Tíminn - 31.12.1941, Page 1

Tíminn - 31.12.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓN6SON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKTJRINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÍTSI, Iindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUKÚSI, Undargötu 8 A. Sími 2323. FRENTSMŒ)JAN HDDA hJ. Sim&r S848 Og 3728. 25. ár. Hcykjavsk, miðvikudagiiw 31. des. 1941 135. blað Aramótín 1941V42 Eftir Jónas Jónsson formann Framsóknarflokksíns Arið 1941 mun jafnan verða talið atburðaríkt ár í sögu ís- lendinga. Náttúran var að þessu sinni óvenjulega góð og gjaf- mild við þjóðina. Veðurblíða var mikil bæði sumar og vetur. Undir áramótin fóru bifreiðar um marga af fjallvegum lands- ins, líkt og á sumardegi. Síð- ustu mánuði ársins féll ná- lega enginn snjór í byggðum á íslandi. Sjávarafli var yfirleitt mikill og arðsamur. Atvinnu- leysi þekktist ekki. Sjómenn, verkamenn, sveitamenn, útvegs- menn, iðnaðarmenn, kaup- menn og launafólk ríkis og bæja höfðu rýmri fjárráð heldúr en venja var til. Einstöku menn söfnuðu jafnvel skjótfengnum auði, án sérstaks tilverknaðar. Sama yfirborðsgóðærið var í sjálfstæðismálum þjóðarinnar. í fyrsta sinn, síðan á 13. öld, var þjóðin í verki laus við yfir- ráð konunga. í þess stað fer ís- lenzkur maður nú með æðsta stjórnarvald, samkvæmt á- kvörðun þjóðfulltrúanna á Al- þingi. Síðan lýstu tveir af mestu áhrifamönnum lýðræðis- þjóðanna, forseti Bandaríkj- anna og forsætisráðherra Bret- lands yfir, að þeir vildu við væntalega friðarsamninga vernda þjóðarrétt og sjálfstæði íslendinga. Þannig hafa margir atburðir orðið til að marka hið liðna ár óafmáanlega í endur- minningu íslenzku þjóðarinnar, hvaða örlög, sem kunna að bíða íslendinga á ókomnum árum. II. Fyrir einu ári var lagt til í þessu blaði, að þjóðin samein- aðist um lausn frelsismálsins með virðulegum hætti. Væri fyrst lýst yfir opinberlega, að sökum vanefnda, er leiddu af styrj aldarástandinu, væri fall- inn úr gildi eldri samningur og erfðavenjur um pólitískt sam- band íslands og Danmerkur. Síðan var lagt til, að haldinn yrði þjóðfundur á Þingvöllum, og hið forna þjóðveldi endur- reist á fornhelgum stað, af full- trúum, sem til þess væru valdir af allri þjóðinni. Um þessa til- lögu urðu allmiklar en mjög hóflegar deilur. Þær fóru ekki eftir stjórnmálaflokkum. Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðis- flokkurinn voru skiptir inn- byrðis. í báðum þeim flokkum voru á þingi og utan þings menn, sem vildu skilnað þá þeg- ar og aðrir, sem vildu skjóta öllum meiriháttar aðgerðum á frest um óákveðinn tíma. Al- þýðufl. hafði misst tvo af skeleggustu mönnum sínum í sjálfstæðismálinu.Jón Baldvins- son og Héðin Valdimarsson. Bar þessvegna minna á skiln- aðarkröfu í þeim flokki heldur en vænta mátti eftir afstöðu hans 1928 og 1937. Mjög verulegur þáttur í þess- um innanlandsátökum gerðist á hinu fjölmenna og myndarlega flokksþingi Framsóknarmanna á útmánuðum 1941. Eftir miklar umræður samþykkti flokksþingið, að vanefndir mjólkurstöðvar Viðftal við Stefán Björnsson mjólkurfrœðing Stefán Björnsson mjólkur- fræðingur hefir dvalið um nokkurt skeið i Bandarikjun- um á vegum Mjólkursamsöl- unnar. Athugaði hann mögu- leika á því að kaupa nýjar mjólkurvinnsluvélar fyrir Sam- söluna þar vestra. Stefán kom heim með Dettifossi á annan í jólum, og hefir blaðamaður frá Tímanum hitt hann að máli og leitað frétta hjá honum af ferðalaginu. — Ég fór á vegum mjólkur- samsölunnar til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að grennslast eftir, hvort unnt væri að fá vél- ar í nýja mjólkurstöð og enn- fremur að athuga möguleika á því að fá ýms gögn til gömlu mjólkurstöðvarinnar, svo að unnt yrði að notast við hana þar til ný mjólkurvinnslustöð verður reist. Allar líkur benda til þess, að vélar í nýja mjólkurvinnslustöð fáist í Bandaríkjunum. Áður en ég fór vestur hafði Mjólkur- samsalan látið gera teikningu að mjólkurstöðvarhúsi, en slík- ar byggingar verða alltaf að vera í sem beztu samræmi við mjólkurvinnsluvélar þær, sem þar á að nota. Reyndist teikn- ing þessi óhentug fyrir amer- ískar vélar, en þó var aflað til- boðs í vélasamstæðu, sem mið- uð var við þessa teikningu. Ennfremur gerði ég, ásamt sér- fræðingi frá verksmiðjufélagi vestra, sem smíðar mjólkur- vinnsluvélar, uppdrátt að mjólkurstöð, og reyndum við eftir fremsta megni að taka til- lit til íslenzkra aðstæðna og samræma evrópiska og ameríska reynslu á sviði mjólkuriðnaðar- ins, er við unnum að þessum uppdrætti. Tilboð um vélasam- stæðu í þetta hús fékkst einnig og er því um tvö tilboð að ræða, og mun Mjólkursamsalan taka þau til athugunar bráðlega. Bæði félögin, sem gerðu tilboð- in, hétu að breyta einstökum ariðum i þeim, ef þess yrði ósk- að síðar af hlutaðeigandi aðil- um hér heima. — Hefir Bandaríkjastjórn leyft framleiðslu á þessum vélum. — Þegar ég fór að vestan var leyfið ekki fengið, en líkur munu til að það fáist. íslenzka sendiráðið í Washington vinnur að því að útvega hagstætt leyfi, svo að vélarnar fáist sem fyrst, en þess er ekki að dyljast, að annríki er mikið hj á öllum verk- smiðjum í Bandaríkjunum, sem framleiða vélar. — Hvað er að segja um efn- ið í flöskulokin? — Aluminium í lok á mjólk- urflöskur er nálega ófáanlegt. í Bandaríkjunum hefir mörg- um mjólkurvinnslustöðvum ver- ið breytt og er farið að nota ýmist pappír eða „selluloid" í lok á mjólkurflöskurnar. í gömlu mjólkurstöðinni hér er ekkert rúm fyrir þær aukavél- ar, sem nauðsynlega þarf til þess að unnt sé að nota þessi efni í flöskulokin. Auk þess þarf allt aðra gerð af flöskum til þess að hægt sé að nota þappír eða „selluloid“ í flösku- lokin. Þetta mál er erfitt við- fangs og að mínum dómi verð- ur það varla leyst bærilega fyrr en ný mjólkurvinnslustöð hef- ir verið reist. — Eru ekki um margskonar nýjungar að ræða í mjólkuriðn- aðinum í Bandaríkjunum? — Jú, vissulega. Sérstaklega vakti mjólkurgeislunin athygli mína. Er hún í stuttu máli framkvæmd á þann hátt, að (Framh. á 4. siSu) danskra stjórnarvalda væri svo miklar sökum styrj aldarinnar, að varða mætti sambandsslit- um. En með því var lýst yfir, að uppsagnarframkæmd sáttmál- ans frá 1918 ætti ekki við, eins og málinu væri nú komið. Jafn- framt lýsti flokksþingið yfir, að hann vildi beitast fyrir að lýð- veldi yrði stofnsett á íslandi, eigi síðar en að þrem árum liðnum. Menn í nábúaflokkun- um biðu með nokkurri eftir- væntingu eftir flokksþingsá- kvörðun Framsóknarmanna. Kjósendur í öllum lýðræðis- flokkunum voru reiðubúnir til að fylgja öruggri og djarflegri forustu. Ef einhver einn af þrem lýðræðisflokkunum hefði hiklaust og djarflega tekið á stefnuskrá sína skilnað þegar í stað, myndi öll þjóðin hafa fylgt. En það bezta, sem völ var á voru tillögur flokksþings Framsóknarmanna. Þær urðu líka grundvöllur sá, sem þing og þjóð byggði á framkvæmdir sínar 1941. m. Ef skilgreina skal í stuttu máli hvaða öfl voru vakandi og sóknarhæf í sjálfstæðismálinu á hinu liðna ári, ber margs að minnast. Skeleggastir meðal hinna eldri manna voru gamlir landvarnarmenn frá byrjun 20. aldarinnar, svo og börn þeirra, sem höfðu orðið fyrir áhrifum af baráttuhita þeirra manna, sem neituðu að ísland gæti sætt sig við að vera hluti Danaveldis. Þá komu gamlir ungmennafé- lagar, sem átt höfðu mikinn, en að nokkru leyti óbeinan þátt í málalokum þeim, sem urðu í kosningunum 1908, og verið í röð fremstu manna í barátt- unni fyrir hreinum, íslenzkum fána. í þriðju röð kom æskan í landinu. Ungir Framsóknar- menn höfðu á síðari árum hvað eftir annað lýst yfir fylgi sínu og stuðningi við fullan skilnað. íslands og Danmerkur og stofn- un lýðveldis. Félag ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík hafði tekið i sama streng. í hinni fylkingunni voru margir þeir menn, sem sætt höfðu sig við uppkastið frá 1908. Þar næst komu ýmsir Danir, sem búsettir eru á íslandi, og ennþá fleiri íslendingar, sem dvalið höfðu í Danmörku eða átt þar fjár- skipti, eftir að dagleg samskipti þjóðanna hættu að vera harka- leg barátta smáþjóðar við drýldna og smámunalega „yfir“- þjóð, sem taldi sig eiga rétt á að nota ísland sem varanlega auðsuppsprettu. Næst komu margir þeir menn, sem mótazt höfðu hér á íslandi eftir 1918, litla vitneskju fengið um hið aldagamla baráttumál milli þjóðanna, en tekið þátt í átök- um stéttanna innanlands um augnabliksskipti hinna árlegu gæða, sem landið veitir börn- um sínum. Að síðustu er enginn vafi á, að Stauning forsætisráð- herra og ýmsir mektarmenn í Danmörku hafa notað til hins ítrasta áhrif sín hér á landi í þá átt að tefja skilnað, og bjarga konungssambandinu, ef ekki yrði annars kostur en sleppa málefnasamningnum. Hafði Stauning eftir síðustu ferð sína hingað látið drýginda- lega yfir því, að íslendingar hyggðu alls ekki á að ná „full- komnu“ sjálfstæði. Stauning var enn á sömu línu í grund- vallaratriðum, eins og Trampe stiftamtmaður á þjóðfundinum 1851. Að líkindum má bæta því við, að danskir stjórnmálamenn hafi reynt að afla sér fylgis, Listi Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosiiiiigarnar í Reykjavík móti íslenzka málstaðnum, hjá áhrifamönnum erlendra þjóða. Nokkru fyrir flokksþing Fram- sóknarmanna í fyrravetur lét erlendur áhrifamaður, og ekki danskur, þá skoðun í ljós, að sókn Framsóknarmanna í frels- ismálinu væri ekki grundvölluð á öðru en vegtylluþrá ein- stakra stjórnmálamanna. Voru allir þessir þræðir ofnir saman í eina værðarvoð, sem ætlað var til að geyma í allar meiriháttar sjálfstæðiskröfur íslendinga. IV. Meðan verið var að rökræða sjálfstæðismálið í fyrravetur, komu aðallega fram tvær mót- bárur. Önnur var sú, að það væri ókurteisi við Dani, sem nú ættu við mikla erfiðleika að búa, að slita sambandið að fullu meðan svo stæði á. Því var svar- að á þann hátt, að allir íslend- ingarmyndu óska Dönum að endurheimta fullt frelsi, en engin eðlisrök lægju til þess, að Danir þyrftu að hafa það sem viðbótarhamingju að angra íslendinga með því að hafa yfir þeim forræði, sem jafnan hefir, í margar aldir, verið íslandi til skaða og Dönum til einskis sóma. Hin mótbáran var sú, og hún var borin fram af nokkrum merkum lögfræðingum, að ís- lendingar hefðu ekki rétt til sambandsslita, nema með því að fylgja ákvæðum sáttmálans frá 1918. Þá kom til greina þriggj a ára uppsagnarfrestur, og tvöföld atkvæðagreiðsla, þar sem lítill minnihluti gat eyði- lagt vilja mikils meira hluta. Auk þess var þá konungssam- bandið í fullu gildi. Danska yf- irráðastefnan hafði sætt sig við, að Danmörk gæti enn um langa stund helgað sér ísland, með aðstoð konungsvaldsins, þó að önnur bönd væru rofin. V. Sjálfstæðisþrá gengur í ættir. íslenzkir landnámsmenn fluttu hingað til lands af því þeir vildu ekki búa við konungs- stjórn. Meginþorri íslendinga austan hafs og vestan er enn á sömu skoðun. Mjög áberandi var það í umræðum um sjálf- stæðismálið á hinu liðna ári, að Bjarni Benediktsson borgarstj. var öruggasti baráttumaður, af hinum fræðilega menntuðu lagamönnum, sem þátt tóku í rannsókn málsins. Kippti hon- um þar í kyn til föður síns, Benedikts Sveinssonar, sem var einn hinn heitasti og einlæg- asti landvarnarmaður og greiddi atkvæði bæði móti uppkastinu 1908 og sáttmálanum 1918, af því að honum þótti hvorugt nógu gott handa þjóðinni. Hefir Bjarni Benediktsson reif- að sjálfstæðismálið glögglega í tveim síðustu árgöngum And- vara, og sannað, svo að ekki verður um deilt, að vanefnd- irnar á þátttöku Dana um stjórnarhætti íslands, eru svo fjölþættar, að þeirra vegna er sambandið rofið, líka samkv. kenningum helztu erlendra fræðimanna í þessum efnum. Þar sem þessar tvær ritgerðir eru nú til, svo að segja á hverju heimili á landinu, verða þær jafnan þýðingarmikið atriði í sj álfstæðisbaráttu yf irstand- andi ára. VI. í fyrstu leit út fyrir, að þungt myndi verða fyrir fæti í frelsismálinu. Forustumenn þjóðarinnar voru skiptir i mál- inu. Enginn þingflokkur hafði aðstöðu til að leggja allan sinn þunga á vogarskálina í leitinni eftir því, sem Stauning hafði kallað hið „fullkomna sjálf- stæði“. Auk þess komu vinsam- Jens Hólmgeirsson Hilmar Stefánsson Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa ákveðið að leggja fram lista með þessum mönnum við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík 25. janúar næstkomandi: 1. Jens Hólmgeirsson, fyrv. bæjarstjóri, Skeggjag. 12. 2. Hilmar Stefánsson, bankastjóri, Sólvallagötu 28. 3. Kristjón Kristjónsson, verzlunarmaður, Bjargarst. 2. 4. Egill Sigurgeirsson, lögfræðingur, Holtsgötu 25. 5. Guðm. Kr. Guðmundsson, skrifst.stj., Bergst.str. 82. 6. Guðjón F. Teitsson, form. Verðlagsn., Garðastr. 39. 7. Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri, Freyjug. 30. 8. Jakobína Ásgeirsdóttir, frú, Laugaveg 69. 9. Kjartan Jóhannesson, verkamaður, Garðastr. 14. 10. Eiríkur Hjartarson, rafvirki, Laugadal* 11. Tryggvi Guðmundsson, bústjóri, Kleppi. 12. Magnús Björnsson, ríkisbókari, Túngötu 20. 13. Ingimar Jóhannesson, kennari, Reykjavíkurv. 29. 14. Rannveig Þorsteinsdóttir, verzlunarmær, Auðarstr. 9 15. Ólafur H. Sveinsson, forstjóri, Mímisveg 8. 16. Árni Benediktsson, skrifstofustjóri, Víðimel 30. 17. Kristinn Stefánsson, stórtemplar, Leifsg. 22. 18. Steinunn Bjartmarz, kennari, Freyjugötu 35. 19. Guðmundur Ólafsson, bóndi, Tungu. 20. Helgi Lárusson, verksmiðjustjóri, Skeggjag. 4. 21. Jón Þórðarson, prentari, Framnesv. 16 B. 22. Gunnlaugur Ólafsson, fulltrúi, Leifsg. 23. 23. Grímur Bjarnason, tollvörður, Egilsgötu 10. 24. Pálmi Loftsson, forstjóri, Sóleyjarg. 19. 25. Ólafur Þorsteinsson, fulltrúi, Auðarstræti, 9. 26. Aðalsteinn Sigmundsson, kennari, Reynimel 34. 27. Jóninna Pétursdóttir, forstöðukona, Lækjarg. 3 28. Stefán Jónsson, skrifstofustjóri, Hávallagötu 5. 29. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Veðramóti. 30. Sigurður Kristinsson, forstjóri, Bárugötu 7. legar bendingar frá erlendum áhrifamönnum, um að íslend- ingum bæri að halda fast við bókstaf sáttmálans frá 1918 og líta ekki á vanefndirnar. Vitn- uðu slíkir menn í tvískiptingu þjóðarinnar, og einkum, að nokkrir merkir íslenzkir laga- menn tryðu ekki á vanefnda- réttinn. Slíkar mótbárur eru al- kunnar í frelsisbaráttu allra þjóða. Þannig vildu Bretar 1814, að Noregur fengi nokkurt sjálf- stæði. En þeim kom þá betur, að Bernadotte gæti fengið kórónu Noregs með konungdóm í Svíþjóð, af því að Englandi lá á stuðníngi sænska krónprins- ins i úrslitabaráttunni við Na- poleon. Norðmenn töldu sitt frelsi sitt mál og fóru sínu fram eftir því sem orkan leyfði. Það er alviðurkennd regla einstakl- inga, að hirða lítt um ráðlegg- ingar vina og frænda 1 ásta- málum. Sömu reglu fylgja þroskaðar þjóðir um sjálfstæð- ismál sín. Þær trúa þar bezt sinni eigin dómgreind og til- finningum. VII. Meðan stóð á meðferð sjálf- stæðismálanna á Alþingi gerð- ust margir atburðir, sem þýð- ingu höfðu í þessu máli. Flokks- þing Framsóknarmanna hafði byggt á því, að vanefndir væru fyrir hendi um stjórngæzlu Dana og væri hægt innan nokk- urra missera að koma á fót lýð- (Fra’mh. á 2. síSu) Á víðavangi STRÆTISVAGNARNIR ERU SKRIFLI. Rekstur strætisvagnanna er orðið fullkomið hneyksli, sem enginn, sem til þekkir, mun mæla bót. Það er ekki annaö sjáanlegt en að félagið ætli að halda áfram að raka saman fé meöan vagnarnir geta hangið saman, en láta svo reksturinn stöðvast og bjóða bænum að hirða skriflin. Bæjarstjórninni ber skylda til að láta rannsaka starfrekstur þessa sérleyfishafa og taka málið sem fyrst í sín- ar hendur. Fjöldi bæjarbúa er orðinn háður ferðum strætis- vagnanna, en allur aðbúnaður, sem þeir sæta, líkist meira að verið sé að flytja skepnur en fólk. Troðningur er fram úr öllu hófi og oft bila vagnarnir á miðri leið. Rekstujr strætisvagnanna er óþolandi. VEGIRNIR f NÁGRENNI BÆJARINS. Ef nokkuð er til, sem er í ennþá meira drabbi en stræt- isvagnarnir sjálfir, er það við- haldið á vegunum, sem þeir fara um, — og það er líka eina afsökunin, sem félagið getur borið fyrir sig. Vagnarnir end- ast illa og liðast fljótlega í sundur. Af hendi bæjarins virð- ist ríkja fullkomið kæruleysi, þótt vegirnir séu ófærir tímum saman.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.