Tíminn - 30.10.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1941, Blaðsíða 2
436 TtMINN, fimmÉudagiim 30. okt. 1941 110. blað “gímimt Fimtudaginn 30. okt. Eín ai uppsprettum dýrtíðarínnar Stjórn og þing glíma nú við Glám dýrtíðarinnar. Hin ábyrgu og óábyrgu öfl í þjóðlífinu reyna þar mátt sinn, og má ekki á milli sjá, hvorum veitir betur um sinn. Framsóknarmenn hafa byrjað öfluga varnarbaráttu gegn dýrtíðinni. Þeir leggja fram á þingi nokkur samfelld frumvörp, sem lúta að því að stöðva dýrtíðina, draga úr per- sónulegri eyðslu, og safna sjóð- um til að mæta óhjákvæmileg- um kröfum, þegar stríðinu er lokið. Móti þessum bjargráðum snúast kommúnistar og Alþýðu- ílokkurinn. Sj álfstæðisflokkur- inn er á vegamótum. Hin óá- byrgu öfl, sem nota Árna Jóns- son sem málpípu sína, fylgja línu Einars Olgeirssonar. Hinir betri menn flokksins sjá, að flokknum er stefnt í glötun með því að eiga samleið og samsekt með Einari Olgeirssyni. Engu skal spáð um það, hvenær Sjálfstæðisflokkurinn lætur málsvara ábyrgðarleysisins á sinn rétta stað í mannfélaginu. En það mun tæplega dragast mjög lengi. Meginhluti Sjálf- stæðismanna í Sjálfstæðis- flokknum mun fyr en varir uppgötva, að þjóðin lítur með fullkominni tortryggni á hin grunnfærnu ráð Árna Jónsson- ar og annarra af hinum inn- viðaveiku bandamönnum, sem kommúnistar sáu liggja við tjaldskarir flokksins. Þetta er hin beina dýrtíðar- hætta. En önnur meinsemd, öllu hættulegri, liggur nú yfir þess- ari þjóðleið. Það er hættan sem stafar af viðleitni setuliðsins til að fá íslenzkt vinnuafl til starfa í þágu hernaðarframkvæmda. Hér er ekki um að ræða við- leitni, sem varðar við lög lands- ins. Á yfirborðinu er hér jafn- vel um að ræða framkvæmd, sem margir íslenzkir borgarar telja þakklætisverða. Setuliðið þarf að gera hér ýmsar verk- legar framkvæmdir. Nálega all- ar þessar framkvæmdir eru bundnar við störf þess, tiltölu- lega lítið við varanlega þörf ís- lendinga. íslenzkir menn sækj- ast eftir þessari vinnu. Kaupið er hátt, einkum með eftirvinnu og sunnudagavinnu'. í sumar, sem leið, mætti ég sveitapilti, sem kom heim úr þessari vinnu á sunnudagkvöldi. Hann hafði fengið 40 krónur í kaup þann dag. Þessar vinnustöðvar hafa sterk áhrif á hugi manna. Fólk streymir að þessum verkstæð- um úr fjarlægð, miklu meira heldur en húsrúm leyfir. í sveit- unum er meira mannleysi en nokkru sinni fyr. Það liggur við borð, að hinir fáu bændur, sem enn eiga sæti á þingi, verði að hætta þingvist, til að sinna ó- hjákvæmilegri starfsþörf heim- ila sinna. Sumsstaðar var naum- lega hægt að ná matjurtum úr görðum fyrir fólksleysi, og sum hin stærri kúabú i landinu virt- ust ætla að leysast upp fyrir skort á nauðsynlegu starfsafli. Jarðabætur, húsabyggingar og bátaviðgerðir er í dái vegna þess að skortur er á vinnuafli og efnivið. Setuliðiö greiðir allt verk- kaupið í íslenzkum seðlum, en landið eignazt samsvarandi inn- stæður í erlendum bönkum. ís- lendingar skulda um 40 miljón- ir króna í Englandi og borga af því venjulega vexti. Hins vegar er talið, að landsmenn eigi nú í bönkum ytra rúmlega 150 milj- ónir, en sú innstæða er á litlum vöxtum, eins og títt er um slíkar inneignir í fésterkum löndum. Seðlaveltan hér á landi vex stöðugt. Tæplega mun líða á löngu þar til hún nær 50 miljónum króna. Af þessari greinargerð má sjá, að hér er mikil hætta á ferð- um fyrir þjóðarbúskap íslend- inga. Mjög mikill hluti hinnar hreyfanlégu vinnuorku starfar í þjónustu setuliðsins, að störf- um, sem að sárlitlu leyti snerta íslenzkt framleiðslulíf. Kaup Eínkennilegar missagnír Það munu óskráð lög þeirra íslenzkra stjórnmálaflokka, sem ekki eru undir forystu valda- manna í öðrum löndum, að halda utanríkismálunum ofan við erjur og dægurþras stjórn- málanna. Markmið þeirar er, að þjóðin standi þar sameinuð, þótt menn séu ekki á eitt sáttir um innanlandsmálin. Tvímælalaust er þessi regla þjóðinni lífsnauðsyn, sérstak- lega á þeim tímum, sem nú eru. En því miður hefir hún ekki verið haldin, sem skyldi. Ýms atriði utanríkismálanna hafa verið dregin inn í deilur flokk- anna, stundum til að lofsyngja vissa menn og stundum til að ófrægja aðra. í önnur skipti hef- ir verið reynt að pukrast með málin, svo hlutaðeigendur gætu eignað sér heiðurinn á eftir. í næstum öllum tilfellum má telja víst, að slíkar aðfarir hafi verið málunum til tjóns. Nokkur dæmi skulu nefnd þessu til sönnunar. Fisksölusamningurinn. Fyr;ir Ajþingi liggúr nú ó- venjuleg þingsályktunartillaga þessara manna er goldið í ís- lenzkum seðlum, en bak við þá eyðslu safnazt innstæða í öðru landi, sem er vaxtalítil, að miklu leyti bundin og það svo mjög, aö þeir atvinnuvegir, sem fæða og klæða íslenzku þjóð- ina, eru í meiri hættu um til- veru sína heldur en á nokkru öðru tímabili í minni núlifandi manna. Það er óhjákvæmileg skylda íslendinga að segja mótbýlis- mönum sínum, sem dvelja hér um stundarsakir, að þeir geta ekki lánað setuliðinu nema lít- ið vinnuafl, svo framarlega sem bjargræðisvegir þjóðarinnar eiga ekki að leggjast í kaldakol. Það er ekki hlutverk okkar að segja hinu erlenda setuliði fyr- ir um verk meðan það dvelur hér, enda myndi lítt hirt um fyrirmæli okkar í þeim efnum. Hitt er annað mál, að við verð- um aö sjá okkur sjálfum far- borða, eins og hinar stærri þjóð- ir segja til um sínar þarfir. Reynslan sýnir, að við getum ekki misst til mó'tbýlismann- anna nema sárlítinn og ef til vill engan vinnukraft. Ef setu- frá séra Sveinbirni Högnasyni. Það mun víst ekki áður hafa komið fyrir í þingsögunni, að þingmaður, sem vill gæta rétt- inda og virðingar þingsins, hafi verið neyddur til að flytja slíka tillögu. Tillagan er í stuttu máli sú, að ríkisstjórnin láti upplýsa, hver hafi framið það óheyrilega trúnaðarbrot, að skýra einu bæjai’blaðinu frá ummælum og atkvæðagreiðslu á lokuðum þingfundi um viðkvæmt utan- ríkismál, fisksölusamninginn. Hinar óheppilegu deilur um fisksölusamninginn hófust á þann hátt, að atvinnumálaráð- herra lét blað sitt birta ítarlega greinargerð frá sér um samn- inginn. Meö því var reynt að mynda þá skoðun, að atvinnu- málaráðherra hefði unnið mest að samningnum og bæri að þakka honum þann árangur, er náðst hefði, enda var samn- ingnum sungið óspart lof í greinargerð ráðherrans. En þessi tilraun ráðherrans til að auglýsa sig á þennan hátt, leiddi til þess að Alþýðublaðið fór að gagnrýna samninginn, enda var því ósárt um þótt ráð- liðið þarf að láta gera hér vinnufrekar framkvæmdir verður að flytja inn allt, sem til þess þarf, efnið og vinnukraft- inn. Ef við íslendingar hefðum átt við harðhentar kúgunarþjóðir, myndi lítt hafa verið skeytt um réttmæt rök okkar. Sem betur fer eigum við hér skipti við vel menntar þjóðir, sem berjast til að bjarga við frelsinu í heim- inum. Okkur ber skylda til að sýna þessum mótbýlisþjóðum vinsamlega kurteisi í öllum skiptum. En við eigum. ekki að sýna undirlægjuskap eða mann- dómsleysi um persónulegan rétt okkar. Við hljótum í mjög ná- inni framtíð að láta setuliðið vita, að við getum ekki lagt at- vinnulíf okkar í rústir, til að fá hátt kaup í okkar eigin seðl- um. Hlutverk okkar er að erja okkar eigið land, og koma fram með manndómi og festu í skipt- um við allar þjóðir. Setuliðið hefir sitt hlutverk, sem þeim er áskapað af forráðamönnum sinna landa. Sambýlið fer þá vel, ef báðir aðilar gæta sinnar skyldu. J. J. herann gæti sér ekki mikla frægð í utanríkismálum, því að hann hefir reyht að ná utan- ríkismálaráðuneytinu frá Stef- áni Jóh. Síöan fylgdu kom- múnistar, Jósef Thorlacius og Þjóðólfur í slóð Alþýðublaðsins. Skammirnar fóru stöðugt versnandi, sendimenn Breta voru svívirtir og auðvelt reynd- ist að æsa upp ýmsa útgerðar- menn. Atvinnumálaráðherra var með greinargerð sinni bú- inn að leiða þann asna í her- búðirnar, sem hann réði ekki við. Samkvæmt frásögn Mbl. af lokaða fundinum, munu Bretar hafa talið þetta mjög móðg- andi aðfarir, og því boðið okk- ur að rifta samningnum. Ríkis- stjórnin bar það undir lokaðan fund Alþingis, hvað gera skyldi. Alþingi mun að athuguðu ráði hafa fallizt á samninginn. En samkvæmt því, sem síðar hefir fram komið, virðast þingmenn þó ekki hafa verið á eitt sáttir. Málið myndi samt hafa verið klappað og klárt, ef Mbl. hefði ekki rofið þingleyndina. Mun það hafa talið það styrk fyrir atvinnumálaráðherra, að þingið staðfesti samninginn, þar sem hann haföi verið mest við hann kenndur fyrir eigin tilverknað. En slíkt varð vitanlega til þess, að hinir óánægðu þingmenn risu upp aftur og hinar alvar- legustu deilur eru hafnar á ný. Er ómögulegt að segja, hvaða áhrif þær kunna að hafa á af- stöðu brezku stjórnarinnar. Bæði hinar fyrri og síðari umræður um þetta mál eru hafnar vegna persónulégt metnaðar eins manns. í fyrra skiptið á að eigna honum verk, sem margir fleiri hafa unnið að. í síðara skiptið á að niðurlægja andstæðinga hans. Hvorugt nær tilgangi sínum, en hvorttveggja kveikir þann eld, sem er okk- ur háskasamlegur, þegar aðrar þjóðir eiga hlut að máli. Póstmáliff. En það mætti nefna mörg fleiri atriði, sem sýna, að reynt er að nota utanríkismálin til að auka persónulegt álit þessa manns, þótt oftast sé það ó- verðskuldað. Mbl. þakkar hon- um t. d. þær endurbætur, sem fengizt hafa á fisksölusamn- ingnum, enda þótt vitanlegt sé, að þær eru fyrst og fremst verk viðskiptanefndarinnar. Slík við- leitni einstaks manns eða ein- stakra manna til að eigna sér vinnu annarra í utanríkismál- unum, hlýtur vitanlega að skapa ríg og tortryggni og spilla gagn- kvæmu trausti, sem þar þarf að ríkja. Hvernig halda menn að færi, ef allir aðrir, sem að þessum málum vinna, færu að gera slíkt hið sama? (Framh. á 3. síðu) Þessi grein birtist nýlega í Heimskringlu: Fyrir skömmu birtist rit- dómur í „Tímanum“ um „Sögu íslendinga í Vesturheimi" eftir Jón Jónsson frá Gautlöndum. í VI. kafla þessa ritdóms get- ur höfundurihn þess, að föður síns (Jóns alþingismanns á Gautlöndum) sé minnst í „Sög- unni“ (á bls. 183); kveðst hann vita vel að ummæli um hann og frænda hans (Sigurð Erlends- son frá Klömbrum) séu „all- mjög færð úr lagi,“ og bætir þessu við neðanmáls: „Þessi frændi hans, sem hann (höf- undur Sögunnar) nefnir Sig- urð Erlendsson, fór aldrei til Ameríku — og mun aldrei hafa ætlað sér það.“ Þetta er ein- kennileg missögn. Sigurður þessi Erlendsson frá Klömbr- um var faðir hinna nafnkenndu Hnausa-bræðra í Nýja-íslandi, Stefáns og Jóhannesar kaup- sýslu- og athafnamanna, sem á margan hátt voru forystumenn nýlendunnar um langt skeið; var hann fjöldamörg ár hér vestra og andaðist á páskadag- inn 31. marz 1918 hjá Kristjönu dóttur sinni og manni hennar (nú látnum)Bergþóri Þórðarsyni bæjarstjóra á Gimli og jarð- sunginn af séra Rögnvaldi Pét- urssyni. Að staðhæfa það, að þessi maður hafi aldrei farið til Ame- ríku (ef Canada er talin með Ameríku), er vægast sagt ein- kennileg missögn; og þannig er fleira í þessum ritdómi. Að um- mælin um Jón frá Gautlöndum, sem greinarhöfundur segist vita vel að séu allmjög færð úr lagi, eru tekin upp orðrétt úr riti Sigurðar: „Frá fyrstu út- flutningum frá íslandi og fyrstu árum í Nýja-íslandi“ eft- ir Sigurð Erlendsson, með inn- gangi eftir séra Rögnvald Pét- ursson, Almanak O. S. Th„ 1919, 25. ár, bls. 82—90. í sama kafla ritdómsins, sem fyr er nefndur, kemst höfund- ur hans þannig að orði: „Höf- undur (Sögunnar) hefir eftir einhverjum Vestur?-íslendingi þessi orð: „Sannleikurinn er sá, þótt ömurlegt kunni að virð- ast, að íslenzkur bóndi í venju- legum skilningi hefir aldrei haft efni á að lifa menningar- lífi allt frá því land þetta byggðist.“ Þar sem höfundur rit- dómsins neitar því, að Sigurð- ur faðir Hnausa-bræðra hafi nokkurn tíma farið til Ameríku, virðist hann hér halda, að mað- ur, sem í raun réttri hefir aldrei þangað flutt, sé Vestur-íslend- ingur. — Ummælin um íslenzku bæridastéttina heima, sem vitn- að er í hér að ofan og ritdómar- inn heldur að sé eftir Vestur- íslending, er eftir Jóhannes Sveinsson frá Flögu í ritdómi hans um skáldsögu Jóhannes- ar úr Kötlum: „Björgin klofna,“ og höfundur Sögunnar tekur það upp úr Alþýðublaðinu 17. nóv. 1934. Jóhannes Sveinsson frá Flögu er Norðlendingur eins og J. J. og úr næstu sýslu við hann. Sjálfsagt eru þessar og fleiri missagnir í nefndum ritdómi af eínhverjum m j;s s k i 1 n(i n g i sprottnar, en þær eru svo al- varlegar að ekki má ganga fram hjá þeim óleiðréttum. Þess er vænst, að „Tíminn" birti þessa stuttu athugasemd. Sig. Júl. Jóhannesson (ritari Sögunefndar). Ég hefi nú séð athugasemd herra Sig. Júl. Jóhannessonar, við grein mína í Tímanum um „sögu íslendinga í Vestur- heimi.“ — Hefi ég þessu þar til aö svara: Ég hefi hvergi sagt, aö Sig- urður Erlendsson, bóndi í Klömbrum, hafi ekki farið til Ameríku. — Það þarf því (hér) engrar leiðréttingar við. — En neðanmáls i grein minni geri ég þá athugasemd, að Sigurður Erlendsson, frændi föður míns, sem lengi dvaldi á Gautlönd- um, hafi ekki farið til Ameríku. Ég þykist því ekkert hafa mis- sagt; — ætlaði að fyrirbyggja misskilning, — en hefi um leið skapað hann; — sé ég nú, og get mér kennt um. Þetta þurfti nokkurrar skýringar við. — Sigurður bóndi í Klömbrum fór til Ameríku 1876, með börnum sínum. — Hann á því enga afkomendur hér, og ekki náin skyldmenni svo ég viti; hann er því að mestu eða öllu gleymdur þeirri kynslóð, sem nú lifir. — Frændsemi hans við föður minn, hefi ég ekki fund- ið, þó ég hafi einnig leitað til ættfróðs manns. — En Sigurður Erlendsson, frændi minn, er mörgum kunn- ur,- sem enn lifa, og á nokkra afkomendur. — Hann mun hafa lifað fram um 1890. — Það ligg- ur því mjög nærri að telja, að það sé við hann átt í sögu Vest- ur-íslendinga og hann muni einhverntíma hafa búið í Klömbrum og farið þaðan til Vesturheims. — Þann skilning vildi ég koma í veg fyrir'; en hann mun hafa verið til. — Hinni athugasemdinni þarf ég ekki að svara. — Það er ekki annað en meinlaus sneið til mín. — Ég fullyrði ekki að höf. sé Vestur-íslendingur, — að hinum tilfærðu orðum; en mér (Framh. á 3. síðu) Séra BJörn Magnússon, Borg: Mæðraskóli Prédikiiii flntt á héraðsmóti Ilúsmæðraskóla Borgarfjarð- ar 3. apríl síðastliðiim. Er þeir nú voru á ferff, kom liann inn í þorp nokkurt. En kona ein aff nafni Marta tók á móti honum í hús sitt. Og hún átti systur, er hét María; hún settist við fætur Drott- ins og hlýddi á orff hans. En Marta var önnum kafin viff mikla þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: Herra, hirffir þú ekki um þaff, aff systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg þú henni að hjálpa mér. En Drottinn svaraði og sagði viff hana: Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæffist í mörgu, en eitt er nauffsynlegt. María hefir valiff góða hlut- ann, hann skal ekki verffa tek- inn frá henni. ' Það er vel til fundið, að kon- urnar, sem standa fyrir undir- búningi að Húsmæðraskóla Borgarfjarðarhéraðs, skuli byrja þessa fyrstu samkomu, sem haldin er í þágu þess mál- efnis, með guðsþjónustu. Sér- hvert gott verk, og sérhver há- leit hugsun, sem menhirnir helga krafta sína, skyldu vera Guði vigð frá byrjun. Með bæn um blessun hans viljum vér einnig byrja það verk, sem nú er hafið, og óska þess, að það megi jafnan vera unnið og því haldið áfram undir leiðsögn anda hans, og nært af þeim krafti, sem allt líf og öll gró- andi á upphaf sitt hjá. En mér finnst alveg sérstak- lega vel eiga við, að konurnar skuli byrja starf sitt undir merkjum kristinfdómsins og í samstarfi við kristna kirkju. Konurnar reynast víða trygg- astir og fórnfúsastir stuðnings- menn kirkjunnar, og á þeim hvílir það hlutverk, að leggja grundvöllinn undir kristilega fræðslu og kristilegt líf í hjört- um hinna ungu barna, sem eru stofn hinnar komandi kynslóð- ar. Þær vinna með því meira en nokkur annar aðili að því að efla og viðhalda kristilegum anda meðal þjóðanna, því að það er almennt viðurkennt af sálarfræðingum og uppeldis- fræðingum, að á þeim áhrifum, sem barnið verður fyrir í fyrstu bernsku, í skauti' móður sinnar, byggist að langmestu leyti mót- un skapgerðar þess og sú stefna, sem það tekur síðar í lífinu, þegar það nær þroska og á að fara að taka ákvarðanir, velja og hafna upp á eigin ábyrgð. En síðast en ekki sízt þykir mér það góðs viti, að hreyfing- in um stofnun húsmæðraskóla, j skuli vera hafin með því, að kalla menn til samfunda í hinu víða og háa musteri móður náttúru og minna á hann, sem er skapari og höfundur alls lífs. Eins og það er mikils virði, að barnið drekki í sig með móð- urmjólkinni tilfinninguna fyr- ir hinu heilaga og háa, eins gefur það að skilja, að það varðar miklu, að mæðurnar, og þær, sem eiga að verða mæður framtíðarinnar, alist upp í þeim anda, sem helgar Guði hvert verk og tekur á móti hverjum degi sem gjöf miskunnar hans Ég vil mega treysta því, að sá skilningur, sem lýsir sér í því, að vilja byrja þessa samkomu með stund, er helguð sé Guði og samfélaginu við hann, bendi til þess, að forgöngumönnum þessa máls sé Ijóst, hve miklu það varðar, að öll starfsemi hús- mæðraskólans sé rekin í kristi- legum anda og þær verðandi húsmæður, sem þaðan ganga út í lífið, séu mótaðar af því lífs- viðhorfi, er setur trú, siðgæði og sanna andlega menningu of- ar allri bóklegri og verklegri kunnáttu, svo mikils virði sem þekking og tækni óneitanlega eru. Það er annars ekkert nýtt fyr- irbrigði, aö konurnar standi framarlega meðal starfsmanna kristindómsins og áhugamanna um andleg málefni. Þegar frá upphafi starfsferils Jesú er þess getið, að margar konur hafi verið 1 fylgd með honum, og ýmissa þeirra, sem gerðust tryggastir fylgjendur hans, er | getið með nafni. Meðal "þessara nafngreindu kvenna, er veittu Jesú aðstoð í starfi hans og sýndu áhuga sinn í verki, eru systurnar tvær, sem getið er um í texta mínum. Báðar voru þær áhugasamar um að verða hon- um að liði, svo ólíkar sem þær voru. Marta lagði sig alla fram í þjónustu sinni, og var önnum kafin að sjá fyrir þörfum gests síns. Þar var hin áhugasama, tilþrifamikla, gestrisna hús- móðir, sem gleymdi öllu fyrir umhugsuninni um það, að láta gest sinn ekkert skorta. Hún vildi sífellt vera veitandi. Mörg- um hefir heldur hætt til að hnýta í Mörtu, og fundið þaö til, að meistarinn mælti til hennar nokkrum áminningar- orðum. En vér megum samt líta of einhliða á málið. Marta var fyrirmyndar-húsmóðir — ein af þeim, sem oss þykir allt- af gott að koma til og njóta beina hjá, ein af þeim, sem ganga allar upp í því að gera gestum sínum til góða, sem allt vilja veita með rausn og prýði, og sjá sóma sinn í því að ann- ast vel heimili sitt og láta það í hvívetna bera vott um ráð- deild, þrifnað og yfirleitt alla þá kosti, sem prýða fyrirmynd- ar-heimili. Ég vil að oss sé öllum ljóst á- gæti Mörtu á þessu sviði, og allra þeirra húsmæðra, sem henni líkjast. Vér eigum marg- ar slíkar vor á meðal íslend- ingar, og þeim eigum vér öllum fremur að þakka það orð, sem fer af íslenzkri gestrisni. Og heill sé hverri konu, sem með sóma og prýði stendur í stöðu sinni sem veitul og umhyggju- söm húsmóðir, og heldur um leið á loft merki heimilisins, þess arins, sem íslenzkt þjóð- erni hefir vermzt við um margar aldir ánauðar og hörm- unga, og á vonandi eftir að varðveita ófölskvaða glóð ís- lenzkrar ættjarðarástar og ís- lenzkrar þjóðrækni í þeirri vá, sem nú stendur fyrir dyrum. Einn slíkur arinn, sem marg- ar verðandi húsmæður geti kveikt við sinn heimiliseld, vænti ég, að hinn nýi hús- mæðraskóli Borgarfjarðar verði. Þar á að rætast allt það, sem íslenzkt er, þjóðlegt og heim- ilislegt, þar á hinum uppvax- andi meyjum þessa héraðs að gefast kostur á að nema þær hannyrðir, sem þær geti prýtt með heimili sín, gert þau vist- leg, björt og aðlaðandi, svo að þeir, sem þar dvelja, finni að þar eiga þeir þann reit, er þeir girnist að dvelja á öllum stund- um, er þeir eiga næði og hvíld, en keppi ekki eftir að komast sem lengst burt frá, hvenær sem færi gefst frá nauðsynleg- um skyldustörfum. Húsmæðra- skóli, sem rekinn er í slíkum anda þjóðrækni, heimilisrækni og hýbýlaprýði, hefir betri skil- yrði en nokkur önnur stofnun til að stuðla að varðveitingu þeirra verðmæta, sem þjóðinni eru dýrust, því að það er hús- móðirin, sem meira en nokkur annar setur mót sitt á heimilin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.