill hluti þessa rennur óbeint aftur til borgar- anna. Þetta er nærri fjórtán sinnum meira að meðaltali á mann, þ. e. að á móti hverri krónu, sem við greiðum, mest til félagslegra þarfa og umbóta, greiða Bretar nærri 14 kr., og mest af því í styrjaldarþarfir. Gleymska AlþýðubL Alþýðublaðið er mjög gleymið í síldarmálunum, ef það minn- ir, að Framsóknarmenn hafi barizt þar fyrir ríkiseinkasölu. Framsóknarmenn settu á, í samstarfi við Alþýðuflokkinn, umboðssölu og verzlunartak- markanir árið 1928.Fjórir nefnd- armenn af fimm alls létu þessa umboðssölu fara að braska í að kaupa tunnur og salt, og lána útvegsmönnum. Síðan varð fyrirtækið stórskuldugt og gjaldþrota. Tryggvi Þórhalls- son leysti það upp með bráða- birgðalögum. En þeir fjórmenn- ingar, sem stjórnuðu fyrirtæk- inu út í skuld og dauða, voru allir úr Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokknum. Síðan lagði Jón Árnason fram tillöguna um nú- verandi sildarútvegsnefnd. Hún hafði vald til að takmarka veiði og ákveða lágmarksverð. Vegna Alþýðuflokksins var sett inn í lögin heimild fyrir ríkisstjórn- ina að láta nefndina hafa einkasöluvald. Síðan komu Sjálfstæðismenn og tóku Har- ald Guðmundsson glóðvolgan í ráðherrastólnum og báðu hann að nota éinkasöluheimildina. Framsóknarmenn hafa viljað fremur vera ljóst, þar sem það kom þegar í ljós, að setuliðs- menn eru yfirleitt prúðmenni, og um margt fágaðri menn en við, auk þess, sem margar kon- ur, bæði hér og annarstaðar, virðast tiltölulega veikari á svellinu gagnvart útlending- um. Sú hætta, sem nú vofir yfir okkur sakir alls þessa, er, að þjóðin blandist hinum brezku gestum óafvitandi, að íslenzkar konur kjósi þá fremur en íslenzka karla; annað hvort um stundarsakir eða fyrir fullt og allt, að hin uppvaxandi kynslóð læri að meira eða minna leyti tungu þeirra og siði, en týni sinni eig- in. En þót við séum „fáir, fá- tækir smáir“, viljum við um- fram allt vera íslendingar. Við unnum fósturjörð okkar, tungu okkar, bókmenntum okkar, og fögnum framförum okkar í verklegum og andlegum efn- um. Allt er þetta sameign okk- ar og aleiga okkar. Hér ber okkur því að gera greinarmun á tvennu: Vinsamlegri afstöðu til hins mikla brezka heims- veldis og þegna þess, og okkar eigin þjóð og þjóðarverðmætum. Ég gat þess í upphafi, að við hefðum frá byrjun hernámsins alið með okkur nokkurn ugg í þessum efnum. Og eftir því, sem tímar hafa liðið fram, hefir mörgum af okkar beztu mönn- um orðið ljóst, að einmitt þarna var alvarleg hætta á ferðum. Skólastjóra- og kenn- arafundur sá, sem haldinn var í Reykjavík fyrir ári síðan, er ótvíræð sönnun þess. Ályktun Marsvínaveíðí Ólafur Sigurðsson frá Hellu- landi, sem nýlega var á ferð í Norður-ísafjarðarsýslu, hefir sagt blaðinu frá eftirfarandi: Meðan ég var þar vestra sást einn morgun til allstórrar mar- svínavöðu vestan Borgareyj ar. Veður var yndislegt, sólskin og logn, „svo að heldur þótti gott til veiðar“. Var haldið úr landi á fjórum bátum, tveim vélbát- um og tveim róðrarbátum, sem voru hlaðnir af kastgrjóti, og átti að freista þess að reka hvalina á land. En hér fór sem svo oft áður, þegar íslending- ar hafa gert tilraunir til þess að reka þessa hvalategund á land. Bátarnir voru of fáir og vankunriáttan of mikil til þess að veiðimönnunum tækist að reka hvalatorfuna nokkuð verulega nær landi. Ólafur lýsir þessu þannig, að. rekstur hvalanna hafi verið einna líkastur því, þegar fáir menn ætla sér að reka stórt fjársafn út í vatnsfall. Fyrst sleppur ein og ein kind á víð og dreif úr safninu, aðrar elta og þannig sleppa alltaf fleiri og fleiri þangað til allt safnið er sloppið úr greipum rekstrar- mannanna. Það er augljóst, að hér vant- ar nauðsynlegar leiðbeiningar um marsvínarekstur og er helzt að leita til Færeyinga eftir upp- lýsingum um þá hluti. Ólafur átti tal um þessa hluti við fær- eyskán mann, sem hefir mikla þekkingu á þessari veiði. Sagði hann meðal annars: Bezt er að bátaröðin sé þreföld aftan við torfuna og að nokkurt bil sé á milli raðanna. Sérstaklega ber að varast það, að fara of nærri torfunni og jafnframt að gæta þess stranglega, að skjóta alls ekki á hvalina. Það gerir aðeins glundroða og öngþveiti. Bezt er að bátaráðirnar séu alltaf nokkuð langt frá torfunni og að grjóti sé látið rigna í sjóinn rétt aftan við torfuna. Svo má ekki gleyma að hafa nógu mikil ólæti og hávaða. Þegar dregur nær landi, er farið nær torfunni og reynt að særa öftustu hval- ina með þar til gerðu spjóti, sem hefir 50 cm. langt blað, en tveggja metra langt skaft. Særðu hvalirnir æða inn í torf- una og alla leið upp á land. Við það tryllist öll torfan og brýzt á eftir hinum særðu félögum s.ínum í greipar dauðans. í flæðarmálinu er þegar byrj- að að skera hvalina. Eru þeir skornir ofanfrá þverhönd aft- an við blástursholur og mænan eyðilögð. Þegar blóðið er kom- ið í sjóinn, er engin hætta á að torfan leggi til hafs. Skurður- inn er ekki einungis nauðsyn- legur til þess að blóðlita sjó- prestastefnu íslands á Akureyri árið 1941 er einnig ótvíræð sönnun þess, en þar segir svo: „Prestastefnan ályktar að brýna nauðsyn beri til þess, að prest- ar landsins efni til skipulagðr- ar samvinnu við lækna, lög- reglustjóra og barnaverndar- nefndar til að afstýra þeirri siðferðilegu og þjóðernislegu háettu, sem stafar af dvöl er- lends setuliðs í prestaköllum þeirra.“ Og ýmsar raddir í blöðum allt frá því fyrsta styðja þetta mál. Nú er svo komið, að lögregl- an í Reykjavík hefir hafizt handa og skrásett 500 konur, sem hún telur, að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu, og ef þær athuganir eru réttar, er hér mikill háski á ferðum. Okk- ur er ekki einungis hætta búin af kynferðilegum mökum setu- liðsmanna við íslenzkar stúlk- ur, Okkur er einnig hætta bú- in af mikilli umgengni hinnar uppvaxandi kynslóðar við setu- liðið, þótt um ekkert annað væri að ræða. í skýrslu þeirri, er nefndin lét frá sér fara, get- ur lögreglan um 151 konu, sem sé á mjög lágu siðferðisstigi. Á siðferðisástand hinna er eng- inn dómur lagður, aðeins talað um, að lögreglan telji að þær hafi mjög náin afskipti af setu- liðinu, enda þótt heilbrigð skyn- semi mæli með því, að í mjög mörgum tilfellum sé um kyn- ferðileg mök að ræða. En jafn- framt hlytu þau afskipti meðal allra menningarþjóða, að vera talin of náin, ef 12—14 ára telpur eru á ferli með her- Fótalausi flugmaffurinn. Fyrir nokki-u síðan var skýrt frá því í ensku og þýzku útvarpi, að fótalausi flugmaðurinn hefði verið tekinn til fanga í Frakklandi. Þjóðverjum tókst að skjóta flugvél hans niður, en hann bjargaðist í fallhlíf. Fótalausi flugmaðurinn hefir hlotið meiri frægð en flestir flugmenn aðrir í þessu stríði. Hann heitir réttu nafni Douglas Ro- bert Stewart Bader. Fyrir 10 árum var hann fulllærður flugmaður. Hann var þá 21 árs. Hann lagði mikla stund á íþróttir, einkum rugby. Hann gat sér svo gott orð í þeirri íþróttagrein, að hann átti að taka þátt í alþjóðlegri keppni. En fimm dögum fyrir fyrsta kappleikinn lenti hann í flugslysi og hlaut ógurleg meiðsli. Það varð að taka báða fæturna af honum. Níu daga sveif hann milli heims og helju. Móðir hans vék ekki frá rúmstokknum allan þann tíma. Hún annaðist hann síðan, og henni er þakkað að andlegur þróttur hans bilaði ekki, þrátt fyrir þetta mikla áfall. Með órtúlegri eljusemi tókst honum að hafa veruleg not af gerfi- fótunum. Bader gerðist sjálfboðaliði í flug- hernum í upphafi styrjaldarinnar. í fyrstu átti han ekki að fá að taka þátt í hernaðaraðgerðum, en látið var undan þrábeiðni hans. í loftinu varð hann brátt með þeim allra fremstu. í febrúarmánuði síðastl. var honum boðið til Buckingham Palace og sæmd- ur heiðursmerki af konunginum. Móðir hans var viðstödd þennan merkilega atburð í lífi sonarins. Þegar hann skaut niður fyrstu þýzku flugvélina skrifaði hann móður sinni m. a.: Það er hræðilegt að skjóta nið- ur flugvél og granda mannslífum í fyrsta sinn. Ég leit í spegilinn fyrir aftan mig. Ég gat ekki þekkt sjálfan mig. Ég var nábleikur af skelfingu. Bader hafði skotið niður um 20 flug- vélar, þegar Þjóðverjum tókst að kló- festa hann. Hann hafði fyrir alllöngu verið gerður foringi flugdeildar og þótti frábær stjórnandi. Hann var flestum fjörugri og alltaf öruggur. Ég er betur settur en nokkur annar flug- maður, sagði hann iðulega, því að ekki gerir mikið til þótt þeir skjóti undan mér gerfifæturna. Hann var dáður af öllum félögum sínum og er vafamál hvort nokkur maður hefir notið meiri vinsælda í brezka flughernum en hann. Finnland konupgsríki? Amerískar fregnir herma að Finn- land eigi að vera konungsríki, ef Þjóð- verjar beri hærra hluta í styrjöldinni. ÞaÖ eigi að sýna Finnum sérstakan sóma með því að láta þá hafa þýzk- sinnaðan konung í stað þýzks land- (Framh. á 3. síðu) inn, heldur einnig til þess aff ná blóðinu úr hvalkjötinu eins og úr kjöti allra annarra spendýra, sem deydd eru til manneldis. mönnum seint á kvöldi effa nóttu, þótt í fullkomnu mein- leysi væri. Þrátt fyrir þetta var þó eitt af dagblöðum Reykja- víkur svo smekklegt, að kalla þessar 500 konur „portkonur", i yfirskrift sinni. Var þó allur vafi tekinn af um slíkar nafn- giftir frá hálfu þeirra, er skýrsl- una settu saman, þar sem sagt er, að ganga megi að því vísu, að í mörgum tilfellum muni stúlkurnar telja sig trúlofaðar setuliðsmönnum og geti slík sambönd átt jafnmikinn rétt á sér og samskonar sambönd ís- lenzkra kvenna og íslenzkra karla siðferðilega séð. Meðal hins ólíklegasta, sem fram hefir komið í sambandi við þetta mál, er það, að með þessari birtingu sé vísvitandi verið að setja smánarblett á Reykjavík og reykvíska menn- ingu. í sambandi við þær að- dróttanir skal þess getið, að af þeim 55 konum, sem sakadóm- arinn hefir haft til meðferðar, eru aðeins 19 fæddar í Reykja- vík, 17 eru úr öðrum bæjum og þorpum og 19 úr sveit. Þetta atriði hefir vissulega þýðingu, þót nefndinni fyndist það ekki eiga heima í skýrslunni í því formi, sem hún var. Þetta gæti bent til þess, að þeir, sem koma úr fámenni í fjölmenni kunni að öðru jöfnu minni skil á hættum fjölmennisins og verði þeim því fremur að bráð, jafnt fyrir það, þótt efniviðurinn þurfi ekki að vera lakari. Það verða að vísu ekki dregn- ar miklar ályktanir af svona lágum tölum. En það væri ekk- (Framh. á 4. síðu) Benedikt Tómasson læknir: Enn um síðíerðísvandamálin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.