Tíminn - 30.10.1941, Page 4

Tíminn - 30.10.1941, Page 4
438 TtMIM, iimmtudagiim 30» okt. 1941 110. blað tTR BÆNPM Framsóknarskerruntun. Næsta Framsóknarvist verður á þriðjudaginn kemur í Oddfellowhús- inu, og hefst kl. 8,45. Vissara er að tryggja sér aðgöngumiða í tíma vegna þess hve húsrúm er lítið og þvi ekki hægt að hleypa nema takmörkuðum fjölda inn á skemmtunina. Aðgöngú- miðar verða seldir á mánudag og þriðjudag á afgreiðslu Tímans Lindar- götu 9 A, sími 2323. Nánar auglýst í næstu blöðum. Aðalfundur. Framsóknarfélags Reykjavíkur verð- ur í Kaupþingssalnum 1 kvöld og hefst kl. 8,30 stundvíslega. Að loknum aðal- fundi verður sameiginlegur fundur með F. U. F. Þar sem ráðherrar flokks- ins gera grein fyrir lausnarbeiðni rík- isstjórnarinnar og dýrtíðarmálunum. Ingólfur. Ingólfur, blað ungra Framsóknar- manna kemur út í dag. Að þessu sinni flytur blaðið m. a. ýtarlega grein um dýrtíðarmálið, fregnir af kosningum í stúdentaráð Háskólans, viðtal við Jón Þorsteinsson íþróttakennara og auk þess kvæði og nokkrar smærri greinar. Afgreiðsla blaðsins er á Lindarg. 9 A. Aðalfundur Félag Skagfirðinga í Reykjavik heldur aðalfund sinn í Oddfellowhús- inu kl. 8,30 í kvöld. Á eftir aðalfundar- störfum skemmtu menn sér við söng og dans. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefir skrifað rafmagnsnotendum í bænum og farið þess á leit við þá, að nota ekki rafmagnsofna á morgnana kl. 10—12 f. h., en þá er rafmagniö mest notað til suðu, og því mest hætta á rafmagnsskorti. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman i hjónaband af sr. Eiríki Brynjólfssyni, Útskálum, ungfrú Inga Jónasdóttir og Valdemar Þórðarson. Heimili ungu hjónanna verður á Óðinsgötu 24 A. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Árnadóttir frá Oddgeirshólum i Flóa, og Guð- mundur Kristjánsson, bóndi, að Amar- bæli í Grímsnesi. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þórunn Magnús- dóttir skáldkona og Jón Þórðarson kennari. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrét Sigurðardóttir og Karl Strand cand. med. Hjónaefni. Þann 25. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf Ámadóttir, Oddgeirs- hólum í Flóa, og Jón Ólafsson frá Fagradal í Mýrdal. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Bergþóra Eiríksdóttir (Hjartar- sonar raffræðings) og Niels Kristján Svane, Hringbraut 32. Á krossgötum (Framh. af 1. síðu) grelðan aðgang að verzlunarstað, þar sem þeir gætu meðal annars feng- ið fé sínu slátrað. t t i í sumar hefir verið unnið að bygg- ingu rafstöðvar í Ólafsfirði. Er þegar lokið við byggingu stíflugarðsins og langt komið að reisa stöðvarhúsið. Þess er vænzt, að rafstöðin verði fullbúin um áramót. Stöðin á að hafa 250 hestafla orku og er gert ráð fyrir að það rafmagn nægi til allra hluta, miðað við núverandi rafmagnsþörf þorpsbúa. En möguleiki er á því að stækka stöðina, ef þorpið vex það mikið, að þessi stöð verði ónóg. Sem stendur fá þorpsbúar rafmagn frá ljósamótor í frystihúsi K. E. A. „Sameíginleg lausn . . (Framh. a) 1. síðu) hljótast, og hafði við orð að biðjast lausnar. Samstarfs- mennirnir skelltu skollaeyrum við aðvörunum hans. 3. Viðskiptamálaráðherra gekkst fyrir því í fyrravetur, að þessi mál voru rædd í ríkis- stjórninni og hafði þar náðst samkomulag um víðtækar ráð- stafanir. En þegar á þing kom snerust samstarfsmennirnir gegn þýðingarmesta atriði til- lagnanna, launaskattinum. 4. Framsóknarmenn vildu þó enn þrautreyna samkomulags- leiöina. Þeir sættu sig við þau dýrtíðarlög, sem samþykkt voru, í trausti þess að þau yrðu fram- kvæmd. En þegar til kom, neit- uðu ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins að framkvæma lögin. 5. Enn vildu Framsóknar- menn þrautreyna samkomu- lagsleiðina. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins höfðu fundið dýrtíðarlögunum aðallega til foráttu, að þau stöðvuðu ekki kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds. Framsóknarmenn komu með tillögu, er bætti úr þessu. Hún hlaut samþykki ráð- herra Sjálfstæðisflokksins.Málið virtist leyst. En þá snúast Sjálf- stæðismenn enn í málinu, og bjóða upp á hina „frjálsu leið“, sem við nánari athugun virtist fálm eitt. 6. Framsóknarmenn gáfust samt ekki upp og buðu fram til samkomulags, að kaupfestingin skyldi falla niður um áramót, ef þá lægi fyrir ,að sami árang- ur hefði náðst með „frjálsu leiðinni“. Þessu tilboði var hafnað. Hver er sá, sem skyggnist yf- ir þessa sögu, er telur það ekki hafa verið þrautreynt, að þjóð- stjórnin gat ekki leyst dýrtíð- armálið? Átti þjóðstjómm að hanga áfram, þótt hún gæti ekki leyst málið? Hvað á sú stjórn að gera, samkvæmt viðurkenndum þing- ræðislegum reglum, er ekki getur leyst mál, sem hún hefir ætlað sér að leysa, — mál, sem hagsmunir þjóðarinnar krefj- ast líka að sé leyst? Á hún að hanga áfram við völd, vitandi það, að á meðan verður málið ekki leyst og þing- ið fær ekki tækifæri til að mynda nýja stjórn, sem kynni að geta leyst málið? Nei, hún á ekki að hanga, hún á að leggja umboð sitt nið- ur og gefa þinginu kost á að mynda nýja stjórn. Það er hin viðurkennda þingræðisregla um allan heim. Ásakanlr í garð for- sætisráðherra. Það er því næsta sorglegt, að blöð Sjálfstæðisflokksins skuli vera að ásaka forsætisráðherra fyrir að vera ekki áfram við völd, andstætt viðurkenndum þingræðislegum reglum. Það sýnir að virðingin fyrir þing- ræðinu er ekki nógu mikil í herbúðunum þeim. Blöðunum finnst það jafnvel mjög skrítið og einkennilegt, að ráðherrann skuli hafa farið að biðjast launar, án þess að vera beinlínis rekinn. Hann hljóti að hafa verið orðinn þreyttur. Blöðin gleyma því í þessu til- felli, að Hermann Jónasson er ekki einn þeirra stjórnmála- manna, sem þau hafa nánustu kynningu af. Hermann Jónas- son er ekki einn þeirra manna, sem hafa það markmið eitt, að hanga við völd, en skeyta því engu, þó mestu nauðsynjamál- in séu vanrækt og viðurkennd- ustu þingræðisreglur brotnar. En slíkir menn eiga vitanlega erfitt með að skilja það, að Hermann Jónasson skyldi ekki sitja meðan sætt var. En þjóðin mun skilja það fyrr en lýkur, að það eru ekki mennirnir, sem hugsa um það eitt að fá að hanga við völd, er hún þarfnast á þessum tímum Hún þarfnast manna, sem berj- ast vegna málefna en ekki ráð- herraembætta, — manna, sem þessvegna hafa siðferðisþroska til að leggja niður völd, ef þeir fá því ekki framgengt, er þeir álíta rétt. Sennilega eru íhaldsblöðin farin að finna þetta, því að þau hafa sjaldan lagt meira kapp á að rógbera Hermann Jónasson en einmitt nú. Framtíðin. Menn spyrja nú mjög um það, hvað við muni taka. Senni- lega bíður ríkisstjórinn þangað til séð er fyrir endalokin á frv. viðskiptamálaráðherra. Sá þing- meirihluti, sem samþykkir eða fellir frumvarpið, er siðferði- lega skyldur til að mynda stjórn og vinna að þeirri lausn dýrtíð- armálanna, er hann telur æski- legasta. Vafalaust mun minni- hluti þingsins verða þeirri stjórn vingjarnlegur a. m. k. fram á næsta þing, sökum þeirrar að- stöðu, sem þjóðin er nú í. Má t. d. telja víst, að full samvinna verði höfð um utanríkismálin í utanríkisnefnd. Mæðraskóll (Framh. af 3. síðu) um reynzt sá aðilinn, sem far- sællegast hefir innrætt börnum þjóðarinnar guðstrú og góða siðu. Nú liggur oss lífið á, að veita hinum verðandi mæðrum þjóðarinnar það veganesti, að þær séu færar og fúsar til að skila þeim arfi með ávöxtum á- fram til arfa sinna. í upplausn þessara tima er það sú höfuð-nauðsyn, sem ekki má bregðast. Það er margt, sem til greina kemur, en eitt er nauð- synlegt. Þegar Marta var önnum kafin við mikla þjónustu, sat María að fótum Jesú og drakk í sig himneska speki orða hans. í önn hins líðandi dags vill oss stundum gleymast, að það er eitt, sem er hið nauðsynlega: að 238 Victor Hugo: — Hvað varðar yður eiginlega um þetta? Hinn föli erkidjákni roðnaði eins og ung stúlka. Hann þagði stundarkorn og sagði síðan hálf vandræðalega: — Heyrðu, Pétur minn. Mér skilst, að þú sért ekki útskúfaður um alla ei- lífð. Ég vil þér vel, og vil gjarna vita um hagi þína. En minnstu samskipti við þetta flagð myndu gera þig að aumasta þræli djöfulsins. Þú veizt, að það er ávallt líkaminn, sem spillir sál- inni. Vei þér, ef þú lætur nokkurn- tíma ginnast til fylgilags við þessa Tat- arastelpu. Nú hefi ég varað þig við hættunni. — Ég reyndi það nú einu sinni, sagði skáldið og klóraði sér bak við eyrað. Það var fyrsta daginn, en ég slapp vel frá því. — Hefirðu gerzt svo djarfur, Pétur Gringoire? hrópaði presturinn ægi- reiður. Hann var orðinn dumbrauður í framan. — í annað skipti, sagði skáldið og brosti drýgindalega, gægðist ég gegn um skráargatið, áður en ég fór að hátta. Það var sá fallegasti kroppur, sem ég hefi nokkuru sinni----------- — Farðu til andskotans, hrópaði presturinn og hrinti vesalings Gringo- ire frá sér. Augnaráðið var ægilegt. Esmeralda 239 Síðan hvarf hann inn í myrkasta kima kirkjunnar. V. KAFLI. Klukkurnar. Þeir, sem bjuggu í grennd við Frúar- kirkjuna, töldu, að gleði Kvasimodo yfir klukkunum heföi mjög dofnað, eftir að honum var hegnt á torginu. Áður var samfelld klukknahringing allan' daginn: Það var hringt til há- messu, hringt vegna barnsskímar, hringt vegna hjónavígslu. Gamla kirkj- an hljómaði sífellt af fagnaðarríkum hringingum. Þaðan barst fólki sífellt ómur frá einhverjum keipóttum anda, sem söng með ótal koparmunnum. En nú var eins og þessi andi væri farinn brott. Dómkirkjan var myrk og þögul. Jafnvel við hin hátíðlegustu tækifæri var eigi hringt* meira heldur en boðið var í kirkjusiðabókinni. Kvasimodo dvaldist að vísu í turn- inum enn sem fyrr. En hann var breyttur maður. Var það vegna blygð- unar eða hryggðar yfir því, hvernig með hann hafði verið farið? Eða var María mey ekki lengur einráð í hjarta hringjarans, svo að hann vanrækti nú stóru klukkuna og systurbjöllur henn- Leikfél. Reykjavíknr Á FLÓTTA eftir Robert Ardrey Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl 2 í dag. B Ú R N eða UNGLINGA vantar okkur til að bera út blaðið til kaupenda í Vest- urbænum og Miðbænum. AFGREIÐSLA TÍMANS varðveita samband vort við uppsprettu lífsins og teyga af henni næringu voru innra lífi. En jafnvel í önnunum getum vér hlustað á rödd Guðs. Jafn- vel í umstangi þjónustunnar getum vér setið til fóta meist- arans og drukkið í oss kraft hans, speki hans, elsku hans. Gléymum aldrei að leita til þeirrar uppsprettu, þegar lind- irnar þorna í sjálfum oss og líf vort verður dauft og visið. Gleymum ekki hinu eina nauð- synlega. Ræða Roosevelts (Framh. af 1. siðu) deildarmaður, sænskur að ætt. Hann var mjög andvígur þátt- töku Bandaríkjanna í seinustu styrjöld og hefir Lindbergh erft þær skoðanir frá honum. Lind- bergh lærði flug, og í maí 1927 flaug hann einsamall frá New York til Parísar og var 33 klst. á leiðinni. Þykir þetta mesta flugafrek, sem unnið hefir ver- ið, og síðan hefir Lindbergh ver- ið þjóðhetja Bandaríkjanna. Nokkru síðar giftist hann ame- rískri sendiherradóttur. Barni þeirra var rænt og það myrt. Vakti það mál einstæða at- hygli og hlaut Lindbergh þjóð- arsamúð. Hafa þessir tveir at- burðir gert hann mjög hug- stæðan Ameríkumönnum. Seinasta áratuginn hefir Lindbergh verið- trúnaðarmaður margra flugfélaga, ráðunautur stjórnarinnar og skrifað í blöð og tímarit um flugmál. Árið 1936 fór hann í boði Görings til Þýzkalands. Hann kynntist hin- um mikla flugvélaiðnaði Þjóð- verja og aðvaraði Baldwin kröftuglega, en því var engu skeytt. Hann aðvaraði brezku stjórnina aftur 1938, en Cham- berlainsinnar töldu hann þá friðarspilli. Kólnaði hugur Lindbergh því til Breta. Vetur- inn 1938—39 dvaldi hann í Ber- lín. Nokkru eftir að styrjöldin hófst flutti hann útvarpserindi vestra, er mikla athygli vakti. Evrópa er að eyðileggja sig, sagði hann. Menningu hennar verður ekki bjargað. En við höf- um flutt hana hingað vestur og getum látið hana dafna hér og þroskast, ef við verðum hlut- lausir og komum okkur upp nógu sterkum vörnum. Ef við ætlum hins vegar að ráða úr- slitum í Evrópustyrjöldum, verðum við að fórna milljónum manslífa. Eftir þetta var Lindbergh kjörinn æðsti prestur einangr- unarsinna. Hann er góður og rökfastur ræðumaður og fram- koman aðlaðandi. Hann lifir heilbrigðu og hófsömu íþrótta- mannslífi. í ræðum hans ber stöðugt á vaxandi andúð gegn Bretum og Roosevelt. En hann gætir þess þó jafnan að skjóta ekki yfir markið. Enginn maður er líklegri til þesá en Lindbergh að geta safnað stjórnarand- stæðingum í eina samstæða heild. En hingað til hefir hann neitað að gerast stjórnmálafor- ingi. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu) ætlar að hagnast á dóm- greindarleysi kaupstaðafóks, sem hefir verið blekkt og æst upp með rangfærslum, vilji hafa kosningar á sem óhag- stæðustum tíma fyrir sveitirn- ar, þar sem menn hafa betri aðstöðu til að íhuga málin og rangfærslurnar hafa því minna að segja. r riAMT.A RtG -1 TOV.T A RtG Abraham Lincoln MANNAPINBÍ (Abe Lincoln in Illinois). (The Gorilla). Amerísk stórmynd. Aðal- Spennandi og dularfull hlutverkið leikur: skemmtimynd. RAYMOND MASSEY. Sýnd kl. 7 og 9. Aðalhlutverkin leika: Framhaldssýning ANITA LOUISE, kl. 3i/2—6 %: EDWARD NORRIS Og Bulldog Dr ummond THE RITZ BROTHERS. Amer. leynilögreglumynd. með JOHN HOWARD Börn fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. og HEATHER ANGEL. Lækkað verð kl. 5. - 4 Aðalfundur Framsóknariélags Reykjavíkur verður haldinn í Kaupþingsalnum í dag, 3*0. okt. 1941 kl. 8,30. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundi verður haldinn Samciginlegur fundur með F. U. F. þar sem ráðherrar flokksins gera grpin fyrir lausnarbeiðni ríkis- stjórnarinnar og dýrtíðarmálunum. STJÓRNIN. Auglýsing um ökuhraða á Suðurlandsbraut. Á Suðurlandsbraut við Elliðaárnar hefir verið sett merki með áletruninni 40 km. öðru megin gegnt umferð í bæ- inn. og 60 km. liinum inegin (gegnt um- ferð úr bænum). Við Tungu cr merki með áletruninni 25 km. öðrum inegin gegnt umferð í bæinn, og 40 km. hinum megin (gegnt umferð úr bænum). Þýð- ing þessara merkja er sú, að á nefndum veg gilda reglur lögreglusamþykktar- innar um hámarksbraða innan merkis- ins við Tungu (nær bænum), utan merk- isius við EUiðaár (fjær bænum) gilda reglur bifreiðalaganna um hámarks- hraða, en milli merkjanna er 40 km. hámarkshraði. Hefir þetta verið ákveðið með hlið- sjón af 94. gr. lögreglusamþykktar Rcykjavíkur og 6. mgr. 26. gr. bifreiða- laganna, og gildir regla þessi fyrst um sinn, unz öðruvísi verður ákveðið. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. okt. 1941. Agfnar Kofoed-Hansen. ITKOtK Þeir klæðskerameistarar, sem gera vilja tilboð í að sauma einkennisföt fyrir lögregluna í Reykjavík, vitji upp- lýsinga og útboðsskilmála til undirrit- aðs sem fyrst. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. okt. 1941. Agnar Kofoed-Hansen. Nendiivein vantar oss nú þegar Samband í sl. samvinnufélaga

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.