Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 4
76 TÍMI\.\, fimmtndagiim 19. marz 1942 20. Mað ÚR B/EIVUIH 10 daga varðhald. í fyradag var bifreiðarstjóri dæmd- ur í 10 daga varðhald og sviftur öku- leyfi æfilangt. Þetta var ítrekað brot og er dómurinn óskilorðsbundinn. Ölvaður við næturvörzlu. Þann 16. þ. m. var lyfjafræðingur hér í bænum dæmdur í 200 króna sekt fyrir að vera ölvaður við næturvörzlu i lyfjabúð. Stal reiðhjóli. Síðastliðinn mánudag var maður dæmdur í 30 daga varðhald óskilorðs- bundíð og sviftur kosningarétti og kjörgengi æfilangt fyrir að stela reið- hjóli. Þingeyingamót var í fyrrakvöld að Hótel Borg. Hófst það með borðhaldi kl. 8 síð- degis. Ennfremur' var Eyfirðingamót, þetta sama kvöld í Oddfellowhúsinu. Voru komnir upp f flugvél. Á mánudaginn voru tveir íslending- ar handteknir suður á flugvelli. Voru þeir komnir upp í flugvél, er þeir voru teknir fastir. Þessir menn eru báðir verkamenn og er annar þeirra til heim- ilis í Hafnarfirði en hinn hér í bæn- um. Mál þeirra var í rannsókn hjá brezku lögreglunni síðast er blaðið frétti. Handknattleiksmót íslands hófst á mánudagskvöldið í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu. Keppendur eru: Knattspyrnu- félagið Víkingur, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, íþróttafélag Reykjavíkur, Glímufélagið Ármann, Knattspyrnufél. Fram, Knattspyrnufél. Valur og Hauk- ar frá Hafnarfirði. Á mánudagskvöld- ið fóru leikar þannig: í meistara- flokki vann Víkingur K.R. með 21 marki gegn 17. í 1. fl. vann Í.R. Ár- mann með 34:22 og í 2. fl. vann Valur F.H. með 22:13. Á þriðjudagskvöldið fóru leikar þannig: í 1. fl. vann Fram K.R. með 24:17 og í 2. fl. varð jafn- tefli miili Víkings og Í.R. 13:13. Mótið heldur áfram næstu kvöld. Kven- flokkar taka einnig þátt í keppninni. Sund- og skíðanám- skeið í Sælingsdals- laug Þann 15. f. m. lauk sund- og skíðanámskeiði í Sælingsdals- laug, sem hafði staðið yfir í mánuð. Námskeiðið var haldið á vegum Ungmennasambands Dalamanna. Ungmennasambandið hafði fyrir nokkru keypt 10 pör af skíðum, og voru þau nú í fyrsta' sinn til ókeypis afnota fyrir skíðakennslu hjá sundnemun- um. Snjór var mjög lítill mestan hluta tímans, en nemendur not- uðu kappsamlega skíðin þegar færi gafst. í þessum mánuði voru liðin 10 ár síðan sundkennsla hófst í Sælingsdalslaug, og hafa alls verið haldin 14 námskeið á þvi tímabili með hálft fjórða hundrað þátttakenda. Þátttakendur á þessu nám- skeiði voru alls 25. Kennari var Matthías Jónsson frá Kolla- fjarðarnesi í Strandasýslu. Skotið á bifreíð Á mánudagskvöldið síðastlið- ið var bifreiðarstjóri að koma sunnan úr Hafnarfirði í bifreið- inni R 1790. Einn farþegi var í bifreiðinni. Er komið var í Fossvog, mættu þeir ameríkskri bifreið, er var á suðurleið. Var henni ekið mjög hratt. Um leið og hún þaut framhjá, heyrðu íslendingarnir hvell mikinn, og telja þeir, að skotið hafi verið á bifreið sína. Skýrðu þeir þegar frá þessu í næstu herbúðum. Var skjótt brugðið við til að rannsaka málið. Kosnlngfavísa Tíminn hefir frétt, að eftir- farandi vísa hafi komið upp úr einum atkvæðakassanum í bæj- arstj órnarkosningunum: Þeim hefir hlýnað helzt á því að halda á króknum beitunni, því það er lítill ylur í ÍHALDS-hitaveitunni. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún grera allt, sem i hennar valdi stendur, til þess að bæta úr því. Frá Búnaðarpingt Verndun þjóð- legra verðmæta Á fundi Búnaðarþings síðast- liðinn þriðjudag var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Búnaðarþing ákveður, að ráðinn sé maður í þjónustu Búnaðarfélags íslands, er leið- beini bændum, í samráði við teiknistofu landbúnaðarins, um húsbúnað og híbýlaprýði í þjóð- legum stíl, og undirbúi og skipuleggi væntanleg byggða- söfn þar sem þess er óskað. — Leggur Búnaðarþingið til, að Ragnar Ásgeirsson ráðunautur sé ráðinn til þessa samhliða því starfi, sem hann hefir nú hjá Búnaðarfélaginu og væntir þess, að Alþingi og ríkisstjórn leggi árlega fram nokkurt fé til stuðningi þessara mála. Stjórn Búnaðarfélags íslands setur starfsmanni þessum er- indisbréf." í greinargerð, sem fylgir til- lögunni, benda flutningsmenn á nauðsyn þess, að reynt verði að bjarga frá glötun og endur- reisa ýmis gömul þjóðleg verðmæti í sveitum lands- ins. — Hafði Búnaðarþingi borizt bréf frá landbúnaðar- ráðuneytinu, þar sem þessu máli var heitið fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. — Lagði landbúnaðarmálaráðherrann til, að Ragnari Ásgeirssyni ráðunaut verði falið að hafa umsjón með framkvæmd þessa máls. Auglýsið I Tímannm! P A L rœstiduit er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, enda vel til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstiduft 4 víðavangi. (Framh. af 1. síðu) standa af sér boðaföllin, er nú- verandi spilaborg hrynur, eða halda áfram sama dansinum og hingað til með huggun efst í huga, að enn þá sé dagur til stefnu, þar til er syndaflóðið kemur. Eiga Islendingar . . . (Framh. af 1. siðu) lendingar, sem sækjast persónu- lega eftir þessari húsgjöf, auka engan veginn hróður landsins með áleitni sinni við væntan- legan gefanda. Þessir menn gæta þess ekki, að Reykjavík er þannig sett, að mjög vafa- samt er, hve mikið yrði eftir af þvílíku húsi að stríðinu loknu. Þeir gæta þess ekki, að dagleg reynsla sýnir, að það fer bezt á að herinn og íbúar Reykjavíkur hafi sem minnst skipti saman, nema það sem er beinlínis viðskiptalegs eðlis. Og allra minnst virðast hinir áköfu þiggjendur hafa leitt hugann að því, hvort Reykja— vík vanti sína eigin Trocadero. J. J. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Vinnið ötullcga fyrir Tímann, 394 Victor Hugo: Esmeralda 395 Svo sparkaði hann í Claude. — Steindauður, sagði Jóhann. — Dauðadrukkinn. Hann hefir skreiðst hingað og oltið hér út af. Hann er sköllóttur, mannskrattinn, bætti hann við og laut niður að honum. Þetta er gamalmenni. Loks heyrði erkidjákninn að hann hvarflaði brott og tautaði við sjálfan sig: — Allt er í lagi! Vitið er dásamleg gjöf. Og erkidjákninn bróðir minn er bæði vitur og ríkur. Nú reis erkidjákninn á fætur og hljóp eins og fætur toguðu í áttina til Frúarkirkjunnar. Háir turnar hennar gnæfðu við myrkan himin. Erkidjákninn kom fyrst að luktum dyrum, en lykilinn að turndyrunum bar hann ávallt á sér, og þar komst hann inn. Hann staldraði hvergi við, heldur æddi gegn um kirkjuhvelfingarnar. Bak við hinar miklu súlur brann Ijós. Það ljós brennur ávallt í Frúarkirkj- unni hjá bænabókinni. Erkidjákninn horfði gráðugum aug- um á hina heilögu bók. Þar vænti hann sér nokkurs trausts og huggunar. Bók- in var opin. Fyrst varð honum litið á þessi orð Jobsbókar: „Og andi leið fram hjá mér, og vindgustur straukst framhjá andliti mínu, hárin risu á líkama mínum.“ Honum fór eins og blindum manni er tekur upp prik af vegi sínum og stingur sig á því. Honum fundust fæt- ur sínir missa allan þrótt, og svo hneig hann niður á gólfið. Hið síðasta, sem hann mundi eftir, var hún, sem dáið hafði á þessum degi. Líklega hefir hann legið alllengi í öngviti. En loks vaknaði hann þó til lífsins, og að hugsuðu máli þótti hon- um tryggast að leita athvarfs hjá vin- inum dygga, Kvasimodo. Hann brölti á fætur og var ótérlegur á að líta. En hann óttaðist myrkrið og tók hann því lampann, sem brann yfir bænabók- inni, sér til öryggis. Það var að sönnu kirkjusaurgun og rán, en nú var slíkt hégómi, sem hann kærði sig kollóttan um. Hann ambraði upp stigann og var lengi á leiðinni. Hann var hræddur um, að einhver, sem af tilviljun væri stadd- ur í kirkjunni, myndi sjá ljósglætuna og koma á vettvang. Von bráðar fann hann svalan gust leika um andlit sér. Hann var að kom- ast upp á efsta þrepið. Það var kalt í veðri og skýjahrannir á lofti, en á milli dökkra bólstranna skein tunglið öðru hvoru. Klukkan tók að slá. Það var lcom- ið tíiiðnætti. Prestinum varð hugsað til „Dettifoss" fer vestur og norður i byrjun næstu viku. Við'komustaðir: Patreksfjörður, ísafjörður, Siglufjörður og Akureyri. Komið verður við á Siglufirði og ísafirði í suðurleið. Alþingi (Framh. af 1. siðu) semi og hag síldarverksmiðja rikisins næsta ár á undan. Skýrslu þessa skal meðal ann- ars senda þeim útgerðarmönn- um, er selt hafa verksmiðjunni síld á ári þvi, sem skýrslan fjallar um. í greinargerðinni er vakin athygli á því, að óeðli- legt sé, að jafn stórt ríkisfyrir- tæki og síldarverksmiðjurnar eru, skuli ekki gefa út opinbera skýrslu um rekstur sinn og þeim mönnum, sem mestu varð- ar starf þeirra, sé þvi erfitt að fylgjast með rekstri þeirra og afkomu. Frv. til laga um breytingu á lögum um Háskóla íslands. — Flutningsmaður Páll Zophóní- asson. Frv. þetta gerir ráð fyrir tveimur breytingum á háskóla- lögunum. Fyrri breytingin er sú, að hagfræðideildin verði að- skilin frá lagadeildinni. Síðari breytingin er sú, að til þess að stunda nám og ljúka prófi í heimspekideild, hagfræðideild og guðfræðideild, þurfi nem- andi ekki að hafa lokið stúd- ent§prófi áður, ef hann stenzt inntökupróf, sem sé nánar á- kveðið í reglugerð. Frv. til laga um rafveitu rík- isins. Flutningsmenn: Jörund- ur Brynjólfsson og Bjarni Bjarnason. Samkv. frv. er ríkisstjórn- inni heimilt að stofna og starf- rækja rafveitur, er vera skulu eign ríkisins og reknar sem fjárhagslega sjálfstæð fyrir- tæki. Verkefni slíkra rafveita er að afla almenningi í landinu raforku með því að vinna hana sjálfa, kaupa eða taka við henni frá öðrum orkuveitum og veita orkunni um hreppa, sýslur eða stærri landshluta eða selja hana raforkuveitum í kaup- stöðum og kauptúnum eða öðr- um innanhéraðs orkuveitum. Ríkið má þá ekki reisa, kaupa eða taka á leigu orkuver eða orkuveitu, nema undangengnar rannsóknir sýni, að nægjan- legar tekjur muni fást til að mæta öllum rekstrarkostnaði. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir 1 LANDSSMIÐ.TUNNI. IJlIireiðiö Tímaim! -GAMLA BlÓ . Stríðsfréttarit- arinn. (ARISE MY LOVE) með CLAUDETTE COLBERT Og RAY MILLAND. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3 V%—6V2 JÁTNING AFBROTAMANNSINS með Victor McLaglen. Börn fá ekki aðgang. -NÝJA Bió. Merkí Zorros (The Mark of Zorro). Aðalhlutv. leika: TYRONE POWER, LINDA DARNETT, BASIL RATHBONE. Aukamynd: FRÉTTAMYND er sýnir meðal annars árás Japana á Pearl Harbour. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lægra verð kl. 5). Tllkyniiiiig. TIL NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS f REYKJAVÍK OG SKÓLASTJÓRA ÚTI UM LAND. Samkvæmt úthlutun styrkja frá II ríkisstjórninni, er mér veittur > styrkur til þess að setja upp dýr og fugla, fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík. og skólasöfn út um land, fyrir lægra gjald en nú tíðk- ast í þessari iðn. Einnig hefir mér verið veitt leyfi til að útvega flesta þá fugla, sem kynni að verða ósk- að eftir. — Bið ég því hlutaðeig- endur, sem þessu vilja sinna, að senda mér pantanir sínar sem fyrst, til þess að ég geti aflað mér þeirra fugla, sem um væri beðið, í réttum búningi, og haft þá- til- 'búna fyrir næsta skólaár. Akureyri, 10. marz 1942. KRISTJÁN GEIRMUNDSSON, . Aðalstræti 36, Akureyri. M. A. kvartettinn syngur í Gamla Bíó föstudaginn 20. þ. m. kl. 11.30 síðdegis. BJARNI ÞÓRÐARSON við hljóðfærið. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og Bóka- verzlun ísafoldar. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 4 á morgun, annars seidir öðrum. SÍÐASTA SIW. Litlir rennibekkir eru handhægir á hverju verkstæði. Athugið hvort þér hafið ekki þörf fyrir slíkan rennibekk. Dragið ekki ákvarðanir yðar og forðist frekari innkaups- erfiðleika og verðhækkanir. Einkaumboð fyrir Edwin D. Allmendinger, 15 Moore Street, New York. R RIJ UMBOÐS- & HEILDVERZLUN SlMNEFNl : „FERRUM" SlML 5296 P. O. BOX í 681 Hafnarstræti. Ert þú kaupandi Dvalar? Tímaritið Dvöl kemur út fjórum sinnum á ári, hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Dvöl flytur úr- vals sögur í góðri þýðingu, ferðasögur, greinar um margvísleg efni, ljóð og íslenzkar sögur, bókmennta- pistla og margt fleira. Margir þekktir menntamenn og og sum beztu skáld og rithofundar þjóðarinnar hafa heitið ritinu stuðningi sínum í framtíðinni. Gerizt þegar kaupendur DVALAR. Hún kostar aðeins 10 kr. á ári. Sími 2353. TÍMARITIÐ DVÖL. Pósthólf 1044. Lindargötu 9 A. Reykjavík. Bóndi - Kaupir þú búnaöarblaðið FREY?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.