Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.09.1941, Blaðsíða 3
91. blað TÍMITVN, fftstndaginm 12. sept. 1941 363 ANÍlVÁLl Afmæli. Kristján Benediktsson, odd- viti í Einholti varð sextugur í gær, fæddur 11. sept. 1881. Að honum standa hrein-skaft- fellskar ættir í marga liðu. For- eldrar hans, Benedikt og Álf- heiður eignuðust 12 börn og eru 11 þeirra á lífi, en alls eru af- komendur þeirra 192, og af þeim 89 á lífi. Hornafjörðurinn er fögur byggð og einkennileg, en léleg- ur ' afréttur er Vatnajökull. Hinsvegar er að jöklinum nokk- urt skjól, en dætur hans, jökul- árnar, sem falla niður um byggð Kristjáns, hafa ekki létt lífsbaráttuna, og reynt hefir á þrek og þolinmæði þau upp- vaxtarár hans, þegar sundvatn var í kringum Einholtshólinn og jafnvel systur hans urðu að sundríða með málnytuna heim til bæjar. Enda mun það hafa verið lúru- og silungsveiðin við Melatanga, sem á þessum ár- um reið baggamuninn og gerði foreldrum Kristjáns fært að koma upp hinum mikla barna- hóp á sinni tíð, eins og ágang- ur af vötnum og sandfoki mæð- ir á jörðinni. Kristján kvæntist Jóhönnu Steinunni Sigurðardóttur frá Miðskeri 26. maí 1905. Eignuð- ust þau 15 börn, 6 drengi og 9 dætur. Tveir drengirnir dóu ungir og ein dóttir 19 ára, árið 1923. Hin börnin tólf eru öll á lifi og uppkomin. Yngsta barnið er 14 ára. Ekkjumaður varð Kristján í desember 1935. Alls hefir Kristján stundað búskap í 36 ár, lengst af í Ein- holti, fyrst í sambýli við föður sinn, síðan einn, og nú nokkur síöustu árin í sambýli við tengdason sinn. Samhliða bú- skapnum hefir Kristján unnið mikið og merkilegt starf í fé- lagsmálum byggðar sinnar. Ár- ið 1909 stofnaði hann ung- mennafélag og hefir lengst af verið í stjórn þess og óslitið formaður þess í 26 ár, og er það enn. í hreppsnefnd var hann kosinn 1910 og hefir ætíð verið endurkosinn síðan, en oddviti hreppsnefndarinnar hefir hann verið siðan 1917. í skattanefnd sveitarinnar hefir hann verið síðan til þeirrar nefndar var stofnað. í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga síðan 1930, en áður var hann fulltrúi Mýradeildar frá stofnun félagsins. Þá er hann nú formaður skólanefndar og í stjórn Búnaðarfélags Mýra- hrepps, en alla tíð hefir Krist- ján verið áhugasamur Fram- sóknarmaður og unnið ósleiti- lega fyrir þann málstað. Þegar litið er yfir þessi miklu félagsmálastörf, og þess gætt, að þau eru unnin í hjáverkum og fyrir enga eða sárlitla þókn- un, samhliða því, að annast um búskapinn og koma upp stór- um barnahóp á lítilli og erfiðri jörð, þá skilst manni, hvílíkur afreksmaður hér á í hlut, og þó á maður erfitt með að skilja, hvernig þetta hefir getað tekist. Sveitin mun vera snjólétt og því eigi mjög gjaffeld, en beitarland þó rýrt. En hlunn- indin, veiðin í Ósnum, er nú að mestu af, en þess í stað hefir nú um skeið verið lögð stund á kartöflurækt, sem Mýrarnar eru frægar fyrir, hvort sem sú framleiðsla getur orðið fram- tíðaratvinnuvegur, þegar önnur byggðalög taka einnig að leggja kapp á þessa ræktun. Og víst er um það, að hin mikla og rómaða samvinna og sam- hjálparstarfsemi, sem Mýra- menn eru kunnir fyrir, mun hjálpa þeim til að sigrast á örðugleikum framtiðarinnar. En allt um það, væri ofætlun að ætlast til annarra eins af- kasta og þeirra, sem Kristján i Einholti hefir að baki lagt. Og að sjálfsögðu eiga þau sína sér- stöku skýringu, ekki fyrst og fremst í náttúrufari sveitar- innar, heldur í eðlisfari Krist- jáns sjálfs, sem hefir verið allt í senn, lífsglaður, bjartsýnn, fjörmikill, óeigingjarn umbóta- og hugsjónamaður, sem allir treystu til hins bezta í hverju máli og sem aldrei taldist und- an þörfu verki. Og færi um kartöflufram- leiðsluna sakir takmarkaðs markaðar, eitthvað svipað og veiðina í Ósnum, gæti hugsast, að Kristján eygði meðal ann- ars úrræði í úrvalshestakyni því, sem nú er farið að veita eftirtekt í bygðarlögum hans. En öllum þeim, sem kynna sér afrek bóndans og félagsmanns- ins í Einholti, sem nú á sex- tugsafmæli, hlýtur að birta fyrir augum um framtíð hinna dreifðu byggða, sem viðast ert furðulegt við það, þótt hin unga sveitastúlka, sem þekkir hættur vatnsfalla og kletta- fjalla upp á tiu fingur, vari sig síður á hættum freyðandi víns á glóandi skálum eða yfirleitt á hinum ytri glæsileik kaup- staðalífsins, heldur en sú stúlka, sem hefir vanizt þessu frá blautu barnsbeini, og mega kaupstaðirnir þrátt fyrir þetta eiga sínar syndir. í þessu blaði hafa þeir, sem um þessi mál hafa fjallað, ver- ið víttir fyrir birtingu á athug- un'um lögreglunnar og fárast yfir þeirri landkynningu, sem slík birting hefði í för með sér. Nú er mér spurn. Skiptir það engu máli, hvernig menningar- ástand okkar er, aðeins ef hægt er að breiða yfir brestina í aug- um útlendra gesta? Er það gyllingin hið ytra, eða er það hinn innri" kjarni, sem skiptir máli? Ef hinir erlendu gestir, sem nú dvelja hér svo þúsund- um skiptir kynnast hér ó- menningu, munu þeir þrátt fyr- ir allan yfirdrepskap af okkar hálfu, hafa fullkomna dóm- greind til þess að sjá hana og, ef hún er engin til, munu þeir heldur ekki taka mark á því, þótt gerðar væru tilraunir til að draga eitthvað misjafnt fram í dagsljósið. Bæri það ekki fremur vott um menning- arlegan styrkleika, ef við þor- um að kannast við það í hrein- skilni, sem aflaga fer og til bóta gæti staðið? Ef auga þitt hneykslar þig sting það út. Dafnar ekki mikið af ómenn- ingu, bæði okkar og annarra, vegna þess, að við þorum ekki að horfast í augu við sann- leika og staðreyndir, en förum undan þessu á hröðum flótta með lokuðum augum. Hitt er svo annað mál, að þessa hluti má ýkja líkt og annað og gæta verður hér hófs sem annars- staðar. í sömu grein og raunar víð- ar, kemur það sjónarmið fram, að þessi mál séu fyrst og fremst réttarfarslegs eðlis og í vissum tilfellum geta þau verið það. En þótt ég sé ekki löglærður, hygg ég að i eðli sínu og heild sinni séu þau allt annars eðlis. Við höfum ekki réttarfarslegan rétt til þess yfirleitt, að skipta okkur af kynningu íslenzkra kvenna og erlendra karl- manna. En ef heilbrigð dóm- greind segir okkur, að of mikil brögð séu af slíku, höfum við til þess siðferðilegan rétt. Sá réttur er óvéfengjanlegur frá sjónarmiði allra þeirra þjóða, sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi og við höfum að óreyndu ekki hina minnstu á- stæðu til að ætla, að hinir er- lendu verndarar okkar viður- kenni ekki fullkominn rétt okkar í þessu máli. Hitt er ann- að mál, að við myndum á marg- an hátt kjósa það, að mega um- gangast þá eins og landa okkar, enda þótt þeir hafi hernumið okkur. Við vitum, að þótt með- al þeirra hljóti að vera misjafn sauður í mörgu fé, líkt og ann- arsstaðar, eiga þeir mjög mik- ið úrvalsmanna, sem okkur væri ekki einungis ánægja að kynn- ast, heldur og hið mesta gagn. Tilkynning: til viðskiptamanna Hafnarstjórinn í Reykjavík lét í gær birta tilkynningu um það, að framvegis verði ekki leyft að hafa vörur geymdar á hafn- arlóðum Reykj avíkurhafnar lengur en þrjá sólarhringa frá því er afferming skips er lokið, en að þeim fresti liðnum verði vör- urnar fluttar á stakkstæði suður hjá Haga og geymdar þar á kostnað og ábyrgð eigenda. Út af þessu leyfum vér oss að skora á viðskiptamenn vora að leysa út og taka innan ofangreinds frests vörur þær, sem þeir fá með skipum vorum og öðrum skipum, sem eru á vorum vegum og geymdar kunna að verða á lóðum hafnarinnar, þar sem vér að öðrum kosti hljótum að krefjast þess, að þeir greiði allan kostnað, sem ofangreindar ráðstafanir Reykjavíkurhafnar kunna að hafa í för með sér, enda beri þeir alla ábyrgð á þeim afleiðingum, hverju nafni sem nefnist, er téðar ráðstafanir kynni að orsaka. Reykjavk, 9. sept. 1941. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLAADS G. Vilhjálmsson. SKIPAÉTGERÐ RÍKISLV S Pámi Loftsson. P. SMITH & CO. Erling Smith. Gagnfræðaskólinit í Reykjavík starfar í vetur eins og að undanförnu. Síðar verður auglýst, hve- nær kennsla hefst. Umsóknir, bæði nýrra nemenda og eldri, þurfa að koma til rnín eigi síðar en 15. sept. — Viðtalstími kl. 7—9 síðd. INGIMAR JÓNSSON Vitastíg 8 A. — Sími 3763. Fjórar nýjar bækur 1. Úr ðagbókum skurfflæknis, eftir James Harpole, dr. Gunnl. Claessen íslenzkaði. — Þetta er stór og vönduð bók, prentuð á ágætan pappír og bundin í fallegt band. Bókavinir ættu ekki að draga að kaupa bókina, því að upplagið er ekki stórt, og hún verður að líkindum uppseld fyrir jól. 2. íslenzk-dönsk orffabók. Þetta er bókin, sem menn hafa á und- anförnum árum mest spurt um. Ekki hefir verið til önnur ísl.-dönsk orðabók en hin mikla bók Sigf. Blöndals, en hún er allt of stór og viðamikil fyrir nemendur almennt. Þessi bók kemur að fullum notum í flestum skólum. 3. Formálabók. Nærri 30 ár eru liðin síðan formálabók var samin. Þessi nýja útgáfa, sem fulltrúar lögmanns, þeir Árni Tryggvason og Bjarni Bjarnason, hafa samið, er því bráð- nauðsynleg og getur sparað stórfé öllum þeim, sem fást að einhverju leyti við verzlunarstörf eða viðskipti. Bókin er í raun og veru nauðsynleg á hverju heimili. 4. íslenzkir sagnaþættir og þjóffsögur, safnað hefir Guðni Jóns- son magister. Þetta er annað hefti af þjóðsagnasafni Guðna. Fyrra heftinu var mjög vel tekið, en þeir, sem lesið hafa bæði heftin, telja þetta síðara hefti mun betra. Bókaverzlim Ísafoldarprentsmíðju. jNámskeið fyrir bíireiðastjóra til meira-prófs veturmn 1941—1942 verða haldin sem hér segir, ef nægileg þátttaka fæst: 1. í Reykjavík, hefst 20. október. 2. í Reykjavík, hefst 9. febrúar. 3. Á Akureyri, hefst 7. apríl. Námskeiðin standa 5—6 vikur. Umsóknir um Reykjavíkur- námskeiðin sendist til Bifreiðaeftirlitsins í Reykjavík en um Ak- ureyrarnámskeiðið til Bifreiðaeftirlitsins á Akureyri, og séu komnar 2 vikum áður en námskeiðið hefst. Umsókninni fylgi tilskilin vottorð samkvæmt reglugerð. Atvínna óskast Ábyggilegur og reglusamur maður, sem hefir hlotið nokkra verzlunarmenntun, hefir tals- verða enskukunnáttu, auk góðrar kunnáttu í Norðurlanda- málum (auk þess bílpróf), ósk- ar eftir atvinnu við iðnað, pakkhússtörf, eða þess háttar. Tilboð, þar sem tilgreind sé tegund atvinnu og kauphæð, sendist blaðinu merkt „Göngu-. Hrólfur“. KAUPUM HREINAR TUSKUR allar tegundir. Ilúsgagnavinnust. Balðursg. 30. hvar eiga upp á meiri og betri náttúrleg skilyrði að bjóða en þau, sem hann hefir stuðst við, en með svo sjaldgæfum á- rangri. G. M. Utan úr heimi (Framh. af 2. síSu) stjóra, líkt og Terboven í Noregi. Sagt er að Hitler hafi þegar boðið Filipp prins af Hess að vera konungur Finn- lands, en hann er giftur dóttur Ítalíu- konungs. Nýskipun Evrópu. Amerískar lausafregnir herma að Hitler œtli að kalla saman í haust ráð- stefnu Evrópufíkja, þar sem eigi að ræða um nýskipun Evrópu. 1.5 millj. fallhlífar. Sunday Express, blað Beoverbrooks lávarðar, skýrði nýlega frá því, að þýzka herstjórnin hefði ákveðið að láta gera 1,5 millj. fallhlífar. í þýzkalandi væri þetta talið merki þess, að Hitler ætlaði að gera innrás í Bretland fyrir áramót. Notkun fallhlífa færist alltaf meira og meira í vöxt. Bæði Þjóðverjar og Rússar hafa svokallaðar skriðdreka- fallhlífar og notuðu Rússar slíkar fall- hlífar til að varpa niður 10 smálesta Reykjavíkurhöín Hér með tflkyiiiiist öllum vöriiiim- flytjendum til Reykjavíkur, að vegna samnmga þeirra, er Reykjavíkurhöfn hefir gert við herstjórn Bandaríkja hér á landi, verður framvegis ekki leyft að hafa vörur geymdar á hafn- arlóðunum lengur en 3 sólarliringa frá því er affermingu skips er lokið. Þær vörur, sem eigi hafa verið hirtar iniiaii þess tíma, verða fluttar á stakk- stæði suður hjá Haga (á Melunum) og geymdar þar á kostnað og ábyrgð eigenda. Skip þau, er flytja timbur, verða eigi tekin upp að bryggju til afgreiðslu, nema farmseigendur flytji timbrið beint á geymslupláss utan hafnar- En hefir þjóðin þrek til þess? Hefir hún þá siðferðilegu kjöl- festu, að hún megi við því áhættulaust? Við erum i nútímaskilningi ung þjóð. Nútímamenning okk- ar hefir ekki þróazt hægt og hægt, við höfum tekið stökk-' breytingum á örfáum áratug- um. Við höfum að miklu leyti sleppt okkar fornu og rótgrónu venjum og tekið nýjar í stað- inn, sem enn eru eðli okkar að allmiklu leyti framandi. Enda þýðir ekki að draga yfir það fjöður, að við stöndum að ýmsu leyti illa að vígi í hinu nýja umhverfi og má ráða það af ýmsu. Okkur hættir til, á op- inberum vettvangi, að umgang- ast sannleikann af allt of mik- illi léttúð. Við erum alltof háð- ir stjórnmálalegum flokkakryt. Við drekkum meira áfengi en góðu hófi gegnir, og við höfum viðhaft meira lauslæti en hollt er. Sakir alls þessa verðum við að stinga mjög við fótum í sambúð okkar við hina erlendu ■frændþjóð. Við treystum fylli- lega drengskap hennar í þessum málum sem öðrum. Við vonum það, að við getum borið til hennar hlýjan hug, þegar setu- lið hennar kveður þetta land. Ég tek mér í munn orð, sem þegar hafa verið sögð: Brezka heimsveldið má við því að missa skip og flugvélar, en það má miklu ver við því að missa traust varnarlausustu þjóðar álfunnar. VinniS ötullega fgrir v Tímunn. skriðdrekum í Bessarabíu'. Tókst sú til- raun vel. Sagt er að Þjóðverjar noti nú slíkar fallhlífar og svifflugvélar við flutninga í Rússlandi og eigi það mik- inn þátt í því hversu fljótt þeir geti komið birgðum til fremstu hersveit- anna. svæðisins. Reykjavík, 8. sept. 1941. Hainarstjórinii. 172 Victor Hugo: það, að djöfullinn skuli vera lagður meðal óskilabarnanna. Því að auðvitað hefir þessi umskiptingur verið djöfull, Majetta. — Hvað hefir orðið um hann i París. — Enginn hefir fengizt til þess að taka hann að sér. — Um það er mér alls ókunnugt, mælti konan frá Rheims. Við hjónin fluttumst einmitt til Bernar um þessar sömu mundir og síðan hefi ég, ekkert af sögu þessari að segja. Þegar samræðunum var hér komið, voru hinar virðulegu frúr staddar á Greifatorginu. — Þær höfðu gengið framhjá Rolandsturninum, án þess að gefa honum minnstu gætur. Þær lögðu leið sína til gapastokksins eins og af tilviljun. En þar óx mannfjöldinn með hverju augnabliki, er leið. Það er næsta líklegt, að það, sem þar átti fram að fara, og sem svo mjög hafði vakið athygli allra, hefði fengið þær til þess að gleyma „Rottuholunni“ og heimsókninni þangað, ef drengsnáð- inn, sem Majetta leiddi við hönd sér, hefði ekki minnt þær á hana. — Mamma, sagði hann, eins og eðl- ishvöt hans hefði boðað honum, að ein- mitt nú væru þau komin að „Rottu- holunni“. — Gæti ég nú ekki fengið kökuna? — Ef Eustache hefði ekki verið svo Esmeralda 109 var vandi, er samræður sem þessar höfðu fram farið. En Gervaisa gat ekki dulið forvitni sina. — Og veit enginn, hvað heftr af Chautefleurí orðið? spurði hún. Majetta svaraði eigi. Gervaisa endurtók spurningu sína og þreif í arm Majettu. — Hún virtist eins og vakna af draumi. — Hvað hafi orðið af Chautefleur? — Hún endurtók spurningu Gervaísu eins og ósjálfrátt. — Ja, það veit alls enginn. Eftir stundarþögn hélt hún áfram máli sínu. — Sumir telja sig hafa séð hana ganga út úr Rheims í kvöldrökkrinu gegnum Flechenbaulthliðið. Aðrir halda því fram, að það hafi gerzt árla morg- uns, og að hún hafi lagt leið sína um gamla Bassehliðið. Fátæk kona fann gullkrossinn hennar á staðnum, þar sem markaðurinn er haldinn. Það var einmitt þessi kross, sem var valdur að allri ógæfu hennar, þvi að hann var gjöf frá greifanum af Cbrmontreuil, fyrsta elskhuga hennar. Pakvetta hafði aldrei vljað sklja þennan kross við sig, hversu sem ör- birgð hennar og eymd varð mikil. Hún elskaði hann eins og lífið i brjósti sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.