Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 4
Mli 380 t: VIV, föstndaglim 26. sept. 1941 95. blað „Hagsmunir neylenda“ Undanfarna daga hefir verið nokkur brögð aö þvi, aö mjólk- in, sem seld er í bænum, hafi geymst illa og súrnað, hafi hún átt að geymast yfir nóttina. — Er þetta sama fyrirbrigði og átt hefir sér stað um undanfarandi ár á þessum tíma árs. Veldur þar einkum tvennt: 1. AÖ ekki er til næg mjólk til að fullnægja eftirspurninni, og þvi eigi hægt að velja úr mjólkinni eins og endranær, — og 2. Veðráttan, sem veldur því að búin fá ekki eins góða mjólk og endranær. Vegna þessa fer Mbl. á stúf- ana og fullyrðir það tvennt í þessu sambandi, 1. Að hags- munir neytenda séu ekki nægi- lega tryggðir i mjólkursölu- nefnd. 2. Að miklu strangara eftirlit þurfi með sölu mjólkur hér í Reykjavík. Fyrra atriðið hefir það eftir Sigurði Péturssyni, gerlafræð- ingi, sem er eftirlitsmaður mjólkursamsölunnar með vör- um hennar, en hið siðara er fyrir eigin reikning blaösins. Blaðið telur, að Sig. Péturs- son sé „kunnugastur þessum málum og hafi bezta þekkingu á þeim,“ en þó er traustið ekki meira en það, að það telur að heilbrigðisnefnd og bæjarlækn- ir þurfi að hafa betra eftirlit með gjörðum hans. Fylgir því nokkurt vantraust lofinu, eða samræmis illa gætt, að venju. Skal ekki fjölyrt um það atriði frekar. Hið fyrra, að hagsmuna neyt- enda sé ekki gætt sem skyldi í mjólkursölunefnd, er eftir Sig. Péturssyni. Má ganga út frá, að hann eigi þar ekki við, að eft- irlitið með vörunum, sem seld- ar eru, sé ekki nægilegt, því að hann annast það sjálfur að til- hlutun mjólkursölunefndar. — Nefndinni var ekki kunnugt um annan hæfari til þess, er hún réði hann, en máske hefir hún þar ekki gætt hagsmuna neytenda eins og bar, eða svo er að skilja á grein Morgun- blaðsins, sem vill annað og „betra“ eftirlit. Hér hlýtur eftirlitsmaðurinn því að eiga við eitthvað sérstakt, sem torveldar starf hans frá nefndarinnar hálfu, og sem hann telur, að fulltrúar neyt- enda í mjólkursölunefnd, þeir Jakob Möller, fjármálaráðherra og Guðm. Oddsson, forstjóri, hafi ekki fengið, vegna ofríki hinna nefndarmannanna. Hitt, að Sig. Pétursson telji þessa menn lélega fulltrúa, til að hugsa um hag neytenda, er mjög ósæmilegt, þar sem vitað er að þeir njóta fyllsta trausts hvor hjá sínum flokki, enda reyndir starfsmenn, mörgum öðrum frekar. Ég vildi því mega mælast til þess, í allri vinsemd, að fá upp- lýsingar um, hvað það er, sem t R BÆNUM Framsóknarskemxntunin Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka, verð- ur skemmtuninni, sem getið var um í síðasta blaði, frestað þangað tU fyrstu dagana í október. Nánar í nœstu blöð- um. Samvinnuskólinn verður settur 1. október. Samtímis hefjast inntökupróf í yngri deUd og B. deUd eldri deildar. í yngri deild komast 22 nemendur, en í eldri deUd 16. Nú munu báðar deUdir vera fullskipaðar og hefir orðið að vísa jafnmörgum frá og gefinn var kostur á að taka inntöku- próf í skólann. Vegna húsnseðisvand- ræða í bænum, hafa ýmsir nemendur neyðzt til að hætta við að koma í skól- ann í haust. Verð á saltkjöti hefir verið ákveðið kr. 400,00 heil- tunna (130 kg.). Verð á dUkakjöti, þeg- ar keyptir eru heUir skrokkar, er kr. 3.25 kg. og verður því talsvert dýrara fyrir menn að kaupa nýtt kjöt og salta það sjálfir. Á víðavaugi. (Framh. af 1. síðu) okuðu þjóðanna þar. Það sýndi bezt, að hann ætlaði sér ekki að berjast við hlið þeirra, þótt hann hafi nú verið neyddur til þess. Kommúnistablaðið ætti vissulega að reyna að hæla Rússum fyrir annað en vin- semd í garð smáþjóðanna. Bráðabfrgðalög . . . (Framh. af 1. síðu) bregðast skyldu sinni kemur þessi löggjöf því ekki, nema að takmörkuðum notum. Þess- vegna verður að leggja á þaö meginkapp, að skapa traust al- menningsálit í þessum efnum meo áróðri blaða, útvarps, fé- lagssamtaka og öðru því, sem að gagni getur komiö. Á krossgötum (Framh. af 1. siðu) voru sístarfandi, glöð og ánægð. Eg tel, segir ísak ennfremur, að nauðsynlegt sé að koma börnum á öUum aldri úr bæjunum yfir sumartímann, þrátt fyrir það', þótt hér væri venjulegt viðhorf hvað snertir fjölmennið í landinu. Sennilega er heppUegast, að börnin séu íram til 8 ára aldurs á heimilum nokkur saman, þar sem þeirra er gætt af fólki með sérþekkingu á barnaupp- eldi. Meðan þau dvelja á þessum heim- Uum, er æskilegt að þau geti vanizt aUri algengri sveitavinnu. En eftir að þau eru orðin 8—9 ára gömul og búin að ná þeim þroska, að þau þurfa ekki sérstakt eftirlit og geta fylgzt með fullorðnu fólki, er nauðsynlegt að þau komist á góð sveitaheimUi, því að sam- búð þeirra við dýrin og hina lifandi náttúru, er þeim undantekningarlaust til ómetanlegs gagns. þessir fulltrúar hafa verið bornir ofurliði með, af okkur hinum nefndarmönnunum, og sem snertir svo hag neytend- anna. , Ég man ekki eftir neinum slíkum árekstrum innan nefnd- arinnar, og held mér sé óhætt að fullyrða, að nefndin hafi öll verið einhuga um það frá fyrstu tíð, að gera allt, sem í hennar valdi stæði, til að tryggja gæði vörunnar sem bezt. Sveinbjörn Högnason. Styrjöldin í Rússlandi (Framh. af 3. síðu) hvergi nærri nógu mikill til að fullnægja þörfum rauða hers- ins. Hér veltur því mjög á að- stoð Bandamanna. Þríveldaráð- stefna er nú að hefjast í Moskva um þessi mál. Aðal- fulltrúi Breta er Beaverbrook lávarður, en aðalfulltrúi Banda- ríkj amanna e r Harriman, framkvæmdastjóri láns- og leigulaganna. Sýnir þetta full- trúaval, að Bandamenn álíta ráðstefnuna mikilvæga. Það myndi líka hafa mikla þýðingu fyrir hernaðaráætlun þeirra, ef verulegur hluti rauða hersins væri ósigraður næsta vor. Þjóðverjar þyrftu þá að halda áfram styrjöldinni á austurvíg- stöðvunum í stað þess að geta beint öllum kröftum sínum gegn Bandamönnum. Kákasus er nú sá staður, sem virðist bæði Þjóðverjum og Bandamönnum mest keppikefli. Hernám Irans á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að þannig opnaðist leið fyrir Bandamenn til að hjálpa Rúss- um í Kákasus. Wavell yfirhers- höfðingi hefir nýlega verið í London og þýzkar fregnir herma að hann sé nú kominn til Kák- asus. Stöðugar fregnir eru á kreiki um það, að Þjóðverjar fyrirhugi innrás í Kákasus um Tyrkland, ef aðrar leiðir reyn- ast ófærar. Hafa þeir mikinn viðbúnað í Búlgaríu og eru stöðugt að senda nýja og nýja samningamenn til Tyrklands. Athygli vekur það, að tyrkneskt útvarp og blöð létu í ljós óá- nægju yfir hernámi Irans. Hin hreystilega vörn rauða hersins og rússneskrar alþýðu er mjög rómuð. En hugrekki og fífldirfska þýzku hermann- ana er ekki síður annálsverð. Vissulega eiga Þjóðverjar mik- ið að þakka yfirburðum sínum í véltækni, en fullkomin her- stjórn og þrek og dugnaður hermannanna á þó sennilega stærri þátt í sigrum þeirra. Iðulega hefir fámennum þýzk- um herdeildum tekizt að sigra miklu fjölmennari hersveitir Rússa og er það sama sagan og i styrjöldinni í Frakklandi og Júgóslavíu. Er talið, að slík hernaðarafrek hafi ekki verið unnin í jafn stórum stíl síðan á dögum Napoleons. Þingmeim . . . (Framh. af 1. síðu) * þaðan eru háðar seinvirku eft- irliti þeirra. Fleiri ágreinings- atriði eru milli Breta og íslend- inga, sem við teljum ekki sam- rýmast loforðum Breta eða þeirri vernd, sem Banöaríkin hafa heitið okkur. Hljóta þessi ágreiningsmál að koma til at- hugunar þingsins, ef ekki fæst áður viðunandi lausn á þeim. Aðalmál væntanlegs auka- þings verður þó dýrtíðarmálið. Það er ljóst, að þar þarf enn víðtækari ráðstafanir en sein- asta þing taldi nægjanlegar. 186 Vlctor Hugo: Á svipuólinni voru margir hnúðar og málmkúlur 1 enda hennar. Loks vatt hann skyrtuerminni hægra megin upp fyrir olboga og fór sér makindalega að öllu. í sömu svifum hrópaði Jóhann Frollo, er hékk á öxlinni á Róbert Poursepain: — Sjáið, kæru áhorfendur! Þetta er hringjari erkidjáknans. Líkamsvöxtur- inn er dálítið sérkennilegur, því að bakið er eins og hvolfþak og fæturnir líkir renndum súlum, en svona byggja þeir í Austurlöndum! Mannfjöldinn skellihló; en hlátur- mildust voru þó börnin og ungu stúlk- urnar. Loks steig böðullinn á vindufjöðrina, og hjólið tók að snúast. Kvasimodo reyndi á böndin. Undrunin, er skein úr svip hans, jók drjúgum á hláturinn. En svo hóf meistari Pétur upp arm- inn, því að hjólið hafði snúizt þannig, að kreppt bak Kvasimodos sneri að honum. Það hvein í svipuólinni, sem hafnaði með óþyrmilegu höggi á hrygg hins ógæfusama manns. Kvasimodo sviptist til, eins og hann hrykki upp af værum blundi. Nú fyrst áttaði hann sig á því, hvað um var að vera. Hann byltist til og leitaðist við að slíta fjötrana. Hræðilegur sársauki og undrun afskræmdu andlitsdrætti hans Esmeralda. 187 enn meira en ella. En hann gaf ekkert hljóð frá sér. Hann leit aðeins til beggja hliða, til hægri og vinstri, eins og naut, sem broddfluga stingur. Annað högg reið á hrygg Kvasimodos, hið þriðja og enn hið fjórða. Þannig var haldið áfram. Hjólið snerist og höggin dundu á manninum. Brátt tók að blæða úr hryggnum á honum; blóðið rann í straumum eftir vansköpuðu bakinu og draup af svipunni á þá, er næstir stóðu. En það var sem Kvasimodo væri til- finningalaus. Hann hafði aðeins reynt að slíta böndin i upphafi. Fólk sá, hvernig augun skutu gneistum, vöðv- árnir hnykluðust, útlimirnir krepptust og böndin tognuðu. Áreynslan var mik- il og æðisgengin. En hin gömlu bönd böðulsins brustu eigi. Það hrikti að- eins í þeim. Kvasimodo hafði lyppast niður ör- magna. Úr svip hans skein sár og al- ger uppgjöf. Hann lokaði því eina auga, sem hann hafði, lét höfuðið síga niður á bringu og húkti þannig hreyfingar- laus. Nú hrærði hann hvorki legg né lið. Ekkert gat fengið hann til þess að bæra á sér. Ekkert hafði áhrif á hann: Ekki blóðið, sem rann úr sárum hans, ekki höggin, sem honum voru greidd af \ú er komið hrím- kalt Iiaust . . . (Framh. af 2. siðu) komi, sem lengra er liðið um frá því, að hann kom seinast. Þeir, sem muna 1920, vita, að þá var svo haustið 1919, að skepnuverð var hátt eða líkt og nú. Bændur settu þá sumir margt á og héldu, að verðlag mundi enn hækka. Veturinn kom. Hey þrutu. Það var keypt- ur matur til að bjarga skepn- unum frá felli. Það heppnaðist viða, en margir höfðu þá á vor- dögum gefið mat, sem hafði kostað meira en þeir gátu feng- ið fyrir allt sitt bú haustið 1920, þótt þeir hefðu viljað selja það allt til lúkningar skuldinni fyrir matinn, sem fór í fénaðinn veturinn áður. Og enn búa margir bændur að skuldunum, sem söfnuðust 1920. Ég vona að þessi þáttur sög- unnar endurtaki sig ekki. Ég vona, að bændur í haust setji ekki meira á af búpeningi í haust en þeir eru vissir með að hafa fóður handa. Það kom fyrir 1920, og það hefir líka komið fyrir síðan, að fé hefir fallið af fóðurskorti að vor- inu, vegna þess, að ekki hefir reynzt mögulegt að draga að mat handa fénaðinum að vetr- inum. Snjór og stöðugar stór- hríðar hafa hindrað það, þótt matur hafi verið til í næsta kauptúni. Þetta getur komið fyrir enn. En þó svo færi, að ekki næðist i fóðurbæti að vetr- inum, eiga bændur að vera við því búnir, og hafa hann heima hjá sér strax á haustnóttum. Gamall málsháttur segir, að það skaði engan að búast við því illa, og er það að mestu leyti rétt. Búizt því við hörðum vetri, bændur góðir. Ef þið gerið það skaðar hann ykkur ekki. En ef þið gerið það ekki, og hann kemur, þá skilur hann eftir hjá ykkur sár, sem vel getur verið erfitt að græða og þið get- ið búið lengi að. 21. sept. 1941. Páll Zóphóníasson. Ferðalag um Áusturland. (Framh. af 3. síðu) legt gil á vinstri hönd, sem Vil- hjálmur varaði mig við að koma nærri. Var ég fljótlega kominn í Neskaupstað. Norðfjörður. Neskaupstaður stendur í fallegri brekku móti suðri. Ræktunarskilyrði eru þar tals- verð, góð höfn og stutt á fiski- mið. Útgerðarmenn í Neskaup- stað hafa notfært sér úrræði samvinnunnar, sem til fyrir- myndar má verða. Þeir hafa fyrir alllöngu síðan stofnað lifr- arsamiag, verzlunarfélag um alar útgerðarvörur og félag um byggingu og rekstur hraðfrysti- húss. Allt eru þetta greinar á sama stofni, þrílembingar, eins og Níels Ingvarsson orðaði það, en hann er framkvæmdarstjóri allra fyrirtækj anna. Þessi að- ferð sparar útgerðinni í Nes- kaupstað marga óþarfa milli- liði og mikla fjármuni. — Sveitin inn af Norðfirði er ein hin fegursta á Austfjörðum og naut ég hennar í hinu dýrðleg- asta veðri, glampandi sólskini, logni og molluhita. Býli eru þar mörg reisuleg, falleg tún og ágætar engjar. Brekkurnar víða vaxnar birki- kjarri, blómskrúð óvenju fjöl- breytt og jörðin þrungin ilmi. Fyrir miðjum dalnum geng- ur Hólafjall fram og liggur sem ljón fram á lappir sínar, 1000 m. að hæð, svipmikið og tígu- legt. Skiptir það byggðinni í Fannadal að norðan og Seldal að sunnan, og enn sunnar kem- ur Oddsdalur. Fjöll norðan megin við Norðfjörðirin eru um 1000 m. að hæð, Bagall mun vera einna hæst, um 1060 m., og veita byggðinni öruggt skjól. En sunnan fjarðarins eru fjöll- in allt að helmingi lægri, eða 500—550 m. þau hæstu, svo sól- ar nýtur óvenju vel í Norðfirði. Framhald. Barngóð stúlka úr sveít óskast til Ólafs Jónssonar vél- stjóra, Ránargötu 1A, Reykja- vík. Sími 2649. Gott kaup. ^—~GAMLA BÍÓ________ BAK VIÐ TJÖLDIN (Dance, Girl, Dance). Amerísk kvikmynd eftir skáldsögu Vicki Baum. Aðalhlutv. leika: MAUREEN O’HARA, LOUIS HAYWARD, LUCILLE BALL. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -------NÝJA BÍÓ ------ Tónlist og tíðarbragur (Naughty but Nice). Amerísk skemmtimynd frá Warner Bros. Iðandi af fjöri og skemmtilegri tízkutónlist. Aðalhlutv. leika: DICK POWELL, ANN SHERIDAN, GALE PAGE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðstoðarstúlku við skeyta- móttökuna á landssímastöð- inni í Reykjavík vantar. Þarf aff hafa æfingu í aff tala Norðurlandamálin, ensku og þýzku og helzt nokkra kunnáttu í frönsku. Umsækjendur komi til vifftals á skrifstofu ritsímastjórans kl. 10—12 daglega. Sendisveinar, á landssímastöðina. Nokkrir sendisveinar geta kornizt að á landssímastöðmni. Umsækjendnr komi til viðtals á skrifstofn ritsímastlórans kl. 10-13 daglega. By8’8’ÍMg' bráðabirgðaíbúða í Reykjavik. Vinniutilboff óskast í byggingu bráffabirgffaíbúffa fyrir húsnæðislaust fólk í Reykjavík. Uppdrættir og verklýsing er afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, föstudaginn 26. sept. og fyrir hádegi laugardaginn 27. september gegn 20,00 króna skilatryggingu uppdrátta. Bæjarverkfræðingur. Barnaleikföng Bílar — Mótorhjól — Skriðdrekar — Flngvélar, Meccano — Strætisvagnar — Borðtennis — Stell Sparibyssur — Rellnr — Andir — Tennisboltar — Skip — Fallbyssur o. fl. K. EINARSSON & BJÖRNSSON. Eftirtaldar vörur höfnm við venjulega til söln: Frosið kindakjöt af DILKUM — SAUÐUM — ÁM. NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT, SVÍNAKJÖT, ÚRVALS SALTKJÖT, ÁGÆTT HANGIKJÖT, SMJÖR, OSTAR, SMJÖRLÍKI, MÖR, TÓLG, SVIÐ, LIFUR, EGG, HARÐFISK, FJALLAGRÖS. Samband ísl. samvinnuiélaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.