Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 3
129. Mað TÍMIM, laugartlagiim 13. des. 1941 S13 "K i r k j a n Undirbúningur jólanna Einu sinni voru tíu ungar stúlkur, sem áttu að vera við- búnar gleðihátíð. (Matt. 21, 1— 2.) Þær skyldu vera tilbúnar að kveikja Ijósin sín og fagna brúðgumanum, þegar hann kæmi. En þegar til átti að taka, höfðu fimm þeiirra ekkert skeytt um að hafa olíu á lömp- unum. Lamparnir voru skín- andi fagrir, en Ijósmetið vant- aði. Hinar stúlkurnar voru hyggnari. Þær létu sér ekki nægja að hafa lampana til taks, heldur fylltu þá ljósmeti, og gátu því kveikt ljósin sín, þegar hátíðin hófst. Innan skamms eiga kristnir menn að fagna mestu gleðihá- tíð ársins, jólunum. Sú hátíð ber með sér sérstakan hugblæ. Trúin er sterkari, kærleikurinn innílegri, þráin eftir því góða dýpri en endranær. Aldrei eru mennirnir nær því að eiga hug- arfar guðsríkis eða finna fögn- uð kristilegs lífs. Hiklausust verður þessi gleði hjá börnun- um, enda sagði Kristur, að þau væru hæfust til inngöngu í guðsríkið. Þess er að vænta, að menn búi sig vel undir slíka hátíð sem þessa. Og alveg eins og stúlk- urnar tíu, grípa menn til ytri tækja til að túlka fögnuð sinn og sýna löngun sína til að gera öðrum gott. Af því sprettur til- hald heimilanna. Um allt land verða jólaannirnar meiri og meiri. Gjafir eru keyptar í verzlunum; heima fyrir er bak- að og þvegið, saumað og smíð- að. Frá morgni til kvölds er unnið af kappi, án þess að nokkur telji það eftir sér. Lamparnir eru senn tilbúnir. Sumsstaðar hefir það meira að segja gengið út í öfgar, hvað fyrir þeim er haft. En hvað er um olíuna, ijósmetið? — Til eru þau heimili, sem ekki hirða um að búa sig undir að veita viðtöku hinu sanna fagnaðar- efni jólanna. Jólin verða þar aðeins að matar- og glysvarn- ingshátíð, sem ekki skilur ann- að eftir en þreytu, taugaóstyrk, lífsleiða og timburmenn. Olían gleymdist, og ljósið varð aldrei kveikt. Ég er ekki að hafa á móti ytri undirbúningi jólanna, ef honum er stillt í hóf með fullri smekkvísi, og ekki sting- ur allt of mikið í stúf við hús- næði jólabarnsins sjálfs. En ég Þeir héldu áfram að nota þekk- ingu sína til að túlka náttúru landsins og sálarlíf þjóðarinnar eins og það var, án þess að sjá það í spéspegli annarlegrar menningar. Allir þessir menn héldu áfram að tigna fegurð og beita allri orku til að láta feg- urðina njóta sín í listaverkum þeirra. Ekki létu þeir heldur bugast til að falla fram og til- biðja hnignun og úrkynjun annarra manna. Forusta þessara brautryðj- enda er ómetanleg fyrir íslenzka listaþróun. Vegna fordæma, sem þessir menn gáfu og gefa, hafa allmargir af hinum yngri lista- mönnum fetað í spor þeirra, reynt að vanda verk sín, reynt að láta sér stöðugt fara fram, reynt að missa aldrei sjónar á að listin má ekki slitna úr lífrænum tengslum við sál landsins og sál fólksins, sem byggir landið. VIII. Bylgjugangur hinna æstu og truflandi styrj aldaráhrifa hef- ir haft nokkur áhrif á bók- menntir íslendinga á síðasta aldarfjórðungi, einkum í sam- bandi við flokksstarfsemi kom- múnista. Má segja, að heims- styrjöldin marki glögg tíma- mót í sögu íslenzkra bók- mennta. Skáldaskóli íslendinga stóð fram á styrjaldartímann, á þeim grundvelli, sem Bjarni og Jónas höfðu lagt á fyrri hluta 19. aldar. Skáldin sungu lof landi sínu og þjóð, frelsinu og sérstaklega stj órnfrelsisbarátt- unni. Söguskáldin Þorgils gjallandi, Einar Kvaran, Jón vildi mega segja við þá, sem nú eru að búa undir jólin: Munið að búa hug yðar undir jólin. Segið börnunum jólasöguna, hugleiðið sálma og andleg ljóð, — gerið að minnsta kosti bæn ykkar á hverjum degi. — Sæk- ið kirkjurnar sunnudagana fyr- ir jólin, þvi að sérhver helgi- stund jólaföstunnar færir yður feti nær jólahelginni sjálfri. Jakob Jónsson. Gef þú að móöurmálið mitt, minn Jesú þess ég beiði, frá allri víllu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði, um landið hér, til heiðurs þér — helzt má það blessun valda — meðan þín náð lœtur vort láð, iýði og byggðum halda. (Hallgr. Pét.). Fjárpestir . . . (Framh. af 2. síðu) stofni eru annars eðlis en skipti á t. d. veiðiskipum eða skipti á vinnuvélum. Því er nú það, að niðurskurð- ur búfjár er óviðjafnanlegt neyðarúrræði, sem alls ekki má grípa til nema því að eins, að í öll önnur skjól sé fokið. Mæðiveikin svokallaða er vá- gestur að vísu. En hún er þó ekki jafnoki fjárkláðans, sem þekking og tímalengd hafa yf- irbugað. Þessi veiki mun réna smámsaman — ef eigi vill betur til, þ. e. a. s. að varnir finnist gegn henni. Ég endurtek til frekari á- herzlu þetta: Mæðiveikinni verður ekki út- rýmt úr sýslunni með örþrifa- ráðum, t. d. smágirðingum um eina sveit eða aðra. Niðurskurður er svo dýr, að gætna menn svimar við að reikna það heljar-dæmi. Skaðabætur til þeirra, sem veikin níðist verulega á, eru og munu verða, bærilegri báðum, eða öllum aðiljum, og miklu sæmilegra úrræði. Hér í sveit virðist mæðiveik- in vera mjög í rénun i þeim fjárhúsum, sem hún hefir lengst leikið lausum hala. Hlut- aðeigendur hafa nú skipt um skoðun — vóru áður samþykk- ir niðurskurði, en hafa að til- stuðlan reynslunnar fallizt á, að beita gegn henni biðlund og þrautseigju. Guðmundur Friðjónsson. Trausti og Guðmundur Frið- jónsson áttu allar rætur listar sinnar djúpt í íslenzkri menn- ingu. Matthías, Steingrímur, Grímur, Gröndal, Hannes, Þor- steinn, Guðmundur Guðmunds- son, Einar Benediktsson og Stephan G. Stephansson keppt- ust hver við annan um að yrkja brennandi ættjarðarljóð og frelsissöngva. Svo kom frelsið, í þeim fötum, sem því voru fengin 1918, og síðan þá hefir verið lítið um ættjarðarljóð og frelsissöngva. Þjóðin hefir síð- an eignast allmörg prýðileg skáld, og allmörg, sem ávaxta lítið pund. En öll eiga þau sam- merkt í því, að taka sér önnur viðfangsefni heldur en hinn mikli skáldaskóli 19. aldarinn- ar. Heimsstyrjöldin sleit lika sundur viðkvæma þræði á þess- um vettvangi, þó að enn héldu hinir beztu menn áfram þjóð- legri list, með öðrum vinnu- brögðum heldur en beitt var áður fyrr. IX. En hin nýja kassastefna hef- ir því miður orðið að veruleg- um skaða ekki allfáum mönn- um, sem á morgni lífsins gáfu vonir um nýtilegt manndóms- starf. Flestir hafa þessir menn strandað á sama skerinu: Bylt- ingaráróðri Rússa. Þeir hafa tekið erlenda listatrú og ekki gætt að uppruna sínum og þjóð- erni. Þeir hafa í skáldskap sín- um byggt andans verk, sem hafa átt jafn illa við á íslandi eins og flötu, hripleku þökin á kassahúsum í Reykjavík. Sá af þessum mönnum, sem var gæddur beztum gáfum og hafði aflað sér einna bezts undírbúnings til að geta verið nýtilegur rithöfundur á íslandi, hefir misst mest við að ofur- selja sig rússnesku húsbænda- valdi. Þessi maður er Halldór Kiljan Laxness. X. Þjóðvinafélagið og mennta- málaráð gaf út í vor sem leið mikið af beztu ljóðum, ljóða- þýðingum og ævintýrum Jónas- ar Hallgrímssonar. Ég ritaði formála að þessari útgáfu, og var þess full þörf, þar sem hún kemur á allt að því fjórtán þús. heimili á landinu. Aldrei fyr í sögu landsins hefir nokkurt ís- lenzkt ljóðasafn komið í hend- ur jafn margra íslendinga. Og þar sem hér var um að ræða einn mesta snilling íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, þá mátti fyrirfram telja ósenni- legt, að nokkur heilvita maður gæti særzt af því, að svo mik- illi ljóðrænni fegurð væri dreift ríkulega svo að segja til allra manha, sem byggja þetta land. Reyndin varð önnur. Halldór Kiljan Laxnes hefir styggzt svo mikið við þessa þýðingarmiklu og sjálfsögðu útgáfu, að hann ræður ekki við sig fyrir. gremju. í einum af pésum kommúnista eys hann úr skálum sínum máttlausri reiði vegna þess til- tækis að koma ljóðum Jónasar Hallgrímssonar svo að segja inn á hvert heimili í landinu. Beiskja skáldsins nær há- marki sínu, er hann minnist á hið fagra ástarævintýri Jón- asar og Þóru prestsdóttur úr Laufási. Hann telur það höfuð- synd, að minnast á þetta æf- intýri, og hann gefur í skyn með frekjulegu orðbragði, að kynning Jónasar og Þóru hafi verið með einhverjum þeim hætti, að með „beztu manna yfirsýn" hafi þótt sjálfsagt, sennilega af nærgætni við skáldið, að halda kynningu þe'irra leyndri. Árás Kiljans á hin róman- tísku kynni Jónasar Hallgríms- sonar og Þóru frá Laufási er merkileg af þrem ástæðum. í fyrsta lagi eru þessi kynni full af göfgi og drengskap. í öðru lagi er þetta ævintýri allkunn- ugt öllum, sem eitthvað vita um íslenzkar bókmenntir, og því ekki hægt að fela það, þó að einhver hefði löngun til þess. í þriðja lagi er ekki hægt að skilja einn veigamesta þáttinn í skáldskap Jónasar Hallgríms- sonar nema að vita um þessi kynni og hin varanlegu áhrif þeirra á sálarlíf skáldsins. En skýringin á því, hversvegna Laxness vanmetur og misskilur ástaljóð Jónasar Hallgrímsson- ar er auðsæ, ef þess er gætt, að Halldór Kiljan tignar sérstak- lega í skáldskap sínum þær hliðar á samlífi karla og kvenna, sem gera má í einu leiðinlegar og andstyggilegar. Þar sem Jónas Hallgr'ímsson yrkir um sálræna fegurð ií ástamálum, dregur Halldór Kiljan meir og meir fram í dagsljósið myndir úr ástríðumálum, þar sem lík- amlegur ofsi hættir að vera mannlegur og snýst í dýrs- legt æði. Þannig lætur hann stjúpföður flúgast á við hálf- stálpaða unglingsstúlku, sem honum bar skylda til að vernda. Aðgangur þeirra og orðbragðið er sannkallaður djöfladans, unz stjúpfaðirinn hefir lokið glæp sínum. í næstu bók lætur Lax- ness barnakennara drekka sig ölóðan, til að fá kjark til að níðast á stúlkubarni, sem falið er umsjá hans. Þetta skáld virð- ist halda, að fólk með slitnar vinnuhendur hafi ekki mann- legar tilfiningar. Þess vegna hugsar ekkill í sveit mest um það við útför konu sinnar að hafa kaffið svo sterkt, að með því megi tjarga hrútshorn. í þriðju skáldsögunni er giftur maður á ferðalagi önnum kaf- inn við bollaleggingar um það, hvort hann þurfi að greiða þrjár krónur og fimmtíu aura eða fimm krónur fyrir að ná líkamlegum kynnum af mynd- arlegri og honum ókenndri stúlku. í fjórðu bókinni opnar Laxness innstu fylgsni sálar sinnar, að því er snertir ásta- mál. Myndarleg prestsdóttir giftist landshornamanni. Hún er gædd yfirnáttúrlega sterku (Framh. á 4. siðu) usan er oroin ai fislci ollum, o límum eítlr aá hún er veiJJ Eggert K GGERT IxRISTJANSSON & Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. KAIJPI GILL langhæsta verði SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Smásöluverð fá eldspýtum Útsöluverð á eldspýtum má eigi vera hærra en hér segfir: THREE PLUMES og COMET eldspýtur (í 12 stk. búntum) Búntið kr. 1,35. Stokkurinn 12 au. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseínkasala ríkísíns. Dvöl er gott og ódýrt tímarit, sem flytur úr- valsefni á vönduðu máli. Síðasta hefti þessa árgangs, jólaheft- ið, kemur út eftir fáa daga. í því verða meðal annars þýddar sögur eftir Brasilíumanninn Monteiro Lobato, rússneska stór- skáldið Anton Tékov og danska rithöfundinn Anker Larsen, allt úrvalssögur. — Gerist áskrifendur að DVÖL. TÍMARITIÐ DVÖL, Lindargötu 9 A, Reykjavík. Sími 2353. Pósthólf 1044. + ÚTBREIÐID TÍMANN4 312 Victor Hugo: Esmeralda 309 Hvor þeirra fékk yður ríkisdalinn? Gamla konan hugsaði sig um, og svaraði síðan: — Það var liðsforinginn! Kurr heyrðist um allan salinn við þetta svar. — Það er ekki meira en svo að ég skilji þetta, sagði Gringoire. Nú tók Filippus Lheulier, lögspek- ingur konungs, til máls: — Ég leyfi mér að minna yður á það, herrar mínir, að liösforinginn sagði svo frá, er hann lá á sjúkrabeðnum, að hann hefði alltaf grunað, að svarti maðurinn væri afturganga. Þessi aftur- ganga hefði hvatt sig til þess að hitta hina ákærðu, og þegar hann bað hann að lána sér peninga, hefði hann fengið sér þennan oftnefnda ríkisdal er hann lét svo frú Falourdel fá. Auðvitað hefir þessi peningur verið beint frá djöflin- um. Þessi ræða virtist eyða öllum efasemd- um Gringoires og annarra áheyrenda. V. KAFLI. Málarekstrinum er haldið áfram. — Þér hafið réttarskj ölin við að styðj- ast, sagði lögfræðiráðunautur konungs um leið og hann tók sér sæti. Þér getið hann aftur með unga og laglega stúlku. Hún hefði verið dásamlega falleg, ef hárið á henni hefði verið vel til haldið, Með henni var geithafur, stór geithaf- ur, æ, ég man ekki hvernig hann var litur. Ja, mér flaug margt í hug. Mér þótti þetta með stúlkuna ekki svo skrít- ið, en geit, geithafur! Mér gezt ekki að dýrum. Þessir hafrar hafa horn og skegg. Þeir eru eins og karlmenn, og svo er vond lykt af þeim. En ég sagði ekki eitt einasta orð. Ég hafði fengið ríkisdalinn. Var það ekki rétt gert, dómari? Ég lét .liðsforingjann og stelpuna fara upp, og þar voru þau ein — ja, nema hafurinn var hjá þeim. Ég fór niður og byrjaði að spinna. Ja, þér skiljið það, að þetta er tveggja hæða hús. Það snýr gafli út að fljótinu og á honum tveir gluggar, annar uppi en hinn niðri. Jæja, ég hélt áfram að spinna. Þá datt mér í hug draugurinn og svo hafurinn, en þá mundi ég það líka, hvað stúlkan var einkennilega búin. Svo heyri ég angistaróp uppi, og rétt í sömu svifmr er glugganum slengt opnum. Ég flýti mér út að glugganum og sé einhverja kolsvarta flyksu detta niður í fljótið. Þetta var lifandi vera, búin eins og prestur. í tunglsljósinu sá ég, að hún synti yfir fljótið. Nú varð ég dauð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.