Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 3
95. blað TÍMIM, föstndagiim 26. sept. 1941 379 B Æ K U R Theodór Arnbjörnsson: Sagnir úr Húnaþingi. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja, Rvík 1941. Bls. 133. Verð kr. 12.00. Theodór Arnbjörnsson, ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, var um flesta hluti óvenjulegur maöur. Ég kynntist honum lít- ilsháttar á siðustu árum hans og hafði hann þá lengi kennt vanheilsu þeirrar, er dró hann skömmu síðar til dauða, langt fyrir aldur fram. Mér var ó- kunnugt um hagi hans áður og satt að segja vissi ég ekki fyrr en síðar, hvernig ástatt var um hann, kom ekki til hugar, að þessi glaðværi maður byggi yfir svo þungri raun að vita það, að heilsan var þrotin með öllu og dagarnir taldir. Svo æðrulaust karlmenni í sjón og raun hefi ég tæplega þekkt fyrr né siðar. Það veit ég nú. En hitt var mér strax ljóst, að maðurinn bjó yfir miklum fróðleik, var gjör- hugull og stálminnugur, ágæt- lega orðfær og sagði vel og skemmtilega frá, hafði líka gaman af slíku. Hann var að upplagi vísindamaður og rit- höfundur, en gerðist bóndi að loknu stuttu búnaðarnámi, mun ekki hafa átt annars völ., enda óvíst, að hugur hans hafi stefnt annað. Hann var dýravinur mik- ill, hafði mikinn áhuga á kvik- f j árrækt, einkum hrossarækt, og hafði um þessi efni aflað sér reynslu og þekkingu í óvenju- lega ríkum mæli, svo að honum reyndist auðvelt, með lítilshátt- ar undirbúningi, að takast á hendur ráðunautsstarf um þessi efni fyrir Búnaðarfélag íslands, er hann var til þess kvaddur frá búi sínu, og fórust honum þau störf ágætlega úr hendi. Rækti hann þau af miklum dugnaði, en vanheilsa hamlaði honum þó frá miklum ferðalögum hin síðari ár. Var þetta afar erfitt starf og þreyt- andi í byrjun, en honum tókst að koma drjúgu verki til leiðar, þrátt .fyrir allt, með persónu- legum áhrifum sínum á ein- staka menn, með ritum sínum og beinum og óbeinum áhrifum sem hann hafði á lagasetningu um búfjárræktina. Bók hans um hestana ber þess vott, að hún er ekki rituð af venjuleg- um búfræðikandidat, sem á í bágindum með að koma kennslubóka fróðleik á nokkurn veginn skiljanlegt mál. Hún ber vott um manninn allan eins og hann var og vildi vera. Hjá því gat heldur ekki farið, svo góð sem honum þóttu hrossin, meðan hann var hér í heimi, eins og sagt var um Jón biskup Ögmundsson. Þá bók »■ ætti hver maður að lesa vand- lega, sem hest hefir undir höndum, svo vel er hún samin, af svo góðum lærdómi, per- sónulegri reynslu og athugun, góðvild og mannviti. í þáttum Theodórs, sem hér er í bók safnað, kemur fram ný hlið í fari hans, sem þeim var að vísu kunnug, er vel þekktu hann, en öðrum mátti lengi sjást yfir. Hann var afar- glöggur mannþekkjari, kunni mjög mikið af ýmiskonar fróð- leik og sögum um menn, er honum þótti eftirtektarverðir. Kom honum þar vel að haldi gerhygli hans og minni. Sögu- þættir hans um Þingeyrafeðga og Katadalsfólkið, sem hér eru prentaðir, munu vera það eina, sem hann skráði af slíkum fróðleik, og það er áreiðanlega brot eitt af því, sem hann kunni og var til tækt. Var það mikill skaði fyrir húnvetnsk fræði, að Theodórs missti svo snemma við, því að hann var gjörfróður um menn og hagi þar í héraði á síðustu öld eink- ' um og lagið að skýra frá öllu j slíku. Tjáir reyndar ekki um það að sakast. Er vel farið, að því, sem hann ritaði þó um þessi efni, er nú safnað í eina heild. Hér skal ekki um þætti þessa dæmt að öðru leyti. En hver vill nú verða til þess að rita sögu Jóns á Þingeyrum, þessa mikla atgerfis manns? Þætt- irnir sýna okkur aðeins svip- myndir af honum en nóg til þess, að við vildum vita miklu meira um hann. Það er meira af örlögum íslendingsins í sögu þessa manns, ef ég skildi hann rétt, en hundrað annarra, sem betur hefir tekizt að verja mikl- um auð og góðum hæfileikum sjálfum sér til svo kallaðra mannvirðinga og borgaralegs gengis. Arnór Sigur j ónsson hef ir annazt útgáfu bókarinnar og ritað prýðilegan formáia um þættina og höfund þeirra. Er bókin því vel úr garði gerð, myndum prýdd og að öllu hin eigulegasta. Þorkell Jóhannesson. Vík I Mýrdal. (Framh. af 2. síðu) leyti til upphitunar. Rafmagns- verð þetta mun vera með því lægsta á landinu. Fyrir þremur árum var lögð sameiginleg vatnsveita fyrir kauptúnið, og var þess hin mesta þörf. í sumar hefir verið næg at- vinna í Vík á vegum brezka setuliðsins. Vegnar því Víkur- búum vel eins og er. Þegar sú vinna er úti,. má búast við að sæki í sama horfið aftur, um atvinnuleysi. Sýnist þá sá einn kostur vera fyrir hendi, að Víkurbúar snúi sér að jarð- lítið. Sól sér ekki mánuðum saman. Út eftir firðinum eygir langt. Þarna ríkir nú í hárri elli einhver mesti þingskörungur í bændastétt á þessari öld, Sveinn í Firði. Enda þótt hann sé nú á 79. árinu og sjón og heyrn farið að förla, fylgist hánn enn með þeim atburðum, sem nú gerast, innlendum sem útlendum, af lifandi áhuga. Ég hitti Svein um það leyti, sem Alþingi var að samþykkja vernd Bandaríkjanna. Og þótt honum þætti engin ráð væn- legri, eins og málum var þá komið, varð honum hugsað til 1918, þegar allir þingmenn og aðrir landsmenn treystu því, að hlutleysið væri sterkasta vörn þjóðarinnar og bægði hættum hernaðarins í burtu. Á skömm- um tíma hefði hlutleysið, víg- orð smáþjóðanna, orðið að steindauðum bókstaf. Sveinn í Firði er fróður og minnugur og kann frá mörgu að segja. Á yngri árum var hann við nám á Eiðsvelli í Noregi. Þar kynnt- ist hann Björnson, er þá var í blóma lífsins. Seinna kynntist hann ýmsum norskum atvinnu- rekendum, og rak einn þeirra um skeið hvalastöð í Firði. Sveinn í Firði er kjarnyrtur og vandar málfar sitt með af- brigðum. Framsetningin er skýr og rómurinn karlmannlegur. Mörg hnyttin og gáfuleg til- svör hans eru landskunn, eins og „lýgin verður ekki að sann- leika, þótt hún sé ljósmynduð“ eða að verkalýðspólitík íhalds- ins væri ekkert annað en „gymnastik". Nafn Sveins í Firði hefir gert þessa afskekktu og ein- angruðu byggð kunna og mun svo verða um langan aldur. Þar hefir hann starfað með skörungsskap allt sitt líf og bundizt þeim átthagaböndum, sem dauðinn einn fær slitið. Hátt uppi í brekku fyrir micfi- um Mjóafirði að norðan stend- ur öndvegisbýlið Brekka. Sér þaðan nálega um allan fjörð- inn. Þar hefir um langan tíma og í marga ættliði í beinan karl- legg búið sama ættin, Hjálmar og Vilhjálmur á víxl. Nú eru þar þrír ættliðir: Hjálmar, Vilhjálmur og Hjálmar, og því síður en svo, að nokkur dauða- mörk séu á ættinni. Bændurnir á Brekku hafa hver fram af öðrum, bætt og fegrað jörðina við hin erfiðustu skilyrði, svo að hún er nú orðin ein hin snotrasta í sveit á ís- landi. Umgengni öll ber ein- kenni smekkvísi og snyrti- mennsku, hvar sem á er litið, bæði úti og inni. Húsakynni eru reisuleg. Rafmagn notað til ljósa, suðu og hitunar. Sunnan við húsið kemur fagur trjá- garður og síðan viðlendir mat- jurtagarðar. Eru þar ræktaðar margar tegundir grænmetis með ágætum árangri. Þann 9. júli sýndi húsfreyjan mér kartöflu, sem var á stærð við lítið út- sæði. Þætti mér trúlegt, að þær hefðu margar verið blómlegar í haust. Túnið er stórt og fal- legt og er það ræktað úr mjög hrjóstrugri jörð Víða er landið snarbratt, svo vegfarandinn Hið íslenzka fornritafélag. S.XOBIU STIRLUSOIV: | Heimskringla I. með 8 myndum og 4 uppdráttum. Bjami Aðalbjarnarson yaf út. Er komin út. Verð heft kr. 13,50. Verð í skinnbandi kr. 26,00. Fœst hjá bóhsiilum. Bókaverzlun SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. I P A L rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, enda vel til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundír búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstiduft ræktinni, því að hún virðist eins og sakir standa, vera eina varanlega atvinnuúrræði þeirra til uppbótar þeirri daglauna- vinnu, sem til fellur í kauptún- inu ög í grennd við það.Því mið- ur eru allmiklir örðugleikar á framkvæmd ræktunarmálanna vegna fjarlægðar ræktunar- landsins við kauptúnið, svo sem fyrr er skýrt frá. Að lokum get ég ekki stillt undrast hvað þar er hægt að hjálpa skaparanum. Við rækt- unina hefir fiskúrgangur verið mjög notaður, en útgerð hefir verið um langan aldur frá Brekku og næstu bæjum. er mynda smá þorp, sem nefnt er Brekkuþorpið. Og raunar stunda flestir Mjófirðingar sjóróðra eitthvað með búskapn- um. Verzlun sína sækja þeir að mestu til kaupfélagsins á Seyðisfirði. Úr Mjóafirði fór ég landveg til Norðfjarðar. Er þá farið Drangaskarð, sem er um 900 m. yfir sjávarmál. Lagt er upp frá Krossi í Mjóafirði. Vil- hjálmur á Brekku var enn fylgdarmaður minn og nú hafði þokuskömmin skyndilega læðst inn með fjöllunum, svo aðeins varð séð fáa faðma frá sér. En síminn vísar leiðina, þar til efst í fjallinu, að jarðsíminn tekur við. Reyndi þá á áttvísi Vilhjálms, sem brást ekki fremur en áður. Gein hið hrika- lega Drangaskarð við okkur fyr en varði, eins og ljómandi musterisdyr. Svarta þoka var upp á eggjar að norðan, en að sunnan flaut sólskinið ofan á grárri þokunni. Sunnan Norð- fjarðar stóðu dimmbláir tind- arnir upp úr henni. Gegnum þokuna heyrðist vélaskrölt fiskibátanna og öskur kúnna í högunum. Ég skildi við Vilhjálni í hinu örmjóa skarði og stakk mér ofan í þokuna, sem náði niður undir byggð. Brattinn var mikill, engar götur en trölls- (Framh. á 4. siSu) mig um að segja frá ofurlitlu atviki, sem gerðist, meðan ég var staddur í Vík, sem sýnir af- stöðu kvenfólksins þar til breteka setuliðsins. Laugardags- kvöldið 13. þ. m. var auglýstur dansleikur í Vík og var öllum heimill aðgangur. Þessi dans- leikur fórst fyrir, af því að eng- in stúlka mætti þar, og mun ástæðan fyrir því hafa verið sú, að stúlkurnar í Vík vildu ekki taka þátt í dansleik, þar sem margt kynni að verða erlendra hermanna. Vel færi á því, ef kynsystur Víkurkvennanna víðs vegar um landið, vildu taka þessa afstöðu þeirra til her- liðsins til athugunar — og eftirbreytni. Hjartanlega pökkum við sveitungum okkar og öðrum vinum fyrir heimsókn, myndarlegar gjafir, blóm, skeyti og aöra vináttu okkar auðsýnda á sextugsafmœlinu. — Guö blessi ykkur öll. Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Friðrik Arnbjamarson. Stóra Ósi. Tilkynning Srá ríkísstjórmxmi. Samkvæmt ósk brezku hernaðaryfirvaldanna tilkynn- ist hér með, að ferðaskírteini skipa 10—15 smálestir, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz og 5. september 1941, verða afgreidd sem hér segir: í Reykjavík: hjá brezka aðalkonsúlnum. Á Akureyri: hjá brezka vice-konsúlnum. Á Seyðisfirði: hjá brezku flotastjórninni. í Vestmannaeyjum: hjá brezku hernaðaryfirvöldunum. Atvinim- og samgöngumálaráðiincytlSIÍ, 23. september 1941. S A V O N varðveita hörund yðar — gera það mjúkt og heilbrigt og verja það öllum kvillum. SAVON de PARIS er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan hressandi rósailm. — Notið bextu og vönduðustu sápuna! - Notið SAVON de PARIS - ♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ♦ 188 Victor Hugo: Esmeralda 185 auknu afli, ekki heiftarreiði böðulsins, ekki þytur svipuólarinnar. Loks ýtti svartklæddur réttarþjónn, er sat á brúnum hesti rétt við gapa- stokkinn, við stundaglasinu með íben- viðarstaf, sem hann hafði í hendi. Böð- ullinn linnti barsmíðinni og hjólið hætti að snúast. Kvasimodo opnaði augun seinlega. Húðstrýkingunni var lokið. Tveir þjónustumenn hins eiðsvarna böðuls þvoðu blóðið af baki mannsins og drápu á það smyrslum. Síðan lögðu þeir gamla hempu yfir herðar hans. En Pétur Tor- terne hristi blóðið af svipu sinni. En Kvasimodo var samt ekki slopp-. inn. Hann átti enn eftir að vera eina klukkustund í gapastokknum. Það var álag Flóríans Barbedienne á hegningu þá, sem Róberts d’Estouteville yfirdóm- ari ákvaö honum. Því var stundaglasinu snúið við og krypplingurinn bundið á hjólið að nýju; réttlætinu varð eigi fullnægt á annan veg. Á miðöldunum var múgnum líkt far- ið innan þjóðfélagsins og barninu í fjölskyldunni. Og svo lengi sem hann verður á því stigi að vera ómyndugur í siðferðilegum og menningarlegum efnum mun honum eins farið og óvitan- daufdumbur, en menn héldu, að hann hefði þó sjón. Hann var látinn knékrjúpa á hjólið; hann gerði það mótþróalaust. Síðan var hann flettur klæðum; hann var hinn rólegasti. Hann var hlekkjaður og lagður á hann fjötur; hann lét binda sig og reyra án mótspyrnu. Að- eins einu sinni rak hann upp hljóð, líkast því, sem korraði í hálsskornum kálfi. — Þessi þrjótur, sagði Jóhann Frolló við Róbert Poursepain, því að vitanlega voru þeir viðstaddir, hann veit ekki hvað um er að vera. Allir ráku upp skellihlátur, þegar þeir sáu nakta hryggkúpuna á Kvasi- modo, úlfaldabringuna, sem á honum var, og loðnar axlir. Mitt í allri þessari glaðværð steig réttarþjónn í konunglegum einkennis- búningi, sterklegur og þéttvaxinn mað- ur, upp á steinþrepið og settist við hliðina á afbrotamanninum. Nafn hans var hvíslað frá manni til manns. Þetta vár Pétur Torterne, eiðsvarinn böðull við yfirdóminn. Hann lét svart stunda- glas við gapastokkinn; efri hluti þess var fylltur rauðum sandi, er hrundi niður í neðri helminginn. Síðan fór hann úr yfirhöfn sinni og tók litla svipu með langri ól sér í hægri hönd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.