Tíminn - 30.10.1941, Blaðsíða 3
110. bla»
TÍMINN, fimmtudaginn 30. okt. 1941
437
B Æ K U R
Fokker flugvélasmiður.
Æfisaga hans færð í
letur af Bruce Gould.
Hersteinn Pálsson
þýddi. Útg. ísafoldar-
prentsmiðja. Bls. ý05.
Verð Kr. -0,00.
Fokker flugvélasmiður (Hol-
lendingurinn fljúgandi), æfi-
saga hans, færð í letur af Bruce
Gould, Hersteinn Pálsson
blaöamaður þýddi, en ísafold-
arprentsmiðja h.f. gaf út, er
skemmtileg bók, segir frá ævi
og störfum duglegs brautryðj-
anda í flugi og flugvélaiðnaði,
en það er efni, sem fjöldi ungra
pilta vill vita skil á og hefir
gaman af að vita um. Það gerir
fróðleik og söguþráð bókarinn-
ar enn læsilegri, að hún segir
mjög frá flugmálum heims-
styrjaldarinnar 1914—’18, en að
slíku beinast hugir manna
mjög á þeim flugstyrjaldar-
tíma, sem nú er. Bókin geymir
mikinn fróðleik um þróun flug-
véla og um heimsstyrjöldina og
árin eftir hana, en er þó fyrst
og fremst rösklega sögð saga.
Hún er við hæfi stórra drengja
og unglinga, og fullorðið fólk
mun lesa hana sér til gagns og
ánægju. Smágallar eru á mál-
inu á þýðingunni, einkum
framan af bókinni, en þýðand-
inn virðist sækja sig með æf-
ingunni. Sá er megingalli út-
gáfunnar, að önnur stafsetning
er á bókinni en sú, sem kennd
er í skólum. Slíkt veldur óþarfri
ruglun, þegar í hlut eiga bæk-
ur, sem líklegt er, að skóla-
æskan lesi. A. S.
Sögur perluveiðarans.
Sigurður Helgason hef-
ir endursagt. Útg.:
Barnablaðið Æskan.
Bls. 142. eVrð kr. 6,50.
Sögur perluveiðarans, Sig-
urður Helgason kennari og rit-
höfundur hefir endursagt, en
barnablaðið Æskan gefið út, er
líka æfisaga, eða þáttur úr æfi-
sögu æfintýramanns, fróðleg
um lönd og þjóðhætti suð-
austur í heimi og skemmtileg
mjög. Segir hún frá sænskum
dreng, sem á enga að, fer í sigl-
ingar frá heimili sínu í Norð-
ur-Svíþjóð, flækist suður um
lönd og höf, stundar svo perlu-
veiðar um skeið við Suðurhafs-
eyjar og gerist auðugur. Sig-
urður Helgason . hefir endur-
sagt söguna úr miklu stærri bók
og tekizt það vel. Hrukkur eru
þó á málinu, t. d. sjómanna-
orðin ,,lúkar“ og ,,mesan“, orða-
sambönd eins og „í sinn hvorn
ökla“, eða setningin sú arna:
„Dimmur trjáveggurinn sinn
hvorum megin við ána, var allt
að því er til híbýlanna lýtur og
ailra umgengnishátta á heim-
ilinu, en á því byggist aftur al-
menn heimilisrækt, sem er ó-
missandi til þess að sú þjóð-
menning geti þrifizt, sem varð-
veitt hefir þessa fámennu þjóð
um margar aldir og sjálfstæði
hennar verður jafnan að byggj-
ast á. Og nú, þegar þjóðin er
komin í sambýli við fjölmenn-
ar, sterkar menningarþjóðir,
sem hafa sína fastmótuðu
háttu, sína sérkennilegu heim-
ilismenningu og siði, þá er
henni meiri þörf en nokkru
sinni fyrri, að efla allt það, sem
getur stutt að varðveizlu henn-
ar eigin þjóðlegu verðmæta. í
því starfi eiga heimilin, kon-
urnar með samtökum sínum og
kirkjan að eiga samtök. Og mér
er ánægja að mega lýsa því yf-
ir fyrir kirkjunnar hönd, að
hún v'ill sérstaklega ljá stuðn-
ing sinn hverju því starfi, sem
miðar að varðveizlu þjóðlegra
verðmæta, nú á þessum tímum
upplausnar og aðstreymis
sterkra erlendra áhrifa. í því
efni vona ég, að kirkjan og hinn
nýi húsmæðraskóli geti staðið
hlið við hlið. Það á að vera hlut-
verk skólans að ala upp ís-
lenzkar konur, er séu færir og
fúsar til að vernda og efla ís-
lenzka menningu, og ekki sizt
heimilismenninguna, sem bor-
ið hefir uppi íslenzka þjóð-
menningu um liðnar aldir, og
hefir verið glædd og efld í því
af íslenzkri kirkju — en öllum
ber. saman um, að meðal is-
lenzku prestastéttarinnar hafi
verið að finna fleiri menning-
Óheppileg vinnubrögðS
í utanríkismáluni
(Framh. af 2. síðu)
Enn verra getur það þó orð-
ið, þegar einstakir menn fara
að pukrast með vissa þætti ut-
anríkismálanna — reyna að fá
ýms atriði leyst, án vitundar
samstarfsmanna sinna, til þess
að geta eignað sér árangurinn
á eftir. Slíkt kann að geta
heppnast, en er þó jafnan lík-
legra tii að misheppnast og
spilla fyrir, því að mótaðilinn
telur það veikleikamerki, þegar
hinir standa ekki saman. Auk
þessa er þetta fyllsta brot á
þeim gagnkvæma trúnaði, sem
um þessi mál þarf að vera. Þeg-
ar einn er byrjaður á þessum
vinnubrögðum, geta aðrir reynt
það á eftir, og' myndi af slíku
hljótast fullkominn glundroði.
Það má nefna póstmálið, sem
dæmi um þetta. í sumar skýrði
Mbl. frá því, að fyrir atbeina
atvinnumálaráðherra og Thor
Thors myndi innan fárra daga
fást sú lausn, að Ameríkupóst-
urinn hætti að fara um Bret-
land. Meðráðherrar Ólafs Thors
fengu ekkert að vita um þetta
fyrr en þeir sáu Mbl., en stjórn-
in hafði þó verið að vinna að
málinu. Hér var því auðsjáan-
lega eitthvert pukur á ferðum,
atvinnumálaráðherra var að
reyna að fá málið leyst á bak
við meðráðherra sína og Mbl.
ætlaði svo að hæla honum fyr-
ir árangurinn. Lausn er enn
ekki fengin á þessu máli, en því
•mun þó ekki vera til að dreifa
í þessu tilfelli, að pukrið hafi
tafið fyrir henni.
Hitaveitumálið.
Hitaveitumálið er langtum
sorglegra dæmi um hinar
háskasamlegu afleiðingar puk-
ursins. Ef allir kraftar hefðu
verið sameinaðir um lausn
þessa máls, hefði vafalaust
náðst skjótur árangur. Bærinn
hefðu nú hitaveitu í stað kola-
kyndingar og miljónir króna í
erlendum gjaldeyri myndu spar-
ast á ári hverju. En meirihluti
bæjarstjórnarinnar kaus pukr-
ið fram yfir samstarfið. Það átti
að nota málið til upphefðar fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn. Borgar-
stjórinn fór huldu höfði land
úr landi, svo að ekkert kvisaðist
um erindi hans hér heima. Af-
leiðingarnar eru öllum kunnar.
Nýlega sendi bærinn ekki færri
en fjóra menn til að vinna að
þessu máli í Ameríku. Fjórir
menn mun eyða mörgum skild-
annað en árennilegur.‘“ En ekki
er mikið um slíkt. Bókin er við
hæfi stálpaðra barna og ungl-
inga, einkum drengja, og verð-
ur vafalaust vinsæl.
arfrömuði meðal þjóðarinnar
en hjá nokkurri annari stétt.
Sú samvinna vona ég að hald-
ist, og eflist f yrir áhrif þess
skóla, sem nú er stofnað til.
Þanníg vænti ég, að í hús-
mæðraskóla Borgarfjarðarhér-
aðs verði ungum húsmæðrum
kennt að rækja hlutverk Mörtu,
ekki aðeins í því að annast alla
búsýslu af mikilli rausn og
standa önnum kafnar við mikla
þjónustu gestum og gangendum
til handa, heldur einnig í því
að vernda og efla arin heim-
iiisins, sem aftur verður grund-
völlur sannrar þjóðmenningar.
Þannig er skylt að veita hinni
upprennandi æsku alla þá
mennt til munns og handa, sem
iærdómsþrá hennar stendur til
og að því má stuðla, að hér búi
áfram menntaþjóö, bókelsk,
fróð og vel að sér í verklegum
efnum.
En eitt er nauðsynlegt. Svo
mikils vert sem það er, að ung-
ar húsmæður læri að standa
vel í hlutverki Mörtu, svo miklu
fremur er þeim nauðsyn, að
læra að fylgja dæmi Maríu, og
sitja til fóta hinum mikla
meistara, sem kenndi ekki að-
eins að sjá fyrir þörfum lík-
amans, heldur mat það mest af
öllu að rækta sálina til sannr-
ar mannbetrunar. Það álít ég
að skipti máli framar öllu öðru,
að í hinum nýja húsmæðra-
skóla verði jafnt séð fyrir þeirri
mannrækt, sem miðar að því að
skapa heilsteyptan, hreinan per-
sónuleika, konur, er sé trúandi
til að varðveita hjarta .sitt og
fóstra gróandi, heilbrigt líf, eins
ingum í slíku ferðalagi. En
aað er þó ekki nema eins og
dropi í hafinu hjá öðru tapi,
sem hlotizt hefir af pukrinu í
jessu máli.
Mistök, sem eiga aff verffa til
varnaffar.
Það var ekki tilætlunin með
pessari grein að ræða utanrík-
ismálin á breiðum grundvelli.
Ætlunin var aðeins að benda á
já óheppilegu starfshætti, sem
hefir orðið vart í sambandi við
utanríkismálin, að einstakir
menn láti metnaðinn hlaupa
með sig í gönur og verði þess
jannig valdandi, að sú ró og
samheldni raskaðist, sem þarf
að vera um þessi mál. Það var
ætlunin að vara við leynimakk-
inu og pukrinu, sem hefir reynzt
okkur nógu dýrt í hitaveitu-
málinu, þótt sú saga sé ekki
látin endurtakast.
Það gerir mimia til, þótt
menn fari ógætilega í innan-
landsmálunum. En í utanríkis-
málunum verða menn að læra
Já list, aö halda málefnunum
ofan við persónuleg og pólitísk
sjónarmið. Þar mega menn ekki
láta slík sjónarmið verða til
óess að raska samstarfinu. Þar
verður að ríkja gagnkvæmt
traust.
Vonandi verða þau mistök,
sem hér hafa verið rakin, til
jess að menn læri af þeim og
láti sig ekki henda það sama í
framtíðinni. Þ. Þ.
og fyrir hinni venjulegu bók-
legu og verklegu fræðslu. Og
ég vænti þess, að i þessu efni
muni ekki skorta skilning
jeirra, sem forgöngu hafa um
jetta mál. Ég heiti á alla, sem
hlut eiga að máli, að leggja lið
sitt til, að frá upphafi mótist
starf hins nýja skóla af þeim
anda, er glæðir trú, siðgæði og
það hlýja hjartaþel, sem er líf-
æð allrar sannrar manngöfgi.
í skólum vorum hefir undan-
farið gætt of einhliða áherzlu á
þroskun vitsmunalífsins, en á
síðari árum hafa menn til að
vega á móti því aukið nokkuð
nám í verklegum fræðum, og
hlýtur einnig svo að vera um
húsmæðraskóla, að hann sé
jafnan fyrst og fremst verkleg-
ur skóli. En hinu þriðja má
ekki gleyma, hinu nauðsynlega,
þroskun tilfinninga- og vilja-
lífsins, svo að námið verði al-
hliða og miði til alhliða þrosk-
unar persónuleika hvers ein-
staklings, er skólann sækir. í
því sambandi get ég aldrei of
oft minnt á orð stórskáldsins í
aldamótaljóði hans:
„Sjálft hugvitið, þekkingin,
hjaðnar sem blekking,
sé hjarta ei með,
sem undir slær.“
(E. Ben.).
Hamfarir þjóðanna nú á
tímum sanna ljóslega,
hvert vitið og tæknin geta leitt
mennina, þegar skortir þá sam-
úð og þann 'skilning hjartans,
sem mildar alla andúð og
kennir mönnum að skilja og
fyrirgefa bresti og ávirðingar
náungans.
En hvergi held ég sé meiri
þörf á ræktun hjartalagsins en
í húsmæðraskóla. Vér verðum
að hafa það hugfast, að þær
ungu meyjar, sem skólann
stunda, eru ekki eingöngu verð-
andi húsmæður, heldur einnig
verðandi mæður. Það hvílir á
heröum þeirra, þegar stundir
líða fram, að ala upp hinar
komandi kynslóðir þjóðarinnar.
Það verða þær, sem meira en
nokkur annar mun móta svip
þeirrar kynslóðar, sem tekur
við, þegar þær reskjast, en vér
erum ýmist komin að fótum
fram eða liggjum undir grænni
torfu. Þess vegna varðar það
miklu, að sá ’ andi, sem þær
drekka í sig í menntastofnun
sinni, og gefa síðan börnum
sínum inn með móðurmjólk-
inni, sé hollur. Uppeldi hinna
verðandi mæðra á fyrst og
fremst að miða að bjartri trú
og frjálshuga siðgæði, svo að
þær geti innrætt börnum sín-
um þær dyggðir, sem í senn eru
farsælastar einstaklingnum og
hallastar samfélaginu: fórnfýsi,
sannleiksást, bræðraþel, samúð
með öllu smáu og veiku, allt
saman byggt á tilfinningunni
fyrir göfgi mannlegs lífs og há-
tign skaparans, sem er yfir öllu
og allt á tilveru sína í. Mæð-
urnar hafa á undanförnum öld-
(Framh. á 4. síð'u)
A. S.
Sendid oss
kópaskinn yðar og lambskinn
— Vér kaupum pau hæsta verðí. —
M A G N I H. F., Reykjavík.
M.s. Esja
vestur um land i hraðferð til
Akureyrar um næstu helgi. Við-
komustaðir: Patreksfjörður,
ísafjörður, Siglufjörður í báð-
um leiðum.
Vörumóttaka í dag.
Dettiíoss
fer héðan vestur og norður
föstudagskvöld þ. 31. þ. m.
Viðkomustaðir: Bíldudalur,
ísafjörður, Siglufjörður og Ak-
ureyri.
Vörumóttaka á morgun
(föstudag).
Einkenuilegar
nnissagnir
(Framh. af 2. síðu)
sýndist markið vera að vestan.
— En af því, að herra S. J. J.
leggur það á sig að leita uppi
höf. og sanna, að hann sé ekki
Vestur-íslendingur, heldur ein-
mitt í nágrenni við mig — eins
og hann tekur fram — býst ég
við, að hann líti svo á, að af
þessum orðum sé enginn vegs-
auki; — og mun það rétt vera.
Ég vænti svo þess, að það sem
herra Sig. Júl. telur enn mls-
sagt í grein minni, sé ekki
þyngra á metum, en það, sem
hér er tekið til meðferðar. —
En þar sem ég hefi aðeins
takmarkað rúm i blaðinu, verð
ég að sleppa hér að- minnast á
níð það, sem borið er á nafn-
greinda og ónafngreinda Þing-
eyinga, í sambandi við vestur-
farir, og stendur á bls. 182—183
í Sögu Vestur-íslendinga, og að
miklu leyti er haft eftir Sig-
urði Erlendssyni frá Klömbr-
um. — Það ætti ekki að standa
ómótmælt, sem auöséð er að
farið er rangt með; — og sumt
er þannig vaxið. —
Annars þykir mér líklegt, að
sagan af vesturflutningi Þing-
eyinga sé eigi enn komin öll út.
Jón Jónsson frá Gautlöndum.
Kennið börnunum
að bursta vei tenn-
ur sínar
Hafið það hugfast, að und-
irstaða góðs heilbrigðis eru
sterkar, fallegar tennur.
Þess vegna er nauðsynlegt,
að börnin byrji snemma að
hirða tennur sínar, en til
þess þurfa þau að hreinsa
þær vel og vandlega á hverj-
um degi, án þess þó að
skemma eða rispa glerung-
inn.
Þetta gera þau bezt með
því að nota SJAFNAR TANN-
KREM, sem hefir alla þá
kosti, sem tannkrem þarf að
hafa.
Það hindrar skaðlega sýru-
myndun, rispar ekki, en
hreinsar og hefir hressandi
gott bragð. — Notið
SJAFMR tannkrem
Sápuverksmiðjan S j 8 f n
Akureyri.
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. - Frystihús.
rViðursuðnverksmlðja. — Bjiignagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiÖur-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Dvöl
Þeir, sem vilja kynnast Dvöl, geta feng-
ið 3. árgang ritsins og nokkur sýnis-
hefti önnur á 8 krónur. — Sent um
land allt gegn póstkröfu.
DVÖL, Lindargötu 9A,
Reykjavík,
♦ TT B R E rt)Tö"t í NI a"n n"V
240 Victor Hugo:
ar fjórtán vegna einhverrar, sem var
enn fegurri og ástsælli?
Árið 1482 bar boðunardag Maríu upp
á 25. dag marzmánaðar. Veður var svo
fagurt og himinn svo heiður, að ást
Kvasimodo til klukknanna vaknaði
aftur til lífs. Hann fór þess vegna upp
í norðurturninn. En hið neðra voru
allar dyr kirkjunnar opnaðar upp á
gátt. í þá daga voru kirkjuhurðir úr
geisiþungum plönkum, fóðraðar með
leðri og skreyttar gyllingu.
Þegar Kvasimodo var kominn ’upp,
horfði hann stundarkorn á kirkjuturn-
ana sex, hristi höfuðið og andvarpaði
Það var engu líkara en honum hrysi
hugur við einhverju, sem hafði tekið
sér bústað í hjarta hans og þrengt kosti
klukknanna. En hann tók aftur gleði
sína, þegar þær voru komnar á hreyf-
ingu, þegar hánn fann þær bifast við
handtök sin og sá kólfana sveiflast
fram og aftur. Hann gleymdi öllu öðru,
og fögnuðurinn skein úr hverjum and-
iitsdrætti.
Hann þrammaði fram og aftur,
klappaði saman lófum og hljóp frá ein-
um klukknastrengnum að öðrum. Hann
ávarpaði klukkurnar sex með glaðleg-
um orðum, pataði og ólmaðist eins og
hatramur hljómsveitarstjóri.
— Áfram, sagði hann. Áfram, Ga-
Esmeralda 237
— Ekki þykir mér það ótrúlegt,
meistari Pétur.
— Annars læt ég mér þetta í léttu
rúmi liggja. Lofum henni að tauta
,,Föbus“ eins oft og hún vill. En vlst er
það, að Djalí þykir því nær eins vænt
um mig og hana.
— Hver er þessi Djalí? spurði erki-
djákninn.
— Það er geitin, svaraði heimspek-
ingurinn.
Erkidjákninn lagði höndina á enni
sér og hugsaði sig um. Svo sneri hann
sér hvatskeytlega að heimspekingnum.
— Geturðu svarið það, að þú hafir
aldrei nálgast hana? spurði hann.
— Hverja? spurði skáldið. Geitina?
— Nei, þessa Tatarastelpu.
— Konuna mína? Já, það get ég
svarið.
— Ertu oft einn hjá henni?
— Drjúga stund á hverju kvöldi.
Claude Frollo hleypti í brúnirnar.
— Geturðu svarið það, svarið það við
nafn móður þinnar, sagði hann æstur,
að þú hafir aldrei nálgazt hana með
girnd í huga?
— Já, það get ég, svaraði Gringoire.
En æruverðugi faðir! Leyfið mér að
bera fram eina spurningu.
— Spurðu, vinur minn.