Tíminn - 04.12.1941, Page 2
496
TÍMIM, fimmttidagiim 4. clos. 1941
125. Mað
‘gíminn
Fimmtudaginn 4. des.
Skyldusparnaður
Um þessar mundir fara meiri
peningar um hendur lands-
manna en nokkru sinni áður.
í lok september s. 1. voru seðl-
ar í umferð tæpar 44 milj. kr.,
en í byrjun stríðsins fyrir tveim-
ur árum aðeins 12—13 milj. kr.
Flestir landsmenn hafa nú
miklu hærri tekjur að krónu-
tölu en áður, og hjá mörgum
hafa tekjurnar margfaldazt.
Það er gamalt orðtak, að eigi
sé minni vandi að gæta fengins
fjár en að afla þess. Hefir það
sannazt nú sem fyrr, að menn
kunna misjafnlega vel að fara
með fjármuni. Margir þeir, sem
hafa fengið auknar tekjur, hafa
notað þær skynsamlega. Þeir
hafa borgað skuldir, sem á þeim
hvíldu, að nokkru eða öllu leyti
eftir ástæðum. Samkvæmt hag-
tíðindunum hafa skuldir við
bankana lækkað um ca. 17 milj.
kr. frá stríðsbyrjun til septem-
berloka þ. á. Er þó ekki talin
þar með sú lækkun, sem kann
að hafa orðið á lánum í veð-
deildum bankanna, Ræktunar-
sjóði og Fiskiveiðasjóði. Þá
hafa menn einnig lagt peninga
á vöxtu í bönkum og spari-
sjóðum í stærri stíl en áður
þekktist. Eftir skýrslum um
innieignir 1 bönkunum, hafa
þær aukizt um 120—130 milj-
ónir króna síðustu tvö árin.
Innieignir í sparisjóðum lands-
ins munu einnig hafa aukizt
verulega.
Af framansögðu er ljóst, að
margir landsmenn nota þann
tekjuauka, sem þeir hafa feng-
ið, til þess að lækka skuldir og
eignast innstæður í peninga-
stofnunum. Vafalaust láta flest-
ir það sitja í fyrirrúmi að borga
skuldir, til þess að komast hjá
vaxtagreiðslum, sem eru hærri
af skuldum en sparisjóðsinn-
stæðum. En þetta hvorutveggja,
skuldagreiðslur og söfnun inni-
eigna, eru viturlegar ráðstaf-
anir, því að með því tryggja
menn hag sinn í framtíðinni.
Því miður eru svo líka margir
menn, sem ekki eignast neitt,
þótt þeir hafi miklar tekjur.
Þeir eru svo ráðlausir, að þeim
verður ekkert við hendur fast.
Um leið og tekjur þeirra hækka,
vex eyðslan og sukkið að sama
skapi. Ef þeir verða fyrir heilsu-
leysi eða öðrum óhöppum, verða
þeir strax fjárhagslega ósjálf-
bjarga og öðrum byrði. Það væri
góðverk við þessa menn, ef fjár-
ráðin væru að nokkru leyti af
þeim tekin, t. d. þannig, að
þeim væri ekki að öllu leyti út-
borgað það kaup, er þeir vinna
fyrir, en nokkur hluti þess væri
geymdur á tryggan hátt þar til
síðar, þegar þeir hafa þess
brýna þörf.
Ríkisstjórnin mun að undan-
förnu hafa haft til athugunar,
hvort eigi væri heppilegt, eins
og nú er ástatt, að skylda menn
til sparnaðar. Á nýafstöðnu
aukaþingi flutti þingmaður
Hafnfirðinga, sem á sæti í efri
deild þingsins, tillögu til þings-
ályktunar ■ um skyldusparnað.
Var þar skorað á ríkisstjórnina
að athuga möguleikana á lög-
gjöf um almennan skyldu-
sparnað og leggja árangur
þeirrar athugunar fyrir næsta
Alþingi. Tillaga þessi var sam-
þykkt í efri deild þingsins.
Ríkisstjórnin mun áður hafa
byrjað athugun á þessu máli
og er þess að vænta, að tillögur
hennar um það verði tilbúnar
í byrjun næsta þings.
Skyldusparnaður gæti orðið
framkvæmdur með þeim hætti,
að mönnum væri gert skylt að
leggja nokkurn hluta teknanna
til geymslu í peningastofnanir,
eða kaupa ríkisskuldabréf. Fé
það, sem ríkið fengi að láni með
sölu skuldabréfa, mætti nota til
að greiða með skuldir ríkisins
í öðrum löndum, þegar samn-
ingar nást um greiðslu þeirra.
Vel gæti komið til mála að á-
kveða, að fé þetta væri vaxta-
laust fyrst um sinn, a. m. k. þar
til styrjöldinni er lokið. Þótt
löggjöf yrði sett um skyldu-
sparnað, mætti ekki hindra það,
að menn gætu notað umfram-
„ í s néí
ísafold frá 25. okt. s. 1. lætur
mjög vel af „vaxandi félags-
starfsemi skagfirzkra Sjálf-
stæðismanna,“ eins og það er
orðað í fyrirsögn.
Jú — eigi undrast ég það svo
mjög. Um eitt hinna nýstofn-
uðu sjálfstæðisfélaga er það t.
d. vitað, að það telur a. m. k.
eina 6 félagsmenn; af þeim eru
þrír í stjórn — og hinir senni-
lega í varastjórn.
Lítillæti og hógværð hjart-
ans er mikil prýði hverjum
manni.
Eysteinn Jónsson, viðskipta-
málaráðherra, er víst lítið elsk-
aður af íhaldsmönnum. Að
minnsta kosti virðast orð hans
og athafnir æði opt hafa orðið
til þess, að þeir hafa hrökklazt
yfir takmörkin, sem okkur vóru
eitt sinn sett með boðorðinu.
Nýjasta dæmið og hið síðasta
af þvi tagi, er ég hefi séð, er í
50. tbl. ísafoldar. Þar segir svo
í ritstjórnargrein:
„En öllu örlagaríkara(l) hefir
þó sú reginheimska Eysteins
Jónssonar reynzt, að koma í
veg fyrir aukinn innflutning
til landsins eftir að gjaldeyrir
var nægur fyrir hendi og enn
þá var hægt að fá vörur keyptar
með hóflegu verði. Barátta Ey-
steins Jónssonar gegn því, að
landið yrði birgt að nauðsynja-
vörum og hinar vaxandi fjár-
fúlgur íslendinga erlendis hag-
nýttar til þess að afla verð-
mæta inn í landið, bera vott
einni hinni mestu skammsýni,
sem íslenzkur stjórnmálamað-
ur hefir gerzt ber að.“
tekjur sínar til að borga skuld-
ir, er á þeim hvíla, sem venju-
lega er þeim hagkvæmara en
að leggja fé á vöxtu.
Nokkuð hefir orðið vart við
þann misskilning á þessu máli,
m. a. hjá flutningsmanni þeirr-
ar þingsályktunartillögu, sem
hér hefir verið nefnd, að
skyldusparnaður gæti komið í
staðinn fyrir skatta til ríkisins.
Væntanlega verður ekki meiri
hluti þingmanna á þeirri sköð-
un, þegar þessum málum verð-
ur ráðið til lykta á Alþingi. Ein-
staklingum er mikil þörf að
nota það tækifæri, sem þeir
nú hafa, til að spara fjármuni
til notkunar síðar, og því getur
verið skynsamlegt að setja lög
um skyldusparnað. En löggjaf-
arnir mega ekki gleyma því, að
ríkissjóður þarf einnig'að safna
fé til framkvæmda eftir stríðið,
og því er skylt að sjá svo um,
að hann fái hæfilegan hlut af
þeim afla, sem nú kemur á land.
Sk. G.
-I> e i ii
Ojæja. Ekki eru nú stóryrðin.
Nú er það vitað, að meðan
örðugleikar vóru með gjaldeyri,
var, að tilhlutan viðskiptamála-
ráðherra, beitt mjög ströngum
hömlum á innflutning ónauð-
synlegra vara, til þess að sá
gjaldeyrir, er tiltækur var,
hrykki fyrir þeim mun meira
magni af nauðsynjavörum. Það
er líka vitað, að jafnskjótt og
rýmkaðist með gjaldeyri, var
losað um innflutningshömlur,
og það svo verulega, að í raun
og veru hefir innflutningur
verið frjáls um hríð — að svo
miklu leyti, sem við verður ráð-
ið af íslendingum sjálfum. Og
ekki einasta það, því að enn er
vitað, að viðskiptamálaráð-
herra hefir gert allt, sem i hans
valdi stóð, til þess að örva sem
mest innflutning nauðsynja-
vara, bæði með beinum hvatn-
ingum til innflytjenda, ráðstöf-
unum til útvegunar skipakosts
o. fl.
Naumast er það hugsandi,
að ritstjórar ísafoldar, svo
vandaðir menn og vel menntir,
sem þeir eru, skrökvi að gamni
sínu upp á viðskiptamálaráð-
herra, — né heldur, að þeir viti
ekki betur. Hitt er heldur, að
hér sé um ósjálfráða gleymsku
að ræða.
— Nema þeir hafi gleymt vilj-
andi — eins og einn frambjóð-
andi íhaldsins komst að orði um
sjálfan sig hérna um árið.
Ljómandi er ísafold orðhepp-
in oft — og smekkleg.
„Leyndin um allan sjóðrekst-
ur mjólkurklerksins verður með
hverju ári órjúfanlegri“ —
segir hún 15. nóv. um sr. Svein-
björn Högnason.
Og það þarf svo sem ekki að
efast um, að það er ofurást ísa-
foldar á bændum, þessum ves-
alings fórnardýrum mjólkur-
skipulagsins og sr. Sveinbjarn-
ar, sem veldur því, að hún reyn-
ir að læða þeim grun inn hjá
lesendum (sem hún að vonum
telur sjálfri sér ekki fremri að
fróðleik og vitsmunum), að eitt-
hvað sé óhreint við þennan
„sjóðrekstur“ prestsins.
Vill ekki ísafold rjúfa þessa
„leynd“, svo að bændur megi
sjá, hvort eða hvernig þeir eru
féflettir? — Ég efast ekki um,
að hún geri það með orðinu,
svo mikla umhyggju, sem hún
ber fyrir hag bænda.
ísafold segir 1. nóv. s. 1.:
„Þar (þ. e. á Alþingi) er nú
að hefjast kapphlaup um kjós-
endafylgið. Ekkert er hirt um
afleiðingarnar og því síður um
hitt, hvað alþjóð er fyrir beztu
á þessum alvörutímum. Svo
mikill er ákafinn orðinn, að
Sjálfstæðisflokkurinn fær á-
kúrur fyrir það, að vera ekki
me§ í þessu kapphlaupi."
Ja — hvert þó í þreifandi. —
Fyrr hafði maður nú svo sem
orðið var við, að Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði á það litla á-
herzlu, að afla sér kjósenda-
fylgis. En að hann færi lesta-
gang og yrði jafnvel staður,
þegar hinir flokkarnir hleypa
á harðastökk til þess að þókn-,
ast háttvirtum kjósendum, —
það hafði mér aldrei til hugar
komið.
En — meðal annarra orða:
Það er eins og mig minni að
Sjálfstæðismenn hafi haldið því
fram, að samstarfið, sem þeir
kenna Framsóknarmönnum um,
hafi verið framkvæmt í óþökk
alls landslýðs. Þó minnir mig
og að því væri mjög á lofti
haldið, að dýrtíðarfrumvarp
Eysteins, sem allur Framsókn-
arflokkurinn stóð að, hefði orð-
ið öllum til ills, ef náð hefði
fram að ganga. — Hvernig má
það vera, að í athöfnum og til-
lögum, sem svo eru óvinsælar,
geti talizt kapphlaup um kjós-
endafylgi?
— „Mitt er að yrkja, ykkar
að skilja," sagði skáldið forðum.
Þegar Hermann Jónasson baðst
lausnar fyrir ráðuneyti sitt,
vildi ríkisstjóri, sem kunnugt
er, eigi samþykkja lausnar-
beiðnina fyrr en ráðin væri ör-
lög dýrtíðarfrv. Eysteins Jóns-
sonar á Alþingi. Hafði enginn
ráðherranna neitt við þetta að
athuga.
Um þetta farast ísafold svo
orð i Reykjavíkurbréfi þ. 1. nóv.:
„Þessi framkoma hans (for-
sætisráðhrra) sannar þann á-
byrgðarlitla hringlandaskap
hans, er áður hefir hér verið
lýst.“
— Þarna er nú markið lag-
lega hitt!
Fyrir löngu er frægur orðinn
tvísöngur Sjálfstæðisblaðanna
um verðlag á landbúnaðaraf-
urðum. Er annarri röddinni
ætlað að ná eyrum verka-
manna og annarra launþega í
kaupstöðum og kauptúnum, en
hin röddin syngur fyrir sveita-
menn.
„Tvísöngur er samstilltur
söngur, þar sem raddirnar fara
vel hver með annarri, hreinleg-
ar og þjóðlegar," — segir ísa-
fold 8. nóv. s. 1.
Sælir eru einfaldir.
„.....Þess vegna var Sjálf-
stæðisflokkurinn flokkur allra
stétta, og barðist fyrir því, að
stétt stæði með stétt.“ (Bjarni
Benediktsson í ísafold 1. nóv.
s. 1.).
Svo er sagt, að Bjarni borg-
Kvennaskólinn
á Blönduósí
var settur 18. þ. m. Voru þar
viðstaddir allir kennarar skól-
ans skólaráðið og allir nemend-
ur, að fjórum undanskildum,sem
voru ókomnar. Nemendur eru
nú 38 alls, og er það hámark
þeirrar tölu, sem unnt er að
taka í skólann.
Við byrjun þessa skólaárs
lágu fyrir á annað hundrað um-
sóknir. Má af því marka vin-
sældir hans og þá miklu þörf,
sem er á þessum skólum, því að
sömu sögu munu aðrir hús-
mæðraskólar hafa að segja. Þeir
geta ekki rúmað helming þeirra
umsækjenda, sem vilja koma.
Sú breyting hafði orðið á
kennaraliði skólans, að ungfrú
Margrét Björnsdóttir frá Ak-
ureyri, hafði sagt upp starfi
sínu, en aftur hafði verið ráðin
kennari við skólann ungfrú
arstjóri sé einn af fyrirmönn-
um félags nokkurs 1 Reykjavík,
er kvað vera einskonar verka-
mannadeild innan Sjálfstæðis-
fl. Á fundi sínum í haust sam-
þykkti félag þetta ályktun, sem
allfræg er orðin. Var þar lýst
hinni megnustu vanþóknun á
taumlausu okri bænda á af-
urðum landbúnaðar.
Undarlegt, hvað bændur eru
þrjózkufullir og seinir á sér að
meta einlægni borgarstjórans
og viðurkenna kjörorð hans,
eins og hann slítur sér þau út
fyrir allar stéttir, aumingja
maðurinn.
...... Öll framkoma for-
ystumannanna (Framsóknar-
flokksins) sannar .... nefni-
lega það, að það sem einblína er
á, eru þröngir flokkshagsmun-
ir, leið til þess, enn þá einu
sinni, að geta blekkt fólkið í
byggðum landsins til fylgis við
lélegan málstað.“
Þannig farast ísafold orð þ.
8. nóv. s. 1., í tilefni af kröfum
og tillögum Framsóknarfl. um
lausn dýrtíðarmálanna.
Auma skepnan, þessi Fram-
sókn!
Eins og kunnugt er, voru 8 af
17 þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins andvígir því í önd-
verðu, að stofnað yrði til sam-
starfs um stjórn landsins.
Um þetta segir Árni frá Múla
í 49. tbl. ísafoldar:
„Sannleikurinn er sá, að eng-
inn ágreiningur hefir orðið inn-
an Sjálfstæðisflokksins um það,
að samstarf þyrfti að vera um
stjórn landsins.“
— Sá virðist nú ekki veill fyr-
ir brjösti!
Skagfirðingur.
Margrét Líndal frá Lækjamóti.
Síðastliðið haust varð skólinn
fyrir þeim miklu óþægindum,
að hermannaskálar voru byggð-
ir allt upp að skólalóðinni að
norðan, og fjölmennt setulið
settist þar að. Sló það miklum
óhug á forráðamenn skólans og
kennara, og jafnframt þá, sem
ætluðu að senda dætur sínar á
skólann. Kvað svo ramt að
þessu, að fjöldi námsmeyja
hætti við að koma á skólann,
sem höfðu þá verið heimuluð
skólavist. Var nú úr vöndu að
ráða fyrir skólaráð og forstöðu-
konu. Skyldi nú loka skólanum
eða setja nýjar skólareglur,
miklu strangari en áður höfðu
verið? Síðari ráðstöfunin var
tekin. Skólinn var settur með
þeim hugrökku, ungu stúlkum,
sem þorðu að sjá setuliðið dag-
lega, án þess að hafa nokkur
frekari kynni af því.
Forstöðukonu, kennurum
og nemendum skólans til mik-
illar sæmdar tókst svo vel að
fylgja þessum fyrirmælum, að
reglurnar voru ekki að neinu
leyti brotnar, og námsmeyjarn-
ar komu aftur sigrihrósandi
heim til sín með óskert mann-
orð, úr nágrenni setuliðsins.
Nú, þegar skólinn er settur,
er aðstaðan sú sama. Sömu
skólareglum verður því að
fylgja. Skemmtanalífið verður
því ekki stór liður í lífi skóla-
meyja Blönduósskvennaskóla í
vetur. Þær fá ekki leyfi til að
sækja danssamkomur utan
skólans, en aftur mega þær
halda boðsböll innan skólans,
oftar en áður var. Þegar við,
eldri meyjar, stunduðum nám
þar, var aðeins ein dansskemmt-
un haldin á vetri.
Ég hefi orðið þess vör, að ýms-
ir utan skólans hafa misskilið
þessar nýju skólareglur þannig,
að þeir hafa haldið, að nem-
endur væru alltaf lokaðir inni
og fengju ekki að koma undir
bert loft. Þetta er alger mis-
skilningur. Nemendur fá
tveggjastunda útivistarfrí hvern
dag um miðjan daginn, og auk
þess geta þær farið út á tún og
landareign skólans eftir vild,
þegar þær hafa frí frá störfum.
Þegar ungar stúlkur hafa að-
eins einn vetur til þess að búa
sig undir húsmóðurstöðu, er
þeim vissulega hentugast að
njóta sem bezt góðra áhrifa frá
forstöðukonu og kennurum
góðs heimilis. Það er áreiðan-
lega gott fyrir þær, að fá tæki-
færi til að æfa sig í að skemmta
heimilinu með söng, leikjum og
dansi, sem þær iðka á
laugardagskvöldum. Ætti það að
vera metnaðarmál ungu stúlkn-
anna að gera þau kvöld sem
ánægjulegust.
Virðist þá vera nokkur skaði,
þótt ungu stúlkurnar fái ekki
(Framh. á 3. síðu)
Bjarni Ásgeirsson:
Tvö systkiol
Árið 1863 fluttust að Gríms-
stöðum á Mýrum hjónin Níels
Eyjólfsson og Sigríður Sveins-
dóttir, og bjuggu þau þar eftir
það til dauðadags.
Níels var Austfirðingur að ætt.
Var Eyjólfur faðir hans Guð-
mundsson og bjó að Helgustöð-
um í Reyðarfirði. Sigríður var
dóttir séra Sveins Níelssonar, er
var um þessar mundir prestur
að Staðarstað í Snæfellsnes-
sýslu og fyrri konu hans, Guð-
nýjar Jónsdóttur prests að
Grenj aðarstað. Ólst Sigríður að
mestu upp hjá móðurstystur
sinni, Kristínu, og manni henn-
ar, séra Hallgrími Jónssyni að
Hólmum í Reyðarfirði. Voru
þau Níels og Sigríður þannig
samsveitungar í uppvextinum
og hófst þá kunningsskapur
þeirra, er síðar leiddi til hjú-
skapar og æfilangra samvista.
Um miðja nítjándu öldina munu
þau hafa flutzt að Staðarstað
til séra Sveins. Þar giftust þau
árið 1855 og þar fæddist elzta
dóttir þeirra, Guðný.
Árið 1857 byggði Helgi Helga-
son, bóndi og hreppstjóri í Vogi
á Mýrum, timburhús á jörð
sinni, eitt hið fyrsta timbur-
hús, sem reist mun hafa verið
á íslenzkum bóndabæ, og
stendur það enn í dag. Níels var
þá lærður húsasmiður og fékk
Helgi hann sér til aðstoðar um
húsbygginguna. Byggði hann
eftir það þeim hjónum nokk-
urn hluta jarðarinnar og bjuggu
þau þar í sambýli við Helga til
vorsins 1863, að þau fluttu að
Grímsstöðum, sem fyr er sagt.
Mjög þóttu þau hjón þá þeg-
ar bera af allri alþýðu manna
og reyndist svo æ síðan. Níels
var búhöldur ágætur og atorku-
maður hinn mesti, ótrauður til
allra framkvæmda og skjótur
að taka upp nýjungar allar, er
þá voru uppi um hagkvæmari
vinnubrögð og bætta búnaðar-
háttu. Var hann mjög á undan
samtíðarmönnum sínum flest-
um um búnaðarframkvæmdir
og bætti ábýli sitt stórum að
húsagerð og þó einkum með
jarðabótum, sem voru líf hans
og yndi. Kom han’n að Gríms-
stöðum í hinni mestu niður-
níðslu en skildi við þá svo
prýðilega, er hann féll frá eftir
22 ára búskap þar, að lagður
var grundvöllurinn að því höf-
uðbýli, sem sonur hans og son-
arsynir hafa aukið og endur-
bætt og Grímsstaðir eru nú orð-
ið.
Sigríður var prýðilega gáfuð
kona og vel að sér. Hún var
bókhneigð mjög og listelsk og
fróðleiksfús. Varð heimili þeirra
til fyrirmyndar um menningu
alla, bæði verklega og andlega.
Árið 1883 lézt Níels Eyjólfs-
son og tók Hallgrimur sonur
hans þá við jörð og búi og bjó
þar lengi síðan.
Auk hins mikla æfistarfs
þeirra hjóna, er Grimsstaðirnir
munu ætíð bera menjar eftir,
verður hér að geta annars, sem
ekki er minna um vert. Þau
eignuðust og ólu upp sjö börn,
auk tveggja, er þau misstu í
æsku, hvert öðru mannvæn-
legra. En fimm þessara syst-
kina settust að í fæðingarsveit
sinni, Álftaneshreppi, og bjuggu
þar allan sinn búskap — um
aldarfjórðung og yfir hálfrar
aldar skeið sum.
Þessi fimm systkin voru Guð-
ný Kristrún, lengi húsfreyja að
Valshamri, gift Guðna Jónssyni
bónda þar frá Fíflaholtum i
Hraunshreppi , Marta María,
húsfreyja á Álftanesi, nú ný-
látin, Sveinn, fyrverandi bóndi
á Lambastöðum, dáinn fyrir
tveimur árum, Hallgrímur á
Grímsstöðum, sem enn er
hreppstjóri þeirra Álfthrepp-
inga, og Sesselja Soffía, lengi
húsfreyja á Grenjum, gift
Bjarnþóri Bjarnasyni bónda
þar, frá Knarrarnesi.
Þeir Guðni og Bjarnþór eru
nú látnir fyrir nokkrum árum.
Tvö þeirra Grímstaðasystkina
fluttu úr sveitinni uppkomin.
Voru það Haraldur prófessor
Nielsson, hinn þjóðkunni og
ástsæli kennimaður, sem látinn
er fyrir allmörgum árum sem
kunnugt er, og Þuríður kona
Páls Halldórssonar, fyrverandi
stýrimannaskólastj óra.
Öll hlutu þau systkini að erfð-
um gáfur og atorku foreldra
sinna, og auk þess allstrangt en
heilsusamlegt uppeldi í starf-
semi og háttprýði. Hjá þeim
gætti í ríkum mæli tveggja
sterkra eðlisþátta, — að öðrum
þræði athafnavilja og um-
bóta í verklegum efnum og
veraldlegum málum, — en hin-
um óvenjulegs áhuga á andleg-
um efnum, fróðleiksþrá og ást
á fögrum listum. En báða þessa
eðlisþætti sameinaði sterk og
þróttmikil skapgerð.
Það leiðir nú að líkum, að
lítið sveitarfélag hafi ekki orð-
ið ósnortið áhrifa frá svo þrótt-
miklu athafnasömu fólki sem
þessi systkni voru, fyrst það
fékk að njóta þeirra svona
lengi. Mér er líka í barnsminni
frá því að ég var að alast upp
sem sveitungi þeirra, er þau öll
voru í blóma lífsins, hversu
mikinn svip mér þótti þau setja
á sveitina, framkvæmda- og fé-
lagslíf hennar og yfirbragð allt.
Bræðurnir voru báðir búhöld-
ar ágætir, og auk þess jafnan
á meðal helztu leiðandi manna
sveitarinnar í hreppsmálum og
félagsmálum yfirleitt, bæði út-
ávið og innávið og systurnar
allar vel metnar húsfreyjur á
mannmörgum heimilum, gáf-
aðar og glæsilegar. Þá dró það
ekki úr ánægjulegu yfirbragði
og aðdráttarafli þessara heim-
ila, er hin ungu mannvænlegu
börn þeirra systkina voru að al-
ast þar upp og gáfu heimilun-
um þá fyllingu og þann unað,
er mörg efnileg og vel upp alin
börn veita hverju heimili. Hve-
nær sem ég renni huganum til
æskusveitar minnar, verður of-
arlega í minning svipur hinna
þróttmiklu og glæsilegu heim-
ila þeirra systkina.
Tvö þessara fyrnefndu fornu