Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR AFGREIÐSLA AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: INNHEIMTA 1ASKRIFST Lindargötu 25. ár. Reykjavík, föstndaglim 12. sept. 1941 91. blað SamiiÉn<rai*iiii* um kolin Bretar lofa okkur 90 þús. smál. af kolum næstu 12 mánuðína Viðtal við viðskiptamálaráðherra W Ognarstjórnin í Noregi Herlög gengin í gíldi í Osió Á víðavangi Afdrif ,Sessa‘ Tveir íslendingar voru á skípinu Það er nú kunnugt orðið, að leiguskipi Eimskipafélags ís- lands, Sessa, sem saknað hafði verið um skeið, hefir verið sökkt 300 km. suðvestur af íslandi 17. ágúst síðastliðinn. Þremur skipverjum var bjarg- að fyrir nokkru og voru þeir fluttir hingað til Reykjavíkur. Höfðu þeir verið 19 daga á fleka og voru orðnir mjög aðþrengd- ir, þegar þeim var bjargað. Ekki hefir verið upplýst, hvar þeim var bjargað eða hverjir hafi gert það. Á Sessa var 27 manna áhöfn. Meðal þeirra voru tveir íslend- ingar, Þorvaldur Aðils og S. Wendel. Sessa var hlaðin ýmsum vör- um, sem áttu að fara hingað. Það var eitt af dönsku skipun- um, sem Bandaríkjastjórn hafði lagt löghald á og sigldi það undir Panamafána. Tilkynnt hefir verið í Wash- ington, að fyrst hafi verið skot- ið tundurskeyti á skipið, en síð- an hafi verið skotið á það úr fallbyssum. Bókaúfgáfa Menníng arsjóðs og ÞjóðvJél. - Sjö bækur fyrir 10 kr.- Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þj óðvinafélagsins gefur út sjö bækur í ár og fá áskrifend- ur þær fyrir 10 kr. árgjald. Verða þetta þvi langódýrustu bókakaupin, enda er það til- gangur bókaútgáfunnar, að ná sem víðast og mynda vísi að bókasafni á sem flestum heim- ilum landsins. Áskrifendur munu nú vera um 14 þús. Bækurnar, sem gefnar verða út í ár, eru þessar: Úrval af ljóðiun og sögum Jónasar Hallgrímssonar með formála eftir Jónas Jónsson. — Gert er ráð fyrir að gefa þannig út á næstu árum i samstæðum bindum úrvalsrit helztu ís- lenzkra skálda að fornu og nýju. Mannfélagsfræði eftir J. Rumney, enskan nútímarit- höfund. Bókin er íslenzkuð af Guðmundi Finnbogasyni. Uppreisnin í eyðimörkinni, síðara bindi. Þar er kort af Ara- bíu ásamt myndum af höfund- inum og fleiri sögupersónum. Ágrip af sögu síðustu áratuga, eftir Skúla Þórðarson sagn- fræðing. Bókin byrjar með yfir- liti um orsakir og helztu at- burði fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Annars fjallar bókin um helztu heimsviðburði og stefnur tveggja síðustu áratuga, eins og til dæmis byltinguna í Rúss- landi, Versalasamningana, Þjóðabandalagið, einræðis- stefnurnar, valdabaráttu heims- veldanna, stjórnarstefnu Roose- velts forseta og þingræði Ev- rópulandanna. í bókinni verð- ur uppdráttur og margar mynd- ir. Anna Karenina, eftir Leo Tolstoy, fyrsta bindi. Þessi heimsfræga skáldsaga er þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni. Almanak Þjóðvinafélagsins 1942. í því birtist m. a. grein um fjármál íslands 1874—1940 eftir Gylfa Þ. Gíslason hagfræðing, hliðstæð yfirlitinu, sem birt var í síðasta almanaki um valda- menn á íslandi, greinar um Roosevelt og Churchill og ár- bók 1940. Andvari 1941. Hann flytur (Framh. á 4. sUSuJ Tíminn hefir snúið sér til Eysteins Jónssonar við- skiptamálaráðherra og innt hann eftir samningunum við Breta um kolainnflutn- inginn til landsins. Valda þessi mál mönnum miklum áhyggjum,því ýmsir staðir á landinu eru alveg kolalausir og annarsstaðar eru birgðir mjög litlar. — Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, sagði viðskiptamálaráðherra, var ís- lenzku ríkisstjórninni tilkynnt það í júlímán. síðastl., að Bret- ar myndu ekki geta séð íslandi fyrir öllum þeim kolum, sem það þarfnaðist. Þetta kom rík- isstjórninn mjög á óvart, því að fastlega hafði verið gert ráð fyrir, að okkur yrði séð fyrir nægum kolum frá Bretlandi. í innflutningsáætlun þeirri, sem gerð var í byrjun þessa árs í samráði við fulltrúa Breta hér, var reiknað með 170 þús. smál. innfluttra kola á árinu, og var það sem næst meðalinnflutnng- ur undanfarinna ára. Þær ástæður voru færðar fram af Breta hálfu, að þeir yrðu mjög að takmarka kola- notkunina heima fyrir, sökum skorts á kolum. Síðan í júlí hafa staðið yfir samningar um þetta mál milli ríkisstjórna íslands og Bret- lands. Af hálfu íslenzku ríkis- stjórnarinnar hefir verið hald- ið fram þeirri kröfu, að þörf- um landsmanna yrði fullnægt með kolainnflutningi frá Bret- landi eða að Bretar sæju okk- ur fyrir kolum frá Ameríku með sama verði á íslenzkri höfn Samkvæmt bráðabirgðayfirliti hag- stofunnar nam innflutningurinn í ágústmánuði síðastl. um 10,9 milljón- um króna, en útflutningurinn 16,7 millj. kr. Fyrstu átta mánuði ársins hefir innflutningurinn numið alls um 71,5 milljónum króna, en útflutning- urinn um 127,7 milljónum króna. Hefir hagstæður verzlunarjöfnuður því num- ið það sem af er árinu rúmlega 56 milljónum króna. t t t Páll Aðalsteinsson, skipstjóri, sonur Aðalsteins Pálssonar, skipstjóra á Bel- gaum, hefir verið sæmdur heiðurs- merkinu M. B. E. (Member of the British Empire) fyrir að bjarga mönn- um úr sjávarháska. Var togari Páls í skipalest, er þýzkar flugvélar gerðu árás á hann. Varð skip Páls fyrir sprengju og laskaðist nokkuð, og ann- ar togari, sem var í lestinni, varð einn- ig fyrir sprengju og tók að sökkva. Var þá settur út bátur frá flutningaskipi, í því skyni, að bjarga mönnunum á tog- aranum, en veður var svo vont, að bátsverjar, 7 að tölu, urðu að forða sér um borð í togarann. Voru þá 23 menn um borð í sökkvandi skipinu. Páll lagði þá skipi sínu fast að því, og tókst að bjarga öllum mönnunum, áður en það sökk. Páll er komungur, rúmlega tví- tugur. t t t Guðmundur Hannesson fyrv. pró- fessor var kjörinn heiðursdoktor af Læknadeild Háskólans 9. þ. m., en þá og kolin frá Bretlandi kosta. Er þessi krafa byggð á því, að íslendingar ættu rétt á því að fá kol eftir þörfum í skiptum fyrir sjávarafurðir, sem Bret- um eru seldar. Nú hefir borist bráðabirgða- svar brezku stjórnarinnar við þessari kröfu. Samkvæmt því skuldbinda Bretar sig til þess að selja íslendingum 90 þús. smál. af kolum frá Bretlandi á næstu 12 mánuðum, er skipt- ist sem jafnast niður á mán- uðina. Ennfremur lofa þeir að vinna að því, að við fáum kol frá Bandaríkj unum til viðbót- ar, ef þörf krefur. Hins vegar hafa þeir engu svarað þeirri kröfu okkar, að þeir sjái til þess, að kolin frá Bandaríkjun- um verði okkur ekki dýrari en brezku kolin. Það hafði verið áætlað, að á tímabilinu júlí 1941—apríl 1942 þyrfti að flytja inn 150 þús. smál. kola til að fullnægja allri þörfinni. Er þá reiknað með sæmilegum birgðum 1. apríl 1942 og að togararnir taki öll kol til veiða hér heima, eins og tíðkaðist fyrir stríð. Sigli tog- ararnir með fisk til Englands minnkar innflutningsþörfin verulega. Er því á þessu stigi málsins ekki hægt að segja, hversu langt þessar 90 þús. smál. muni hrökkva. Reynt verður að fá sem mest af hinu lofaða magni flutt hingað á næstu mánuðum. — Liggja hér ekki norsk skip með kol, sem hægt væri að fá keypt? — Jú, hér eru þrjú norsk kolaskip, sem hafa komið hing- að frá Spitsbergen, og munu þau vera með 8—9 þús. smál. af kolum. Hefir verið unnið að (Framh. á 4. siðu) átti hann 75 ára afmæli. Var tekið fram að þetta væri gert með sérstöku tilliti til þess, að Guðmundur hefði lagt grundvöllinn að vísindalegri mann- fræði íslendinga. r r r Þrjú ný frystihús er nú verið að byggja á Snæfellsnesi. Á Sandi stend- ur hlutafélag fyrir byggingunni og hef- ir það fengið 40 þús. kr. lán úr Fiski- málasjóði. í Grundarfirði stendur hlutafélag fyrir byggingunni og hefir það fengið 20 þús. kr. lán úr Fiski- málasjóði. í Stykkishólmi er Sigurður Ágústsson kaupmaður að byggja frystihús og hefir fengið til þess 35 þús. kr. lán úr Fiskimálasjóði. Tvö frystihús voru fyrir á Snæfellsnesi, í Stykkishólmi, eign Kaupfélags Stykk- ishólms, og í Ólafsvík, eign hlutafélags. r t r Samkvæmt símtali við Ólafsvík hef- ir verið unnið óvenjulega mikið að framkvæmdum þar vestra í sumar. í þorpinu sjálfu hefir verið unnið að lengingu brimbrjóts og ný steinbrú hefir verið sett á gilið, sem rennur gegnum kauptúnið. Nú er unnið að því að stækka frystihúsið þar. Laxá á Ingj- aldshólsbreið, sem oft hefir verið mik- ill farartálmi milli Ólafsvíkur og Sands, hefir verið brúuð í sumar, og ennfremur tvær smáár í Fróðárhreppi, Bugsgilið og Staðarbergsá. Afli á dragnótabóta hefir verið sæmilegur undanfarið, og hefir verið mikil vinna við frystihúsið i Ólafsvík. Hin hörmulegustu tíðindi hafa borizt frá Noregi seinustu dagana. Þýzka herstjórnin hef- ir gripið til þess örþrifaráðs að reyna að bæla niður vaxandi frelsisþrá þjóðarinnar með blóðugu ofbeldi og beitir líf- látsdómum og fangelsunum í ríkum mæli. Síðastl. miðvikudag var Oslo lýst í hernaðarástand. Öll um- ferð var bönnuð í borginni frá kl. 8 að kvöldi til kl. 5 að morgni. Sýningum í leikhúsum og kvikmyndahúsum hefir ver- ið aflýst og útvarpstæki gerð upptæk. í Oslóarútvarpinu var þessi ráðstöfun réttlætt með því, að undanfarið hafi verið unnin ýms glæpsamleg skemmdarverk af Marxistum og kommúnist- um. Fregnir hafa borizt um upp- sögn opinberra starfsmanna í stórum stíl og er sagt að megn- asta óreiða sé komin á af- greiðslu pósts og síma af þess- um ástæðum. Þá hefir öll stjórn norska Al- þýðusambandsins verð hand- sömuð, tver meðlimir hennar, Viggo Hansteen, þekktur lög- fræðingur, og Vikström, dæmdir til dauða af herrétti og skotnir, aðrir tveir meðlimir hennar dæmdir í æfilangt fangelsi, en ýmsir hinna í meira og minna langvarandi fangelsi. í Oslóarútvarpinu var þessum mönnum gefið að sök, að þeir hefðu ætlað að stofna til alls- herj arverkfalls. Annars benda fregnir frá Osló til þess, að víðtækt verkfall sé nú í borg- inni og fáist verkamenn ekki til að hverfa til vinnu sinnar, þótt þeir séu beittir hótunum. Hafa ráðherrar úr Quslings- stjórninni haldið ræður og hótað verkamönnum öllu illu, ef þeir væru ekki kyrrir við vinnu sína. Fangelsanir, auk þeirra, sem að framan greinir, hafa átt sér stað í stórum stíl. Þeir Hansteen og Vikström eru ekki fyrstu Norðmennirnir, sem hafa verið dæmdir til dauða Jón Sigurðsson kaupfélagsstjóri á Djúpavogi var staddur hér í bænum á dögunum. Tíðindamaður blaðsins náði tali af honum og spurði hann frétta þaðan að austan. Fórust hon- um meðal annars orð á þessa leið: Tvö undanfarin ár hefir lítið land verið ræktað á Djúpavogi, þó varla minna en annarsstaðar. En nú á næst- unni verður hafizt handa um áfram- haldandi ræktunarstarfsemi á hverju, sem veltur, því það er .þorpsbúum hið mesta nauðsynjamál að eiga sem mest af ræktuðu landi. Garðrækt er það langt komið að hvert heimili hefir nægilegt fyrir sig af kartöflum og öðr- um nauðsynlegustu garðávöxtum. Hvert heimili hefir eina eða tvær kýr eftir fólksfjölda heimilanna. Er það mikill búbætir og hefir yfirleitt gefizt vel. í kauptúninu er ræktunarfélag, sem veitir þorpsbúum margháttaðan stuðn- ing við jarðræktina. Á þess vegum er dráttarvél starfandi. Hefir hún gengið á milli manna og unnið nýræktina. í fyrstu var mjög mikið verk að ræsa ræktunarlandið fram. En það hefir tekizt svo vel að vel má við una. Nú þegar er lokið við að rækta þriðjung þess lands, sem heppilegast er talið til ræktunar. Er mjög mikill áhugi og skilningur ríkjandi meðal þorpsbúa um ræktunarmálin. — Á flestum heim- ilum eru frá 20 til 40 ær. En hingað til hefir ekki fengizt viðunandi arður af þeim. Stafar það mest af vöntun á (Framh. á 4. siðu) af þýzkum herrétti. í vetur voru nokkrir menn dæmdir til lífláts fyrir aðstoð við Breta, þar á meðal Oftedal ritstjóri, einn af glæsilegustu foringja- efnum vinstri flokksins. í byrj- un ágústmánaðar voru þrír menn dæmdir til lífláts af þýzkum herrétti í Bergen og skotnir nokkru síðar. Einn þeirra, Melankton Rasmussen, var þekktur iþróttamaðu'r og einn vinsælasti leiðtogi íþrótta- félaganna í Bergen. Þjóðverjar hafa reynt eftir megni að gera íþróttafélögin nazistisk en mætt þar mjög harðri mót- spyrnu. Meðal þeirra, sem fast- ast hafa haldið fram sjálfsfor- ræði íþróttafélaganna og að þau myndu aldrei láta stjórn- ast af flokki Quslings, er skíða- kappinn heimsfrægi, Birgir Ruud. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir nazista, fékkst enginn af þekktari skíðamönnum Norðmanna til þess að taka þátt í skíðamótum í vetur. Fregnirnar um herlögin í Oslo og fangelsanir verkalýðs- foringjanna, bera það ótvírætt með sér, að mótspyrnan gegn Þjóðverjum er að harðna. Hingað til virðist mótspyrnan hafa verið einna öflugust vest- anfjalls. í strandhéruðunum þar hafa herlög gilt síðan í sumar og búið er fyrir nokkru að taka öll útvarpstæki af fólki þar. Svo alvarlegt er ástandið í Noregi, að norska stjórnin í London hefir talið rétt að ráða þjóðinni til að fara gætilega í sakirnar. Tryggve Lie, utan- ríkismálaráðherra Norðmanna, fluti ræðu í norska Londonar- útvarpið í gær, þar sem hann bað þjóðina að vera rólega og rasa ekki um ráð fram. Hann sagði að gefið yrði greinilegt merki um innrásina í Noreg, þegar réttur tími væri kominn. Þangað til yrði að vinna í kyr- þey. Á þingi sænsku verkalýðsfé- laganna, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi, var hinna líflátnu norsku verkalýðsf oringj a minnzt með einnar mínútu þögn. Forseti verkalýðssam- takanna, August Lindbergh, lét m. a. svo ummælt: Aldrei, ald- rei munum við gleyma Aiinum norsku félögum okkar. Aðrar fréttir. Roosevelt forseti flutti í nótt ræðu þá, sem hafði verið til- kynnt fyrir nokkrum dögum að hann myndi flytja, og beðið hafði verið með mikilli eftir- væntingu. Þýðingarmesta atriði hennar var það, að hann hefði fyrirskipað Bandaríkjaflotanum að vera fyrri til að skjóta á öll skip, sem væru líkleg til að vilja trufla siglingar á hagsmuna- svæði Bandaríkjanna. Rök- studdi forsetinn þessa ákvörðun með árásinni á Greer og Sessa. Yfirlýsing þessi hefir fengið góðar undirtektir í Ameríku og Bretlandi. í Rússlandsstyrjöldinni hefir gagnsókn Timosjenkos á mið- vígstöðvunum vakið mesta at- hygli seinustu dagana. Sækir hann fram á 300 km. breiðri víglínu, aðallega milli Smolensk og Leningrad, og hefir orðið talsvert ágengt. Hafa Þjóðverj- ar orðið að láta talsvert lands- svæði af hendi og orðið fyrir miklu skriðdreka- og manntjóni. Við Murmansk hefir Þjóðverj- um orðið nokkuð ágengt sein- ustu dagana. — Við Leningrad hafa engar breytingar orðið seinustu dagana, en Þjóðverjar draga að sér steypiflugvélar á þessum slóðum og munu ætla að auka loftárásir á borgina. — Við Odessa og Kiev hefir Þjóð- (Framh. á 4. siðu) SLÚÐURSÖGURNAR. Slúðursögurnar, sem ganga manna á milli, eru að verða hreinasta plága. Einna leiðin- legasta dæmið um þetta í seinni tíð er nauðungarmálið svo- nefnda. Það hefir t. d. verið sagt á víxl, að búið væri að sýkna sökudólgana eða dæma þá til lífláts. Fyrir hvorugu var minnsti fótur. Auk þess hefir verið dreift út hinum ógeðsleg- ustu frásögnum um þennan at- burð. Þá má nefna Sessumálið sem eitt dæmið. Það var t. d. altalað um skeið, að skipið hefði farið til Danmerkur. Það mega sannarlega heita skrítnar mannkindur, sem hafa gaman af að koma slíkum kviksögum á kreik, og veitti ekki af að lögreglan reyndi að gefa þeirri manntegund vissar gætur. KALDAR KVEÐJUR TIL BÆNDASTÉTTARINNAR. í síðasta tbl. sjómannablaðs- ins „Víkingur" andar meira en köldu í garð bændastéttarinn- ar. Þar er m. a. sagt, að betra hefði verið að verja brezku verðuppbótinni til „meðlags með ófeðruðum Bretabörnum“ en til uppbótar á afurðir landbúnað- arins. Þá er mjög bölsótast út af háu verðlagi á afurðum bænda. Bændur munu síður en svo sjá öfundaraugum yfir þeirri velgengni, sem megin- þorri sjómanna hefir notið undanfarið. En það mun þeim þykja lítt skiljanlegt né við- unandi, að sjómenn, sem vissu- lega hafa borið meira úr býtum en bændur, skuli sýna hags- munamálum þeirra megnustu óvild og reyna að níða niður af þeim skóinn. Sjómannastétt landsins mun áreiðanlega geta valið sér viðfangsefni, sem hæf- ir henni betur, enda munu þessar árásir stafa meira af þvi, að sjómenn hafa hér óheppileg- um forsvarsmönnum á að skipa heldur en að þær séu sjómönn- um yfirleitt að skapi. HEIMSKULEG OG TILEFNIS- LAUS ÁRÁS. í gær birtist í Vísi einhver allra aumagta grein, sem lengi hefir sést á prenti. Greinin á að vera árás á kennslumálaráð- herra fyrir veitingu skólastjóra- embættisins við Flensborg. Er safnað saman flestum helztu fúkyrðum málsins, en alveg gengið fram hjá, að færa nokk- ur rök því til sönnunar, að hæf- asti maðurinn hafi ekki verið valinn í stöðuna. Það er t. d. ekkert minnst á það, að öll skólanefndin og fræðslumála- stjóri mælti einróma með manninum, sem hlaut stöðuna. Það er heldur ekki nóg með það, að Vísisritstjórinn reyni, án minnstu röksemda, að deila á þessa embættisveitingu, heldur segir hann að allar eða flestar embættaveitingar kennslumála- ráðherra hafi verið óverjandi. En ekki nefnir hann eitt dæmi máli sínu til sönnunar. Slíkur málflutningur dæmis sig sjálf- ur. Hann sýnir bezt, að árásin er algerlega tilefnislaus. Hún á rætur sínar í gáfnatregðu og sjúklegu ástandi manns, sem vill svívirða andstæðinga sína, en hefir ekkert annað fram að færa gegn þeim en órökstuddar fullyrðingar og illyrði. ÚTGÁFA Á VERKUM GUNNARS GUNNARSSONAR. Ekki alls fyrir löngu var ein- um ötulasta og bezta forleggj- ara landsins, Þorsteini M. Jóns- syni, hallmælt fyrir að hafa leyft sér að bjóða Gunnari Gunnarssyni bónda og rithöf- undi í Skriðuklaustri, að gefa út verk hans á Akureyri. Sá bær átti ekki að vera nógu göf- ugur fyrir útgáfuna. Síðan fór Gunnar í einhvern félagsskap í Reykjavik, og átti að gefa verk (Framh. á 4. siðu) A k^osso-ötttim: Verzlunarjöfnuðurinn. — Skipstjóri heiðraður. — Heiðursdoktor. — Ný frysti- hús á Snæfellsnesi. — Frá Ólafsvík. — Ræktun á Djúpavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.