Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 2
TÍMIM, fimmtiulagiim 19. marz 1943 20. blnO 74 Höíuðbólið Reykhólar og nytjun þess Eftir Jón Hákonarson frá Reykhólum Veturinn 1940 samþykkti Breiðíirðingafélagið áskorun til ríkisstjórnarinnar um að stofn- setja á Reykhólum garðræktar- skóla, en Reykhólar eru nú eign ríkisins. Pyrir þessa vakningu málsins er áhugi orðinn al- mennur hjá Breiðfirðingafélög- unum um að fylgjast með mál- efnum Reykhóla og reyna að hafa áhrif á framkvæmdir, sem gerðar verða á jörðinni. Var í því tilefni á síðasta aðalfundi félagsins 27. jan. s. 1. kosin nefnd innan félagsins. Sú nefnd hefir átt tal við nokkra ráða- menn ríkisstjórnarinnar um þessi mál, og hafa þeir sýnt vel- vilja og áhuga fyrir nytjun larðarinnar, en talið að svo stöddu ekki hægt að taka fulln- aðarákvarðanir. Einnig er bú- ið að mæla jörðina, og er verið að vinna úr þeim plöggum. Nefndin hefir gert sér far um að grennslast eftir óskum manna heima í héraðinu um þessi mál. Þeim er málið skyld- ast, og þeirra verður nytsemin af meðferð Reykhóla, öllum öðr- um fremur. Heima í héraðinu hefir risið sterk áhugaalda um framfarir á Reykhólum. Aðallega leggja Reykhólahreppsbúar sig fram um stofnun heimavistarbarna- skóla og framhaldsskóla á Reykhólum, og er það ærið og barft málefni og óskandi að hefði framgang. En vegna af- nota jarðarinnar þarf að hugsa sér framkvæmdir þar víðtækari. Skal þetta nú rakið nokkru nánar. Á allflestum býlum er nú orð- ið svo fátt fólk, að varla er telj- andi, að maður geti skroppið bæjarleið fyrir því, að ekki er hægt að yfirgefa heimilisstörf- in. Nokkru rýmra er þó sums- staðar, en tilfinnanlega fá heimili eru það nú orðið, sem hafa aflögum fólk til skólasókn- ar, sízt í heilan vetur, 2 eða fleiri ár. Búnaðarhættir okkar hafa þrengst. Aðalatvinnuvegur bjóðarinnar, sauðfjárræktin, hefir beðið stóran hnekki. Fjár- sýki, (mæði- og garnaveiki) geysar í stórum stíl. Er slíkt á sumum stöðum alger héraðs- olága. Bætur við þeim vágesti virðast mjög erfiðar og ófyrir- sjáanlegur endirinn. Það er ein orsök flóttans úr sveitinni, pestin sú. Aðallega eru það tvær teg- undir skóla þjóðarinnar , sem raunverulega eru skólar sveita- fólksins, bændaskólarnir og húsmæðraskólarnir. Þess er þó að gæta með báða þessa skóla, að nokkur hluti þess fólks, er sækir þá, er ekki fólk, sem hugs- ar sér að gegna sveitastörfum. Svo er hitt, sem ég áður tók fram, að mörgum, sem hafa löngun til að sækja þessa skóla, er ómögulegt vegna örðugra heimilisástæðna, að dvelja svo lengi frá heimilunum, er náms- tíminn krefur. Sumir vilja má- ske halda því fram, að allt, sem við kemur ræktun og undir- búingi jarðarinnar, framræsla á landinu, uppskeruaðferðum, hirðing ávaxtanna og notkun, sé hægt að fá upplýsingar um úr bókum og ritgerðum. Það er mér ekki ljúft að trúa, að jafn fullu gagni megi verða, sem námskeið eða skólar. Svo getum við spurt: Þarf fólkið í sveitinni að vita meira um sín mál en nú á sér stað? Já. Er hægt að mynda skóla- fyrirkomulag til úrlausnar þessum vandamálum? Já. — Og það skólafyrirkomulag þarf að mynda með nauðsyn sveitafólksins fyrir augum, skólastarfinu þarf að haga eft- ir ástæðum þess, svo að það geti notið kennslu og tíma, sem það aldrei myndi eiga kost á síðar. Jörðin Reykhólar á að vera staður til slíkrar starfsemi. Þar á að stofnsetja fyrirmyndarbú með allskonar alidýrum, svo að hægt sé á hverjum tíma að sækja þangað fróðleik og lær- dóm um kynbætur og meðferð dýra, búsmíðar, svo og jarð- og garðrækt allskonar. Við skulum láta fyrirhugaðan skóla byrja að haustinu. Fyrsta námskeið byrjar þá á upptöku ávaxta, geymsluútbúnaði þeirra, haustmatartilbúningi, hagnýt- ingu og neyzlu, kæli- eða frysti- geymslum, bylting jarðar, út- dreifing þungleystra áburðar- efna, vali nýrra reita og undir- búning þeirra, vetrarumbúnað trjáplanta, áburðargeymslum o. fl. Minnst þyrfti að vera 3—4 klst. á dag bókleg kennsla með þessum námskeiðum. Vetrarskóli yrði þá fastur eftir ástæðum, en allt af þyrftu að vera möguleikar til að hafa minnst 10—20 manns, er gæti sótt námskeiðakennslu fyrir styttri tíma en allan veturinn. (Gróðurreita, vermireita o. fl.) Með vorinu leysist allt úr læðingi, jörðin kallar menn til starfa. Öll þau störf, sem hægt er að inna af hendi um hinn bjarta frjósama vortíma, verða Halldór Kristjánsson: Anðæfi Vesííjarða ‘gtminn Fimmtudag 19. marz Hvenær fá stúdent- arnír Garð? Fyrir nokkru síðan var sú til- kynning birt i blöðunum, að brezka setuliðið hefði lofað að rýma Menntaskólahúsið og myndi það verða tekið til sinna fyrri afnota næsta haust. Má óhætt segja, að þessi fregn hafi vakið ánægju allra góðra ís- lendinga, því að fátt heflr þeim sviðið meira en sú lítilsvirðing, sem brezkí herinn sýndl sögu og menntalífi þjóðarinnar, er hann tók þennan söguhelga stað her- námi og gerði elztu mennta- stofnun landsins heimilislausa. En þótt Menntaskólahúsið endurheimtist, er svipuðum kröfum, íslendinga á hendur Bretum engan veginn fullnægt. Enn er Stúdentagarðurinn set- inn af brezku herliði og eng- in merki þess, að hann verði rýmdur fyrst um sinn. Fyrir nokkru síðan birtist hér í blaðinu grein eftir háskóla- stúdent, þar sem lýst var erfið- leikum þeim, er hernám Garðs veldur stúdentum. Hafa stú- dentar borið þessa erfiðleika með mikilli þolinmæði. Það er næsta auðvelt að gera sér í hugarlund, hvernig norskir stúdentar hefðu brugðizt við, ef þeír hefðu verið beittir svipuðu ofriki af þýzku herstjórninni. íslendingar og Norðmenn eru skyldir. Umburðarlyndi ís- lenzkra stúdenta í þessu máli stafar eingöngu af þvi, að þeir bera yfirleitt hlýjan hug til Breta og málstaðar þeirra. En svo lengi má reyna þolinmæði manna, að hún bresti um síðir. Breska herstjórnin mun færa fram þær afsakanir, að hún hafi i höndum einhvern samn- ing, þar sem Garðstjórn leigi henni Garð um ótiltekinn tíma. Garðstjórn telur sig hafa und- irrita samninginn eða hún fengi þess að hún hafi ekki átt ann- ars kost. Bretar hafi sagt henni, að annaðhvort yrði hún að und- irrita samninginn eða hún fengi enga leigu eftir Garð. Garð- stjórn undirritaði þá samning- inn, enda taldi hún hyggilegra að reyna að hafa samvinnu við brezku herstjórnina og skír- skota til réttsýni hennar og velvílja. íslendingum finnst það á- reiðanlega, að Bretar hafi við þessa samningagerð komið fram sem húsbændur, en ekki sem samningsaðili. Annað hvort þetta eða ekkert, segja þeir. Þannig getur verið hægt að „semja“ við nýlenduþjóðir, en ekki við þjóð, sem vill vera frjáls og stendur Bretum fyllilega jafnfætis I menningarlegum efnum. Þessi samningsaðferð gerir ekki hlut Breta betri í Garðmálinu. Það, sem Bretar þurfa að hugleiða í sambandi við Garðs- málið, er þetta: Myndu þeir kunna því vel, ef t. d. rússneskir hermenn, — við sleppum því að nefna þýzka hermenn, — kæmu til Bret- lands, settust að á dvalarheim- ilum stúdentanna í Oxford og Cambridge, rækju stúdentana út á götuna og segðu: Við leigj- um stúdentaheimilin í óákveð- inn tíma fyrir þessa borgun og vilji þið ekki fallast á það, fáið þið ekki neitt? íslendingar trúa því, að Bret- ar myndu ekki kunna þessu vel. íslendingar líta a. m. k. svo stórum augum á menntalíf sitt, að þeir una ekki slíkri fram- komu. Þeir trúa því ekki, að Bretar ætli íslendingum lakari sess en sjálfum sér í þessum efnum, þótt við séum fámennari og fátækari. Þess vegna stend- ur öll íslenzka þjóðin á bak við kröfu stúdentanna um endur- heimtun Garðs. Ef það eru meira en orðin tóm hjá_ Bret- um, að þeim sé vel við íslend- inga og virði menningu þeirra einhvers, þá eiga þeir að láta stúdentana fá Garð tafarlaust. Þ. Þ. Framh. ' Hér skal ekki dvelja við ein- stakar ræktunartilraunir I smáum stíl, þar sem engin vissa er komin um gildi þeirra fyrir almenning. Aðeins skal það nefnt, að ýmislegt bendir til þess, að vænta megi nýrra glæsilegra sannana um ræktun- armöguleika Vestfjarða og glaðst við það, að til eru hug- sjónamenn, sem helga sig því að leiða þau sannindi í Ijós. Skilyrði fyrir æðarvarpi virð- ast góð á Vestfjörðum. Full á- stæða væri til að gefa því atriði alveg sérstakan gaum nú, þegar æðarvarp f’er víða minnkandi. Á Mýrum í Dýrafirði fengust síðastliðið vor full 50 kg. af æðardún. Um síðustu aldamót var ekkert varp þar. Fyrsta æð- arhreiðrið þar í melnum fannst vorið 1905. Þetta er því merki- legt rannsóknarefni. Fullvíst má telja, að víðar 1 fjörðunum mætti koma upp æðarvarpi, ef eitthvað væri til þess gert og fuglinn ekki styggður og skot- inn. Vestfirðir eru allir fullir af æðarfugli, sem bíður eftir því að fá einhversstaðar friðland til að verpa í þéttbýli eins og hon- um er eiginlegast. En meðan menn umgangast fuglinn hirðu- laust og ýmsir ofsækja hann villimannlega, reyna kollurnar að leynast með hreiður sín ein og ein, frá yztu nesjum og inn undir öræfi og verður það eng- um til nytja. Lífsskilyrði æðar- fugls eru mjög góð í Vestfjörð- um vegna þess, að ógrynni af skelfiski berst stöðugt upp und- ir land í grunnt vatn, svo að fuglinn hefir alltaf gnægð mat- ar. Og reynslan frá Mýrum bendir til þess, að varpjarðir eigi að vera víðar um firðina og mikil stoð að þessum hlunnind- um. Tilraunir með laxaklak fyrir árnar vestan ísafjarðardjúps hafa mistekizt. Ég skal ekki segja neitt um það, hvað veld- ur og sízt hvort fullreynt sé að ekki sé hægt að fá lax í þær ár. En hitt er víst, að frá hendi náttúrunnar eru þær góðar sil- ungsár og því sýnist það eðli- legt, að með silungaklaki mætti auka fiskigengdina mjög og jafnvel fylla hverja sprænu af silungi. En jafnvel nú, meðan ekkert er fyrir silunginn gert, er þó víða gott gagn að honum. Hér hefir þá verið lauslega drepið á nokkur atriði, sem sanna það, að enn eru góð skil- yrði fyrir farsælan smábúskap um ófyrirsjáanlega framtíð á Vestfjörðum, svo sem verið hef- ir hingað til frá því að land byggðist. IV. Síðustu árin hefir verið um- enn meir heillandi með auk- inni þekkingu. Vorið merkir oftast sumarið, og afrakstur þess er ekki sízt vandamál, nýting og fyrir- komulag, vinnuaðferðir og upp- skera. Allt er það nægileg á- stæða til verklegrar og bóklegr- ar kennslu, þótt í smærri stíl sé en langskólaganga. Ég veit, að þeir ráðunautar og fyrirlesarar, sem ferðazt hafa á vegum Búnaðarfélags íslands, og haldið bændanámskeið víðs- vegar um landið, minnast þess Ijóslega, hversu bændurnir eru óðfúsir á námskeiðin, og er þá aðstaðan jafnvel örðugri fyrir alla til að sækja slík námskeið, heldur en verða mundi, ef þeir gætu skipt sér og hjálpað hver öðrum að einhverju leyti, eftir því sem staðhættir leyfðu. í sambandi við þetta mál verður að minnast hinnar ný- loknu garðyrkjusýningar í Reykjavík. Þúsundir manna sóttu hana til gagns og fróð- leiks. Um garðyrkjusýninguna hefir verið rætt í blöðum og út- varpi, svo hún er alþjóð kunn. En það er víst, að fáir staðir eru kjörnari til allskonar græn- metisframleiðslu en Reykhólar. Og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að vegasamband verði svo gott þangað, að slíkt hamlí ekki framkvæmdum á jörðinni. Hvað sem tíminn kann að leiða í Ijós um nytjun orkuvera Reykhóla í framtíðinni, ætti engum að geta dottið í hug aö álíta, að slík nytjun jarðarinn- ar, sem hér hefir verið drepið á, yrði henni til hnekkis. Að síðustu vil ég fyrir hönd þeirrar nefndar, er starfar í þessum Reykhólamálum á vegum Breiðfirðingafélagsins, þakka öllum þeim, er hafa svarað bréfum nefndarinnar með sérstaklega samhljóða ósk- um um nytjun jarðarinnar. Ennfremur óska ég eftir, að allir þeir, sem ekki hafa sent svör, geri það víð fyrsta tæki- færi. Frá ykkur heima í héraðinu kemur kraftur • samtakanna, sem síðar mun skapa fram- kvæmdirnar. En ríkisstjórn og ráðamönn- um hennar um þessi Reykhóla- mál, treysti ég til að sinna ósk- um þeim, er héraðsbúar Breiða- fjarðar og Vestfjarða munu gera viðvíkjandi framtíð Reyk- hóla, til hagsbóta fyrir héraðið og viðreisnar hinu fornfræga höfuðbóli. Reykjavík í desember 1941. Jón Hákonarson frá Reykhólum. Vinnið ötullega fyrir Tímann. tal nokkurt um verðmæt jarð- efni á Vestfjörðum. Rannsókn- ir hafa leitt í ljós, að þar eru til ýms þýðingarmikil efni, svo sem járn og alúminium. Ennþá hafa þó ekki fundizt svo þykk lög af járnstéini eða aluminium hér, að vinnsla geti komið til greina, að áliti kunnáttumanna. Þess er samt þar að geta, að margt er enn eftir að skoða og enginn veit, hvað finnast kann, og skulu þó engar glæsivonir gerðar hér um þau efni. Eins og sakir standa, eru meiri vonir bundnar við kalksandinn vest- firzka. Allir virðast vera sam- mála um það, að hefjast eigi handa hið allra bráðasta og nota hann til sementsgerðar og áburðarvinnslu. Svo heppilega vill líka til, að leir til sements- gerðar hafa fundizt á Vest- fjörðum mjög nærtækar. Rækt- un landsins krefst mikils tilbú- ins áburðar og mun það fara vaxandi. Steinsteypan er stöð- ugt notuð meira og meira. Talið er að íslenzkar verksmiðjur geti hér verið samkeppnisfærar og fullnægt þörf þjóðar sinnar fyr- ir þessar nauðsynjavörur. Það er því ekki út í bláinn, þótt menn hugsi alvarlega um stór- iðnað og verksmiðjurekstur á Vestfjörðum. Brúnkol eða surtarbrandur er víða í jörðu á Vestfjörðum og eins er þar víða mótak gott. Ekki verður með vissu um það sagt, hvers virði það er, því að enn er ekki fullvíst hvort það borgar sig að vinna brúnkolin til eldsneytis eða hvort annar íðnaður kemur til greina í því Bréi tíl Undanfarnar vikur hefir Tíminn ekki getað birt nema lítið eitt af aðsendum grein- um og bréfum, vegna þess að blaðið hefir varið nokkuð meira rúmi en ella til að ræða þau mál, sem efst eru á baugi í höfuðstaðnum. Eins og áður hefir verið tekið fram, óskar Tíminn eftir hæfilega löngum grein- um og bréfapistlum frá vel- unnurum sínum, hvar sem eru á landinu. Heímavísfarskóli í Rauðasandshreppi í Rauðasandshreppi hefir lengi verið rík viðleitni til fræðslu og meninngar, enda eru komnir úr þessari fámennu sveit furðu margir menn, sem framarlega standa í menning- ar- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hreppsbúar hafa nú áformað að stofna heimavistarskóla í hreppnum, fyrir börn, og er gert ráð fyrir, að unglingar geti einnig fengið þar nokkra fræðslu. Er almennur áhugi í sveitinni um það, að koma skóla þessum upp svo fljótt, sem kostur er á. Hefir nýlega farið fram fjársöfnun með almenn- um samskotum innsveitis. Voru undirtektir mjög góðar og safn- aðist furðu mikið fé. Sparisjóð- ur hreppsins hefir áformað að leggja fram mjög ríflega fjár- hæð til skólans. Sömuleiðis hef- ir sveitarsjóður lagt fram veru- lega upphæð, og mun að líkind- um leggja meira síðar. Mikils fjár er þó enn vant, og mun hin fámenna sveit (rúmlega 300 manns) naumast fá risið undir byggingarkostnaðinum, nema fjárhagsleg aðstoð komi víðar að, auk framlags ríkissjóðs. Það mun verða þakksamlega þegið, ef menn, upprunnir úr Rauðasandshreppi, og aðrir vinveittir menn í fjarlægð, vildu leggja málefni þessu lið með fjárframlögum og mun skólabyggingarnefnd fúslega veita slíku samskotafé viðtöku, en í henni eru, meðal annara, gjaldkeri sparisjóðsins, hr. Snæbjörn O. Thoroddsen í Kvígyndisdal og sóknarprestur- inn í Sauðlauksdal. Ekki hefir ennþá verið ákveð- ið, hvar í hreppnum skólinn skuli standa, en nauðsynlegt mun talið, að hann geti notið nægrar raforku, því ekki er völ á heitum stað. Þeir hr. Kristján Einarsson framkvæmdarstjóri, Finnbogi sambandi, eins og t. d. að vinna benzín úr þeim, eins og gert mun vera erlendis. Þetta bíður allt síns tíma og frekari rann- sókna, eins og járnsteinninn og fleira. En svo mikið er víst, að vestfirzka grjótið er merkilegt rannsóknarefni, sem ef til vill verður stórkostleg auðsupp- spretta komandi kynslóða. Eng- inn veit hvað framtíðin geym- ir, en fjöllin bíða og eggja stór- hug og rannsóknarþrá til að knýja á og kanna. V. Þegar huganum er rennt að þessum náttúruauðæfum, sem hér hafa verið nefnd, verður það Ijóst, að Vestfirðir hafa mikla þörf fyrir raforku. Öll þessi auðæfi, sem heimurinn hefir ekki ráð á að láta ónotað og eru sótt langt að, kalla á mikla orku. Allur fiskiðnað- urinn, sem eðlilegt er að reka við þær hafnir, sem næstar eru fiskimiðunum góðu, þarf mik- ið rafmagn. Og í sambandi við allan þann útveg og fiskiðnað og landbúnað sveitanna, eru skilyrði og þörf fyrir margan iðnað annan, smáan og stóran. Skortur á raforku er sennilega ein helzta ástæðan til þess, að fólksfjöldi Vestfjarða er ekki stórum meiri en hann er. Þess- vegna geta ekki atvinnuvegirn- ir þar þróast eins og þeim er annars staðar eðlilegt. Þess vegna blómgast ekki atvinnu- lífið þar eins og önnur náttúru- leg rök liggja til. Þess vegna er kyrrstaða, þar sem á að vera ör vöxtur og framför. Þess vegna Tímans. Rútur Þorvaldsson verkfræð- ingur og Ólafur Þórarinsson starfsmaður í S.Í.S. munu veita væntanlegum framlögum við- töku. Þorst. Kristjánsson. „í pólitik er prýði „Það er búið að margsanna, að frjálsa leiðin hafði alla kosti lögfestingarinnar .... Það hef- ir verið sannað, að ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu gengið inn á frjálsu leiðina dag- inn áður en þeir sögðu af sér.“ Þannig farast Árna frá Múla orð í 55. tbl. ísafoldar. Nú viðurkenndi Ólafur Thors í útvarpsræðu í gærkvöldi (8. jan.), að „frjálsa leiðin“ hefði brugðizt — og þótti engum mik- ið. Og nú verður Árni að sanna, að það, sem hann áður hafði „sannað“, sé bull og vltleysa. Og sízt ber að efa, að Árni verði seinn á sér með það. Þvi að hvað skyldi það vera, sem Árni frá Múla er ekki fús til að „sanna“ — ef húsbændurnir segja hon- um að gera það? „í pólitík er prýði sönn að .personality number one“,“ segir í ljóðinu. í tilefni af hækkun mjólkur- verðsins: „... . Hér er á ferðinni svo glæfralegt ábyrgðarleysi, að lengra verður varla til jafnað.“ Það er Árni frá Múla, er mæl- ir svo. „Það er erfitt fyrir slíka flokka (Frams.fi. og Alþ.fl.) að kenna sig við framfarir, en Sjálfstæðisflokkinn við aftur- hald.“ (Á. J. í ísaf. 13. des. ’41). Það má nú segja, að það er erfitt, ekki sízt fyrir þá, er reynt hafa að fylgjast með þróun þjóðmálanna tvo hina síðustu áratugi. Árni Jónsson getur stundum verið nógu fyndinn — á eiginn kostnað! 9. jan. 1942. Skagf. Hjónín á Skamma- dalshól Ég kom að Hólnum nú fyrir skemmstu, en þar eru nú í heimili aðeins hjónin, sem bæði eru um sjötugt, þau Halldóra Gunnarsdóttir og Einar Þor- steinsson. Þau höfðu fengið bú- (Framh. á 3. slSu) hefir ekki íslenzk þjóð fengið að gleðjast yfir því, að á Ves- fjörðum myndaðist fjöldi nýrra heimila við farsæl skilyrði til arðvænlegra dáða og góðrar af- komu. Það vill svo vel til, að skil- yrði eru glæsileg til stórfeng- legrar vatnsvirkjunar á Vest- fjörðum. Mjólkurárnar í Arn- arfiröi eru taldar sérstaklega vel fallnar til stórvirkjunar. Aðstaða er þar góð og orka geysileg, talin 35 þús. hestöfl. Reynslan frá Soginu og Laxá bendir til þess, að stórvirkj anir beri sig vel og eigi mjög vel við hér á landi, þar sem verkefni eru nóg fyrir raforkuna. Og hér fer hvorttveggja saman, góð skilyrði til virkjunar og mikil þörf fyrir raforku. Það hefir verið tekið í mál að flytj a kalksandinn vestfirzka langt í burtu til að vinna þar úr honum sement og áburð. Erfitt er að skilja þau rök, sem réttlæta slíkt. Það virðíst vera mikill óþarfur aukakostnaður, sem hlyti að gera verksmiöju- vörurnar mun dýrari, ef iðnað- urinn ætti að bera sig. Augljóst er það, að hvar sem þessar verk- smiðjur stæðu yrði að dreifa framleiðslu þeirra víðsvegar frá þeim. En ástæðulaust virð- ist að gera sér leik að því, að flytja hráefnið langt til, þegar vinnslan gæti þó engu ódýrari orðið við það. Það virðist ekki geta verið ódýrara að leiða raf- magn suður við Faxaflóa en á Vestfjörðum. Og það virðist heldur ekki geta verið ódýrara að byggja verksmiðjur á bruna-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.