Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.09.1941, Blaðsíða 2
378 TÍMEVN, föstiidagmn 26. sept. 1941 95. blað Vík í Mýrdal — Gotl fordæmi í „ástandsmálinu" — tpmirw Föstudaginn 26. sept. Hin gullna regla um embættaveitingar að samgöngur á sjó og sjósókn sé meö öllu úr sögunni, enda eru nú allar vörur fluttar land- leiðis frá Reykjavík um 200 km. veg. Hefir þvi Vík algerða sér- stöðu að þessu leyti miðað við flest önnur kauptún á landinu, þau, er við sjó eru byggð. Afkomumöguieikar Víkurbúa eru því að ýmsu leyti mjög erfið. Atvinna þeirra er reitingssöm og stopul að öllum jafnaði. Vegavinna, flútningar, vinna við sauðfjárslátrun á haustin og annað í sambandi við verzl- un, sem er allmikil í Vík, er það helzta sem til fellur. All- margir menn sækja atvinnu að heiman, ráða sig í siiídveiði- skiprúm á sumrin og fara á Suðurlandsvertíð á vetrum. Hvalrekar og skipströnd við sandana, hafa einnig stundum bætt í búi hjá Víkurbúum, og varð svo á þessu ári. Erfitt er um jarðrækt-í Vík, vegna þess hve land það, er nú er völ á til ræktunar þar, liggur í mikilli fjarlægð við kauptúnið. Sú jörð heitir Engigarður og er eign hreppsins. Er hún í liðlega 6 km. fjarlægð . við kauptúnið. Land Engigarðs er fremur vel til ræktunar fallið og skiptir mörgum tugum ha. að stærð. Búnaðarfélag íslands hefir mælt og kortlagt allmikið af landi þessu, en framkvæmdir eru ekki byrjaðar. Um 20 fjölskyldur í kauptún- inu hafa nokkurn búskap. Hafa sumir þeirra fengið smábletti til ræktunar hjá Víkurbænd- um, en margir verða þó að sækja heyskap sinn vestur í Reynishverfi með allmiklum kostnaði. Búfjáreign í kaup- túninu er 14 kýr, 18 hross og nær 400 fjár. Allar fjölskyldur í kauptún- inu hafa garðrækt, er nægir til heimilisnota, og er að því mik- ill stuðningur. Neðan við kauptúnið, vestan Víkurár, er sandgræðslusvæði, nokkrir ha. að stærð, sem sand- græðsla ríkisins tók til ræktun- ar fyrir 7 eða 8 árum. Er ánægjulegt að sjá, hvernig gróðurinn er smátt og smátt að sigrast á sandauðninni. Sá hluti sandgræðslusvæðisins, sem næst liggur kauptúninu, er nú það vel á veg kominn, að hann er orðinn garðræktarland og um leið matarbúr íbúanna. Vatnsorkurafstöð, um 100 kw. að stærð, er í Vík. Raforkan er að mestu seld gegn um hemil- mæla, á kr. 120.00 árskw. Raf- orkan nægir til Ijósa og suðu fyrir kauptúnið og að einhverju (Framh. á 3. síðu) „Nú er komín hrím- kalft hausf, - horiín sumarblíða" Eftir Pál Zóphóníasson. Gangnasunnudagurinn er í dag. Þá kemur alltaf yfir mig leiði; mig langar í göngurnar og til að sjá féð. Á gangna- sunnudaginn er slætti lokið um land allt. Heyannirnar eru þá búnar og haustverkin taka við. Margir telja, að þá sé sumri lokið, þótt almanakið telji það lengra. í dag kveður óvenjulega gott sumar íslenzka bændur. Spretta var víða með ágætum, og svo til allsstaöar góð. Hey eru víða mjög mikil, og allsstaðar mikil eftir mannskap, sem vann að öflun þeirra. En líkur eru til að þau séu víða létt. Heyskapar- tíðin var hagstæð víðast hvar um landið. Þó verður það ekki sagt um Suðausturland, og á Norðurlandi var fimm vikna tími frá 10. ágúst mjög vætu- samur og þurkalítill. En þrátt fyrir það, verður að telja menn vel heyjaða, enda var víða til með meira móti af gömlum heyjum. Bændur hafa þegar keypt 4—5 þús. smál. af síldarmjöli, og margir sunnlenzkir bændur hafa líka dregið að sér nokk- urn maís. Það má því ætla, að til sé nú á heimilunum meiri forði handa búfénu en oft áð- ur. En er nú samt víst, að hann reynist nægjanlega mikill? Yngri bændur muna ekki harð- an vetur; hann hefir enginn komið síðan 1920. Og margur maðurinn gleymir fljótt því, sem á móti blæs, þegar það er liðið hjá, og er það raunar gott að vissu leyti, en endurminn- ingin þarf þó alltaf helzt að geymast, því að af henni á að læra. Nú spá margir hörðum vetri og benda á, að ber hafi verið mikil í sumar, vetrarkvíðinn hafi vaxið eins og hann sé van- ur á undan hörðum vetri, ló- urnar hafi flokkað sig snemma í stórhópa o. s. frv. Þetta voru talin einkenni, er bentu á harðan vetur. Nú trúir þeim enginn, og ekki einu sinni þeir, sem benda á þau meir til gam- ans en að eftir þeim verði far- ið. En sagan endurtekur sig. Þótt breytingarnar í heiminum hafi orðið miklar, og þær séu enn að gerast, þá liggur landið okkar enn á sama stað og veðr- áttan fylgir enn sam lögmáli og hún hefir gert. Harður vet- ur getur því komið enn, og það eru því meiri líkur tii að hann (Framh. á 4. síðu) Abyrgðarleysí S j álf stæðisf lokksíns Hér í blaðinu var það nýlega sýnt með ljósum dæmum, að áróður Sjálfstæðisflokksins í sveitum væri gagnstæður áróðri flokksins í kauptúnum og kaup- stöðum. í sveitum er því hald- ið fram, að flokkurinn berjist fyrir hærra verði á landbúnað- arafurðum og þingmenn flokks- ins þar kalla saman fundi til aö krefjast hærra verðlags. í kaupstöðum er því haldið fram, að flokkurinn vinni á móti verð- hækkun innlendra vara og verkamannafélög flokksins eru látin mótmæla verðhækkunun- um. Með því að leika þannig tveim skjöldum hyggst flokk- urinn að geta tryggt sér bæði fylgi bænda og verkamanna. Aðalmálgagn Sjálfstæðis- flokksins, Morgunblaðið, hefir reynt að svara þeirri réttmætu gagnrýni, er Sjálfstæðisflokk- urinn hefir hlotið fyrir þennan málflutning. Svör blaðsins mega heita einstæð. í fyrsta lagi reyn- ir blaðið að afneita bæði bænda- íulltrúum og verkamannafull- trúum flokksins, en síðan held- ur það því fram, að hvoru- tveggja hafi rétt fyrir sér! Fyrst segir blaðið: „Óþarft er að taka fram, að Sjálfstæðisflokkurinn á engan þátt í þeim aðgerðum, sem hér er um að ræða.“ Síðan ræðir blaðið kröfur bændafultrúanna og kemst að þessari niðurstöðu: „Það er ekki að undra, þótt fulltrúar bænda telji nauðsyn þess, að verðið á kjötinu innan lands hækki.“ Þá ræðir blaðið kröfur verka- mannaflokksins og segir að lokum: „Óðinsmenn sjá og skilja, að er fram í sækir verður það engum til góðs, að verðlagið skrúfist upp.“ Menn verða vissulega litlu nær um * stefnu Sjálfstæðis- flokksins eftir þessar þokuhug- leiðingar Mbl. En menn verða sannarlega miklu fróðarii um vinnubrögð Sjálfstæðisflokks- ins. Það er reynt að þóknast öllum, þótt afleiðingin verði mótsögn á mótsögn ofan. Fyrst er reynt að þóknast þeim, sem hneykslast á hinum mótsagna- kenndá málflutningi Sjálfstæð- isflokksins. Þess vegna er sagt, að þessi vinnubrögð séu Sjálf- stæðisflokknum óviðkomandi. Síðan er reynt að þóknast bændafulltrúunum og sagt, að kröfur þeirra séu eðlilegar. Loks er reynt að þóknast verka- mönnum og sagt, að þeir séu hinir hyggnu og forsjálu menn, er sjái hvert straumurinn stefnir. Hver er þá hin raunverulega stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málum? Er það krafa Jóns Pálmasonar eða krafa Óðinsleiðtoganna, Bjarna Beni- diktssonar og Gunnars Thor- oddsens? Þessari spurningu er tæpast hægt að svara. Sjálfstæðisflokk- urinn hefir jafnan reynt að fylgja þeirri reglu, að taka aldrei afstöðu sem flokkur til þessara mála. Markmið hans hefir verið það eitt, að reyna að halda opnum leiðum til að geta rekið þennan tviþætta áróður, lofa bændum *þessu og verka- mönnum hinu. Þess vegna hafa áróðurs- menn Sjálfstæðisflokksins jafn- an verið hinir kröfuhörðustu í báðum fylkingarörmum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir lagt til þá menn, sem hafa heimtað hæst verðlag, og líka þá menn, sem hafa heimtað lægst verð- lag. Það er vissulega ekki ein- göngu í verðlagsmálunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir tamið sér þessi vinnubrögð. Hann hefir unnið á svipaðan hátt í flestum málum, sem nokkru skipta. Það liggur í augum uppi, hver hætta stafar af því, að stærsti stjórnmálaflokkur Mbl. hefir fengið aðkenning af samvizkubiti út af því, að stuðningur þess við þjóðstjórn- ina myndi vera að skapa því allþrönga siðferðislega ábyrgð sökum þess, að Framsóknar- menn hafi fyr og síðar haft al- gerlega ranga reglu að því er snertir embættaveitingar. Blað- ið' telur ný dæmi þessarar spill- ingar hversu núverandi for- sætisráðherra hafi veitt em- bætti lögreglustjórans og for- stöðu Flensborgarskólans. Mbl. mun hallast að því, að elzti um- sækjandi úr sömu stétt og valið í þrengsta skilningi, eigi jafn- an að hreppa hin launuðu störf þjóðfélagsins. Með þeirri reglu er á fullkomnasta hátt reynt að tryggja það sem kallað er em- bættisværð í störfum þjóðfé- lagsins. Alduísreglan leiðir af sér hinn draumlausasta svefn við störfin, þar sem skotið er loku fyrir að svo mikið sem gárur frá nýjungum og starfs- landsins skuli starfa á þennan hátt. í fyrsta lagi æsir hann helztu stéttir landsins til kröfu- hörku og ábyrgðarleysis og get- ur slíkt vitanlega haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar á þessum tímum. í öðru lagi verður þetta þess valdandi, að flokkurinn getur aldrei tekið röggsamlega á málum, þvi að verk hans verða þá í ósamræmi við lof- orð, sem hann hefir gefið hin- um og þessum stéttum. Hefir þetta komið berlega fram í dýr- tíðarmálinu. Reynslan hefir sýnt, að það hefir einmitt verið slíkt á- byrgðarleysi og lýðskrum stjórnmálaflokkanna, sem átt hefir verulegan þátt í hruni lýöræðisins, t. d. í Frakklandi. Horfurnar eru vissulega alvar- legar framundan hjá okkur, ef stærsti stjórnmálaflokkur landsins heldur áfram að starfa þannig, að hann æsir til kröfu- hörku og ábyrgðarleysis og er ófær til að taka ákveðna af- stöðu til málanna. Það er vissulega kominn tími til þess, að forráðamenn Sjálf- stæðisílokksins athugi, hvert þeir stefna málefnum landsins með . slíkum vinnubrögðum. Þótt slík vinnubrögð séu kannske í bili álitlegust til að vinna flokknum fylgi, þá geta afleiðingarnar fyrir þjóðina og landið orðið þær, að Sjálf- stæðisflokknum þætti lítið var- ið í sætleik valdanna, ef svo ó- líklega færi, að honum heppn- aðist að ná þeim með slíkum starfsháttum. Þ. Þ. í júlímánuði síðastl. ferðaðist ég að tilhlutun Framsóknar- flokksins um Austfirði, til þess að halda fundi með flokks- mönnum eða almenna lands- málafundi, eftir því, sem við varð komið á hverjum stað. Fór ég þessa ferð m. a. vegna þess, að þingmenn Suður-Múla- sýslu gátu ekki komið því við að ferðast um til fundahalda, eins og þeir hafa venjulegast gert á hverju vori, og svo hitt, að ég hafði ferðast um flestar byggðir landsins á vegum flokksins nema Austurland og fýsti því að sjá þann lands- fjórðung. Því miður var mér ekki unnt að ferðast um Norður-Múla- sýslu að þessu sinni, enda höfðu þingmennirnir boðað almenna fundi um næstu mánaðamót. Um fundi þá, sem ég hélt í ferðinni og skipulagsmál flokks- ins í Suður-Múlasýslu, hefir áður verið getið í Tímanum og hirði ég ekki um þau atriði í þessum ferðaminningum. Fljótsdalshérað. Um Héraðið hafði ég gert mér mjög rangar hugmyndir. Ég bjóst við að þar mætti auganu rennslétt flatneskjan, meðfram lygnu Lagarfljótinu. En raunin varð allt önnur. Mest ber á smá fellum og ásum og upp úr fjöri berist yfir stöðupollinn. Hin reglan er að sækjast eft- ir fjöri og dugnaði við störfin fyrir landið. Framsóknarflokk- urinn hefir fyr og síðar, mest af öllum núverandi stjórnmála- flokkum, stefnt að þessu marki. Stundum hafa vonir manna um efnilega menn ekki ræzt, er til starfsins kom. En í langflestum tilfellum hefir krafan um starfsorku og dugnað orðið til meiri happa heldur en hin sljóa regla um forréttindi ald- ursins. Framsóknarmenn tóku þessa nýjung frá reynslu samherja sinna í starfslífinu. Bændurnir sóttust mest eítir dugnaðarliði, konum og körlum, til heimilis- starfanna og völdu úr eftir getu. Kaupfélögin sóttust eftir þessháttar starfsliði í þágu samvinnunnar. Mjög oft hafa ráðsettir bændur, með litla eða enga verzlunaræfingu grund- vallað, eða eflt íslenzku kaup- félögin, og þrengt af stalli með samkeppni töluvert æfðum verzlunarmönnum, sem voru keppinautar þeirra. Svo mjög er lögð stund á í kaupfélögum landsins að útiloka embætta- svefninn úr starfsemi félag- anna, að hvert einasta sam- vinnufélag getur losnað við for- stöðumenn sína meö nokkurra mánaða fyrirvara, ef þeir þykja ekki nógu duglegir í starfinu fyrir félagsmenn. Framsóknarmenn fylgj a þess vegna reglunni, um að sækjast eftir að fá mestu afkastamenn til starfa í heimilinu, í kaupfé- lögum, og eftir því sem þeir hafa aðstöðu til, í þjóðfélaginu. Og það er vitaö, að þessi stefna hefir gefizt vel. Hún er ein af hyrningarsteinum undir hina ótrúlega fjölþættu framför um undangenginn aldarfjórðung. Ýmsir af leiðtogum Sjálf- stæðismanna og flest blöð þess flokks hafa fræðilega stutt gömlu regluna um hið þrönga val og forréttindi aldursins. Aftur á móti fylgja Sjáfstæðis- menn með mikilli kostgæfni sömu reglu og Framsóknar- rnenn við allan éinkarekstur. Ef Steindór Einarsson eða for- ráðamenn togarafélaganna væru spurðir, hvort þeir teldu rétt að meta starfsfólk sitt eft- ir aldri eða prófun, þá hygg ég að þeir myndu allir svara: Við spyrjum aðeins um tvennt, dugnað og reglusemi. Fólk, með þviíikum eiginfeikum, viljum við fá í okkar þjónustu. Það er ekki alllítið ósamræmi í því, að allir Sjálfstæðismenn þeim rísa smá hamraborgir víðast hvar. Fyrir miðju Hér- aðinu blasir Snæfell við, fagurt og tígulegt. ' Höfuðból eru mörg á Héraði. Húsakynni víða vegleg, og fagrir trjágarðar prýða um- hverfið. En tvennt vakti þar þó um- fram allt annað sérstaka at- hygli mína og aðdáun. Það var gróðrarstöðin á Hallormsstað og skógurinn á Eiðum. Hafi aldingarðurinn Eden einhverntíma verið til, er ó- hugsandi að hann hafi tekið gróðrarstöðinni á Hallormsstað nokkuð fram. En hún er innsti kjarninn í hinum glæsilega Hallormsstaðarskógi og hinu stórfagra umhverfi Hallorms- staðar. í stóru rjóðri eru gróðursett- ar hinar fjölbreyttustu trjá- tegundir með ótal litbrigðum og milli þeirra eru aldar upp þúsundir birkiplantna á ýms- um aldri, sem eiga að dreifast víðsvegar um landið. Þrestirnir sungu í trjánum og undu hag sínum vel. Þarna er stöðug kyrrð, því að vindurinn nær sér aldrei inni í skóginum. Hirðusemi og smekkvísi ein- kennir alla umgengni og nið- urröðun í gróðrarstöðinni, hvar sem á er litið. Skammt ofar með Lagar- Jens Hólmgeirsson, fram- kvæmdastjóri framfærslu- nefndar ríkisins, fór nýlega austur i Vík í Mýrdal. Sagði hann tíðindamanni Tímans svo frá um kauptúnið: — Vík er lítið kauptún — í- búar um 200, auk býlanna Suð- ur- og Norður-Vík, er stendur niðri undir sjó austan við Reyn- isfjall. Áður var talsvert um út- ræði frá Vík, en nú er það að mestu lagt niður. Veldur því hafnleysi og hættusöm lend- ing, og er skammt síðan að þar varð stórslys í lendingu, svo sem kunnugt er. Má því heita, fylgja í atvinnurekstrinum hik- laust fram kröfunni um, að sá duglegasti skuli þar sitja fyrir störfum, en mæla með forrétt- indurn hnignunarinnar við hin launuðu störf þjóðfélags- ins. Mér finnst þessi aðstaða Mbl. minna nokkuö á hina frönsku sögupersónu, sem trúði ekki, að hún hefði alla æfi talað ákveð- ið mál. Hinir mörgu atvinnu- rekendur Sjálfstæðisflokksins reyna daglega við hin marg- þættu framleiðslustörf sín, að mestur hagur er að því að fá til verka efnilegasta fólkið, hvaðan sem það kemur. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf þess- vegna ekki að stíga nema svo sem eitt skref áfram til að kom- ast í embættamálinu inn á hina góðu braut Framsóknar- manna, í því efni. Ég hygg, að Mbl. þurfi ekki að óttast ásak- anir samvizkunnar út af hinni nýju leið í embættaveitingum. Því að leiðin er ekki ný. Stein- dór Einarsson, og dugnaðar- menn í framleiðslustéttunum vísa í þeim efnum rétta. leið, um úrræði mannfélagsins. Mér þykir sennilegt, að þegar lokið er núverandi samstarfi Fram- sóknarmanna og Sjálfstæðis- manna, um stuðning við sameiginlega landsstjórn, þá verði það hinn verulegi ávinn- ingur Sjálfstæðismanna að hafa að einhverju leyti lært af Framsóknarmönnum, að gera sömu erfiðu kröfuna til starfs- manna þjóðfélagsins, eins og allir myndarlegir atvinnurek- endur í öllum flokkum gera til þess fólks, er starfar við einka- fyrirtækin. Ég þykist þess full- viss, að í stað samvizkubits munu aðstandendur Mbl. finna, þegar svo er komið, þá djúpu ánægjukennd, sem fylgir því að gera rétt, ekki einungis í dag- legum atvinnurekstri heldur engu síður við störf þjóðfélags- ins. J. J. fljóti er Atlavík, þar sem Framsóknarmenn á Austur- landi halda sína árlegu hér- aðshátíð, sem orðin er stærsta og vinsælasta samkoman, sem haldin er eystra. Skógurinn á Eiðum er ein- stakur í sinni röð. Þar þarf hvorki að sá né planta út. Friðun landsins er þar einhlít. Á 14 árum hefir vaxið þar meir en mannhæðar hár skógur og vex ört með ári hverju. Fyrir þremur árum var girt stórt svæði til viðbótar og nú þýtur skógurinn þar upp. Jarðvegurinn er svo þrung- inn af birki, að allir ásarn ir á Héraðinu myndu verða skógi vaxnir á tiltölulega skömmum tíma, ef landið væri friðað og nýgræðingurinn þannig verndaður fyrir hinum stöðuga ágangi búfjárins. Virðist vera auðvelt fyrir bændur að friða ákveðin svæði í einu, þar til skógurinn er svo vaxinn, að féð getur ekki unnið á honum. Þá verði tekið annað svæði og svo koll af kolli, þangað til öll holtin eru viði vaxin, til arðs og yndis. Færi Héraðið þá að nálgast all- an samanburð við Rínarhéruð Þýzkalands, sem rómuð eru fyr- ir fegurð. Við alþýðuskólann á Eiðum er verið að byggja upphitaða sundlaug, þá fyrstu á Austur- landi, og bætir hún mjög úr brýnni þörf. Jarðhita er hvergi að finna í þeim landsfjórðungi, sem að gagni má koma. Eiða- skóli var fullskipaður nemend- um strax í vor. Kunna Aust- firðingar vel að meta skóla sinn. Sama er að segja um hinn gagnmerka húsmæðra- skóla að Hallormsstað. Þar komast jafnan færri náms- meyjar að en vilja á hverjum vetri. Verzlunin á Héraðinu er nærri öll við Kaupfélag Héraðs- búa á Reyðarfirði. Liggur veg- urinn þangað eftir Fagradal, sem.er eina opna leiðin að sjó, sem flesta mánuði ársins er fær, þar sem hafnarskilyrði eru. Er líkast því, að forsjónin hafi á sínum tíma munað eftir þess- um þörfum Héraðsbúa. Haldið til fjarða. Leiðin til Seyöisfjarðar ligg- ur um Fjarðarheiði, sem varð bílfær fyrir fáum árum, og mun vera hæsti bílvegur lands- ins, tæplega 700 m. Seyðisfjörður ber með sér í húsagerð og öðru, að hann var um langan tíma öndvegisstað- ur Austurlands. Hann nýtur enn þeirra dýrmætu réttinda að vera sérstakt kjördæmi, þótt minnstur sé af kaupstöð- unum. Þokur eru þar tíðar. En hinn gáfaði og hyggni skóla- stjóri þar, Karl Finnbogason, leiðir athyglina frá því í landafræði sinni og segir, að þokan sé mest við Berufjörð eða rúmlega 200 þokudagar á ári. Út með firðinum beggja meg- in er álitleg sveit. Er útræði stundað þaðan af flestum bæj- um með búskapnum. Um miðj- an fjörð að sunnan stendur höfuðbólið Hánefsstaðir. Bjó þar um langan tíma merkis- bóndinn Vilhjálmur Árnason, er lézt á s. 1. vetri í hárri elli. Býr nú þar Sigurður sonur hans; fróður maður og víðles- inn. Leiðin þaðan í Mjóafjörð liggur um Hesteyrarskarð, sem er um 800 m. hátt. Ákvað ég að fara það, með fylgd Sigurðar bónda. Lögðum við upp að morgni dags í svarta þoku. Húsfreyjan stakk vænum brauðsneiðum í bakpokann minn. Minntist ég þá, hversu dýrmætar mér urðu fáeinar brauðsneiðar frá húsfreyjunni á Lóni í Kelduhverfi, er ég fór yfir Tunguheiði í mikilli ófærð haustið 1939. Þokan virtist ekk- ert hindra Sigurð í áttvísinni. Hann gekk létt og hvatlega upp á hvern hjallann af öðrum, sem væri beinn og bjartur veg- ur, þótt leiðarmerki sæjust hvergi. Smalamennskan í hlíð- unum frá barnæsku hefir kennt honum að þekkja steinana og mosabreiðurnar, eins og fing- urna á sér. Þegar við nálguðumst Hest- eyrarskarðið, heyrðum við lúð- ur þeyttan, svo að tók undir í fjöllunum. Svöruðum við með ópum miklum. Var þar kominn mér til fylgdar Vilhjálmur bóndi á Brekku í Mjóafirði. Hesteyrarskarðið er örmjótt og stórgrýtt og liggur samfelld snarbrött brekka þaðan ofan I Mjóafjörðinn. Byggð Sveins í Firði. Fyrir botni Mjóafjarðar stendur jörðin Fjörður. Fjöll eru þar há og undirlendið sára- Daníel Agustínussou ertndreki: Ferðalag um Austurland

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.