Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 2
512 TtME\N, laiigardagmn 13. des. 1941 129. blað Fjárpestírogvarn- ir gegn þeim Eitir Guðmund Friðjónsson, Sandi Þögn þingeyskra bænda um þenna vágest, — mæðiveikina, — er furðuleg, svo skiptar sem skoðanirnar eru í því máli. Hér hafa verið gerðar girð- ingar til þess að tálma því, að veikin æði yfir allar sveitir sýslunnar, verðir verið settir meðfram Jökulsá og Skjálf- andafljóti og allt sauðfé í Reykjadalshreppi strádrepið. Allar varnirnar hafa verið unnar fyrir gýg að nokkuru leyti. Veikin hefir sagt til sín vestan við Skjálfandafljót nú á n. 1. hausti. Það er sýnt, að varnarlínuna verður að færa vestur á bóginn. Allt undanhald minnir á ósigur. Sauðfé hefir smogið girðingar og nagað reka- viðarstaura svo að þeim liggur við falli — að sögn. — Mestöll Suður-Þingeyjarsýsla er nú í þessum heljargreipum. Eða er hér ekki að ræða um heljargreipar? Sá þekkir eldinn bezt, sem í honum stendur — segir gamall málsháttur. Það hefir orðið til mikils ó- skunda í baráttu bænda við þessa veiki, að dýralæknar full- yrtu framan af, að þessi héraðs- plága væri gömul, landlæg pest. Ef bændur hefðu — þeir sem urðu fyrir barðinu á henni — óttast hana svo sem nýjan far- aldur, háskalegan, og lógað hverri kind jafnóðum og á henni sá, nothæfri til búsílags, væri skaði af þessari veiki til- tölulega lítill. Bændur hér um slóðir hafa þessum nauðsynlegu verkefn- um og fórna þannig framtíðar- heill fyrir augnabliksgæði. Þótt tekjur almennings í landinu séu nú óvenjulega miklar, getur vel verið, að sú kenning hljómi vel í eyrum margra manna, að skattarnir eigi að vera litlir og eigi sé ástæða til að safna fé í sameiginlegan sjóð fyrir fram- tíðina. Hér skulu engar hrakspár fluttar. Því verður þó ekki neit- að, að nokkur ástæða er til að óttast, að þeir, sem lögðu á flótta í dýrtíðarmálinu á síð- asta þingi, getf brugðizt oftar oftar og flúið frá fleiri nauð- synlegum verkefnum. En þá er ills von, ef áfram verður haldið á flóttanum. Sk. G. séð og komizt i kast við verri vágesti og þó ekki fallið á grúfu. Ég tala nú ekki um bráðafárið, sem öldum saman hefir drepið sauðfénað í miklu meiri mæli en mæðiveikin, og loksins tókst að yfirbuga. En innlendar tegundir lungna- veikinda hafa gengið hér og geisað, sem ár og ár hafa valdið meira tjóni en mæðiveikin. Nú fyrir fám árum — eða það vor- ið, sem mæðiveikin hér í sýslu var að koma í ljós á fáeinum bæjum — gekk yfir sumar sveitir svo skæð lungnadrep- sótt, að sumir bændur misstu fjórða og fimmta hluta fram- gengins ærstofns, mestmegnis gamlar tvílembdar ær, og varð allt ónýtt eigendum. Þar áðúr æddi sama eða svipuð drepsótt um Austurland og um Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur. Á þenna faraldur var drepið í blöðum og þó lítilsháttar. Bændur bera slíka harma í hljóði, fæstir þeirra temja sér rithátt, og svo munu þeir ótt- ast að verða bendlaðir við „bar- lóminn“, ef þeir segja frá hrak- förum búnaðarins. Það vor, sem sú skæða drepsótt fór yfir sum- ar sveitir (Suður-)Þingeyjar- sýslu, veiktust allar ærnar í húsum mínum, fengu sótthita, tíðan andardrátt og hósta. Þær lifðu samt, með því móti að ala þær inni „fram í græn grös“. Þessi veiki rénaði svo á hverjum bæ, en lagði undir sig aðra á næsta ári, koll af kolli. Sumum bændum, sem veiki þessi níddist mest á, féll svo að segja allur ketill í eld, en þraukuðu þó af þorrann og góuna. Og enn vilja margir bændur mæta mæðiveikinni með þraut- seigju karlmannlegri. Hún drep- ur hér mest tvö árin fyrstu, eftir að hún kemur í ljós. Með því að lóga hverri kind, jafn- skjótt og á henni sér, er skað- inn, sem hún veldur, ekki ó- bærilegur. Og þar sem kostur er á opin- berum stuðningi þeim til handa, sem hart eru leiknir, eða harð- ast koma niður, álíta margir vel vitibornir menn, að réttara sé og skynsamlegra að styrkja bændur til þess að standa af sér þetta él, til að halda lífinu í fénu, að því leyti, sem unnt er, en sneiða hjá niðurskurði í heilum héruðum, sem kosta myndi of fjár. Sú blóðtaka mundi verða ó- skaplega dýr bændum og al- þjóð, og hún er ekki skamm- laus. Ég vil nú fara fleiri orðum um þá hlið þessa máls — „fyrst allir aðrir þegja“. Niðurskurðurinn. Þess háttar gereyðing sauðfjár í hreppi eða héraði er svo óskaplegt tiltæki, að jafna má við þá tortíming borga og byggðarlaga, sem hel- vízkur hernaður veldur — — hræðilegt athæfi og hrylli- legt. Það er hræðilegt vegna þess fjármunatjóns, sem stafar af niðurskurði, og lendir bæði á einstaklingum og alþjóð. Og niðurskurður er hryllileg- ur vegna þess, hve hart hann leikur hjörtu fjáreigenda. Það sætir furðu, að enginn maður hefir drepið á þetta at- riði í opinberum umræðum. Sannleikurinn í þessum efn- um er sá, að fjáreigendur unna hugástum sauðkindunum sín- um, þvílíkt sem hestamenn unna gæðingum og dyggar mjaltakonur unna kúm eða fjósamenn beljunum sínum. Hér í minni grennd er fjósa- karl, sem ann svo greinilega búkollunum sínum, að hann býr og sefur í fjósinu árum saman — vill þar vera og ekki annars staðar. Ég hefi þekkt einsetumenn — húsmenn, piparsveina — sem hafa elskað kindurnar sínar meira en meðalmenn elska kon- ur sínar. Einn þessháttar ná- ungi er sýndur í smásögu minni „Geiri húsmaður". Þessi ást hefir sjaldan kom- izt inn í bókmenntirnar, þótt eigi þess verð. Þó hefir Guð- mundur Ingi ort falleg kvæði um gimbrar og hrúta, og kunni Árni Pálsson að meta þessa ást nú nýlega, þegar hann las nokk- ur kvæði vestfirzka bóndans í útvarpi, góðu heilli. Hrúta-Grímur, þingeyskur karl, sat eitt sinn hálfan dag í hrútakofa í Baldursheimi við að gaumgæfa þá hyrndu höfð- ingja, sem Sigurður bóndi ól þar. Þegar Grímur kom heim aftur úr kofanum í Baldurs- heims-bæ — var þar gestkom- andi — mælti hann við hús- freyjuna: „Falleg eru augun í hrútun- um þínum, Sólveig“. Ást Hrúta-Gríms á hrútum var svona glöggskygn, þó að al- gengir ratar sjái ekki slíka feg- urð á eða í „kindarsvipnum“. Þessi ást á búfénu á sér djúp- ar rætur og langan aðdraganda. Faðir hefir skilað syni sínum fjárstofni, sem faðirinn fékk hjá afanum og afinn hjá lang- Málvöndun og „moðhausa“- þáguíöll Ritstjórum Morgunblaðsins hefir þótt vel á því fara, að rita forustugrein í blað sitt og brýna fyrir Reykvíkingum og öðrum þeim, sem kunna að sjá Morgunblaðið, „að oss beri að vernda æskuna, málfar hennar og siðgæði." Er því lýst, hvílík hætta steðji að þjóðinni, „þegar erlent mál hljómar daglega á strætum og torgum, á vinnu- stöðvum, í samgöngutækjum, jafnvel á sjálfum heimilunum.“ En í upphafi greinarinnar segir höfundurinn, að það sé „viðhorf líðandi stundar (!) í landi voru,“ sem knýi sig „til aukinnar íhygli um uppeldis- mál þjóðarinnar, verndun þess sem þjóðin á dýrast, æskunn- ar.“ — Þó sé þessu ekki „haldið fram í svartsýni á það(!), að íslendingar varðveiti tungu sína.“ Það er á allra viti, að hollir siðir verða eigi á annan hátt betur kenndir óþroskuðum æskulýð heldur en með góðu fordæmi. Að þessu sinni skal „siðgæði“ Morgunblaðsins eigi gert að umræðuefni, hvað sem það kann að hafa skotið skjóls- húsi yfir, er slíkt nafn mætti gefa. Hins vegar vildi ég lítil- lega drepa á málfar þeirra Morgunblaðsritstjóranna og þá leiðsögn, sem þeir hafa veitt æskulýðnum í þeim efnum. Þeir Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson hafa nú stjórn- að Morgunblaðinu hátt á ann- afa. Hver og einn langfeðg- anna hefir verið Ijósmóðir lambanna, komið þeim á spena og fætt qg klætt hjörðina. Þó að varir fjáreigenda fljóti ekki í gælum, þegar þeir taka dilkana sína og reka þá „á blóðvöll", er þeim sá verknaður ógeðfelldur, svo að hann snertir hj artað óþyrmilega. Sú bót er við þessu böli, að úrvals gimb- unum er haldið heima og aðal- stofninum þyrmt. En þegar til niðurskurðar er gripið, eru öll bönd, sem tengja saman mann og skepnu, skorin sundur eða brennd á báli, og sú alúð, sem var ávöxtuð mann fram af manni frá hálfu fjár- manns og fjáreigenda, d&uða- dæmd og fyrir borð borin. Þessi ást ætti að geta risið upp aftur, þegar nýr fjárstofn kemur til greina — mundi margur segja, sem starir köld- um viðskipta-augum á öll hags- munamál. En skipti á lífi gæddum bú- (Framh. á 3. síðu) an tug ára. Tóku þeir við því starfi af Þorsteini Gíslasyni,sem var maður vandur að virðingu sinni og móðurmálsins. Við rit- stjóraskiptin urðu allsnögg um- skipti um málfar Morgunblaðs- ins, og flaug frægð hinna nýju ritstjóra víða. Alþýða manna gaf afrekum þeirra í meðferð móðurmálsins nafn og kallaði m.a.„f j ólur“og„moðhausa-þágu- föll.“ Ambögur þeirra og orð- skrípi voru hvarvetna höfð að orðtaki og urðu jafnvei skáld- um í öðrum löndum að yrkis- efni. En svo frækilega sem farið var af stað, þá er hitt þó enn furðulégra, hve lítið þessir menn lærðu af afglöpum sín- um. Allt til þessa dags hefir Morgunblaðið verið eitt átak- anlegasta dæmið um málspill- inguna á íslandi. Þar hefir ægt saman flestu, sem miður fer í riti: Útlendum slettum, afbök- unum, röngum fallbeygingum, orðum ^ rangri merkíngu, rangri setningaskipun og ó- fullkominni setningamyndun, rangri stafsetningu og van- kunnáttu um notkun greinar- merkja. Þennan vanmátt um rétta notkun þjóðtungunnar hafa þeir Morgunblaðsmenn sýnt sex daga í hverri viku í nær átján ár samfleytt. Það er sú leiðsögn, sem æskulýðurinn hefir notið af þeirra hálfu um vandað málfar. . Nú kann að vera, að Morg- unblaðsmönnunum þyki nóg að gert, og forustugreinin í fimmtudagsblaðinu sé tilraun iðrandi syndara til þess að bæta fyrir gömul afbrot. Mun það ef til vill þykja illmann- legt að hrella þann, er iðrazt hefir. En ég held, að iðrun þess syndara, sem ekki bætir ráð sitt, sé harla lítils verð. Og svo sýnist sem Morgunblaðsmenn haldi enn fornri tryggð við moð- hausaþáguföllin og ambögurn- ar, sem þeir hafa tamið sér. í þeim kafla fimmtudagsgrein- arinnar, er sérstaklega lýtur að málvöndun, er t. d. svo að orði komizt: „Þeir vita það heldur ekki, að framtíð íslenzkrar tungu veltur á því að einmitt æskan haldi henni(!!!) í heiðri, vandi málfar sitt og troði upp í gætt- irnar fyrir þeim sterku áhrif- um, sem um tungu hennar leik- ur nú.“ Já, söm er ritsnilldin og áð- ur. Og bágt eiga þeir, sem úr þessum hófsporum sötra. J. H. IÓMS JÓNSSON: r * r 1 v 1 og bókmennium ‘gtminn Laugardaginn 13. des. Á Slótta Undanfarnar vikur hefir Leikfélag Reykjavíkur háft sýningar á eftirtektarverðu leikriti, sem það nefnir: Á flótta. Leiksýningar þessar hóf- ust á þeim tíma, þegar auka- þingið var háð í Reykjavík, og Leikfélagið bauð alþingismönn- um að horfa á sjónleikinn. Það er ekki líklegt, að Leik- félag Reykjavíkur hafi gert ráð fyrir, að það myndi, með flutn- ingi þessa leikrits, hafa mikil á- hrif á gang mála á Alþingi. Eigi skal heldur fullyrt, að svo hafi verið, en af úrslitum mála á aukaþinginu síðasta liggur þó nærri að álykta, að meirihluti þingmanna hafi tekið sér til fyrirmyndar sumar þær persón- ur, sem leikritið skýrir frá. Þinghaldið stóð í fjörutíu daga, og allan þann tíma var þing- meirihlutinn á skipulagslausum flótta frá aðalviðfangsefninu, sem þingið átti að leysa. Þingið var kvatt saman til að taka ákvarðanir um dýrtíðar- málið, og útlit var fyrir, að tveir stærstu flokkar þingsins gætu átt þar samleið. En þegar á hólminn kom, lagði annar þessara flokka, Sjálfstæðis- flokkurinn, á flótta. Þingmenn hans töldu sér ekki fært að ráð- ast gegn dýrtíðinni og verðfalli peninganna, vegna þess, að verkamannadeildir flokksins voru því mótfallnar og ráð- herra Alþýðuflokksins hótaði að fara úr ríkisstjórninni. Áð- ur höfðu þó Sjálfstæðismenn stundum gefið í skyn, að mögu- legt væri að stjórna landinu án aðstoðar þess manns. í stað þess að taka nú upp samvinnu við Framsóknarflokkinn um lausn dýrtíðarmálsins og berj- ast á móti þeim villukenningum kommúnista og jafnaðarmanna, að dýrtíðarfrumvarp viðskipta- málaráðherrans sé árás á launastéttirnar, tóku Sjálf- stæðismenn þann kostinn, sem óheillavænlegri var, að leggja á flótta með Alþýðuflokknum og kommúnistum og keppa við þá í því að boða verkafólkihu og launamönnunum í landinu villutrú. Samkvæmt þingræðisreglum átti sá þingmeirihluti, sem nú fylgist að á undanhaldinu eftir „frjálsu lelðinni“, að taka að sér stjórn landsins, eftir að hann hafði komið fram vilja sínum í dýrtíðarmálinu. En hann lagði á flótta frá þeirri skyldu, eins og fleirum. Flestir munu sammála um það, að Alþingi eigi að hafa for- göngu við lausn þeirra þjóð- félagslegu vandamála, sem fyrir liggja á hverjum tíma. Á alvarlegum tímum, eins og nú eru, er brýnust þörfin fyrir skörulega forustu Alþingis í vandamálunum. Ef sú forusta bregst, er hætta á ferðum, og háskalegastur er flótti löggjaí- arsamkomunnar frá stærstu og þýðingarmestu viðfangsefn- unum. Afleiðingarnar af undanhaldi þingmeirihlutans • i dýrtíðar- málinu eru þegar farnar að koma greinilega í ljós. Kaup- hækkanir, sem nú eru þvingað- ar fram hjá einstökum verka- lýðsfélögum, hljóta óhjákvæmi- lega að valda verðhækkun á innlendum framleíðsluvörum. Sú verðhækkun veldur hækkun á vísitölunni og kaupgjaldinu, nýrri hækkun á afurðaverðinu og þannig áfram. Vegna áfram- haldandi hækkunar á vísitöl- unni verður dýrtíðarmálið stöð- ugt örðugra viðfangs og vafa- samt, að unnt verði að stöðva flótta þingmeirihlutans í því máli, þegar þing kemur saman síðar i vetur. Fleiri stór mál liggja fyrir Alþingi í vetur. Þá þarf að gera breytingar á skattalögunum, safna fé til nauðsynlegra fram- kvæmda eftir stríðið, takmarka íslenzkt vinnuafl 1 þjónustu setuliðsins o. fl. Vel getur svo farið, að einstakir þingmenn, eða jafnvel heilir þingflokkar, teljl það vænlegast til fylgis- aukningar i bili, að flýja frá V. Þreyta í gömlum menning- arþjóðum, hörmungar heims- styrjaldarinnar, fátækt, hung- ur, vonbrigði og uppgangur bol- sevikka í Rússlandi undirbjó hnignun hins andlega máttar í heiminum. Einar Jónsson hafði rennt grun í að hverju stefndi. Orð hans fyrir heimsstyrjöld- ina bentu ótvírætt í þá átt, að eyða og tómleiki myndi um nokkra stund ná undirtökum í heimi listanna. Síðar myndi koma nýr dagur, hugsjónir, vakning, stórhugur og glæsi- mennska í listrænum efnum. Teningsstefnan náði veruleg- um þroska í vissum greinum byggingarlistarinnar. Franskur maður frá Svisslandi gerðist þar boðberi nýrra framkvæmda. Húsin skyldu vera kassar, gluggar eins og væru þeir hólf fyrir kassa. Þök húsanna eins og kassalok. Steinstejran var þá að ryðja sér til rúms í heim- inum, og kassastefnan átti að mörgu leyti vel við það bygg- ingarefni. Eitt af frægustu hús- um eftir upphafsmann þessarar hreyfingar er stúdentagarður Svisslendinga í háskólahverfinu sunnan við Parísarborg. Sá bæjarhluti var reistur eftir heimsstríðið. Þetta hús var hið fáránlegasta að allri gerð. Það er eins og kassi að lögun. En það hvílir ekki á jörðunni. Und- ir því miðju er þétt röð af geisisterkum járnbentum súl- um. Þakið er flatt og hliðarn- ar samstæðir glerfletir. Allir, sem koma i húsið, verða að ganga eftir stiga gegnum gólfið, og er hann jafnhár burðasúlun- um. Húsið er ljótt eins og erfða- syndin. Súlnaröðin tilgangslaust óþarfa glingur. Vegna hinna miklu glugga er á sumrin nær ólifandi í húsinu fyrir hita, og á vetrum lítt líft fyrir kulda. Þrátt fyrir þessi og þvílík mistök barst stefnan víða um lönd, og mest þar, sem órói og truflun fyllti hugi manna. Rússar, Þjóðverjar á tímum Weimar- lýðveldisins, Hollendingar og Svíar tóku þessari nýjung með hrifningu. En Frakkar, Eng- lendingar, Bandaríkjamenn og Danir fóru sér hægt, því að þar var meiri festa fyrir. í Noregi var jarðvegur fyrir þessa öfga- stefnu, og hafa verið byggð ljót og leiðinleg hús í þessum stíl við aðalgötu borgarinnar fram- an við konungshöllina. VI. íslendingar urðu að einum manni fráteknum, mjög gin- keyptir fyrir kassastílnum. En það munaði mikið um þennan eina mann, því að það var Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins. Hann taldi kassastílinn stríðsöfgar og augnabliksbólu. Hefir hann eft- ir því, sem mér er kunnugt, aldrei gert eina einustu teikn- ingu i þessum stíl og skipta þó húsateikningar þær, sem hann og skrifstofa hans hafa gert, ekki hundruðum heldur þúsund- um. Ýmsir aðrir húsameistar- ar og byggingarfræðingar not- uðu kassastílinn í tíma og ó- tíma. Mun leitun að bæ í víðri víðri veröld, þar sem hlutfalls- lega er jafnmikið um kassastíl eins og í Reykjavík. Urðu ýms- ir þeir menn til forgöngu í þessum efnum, sem mesta stund vildu leggja á að fylgjast með kröfum samtíðar sinnar. Hér er eitt bæjarhverfi, sem lítur út frá Öskjuhlíð eins og væri þar raðað risavöxnum höfuðskeljum nýteknum upp úr gröf og væru augnatóftirnar dimmar og geigvænlegar. Þeir, sem dyggi- legast fylgdu tízkunni, höfðu flöt þök á húsum sínum. Slík gerð hefir verið frá því í forn- öld verið tíðkuð í hinum sólríku og regnlitlu löndum við Mið- jarðarhafið. Á íslandi voru slík þök sannarleg tálgröf. í hinum áköfu rigningum og skyndi- legu frostum, gekk vatn í hin flötu steinsteypuþök og efri hluta útveggjanna. Sumsstaðar sprungu þökin og veggirnir. En víðast hvar hripláku þökin, ná- lega eins og gömlu torfbæirnir. í einu myndarlegasta efna- mannshúsi í Reykj avík, þar sem I fylgt var þessari suðrænu tízku, voru balar og þvottaskálar sett á dýra dúka í stofum á efri hæð, hvenær sem dropi kom úr lofti. Að lokum lærðu íslenzkir hús- eigendur af reynslunni, að hér þarf annars konar þök en í Casablanca, og settu hallamik- ið bárujárn á býli sín, af því að hér væri um að ræða mikla ilr- komu, en ekki sífellt sólskin og þurviðri. Villan í þessu efni kom fram, eins og í allri umhugsunarlausri eftirlíkingu. Menn vildu flytja til landsins nýjung, sem gat átt við í löndum með gerólíku lofts- lagi, en var óhafandi á íslandi. Á sama hátt var reynt að flytja hugsunarhátt rússneskra bylt- ingarséggja í friðsæl og vel menntuð lönd. Bylting gat átt við hjá jafn kúgaðri og niður- níddri þjóð eins og Rússum, þó að slík lækning ætti lítið er- indi til frjálsra og vel menntra þjóða. VII. í málara- og myndhöggvara- list bar mikið á hliðstæðum öfgum eins og í kassastíl hús- gerðarinnar. Eftir stríð sá ég í Bergen málverk af einum fræg- asta Norðmanni. Var einn hluti andlitsins rauður, annar grænn, þriðji gulur, fjórði brúnn.fimmti blár o. s. frv. í Svíþjóð bar þá mest á Gyðing einum, sem hafði þvílíkt litafár í myndum sin- um. Hafði þá hallað mikið und- an fæti frá því á dögum Zorns og Larssons. í Danmörku var keypt í opinbert listasafn mál- verk af Adam og Evu. Stóðu þau þar samhliða og ærið fyr- irferðarmikil. Virtist málarinn hafa dregið breitt tjörustrik yzt en síðan bronsað myndirn- ar að öðru leyti og fyllt á þann hátt út í eyðurnar. Litlu síðar fékk þessi sami listamaður um 90 þú$. kr. frá Carlsbergssjóði til að skreyta með list sinni í- þróttabyggingar í Danmörku. Þessi hin sama móðalda gekk eins og faraldur víða um lönd. Hinir betri menn létu ekki stríðstizku þessa hafa áhrif á sig, en fjöldi hinna veikbyggð- ari listamanna beygði sig eins og stráin fyrir storminum. Svo sem að sjálfsögðu náði þessi tízka hingað til lands. Menn geta metið gildi hennar í högg- myndalistinni með því að at- huga þvottakonuna og veður- spámanninn utan við hús Ás- mundar Sveinssonar í Reykja- vík. Þeir, sem hafa verið í Kaupmannahöfn eftir heims- stríðið, munu flestir hafa tekið eftir hinni vansköpuðu tákn- mynd, sem reist var norðanvert við höfnina, til minningar um danska sjómenn, sem létu líf sitt í ófriðnum. Þar sást ljót- leikinn og smekkleysið samein- að í eitt. íslendingar stóðu um eitt vel að vígi. List þeirra var ung, en hún átti glæsilega for- ystumenn. Einar Jónsson, Ás- grímur, Kjarval og Ríkarður Jónsson voru allir listamenn af guðs náð. Þeir voru fullmótað- ir, þegar hin mikla hnignunar- alda gekk yfir löndin. Gáfur þeirra, menntir þeirra og þrosk- aður smekkur gerði þeim ó- kleift að drekka úr hófsporum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.