Alþýðublaðið - 02.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALfiYÐÚííLAÖIÐ Hagsmunum bátaútvegsmanna traðkað. Tillaga til eflingar bátaútveginura dagaði uppi í efri deild alpingis. Forseti deildarinnar, Halldór Steinsson, pingmaður í bátautvegskjördæmi, hindr- aði með forsetavaldi, að hún yrði tekin á dagskrá og afgreidd frá þinginu. Eitt peirra mála, sem dagaði «ppi á síðasta alþiagi, var tillaga til pingsályktunar um millipinga- nefnd, sem rannsaka skyldi hag og toorfur bátaútvegsins hvar- vetna með ströndum landsdns og gera tiilögur til næsta þings um ráð til viðreisnar honum og trygg- ingar. Eftir að tillaga þessi hafði verið sampykt í neðri deild og sjávarútvegsnefnd efri deildar hafði athugað hana, var hún og margir aðrir deildarmenn sam- mála um að samþykkja hana í nokkuð breyttu formi, þannig, að lögð yrði aðaláberzlan á það tvent, að nefndin athugaði, hverj- ar leiðir muni til að reka báta- útveginn með minni áhættu og tilkostnaði en nú er gert og hverj- ar breyttar og bættar veiðiaðferðir geti orðið honum til eflingar. Nefndin skilaði áliti nógu fljótt til pess, að málið gat hæglega fengið afgreiðslu á þinginu, par eð ekki var annað eftir en síðari umræða í efri deild og fullnaðarsampykt í sameinuðu pingi, — pví að pang- að fara að jafnaði pingsályktunar- tillögur, er breytingum taka hjá peirri deild, *er síðar fjallar um ]>au. Var forseti sameinaðs pings (M. Torf.) reiðubúinn til að taka tillöguna á dagskrá, pegar efri deild hefði afgreitt hana, og að' láta fara fram kosningu milli- pinganefndarinnar. En pá brá svo við, að Halldór Steinsson, for- seti efri deildar, neitaði að taka tillöguna á dagskrá til síðari umræðu, pó að Jón Baldvinsson og fleiri pingmenn óskuðu pess. Svaraði Halldór pví háðulega og kvaðst ekki fara að lengja pingið með pvi móti. Hins vegar' áleit hann nægan tíma til að láta deildina dingla með sölu Mosfellsmýnanna og skildi ekki við pad mál fyrr en pað var orðið að iögum. Það geTÖi hann að beiöni Ólafs Thors, og mat meira að halda deildinni yfir pví að farga verðmætu landi úr eigu rik- isins heldur en að verja litlum tíma til gagns og eflingar hag peirra mörgu manna, sem stunda fiskveiðar á bátum. Þannig sá fyrr verandi pingmaður Snæfell- inga meðal annars fyrir hag fjölda manna í pví kjördæmi, sem hann fór með umboð fyrir. Hann beitti oíbeldi til að eyða pví, að valdir væru prír menn til að leggja sig í framkróka um að leita ráða til pess, að sjómenska á bátum verði arðvænlegri og á- hættuminni atvinna en hún er nú. Það er auðvitað rétt, að mest var undir pví komið, hvort hæf- ir eða óhæfir menn voru valdir í nefndina, en pá «• var sannarlega lítils góðs af meiri hluta pings- ins að vænta í öðrum efnum, ef hann hefði farið að trana óhæfum mönnum í slíka nefnd fyrir for- dildarsakir eingöngu í stað pess að fela starfið hæfum mönnum. Vert er að benda á til samanburð- ar, að leiðtogar alpýðu á ísafirði hafa borið fram merkilegar til- lögur til viðreisnhr og gengis vél- bátaútveginum par, og á pó millipinganefnd, sem getur gefið sig óskift við starfinu, miklu betri aðstöðu til að gerhugsa og \randa tillögur sínar heldur en menn, sem bundnir eru við önnur störf, en sinna ýmiskonar pjóðprifamál- um í tómstundum sínum. En — Halldór Steinsson lét svo, sem tíma pingsins væri eytt til ó- nýtís, ef varið var nokkrum mín- útum tíi pess að ræða bátaút- vegsmálin. Hann mun hafa haft nasasjón af, að íhaldsöflum „auðu sætanna“ og hálfauðu, sem hann tók meira tillit til en af- komu bátasjómannanna bæði á Snæfellsnesi og annars staðar við sjávarströnd landsins, kæmi ann- að betur en efling bátaútgerðar- innar. Að minsta kosti talaði hann ekkert um, að ekki væri nógur tími til að fullgera lagaheimiid- ina til að selja mýrarnar undan Mosfellsjörðinni; en pað var líka keppikefli Ólafs Thors. Bátasjómenn á Snæfellsnesi ættu að hugleiða, hvort ekki er rétt fyrir pá að reyna að sjá svo um, að Halldór Steinsson fái ekki í annað sinn tækifæri til að hlndra með forsetavaldi, að til- lögur, sem geta orðið peim til rnikils styrktar í lífsbaráttunni, fái að koma til umræðu og úrslita á Alpingi. Það er vert fyrir pá að taka til rækilegrar athugunar, hvort þeim er ekki hollara að pingmaður kjördæmisins noti um- boð sitt fremur til að efla atvinnu peirra heldur en til að fleyta fram sölu verðmætra jarðeigna ríkisins, og að velja ser síðan pingfulltrúa í samræmi við niðurstöðu peirrar athugunar. J Áskorun til verkamaniia og vcrka- ktcnna, sem hngsa til si2t5- arvinnu á sjé eða landi f ssinsar. Kaup við síldarvinnu á sjó og landi hsfir undan farið verið all- mjög misjafnt á hinum ýmsu stöðum og oftast gengið treglega að fá atvinnurekendur til að ganga að viðunandi samningum. Þar, sem samningar hafa náðst, hefir oftast verið samið fyrir hvern stað fyrir sig, en oft hafa samningar eigi tekist og atvinnu- rekendur pví getað ráðið fólk hver eftir sínum geðpótta. Þetta ástand teljum við með öliu óviðunandi. — Nú er svo komið, að nokkrar líkur eru til pess, að unt sé að ná samningum í einu Iagi fyrir sjómenn og síldarstúlk- ur af Suður- og Norður-landi við síldarvinnu og veiðar norðaniands í sumar. Hafa útgerðarmenn sunnan- og norðan-lands kosið tvær nefnd- ir, aðra til að semja við sjómenn á mótorskipum og línugufubát- um, sem herpinótaveiði stunda í sumar, og eru í henni: Óskar Halldórsson, Reykjavík, Geir Sigurðsson, —„— Steindór Hjaltalín, Akureyri, og til vara Beinteinn Bjarnason, Hafnarfirði. Hinni nefndinni er ætlað að semja við síldarstúikur, og eru í henni: Haukur Thors, Reykjavík, Ólafur Guðmundsson, Reykjavík, Óskar Halldórsson, Reykjavík. Fulltrúi frá verklýðsfélögunum norðanlands kemur hingað til Reykjavíkur með „Botníu“ 6. p. m. ti.1 pess að semja við nefndir pessar ásamt meö fulltrúum Sjó- mannafélagsins hér og í Hafnar- firði og verkakvennafélagsins hér og í Hafnarfirði. Gera má ráð fyrir, að nefndir pessar leiti einnig samninga við verkamannafélagið „Dagsbrún" og fulltrúa pá, er hér kunna að mæta frá öðrum verkamannafélögum. Fari svo, að samningar náist milli allra pessara aðila, má telja víst, að kaupgjald vestanlands við sömu vinnu verði í samræmi við pá samninga. Fyrir pví er hér með skorað á ailan verkalýð, sem til síldar- vinnu hugsa á sjó eða landi nú í sumar, að fresta öllum samning- mn um verkakaup við síldar-_ vinnu, par til séð verður, hver niðurstaðan verður af framan- greindum samningaumleitunum. ■ Jafnframt er skorað á öll verk- lýðsfélíög að brýna fyrir meðlim- um sínum að bregðast vel við pessari áskorun og tiikynna peim jafnharðan ait, sem gerist í mál- inu. öflug samtök alls verkalýðsins geta ein komið máli psssu í við- I kemur út á hverjum virkum degi. 1 J -----------= ------------- „ < ASgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : | Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; j til kl. 7 siðd. I ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; < 9Va —IOV3 árd. og kl. 8 — 9 síðd. : Í* Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). : Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : hver mm. eindáiba. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : (i sama húsi, sömu símar). ; unandi horf. Þau má enginn rjúfa Reykjavík, 1. júní 1927. I framkvæmdanefnd verklýðsmála Alpýðusambands Islands. Pétur G. Gucunundsson. Hardldur Gudmundsson, Sigurjón A. Ólafsson. Dánumenska íhaldsmanna í Stykkishólmí. SíÖast líðinn vetur var háð all- hörð kaupdeila í Stykkishólmi við atvinnurekendur par. Af hálfu verkamanna og verkakvenna var valin fimm manna nefnd til samn- inga, prír karlmenn og tvær kon- ut, og af hálfu atvinnurekenda önnur nefnd. Viðskifti pessara nefnda fóru fram á kurteisan hátt, pó að meiningamunur væri all- mikill. Kaupdeila pessi endaði með sigri verkafólksins í öllum aðal- atriðum. En hvað gerist svo? Þessar tvær konur, sem í samin- inganefndinni voru, eru útilokað- ar frá vinnu hjá atvinnurekendum að einu.m undan teknum, senx hefir yfir minstri vinnu að ráða í plássinu (Kaupfélagið). Ástæður pessara kvenna voru pær, að önnur stúikan er aðal-aðstoðin hjá heilsulausum manni, sem á fjögur börn, er ráðskona hans og hjálpar honum til að annast upp- eldi barnanna. Hin stúlkan elur önn fyrir börnum systur sinnar, sem er dáin. Bláfátækt ríkir hjá peim báðum. í báðum þessum til- feilum sýna konur pessar fóm- fýsi gagnvart vinum og ættingj- um, sem ekki er alment, og að síðustu ganga pær fram fyrir, skjöldu kynsystra sinna í kaup- deilu. Burt séð frá stjörnmála- skoðunum skyldu menn ætla, að ihaldsmönnum hér, atvinnurekend- um, pætti vanvirða að grípa til annara eins meðala og pessara, sem er að setja stúlkur þessar í svelti og börn þau, sem þær ala önn fyrir. Hugtakið mannúð — að ég ekki nefni kristilegt hiugar- far — virðist vera hér á lægsta stigi hjá pessum herrum. Mér idettur í hug vísa skáldsins: „Illa berðu fötin fín, flestum hættulegur. Það er á milli mín og pín meina en húsavegur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.