Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 3
20. blað TÍMCVJV, fimmtiidajgiim 19. marz 1942 75 Þíng- og héraðsmálaíundur Vestur-Isíirðinga Aðcins tvcir af áíján fullírúum fylgdii Ásgeiri í dýrtíðarmálinn. A N N Á L L Afmæli. Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu í Fljótshlið, verður sjö- tugur 20. þ. m. Guðjón er meðal fremstu manna í flokki þeirra bænda, sem um og eftir aldamótin síð- ustu, hófu hið nýja landnám með stórhug og atorku í sveit- um landsins. Tunga var litið land og rýrt, er hann hóf þar búskap, efna- laus með öllu. Túnið lítið og þýft og engjar mjög takmark- aðar. Eitt fyrsta verk Guðjóns var að flytja bæinn á betri og hentugri stað, fyrir landnám það, sem hann hafði í huga, og síðan var tekið til óspilltra mál- anna um að rækta nýtt land og slétta hið gamla, sem ræktað var. Er nú þarna stórt tún, vel ræktað, slétt og fagurt, bæjar- hús öll myndarleg og einkar haganlega fyrirkomið, og má ó- hætt segja, að Tunga sé nú ein haganlegasta og aðgengilegasta bújörð í Flj ótshlíð. Umgengni öll og hirða hin bezta, svo að af ber. Rafstöð hefir verið reist til ljósa, skógarlundur skýlir hinu „þekka“ bændabýli hins nýja tíma. Enginn getur metið það verk, sem þannig hefir verið leyst af hendi við að skila fögrum fram- tíðarbýlum, úr vanræktun og hrörlegum kotum, til þeirra, sem á eftir koma. En vist má telja það, að ekkert gefur betri von um framtíð þessarar þjóðar, að hún eigi enn eftir að vaxa, standast raunir og dafna, held- ur en sú þrotlausa iðja, sú trú á landið og gróðuröfl þess, og sá manndómur, sem staðið hef- ir að bakl þessu nýja og stór- fellda landnámi síðustu ára- tuga, þar sem bezt var. En Guðjón í Tungu var ekki aðeins hinn mikilvirki athafna- maður heima fyrir, heldur tók hann mikinn þátt í öllum fé- lagsmálum sveitunga sinna og héraðs, og gerir enn. Hefir hann einatt átt frumkvæði að nýj- ungum og framförum í sveit sinni, — enda formaður búnað- arfélagsskapar hennar um langt skeið. Guðjón er óvenjulega frjáls- huga og fordómalaus í hugsun og starfi, — og hefir ekki ætíð farið troðnar leiðir samferða- mannanna um dagana. En jafnhliða á hann ósveigjanlega festu og drenglund, sem skap- að hefir honum traust, jafnvel hjá þeim, sem ekki skildu ætíð hið frjálshuga og framsýna við- horf hans til margra mála. Eins og aðrir umbótamenn, sem horfa fram í tímann, hef- Fertugasti og þriðji þing- og héraðsmálafundur Vestur-ís- firðinga var haldinn á Þingeyri dagana 5.—7. febrúar 1942. Fundinn sóttu allir kjörnir fulltrúar hreppanna, 18 að tölu. Auk þess sat alþingismaðurinn síðara hluta fundarins. Fundarstjóri var Kristinn Guðlaugsson á Núpi, en vara- fundarstjóri var Ólafur Ólafs- son á Þingeyri. Fundarritari var Björn Guð- mundsson á Núpi. Margar tillögur voru sam- bykktar á fundinum, bæði um landsmál og innanhéraðsmál. Fara nokkrar þær helztu hér á eftir: Framkvæmdasjóður ríkisins: Fundurinn telur eðlilegt og sjálfsagt, að einhver hluti af tekjum ríkissjóðs árin 1941 og 1942, verði lagður til hliðar í sérstakan sjóð og notaður til | framkvæmda, sem styðja at- vinnuvegina að stríðinu loknu. — Samþ. m. ö. gr. atkv. Dýrtíðarmál: Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja bráðabirgðalög frá 8. jan. s. 1. um dýrtíðarmálið og vinna að öðru leyti fast og drengilega að því, að draga úr verðbólgunni, t. d. virðist frá- leitt að heimta inn tolla af stríðsfarmgjöldum, en allar á- stæður til þess að létta tolla- byrði og lækka farmgjöld. — Samþ. með 16:2. Greiðsla ríkisskulda: Fundurinn telur sjálfsagt, að ir Guðjón í Tungu ekki ein- göngu látið sig hinar verklegu umbætur skipta, heldur er hann sjálfur maður fróður og víðlesinn og hefir viljað stuðla mjög að menningarmálum sveitar sinnar. Ég hygg, að um hann megi segja, án þess að nokkuð sé of mælt, að hann hafi verið ó- venjulega farsæll og framsýnn starfsmaður, og notið margra ánægjustunda um æfina við að sjá áform sín og fyrirætlanir heppnast, þar sem aðrir spáðu honum hrakförum, og hann hefir öðlazt þá gáfu, sem bezt er, — stöðuga starfsgleði og heimili gott og traust. Vinir hans þakka honum það sem liðið er, og óska honum allra heilla á sjötugsafmæli hans. Svb. H. lagt verði kapp á að greiða skuldir ríkisins erlendis, svo fljótt sem kostur er á, einkum þar, sem þjóðin á innstæður meiri en fyrir þeim. — Samþ. i einu hljóði. Skattamál: Fundurinn leggur áherzlu á það, að skattalöggjöfin sé svo úr garði gerð, að menn, sem hafa ójafnar tekjur frá ári til árs, verði ekki harðar úti hlutfalls- lega með greiðslu opinberra gjalha, en þeir, sem hafa jafnar árstekjur. Einnig telur fundurinn, að á- kveða þurfi með lögum hámark þess hluta, sem skattur og út- svar samanlagt má verða mest af háum tekjum. — Samþykkt í einu hljóði. Skólamál: a. Fundurinn skorar á Alþingi að gera ráðstafanir til þess, að létta sveitarfélögum rekstur heimavistarbarnaskóla, með ríflegri þátttöku í launum kennara. b. Jafnframt telur fundurinn sjálfsagt, að sem mest áherzla sé lögð á að reisa heimavistar- barnaskóla í sveitum og bendir 1 því sambandi á þá leið til fjár- öflunar, að tekjum happdrætt- isins verði varið til þeirra framkvæmda. — Samþ. í e. hlj. Áfengismál. Fundurinn skorar á rikis- stjórnina að opna ekki Áfengis- verzlun ríkisins fyrst um sinn, en leita þjóðaratkvæðis í sam- bandi víð næstu Alþingiskosn- ingar um það, hvort ekki skuli banna með öllu sölu áfengra drykkja framvegis. — Samþ. í einu hljóði. Þegnskylduvinna: Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, til þess að gera tillögur um fram- kvæmd þegnskylduvinnu i Vestur-ísafjarðarsýslu. — Sþ. 1 e. hljóði. Takmörkun Bretavinnu: Fundurinn skorar á stjórnar- völd landsins að leita eftir fremsta megni samkomulags við stjórn setuliðsins hér á landi um að takmarka, eftir því sem atvinnuvegir landsmanna þurfa, fjölda íslenzkra manna i þjónustu hersins, einkum sum- artímann. — Samþ. m. sam- hljóða atkv. hraunum Suðurnesja en á eyr- unum við hafnir Vestfjarða. Auðvitað er hægt að byggja þessar verksmiðjur einhvers- staðar fjarri' Vestfjörðum og gera þar með framleiðslukostn- að þeirra því meiri, sem óþörf- um flutningskostnaði nemur, og e. t. v. tefja það ögn, að Vest- firðir fái þá stórvirkjun, sem þeir þurfa. En væntanlega mæl- ir enginn hugsandi maður með þeirri leið, þegar hann hefir kynnt sér málið til hlítar. Raforkumál Vestfjarða er stórmál. Það er ekki sérmál Vestfjarða, heldur þjóðmál, sem aðkallandi er að leysa. íslenzka þjóðin verður að búa svo að at- vinnuvegum sinum, að þeir blómgist og sjái vel fyrir öllum börnum hennar. Virkjun fyrir Vestfirði er stórt spor á þeirri leið. Það er spor, sem á að hindra það, að Vestfirðingar komi í stríðum straumum til að hrifsa atvinnu frá Reykvíking- um eða lenda þar sjálfir í þurfamannahópnum. Og það á líka að hindra almennt at- vinnuleysi í fjörðunum vestra. Það á að gefa mönnum í hend- ur lykil hinna miklu vestfirzku auðæfa. Þaðan á að koma töfra- sprotinn til að ljósta á steininn. Þó má segja, að þetta sé fyrst og fremst mál Vestfjarða og Vestfirðinga. Það eiga þeir að skilja og sýna með því, að standa fast saman og veita þvi allan þann stuðning, sem þeir mega. Hér má ekki mæta nauðsyn alls héraðsins með tómlátu kæru- leysi. Allir verða að fá áhuga á hinni miklu aflstöð, sem verða skal einn af hornsteinum at- hafnalífs á Vestfjörðum og spinna sterkan þátt í hamingju- þræði starfsamra þúsunda frá kyni til kyns. Þeir Vestfirðing- ar, ef nokkrir e'ru, 'sem ekki vilja styðja þetta mál, þekkja ekki vitjunartíma sinn. En þó að þetta sé sérstaklega mál Vestfirðinga hljóta þó allir góðir íslendingar að fylgja því fram af þeim ástæðum, sem nefndar hafa verið. Að sjálf- sögðu kemur líka til kasta rík- isvaldsins að veita því brautar- gengi. Aflstöð Vestfjarða á vit- anlega sama rétt á ríkisábyrgð og aflstöð Reykjavíkur og afl- stöð Akureyrar. Það er svo sjálf- sagt, að ekki þarf frekar um að ræða. En auk þess væri fylli- lega réttmætt, að ríkið legði fé í þetta fyrirtæki, ef þörf væri á. Framlög hins opinbera eiga að gera landið byggilegt og hjálpa alþýðunni til að bjarg- ast við sjálfstæða atvinnuvegi. Öflug rafstöð á Vestfjörðum hlyti að verða öllu atvinnulífi þar geysilegur styrkur og því á ríkisvaldið að gera sitt til þess, að sú aflstöð rísi sem allra fyrst. Það getur ekki dulizt þeim, sem þekkir auðæfi Vestfjarða, að hvarvetna um heim myndi það þykja glæsilegt tækifæri að leggja fé sitt í framkvæmdir þar, — virkja vatnsaflið og fá þaðan orku til mikils og marg- breytts iðnaðar úr þeim verð- mætu fiskitegundum, sem mik- ill floti flytti að landi á hafn- irnar ágætu. Peningamenn stórþjóðanna eru margir glögg- ir á tækifæri til að ávaxta fé sitt, og allar líkur eru til þess, að auðvaldið verði mikils ráð- andi í þessum heimi um sinn, hvaða form sem það tekur ann- ars á sig. Það er þvi alveg vist, að náttúruauðæfi íslands verða litin girndaraugum handan um haf, og það því fremur, sem þau eru verr notuð. Viða er þröng- býlt og þar sækjast peninga- menn eftir olnbogarými ^fyrir sig og sitt. Það er því áreiðan- lega talsverð hætta fyrir sjálf- stæði íslendinga, ef þeir nota náttúruauðæfi lands síns illa. ^að er lika vafasamt hvort sú bjóð, sem lifir verulega á at- vinnubótum og fátækrafram- færi, þegar ekki fellur til dag- launavinna hjá erlendum her, vanrækir auðsuppsprettur lands síns og trúir því, að hún hafi ekkí ráð á að nytja þær, en sóar jafnframt stórfé fyrir áfengl, tóbak og ýmsan hégóma, — það er vafasamt, að sú þjóð hafi raunverulega rétt til sjálfstæð- is. Allra hluta vegna miðar það þvl til þess að tryggja sjálf- stæði íslenzkrar þjóðar, að veita Vestfjarðakjálkanum þá raf- orku, sem hann þarf. Það er stórmál, sem varðar alla ís- lenzka menn, en Vestfirðingar eiga þó að fylgja fastast fram. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem f hennar valdi stendur, til þess að bæta úr þvf. Fjallagrös seljum við hverjum sem hafa vill, en minnst 1 kg. f einu. Kosta þá kr. 5.00. Ekki sent. Ódýrari f heilum pokum. S. í. S_Simi 1080 Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. Brél til Tímans (Framh. af 2. siðu) ið í hendur syni sínum, Einari Halldóri, fyrir stuttu, en snemma á slætti i fyrrasumar varð hann að fara til sjúkra- húsvistar í Reykjavík og dvelur þar enn i Landsspítalanum. Er að vísu talin von um bata, og mun vonin um það sterkur þáttur til að halda gömlu hjón- unum uppi. Síðan í sumar hafa þau haldið öllu i horfi, heyjaði furðu mikið, og una nú við að hirða skepnurnar, Þegar ég kom þar, voru þau bæði í hlöðu að leysa hey og skammta og ekki kastað til höndum meir en svo, að engin tugga fer úr hlöðu óvegin. Geri aðrir betur, þótt yngri séu. Á sólfögrum morgni í sumar, þegar þau voru orðin ein, kom þar ferðamaður. Gamla konan hnippti í hann með þeim um- mælum, að faðmurinn skyldi inn í hlöðu í dag og munu þau hafa staðið við það. Annars er ekki rétt að kalla Dóru á Hóln- j um gamla, þó að hún sé það að j árum. Glaðværðin og fjörið er svo mikið, að flestum verður minnisstætt, sem henni hafa kynnst. Einar á Hóli rólegt prúðmenni og karlmannlega vaxinn, hefir síðustu ár háð stríð við gigtina, sem hefir reynzt áleitin. Honum hefir lagzt það til, að vera hraustari síðan sonurinn varð að fara. Hann gengur enn beinn og hik- laust, og þá hefir hann ekki hikað í fylgd sinni við Fram- sóknarflokkinn. Þar hefir flokk- urinn átt einlægan stuðning, enda fljótur til að bera blak af flokknum, ef þurft hefir, og vægir þá hvergi. Þau hjón raf- lýstu fyrir nokkrum árum. Nú veitir það þeim yl og birtu og léttir störfin. Ég bið svo hjónin á Hólnum vel að lifa og óska, að þau megi sem fyrst fá soninn heilbrlgðan heim. Þá mun verða glatt í kot- inu. 15. jan. 1942. Einar Eyjólfsson, Vatnsskarðshólum. Sambund ísl. samvinnufélaqa. Höfum til litlar og handhægar vélar, til þess að saxa gras og hey handa alifuglum. -■--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------— .1 .... , ■— w t SIGLIN&AR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cullilord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. að frá og með laugardeginum 28. marz 1942 verður aðeins tekið tillit til þeirra passa, sem gefnir hafa verið út af verkamanna- skrifstofunni, Hafnarstræti 21, ef þeir bera álímda mynd af þeim, sem passinn tilheyrir, og mynd þessi verður að vera stimpluð með stimpli skrifstofunnar. Allir þeir, sem hafa þessa passa, bera ábyrgð á því, að komið verði með passana og tvær nothæfar myndir á ofangreinda skrifstofu til þess að fá þær stimplaðar fyrir 28. marz. Frá brezkn og amerísku herstjóruuuum. Orðsending til Hafníirðínga Athygli húseigenda er hér með vakin á þvi, að sam- kvæmt húsaleigulögunum er óheimilt að leigja íbúðar- húsnæði öðrum en heimilisföstum innanbæjarmönnum, nema samþykki húsaleigunefndar komi til. Ennfremur er hér með brýnt fyrir húseigendum í bæn- um, að selja ekki húseignir, án þess að bjóða Hafnar- fjarðarbæ forkaupsrétt, þegar forkaupsréttur hefir ver- ið áskilinn í erfðafestusamningum um byggingarlóðir. Bæjarstjórl. t ÚTBREIDIÐ TÍMANN4 wwyryryr'v'w'w'yr'v'w'v'v'wyryr'w'w'v'w'w'w'v'yryry' 396 Victor Hugo: hádegisins. Eitt dægur var liðið. — Nú hlýtur hún að vera köld og stirðnuð, hugsaði hann. Vindgustur slökkti ljósið á lampa hans. í sömu svifum dró ský frá tungli, og hann sá tívítklædda stúlku koma á móti sér. Hann stirðnaðl af skelfingu, þvi að við hlið þessarar stúlku labbaði lítil geit. Hún jarmaði hátt, þegar síð- ustu ómar klukknanna dóu út. Hann neytti allra krafta sinna til þess að horfa á þessa stúlku. Það var hún. Hún var náföl, og hárið flaksaðist út í loftið, líkt og um morguninn. En ekki nein snara um háls hennar. Hún hlaut að vera frjáls: Dauð. Hún gekk ofurhægt í áttina til hans og horfði til himins. Geitin elti. Erki- djákninn gat sig varla hrært. Hann gat aðeins hopað aftur á bak fet fyrir fet. Loks bar hann í hina dimmu hvelfingu við turninn. Sjálfan grunaði hann þó, að einmitt þangað myndi hún vilja hrekja slg. Erkidjákninn myndí hafa hnigið dauður niður, ef stúlkan hefði elt hann inn í myrkrið. En hún nam sem betur fór staðar við bogann, rýndi inn í myrkrið, og hélt svo leiðar sinnar, er hún varð einskis vísari. Honum sýndist hún hærri heldur en Esmeralda 893 horfði enn um stund á það, er þarna fór fram. Ja, hvers vegna ekki að horfa á þetta eins og eitthvað annað? Hann sá Jóhann rlsa á fætur, ganga út að glugga, er var á öndverðum vegg stofunnar og skyggnast út. Handan við torgíð gat að líta ljós í þúsundum glugga. Jóhann mælti um leið og hann sneri sér við: — Það er komið langt fram á kvöld. Blessaðir borgararnir eru búnir að kveikja hjá sér, og guð hefir tendrað stjörnurnar! Jóhann gekk að borðinu, þreif flösku, er þar stóð, braut hana með einu höggi, og kallaði til vinkonu sinnar: — Hún er tóm, helvítið það tarna! Og nú er ég auralaus. Ekki sættist ég við tilveruna, fyrr en brjóstin á þér verða að stórum flöskustútum, sem ég get drukkið úr vín dag og nótt! Heyrðu það, ísabella! Stúlkan skellihló, og Jóhann reikaði út úr stofunni. Erkidjákninn sá það ráð vænst, að kasta sér til jarðar, svo að bróðir hans yrði hans eigi var. Myrkur var á, og maðurinn ölvaður, en samt sem áður veitti hann því athygli, að eitthvað var kvikt við húsvegginn. — Ha! sagði hann. Þessi hefir ekki sparað við sig í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.