Tíminn - 30.10.1941, Page 1

Tíminn - 30.10.1941, Page 1
í RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÍFORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 25. ár. Trúnadarbrotid við Alpingi Þingsályktunartillaga frá Svcinb. Högnasyni Sveinbjörn Högnason flytur í sameinuðu þingi þessa tillögu til þingsályktunar vegna trúnaðarbrots við Alþingi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún láti rannsókn fara fram á því, hver hefir gerzt sekur um trúnaðar- brot við Alþingi, með því að skýra einu dagblaði bæjarins frá því, sem gerðist á lokuðum fundi í sambandi við brezk-ís- lenzka fisksölusamninginn. í greinargerð segir: Eins og kunnugt er, skýrði Morgunblað- ið frá því, strax daginn eftir, hvað gerzt hafði á lokuðum fundi Alþingis, er brezk-íslenzki fisksölusamningurinn var þar til umræðu. Getur slíkt ekki komið fyrir nema einhver al- þingismanna gerist sekur um trúnaðarbrot við þingið. Þar sem tímarnir eru nú hins vegar þannig, að margt það, sem Al- þingi verður að láta til sín taka, er heppilegra að athuga í kyrr- þey, þá verður það að teljast mjög alvarleg athöfn að slá það vopn úr hendi þjóðar sinnar, og skiptir þar engu, hvers eðlis það mál er, sem um er að ræða. Þar sem grunur leikur einnig á, að einn ráðherranna sé við þetta mál riðinn, liggur það í augum uppi, að þingið er tæp- ast starfhæft fyrr en mál þetta er upplýst og skorður reistar við því, að þetta komi fyrir fram- vegis. íþróttakennsla á vcgum U. M. F. í. Frá Ungmennafélagi íslands hafa blaðinu borizt þessi tlð- indi: íþróttanámskeið verða haldin hjá sambandsfélögunum víðs- vegar á landinu í vetur. Hafa þegar verið ráðnir 7 íþrótta- kennarar til að ferðast um með- al félaganna og kenna allskon- ar frjálsar þróttir og leikfimi. Námskeiðstími er frá 2 til 8 vik- ur á hverjum stað. Þessir kenn- arar eru þegar ráðnir og eiga að kenna á eftirtöldum stöðum: Davíð Sigurðsson, Hvamms- tanga: í Norður-Þingeyjarsýslu. Helgi Sveinsson, Siglufirði: Á Austfjörðum. Hjálmar Tómasson, Auðsholti: í Hornafirði og á Vestfjörðum. Jón Bjarnason, Hlemmiskeiði: Á Eyrarbakka og Stokkseyri. Jón Þórisson, Reykholti: Á Snæfellsnesi og í Eyjafirði. Matth. Jónsson, Kollafj.nesi: í Dölum, Reykhólasveit og Geiradal. Óskar Ágústsson, Sauðholti: í Borgarfirði og Landeyjum. Fyrirhugað er, að Ungmenna- félag íslands haldi landsmót í iþróttum að Reykholti í Borg- arfirði í júnímánuði næsta vor. Veröa verkföll bönnuð Verkföll eru nú að hefjast i ýmsum þýðingarmiklum at- vinnugreinum í Bandaríkjun- um. Er talið að Roosevelt hafi í undirbúningi að fá samþykkt lög, er banna verkföll. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargðtu 9A. Símar 3948 og 3720. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Reykjavík. fimmtndaginn 30. okt. 1941 110. blað Hvað á sú ríkisstjórn að gera, sem ekki getur leyst helzta vandamál þjóðarínnar? I blöðum Sjálfstæðis- flokksins er haldið áfram að hamra á því, að lausnar- beiðni þjóðstjórnarinnar sé Framsóknarflokknum að kenna. Birta þau daglega nýjar röksemdir til þess að sanna þessa fullyrðingu sína, og myndi það verða laglegt safn af tvísöngs- „plötum“, ef einhver hirti um að tína þær saman í eitt. Tíminn hirðir þó ekki um það að sinni, að tína allt það rusl saman, en vegna þess- ara marggefnu tilefna þykir rétt að rifja upp aðdragand- ann að lausnarbeiðninni ennþá einu sinni. Það var eitt af yfirlýstum að- alverkefnum þjóðstjórnarinnar, að vinna að lausn dýrtíðar- málsins. Allir stuðningsflokkar hennar töldu það líka aðalverk- efni hennar og kepptust við að halda fram nauðsyn víðtækra ráðstafana í þessum efnum. Þetta var t. d. mjög skilmerki- lega orðað í ísafold 11. þ. m. í stórri, þrídálkaðri fyrirsögn, svohljóðandi: „SAMEIGINLEG LAUSN DÝRTÍÐARMÁLANNA GRUND- VÖLLUR ÞJÓÐSTJÓRNARINN- AR.“ í grein blaðsins sagði m. a. á þessa leið: „Svo sem kunnugt er, situr nú þjóðstjórn að völdum, sem hefir stuðning þriggja aðalflokka þingsins. Af þessu leiðir, að ef stjórnin sjálf getur ekki orðið sammála um tillögur til lausn- ar dýrtðarmálunum og þar skilji í veigamiklum atburðum, getur farið svo, að sá grund- völlur, sem myndun þjóðstjórn- arinnar hvíldi á, sé þar með horfinn.“ Það má óhætt segja, að ísa- fold hafi hér túlkað sameigin- lega skoðun allra stjórnarflokk- anna. Þegar stjórnin baðst lausnar lá það fyrir, óyggjandi og ó- hrekjanlega, að stjórnin gat enga sameiginlega lausn fund- ið í dýrtíðarmálinu. Iföfðu inö}»ulcikarnir fyrir sainkomulagl verið þrautreyndir? Einhverjir kunna að spyrja, hvort möguleikarnir fyrir sam- komulagi milli flokkanna hafi verið þrautreyndir. í stytztu máli er þessu að svara: 1. Fyrir hálfu öðru ári, þegar ljóst var, að verðhækkun er- lendu varanna myndi verða ein aðalorsök aukinnar dýrtíðar, bar viðskiptamálaráðherra fram tillögu um eftirlit með flutn- ingsgjöldum, sem áttu stóran þátt í verðhækkununum. Sam- komulag náðist ekki um hana. 2. Um seinustu áramót, þegar blöð Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins heimtuðu fulla dýrtíðaruþpbætur, varaði for- sætisráðherra mjög við kapp- hlaupinu milli kaupgjaldsins og verðlagsins, er af þessu myndi (Framh. á 4. síðu) Ræða Roosevelts Einangrunarsmnar verða að velja á milli hans og Hitlers Ræða Roosevelts forseta síð- astliðið mánúdagskvöld hefir vakið mikla athygli. Forsetinn var enn harðorðari í garð naz- ista en nokkru sinni fyrr. — Við höfum lofað að eyði- leggja nazismann, sagði hann, og við munum gera það. Við eigum um tvennt áð velja: Beygja okkur fyrir Hitler og bófum hans eða að berjast fyrir því frelsi, sem við njótum nú. Við höfum valið síðari kostinn. En til þess að sigra þurfum vér að margfalda framleiðsluna. Hvorki hagnaðarvonir stóriðju- hölda eða klíkuskapur verka- lýðsleiðtoga má hindra okkur í því starfi. Og við verðum að eignast her, sem er betri og öfl- ugri en nokkur annar her. Hitler ætlaði að hræða okkur með því að sökkva amerískum skipum, sagði forsetinn enn fremur. En það hefir aðeins hert okkur í þeim ásetningi, að láta vopnin, sem við sendum vinum okkar, komast til ákvörðunar- staðarins, en ekki lenda á hafs- botni. Mesta athygli vakti þó það atriði ræðunnar, að forsetinn sagðist hafa komizt yfir leyni- skjöl, er sönnuðu, að Þjóðverjar ætluðu að gera ríkin i Suður- Ameríku að skattlöndum sín- um. Jafnframt hefði hann sann- anir fyrir því, að nazistar ætlu- uðu að gera kirkjuna að áróð- urstæki sínu og láta hana byggja boðskap sinn á bók Hitl- ers, „Mein Kampf.“ Þetta mun mörgum ekki þykja trúlegt, sagði forsetinn. Þjóðverjar þræta fyrir þetta að sinni. En upplýsingar mínar eru eigi að síður réttar. Það er þetta, sem bíður okkar, ef Hitl- er sigrar. í löndum Bandamanna hefir ræðunni verið vel tekið. Þar er hún talin merki þess, að for- setinn sé ákveðinn í því, að láta vopna amerísku kaupförin og láta þau sigla til hafna Banda- manna. Það síðarnefnda væri geisilegur ávinningur fyrir Breta. A. Fréttir frá Stykkishólmi. — Úr Suður-Þingeyjarsýslu. — Akvegur yfir Lág- heiði. — Rafstöð í Ólafsfirði. Fréttaritari blaðsins i Stykkishólmi skrifar: Við Breiðafjörð var tíðarfar einmuna gott, allt frá vordögum og fram í september, en þá brá til ó- þurrka, og síðan í miðjum september hefir tíð verið mjög óstöðug og úrkoma hefir nú aö mestu lokið við ræktun á iandi því, er það tók til ræktunar haustið 1933, en eftir er að legga vegi um það. Félagar eru um 40 og eiga sumir % ha/, aðrir 1 ha. og nokkrir 2 ha. í sumar var landið mælt nákvæm- venju miklu var slátrað í haust, var ekki unnt að geyma allt kjötið í kaup- staðnum. Var því um 11 þús. skrokkúm komið í geymslu á Ólafsfirði og í Reykjavík. í sumar heyjuðu bændur í Suður-Þingeyjarsýslu fremur vel, enda Lindbergh. Þau ummæli vekja þó ekki síður athygli, að Roosevelt sagði að Bandaríkin yrðu að eignast bezta her heimsins. Þes er ekki beinlínis þörf í varnarskyni. En hinsvegar verður þess. þörf, ef Bandaríkin fara í stríðið. — Ræðu forsetans hefir vitan- lega verið illa tekið í Þýzka- landi. Sérstakega hefir upp- ljóstrunum hans verið mótmælt og því haldið fram, að þær bæru þess merki, að hann væri sjúk- ur hugóramaður. En mikilvægi þessara upp- ljóstrana forsetans er fólgið í því, að þeim er fyrst og fremst stefnt gegn einangrunarsinnum í Ameríku. Nú verða þeir að velja á milli: Hvort ætlið þið heldur að trúa Roosevelt eða Hitler, eða m. ö. o. : Hvort eruð þið heldur með Roosevelt eða Hitler. Einangrunarsinnar hafa flest- ir haldið því fram, að Hitler stefndi ekki að heimsyfirráð- um og Ameríka væri því óhuit. Uppljóstranir forsetans sýna hið gagnstæða. Einangrunar- sinnar eru því settir í þá klípu, að annaðhvort verða þeir að segja Roosevelt eða Hitler ljúga. Einangrunarsinnar hafa enn talsvert öflugt fylgi í Banda- ríkjunum. Forystumenn þeirra eru einkum öldungadeildar- mennirnir Nye og Wheeler, sem báðir eru í demókrataflokknum, og Lindbergh flugkappi. Af þessum mönnum nýtur Lind- bergh mestrar almenningshylli og margir spá því, að hann eigi eftir að verða oddviti stjórnar- andstöðunnar, ef Bandaríkin fara í styrjöldina. Lindbergh er rúmlega fertug- ur. Faðir hans var öldunga- (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi SEINASTA HÁLMSTRÁIÐ. íhaldsblöðin hafa nú aðeins eftir lítið hálmstrá, sem á að bjarga flokki þeirra yfir torfær- urnar í dýrtíðarmálinu. En það mun bresta, eins og allt annað. Blöðin segja, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi haft ástæðu til að halda, að ráð- herrar Framsóknarflokksins væru fylgjandi „frjálsu leið- ina.“ Þetta er hreinn heila- spuni. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins töluðu fyrst um það í alvöru að reyna „frjálsu leið- ina“ á ráðherrafundi laugar- daginn 18. þ. m. Framsóknar- ráðherrarnir létu þá svo um- mælt, að ef það væri tryggt áð- ur en þingið færi heim, að „frjálsa leiðin“ næði sama á- rangri og lögfestingin, myndu þeir geta fellt sig við hana. Var því tekinn frestur til að at- huga þetta. Sú athugun leiddi í ljós, að slíkt mætti teljast von- laust. Ráðherrar Framsóknar- flokksins lýstu þá yfir því, að þeir gætu ekki fallizt á „frjálsu leiðina". Þetta vissu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vel, þegar endanleg ákvörðun var tekin, og einnig það, að það myndi orsaka lausnarbeiðni stjórnar- innar, ef frv. Eysteins Jónsson- ar yrði ekki gert að stjórnar- frumvarpi. En vitanlega eru það aðalatriðin í þessu sambandi. NÝ JAFNAÐARMENNSKA. Alþýðuflokkurinn telur sig nú hafa lagt fram tillögur í dýr- tíðarmálinu. Er það aðalefni þeirra, að þriggja manna nefnd skuli ráða verðlaginu á afurð- um bænda. Með slíku fyrir- komulagi er bændum alger- lega meinað að ráða nokkuð um það, hvað þeir fá fyrir vinnu sína en verkamenn eiga að hafa frjálsar hendur til að knýj a f ram kauphækkanir. Önnur stéttin á að vera bundin, hin á að vera frjáls. Alþýðu- flokksforkólfarnir hafa þannig varpað frá sér sínum gömlu kenningum um jafnaðar- mennsku, en fengið aðra að láni hjá hinum nýju lærifeðrum sínum, kommúnistum. Þessi nýja jafnaðarmennska kemur líka greinilega fram í greinar- gerð tillagnanna. Þar segir um núverandi tilhögun á verðlags- málum landbúnaðarins, að hætta sé á því „að þaff snúist upp í það aff tryggja ákveffnum stéttum ekki lakari kjör en öffrum tilteknum stéttum.“ En það má ómögulega ske, að dómi Stefáns Jóhanns. Það kemur ekki til mála, að tryggja bænd- um svipuð kjör og hliðstæðum stéttum. Það samrímist ekki hinni nýju jafnaðarmennsku, sem á að rétta við Alþýðuflokk- inn. mikil. Grasspretta og nýting heyja var í bezta lagi og uppskera úr görðum óvenjulega góð. — Frá Stykkishólmi og Grundarfirði hafa 10—12 dragnóta- bátar stundað veiðiskap í sumar. Afla- liæsti báturinn hefir aflað fyrir rúmar 60 þús. kr. frá 1. júní til 20. október. Afli þessara báta hefir ýmist verið lagður í skip til útflutnings, eða hrað- frystur í frystihúsi Kaupfélags Stykk- ishólms í Stykkishólmi. — Vélskipið Olivette stundaði síldveiðar í sumar, en eftir það hefir hún stundað fiski- veiðar frá Stykkishólmi. — í Grundar- firði og Stykkishólmi er nú verið að reisa ný frystihús. Sigurður Ágústsson kaupmaður byggir frystihúsið í Stykk- ishólmí, en í Grundarfirði var stofnað hlutafélag um byggingu frystihússins, og er bygging þess hafin fyrir nokkru. Bæði þessi nýju frystihús eru vand- aðar steinbyggingar. — Kaupfélag Stykkishólms er líka á þessu hausti að byggja allstórt verzlunarhús í Grafar- nesi í Grundarfirði. Hefir kaupfélagið um nokkur ár rekið þar útibú, en haft mjög lélegan húsakost. Húsið er byggt úr steinsteypu. í Grafarnesi í Grund- arfirði hefir þegar verið gerður skipu- lagsuppdráttur af væntanlegu kaup- túni. — Ræktunarfélag Stykkishólms lega, kortlagt og skipt í reiti og síðan dregið um blettina, og tekur nú hver félagi við sínum bletti til afnota, en félagsstjórnin hefir yfirumsjón yfir landinu, og félagarnir í heild standa undir þeim skuldbindingum, sem á landinu hvíla. í sumar var heyafli af nýræktinni sæmilegur, en nokkuð skorti áburð. i t r Samkvæmt símtali við Þórhall Sig- tryggsson kaupfélagsstjóra á Húsavík, byrjaði sauðfjárslátrun hjá kaupfélag- inu þar þann 13. september. Fyrst var slátrað fé úr Reykjadal, af því svæði, sem þingeyska mæðin hefir lagt undir sig. Voru það alls um 5000 kindur. En auk þess var slátrað á Fosshóli. Sauðfé vestan Fljótsheiðar var flutt til Akur- eyrar, en fé úr Köldukinn var slátrað á Svalbarðseyri og Akureyri. Alls mun heildarslátrunin í haust hafa orðið um 21 þúsund kindur, en tæp 18 þúsund í fyrra. Slátruninni var lokið 11. októ- ber. Meðalþungi dilka var góður úr Mývatnssveit, en lélegri úr lágsýslunni. Enda var féð af þeim slóðum sjúkt og þar að auki hafði það fremur þrönga haga í sumar, vegna varnargirðingar, sem lá framan við dalina en norðan Mývatnssveitar. Vegna þess, hve ó- var nýting góð og heyskapartíð hag- stæð. Uppskera úr matjurtagörðum var mjög mikil, svo sem víða annars stað- ar á landinu. Hausttíðin hefir verið með eindæmum góð, sama sem engin frost um nætur, en flesta daga hefir verið sólskin. í sumar var unnið að uppfyllingu við Húsavíkurhöfn. Var fyllt upp töluverð spilda fram við sjó- inn. Stækkaði afgreiðslusvæði hafnar- innar mikið við þessa aðgerð og enn- fremur er þessi uppfylling til mikillar prýði við höfnina. t r r í haust var fé úr Fljótum í fyrsta sinn rekið til slátrunar í Ólafsfjörð. Alls munu Fljótamenn hafa komið með um 800 kindur til slátrunar. Leiðin úr Fljótum í Ólafsfjörð er mjög stutt og þægileg. Er mikill áhugi ríkjandi beggja megin Lágheiðar, en hún er milli Stíflunnar og Ólafsfjarðar, um að koma á góðum vegi milli byggðanna. Er hann þegar kominn að Kvíabekk að austan, en að Stífluhólum að vestan. Það væri sérstaklega tvennt, sem ynn- ist, með því að fá góðan veg yfir Lág- heiði. í fyrsta lagi kæmist þá Ólafs- fjöður í allgott bifreiðasamband, og þar að auki fengju Fljótamenn (Framh. á 4. siðu) Erlendar fréttír Á Moskvavígstöffvunum virð- ist Þjóðverjum verða lítið á- gengt, en þeir halda þar uppi stöðugum árásum. Sumsstaðar hafa Rússar gert gagnáhlaup með góðum árangri. Þjóðverjar eru næst borginni að vestan eða í 65 km. fjarlægð frá henni. Seinustu dagana hafa þeir gert mjög stórfelldar loftárásir á borgina, og einnig á Leningrad. — Á Rostovvígstöðvunum hafa Þj óðverjar unnið á og eiga aðeins ófarna 25 til borgarinn- ar. — Á Krímskagaeiðinu telja Þjóðverjar sér einnig mikilvæga sigra. — Rússar viðurkenna að hafa misst Kharkov. — Brezki loftflotinn hefir und- anfarið gert harðar loftárásir á Neapel, en þaðan flytja ítalir aðallega hermenn og vörur til Libyu. Bretar hafa einnig gert árásir á þýzkar borgir, innrás- arhafnirnar svonefndu og á Nantes í Frakklandi, þar sem þýzki herforinginn var myrtur á dögunum. FLOKKUR VERKAMANNA! í Mbl. í gær stóð m. a.: „Aff öffru leyti er rétt aff vekja at- hygli á því, aff höfuffástæffan fyrir því, aff Sjálfstæffisflokkur- inn affhyllist hina frjálsu leiff í dýrtíffarmálinu, er fyrst og fremst sú, aff forráffamenn verkamanna í hópi Sjálfstæffis- manna báru fram sterkar ósk- ir til þingflokksins, aff sú leiff yrði a. m. k. þrautreynd, áður en annað yrði aðhafzt." ÓTTINN VIÐ ALÞÝÐUFLOKK- INN OG VETRARKOSNINGAR. Mbl. kemst að þeirri undar- legu niðurstöðu í gær, að það geti ómögulega farið saman, að Sj álf stæðisf lokkurinn óttist samkeppni við sósíalista og vilji hafa vetrarkosningar. Það sé tvísöngur að halda slíku fram. Mbl. verður áreiðanlega að skýra það betur, ef menn eiga að geta treyst þessari full- yrðingu. En meðan frekari skýringar koma ekki frá blað- inu mun flestum þykja það næsta eðlilegt, að flokkur, sem (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.