Tíminn - 20.11.1941, Síða 3

Tíminn - 20.11.1941, Síða 3
119. blað TÍMINN, flmmtndagiim 20. nóv. 1941 473 B Æ K U R Hulda: Hjá Sól og Bil. — Sjö þættir. - Útg.: Guðm. Pétursson. Akureyri 1941. 264 bls. Verð: 16.00 ób„ 20.00 I bandi. Höí'undur þessarrar bókar átti sextugsafmæli í sumar og bækurnar, sem hún hefir gefið út, eru nú orðnar 15 að tölu, bæði ljóð, sögur, æfintýri og þættir. — Framan við þessa bók er ritgerð um Huldu og skáld- skap hennar, eftir prófessor Ríchard Beck. Er það endur- prentun á grein hans í Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Þetta er hið fróðlegasta yfirlit yfir rit- störf Huldu, fjörlega skrifað og greinagott. Það var ekki tilgangur minn með þessum ritdómi að gagn- rýna grein dr. Beck. Vil ég því heldur víkja að þáttunum sjö eftir Huldu sjálfa. Þegar skáld leggur sig eftir jafnmörgum og ólíkum verkefn- um og Hulda hefir gert, fer varla hjá því, að framkomi bæði sterkar og veikar hliðar. Hin sterka hlið Huldu er meðferð hennar á ljóðrænum viðfangs- efnum, hugleiðingar, draumar, myndir. Þarna kemur fram undraverð mýkt, lipurð og mildi. Stundum líða úr pennan- um setningar, sem að vísu láta ekkert yfir sér, því að þær eru ritaðar á tilgerðarlausu al- þýðuriiáli, en eru þó þannig gerðar, að hugurinn nemur staðar víð þær í hrifningu. Sumar lýsingar hennar hafa komið mér til að hugsa um kanadiska skóga á vorin, þegar grænka þeirra er svo hárfín, að hún sýnist miklu fremur vera litur loftsins en laufsins á trjánum. Með þessarri hógværu aðferð og fögrum, ljóðrænum stíl getur Hulda látið lesendur sína skyggnast inn í hugi lif- andi fólks og kynnast skapgerð þess. Veikari hlið skáldsins snýr að raunsærri frásögn. Þar verður lýsingin stundum svo bragðlít- il, að þegar margir tala saman, getur orðið erfitt að greina á milli, hvað hverjum fyrir sig er ætlað að segja. Þá verða per- sónurnar jafn-óvirðulegar og daufar og þær geta orðið lifandi og virðulegar i ljóðrænni frá- sögn. Það má segja um skáld- skap Huldu, að hún komist næst raunveruleikanum, þegar hún er sem lengst frá raunsæis- stefnunni í skáldskap sínum. Þá ber fyrir augað leifturmyndir, sem verka eins og þegar skyndiljósi er brugðið eitt ein- asta augnablik yfir hlutina, og augað sér þá eftir að ljósið er dvínað. Slíkar myndir skýrast og skerpast við það að geym- ast í huganum, þar sem hinar raunsæu frásagnir gleymast, ef þær á annað borð hafa nokk- urntíma verið skýrar. Þetta, sem ég hefi sagt, kem- ur greinilega í ljós í bókinni ,,Hjá Sól og Bil.“ Tveir þætt- irnir gleymast fljótt, því að annars hefir hún að geyma skrá um embættismenn og opinbera starfsmenn í Reykjavík 1786— 1936 og mun ýmsum þykja handhægt að taka til hennar. En hér mun sannast sem oftar, að mannanna verk eru ófull- komin og þarf enginn að kippa sér mjög upp við þaö, þótt ekki komi hér öll kurl til grafar. Lakara er, að um einstöku at- riði er málum blandað eða miður rétt greint, en tæplega mun slíkt koma að sök. Þá er hér sá galli á, að nafnaskráin er ófullkomin, en í slíku riti sem þessu er brýn þörf á að hafa góða nafnaskrá. Myndirnar, sem prýða bók þessa, eru stórfróðlegar og hinar merkustu. Margar þeirra eru gerðar af höf. sjálfum, en honum mun það ekki sízt að þakka, að nú er til stórmikið af slíkum myndum, en þær munu þvi dýrmætari og merk- ari þykja, sem stundir líða lengra fram. Þakkarskuld Reykjavíkurbæjár við Jón biskup Helgason er nú svo mik- il orðin, að varla er minnkun- arlaust úr þessu að láta dragast að viðurkenna hana með ein- hverjum þeim hætti, að báðum megi vel sæma. Þorkell Jóhannesson. lesandinn finnur þar enga sér- staka hrifningu, persónuleg einkenni fólksins óljós og mynd irnar litlausar. Á ég þar við þættina „Við eldinn“ og „Róg- málin“. Þó eru í þeim fyrri all- mörg ljóð, létt og fögur, og þar á meðal eitt, sem að mínu áliti er hreinasta perla. Það er á bls. 182, og er á þessa leið: „Ég hugsa mér að hafið sé hjartans vinur minn: bylgjan, sem mér lyftir, hans breiði sterki armur, djúpir öldudalir hans dýrðarríku augu, léttur löðurfaldur hans ljósa, mjúka hár. Ástin uppheimsstj arnan, sem endurskin í djúpi og ber hinn bjarta himin við barm, sem morgungjöf. Ég hugsa mér að hafið — nei, hann mín sjálfur bíður. Flýt þér, flýt þér bylgja, í faðm hans lyftu mér.“ Persónugerving hafsins er unaðslega máttug, einföld og þó fögur um leið. Tel ég víst, að mörgum eigi eftir að verða unun að þessu litla ljóði, ekki sízt ef eitthvert gott tónskáld setti við það sönghæft lag. í þættinum um dulrænu kon- una eru nokkrar góðar myndir og víða við sögu komið. En þó þykir mér meira til hinna koma, sem fyrst eru í bókinni, og „Frelsi“ skarar ekki aðeins fram úr hinum þáttunum, held- ur er sá þáttur með því allra ágætasta, sem ég minnist að hafa séð á prenti í seinni tíð. Ámundi gamli er sérstæð per- sóna og vel með hann farið frá höfundar hendi: Á bls. 118 er kafli, sem lýsir honum, eins og drengurinn, sem segir söguna, sá hann. Ég býst við því, að til þess að skilja þann kafla, þurfi lesandinn að hafa lifað eitt slíkt innsæisaugnablik sjálfur Hafi hann gert það, verður honum lýsing Huldu á þessu at- viki alveg ógleymanleg. Góðar lýsingar á slíkri reynslu eða innri skilningi eru til víðar í bókmenntum, samanber t. d. Anker Larsen og Jakob Jóh. Smára. — Vegna þáttarins af Ámunda eru bókmenntirnar stórum auðugri, og það er ekki annarra meðfæri en ágætra skálda að skapa slíka persónu, sem hann, og lýsa honum svo, að hann verði eölilegur og skilj- anlegur. „Sandurinn spáir“ lýsir tveim ólíkum stúlkum, sem hvor um sig eru fulltrúar sérstakra lífs- viðhorfa. „Almar Brá“ og „Drífa“ mætti segja að væru einskonar kvikmyndasýningar, þar sem atburðir og stemning- ar koma og fara eins og myndir á tjaldi, en verða þó að einni samfelldri heild. En við það smámótast í huga lesandans þær aðalpersónur, sem lifa í öllum þessum myndum. Engin þeirra kemur fram á sjónar- sviöið fullmótuð og auðskilin við fyrstu sýn, og gerir það lestur- inn enn meir aðlaðandi. Þættir Huldu bera vott um mikla og viðkvæma átthagaást. Hún er næm fyrir áhrifum nátt- úrunnar og heilluð af íslenzku sveitalífi. — Lífsskoðun hennar er bjartsýn og auðfundið, að hún telur manninn ekki einu sinni geta orðið sælan eða hamingjusaman, nema hann eignist innra samræmi og sam- úðarefnið. Að endingu vil ég óska Huldu til hamingju bæði með sextugs- afmælið og bókina. Vonandi á hún eftir að syngja sína ljóð- rænu og hlýju söngva í mörg ár enn. Jakob Jónsson. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum: Ljóð. Rvík, Verð: 10.00 í skinnlíki. ísafoldarprentsm. 1941. Þegar „Þingeysk ljóð eftir 50 höfunda“ komu út í fyrra, kom flestum, er á bókina minntust opinberlega, saman um það, að kvæði Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum bæru af öðru efni hennar. Var þó margt gott í bókinni, og fleira en ókunnuga gat grunað að óreyndu. Guð- finna var þá lítt þekkt — hafði aðeins birt örfá smákvæði ný- lega í blöðum og tímaritum. En kvæðin í „Þingeyskum ljóðum" gáfu fullkomlega í skyn, að hér væri meira en meðalskáld á ferð. Voru því margir allfor- vitnir að fá að sjá meira frá þessari þingeysku skáldmey, er birtist þarna allt í einu í fullum þroska, að því er bezt varð séð. Fyrir fáum dögum kom svo út lítil bók, Ljóð eftir Guð- finnu Jónsdóttur frá Hömrum, svo fallega og vel gefin út, að bersýnilegt er, að útgefanda þykir mikils um hana vert. Og það mun mála sannast, að þótt ljóðabók þessi sé einna minnst að fyrirferð allra bóka í flóði ársins, þá mun verða meira tek- ið eftir henni og hún vekja meiri furðu en flestar hinna, sem stærri eru. Því að hér er fram komin meðal vor skáld- kona, sem hefir í fullu tré við þær Huldu og Ólöfu frá Hlöð- um, — ef hún stendur þeim ekki framar. Ljóð Guðfinnu eru 45 að tölu. Þau eru auðvitað ekki öll jafn- snjöll, en undantekningarlaust góður skáldskapur, öll hlaðin fegurð, ilmi, litskrúði, söng. Þrátt fyrir verulega fjölbreytni í háttum, yrkisefni og geð- brigðum, bera þau glögg og á- kveðin höfundareinkenni. Þau eru róleg, hnitmiðuð, fálmlaus, ort með fullu valdi á máli og rími, með ríku, skrúðmiklu, en öfgalausu orðavali og meira hljómi en títt er um íslenzk ljóð. Skáldkonan er afburða söngvin og hefir lagt stund á tónlist frá bernsku. Ljóð hennar njóta þess í mýkt og hljómi, auk þess sem þetta kemur fram í efni sumra þeirra og óvenju- mikið er þar um líkingar til söngs og tóna. Eykur þetta feg- urð ljóðanna. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra dæmi: í austurveg helsingi hljóður fer um heiðríkjudjúpin blá, og jarðlífsins klið við dagroðans draum hans dynjandi fjaðrir slá. (Villifugl, bls. 12.) Og seiddi fram bjarta silfurlind, er söng undir veggnum ár og síð. (Gamall torfbær, bls. 13.) Við heiðakjarr og kletta sig kaldavermslin dylja. Þau heimi sælast svala og svörðinn þýðast ylja. í leit að ljósi dagsins þau lægsta sönginn þylja. Bæjarlind, bls. 17.) En gullintónar vaka og glaðir bernskuleikir ei gleymast langan, þungan æfidag. Og tigin lyftist aldan með tregaljóð í fangi sem texta við hið bjarta sólskinslag. (Ljóð og lag, bls. 20.) Og drottinn blessar ’inn harða hóf, er hörpu vegarins slær .... Þeir töfra fagnandi sigursöng úr svelli um djúpan ál....... Sem höfugur niður um hljóða jörð hófaslátturinn fer. (Hófatak, bls. 32.) Um sólhvörfin geymir ljóssins lag hið ljómandi vetrarkvöld. En liljufölvi er um foldarkinn og fossharpan stirð og köld. Á fjöllum skafrennings brimrót ber ar, með því allra bezta, sem við eigum af því tagi, — eitt sagn- fræðirit (Saga alþýðufræðsl- unnar á íslandi) og ein skáld- saga: Brennandi skip. Höf. hefir i þvi ekki mikla æfingu í eigin- legri skáldsagnagerð, þrátt fyrir mikil afköst á ritvelli. Brennandi skip var byrjanda- verk á þvi sviði og fékk mis- jafna dóma. Þó kom mönnum yfirleitt saman um það, að litla dregnum, sem var aðalpersóna sögunnar, væri mjög vel lýst. Salt jarðar, hin nýja skáld- saga Gunnars, er allstór bók, 208 bls. Hún sýnir óskeikulli og þroskaðri meðferð efnis og stíls en Brennandi skip og er um allt betra skáldverk. Er yf- irleitt mjög ánægjulegt að lesa hana. Sagan gerist í þorpi einu á Vestfjörðum. Norskur maður hefir sett þar á fót hvalveiða- stöð, atvinna eykst og velmeg- un og fólki fjölgar. Hvalveiða- stöðin og framtak Norðmanns- ins, sem á búsetu í öðru landi, er það bjarg, sem þorpsbúar reisa afkomu sína á. En hvöl- um fækkar í Norðurhöfum. Og einn góðan veðurdag brennur stöðin til kaldra kola og Norð- maðurinn hverfur alfarinn burtu. Þessi atvinnuskilyrði og þjóð- líf það, sem við þau grær, mynda umgjörð sögunnar. En innan í umgjörðinni er mynd- in: líf sguhetjunnar, atburða- rásin í kafla úr æfi þeirra. Að- alsöguhetjan er Ragnheiður Loftsdóttir, stórlynd og glæsi- leg kona af Suðurlandi, vel ætt- uð, en vangefin, fórnfús og tig- in móðir barna sinna. Er henni prýðilega lýst, umhyggju henn- ar fyrir börnum sínum, stríði hennar við yngsta drenginn veikan, festu hennar og tígu- leik í skiptunum við Hildi kaupmannsfrú, — framkomu hennar við lát Brandsa vants- bera og viðhorfi hennar til manns síns. Jóakim Jónssyni, manni hennar, er og vel lýst, — rótlitlum, glaðsinna farmanni. sem stigið hefir á land og gerzt verkamaður, flytur svo öreigi með konu og börn heim í fæð- ingarþorp sitt á Vestfjörðum. þegar atvinna blómgast þar — og kaupir harmóniku, þegar verkalaunin gera betur en nægja fyrir allra brýnustu nauðsynjum. — Sumar auka- persónurnar eru skýrt dregnar og eftirminnilegar, einkum Herborg í Vinaminni, Brandsi vantsberi og frú Hildur. Börn- unum er vel lýst, og strákarnir Lobbi og Rósi, eru ágætir, en það eru raunar gamlir kunn- ingjar úr Suður heiðar. Atburðarás sögunnar er lát- laus og eðlileg, þrungin* lífi og með hægri stígandi lengi fram eftir sögunni. En síðasti kafli hennar stingur í stúf við hitt, sem á undan er komið, er reyf- arakenndur og ekki nægilega unninn til þess að vera verðugt niðurlag sögunnar. Þar er hrað- ar og lausar tekið á efninu, svo að lokakafli þessi virðist helzt (Framh. á 4. síöu) Ilrciiilætisvörur frá SJÖFX mæla með sér sjálfar — Þær munu spara yð- ur mikið ómak við hreingerningarnar IVOTIÐ S J A F ]V A R Stangasápu O P A L RÆSTIDUFT Krystalsápu P E R L U ÞVOTTADUFT Allt f vá $ j öf n Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykbús. - Frystíhús. Mðursuðuverksmiðjtt. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímákröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. tk.AAAi ♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ♦ W'WWW'WW'W'WW'WW'WW'W'W'WW'W'W'W'W'W'W'W'W'W'* Bóndl - Kaupir jni búnaðarblaðið FREY? við bláofin himintjöld. Á skautum, bls. 40.) Svona hljómandi, kliðmjúk söngdæmi mætti tína innan úr allri bókinni. Og þó yrkir þessi tónnæma skáldkona eitt feg- ursta kvæði sitt um Þagnargull (bls. 83). Því að Svo vegur þyngst af gjöfum guðs hið gullna, hljóða svar. Það verður ekki fullþakkað, að fá í höndurnar núna á stríðstímanum bók, sem er fleytifull af ómengaðri, tilgerð- arlausri fegurð, eins og litla ljóðakverið hennar Guðfinnu frá Hömrum. A. Sigm. Gunnar M. Magnúss: Salt jarðar. Skáldsaga. 208 bls. Verð: kr. 9.50 ób„ 12.50 í bandi. — Útgef. Jens Guðbjörns- son, Rvík 1941. Gunnar M. Magnúss hefir gerzt töluvert fyrirferðarmikill rithöfundur. Fyrsta bók hans, Fiðrildi, smásagnasafn, kom út 1928, var með byrjandabrag, en lofaði ýmsu góðu. Salt jarðar er 9. bók höfundar. Á milli þeirra eru fimm barnabækur, — hressilegar unglingasögur, og ein þeirra a. m. k„ Suður heið- 276 Victor Hugo: teaupers liðsforingi. Hann hallaði sér upp að múrvegg húss heitmeyjar sinn- ar og formælti eins og heiðingi. — Þú bölvar svei mér duglega, Fö- bus! mælti Jóhann og tók í hönd liðs- foringjans. — Dauði og djöfull! svaraði liðsfor- inginn. — Dauði og djöfull hirði þig sjálfan! svaraði stúdentinn. — Hvað á þetta orðasyndaflóð annars að þýða? — Ég biðst afsökunar, kæri vinur! hrópaði Föbus og þrýsti hönd Jóhanns. — Hestur á harða spretti verður ekki stöðvaður svo auðveldlega, og ég bölv- aði eins og um heppni væri að ræða. — Ég var einmitt að koma út frá þessum heimsku frúm og þá liggja mér blóts- yrði jafnan létt á vör. — Viltu drekka eitt glas með mér? spurði stúdentinn. Spurning þessi virtist lægja geðofsa liðsforingjans. — Mjög gjarna! svaraði hann. — En ég á ekki grænan eyri. — Ég hefi peninga! mælti Jóhann. — Ha? Lof mér að sjá! Jóhann sýndi liðsforingjanum næsta hróðugur í pyngjuna. Erkidjákninn hafði yfirgefið Char- molue, sem ekki gat í neinu skilið. —• Hann gat virt vinina tvo gaumgæfilega Esmeralda 273 brauðskorpu og þurran ost, sem hann hafði farið að jóðla á, án þess að ómaka sig, nema sem allra minnst. En þar sem hann var mjög hungrað- ur, varð hávaðinn meiri en góðu hófi gegndi. — Þetta er kötturinn minn, svaraði erkidjákninn. Hann gæðir sér á mús- um þarna inni í arininum. Charmolue lét sér þessa skýringu vel lynda. í sannleika sagt hafa allir miklir heimspekingar átt sín uppáhaldsdýr! mælti hann. Þér vitið, hvað Servius segir: Nullus enim locus sine genio est.*) Erkidjákninn óttaðist, að Jóhann myndi gera eitthvað illt af sér með nærveru sinni. Hann tók því það ráð, að minna lærisvein sinn á, að þeir ættu eftir að athuga myndirnar á hlið- inu. Þeir gengu því brátt saman út úr klefanum, Jóhanni til mikillar ánægju, því að hann hafði þegar fengið nóg af þvi að gista arininn. IV. KAFLI. Föbus liðsforingi og erkidjákninn. — Te deum laudamus, hrópaði Jó- *) Það er ekki til sá staður, sem ekki á sinn verndaranda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.