Tíminn - 04.10.1941, Page 4

Tíminn - 04.10.1941, Page 4
392 TÍMECT, laogardagiim 4. okt. 1941 98. blað ÚB BÆNUM Húsnæðisvandræðin í bænum eru nú eitt mesta vanda- málið, sem bíður úrlausnar. Um mán- aðamótin sept.—okt. hófust haustflutn- ingarnir í bænum, en þó með minna móti en venjulega. Alls hafa nú 55 hús- næðislausar fjölskyldur, sem í er sam- anlagt 234 manns, leitað á náðir fram- færslufulltrúa. í ráði er að húsnæðis- lausar konur og böm verði fluttar til Valhallar á Þingvöllum, en heimilis- feðrunum verður fengið húsnæði á far- sóttahúsinu til bráðabirgða. Kristján Haukur Pétursson, sonur Péturs Leifssonar ljósmyndara, hefir nýlega lokið fullnaðarprófi í landbúnaðarverkfræði við búnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn með ágæt- iseinkunn. Trúlofanir. Ungfrú Jónína Sigurðardóttir, Egg í Skagafirði og Jóhannes Hannesson, Kj artansstöðum, Staðarhreppi, Skag. Ungfrú Sigríður Helgadóttir, Lóu- götu 2, og Sindri Sigurjónsson frá Kirkjubæ í Hróarstungu. Ungfrú Jóhanna Sturludóttir frá Fljótshólum í Plóa og Gísli Bjarnason bifreiðarstjóri, Lambhúskoti í Biskups- tungum. Bindindishöllin. Húsráð góðtemplara í Reykjavík, hefir fyrir skömmu samþykkt að ganga inn í kaupsamning „Húsfélags bind- indismanna" um kaup á Bindindishöll- inni. Pyrir nokkru síðan kom til orða að Góðtemplarareglan keypti húseign- ina Fríkirkjuveg 11 (hús Thor Jensens) en vegna ágreinings, sem varð um mál- ið innan reglunnar, fóru kaupin ekki fram. En í þess stað stofnuðu nokkrir meðlimir bindindissamtakanna „Hús- félag bindindismanna" í því augnamiði að koma í veg fyrir að húseignin lenti í höndum annarra, ef svo kynni að fara að templarar kæmu sér síðar saman um að kaupa eignina. Sigixrvin Einarsson, kennari við Miðbæjarskólann hefir fengið frí frá kennslustörfum, án launa, í tvö ár. ,Hann hefir sinnt kennslustörfum samfleytt í 18 ár. Háskóla bíó. Háskólinn hefir fengið leyfi til þess að starfrækja kvikmyndahús í ís- húsinu við Tjamargötu. Er áætlað að húsið taki 385 manns í sæti og hefji sýningar um áramót. Nýtt samkomuhús. Um þessar mundir er í undirbúningi af hálfu Bandaríkjastjórnar, að reisa stórt samkomuhús fyrir setuliðið sem hér dvelur, við sunnanvert Skólavörðu- torg. Hefir Bandaríkjastjóm farið þess á leit við Reykjavíkurbæ, að bærinn láti í té leigulausa lóð undir húsið. Bæjarráð hefir samþykkt þetta erindi með því skilyrði, að húsið verði að fullu eign bæjarfélagsins að ófriðnum lokn- um. Innflutningur . . . (Framh. af 1. slðuj reiða á næstunni. En að ó- breyttum kringumstæðum, hvað snertir siglingarnar og gj aldeyrissamböndin við Ame- ríku, þá hefir einkasalan í hyggju að flytja að minnsta kosti 150 fólksbifreiðar til landsins á fyrstu mánuðum næsta árs. Nýjasta framleiðslan af bif- reiðum er mun dýrari en fram- leiðsla undanfarinna ára og verður hækkun á öllum slíkum vörum næstu mánuði. Einnig hækka farmgjöld stöðugt og þar sem verðtollurinn miðast við innkaupsverð, að viðlögðu flutningsgjaldi, verða þær bif- Furðnleg ályktun . . . aflað. Þar sem hernaðaryfir- völdin hafa ekki getað sann- prófað skýrslu lögreglustjóra, eru allar fullyrðinagar þeirra um hana út í bláinn. Það er heldur alls ekki hægt að dæma þessi mál eingöngu eftir skýrslum sakadómara og lögreglustjóra, því að þær eru hvergi nærri tæmandi. Um samvinnu íslenzkra yfir- valda og hernaðaryfirvaldanna um þessi mál skal það tekið fram, að ekki hefir staðið á ís- lenzkum yfirvöldum í þeim efnum. T. d. hefir lögreglustjóri óskað eftir samvinnu um það, að stúlkur yngri en 16 ára fengju ekki aðgang að her- mannaskemmtunum eða her- mannaskálum, en sú samvinna hefir ekki fengizt. Ég verð að telja það mjög óviðkunnanlegt að brezku hern- aðaryfirvöldin séu að gefa yfir- lýsingar eins og þessar. Ég vil taka það skýrt fram, að í afskiptum íslenzkra yfir- valda af þessum málum felst hvergi nein andúð í garð brezku herstjórnarinnar eða brezku hermannanna. Það er almennt viðurkennt, að þessir aðilar hafa komið mjög vel fram. En það er líka viður- kennd staðreynd, að ný og al- varleg siðferðisvandamál hljóta að skapast, þegar fjölmennt herlið sezt að í ókunnu landi, hversu gott og siðprútt, sem það er. Það er til þess að ráða bót á þessum vanda, er skýrslunum hefir verið safnað, því að þær eiga að sýna hvernig málum er komið og hvað virðist því til- tækilegt að gera. — Tíminn verður að telja það mjög óviðeigandi, að brezku hernaðaryfirvöldin séu að skipta sér af skýrslusöfnun ís- lenzkra yfirvalda um íslenzkt fólk. Það er hlutur, sem þau varðar engu, og eru bein og ó- þörf afskipti af okkar eigin málum, sem við óskum að sjá einir um. Það verður einnig að teljast óþörf og vítaverð afskipti hern- aðaryfirvaldanna af íslenzkum málum, að ætla að fara að hefja áróður þess efnis, að allt sé í lagi 1 hinum svokölluðu „ástandsmálum" og siðferðið hafi batnað síðan herinn kom. Slíkan áróður taka íslendingar ekki almennt sem góða og gilda vöru. Og mönnum verður það á að spyrja: Hver er tilgangur- inn með þessari fullyrðingu herstjórnarinnar? Er henni ætlað að draga úr áhuga þjóð- arinnar fyrir þeim ráðstöfun- um, sem verið er að undirbúa? Er það ætlunin með þessu, að lokka þjóðina til að halda að sér höndum og fljóta áfram sofandi að feigðarósi? Ásakanirnar í garð lögreglu- reiðar, sem nú eru að flytjast til landsins og væntanlegar eru á næstu mánuðum, dýrari en að undanförnu. 198 Victor Hugo: EsmeralcLa Lögtak. Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur, og að undangengnum úrkurði, verður lögtak látið fara fram til tryggingar ógreiddum útsvörum til bæjar- sjóðs Reykjavíkur, sem lögð voru á við aðalniður- jöfnun s. 1. vor og féllu í gjaldaga að Vs hluta mánaðarlega 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október þ. á., en það eru útsvör allra þeirra gjald- enda, sem ekki greiða útsvör sín samkv. a.- og b.-lið 1. gr. I. nr. 23, 12. febr. 1940 um breyting á 1. nr. 106, 23. júní 1936, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- ar, séu þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavík, 4. okt. 1941. BJÖRN ÞÓRÐARSON. stjóra og lögreglunnar eru næsta óviðeigandi. Og það skal hernaðaryfirvöldunum sagt í eitt skipti fyrir öll, að íslend- ingar óska ekki eftir því, að erlendur her skipti sér af störf- um íslenzkra embættismanna, og reyni að gera þau tor- tryggileg í augum þjóðarinnar. Það, að erlend hernaðaryfir- völd skuli reyna að bera ís- lenzka embættismenn órök- studdum sökum í íslenzkum blöðum, ber líka lítinn vott um góðan vilja til þeirrar samvinnu, sem þau eru öðrum þræöi að bjóða fram. Brezku hernaðaryfirvöldin segjast vera fús til samvinnu „við íslenzk yfirvöld um að varðveita þá vingjarnlegu sam- búð, sem hingað til hefir verið með setuliðinu og landsmönn- um“. Því miður verður þessi yfirlýsing að teljast nokkuð tvíeggjuð, því að við íslending- ar viljum hvergi nærri varð- veita áfram, nema þá að óveru- legu leyti, þá „vingjarnlegu sarnbúð", sem átt hefir sér stað í „ástandsmálunum". En það mun koma í ljós, hvern skilning hernaðaryfirvöldin leggja í þessa yfirlýsingu sína. Falsanir í iarmgfaldamálinu (Framh. af 1. siSu) legur. Sjálfsagt þótti þó, að áð- ur skiluðu félögin eitthvað af hinum mikla gróða sínum frá síðastl. ári. Samkvæmt útreikningi, sem viðskiptamálaráðuneytið lét gera í júnímánuði síðastl., höfðu farmgjöldin hækkað það mikið frá því fyrir stríð, að það kostaði orðið 1620 þús. kr. meira en áður að koma til landsins venjulegum ársinn- flutningi af skömmtunarvörum. Ef tillaga viðskiptamálaráð- herra hefði verið framkvæmd, myndi flutningskostnaðurinn hafa lækkað, sem svaraði þess- ari upphæð. * * * Þess ber að gæta, að farm- gjöldin hafa öllu meira óbein en bein áhrif á vísitöluna. Þannig eru t. d. áhrifin af farmgjalda- 199 Tónlístarfélagið og Leikfélag Reykýavíkur NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Ath. Frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. Sundnámskeíð hefst að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 6. þ. mán. Þátt- takendur gefi sig fram sem fyrst. Upplýsingar í síma 4059. SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. hækkun. Farmgj aldahækkun gerir meira en að hækka inn- flutningsvörurnar í verði. Þeg- ar innflutningsvörurnar hækka eykst framfærslukostnaðurinn og kaupið hækkar. Af kaup- hækkuninni leiðir síðan hækk- un á landbúnaðarvörum og innlendum iðnaðarvörum. Þetta eru hin óbeinu áhrif af farm- gjaldahækkun og þau hafa miklu meiri áhrif á vísitöluna en hin beinu áhrif. En á sama hátt myndi líka farmgjalda- lækkun hafa meiri óbein áhrif en bein áhrif á vísitöluna. Ef raktar eru orsakir vísi- töluhækkunarinnar kemur það í ljós, að þær eru að langmestu leyti að finna i verðhækkun erlendu vörunnar. Þær hækka fyrst og síðan hækkar kaupið og innlendu vörurnar á eftir. Það er vitað mál, að farm- gj aldahækkunin er einn stærsti þátturinn í verðhækkun er- lendu varanna. Þess vegna var það hörmulegt glapræði, sem aldrei verður bætt, að atvinnu- málaráðherra skyldi ekki í tæka tíð hlýða þeim ráðum sam- sarfsmanna sinna, að setja há- mark á flutningsgjöldin. Millj- ónagróði Eimskipafélagsins í fyrra hefir haft meiri og stór- felldari hækkunaráhrif á vísi- töluna, en almenningur mun yfirleitt gera sér ljóst. Á víðavangi. inum, svo að ég borðaði afganginn sjálf- ur. — Hvað segirðu, skömmin þín? hróp- aði hún. Hefirðu étið alla kökuna? — Nei, mamma. Það var hundurinn. Ég bannaði honum það, en hann gerði það samt. Svo að ég borðaði það, sem eftir varð. — Þú ert ljóta barnið, sagði móðirin, bæði hló og illskaðist í senn. Taktu eftir, Ovdarda! Heima úðar hann í sig öllum kirsuberjunum í garðinum okkar. Afi hans segir, að hann verði líklega liðs- foringi. — Láttu mig ekki komast að þessu líku aftur, karl minn. Haltu á- fram, fitukeppurinn þinn! SJÖITA BÓK. I. KAFLI. Föbus höfuðsmaður. Margar vikur liðu. Marzmánuður fór í hönd. Sólin skein í allri sinni geisla- dýrð. Þetta var einn hinna blíðu og yndislegu vordaga, sem allir Parísarbú- ar fagna sem helgidegi á torgum og í skemmtigörðum. Á þessum hlýju og björtu dögum ver fólk venjulega ofurlt- illi stund til þess að dást að hinu skrautlega fordyri Frúarkirkjunnar, rétt um það bil, er sólin tekur að hníga til vesturs og varpar eldi kvöldroðans á framhlið musterisins. Geislar lækkandi sólarinnar hverfa af gangstéttunum og smám saman teygir skugginn sig hærra og hærra upp eftir kirkjuhliðinni. Geisl- arnir verða æ hallari, ná loks ekki leng- ur að skína á götuna og skuggarnir þok- ast lengra og lengra upp kirkjuveggina, en rósrautt sólskinið víkur undan. Það var um það leyti dags. Gegnt hinni miklu kirkju, sem var slegin roða kvöldsólarinnar, gat að líta nokkrar ungar og fallegar stúlkur á steinsvölum, er prýddu gamalt gotneskt stórhýsi fram við torgið. Stúlkurnar hlóu og gerðu að gamni sínu og undu sér hið bezta. Fljótséð var, að þetta voru aðalsmeyj- ar af auðugum foreldrum. Það var meðal annars hægt að ráða af því, hve langar slæðurnar voru; þær féllu undan perluskrauti, er þær báru um höfuð sér, niður að gólfi. ísaumaðir klútar, sem þær báru á öxlum sér, en huldu þó eigi barm þeirra að tízku þeirra tíma, sýndu það. Það var ljóst af því, hve íburðar- mikið efni var í millipilsum þeirra, jafnvel enn glæsilegra en í kjólunum. Og það sást enn á öllu því silki, flaueli og líni, sem þær voru vafðar í, en þó fram- ar öllu öðru á mjallhvítum höndum (Framh. af 1. siðu) isflokknum vegna tengda sinna við Thorsarana. í grein þessari kemst hann að þeirri skringi- legu niðurstöðu, að það sé til þess að útrýma stéttastríði og skapa þjóðareiningu, að Sjálf- stæðisflokkurinn æsir verka- menn til að gera ranglátar kröf- ur til bænda og bændur til að gera ranglátar kröfur til verka- manna í verðlagsmálunum! 4 krossgötum (Framh. af 1. síðu) Gæftaleysi er á Hofsósi um þessar mundir. En afli dágóður þegar gefur á sjó. Slátrun stendur nú sem hæst, og eru dilkar heldur vænir. í ráði er að skera niður allt fé að Þönglaskála, en þar hefir orðið vart garnaveiki í sumar. Þönglaskáli er utan við það svæði, sem niðurskurður fór fram á í fyrra. Erlendar fréttir. (Framh. af 1. síðu) 14.500 flugvélar. Hann sagði að þýzka þjóðin yrði að færa hin- ar ítrustu fórnir, ef sigur ætti að vinnast. GAMLA BÍÓ LÍFS OG LIÐNIB (Beyond Tomorrow) Aðalhlutverkin leika: RICHARD CARLSON, CHARLES WINNINGER, JEAN PARKER. SÝND KL. 7 og 9. ÁFRAMHALDSSÝNING Klukkan 3.30—6.30. Tæknlr liófaiiua Aðalhlutverkin leika: J. CARROL NAISH og LLOYD NOLAN. Börn fá ekki aðgang. -------NÝJA BÍÓ-----~ MEÐ BÁEI OG BBANDI Drums along the Mohawk. Amerísk stórmynd frá Fox. — Tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBERT og HENRY FONDA. Börn frá ekkl aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innilega þökkum við auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS MATTHÍASSONAR frá Tungu. Sérstaklega þökkum við Sparisjóði Ólafsvíkur og Dýra- verndunarfélagi íslands fyrir virðingu sem þau sýndu þeim látna. Fyrir hönd systkina, tengdabarna og barnabarna. Karlotta Þorsteinsdóttir. “t ^IGLIMGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Gullíford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ÉG UNDIRRITAÐUR starfræki frá og með deginum í dag trésmiðju- og leikfangagerð á Skólavörðustíg 10, Reykjavik, sem ég rek með ótakmarkaðri ábyrgð undir firmanafninu: Tek að mér eldhúss- og búðarinnréttingar og hverskonar aðra smíði. Áherzla lögð á gott efni, vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Gjörið svo vel og leitið tilboða. Síminn er 1944 — P. O. Box 843. Símnefní: Eik. Reykjavík, 2. okt. 1941. Virðingarfyllst. KrisÉján Erlendsson trésmiður. Nt ERU Haustvörurnar komnar Peysufatasatin — Peysufatasilki matt — Ullarkjólaefni í mörgum litum — Ferming- arkjólaefni margar gerðir — Fjölbreytt úr- val af Silkiefnum — Einnig mikið af fal- legum Flauelum. ---Sent iini land allt gegn póstkröfn.- Verzlun Sígríðar Guðmundsdóttur Langaveg 12. Sími 2264 Á afgreiðslu Dvalar eru nú til þrjú heil (complet) eintök af ritinu. Er orðið mjög örðugt að fá slík eintök. Verða þau (allir árgangarnir átta) seld á 75 krónur. Dvöl DVÖL, Lindargötu 9A, Reykjavík, TÍMIHIV er víUlesnasta anllýsinlablaSBf!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.