Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.12.1941, Blaðsíða 4
129. Iilað 514 TlMEVIV, langardagiim 13. des. 1941 Viðskiplaskráin 1942 kemur út eltir áramótin. Ný verzlunar- og atvinnufyrirtæki eru beðin að gefa sig fram sem fyrst. Ennfremur fyrirtæki, sem vilja breyta einhverju, sem um þau er birt 1941. Tekið er á móti upplýsingum um ný félög og stofnanlr, sem birtast eiga í Félagsmálaskrá, svo og leiðréttingum. Lesið reglur um upptöku í Viðskiptaskrána, sem er að finna á Karton við bls. 333 í útgáfu 1941. SKRÁNING ER ÓKEYPIS með grönnu letri i Nafnaskrá og á 2—4 stöðum í Varnings- og starfsskrá. Óski einhver sín getið á fleiri stöðum eða með feitu letri, greiðist þóknun fyrir það. — Skráning í Félagsmálaskrá er ókeypis, enda þótt nöfnin séu með /eitu letri. Látið yður ekki vanta í bókína. Auk Jiess sem Viðsklptaskráln er send öllnm ræðlsmönnum Islands, ern flelri hnndruð eln- tök send út um allan hcim. í ár hafa útgefendum borist ótal fyrirspurnir um Viðskiptaskrána, bæði frá Ameríku og Canada. Utanáskrift: STEINDÓRSPRENT H.F. Kirkjustræti 4. — Reykjavík. Hvíldartími í listum og hókmenntum (Framh. af 3. siöu) ástríðuafli og segir skáldið margar ægilegar sögur af at- ferli hennar í þessum efnum. Að lokum stendur karlmaður- inn ráðþrota í sjálfsvarnarbar- áttunni. Honum hugkvæmist þá, við matborð fjölskyldunnar, að grípa beittan hníf og skella af sjálfum sér líffæri, sem Lax- ness sjálfur myndi segja að væri nauðsynlegt vegna „fram- vindu kynslóðanna“. Síðan tek- ur húsbóndinn hið afsneidda líffæri og leggur það á borðið fyrir framan prestsdótturina eins og fylgiskjal með reikn- ingi. Að svo mæltu lýkur skáld- ið þessum þætti sögunnar. Hér eru ekki aðeins tvö ólík skáld, heldur tvær ólíkar stefn- ur. Halldór Laxness er gæddur ýmsum þeim eiginleikum, sem skáld þurfa að hafa. Um eitt skeið mátti gera sér miklar vonir um að hann kynni að fara snoturlega með það pund, sem honum var fengið til ávöxt- unar. En hann fæddist undir miður heppilegri stjörnu. Thor- valdsen drakk sér til heilla og óheilla af lindum hinnar feg- urstu og fáguðustu listar og lét það marka sér örlagaspor. Halldór Laxness féll í straum samtíðaröfganna, og glataði þar framtíð sinni. Hann hefir orðið talsmaður Ijótleikans í íslenzk- um þjóðlífslýsingum. Af þessari ástæðu fyllist hann gremju og einskonar sjúkri afbrýðisemi þegar ljóð þess íslenzks skálds, sem er sérstaklega talsmaður fegurðar og göfgi í bókmenntum landsmanna, eru gefin út á þann hátt, að þau verða varan- leg eign í flestum heimilum á landinu. Þetta viðhorf Halldórs Laxness er ef til vill mannlegt. En það er ekki stórmannlegt. Og birtan úr ljóðum Jón- asar Hallgrímssonar mun lýsa landinu og verma þjóðarsálina löngu eftir að Halldór Laxness hefir hætt að bera sorta sjúkra hugsana inn í bókmenntir ís- lendinga. Frh. J. J. „Frjálsa leiðm“ (Framh. af 1. síðu) undirstöðuatriði „frjálsu leiðar- innar.“ Þessir ráðherrar vissu, að kauphækkanir stóðu fyrir dyr- um hjá mjólkursamsölunni og mjólkurbúunum. Hefðu þeir verið trúir „frjálsu leiðinni", áttu þeir að reyna að semja við hlutaðeigandi aðila um að falla frá hækkununum. En í stað þess stungu þeir höfðinu i sandinn og létu málið afskipta- laust. Þessir ráðherrar vissu, að mjólkurhækkun stóð fyrir dyr- um, vegna grunnkaupshækk- ana og fleiri ástæðna. Enn stungu þeir höfðinu i sandinn, létu hana afskiptalausa, en fyrirskipuðu svo blöðum sínum að skammast út af henni, þegar búið var að ákveða hana. Járnsmiðir og prentarar hafa gert stórfelldar kaupkröfur. Þar væri tilvalið tækifæri fyr- ir ráðherra „frjálsu leiðarinn- ar“ til að sýna ágæti þessarar stefnu að fá þessar stéttir til að falla frá kröfum sínum og af- stýra þannig þeirri kauphækk- unarskriðu, sem kemur á eftir, ef þær fá vilja slnum fram- Lcikfél. Reykjavíknr Á FLÓTTA eftir Robert Ardrey Sýning annað kvöld kl. 8. SÍÐASTA SINN. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. T. d. handa eiginkonunni: Kleopatra, eftir Walter Görlitz í þýðingu Knúts Arngrímssonar. Handa húsbóndanum: Roald Amundsen, Sókn mín til Heimskautalandanna. Saga A- mundsen er lærdómsrík, fyrir unga og gamla. Við höfum allar íslenzku bæk- urnar, jafnóðum og þær koma út. Einnig afar mikið úrval enskra bóka. — Amerískar bækur, blöð og tímarit væntanleg. KÖMIIUJÐ Alþýðuhúsinu. — Sími 5325. gengt. En aldrei hafa ráðherr- ar „frjálsu leiðarinnar“ grafið höfuð sín dýpra í sandinn og verið gleymnari á úrræði „frjálsu leiðarinnar“ en nú. Af hverju stafar þetta að- gerðaleysi ráðherra hinnar „frjálsu leiðar“? Eru þeir komnir á þá skoðun, að hún sé hrein og klár vitleysa og þess vegna sé ekki ómaksins vert að reyna að framkvæma hana? Eða var hún ekki annað í aug- um þeirra en lævísleg blekking, sem var notuð til að villa al- menningi sýn meðan verið var að koma dýrtíðarfrumvarpinu fyrir kattarn?f? Þjóðin heimtar skýr svör af ráðherrum hinnar „frjálsu leið- ar“. Hvers vegna efna þeir ekki loforðið við Framsóknarflokk- inn um að reyna að halda dýr- tiðinni í skefjum með því að nota heimildir dýrtíðarlag- anna? Hvers vegna reyna þeir ekki að framkvæma „frjálsu leiðina" með því að semja við verkalýðsfélögin og verðlags- nefndirnar um að kaupið og verðlagið hækki ekki? 310 Victor Hugo: hrædd og kallaði á varðmenn. Þegar þeir komu, veittust þeir fyrst að mér, því að þeir væru í góðu skapi og höfðu ekki hugínynd um, hvað á seiði var. Loks gat ég gert þeim ljóst, hvers vegna ég hafði kallað á þá. Við förum upp, og hvað sjáum við? Allt herbergið er atað blóði, liðsforinginn liggur endilangur á gólfinu með rýting á kafi í hálsinum, og stelpan lætur eins og hún sé dauð, en geithafurinn er alveg óður. Ja, það kostar mig fjórtán tíma þrældóm að þvo herbergið, sagði ég. Ég verð að þvo það allt, hátt og lágt. Þeir báru liðsforingj- ann brott, vesalings manninn, og stelp- una líka, en hún var nú hálfnakin. En hlustið þið nú bara á, hvernig allt fór: Þegar ég ætlaði að taka ríkisdalinn daginn eftir .og kaupa slátrið, þá fann ég skrælnað laufblað, þar sem ég hafði látið peninginn. Gamla konan þagnaði. Allir við- staddir voru hálf skelkaðir. — Þetta er líkast gerningum, og svo þessi geithafur, sagði sá við Gringoire, er hjá honum stóð. — Og laufblaðið, bætti annar við. — Þetta hefir verið galdranorn og sá svarti djöfullinn sjálfur, sagði sá þriðji. Gringoire sjálfur vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. — Frú Falourdel, svaraði dómsfor- Esmeralda 311 f setinn mjög virðulega. Hafið þér fleira fram að færa? — Nei, göfugu herrar, sagði gamla konan. Nema það, hvaða álitshnekki húsið mitt hefir beðið við þetta. Það er satt, að húsin við brúna eru ekki sér- lega falleg, en þar búa þó ríkir menn eins og slátrararnir, sem eiga fallegar konur. Nú reis einn höfðinginn á fætur og mælti: — Ég bið ykkur að gleyma þvi, að rýtingur hefir fundizt í fórum hinnar ákærðu. Frú Falourdel! Komuð þér með laufbiaðið, sem eitt sinn var ríkisdalur? — Já, göfugu herrar! svaraði hún. Ég hefi fundið það aftur. Það er hér. Réttarþjónn fékk þeim, er spurði, skrælnað laufblað. Hann laut ofurlítið höfði og fékk það dómsforsetanum, er seldi það í hendur umboðsmanns kon- ungs í kirkjumálum. Þannig gekk það frá manni til manns. — Þetta er birkilauf, sagði meistari Jakob Charmolue, og ný sönnun þess, að hér er um galdra að ræða. Einn meðdómarinn tók nú til orða og sneri sér að kerlingunni: — Áfram, sagði hann. Tveir menn koma til yðar samtímis: svartklæddur maður, sem hverfur skjótlega og þér sjáið synda yfir fljótið, og liðsforinginn. Tónlistarfélagíð og Leíkfélag Reykíavikur NITOUCHE Sýning á morgun kl. 2,30 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3 til 7 I dag. Síðasta sýning fyrir jól. Ath. Frá kl. 3—4 verður ekki svarað í síma. |\ ""1 Allir eru sammála um.. I 1170 1 að í Dvöl sé stærsta og merkasta smásögusafn, sem til er á íslenzku. — GAMLA BÍÓ KYRRAHAFS- BRAUTIN (UNION PACIFIC). Aðalhlutv. leika: BARBARA STANVYK, JOE McCREA og AKIM TAMIROFF. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl, GYz og 9. Framhaldssýning klukkan 3Vá—6 Vá: Pabbi borgar Með skopleikaranum Leon Errol. --------NÝJA BÍÓ ---- Oljarl naut- gripaþjófanna (Trail of the Vigilantes) Afar spennandi mynd. Aðalleikendur: FRANCHOT TONE, WARREN WILLIAM, MISCHA AUER Og PEGGY MORAN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5.) Börn fá ekki aðgang. ———— ------— -------- | Tll lesturs og jólagjafa velja menn á þessum timum fyrst og fremst íslenzkar bækur eftir íslenzka höfunda. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er nú víðlesnasta og vinsælasta skáld þjóð- arinnar. Allir vilja eignast bækur hans: Gullna hliðið verður jólaleikur höfuðstaðar- ins*. Enginn nýtur leiksins til fulls nema hann hafi lesið leikritið. Sólon Islandus, stærsta og athyglisverðasta skáldsaga, sem út hefir komið í seinni tíð. Kvæðasafn, 4 bindi, þarf engra meðmæla við. (Aðeins fá eintök eftir). Guðmnndur Damclsson frá Guttormshaga er efnilegastur hinna yngri sagnaskálda vorra. Af jörð ertu kominn (I. Eldur) er upphaf mik- ils skáldsagnaflokks, en þó algerlega sjálf- stætt verk. Viðburðarík og spennandi saga. Á bökkum Bolafljóts I.—II., sem kom út á síð- asta ári, er bráðum uppseld. Frú Flinborg Lárusdóttir hefir á undanförnum árum verið einn af- kastamesti kven-rithöfundur þjóðarinnar og getið sér góðan orðstír með síðustu bók sinni. Frá liðnum árum, er hún kom inn á nýtt svið, þar sem ritleikni hennar nýtur sín prýði- lega. Bókin er fróðleg lýsing á lífi manna og líðan í sveit og við sjó á Suðurlandi fyrir 60—80 árum, svo og í Reykjavík, frá því fyrir síðustu aldamót, þegar bærinn var að vaxa sem örast. Ritstjóri „íslendings“ segir um bókina, að hún sé skemmtilegasta bók- in, sem hann hafi lesið á árinu. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar, hins kunna fræðimanns og safnara, lætur enginn bókamaður vanta I skápinn sinn. Út eru komin 2 bindi, hvort um 400 bls. Gríma, 1.—16. Tímarit fyrir þjóðleg fræði og þjóð- sagnir. Fyrstu 15 heftin (3 stórar bækur) fást nú í skinnbandi. Grímu þykir öllum vænt um, sem þegar hafa eignast hana. tslenzk fyndni skemmtir öllum. Nýtt hefti komið. Bókaútgáfa Þorsteíns M. Jónssonar, AkureyrL Alla daga áin rennur alúðlega fram hjá Bakka, þylur þar um allar aldir œfintýri fyrir krakka. Betur en vizkan djúp og döpur dœmi flúnsins oft er þegið. Gott er að eiga Bakkabrœður bara til að geta hlegið. hafa alltaf mest gaman að þeim bókum, sem þau geta skemmt sér við að skoða, lesa, læra og syngja, eins og Gutta, Hjónin á Hofi, Ömmusög- ur, og Jólin koma. Nú bætast BAKKABRÆÐUR eftir Jóhannes úr Kötl- um, með myndum eftir Tryggva Magnússon, í þennan einkar vinsæla barnabókaflokk. — Skoðið bókina og þið munuð sjá, að þótt hún sé barnabók, þá er hún svo listræn, að enginn bókamaður má láta hana vanta í bóka- safn sitt. Misheppnuð tilraun (Framh. af 1. slðu) al-„númer“ Ihaldsblaðanna 1 2—3 daga, kunni þessari þögn mjög illa og hélt áfram að trúa því, að Frekjuferðalagið gæti gert hann að þjóðhetju. Ritaði hann þvl alllanga bók um ferða- lagið, og er hún nýlega komin í bókabúðir. Nægilegur dómur um þessa bók Gísla og tilraun hans til að gera sig að þjóðhetju, er eftir- farandi yfirlýsing, sem einn samfylgdarmaður Gísla á Frekj- unni og góður flokksbróðir hans, Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, hefir birt í Vísi og Mbl.: „Herra ritstjórl! Ég vildi mega biðja yður að ljá mér rúm í blaði yðar fyrir eftirfarandi: í tilefni af útkomu bókar þeirrar eftir Gísla Jónsson, for- stjóra, er hann nefnir „Frekj- an“, finn ég mig knúðan til að láta þess getið opinberlega, að útkoma bókarinnar hefir komið mér algerlega á óvart, og að ég því á ekki nokkurn þátt í útgáfu hennar, né mundi ég vilja hafa verið á nokkurn hátt bendlaður við bókina, hefði mér verið gefinn kostur á að lesa hana áður en hún var gef- in út. — í sama streng hafa þeir aðrir samferðamenn okkar tekið, sem ég hefi átt tal við. Álit mitt er, að bókinni sé al- gerlega ofaukið, þar sem að jafnvel „dramatiseruð“ frásögn eins og hér er um að ræða, verði að teljast harla ómerki- leg í ljósi þeirra siglingaskíl- yrða, sem hver einasti íslenzk- ur sjómaður nú á daglega við að búa. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnar Guðjónsson.“ Með þessari yfirlýsingu ferða- félaga Gísla, er tilraun hans til að gera sig að þjóðhetju, að fullu kveðin niður. En eftir á að hyggja: Var Gísli ekki nýlega farþegi á Hvassafellinu, er það var mjög hætt komið, og hvort var það þá „þjóðhetjan" Frekju-Gísli eða hinir óbreyttu sjómenn, sem engar bækur hafa verið skrifaðar um, er þá sýndu mest- an dugnað og hugrekki? Vildi Gísli ekki skrifa bók um það? Auglýsið í Tímanum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.