Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 4
364 'ÍÍJttlM, föstiidaginn 13. sept. 1941 91. blað Yfir landamærin 1. Alþbl. hefir að sumu leyti Gyðing- leg vinnubrögð. Það hefir mjög apað þann sið frá Gyðingalandi, að smala í veizlur höltum og vönuðum, ef hinir eiginlegu boðsgestir komu ekki. Þannig tók það að sér kommúnistana, sem gerðu uppreist á Laugarvatni, lét setja kommúnista í formannssæti í skólaráði eins héraðsskólans, lagði blessun sína yfir Einar Olgeirsson og lið hans við bæjarstjómarkosningar, tók Gísla Halldórsson upp af götu sinni, eftir að hann hafði boðizt til að útvega Rvík nóg rafmagn frá gufuhvemum í Hengl- inum. Síðasti boðsgesturinn er hinn nafntogaði Prits, sem er í því áliti, að stjórn Churchills, hins góða vemdara lýöræðisins, leyfir honum ekki að ganga lausum á ættlandi sínu, nema þjóðin setji tvöfalt 'verð Ölfusárbrúarinnar fyrir hegðun hans. 2. Alþýðublaðið heldur, að samvinnu- þroskinn í Þingeyjarsýslu sé því meiri sem fjær dregur sjó. Þetta hefir ekki reynzt rétt. Jón á Gautlöndum var að vísu 1000 fet yfir sjávarmál, en Sigurð- ur í Yztafelli var í lágsveit, og Einar í Nesi á sjávarbakkanum. Samvinnu- þroskinn er yfirleitt jafn um alla sýsl- una. Og gengi sitt í samvinnumáium og áhrif á aðra landshluta, eiga Þing- eyingar að langmestu leyti því að þakka, að þeir hafa staðið hlið við hlið móti fjárglæframönnum og spá- kaupmönnum, en í þess stað alið upp menn heima fyrir til að gera þau störf, sem þess háttar menn bjóðast oft til að vinna, og skammta sér sjálfir laun- in. — 3. Alþýðublaðið vill.láta Framsókn- arflokkinn bera ábyrgð á Prits Kjart- anssyni, af því að jafnan sé einn Fram- sóknarmaður í síldarútvegsnefnd. En Finnur Jónsson hefir óskorað vald í þeirri nefnd, tvo Aiþýðuflokksmenn og einn — stundum tvo — Sjálfstæðis- menn. í krafti þess valds sendi Finnur vin sinn, Erlend Þorsteinsson, til Ame- ríku í fyrra, þó að Vilhjálmur Þór væri þar, og hefði skipun stjómarvaidanna til að vinna fyrir sýningarskrifstofuna og verzlunarskrifstofuna með umboðs- sölu. Áreiðanlega hafa það ekki verið ráð Jakobs Frímannssonar, að trúa Erlendi betur en Vilhjálmi. Val Jakobs Frímannssonar í nefndina virðist hafa verið á milli þriggja „krata“, Finns, Erlends og Óskars og Frits Kjartans- sonar. Ef hann hefir valið Frits fyrir sitt leyti, þá er það ekki hól um „krata- broddana“. x+y. ■ Gleymska Alþ.bl. (Framh. af 3. síSu) gera síldarútveginn öruggan, án þess að gripa til einkasölu. En hinir flokkarnir tveir hafa tvisvar sameinast um einkasölu- brask. Á sama hátt hafa þeir tveir flokkar frá upphafi sam- einast um að gera síldarverk- smiðjur rikisins að áhættufyr- irtæki og fá nú í sumar að sjá árangurinn af stefnu sinni í þeim málum. X. Á krossgötiim (Framh. af 1. síSu) góðu fóðri. Með aukinni rýrækt og bættri hlrðingu má telja víst að mikil umbót fáist í þessum efnum. — Þá gerir það einnig erfiðara fyrir um kvikfjárrækt að þorpsbúar eru til- neyddir að sækja afréttarland lengra burt. Djúpivogur er ekki í bifreiðasam- bandi við aðra hluta landsins. Er á að giska 18—20 km. langur kafli, sem eítir er að leggja svo bílfært sé í Beru- fjörð. T U S K U R. Kaupum hreinar ullar- og bómullartuskur hæsta verði. Húsgagnavinjiustofan, Baldursgötu 30. ÍJ R BÆNIJM Garðyrkjusýningin. Sýning Garðyrkjufélags íslands er nú búin að vera opin í viku. Þann tíma hafa á tíunda þúsund manns skoðað sýninguna og ljúka allir hinu mesta lofsorði á hana. í gærdag skoðuðu nokkrir af brezku blaðamönnunum, er hér dvelja um stundarsakir, sýninguna, og voru þeir undrandi yfir, hve fjöl- breytt og fögur hún er. Frú Björg Einarsdóttir, ekkja séra Hjörleifs Einarssonar frá Undirfelli, verður 90 ára á morgun. Dvelur hún nú hér i Reykjavík hjá Guðlaugu dóttur sinni og manni henn- ár, Sigurði Kristinssyni forstjóra. Ensku blaffamennirnir, sem eru hér á vegum herstjórnar- innar, fóru í morgun í viku ferðalag til Norður- og Austurlands. í för með þeim eru fimm menn frá blöðunum hér og útvarpinu, Sigfús Halldórs frá Höfnum (Tíminn), ívar Guðmundsson (Morgunblaðið), Benedikt S. Gröndal (Alþýðublaðið), Hersteinn Pálsson (Vísir) og Thorolf Smith (Rikisútvarp- ið). í gær var ensku blaðamönnunum haldið samsæti á Hótel Borg, þar sem mættir voru blaðamenn, ráðherrar, for- menn þingflokkanna, borgarstjóri og fleiri gestir. Daginn áður hafði enski sendiherrann haft boð íyrir íslenzka blaðamenn og ensku blaðamennina. Furffuleg bíræfni. í gær var framin þjófnaður í verzl- un Halldórs Þórarinssonar á Vestur- götu 17. Brotizt var inn í ski-ifstofu bak við verzlunina og tók þjófurinn á brott með sér 4000 krónur í peningum og 15—20 dollara. Blaðið átti tal við sakamáladómara í morgun og hafði þá ekki tekizt að hafa upp á þjófnum. Yfirleitt þarf fólk að hafa strangar gætur á fjármunum sínum á hvaða tíma sem er. Aðalfundur Leikfél. Reykjavíkur var haldinn þann 8. þ. m. í stjórn félagsins fyrir komandi starfsár hlutu kosningu: Valur Gíslason formaður, Brynjólfur Jóhannesson ritari og Hall- grímur Bachmann gjaldkeri. í vara- stjórn voru kosin: Alfred Andrésson, Arndís Bjömsdóttir og Emilía Borg. Til að vera í ráðum með stjórninni um leikritaval voru kosnir þeir Gestur Pálsson og Ævar R. Kvaran. Síðast- líðið leikár var yfirleitt hagstætt fyrir félagið. Fjárhagsafkoma var mjög góð og leiksýningar félagsins þóttu takast yfirleitt vel. — Alls hafði félagið 47 sýningar; eru það mun færri sýningar en undanfarin ár. Stafaði það, að mestu leyti, af því að samvinna tókst milli Leikfélagsins og Tónlistarfélags- ins um sýningu óperettunnar Nitouche, eins og kunnugt er. Voru alls hafðar 40 sýningar á Nitouche í Reykjavík, og auk þess farin leikför til Norðurlands- ins í sumar og þar leikið 8 sinnum. Á leikárinu bættust í leikendahóp félags- ins 2 ágætir starfskraftar, þau frú Regína Þórðardóttir og Lárus Pálsson. Starfssemi félagsins í vetur mun að öllu forfallalausu, hefjast með sýningu á mjög eftirtektarverðu leikriti eftir amerískan höfund, sem heitir Robert Adrey. Hafði imdirbúningur að þeirri leiksýningu verið hafin á s. 1. leikári og æfingar að nokkru leyti verið byrj- aðar. Leikstjóri mun verða Lárus Páls- son. Hjálparsveitir trygg-ffar. Ákveðið hefir verið að ríkissjóður og bæjarsjóður Reykjavíkur taki að sér að sjá um að hjálparsveitir loftvarna- nefndar verði framvegis tryggðar gegn líftjóni eða slysum, ef til árása kemur á bæinn. Hafa að undanförnu gengið bréfaskriftir um þessi mál, milli ríkis- stjómarinnar og bæjarstjórnar ann- arsvegar, en loftvarnamefndar hins- vegar og samþykktu bæjarsjóður og ríkissjóður að sjá um þessa trygglngu. Sæsíminn bilar. Þau tíðindi gerðust síðastl. mánu- dagskvöld, að sæsíminn til íslands, slitnaði rétt við Færeyjar. Árin fyrir strlðið, voru miklar botnvörpuveiðar á þessum slóðum og olli það tíðum slitum á simaþræðinum. En síðan styrjöldin brauzt út hefir síminn aldrei bilað þar Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) verjum orðið nokkuð ágengt, en mannfall Rúmena við Odessa er orðið mjög mikið. Churchill flutti ræðu síðastl. þriðjudag í brezka þinginu. Gaf hann yfirlit yfir styrjöld- ina. Hann sagði m. a., að skipa- tjón Bandamanna í júlí og ágúst hefði verið þriðjungi minna en skipatjón öxulríkjanna, sem hefðu misst 17 herskip og 105 kaupskip. Hann lofaði mjög framgöngu Rússa og sagði, að mannfall Þjóðverja væri orðið meira í Rússlandsstyrjöldinni en nokkru sinni á einu ári í seinustu heimsstyrjöld. Vetrar- styrjöld í Rússlandi myndi verða Þjóðverjum mjög erfið. Hann hét Rússum fyllstu að- stoð Breta og Bandaríkja- manna. Hann sagði, að í hin- um nálægari Austurlöndum, þ. e. löndunum við Miðjarðarhaf, hefðu Bretar nú 750 þús. manna her I stað 80—100 þús. fyrir ári síðan. Auk þess hefðu þeir þar nú stærri flugher en heimaflugher Breta var í byrj- un styrjaldarinnar. Hann sagði, að Atlantshafsorústan hefði gengið Bretum í hag að undan- förnu, en hættan væri enn mikil og Þjóðverjar ættu nú fleiri kafbáta en nokkru sinni fyrr. í London hefir verið tilkynnt, að Bretar ætluðu að láta Rússa fá flugvélar svo hundruðum skipti og væru margar þeirra þegar komnar til ákvörðunar- staðarins. Er talið, að þær hafi flogið frá Bretlandi. Molotoff flutti ræðu 1 gær, þar sem hann ásakaði Búlgara fyrir fjandskap við Sovétríkin. Sagði hann að Þjóðverjar væru að undirbúa í Búlgaríu árás á Krímskagann. Amerísku flutningaskipi, Steel Seafarer, hefir verið sökkt á Rauðahafi. Áhöfninni var bjargað. Skipið sigldi undir Bandaríkjafána. Atburður þessi hefir vakið mikla gremju 1 Bandaríkjunum, en Þjóðverjar segja, áð öxulríkin hafi lýst Rauðahafið hætusvæði. Sjóorusta var háð fyrir nokkru við Norður-Noreg. Bresk herskip réðust á þýzka kaup- skipalest. Lítið beitiskip, 1500 smál., réðist gegn brezku her- skipunum og tókst þeim að sökkva því, ásamt tundurspilli, togara og einu öðru skipi. Hin komust undan meðan sjóorust- an stóð yfir. Iranstjórn hefir nú lokið samningum við Breta og Rússa. Ræðismannaskrifstofum öxul- ríkjanna verður lokað, allir Þjóðverjar og ítalir handsam- aðir og Bandamenn fá að flytja hergögn um landið til Rúss- lands. til nú. Það er ýmsum getum að því leitt hvað muni valda þessari símabil- un, en að sjálfsögðu veit enginn um það mál með neinni vissu. Fregnir hrema að hemaðaraðgerðir hafi átt sér stað fyrir skömmu síðan á þessu svæði, meðal annars að skipi hafi verið sökkt. Er leitt getum að þvl að það at- vik eigi þátt í bilun sæsímans. Á víðavangl. (Framh. af 1. siðu) hans út í útgáfu, sem kostaði 40—50 krónur á ári og standa yíir í mörg ár. Þá voru Stalin og Hitler í bandalagi. Þótti því nazistum og kommúnistum á ís- landi sem þeim tilheyrði að vera í flatsæng um málefni hér á landi. Töldu þeir vænlegt verkefni að standa að útgáfu á verkum Gunnars, og tókst að gera sig þar mjög áberandi. — Heitið var á Austfirðinga að standa með. Myndi allur þorri Múlsýslunga hafa viljað gera Gunnari Gunnarssyni sæmd og greiða, en margir betri menn drógu sig í hlé, er þeir sáu hina rauðu og brúnu bandamenn. Kommúnistar vildu setja sitt mark á útgáfuna, og skyldi Laxnes þýða úr dönsku. En er kom til framkvæmda, gekk allt á tréfójnm, og batnaði sízt eftir að Hitler brá hælkróki á félaga Sta- lin.Gunnari mun þykja mál Lax- ness, eins og það kemur fram í þýðingunni á „Vopnin kvödd“, ekki sem ánægjulegast. Heim- spekisleg ræða, sem Gunnar hélt í útvarpinu, dró úr vin- sældum hans. Verðið, 40—50 kr. á ári, þykir nokkuð hátt. Allt þetta tefur útgáfuna og sést hvorki á haus eða klaufir enn. Hins vegar hefir Þorsteinn M. Jónsson gefið út skáldsögu Davíðs Stefánssonar við meira gengi, heldur en nokkur önnur íslenzk skáldsaga hefir fengið. Bókaútgáfa Menn- ingarsj. og Þjóðv.fcl. (Framh. af 1. siöu) ævisögu Jóns Ólafssonar bankastjóra eftir Þorstein Þor- steinsson sýslumann, ennfrem- ur ritgerðir um sjálfstæðismál- ið eftir Bjarna Benediktsson borgarstjóra, um Baldvin Ein- arsson eftir Björn Guðfinnsson, um kommúnistana í Frakklandi eftir Jónas Jónsson, og margt fleira. Tvær fyrstu bækurnar eru komnar út, og geta þeir, sem óska, fengið þær innbundnar. Bandið kostar kr. 2,50 á hvorri bók. Verða síðari úrvalsritin bundin í sams konar band og þetta fyrsta bindi. Bækurnar hafa þegar verið sendar til umboðsmanna um land allt. Afgreiðslan fyrir Reykjavík er í anddyri Landsbókasafnsins, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði í verzlun Valdimars Long. Menn eru beðnir að greiða árgjald sitt, sem er aðeins 10 kr., um leið og þeir vitja fyrstu bókanna. Skrifstofa útgáfunnar er við Hverfisgötu 21, á efri hæð, sími 3652. Samnmgamir um kolin (Framh. af 1. siðu) því, að við gætum fengið þau keypt og er von um að þeir samningar takist. — Hvað er að frétta að öðru leyti um samningana við Bret- land og Bandaríkin? — — Á þessu stigi er ekki hægt að segja neitt nánar um önnur atriði, sem verið er að semja um við Breta, eða um samn- ingana við Bandaríkin. En von- andi verður þess ekki langt að bíða. Það er vitanlega talsverð úr- lausn að fá 90 þús. smál. af kolum frá Bretlandi, en slíkt er þó hvergi nærri fullnægj- andi, einkum ef truflanir verða á siglingum togaranna. Kol frá Bandaríkjunum komin á ís- lenzka höfn eru vitanlega miklu dýrari en ensku kolin. Myndi það því geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir okkur, ef við þyrftum að fá mikið af kolum þaðan, nema því aðeins, að Bretar verði við þeirri kröfu, að sjá til þess að þau verði okkur ekki dýrari. Virðist það sann- girniskrafa, þegar tekið er til- lit til loforða þeirra um hag- kvæm viðskipti og að okkur skuli séð fyrir helztu nauðsynj- um. Kfireiuar léreftstnsknr kanpir Prentemlðjan Edda 170 • Vicfor Hugo: Við töldum það sönnun þess, að hún værí dáin, að hún skyldi hafa glatað krossinum. Samt er það fólk til, sem telur sig hafa séð hana ganga berfætta á hörðum steinum vegarins, er liggur til Parísar. En þá hlýtur hún að hafa lagt leið sína um Veslehliðið, og það kemur ekki heim við hinar fyrr gefnu upplýsingar. Þó er mér næst að halda, að hún hafi gengið út um Veslehliðið og þá jafnframt út úr heimi þessum. — Ég skil ekki, við hvað þér eigið, mælti Gervaisa. — Vesla, svaraði Majetta og brosti hrygg í huga. — Það er nafnið á fljót- inu. — Vesalings Chautefleurí, mælti Ov- durda, og hrollur fór um hana. — Hefir hún drukknað? — Það virðast allar líkur hníga að því, að hún hafi drukknað, hélt Majetta áfram máli sínu. Sízt myndi faðir Gug- bertant hafa trúað því, er hann sigldi bátl sínum undir Tinqueuxbrúna með söng á vörum, að hún kæra, litla Pak- vetta myndi berast látin með elfar- straumnum undir þessa sömu brú. — En hvað varð um skóinn, sem barnið hafði átt? — Hann var einnig horfinn. Pak- vetta hafði haft hann á braut með sér, svaraði Majetta. Esmeralda 171 — Vesalings skórinn! mælti Ov- darda. Ovdarda var digurvaxin og tilfininga- næm kona. Henni var skapi næst að bresta í grát, eins og Majetta. En Ger- vaisa, sem var forvitnust þeirra allra, hafði enn ekki komið öllum spurning- um sínum á framfæri. — En vanskapningurinn? spurði hún Majetta skyndilega. — Hvaða vanskapnlngur? — Vanskapaða Tatarabarnið, sem galdrakvendið hafði skilið eftir. Hvað var gert af því. Því hefir vonandi ver- ið drekkt? — Neí, svaraði Majetfa. — Nú, hvers vegna ekki. Var það þá brennt? Raunar hefði það verið öllu réttara, þar sem hér átti barn galdra- kvendis í hlut. — Nei, ekkert þetta var gert, Gerva- isa. — Öðru nær. Hinn æruverðugi erki- biskup tók Tatarabarnið, blessaði yfir því og rak djöfulinn út úr því. Því næst sendi hann það til Parísar til þess að það yrði lagt sem óskilabarn á tré- bekkinn í Frúarkirkjunni. — Æ, þessir biskupar, tautaði Ger- vaise fyrir munni sér. — Af því að þeir eru lærðir gera þeir ekkert, eins og annað fólk. Ég spyr yður bara í fyllstu alvöru, Ovdarda. Hvað finnst yður um ---GAMLA BÍÓ------ Ærsladrósín „Paris Honeymoon“ Aðalhlutv. leika: BING CROSBY, FRANCISKA GAAL, AKIN TAMIROFF Og SHIRLEY ROSS. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■NÝJA BÍÓ Frægðarbrautin (ROAD TO GLORY). Amerísk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakklandi 1914—’18. Aðalhlutv. leika: FREDRIC MARCH, WARNER BAXTER, LIONEL BARRYMORE, JUNE LANG. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki affgang. FJÖLBREYTl' ÚRVAL AF -->Á+4 f SKIOM NÉKOMIÐ. ENNFREMUR vinnuskórnir meff gúmmísólunum — allar stærffir. GEFJUX — IÐIJM Aðalstræti. NÝTT ÚRVAL KOMIÐ AF Dr eng j aiat aef num Bandí, Lopa og Garní. GEFJUN — IÐUM Aðalstræti. T\otið beztu og vönduðustu sápuna! - ISÍotið SÆVON de PARIS - Barnaleikföng Bílar, Flugvélar, Skriffdrekar, Mótorhjól, Járnbrautir, Sparibyss- ur, Berjadósir, Dúkkur, Endur, Svanir úr celloid, Meccano, Blöffrur á 25 aura o. fl. nýkomið. K. Elnarsson & Björnsson Bankastræti 11. Kaupum falleg KÓPASKIM OG LAMBSKIM HÆSTA VERÐI. MAGNI H.F. Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn! Muniff aff koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 9A. Anglýsið í Tímanum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.