Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÓSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚ8I, Llndargötu 9 A. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN KDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 25. ár Reykjavík, laugardagmn 13. des. 1941 129. blað Hversvegna revnir ekki stjórnin að framkvæma „frjálsu leiiina"? Misheppnuð til- raun til að verða pjóðhetja Menn munu enn minnast þess mikla auglýsingaskrums, sem Gísli Jónsson vélstjóri þyrlaði upp í íhaldsblöðunum, þegar hann kom frá Danmörku um hásumarið í fyrra á góðu og traustu skipi og naut leyfis Þjóðverja til að fara frjáls ferða sinna. Gísli ætlaðist auðsjáan- lega til þess, að hann yrði dýrk- aður sem þjóðhetja íyrir þetta og ætti þvi orðið vissa kosn- ingu í Barðastrandarsýslu! Hér í blaðinu var strax á það bent, að ferðalag dísla væri næsta smávaxið í samanburöi við siglingar íslenzkra sjó- manna til Bretlands um hávet- urinn á meira og minna lélegri skipum en Frekjunni og eiga stöðugt yfir höfði sér hin ægi- legu drápstæki Þjóðverja. Þegar íhaldsblöðunum hafði verið bent á þetta, sáu þau, að þetta ferðalag gæti aldrei gert Gísla að afreksmanni og þjóð- hetju og þótti gott, ef hægt væri að láta málið falla niður, svo að Gísli yrði ekki að meira athlægi fyrir skrum sitt. Hættu þau því að skrifa um ferðalag- ið og hafa vandlega gætt þess að minnast ekki á það síðan. En Gísli, sem hafði verið að- (Framh.. á 4. síðui Atvínmimálaráðh. og símastúlkan Árni frá Múla býr til þá sögu í Vísi í gær, að maður, sem sagði upp starfi sínu hjá Mjólk- ursamsölunni, hafi verið rek- inn þaðan vegna þess, að hann hafi gefið Ólafi Thors upplýs- ingar um rekstur fyrirtækisins. Virðist Árni nú kominn á sama stig og I Amerikuförinni, þar sem hann telur, að þeir menn séu reknir, er sjálfir segja stöðu sinni lausri. En fyrst Árni er farinn að minnast á atvinnumálaráð- herra í sambandi við ofstopa og uppsagnir, þykir rétt að segja smásögu, sem gerðist vestur á Snæfellsnesi síðastlið- ið sumar. Ólafur Thors hélt þá til í „villum“ Jensenssona við Haffjarðará. Eru Jensenssynir oft freklr í símanotkun sinni, þegar þeir eru þar vestra, og hafa lítt skilning á því, að fleiri þurfa að nota símann en þeir. Eitt sinn hafði Ólafur tal- að í simann mjög langan tima, en óvenjulega margt manna beið eftir áriðandi samtölum. Það er vitanlega hlutverk símastúlkna að koma í veg fyrir að einstakir menn geti hindrað afnot almennings af simanum með miklu málæði, og greip því ein símastúlkan inn i samtal Ólafs og spurði kurteislega,' hvort þvi væri ekki lokið. Ólaf- ur brást hið versta víð og lét sem hann einn hefði rétt til símans. Þótti honum stúlkan hafa móðgað sig svo gífurlega með því að álíta hann ekki langtum rétthærri til símans en Snæfellinga, að hann kærði til landsímastjóra og mun hafa krafizt þess að stúlkan yrði rekin. Sú krafa var vitanlega ekki tekin til greina, þvl að stúlka þessi er viðurkennd fyrir kur- teisi, reglusemi og dugnað í starfi sinu. Hversvegna semja ekki Olaíur Thors og Stefán Jáhann við verkalýðsfélögin og verðlagsnefndirnar Bráðabirgðalög um eítirlit með unglingum Klelmilað er að úrskurða unglinga, sem komn- ir ern á glapstigu, til dvalar á betrunarhæli og að banna unglingum að vinna við störf, sem geta skaðað siðfcrði þeirra. Síðan dýrtíðarfrv. Fram- sóknarflokksins var flutt, hefir vísitalan hækkað um þrjú stig og mun áreiðan- lega hækka um mörg stig í næsta mánuði. Þannig mun dýrtíðin halda áfram að aukast, ef ekkert verður gert af hálfu hins opinbera til að stöðva hana. Þegar Framsóknarflokkurinn sá, að lögfestingin yrði ekki samþykkt og flokkarnir, sem felldu frv., treystu sér ekki til að mynda nýja stjórn, er fram- kvæmdi „frjálsu leiðina", setti flokkurlnn það skilyrði fyrir þátttöku í bráðabirgðaráðu- neyti, „að dýrtíðinni yrði til næsta þings haldið niðri í októbervisitölu, með því að nota heimildir gildandi laga“, þ. e. að greitt yrði fé úr dýrtíð- arsjóði til að halda verðlag- inu niðri. Hinir stjórnarflokk- arnir „tjáðu sig í meginatriff- um samþykka þessu, og aff þeir vildu gera þaff, sem unnt væri í þessu skyni.‘“ Af hálfu Framsóknarflokks- ins var að vísu litið á þetta sem bráðabirgðaúrræði, sem ekki myndi verða gerlegt til fram- búðar, ef grunnkaupið hækk- aði verulega, en myndi þó verða að talsverðu gagni og gera næsta Alþingi auðveldara að taka á málinu, ef það hefði skilning og áhuga til að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Þótt alllangur tími sé liðinn síðan aukaþinginu lauk, hefir ríkisstjórnin ekkert gert til að fullnægja þessari kröfu Fram- sóknarflokksins. Aðalástæðan er sú, að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hafa enn ekki svarað því, hvað þeir álíta „að unnt sé“ að gera í þessum efnum, en Framsókn- arflokkurinn er enn sem fyrr reiðubúinn til að gera það víð- tækar ráðstafanir, að dýrtíð- inni verði haldið niðri í októ- bervísitölu. En jafnhliða því, sem ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins höfðu lofað að gera það, sem „unnt væri“ í þessum efnum, höfðu þeir hald- ið því fram, að ríkisstjórnin gæti samið um það við verka- lýðsfélögin og verðlagsnefnd- irnar, að kaupgjaldið og verð- lagið væri ekki hækkað. Þessir samningar, sem ríkisstjórnin átti að annast, var einmitt að- alatriði hinnar „frjálsu leiðar.“ Atvinnumálaráðherra hélt þvi t. d. fram, að með þessum móti mætti ná sama árangri og með lögfestingunni. En þrátt fyrir þessar yfirlýs- ingar ráðherranna, sem ábyrgð bera á „frjálsu leiðinni," hefir ekkert verið reynt, af hálfu rík- isstjórnarinnar, til að hafa á- hrif á verkalýðsfélögin og verð- lagsnefndirnar. Þaff stafar af þeirri einföldu ástæffu, aff þess- ir sömu ráffherrar, ráffherrar Sjálfstæffisflokksins og Alþýffu- flokksins, hafa ekki ympraff á því einu orffi, aff ríkisstjórnin þyrfti eitthvaff aff affhafast í þessum efnum. Þeir hafa ekki gert hiff a'lra minnsta til aff fullnægja þyí, sem þeir töldu (Framh. á 4. síðu) Þann 9. þ. m. undlrritaðl rík- isstjóri íslands bráðabirgðalög um eftirlit með ungmennum. í formála þeirra segir, að vegna ástands þess, sem nú ríkir í lahdinu, þykir nauðsyn til bera að sérstakt eftirlit sé haft með ungmennum innan 20 ára ald- urs. Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu hefir ríkis- stjórnin haft lengi í undirbún- ingi löggjöf vegna þeirra sið- ferðisvandamála, sem hernám- ið hefir skapað, og var ætlunin að leggja það fyrir næsta þing. En öllum undirbúningi var þá ekki lokið og hefir frv. því ver- ið gert nú að bráðabirgðalög- um. Samkvæmt lögunum skulu barnaverndarnefndir og skóla- nefndir hafa eftirlit með hegð- un ungmenna innan 20 ára ald- urs og njóta til þess aðstoðar löggæzlumanna og kennara. Verði það uppvíst, að hegðun einhvers ungmennis sé ábóta- vant skulu nefndirnar gera for- eldrum eða lögráðamönnum að- vart, reyna eftir föngum að koma því á rétta braut og útvega því vist á góðu heimili, ef því er að skipta. Ef úrræði þessi koma ekki að haldi eða telja má þau ófram- kvæmanleg, má beita hæfileg- um uppeldisráðstöfunum og ör- yggis, t. d. vistun ungmennis á góðu heimili, hæli eða skóla. Vist á slíkum stöðum má koma í stað refsivistar, ef framferði ungmennis er refsivert. Veitist rikíisstjórninni heimild til að koma upp stofnunum í nefndu skyni og setja reglugerð um framkvæmd uppeldis þar. Kostnaður við vist ungmennis samkvæmt þessum ráðstöfun- um greiðist úr ríkissjóði. Héraðsdómari fer ásamt A. KROSSGÖTTJM Öxnadalsheiði ófær. — Kornrækt á Austurlandi. — Höfðingleg gjöf. — víkingar búa skip sín á vetrarvertíð. Kefl- Kristján Kristjánsson, forstjóri bif- reiðarstöðvar Akureyrar, tjáði blaðinu þetta f símtali f gær: Siðasta ferð frá Reykjavfk til Akureyrar var farin á bifreiðum stöðvarinnar í fyrra- dag. Öxnadalsheiðin er nú ófær bifreiðum. Sérstaklega er það kaflinn frá Bakkaseli að Grjótá, sem er slæm ur farartálmi. Hann verður alltaf fyrst ófær á haustin og síðast fær á vorin á veginum á milli Akureyrar og Rvk. Daglegar ferðir voru á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur frá miðjum júní til 10. nóvember. Frá 10. nóv. til 1. des. hafa verið 3 ferðir í viku, en frá 1. des. hafa verið tvær ferðir vikulega. Hér eftir verður farið tvisvar í viku úr Borgarnesi til Blönduóss og Skaga- fjarðar, eftir því sem ástæður leyfa. Leiðin til Austfjarða er lokuð austan Húsavíkur, en þangað var íarið i dag. í sumar var í fyrsta skiptl farið á ein- um degi á milliReyðarfjarðarog Akur- eyrar. Gekk yfirleitt mjög vel á þelrri leið og einnig á suðurleiðinni. Leiðin frá Akureyri til Reyðarfjarðar myndi styttast um allt að því 100 km., ef brú kæmi á Jökulsá hjá Grímsstöð- um Með því móti væri hægt að fara um Mývatnssveit. En eins og nú háttar verða bifreiðarnar að krækja til Húsa- víkur, en það er mikill krókur á leið. / t t Edvald B. Malmquist, ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands, er meðal gesta í bænum. Hann hefir sagt blaðinu þessi tíðindi úr umdæmi sínu: Síðan styrjöldin hófst hef- ir vinna við jarðabætur minnkað all- mikið í Múlasýslum og Austur-Skafta- fellssýslu. Þó voru tún aukin á þessu svæði um 35—40 ha. síðastliðið ár. Garðrækt eykst stöðugt þrátt fyrir hörgul á útsæði. í vor sem leið, voru kartöflur settar niður í 6—7 ha. stærra land en árið þar á undan. Lítið ber á sýki í görðum á Austurlandi. Veit ég ekki til þess, að „myglan" sé þekkt norðan Fáskrúðsfjarðar. Eru kart- öflur af svæðinu þar fyrir norðan ein- hverjar hinar beztu útsæðiskartöflur, sem völ er á, á landinu. Áhuginn fyrir kornrækt er mikið að aukast hjá bændum austanlands. Sú korntegund, sem aðallega er ræktuð, er bygg. Mun vera ræktað korn á nær 2 hektörum lands á sambandssvæðinu. Jón G. Hér- úlf, bóndi að Hafursá á Fljótsdalshér- aði ræktar mest af komi af bænd- um þar eystra. Jafnframt annast hann tilraunir á þessu sviði fyrir Búnaðar- samband Austurlands og leggur bænd- um til sáðkorn eftir því, sem ástæður leyfa. Það hefir mikla þýðingu fyrir bændur Austanlands, að tilraunir i kornrækt séu gerðar þar á fjörðunum, og á Jón þakklæti skllið fyrir áhuga sinn í þeim efnum. / / / Nýlega færðu þeir prófessor Ás- mundur Guðmundsson og SkúlijÁgústs- son frá Birtingaholtl Landsspítal anum veglega gjöf. Var það dánargjöf að upphæð 20 þúsund krónur, sem séra Magnús heitinn Helgason hafði ánafnað styrktarsjóði, er hann lagði fyrir að skyldi bera nafnið „Sjúkra- sjóður Móeiðarhvols". Segir svo í erfðaskrá séra Magnúsar: „Þá hefi ég einnig stofnað annan sjóð, sem kennd- ur er við Móeiðarhvol, æskuheimili konunnar minnar, þar sem hún drakk inn hjartagæzku slna með móður- mjólkinni og nam þá ljúfu list að hlynna að sjúkum og hjúkra". Eigin- kona séra Magnúsar var frú Stein- unn Skúladóttir frá Móeiðarhvoli. Séra Magnús leggur svo fyrlr i erfða- skrá sinni, að „Sjúkrasjóður Móeiðar- hvols“ skuli vera undir umsjá yfir- lækna Landsspítalans. Forgangsrétt til styrks úr sjóðnum hafa systkyni hinna látnu hjóna og síðan afkomend- ur þeirra. Innan skamms verður sam- in skipulagsskrá fyrir sjóðinn og leit- að staðfestingar á henni. / / / Fréttaritari blaðsins í Keflavik sím- ar. Um þessar mundir eru útgerðar- menn hér að búa sklp sín undir vetr- arvertíðina, sem hefst upp úr áramót- unum. Langflestir bátamir eru i þurkví og er unnið að því af miklu kappi að gera þá sem bezt úr garði, áð- ur en vertíðin hefst. í haust og vetur hafa tvö skip bætzt við sklpakostinn hér. Er annað þessara skipa „Græðir" 20—30 smálestir, eign Steindórs Pét- urssonar, en hitt skipið keypti Finn- bogi Guðmundsson útgerðarmaður. Mun það vera rúmar 40 smálestir. tveimur samdómendum, er við- komandl sveitar- eða bæjar- stjórn velur til 4 ára í senn, með slík mál, svo og með refsi- mál ungmenna innan 20 ára aldur. Skal dómur þessi halda réttarrannsókn um mál og kveða upp í þeim rökstuddan úrskurð, ef ungmenni er úrskurðað í hælisvist eða helmilis, og dóm í refsimálum, er til málshöfð- unar leiða. Héraðsdómari hefir forsæti í dómnum. Dómsmála- ráðherra ákveður þóknun með- dómenda, er greiðist úr rikis- sjóði. Úrskurður um vistun ung- mennís á betrunarstofnun skal gilda um ótiltekinn tíma. Greind vist má þó ekki fara fram úr þremur árum, nema nýr úrskurður sé upp kveðinn. Að- ili eða lögráðamaður hans getur og krafizt nýs úrskurðar, þegar eitt ár er liðið frá uppkvaðningu síðasta úrskurðar. Úrskurðum um hælisvist eða heimilis samkvæmt 3. gr. má áfrýja til hæstaréttar innan fjögra vikna frá birtingu þeirra, að fengnu leyfi dómsmálaráðu- neytisins eða af þess hálfu. Áfrýjun frestar ekki fram- kvæmd úrskurðar. Nú telur ríkisstjórnin, að fengnum tillögum barnavernda- nefndar eða ungmennadóms, hættu á því, að tilgreind störf séu, miðað við aðstæður á til- teknum stað, skaðsamleg þroska eða siðferði ungmenna, og get- ur hún þá bannað ungmennum innan tilgreinds aldurs að stunda þar slík störf. Ef fyrir- svarsmenn brjóta gegn banni þessu, varðar það refsingu og réttindamissi. Ef maður leiðir ungmenni innan 21 árs í siðferðislega glapstigu eða lætur saurlifi við- gangast í húsum sínum, bif- reiðum eða öðrum þeim stöðum, sem hann ræður yfir, varðar það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að fjórum árum. Auk refsingar má svipta hann rétt- indum samkvæmt 68. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Þá hefir rlkisstjórnin vali sérstaka nefnd til að ræða ur þessi vandamál við fulltrú hernaðaryfirvaldanna. Eig sæti í henni: Jónas Jónssor Sigfús Halldórs frá Höfnum o Vilhjálmur Þ. Gíslason. Erlendar firéttir Bandaríkjaþing hefir me’ samhljóða atkvæðum samþykk að segja Þýzkalandi og Ítalíi stríð á hendur. Var tillaga þes efnis samþykkt sama dagini og Bandarlkjunum bars stríðsyfirlýsing Þjóðverja oi ítala. Japanir halda áfram ai styrkja aðstöðu sína á Mal akkaskaga og Filippseyjunurr Bandaríkjamenn tilkynna, a; þeir hafa á ný eyðilagt eð; stórskemmt j apanskt orustuskif — Við Hongkong hefir Japön um orðið nokkuð ágengt, en þa í nánd eru Kínverjar að hefj; sókn til að dreifa kröftur Japana. Mexikó hefir sagt Japönur stríð á hendur og slitið stjórn málasambandinu við Þýzka land og Ítalíu. Hervæffingu er lokið á Aust- ur-Indíum Hollendinga, og eru Á víðavangi „TVÍSÖNGURINN“ ÚT AF MJÓLKURHÆKKUNINNI. Morgunblaðið heldur áfram „tvísöngnum“ í mjólkurhækk- unarmálinu. Aðra stundina skammar það mjólkurverðlags- nefnd fyrir ósanngjarna hækk- un og talar um óbilgirni, sem neytendur séu beittir, en hina stundina telur það mjólkur- hækkunina sjálfsagða og segir, að bændur geti séð á henni, að Framsóknarflokkurinn hafi ætlað að svíkjast aftan að þeim með lögfestingunni! Einu sinni töldu íhaldsmenn lögfesting- una launráð við launastéttirn- ar til að tryggja hag bænda, en samkvæmt þessum síðara málflutningi ætti hún að hafa verið launráð við bændur til að tryggja hag launastéttanna! Það vantar ekki samræmið hjá íhaldsblöðunum frekar en fyrri daginn. — Annars mun „tví- söngurinn“, sem bændum er ætlað að hlusta á, engin áhrif á þá hafa, því að þeim er ljóst, að orsakirnar, sem lágu til mjólkurhækkunarinnar, hefðu horfið úr sögunni, ef dýrtíðar- frumvarpið hefði verið sam- þykkt. Þá hefði vísitalan og grunnkaupið ekki hækkað og heldur ekki fóðurbætisvörurn- ar, því að verðlagi þeirra hefði verið haldið niðri með framlagi úr dýrtíðarsjóði. — Áhrif „tvl- söngsins", sem bæjarmönnum er ætlaður, mun líka hverfa fljótt, þegar þeir gera sér þess grein, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir nýlega fellt frv., sem kom í veg fyrir mjólkurhækkanir og þær orsakir, sem valda þeim. „LEYNDIN". Árni frá Múla er að reyna að búa til þá sögu, að einhver ,,leynd“ sé ríkjandi um reikn- inga og sjóði Mjólkursamsöl- unnar. Þessi „leynd“ er t. d. fólgin í því; að tveir góðir flokksmenn Árna, Jakob Möller og Magnús á Blikastöðum, eíga sæti í mjólkursölunefnd og hafa því hina beztu aðstöðu til að fylgjast með rekstri samsölunn'- ar og myndu gefa Árna allar upplýsingar, sem hann óskaði, ef hann hefði löngun til að spyrja þá. En sannleikurinn er sá, að Árna langar ekkert til að vita það, sem rétt er, heldur er tilgangur hans að reyna að þyrla upp sem mestu moldviðri um samsöluna, og þess vegna býr hann til þessa skröksögu um „leyndina". KÖGURSVEINNINN ÚR VIGUR. Bóndi úr N.-ísafjarðarsýslu var ekki alls fyrir löngu spurð- ur, hvernig þeir yndu þing- mannsleysinu þar nyrðra. „Þingmaðurinn okkar dó snögg- lega,“ sagði hann ,,og nú trúi ég við eigum að fá kögursvein í staðinn." varnir þeirra taldar góðar. Þar eru miklar olíulindir, sem Japanir girnast. Hollenzkir kaf- bátar hafa sökkt fjórum jap- önskum herflutningaskipum við Malakkaskaga. Á miffvígstöðvunum hafa Rússar unnið á og tekið aftur nokkra þýðingarmikla staði. Jafnframt telja þeir, að Þjóð- verjar hafi orðið fyrir miklu tjóni á mönnum og hergögnum. Almennt er álitið, að Þjóðverjar treysti sér ekki til að taka Moskva i vetur og séu að búast fyrir til vetrarsetu. í Libyu hafa Bretar haldið uppi sókn með góðum árangri. Hafa þeir aftur náð sambandi við Tobruk og sótt langt þaðan vestur eftir ströndinni. Virðast Þjóðverjar ekki ætla að veita þeim verulega mótstöðu fyr en við Derna. Búlgaría hefir sagt Bretlandi stríð á hendur. * i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.