Tíminn - 26.09.1941, Síða 1

Tíminn - 26.09.1941, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓriARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRirSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 25. ár. lleykjavík, föstndaginn 26. sept. 1941 95. blað Þingmenn stjórnaríiokkanna kvaddir saman til fundar Dýrtíðarmálið verðnr aðalmálið, sem rætt verðnr, en auk þess verður rætt um utanrík- ismál, ,,ástands“málið og loknn vínbúðanna. Hagkvæmarí lausn á kola- málinu Við fáum 133 þús.smál. af kolum frá Breflandi Haffkvæmari lausn hefir nú náðst í kolamálinu en útlit var fyrir um tíma. Samkvæmt upp- Iýsingum viðskiptamálaráðherra hafa Bretar nú lofað að láta okkur fá 133 þús. smál. af kol- um tólf næstu mánuðina, auk þess, sem togararnir fá til eigin nota í fisksöluferðum sínum. Áður töldu Bretar sig aðeins geta látið okkur fá um 90 þús. smál., en hitt yrðum við að fá frá Ameríku. Telja má líklegt, að þessi kolainnflutningur frá Bret- landi geti nægt okkur, ef ferðir togaranna haldast. Má því telja þessa lausn vel viðunandi, sér- staklega í samanburði við það, ef þurft hefði að fá eitthvað verulegt af kolum frá Ameríku, því að það hefði orðið bæði dýr- ara og erfiðara. ■ Bráðabírgðalðg um síðferðísvandamálín Stnlkum, yngri en 18 ára, verður bönimö umgengni við her- mennina. Ríkisstjórnin hefir nú lokið að mestu samningu bráða- birgðalaga um ýmsar ráðstaf- anir vegna þeirra siðferðis- vandamála, er leitt hafa af dvöl erlends setuliðs í landinu. Aðalatriði laganna munu vera þessi: Stúlkubörnum yngri en 18 ára verður bönnuð umgengni við erlenda hermenn, nema undir alveg sérstökum kring- umstæðum, t. d. í fylgd með foreldrum. Stúlkur, sem óhlýðn- ast þessu, verða fluttar úr bænum. Ungbörn á heimilum, sem eru meira og minna flosnuð upp vegna umgengni mæðranna við hermennina, verða látin á barnaheimili. Vandræðakonur, sem eru lík- legar til að leiða aðrar í sömu glötunina, verða settar á sér- stakt heimili. Sérstök kvenlögregla verður sett á fót til þess að fást við þessi mál. Sérstök nefnd, þar sem sennilega sakadómari skip- ar forsæti, mun ákveða, hvaða stúlkur og konur verða fluttar burtu. Hér í bænum verður komið á fót sérstakri rannsóknarstöð, en út á landi þremur dvalar- heimilum, einu fyrir börn frá vandræðaheimilum, öðru fyr- ir ungar stúlkur og þriðja fyrir vandræðakonur. Löggjöf þessi er að verulegu leyti byggð á því, að foreldrarn- ir eigi að gæta barna sinna inn- an ákveðins aldurs, og fullorð- ið fólk verði að gæta sín sjálft. Ríkisvaldið hafi því ekki af- skipti af einkalífinu, nema í ítrustu neyð. Ef þessir aðilar (Framh. á 4. siSu) Ríkisstjórnin hefir ákveð- ið fyrir nokkru að kalla þingmenn stjórnarflokk- anna saman til fundar hér í bænum um næstu mán- aðamót. Ástæðan til þessara fundarhalda er sú, að ekki hefir náðst samkomulag í ríkisstjórninni um ráðstaf- anir í dýrtíðarmáliriu. Þegar dýrtíðarmálið var rætt á þingi í vetur lýsti forsætisráð- herra þeirri skoðun sinni að kveðja bæri þingið sanian til aukafundar, ef ekki næðist samkomulag um framkvæmd dýrtíðarlaganna. Þar sem sam- komulag hefir enn ekki náðst í þessu máli, hafa ráðherrar Framsóknarfloksins unnið að því, að málið yrði tekið til nýrr- ar umræðu í þingflokkum og miöstjórnum flokkanna. Má telja víst að Alþingi verði kvatt saman til aukafundar, þegar þessum umræðum er lokið. Á aukaþingi myndi einnig verða rætt um „ástands“málið svonefnda og lokun áfengisbúð- anna. Hefir ríkisstjórnin í und- irbúningi sérstaka löggjöf í til- efni af „ástands“-málinu. Ríkis- stjórnin getur heldur ekki hald- ið vínverzlununum lokuðum til lengdar, án fyrirmæla Alþingis. Á fundum þingflokkanna, sem koma saman um mánaðamótin, verður einnig rætt um viðskipt- in við Bretland og Bandaríkin. Það eru nú nær þrír mánuðir síðan Bandaríkin tóku að sér „hervernd“ íslands og lofuðu íslendingum hagkvæmum við- skiptasamningum. Ennþá hafa þó engir viðskiptasamningar verið gerðir milli landanna og óvíst enn hver kjör Bandaríkin ætla að bjóða í þeim efnum. Enn eru öll viðskipti við þau Frá Kiev, höfuðborg Ukrainu, sem Þjóðverjar hafa nýlega hertekið. Til vinstri sést borgarhluti á bökkum Dnjepr, en til hœgri Petscherklaustrið frœga, sem er árlega heimsótt af um 200 þús. pílagríma, og eru margir frá fjarlœg- ustu héruðum Rússlands. Herréttardómurinn í nauðgunarmálinu Herréttur . Bandaríkjamanna hefir nú fellt dóm í máli Banda- ríkjamannanna fjögurra, sem voru ákærðir fyrir að nauðga íslenzkri konu, eins og áður hefir verið sagt frá hér í blað- inu. Hermennirnir voru allir fundnir sekir og dæmdir til 10— 20 ára fangelsisvistar. Fengu þeir nokkuð misjafna dóma, þar sem þeir voru ekki allir á- litnir jafnsekir. Þeir munu verða sendir til Bandaríkjanna með fyrstu ferð og verða þeir látnir vera í fang- elsi þar. í þessu máli hefir þeirri reglu verið fylgt, að láta almenning fá réttar fregnir um aðdrag- anda þess og niðurstöðu. Fylgir ameríska herstjórnin vonandi þeirri reglu framvegis í sakamálum, sem snerta ís- lenzka menn og ameriska her- menn. Myndi það geta hindrað ýmsar slúðursagnir og orðróm, sem er báðum aðilum til tjóns. Brezka herstjórnin mun yfirleitt ekki hafa viljað gefa upplýs- ingar um slík mál og er það vissulega ekki til fyrirmyndar. Styrjöldin í Rússlandi háð geðþótta Breta, meira að segja póstsendingar þangað og (Framh. á 4. siðu) Seinustu dagana hefir hin! hraða framsókn Þjóðverja í Ukrainu vakið mesta athygli. Þeir hafa tekið Kiev, höfuðborg Ukrainu, og sækja nú fram til Kharkov, þriðju mestu iðnaðar- borgar Rússlands; úr tveim átt- um. Sunnar á sléttum Ukrainu hafa þeir sótt alla leið til Asovs- hafs og náð eiðinu milli megin- landsins og Krímskagans. Eru þeir nú í þann veginn að hefja árás á Krímskagann, en þar er önnur helzta flotahöfn Rússa við Svartahaf, Sevastopol. Við Leningrad og Odessa hafa ekki orðið stórbreytingar að undanförnu. Telja má líklegt, að Þjóðverjar gætu tekið þess- ar borgir, ef þeim þóknaðist það, en dragi það á langinn í von um, aö það kosti þá ekki eins mikið manntjón síðar. Næsta skref Þjóðverja mun vera að ná Kharkov og Krím- skaganum. Með töku Krímskag- ans styrkja þeir aðstöðu sína til árásar á Kákasus. Ef þeim heppnast að ná Kharkov og Leningrad geta þeir beitt öll- um sóknarmætti sínum gegn Moskva. Eins og horfur eru nú virðist ekki ólíklegt, að Þjóðverjar geti tekið Leningrad, Odessa, Khar- kov og Moskva fyrir veturinn. Það væri hreint kraftaverk, ef Rússum tækist að verja þess- ar borgir í nokkra mánuði enn. A. KROSSGOTTJM Frá slátruninni. — Frá Háskóla íslands. — Húsakaup Sumargjafar. — Starf Sumargjafar síðastliðið sumar. Miklar rigningar haía geisað á Suð- ur- og Vesturlandi seinustu vikuna. Hafa þœr valdið miklum baga við slátrunina, því að kjötið er nú.flutt af stórum landsvæðum til frystingar hér syðra. Hefir orðið að stórminnka söltunina, bæði nú og í fyrra, því ekki er nú unnt að selja saltkjöt erlendis. Þessvegna er flutt hingað til frystingar allt kjöt úr austanverðri Barðastrand- arsýslu, Dalasýslu, Hrútafirði, Vestur- Skaftafellssýslu og víðar að. Vegir hafa skemmst mjög af völdum vatnavaxt- anna og hafa því kjötflutningarnir orðið fyrir miklum truflunum. T. d. hefir vegurinn undir Eyjafjöllum orðið ófær og hefir orðið að hætta slátrun þar fyrir austan í bili, þar sem ekki er skemmzt mjög af völdum vatnavaxt- suður. — Slátrunin er nú aðeins leyfð á eftirtöldum stöðum, því að þaðan er ekki hægt að koma kjöti til frystingar. í Öræfum, á Hornafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Borgarfirði eystra, Reykjarfirði, Norðurfirði og Flatey. Venjulega er slátrun það mikil á þessum stöðum að erfitt mun reyn- ast að selja allt þetta saltkjöt á inn- anlandsmarkaðinum. Hefir því salt- kjötsverðið verið ákveðið nokkru lægra en ella með tilliti til þess, að menn keyptu heldur saltkjöt frá þessum stöðum en nýtt kjöt og söltuðu það sjálfir. i t r Tímanum hefir borizt kennsluskrá Háskóla íslands næstu starfsár, en skólinn mun taka til starfa um mán- aðamótin, þótt setning hans fari fram síðar. Samkvæmt lögum frá seinasta Alþingi hefir viðskiptaháskólinn verið sameinaður lagadeildinni og eykst því starfssvið hennar verulega og kennslu- kraftar hennar hafa þvi verið auknir. M. a. hefir verið stofnað nýtt dósents- embætti og gegnir því Gylfi Þ. Gísla- son hagfræðingur. Deildin heitir nú laga- og hagfræðideild. í vetur starfar við skólann undirbúningsdeild í verk- fræði, líkt og var síðastl. vetur. í heim- spekideild hefir verið stofnað nýtt lektorsembætti í íslenzku nútíðarmáli og hagnýtri íslenzkukennslu. Gegnir því Björn Guðfinnsson cand. mag. — Þá hefir sund og leikfimi verið gerð að skyldunámi og getur enginn stúdent fengið embættispróf, nema hann hafi tekiö þátt í þessu námi og leyst ákveðið sundpróf af hendi. Undanþegnir eru þó þeir, sem ekki geta stundað slíkt nám, sökum vanheilsu.— Síðar í vetur munu verða haldnir hljómleikar og fyrir- lestrar á vegum háskólans, líkt og var síðastliðinn vetur. t t t Barnavinafélagið Sumargjöf keypti nýlega húsið Tjamargötu 33. Húsið er 120 fermetrar að grunnmáli, stendur á eignarlóð og kostaði 100 þúsund krónur. í viðtali lét ísak Jónsson kennari svo um mælt: — Oft hefir verið þörf en nú var nauðsyn á því, að Sumargjöf yki starfsemi sína, og valda því aðal- lega húsnæðis- og starfsfólksvand- ræðin, sem nú eru hér í bænum. I þessu húsi hyggst félagið að hafa þrenns konar rekstur. í fyrsta lagi dagheimili, og ennfremur leikskóla og vöggustofu. Dagheimilið er einkum ætlað bömum, sem eiga foreldra, er búa í þröngum húsakynnum og ekki hafa aðstöðu til þess að hafa börnin heima á daginn. Leikskólinn verður starfræktur í þeim tilgangi að geta veitt börnum fóstur og umsjá nokkurn tíma dagsins og verður þar lögð áherzla á að bömin þroskist við ýmis störf, svo sem við að klippa, lita og móta o. fl. Forstöðukona þessarar starfsemi verður Þórhildur Ólafsdóttir, en leikskóla- deildin hefir sérstakan kennara (deild- arstjóra). t t t Vegna brottflutnings barna úr bæn- um í sumar, segir ísak ennfremur, rak „Sumargjöf" ekkert dagheimili að Vesturborg að þessu sinni. En í þess stað sá félagið um rekstur bamaheim- ilanna að Hvanneyri og Reykholti, í umboði sumardvalarnefndar. í Reyk- holti dvöldu 104 börn, en á Hvanneyri voru 58 börn og vom þau frá 3%-ll ára gömul á báðum stöðunum. Börnunum var skipt niður í flokka eftir aldri og atgervi, og var sérstök barnfóstra til þess að sjá um hvern hóp. Það var leit- azt við að finna verkefni við hæfi allra barnanna, sem gæti í einu verið þrosk- andi líkamlega og andlega fyrir þau. Og ég tel að þetta hafi tekizt. Bömin (Framh. á 4. siðu) Þýzki herinn hefir vissulega orðið fyrir miklu tjóni, þótt vafasamt sé að treysta þeim tölum Maiskys, sendiherra Rússa í London, að manntjón Þjóðverja (fallnir, særðir og handteknir) nemi 3 milljónum manna og að þeir hafi misst 8500 flugvélar. Telja má líklegt, að manntjón Rússa sé öllu meira en manntjón Þjóðverja og það, sem meira er um vert: Rússar hafa misst mikið áf her- gagnaiðjuverum sínum, en Þjóð- verjar munu fljótlega geta auk- ið hergagnaiðnað sinn að sama skapi, þar sem þeir hafa náð mörgum auðugum hráefnalind- um á vald sitt. Það má heldur ekki treysta um of á það, að veturinn verði Þjóðverjum mik- ill þrándur í götu, þótt hann væri erfiður Napoleon. Sam- göngutæknin og hernaðartækn- in hafa tekið svo stórstígum framförum siðan, að herferðir Napoleons og Hitlers eru ekki sambærilegar. Maisky varaði líka við því í ræðu, sem hann hélt nýlega, að álíta veturinn heppilegri fyrir Rússa en Þjóð- verja. Þess ber m. a. að gæta, að Þjóðverjar hafa náð þeim hluta Rússlands, sem hefir beztar og greiðastar samgöng- ur. Aðstaða Rússa er því orðin örðugri í þeim efnum en að- staða Þjóðverja. Það, sem nú virðist mest á- litamál, er það, hvort Rússum tekst að halda Volgahéruðun- um og Kákasus vetrarlangt. í Volgahéruðunum, Uralhéruð- unum og víða í Síberíu hefir risið upp mikill iðnaður sein- ustu árin. En hann mun þó (Frarríh. á 4. síðu) Aðrar fróttir. Fulltrúar allra stjórna Banda- manna komu saman á fund í London síðastl. miðvikúdag, þar á meðal fulltrúi Rússa. Fundurinn lýsti sig samþykkan Atlantshafsyfirlýsingu Roose- velts og Churchill. í Bandaríkjunum aukast stöðugt kröfurnar um vopnun kaupskipa og afnám hlutleysis- laganna. M. a. hefir Knox flota- málaráðherra heimtað afnám hlutleysislaganna. Tíu herskipum hefir verið hleypt af stokkum í Bandaríkj unum í þessum mánuði. Meðal þeirra er 35 þús. smál. orustm skip „Massachussetts", sem tal- ið er að verði fullkomnasta orustuskip hersins. Bretar hafa látið tilkynna Finnum, að litið muni á þá sem óvinaþjóð Bandamanna í stríðs lok, ef þeir berjist með Þjóð verjum eftir að þeir hafi náð því landi, sem áður var finnskt. Þrír sænskir tundurspillar fórust við sprengingu í flota- höfninni Vaxholm í síðastlið- ini viku. Um 30 menn fórust. Enn er ókunnugt um orsök sprengingarinnar. í Noregi eru Þjóðverjar byrj aðir að safna kirkjuklukkum og láta bræða þær. Á víðavangi ÁSKORUN TIL SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR. Sigurður Kristjánsson alþm. hefir byrjað skrif í Mbl. um breytingu kjördæmaskipunar- innar. Kröfur sínar um breyt- inguna byggir hann aðallega á því, „að fjárhagslegu sjálfstæði landsins stafi mestur háski af hinum smáu kjördæmum, sem þingflokkarnir reyni að kaupa upp með óbeinum mútum.“ Nánar rökstyður Sigurður ekki þessi ummæli sín. Þar sem þetta er meginatriði málsins, að dómi Sigurðar, skiptir það vit- anlega miklu máli, hvort það gefur slíkt tilefni til breyting- ar á kjördæmaskipuninni og Sigurður vill vera láta. Tíminn skorar þvi á Sigurð að rökstyðja þessa fullyrðingu sína nánar og er blaðið fúst til þess að ræða um þetta atriði við hann. Er Sigurður væntanlega það trúaður á málstað sinn, að hann skorast ekki undan slík- um umræðum. FJANDSKAPUR TIL B/ENDA. Það kemur stöðugt greinileg- ar í ljós, að Sjálfstæðisflokkur- inn reynir að vinna sér fylgi kaupstaðarbúa með því að ó- frægja bæntjur og vinna gegn hagsmunum þeirra. Er það vissulega alvarlegt mál, að stærsti stjórnmálaflokkur landsins skuli reyna að nota sér til framdráttar að skapa ríg og óvild milli helztu stétta lands- ins. Nýjustu dæmin um þennan áróður Sjálfstæðisflokksins eru þessi: Einn frambjóðandi flokksins, Gísli Jónsson, rýkur upp með miklum gauragangi, þegar bændur fá brezku verð- uppbótina, og talar um, að hún verði eyðslueyrir hjá' bændum og þurfi því að gera sérstakar ráðstafanir, en hins vegar minnist hann ekki einu orði á það, að stríðsgróði annarra stétta geti orðið eyðslueyri og þess vegna beri að gera sér- stakar ráðstafanir. Með þessu er reynt að brennimerkja bændur sem sérstaka eyðslu- seggi. — Forsprakkarnir í í- haldsfélaginu „Óðinn“, láta verkamenn mótmæla því, að bændur fái ríflegan hluta af brezku verðuppbótinni, enda þótt þeir hafi undanfarið feng- ið stórum minni uppbætur en aðrar vinnandi stéttir. — Blað- ið Vísir segir, áð kjötið sé dýr- asta fæða á borðum, og reynir þannig að vinna gegn sölu þess. Er þó vitanlegt, að margar aðrar fæðutegundir eru miklu dýrari en kjöt, þegar miðað er við næringargildi. — Loks kemur svo „Mosaskeggur“ til sögunnar og ber það á kjósend- ur dreifbýlisins, að þeir séu „keyptir upp með mútum“. Bændastéttin fær vissulega kaldar kveðjur frá Sjálfstæðis- flokknum um þessar mundir. ERFITT VERKEFNI. í Mbl. 25. þ. m. birtist all- löng grein eftir Sigurjón Jóns- son, sem blaðið titlar forstjóra. Greinarhöfundur hyggst að sanna það, að það hafi engin áhrif á verðlag J landinu, að álagning Eimskipafélagsins á farmgjöldin er svo mikil, að hreinn gróði félagsins á síðast- liðnu ári nam 4.3 millj. kr.! KOMMÚNISTAR OG SMÁÞJÓÐIRNAR. Kommúnistablaðið segir, að Rússar séu að berjast fyrir smá- þjóðirnar. Vera má, að barátta Rússa komi að einhverjum not- um fyrir smáþj óðirnar, en hún er þó vissulega ekki háð í þeim tilgangi. Gleggstu dæmin um afstöðu Rússa í þeim efnum eru innlimun Eystrasaltsríkj anna og árásin á Finnland. Skömmu áður en Þjóðverjar réðust á Rússa, lét Stalin líka reka frá Moskva alla sendiherra undir- (Frarrih. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.