Tíminn - 20.11.1941, Síða 4

Tíminn - 20.11.1941, Síða 4
TfolIM, fimmtudagfnn 20. nóv. 1941 474 119. blað tJR BÆNUM Hjónaband. Pyrir skömmu voru gefin saman í hjónaband ungfrú Gunnþórunn Björnsdóttir Kristjánssonar á Kópa- skeri og Bjarni Guðbjörnsson banka- maður. Samb. ungra Framsóknarmanna efnir til kvöldvöku í Oddfellowhús- inu (uppi) kl. 8,30 í kvöld. Meðal ann- ars verður þar til skemmtunar: ein- söngur, ræður, upplestur, steppdans og að lokum dans. Ungir Framsóknar- menn utan af landi, sem dvelja um þessar mundir í bænum, eru sérstak- lega minntir á þessa skemmtun. Dómur. Nýlega féll dómur í lögreglurétti yfir skipstjóra, sem réðist ölvaður inn í íbúð til konu að næturlagi. Konan hélt því fram, að skipstjórinn hefði gert líkamlega árás á sig, en sá áburð- ur var aldrei sannaður. Skipstjórinn hlaut 300 kr. sekt fyrir að ráðast inn í híbýli konunnar í heimildarleysi. Afhent Tímanum til vinnuhælis S. í. B. S.: kr. 30,00, safnað af Einari Sturlaugssyni, Pat- reksfirði. Ennfremur áheit á Strandar- kirkju frá N. N. á Patreksfirði, kr. 5,00. „Sveitastjórnarmál". Fyrir nokkrum dögum kom út tíma- rit er nefnist Sveitastjórnarmál. Út- gefandi og ritstjóri þess er Jónas Guð- mundsson, eftirlitsmaður sveitar- stjórnamálefna. í þessu fyrsta hefti tímaritsins er meðal annars efnis: Fyrstl ríkisstjóri íslands, fylgja þeirrí grein nokkrar myndir. Þá er grein um íátækraframfærsluna árin 1938 og 1939 eftir ritstjórann, og ennfremur fróðleg grein með myndum um skipulag bæja eítir Hörð Bjamason arkitekt. Det Danske Selskab í Reykjavik, sem stofnað var 1923, hélt fyrir nokkru aðalfund. Formaður félagsins, Sv. A. Johansen, flutti árs- skýrslu og lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og hjálparsjóða þess. Sv. A. Johansen var endurkosinn í formannssæti, og ennfremur þeir. K. A. Braun, varaformaður og O. Korne- rup Hansen, gjaldkeri. Fyrir eru i stjórninni G. E. Nielsen, ritari, og Johs. Lundegaard, skjalavörður. End- urskoðendur voru kosnir A. Herskind og A. P. Nielsen. Á krossgötum (Framh. af 1. síðu) ingar í skemmtiför til Mývatnssveitar. En vegna þess, hve veöur og færi var gott, gátu þeir eklci stillt sig um að fara alla leið að Svartárkoti. Reyndist vegurinn þangað fullt svo góður sem um hásumartimann. Fiskveiði hefir verið heldur treg undanfarið, en hins- vegar hefir töluvert veiðzt af millisíld í lagnet á Pollinum. t r r Frá Þingeyri i Dýrafirði er blaðinu skrifað: Dýrfirðingar eru nú að kaupa báta. Félagsmenn í samvinnuútgerð- inni.hafa keypt mb. Glað frá Hnífsdal, 48 smál. Á hann að stunda alla veiði, ibæði hér og syðra. Nokkrir menn á Þingeyri og einn í Haukadal hafa keypt tvo vélbáta, Ásu frá Reykjavík, 12 smál., og Val frá ísafirði, 9 smál. Þá hafa ungir menn í Hvammi og Höfða keypt ■vélbátinn Auði djúpúðgu frá Pat- reksfirði, 9 smál. Verða þessir bátar gerðar út héðan. Hreimar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Stórfelld aukning (Framh. af 1. stðu) — Hvað er talið, að mikil raf- orka sé nú í landinu? — í ársbyrjun 1941 voru tald- ar 408 rafstöðvar, sem höfðu svo háa spennu, að þær voru eftirlitsskyldar. Orka þessara stöðva til samans er um 30000 hestöfl. Af þessum 408 stöðvum eru 370 einkastöðvar með sam- tals 6500 hestöfl. Auk þessara eftirlitsskyldu stöðva eru um 200 smáspennu- stöðvar, sem hafa samtals um 60 hestafla orku. Þessar stöðv- ar eru flestar vindrafstöðvar. — Hvert er álit þitt á vind- rafstöðvunum? — Ég álít, að þær komi að góðum notum til lýsingar, þar sem ekki er kostur vatnsorku. Stöðvarnar eru ódýrar og ætti því flestum bændum að reyn- ast kleift að reisa þær. Hins vegar er reynslutími þessara stöðva hér á landi enn svo stutt- ur, að illt er að segja um end- ingu þeirra með nokkurri vissu. En sú reynsla, sem þegar er fengin af þeim lofar góðu. Flestar vindrafstöðvanna eru það litlar, að orka þeirra endist aðeins til ljósa. En til eru raf- stöðvar af þessari gerð með meiri orku. — Er erfitt að fá varahluti 1 rafmagnsvélar? — Um langt skeið hefir allt viðhald á raforkuvirkjum reynzt mjög örðugt vegna skorts á varahlutum. Og í svipinn er ekki útlit fyrir neina breytingu í þeim efnum. — Hvað er að segja um eftir- litið í stórum dráttum? — Eftirlitið gegnir marg- þættum störfum og yrði of langt mál að fara að telja þau upp hér. En í stuttu máli er hægt að segja, að flest þau at- riði, sem eru að einhverju leyti í sambandi við raforkumál heyri meira eða minna undir verksvið eftirlitsins. Sérstaklega tel ég, að eftir- litið geti létt undir með þeim bændum, sem eiga raforkuver. Fæstir þeirra þekkja svo mikið til þeirra mála, að þeir séu fær- ir um að finna skemmdir eða gera við bilanir á orkuverunum. En starfsmenn eftirlitsins, sem ferðast um landið, „hlusta“ rafstöðvarnar, gera við smá bilanir og leiða í Ijós fyrlr víst, hvort allt sé í lagi á hverjum stað. Ein lítil skrúfa, sem losn- ar án þess að eftir því sé tekið, getur eyðilagt stóra vélahluta á stuttum tíma. Slíkar smá bil- anir koma eftirlitsmennirnir þráfaldlega í veg fyrir á ferðum sínum. En vissulega væri æski- llegt, að ferðir eftirJ[itsmanna gætu framvegis orðið beinlínis viðgerðarferðir. Á síðasta þingi Búnaðarfélags íslands var samþykkt áskorun til ríkisstjórnarinnar, um að rafmagnseftirlitinu yrði falið að veita bændum, sem þess ósk- uðu, aðstoð við undirbúning nýrra rafveita. Þessari mála- leitan var vel tekið af rikis- stjórninni og fól hún rafmagns- eftirlitinu þessi mál að svo Kemur til styrjaldar á Kyrrahaii? (Framh. af 1. síðu) skýrt tekið fram, að hann vllji sem skjótast leiða viðureignina í Kína til lykta. Samhliða því, að Japanir hafa á þennan hátt seilzt til nýrra og aukinna ítaka, hafa tíðir árekstrar orðið milli jap- anskra og rússneskra liðsveita á landamærum Mansjúkúó, og er ekki grunlaust, að um vís- vitandi tílbekkni sé að ræða af hálfu Japana, er gjarna vilji fá sakarátyllu á hendur Rússum. Það spáir heldur ekki góðu um friðarhorfurnar, að blöð í Japan hafa síðustu vikur gerzt mjög harðorð i garð Banda- ríkjamanna og síðustu dagana lagt mikið kapp á að lýsa ráð- gerðum hernaði þeirra á hendur Japönum. Má helzt af þvi ráða, að verið sé að búa þjóðina undir ófrið og herða stríðsvilj- ann og skapa haganlega að- stöðu fyrir stjórnina til þess að réttlæta þær fórnir, sem hún sé að leggja henni á herðar. Miklar hersýningar og heræf- ingar hafa og verið víðsv^gar í Japan að undanförnu. Bandaríkjamenn og Bretar munu einnig hafa gert margvis- legar ráðstafanir til undirbún- ings hernaðarátökum þar eystra. Hergagnaflutningar til Kína hafa verið stórauknir og margt amerískra sérfræðinga verið sent þangað, Kínverjum til aðstoðar. Þetta vita jap- anskir ráðamenn einnig, enda komizt þanníg að orði, að Bandaríkjamenn séu þar að skapa sér fremstu vígstöðvar 1 fyrirhuguðu stríði gegn Japan. Bretar hafa og eflt aðstöðu sína, meðal annars aukið mjög viðbúnað sinn í setustöðvunum í Hong-Kong og víðar þar, sem líklegt þykir að mest á reyni. Engu skal um það spáð, hversu atburðir kunna að falla í sambúð stórveldanna þarna austur frá. En síðustu dagana hafa augu manna svo mjög beinzt að því, sem þar er að gerast, að öðrum stórveldaátök- um hefir ekki verið veitt við- líka athygli. miklu leyti, sem það getur sam- rímst starfsemi þess. Ennfremur var gert nánara samkomulag á milli eftirlitsins og stjórnar Búnaðarfél. fslands um það, að bændur gætu snú- ið sér með beiðnir um slíka að- stoð til stjórnar þess hreppa- búnaðarfélags, sem þeir eru fé- lagar í. Þá hefir ráðuneyti það, sem fjallar um þessi mál, sam- þykkt, að ríkið skuli greiða all- an aukakostnað vegna þess- arar nýbreytni að % hlutum, en bóndi sá, er aðstoðina fær, greiðir aðeins y3 kostnaðarins. Mikla áherzlu verður að leggja á það, að allar beiðnir um slíka aðstoð berist eftirlit- inu sem fyrst, svo að unnt sé að samræma þær ferðum þeim, er starfsmenn eftirlitsins fara aðallega að sumrinu. Hundahald (Framh. af 2. síðu) sennilega borið í bakkafullann lækinn, ef talað væri um inn- flutning góðra hundakynja nú, þegar grípa verður til slíkra róttækra ráðstafana, eins og þeirra er áður er um getið, en mikið má það vera, ef þess verð- ur ekki þörf fyr eða siðar, ef við íslendingar viljum koma hér upp góðum hundastofni. Það væri þó sízt verra en að erlenda setuliðið flytji inn hunda, og ég er ákaflega vantrúaður á það, að setuliðið fari frekar eftir öðrum lögum en þeim, sem nú hafa verið sett um hundahald. Samanber grein Eggerts á Hólmi í Tímanum nýlega, þá ganga hundar þeirra lausir um hið svokallaða sýkta svæði. — Hvað lengi væri þörf að hafa hina innfluttu hunda í sóttkví og undir lækniseftirliti, skal ég láta ósagt; ég ber ekki skyn á þá hluti, enda ekki tímabært að grípa til þeirra ráðstafana núna, en taka ætti það mál til íhugunar seinna. Það væri vel til fallið, að ráðunautar Bún- aðarfélagsins og ekki hvaö sizt loðdýraræktarráðunautur rikis- ins leiðbeindi mönnum um ræktun hundanna og hvar væru fáanlegir góðir hundar, og er þá fyrst að bæta skaða þeirra, sem hafa orðið að drepa hundana vegna pestarhættunnar. S. Sveinsson. Bæhur (Framh. af 3. slðu) vera drög að sögulokum, sem raunar hafi átt að segja í lengra máli, með meiri fyllingu. Lesandinn verður því fyrir dá- litlum vonbrigðum í lok sögu- lestursins. Mál sögunnar er allfjölskrúð- ugt. Þar er margt sjaldgæfra orða, sem ég man ekki eftir að hafa séð fyrr. Þori ég ekkert um þau að segja, hvorki til lofs né lasts, en geri ráð fyrir, að þau séu góð og gild vestfirzka, og er þá gott að fá þau bókfest. Nokkuð er um það, að mál og prófarkalestur sé óvandað. Menn „hafa það“ ýmist ágætt eða erfitt, rætt er um „tilfinn- inguna af hinu hrollkalda sjó- baði“, konurnar eru „sitt af hvoru sauðahúsi“ (sitt konan!) og margt fleira fram eftir þeim götum. Þá sé ég ekkert annað en sóðaskap í því, að rita „éld“ i stað „ég held“. — Þessi og fleiri mállýti og allmargar prentvillur eru gallar, sem mátti komast hjá á bókinni, en hún er annars vel skrifuð og mjög prýðilega gefin út. A. Sigm. Mbl. ræðst á . . . (Framh. af 1. slðu) vinnuaflsþörf atvíinnuveganna. Það eru allmargir dagar síðan forsætisráðherra bað Sjálf- stæðisflokkinn að tilnefna menn í þessa nefnd, en það var fyrst í gær, sem flokkurinn tilkynnti hverja hann hefði tilnefnt. Á- hugi flokksins fyrir málinu er ekki meiri en þetta. Það er vitanlegt, að allmargir Sjálfstæðismenn hafa þjóð- legan og réttan skilning á þessu máli, en hinsvegar eru svo lýðskrumsöflin í flokknum, sem keppa við kommúnistana í verkalýðsskrumi. Nú hafa kommúnlstarnir tekið þá af- stöðu að vera á móti allri tak- mörkun. Vonandi gerist nú ekki sama sorglega sagan og í kaup- festingarmálinu, að lýðskrums- öflin í Sjálfstæðisflokknum megí sín einnig meira í þessu máli en hinir ábyrgu og þjóð- ræknu menn flokksins! Erlendar fréttir Orðrómur gengur um það, að Weygand yfirhershöfðingi Frakka í Norður-Afríku hafi verið látinn fara úr embætti. Engin staðfesting hefir á þessu fengizt í Frakklandi og má vel vera, að þetta sé tilhæfulaust með öllu. Weygand hefir lengi verið einn nánasti og tryggasti samstarfsmaður og vinur Pet- ain marskálks. Amerísk kaupför verða vopn- uð innan fárra daga. Verða skip þau, er sigla um Norður- Atlantshaf vopnuð fyrst. 274 Victor Hugo: hann, er hann skreið út úr fylgsni smu — Þá eru þessir tveir skarfar loks- ins á braut. — Och! Och! Hax! Pax! Max! Flær! Óðir hundariDjöfullinn sjálfur! Ég hef í'engið meira en nóg af þessum samræð- um þeirra. Það er eins og klukkum sé samhringt ínni í höfðinu á mér. Og svo hefí ég lagt mér myglaðan ost til munns auk alls hins. Ég held, að það sé ráðlegast að flýta sér að breyta þessum fáu skildingum bróður míns í flöskur. Hann virti ínnihald pyngjunnar fyrir sér, og augnaráðið lýsti viðkvæmní og undrun. Hann lagaði á sér fötin, þurrkaðl af stígvélum sínum og dust- aði rykið af ermalíni sínu, blístraði lag, leit í kringum sig og aðgætti, hvort nokkuð væri enn í klefanum, sem hann gæti haft með sér, lauk upp dyrunum, og lét hjá líða að loka þeim á eftir sér, og hljóp síðan glaður eíns og fugl úti í geimnum niður tröppurnar. Á leíð sinni rakst hann á Kvasimodo, sem gaf frá sér óhugnanlegt hljóð. Jóhann gat ekkl varizt hlátri, er hann hraðaði sér áfram. Hann var meira að segja ekki hættur að hlæja, er hann kom niður á torgið. Hann gekk nokkur skref áfram og kom þá auga á „skarfana", sem sé erki- djáknann og meistara Jakob Char- Esmeralda 275 molue, sem virtu myndirnar á hliðinu gaumgæfilega fyrir sér. Jóhann læddist til þeirra á tánum og heyrði erkidjáknann hvísla að Charmolue: — Það er Vilhjálmur af París, sem hefir látið meitla þessa mynd i stein- inn. Hún táknar vizkusteininn, sem verður margreyndur og hrakinn til þess að verða fullkominn eins og Ray- mond Lulle segir. — Þetta er mér óviðkomandi, mælti Jóhann. — Það er ég, sem hefi pen- ingapyngjuna með höndum. í sömu andrá heyrði hann þróttuga, hljómfagra rödd formæla hræðilega að baki sér. — Drottinn minn dýri! varð Jóhanni að orði. — Þetta getur ekki annar ver- ið en vinur minn Föbus liðsforingi. Nafn Föbusar barst erkidjáknanum til eyrna, þegar hann var að útskýra málaflutningsmanni konungsins eitt- hvert merkilegt fyrirbæri. Erkidjákninn þagnaði skyndilega, Charmolue til hinnar mestu undrunar. Því næst snerist hann á hæli og sá bróður sinn ganga I áttina til hávax-' ins liðsforingja, er stóð við húsdyr Gondeliers. Þetta reyndist vera Föbus de Cha- -GAMLA BÍÓ Morðgátan (FAST AND FURIUS) Amer. leynlögreglumynd. FRANCHOT TONE. ANN SOUTHERN. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3%—6Yz: Með ofsaliraða (NO LIMIT) GEORGE FORMBY. -------NÝJA BÍÓ —----- Syndararnir sjö (Seven Sinners). Aðalhlutverk leika: MARLENE DIETRICH JOHN WAYNE og MISCHA AUER. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5) ' Börn fá ekki aðgang. Dvöl er gott og ódýrt tímarit, sem flytur úr- valsefni á vönduðu máli. Síðasta hefti þessa árgangs, jólaheft- ið. kemur út I næsta mánuði. í þvi verða meðal annars þýddar sögur eftir Brasilíumanninn Monteiro Lobato, rússneska stór- skáldið Anton Tékov og danska rithöfundinn Anker Larsen, allt úrvalssögur. — Gerist áskrifendur að DVÖL. TÍMARITIÐ DVÖL, Lindargötu 9A, Reykjavík. Simi 2353. Pósthólf 1044. Kenníð bömunum að bursta vel tenn- ur smar Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sínar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó .að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlegá sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið f SJAFNAR tanukrem Sápuverksmiðjan S j ö i n Akureyri. £*itirlaldar vorur höfum við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af DILKUM — SAUÐUM — ÁM. NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT, SVÍNAKJÖT, ÚRVALS SALTKJÖT, ÁGÆTT HANGIKJÖT, SMJÖR, OSTAR, SMJÖRLÍKI, MÖR, TÓLG, SVIÐ, LIFUR, EGG, HARÐFISK, FJALLAGRÓS. Samband ísl. samvíunuiélaga. Duglegur sendísveínn 14 ára gamall, óskast strax. Getur komfzt að síðar sem Járnsmíðanemi. Liimlssiiiiðjan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.