Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA ll.f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, fimintudagiun 19. marz 1942 20. blað Eiga íslendingar að píggja stórhýsi af erlendri þjóð ? A 1 ]i i n g i Ný frumvörp Þessi frumvörp og þingsálykt- unartillögur hafa verið lagðar fram í þinginu, auk þeirra, sem áður hefir verið sagt frá: Frumvarp til laga um sérieyfi til þess að veita raforku frá Sogsvirkjuninni til Selfoss, Eyr- arbakka og Stokkseyrar. Flutningsmenn eru: Jörund- ur Brynjólfsso'n og Bjarni Bjarnason. í frv. er m. a. sett það skilyrði fyrir sérleyfisveit- ingunni, að stofnað verði félag til að annast þessa rafvirkjun og skal það ekki hafa minna en 9000 kr. stofnfé. Sérleyfistim- inn sé 20 ár og skal ríkið eiga kauprétt á veitunni fyrir mats- verð, þegar sá tími er liðinn. í greinargerðinni er vakin at- hygli á því, að Árnesingar hafi enn ekki nein not af Sogsvirkj- uninni, þótt aðstaðan sé hin bezta í þeim efnum. Iðnaður í umræddum kaupstöðum sé nú í kalda koli vegna skorts á raf- magni. Peningar manna á milli séu nú meiri en venjulega og mundu því vafalaust margir framtakssamir menn fást til að hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd, ef þeim væri veitt sæmileg aðstaða til þess með þessari lagasetningu. Tillaga til þingsályktunar um verksmiðju til að hreinsa og lierða síldarlýsi. Flutningsm.: Ingvar Pálma- son, Gísli Guðmunlsson og Skúli Guðmundsson. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka möguleika til og kostnað við, að koma upp verk- smiðju til að hreinsa og herða síldarlýsi. Ennfremur markaðs- möguleika fyrir hert síldarlýsi. Séu niðurstöður rannsóknar- innar lagðar fyrir næsta Al- þingi. Kostnaðurinn við rann- sóknina greiðist úr ríkissjóði." í greinargerðinni eru færð rök að því, að okkur muni miklu hagkvæmara að flytja síldar- lýsið út fullunnið en hálfunnið, eins og nú er gert, en til þess að það sé hægt, verður að reisa slíka verksmiðju. Tillaga til þingsályktunar um ársskýrslu síldarverksmiðju rík- isins. Flutningsmenn: Skúli Guðmundsson og Gísli Guð- mundsson. í tillögunni er skor- að á ríkisstjórnina að hlutast tií um það, að prentuð verði ár hvert glögg skýrsla um starf- (Framh. á 4. síðu) Rauði kross Bandaríkjanna vill byggja stórhýsi í miðbænum Fyrir alllöngu var byggður í París mikill sýningarskáli, sem hét Trocadero. Það var mikið hús, reist fyrir augnablikstil- efni. En það átti ekki vel við umhverfið, og að lokum fór svo, að þetta stóra hús var rifið í því skyni, að þar yrðu byggð hús, sem væru í samræmi við Parísarborg. Nú er það enganveginn ætlan mín, að halda því fram, að Reykjavík sé pokkur París, um skipulag eða útlit. En þó hefir Reykjavík sinn svip. Hún er dóttir íslands. Þar endurspegl- ast á margan hátt styrkur og vanmáttur þjóðarinnar. Blöðin hafa undanfarna daga sagt frá því, að ameríski Rauði krossinn hefði í huga að reisa hér allmikla byggingu, vegna hersins. Það hús mun eiga að vera mjög tilbreytingarmikill skemmtistaður fyrir hina að- komnu menn, sem vafalaust þykir dvölin hér á landi ekki til- takanlega skemmtileg. Blöðin hafa ennfremur getið þess, að hinir amerísku eig- endur þessa virðulega húss ætl- uðu að gefa bygginguna ís- lenzka Rauða krossinum, að stríðinu loknu. Hér lýkur frásögnum blað- anna. En i viðbót mun frá því að segja, að erfiðlega hefir gengið að finna stað handa þessu nýja húsi, og koma þá til greina íslenzkir sérhagsmunir. Til voru þeir menn, sem drógu í efa, að stór kvikmyndasalur færi vel í nánd við hin eldri kvikmyndafyrirtæki. Þá kom veiðihugur í Alexander Jóhann- esson, sem allt af hefir langað til að reka „bíó“ til að styðja „vísindastarfsemi" sína. Þá munu eitt eða tvö lokuð og virðuleg félög hafa látið á sér skilja, að þau gætu þegið að fá stórbygginguna géfins, til sinna þarfa. Að lokum kom til greina sá erfiðleiki, að Rauði krossinn íslenzki hefir bókstaflega ekk- ert með stórhýsi að gera, ann- að en að lána það öðrum fyrir peninga. Ég hygg, að það sé kominn tími til, fyrir venjulega borg- ara í landinu, að segja eitt orð um þetta gjafamál, sem er að verða til leiðinda fyrir okkur ís- lendinga, og sennilega ekki heldur að öllu leyti að skapi þeirra, sem ætla að byggja þetta hús. Vil ég færa fyrir því nokkur rök. 1. Það er engin ástæða fyrir íslendinga að sækjast eftir gjöfum frá útlendum þjóðum. Það er jafnvel allraminnst á- stæða til þess að óska eftir gjöfum í sambandi við núver- andi ófriðarástand, sem vel getur lyktað þannig, að mikill hluti sumra íslenzku kaupstað- anna verði brunarústir, þegar friður er saminn. 2. Gefendurnir hafa vafa- laust ekki athugað, að slík gjafavon er i eðli sínu vel fallin til að særa réttmætan þjóðar- metnað íslendinga. 3. Vonin um þetta gjafahús hefir nú þegar orðið til minnk- unar ýmsum fslendingum, sem af eiginhagsmunahvöt hafa ým- ist reynt að torvelda. fram kvæmdir, eða koma ár sinni bet- ur fyrir borð. 4. Ég vil vissulega ekki gera lítið úr húsgerðarlist Banda' ríkjamanna, sem ég hygg vera einhverja hina fullkomnustu í heimi. En ég efa mjög, að skyndibygging, sem her þeirra reisti hér, vegna sinna þarfa myndi til lengdar fara betur í Reykjavík, heldur en Trocadero í París. 5. Ég vildi leyfa mér að gefa forráðamönnum ameríska Ráuða krossins eitt velviljað og algerlega hlutlaust ráð: Byggið nógu mikil og nógu hentug bráðabirgðaskýli fyrir íþróttir og skemmtanir liðs- manna ykkar, en byggið það utan við bæinn, og án allrar umhyggju um, að slíkt húsnæði verði nokkurntíma íslending um til nota. Nú sem stendur er stórlega þrengt að íslenzku fólki í þess eigin fáu og fátæk legu skemmtistöðum, af er lendum gestum. Slík aðþreng- ing er vægast sagt óviðkunnan leg. Það er endurtekin dæmi- sagan um'lamb fátæka manns- ins. Það er sýnilegt, að þeir ís (Framh. á 4. síðu) Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu í Fljótshlíð, verður sjötugur 20. marz- mánaðar. Sjá grein á 3. síðu. A. KZROSSCa-OTTJM Varnir gegn sauðfjársjúkdómunum. — Siglufirði. — Róstur í Ýmsar raddir og kröfur eru uppi um nýjar varnargirðingar i þeim hér- öðum landsins, sem enn eru laus við hina skæðu fjársjúkdóma, sem herjað hefir bústofn bænda mörg síðustu árin og valdið glfurlegu tjóni. Er það mjög að vonum, að menn vilji leita allra bragða til þess að firra sig slík- um vágesti sem mæðiveikin, garna- veikin og þingeyska mæðiveikin eru. Á sýslunefndarfundi Eyfirðinga, sem haldinn var fyrir skömmu, var meðal annars rætt um þessi mál. Samþykkti sýslunefndin áskorun til þeirra, er ráða fram úr þessum málum, að láta gera varnargirðingu meðfram Eyja- fjarðará til þess að hefta útbreiðslu þingeysku mæðiveikinnar vestur á bóginn. Bændur í Grýtubakkahreppi hafa og farið þess á leit, að girðing verði sett á Flateyjardalsheiði milli Skjálfanda og Eyjafjarðar til að hindra, að þingeyska mæðiveikin ber- ist út skagann, með þeim afleiðingum, er það myndi hafa fyrir búskap allan á þessum slóðum. r r r í fregnum frá Siglufirði er frá því sagt, að þar hafi orðið skærur af völd- um brezkra setuliðsmanna á mánu- dagskvöldið. Þær áttu upphaf sitt að rekja til deilu, er varð milli hermanns og íslenzks piits á billiardstofu þar í bænum. Er út kom úr billiardstofunni réðist hermaðurinn á pilt þenna, sem sagður er bæklaður og aðeins 18 ára gamall, og reyndi að berja hann, Urðu af sviptingar nokkrar og kom pilturinn útlendingnum undir. Skyldu þeir við svo búið. Stundu síðar komu hermenn aftur á vettvang við fjöl menni og kom þá til viðureignar við Siglfirðinga, er þeir hittu fyrir. Hlutu einhverjir meiðsl í skærum þessum, en þó ekki mikil. Bæjarfógetinn í Sigltifirðl er að rannsaka málavöxtu. Viðbúnaðurinn í Ástralíu Margt þykir til þess benda, að Japanir ætli sér að láta til skarar skríða gegn Ástralíu- mönnum mjög bráðlega. Hafa loftárásir verið gerðar á nokkr- ar herstöðvar þar að undan- förnu, og þrálátur orðrómur er uppi um liðsflutninga Japana og anrian undirbúning, er ber- sýnilega miðar að árás á Ástr- alíu. Bandamenn búast hins vegar um af kappi, og gera sér góðar vonir um, að landgangan muni hvorki verða Japönum svo greið né happadrjúg, sem þeir ætla. Allt það lið, sem Ástral- íumenn sjálfir hafa að tjalda, hefir verið vígbúið. Mun það vera vaskt lið, því að Ástralíu- hermenn hafa hvarvetna getið sér góðan orðstír, þar sem þeir hafa tekið þátt í bardögum. Óbreyttir borgarar vinna af miklu kappi að því að treysta varnarvirki svo vel sem auðið er. Einnig er þegar komið her- lið til Ástralíu frá Bandaríkj- unum. Að vonum hefir eigi ver- ið frá því skýrt, hversu fjöl- mennt það sé. En vist er, að hér er um að ræða stórskotalið, fótgöngulið og fluglið. Er það vel búið að vopnum og útbún- aði, nýjum flugvélum, skrið- drekum og svo framvegis. Loks komst nokkuð af hollenzka hernum, sem varði Jövu, undan, þegar Japanir hertóku eyna, og er það lið endurskipulagt i Ástralíu og verður skipað þar til landvarna. Mac Arthur, hershöfðinginnn amerikski, sem lengst hefir barizt á Bataanskaga á Filipps- eyjum, hefir verið skipaður yf- ir þetta herlið allt og reyndar allan her Bandamanna í Kyrra- hafi suðvestanverðu. Bera menn mikið traust til hans eftir hina frækilegu vörn í Filippseyjum og binda miklar vonir við her- kænsku hans. Þykir enda mik- ið við liggja að verja Ástralíu, svo að Bandaríkj amenn fái tóm til þess að senda þangað gnægð hergagna og her- manna, er fái ráðrúm til þess að búa um sig i landinu. Takist þeim það, þykir mun betur horfa um að takast megi að verja Ástralíu til langframa Handíðaskólinn Þar sem hvatningarorð Tím- ans til almennings um að efla Handíðaskólann hafa vakið nokkurn misskilning og orðið Morgunblaðinu, og ef til vill einhverjum fleirum, tilefni til bollalegginga um skólann og af- stöðu hans til iðnaðarmanna, skal hér tekið fram, að hvorki skólastjóri Handíðaskólans, né neinn annar af starfsmönnum skólans, átti neina hlutdeild í framkomu nefndra hvatninga- orða. Ástæðan til þeirra var singöngu nauðsyn sú, er blað- ið telur vera á þvi, að skóli þessi, sem frá stofndegi sínum hefir markvisst unnið að eflingu verklegs náms I barna- og unglingaskólum landsins og að auknum heimilisiðnaði í land- inu, njóti verðskuldaðs stuðn- ings almennings og valdhafa. Handíðaskólinn er sjálfstæð stofnun, sem stendur algerlega utan við allar pólitískar flokka- deilur og eru í skólaráði hans, og meðal nánustu stuðnings- manna, menn úr öllum pólitisk- um flokkum. í vetur hafa á þriðja hundrað manns stundað nám í skólan- um. Kennsludeildir hans eru: kennaradeildin, listnámsdeild og öryrkjadeild. Ennfremur heldur skólinn uppi síðdegis- og kvöldnámsskeiðum fyrir al- menning í ýmsum greinum m. a. teikningu, tréskurði, bók- bandi o. fl. og hefja þaðan nýja sókn á hendur Japönum, þegar her- styrkur verður til. Hershöfðingi á Filippseyjum hefir Jonathan M. Wainwright verið skipaður í stað Mac Art- hurs. Hefir hann þegar átt í bardögum við Japani og heppn- azt að reka árásarlið þeirra af höndum sér og halda stöðvum sínum öllum. En sjálfsagt munu Japanir leggja kapp á að buga mótstöðu Bandaríkjamanna þar á eyjunum sem bráðast. Og i rauninni er mjög hæpið, að þeir fái mjög lengi staðizt um- sátur þeirra og áhlaup. Erlendar fréttir Bretar hafa gert ráðstafanir til þess að spara meira en hingað til. Sérstaklega á að spara kol, rafmagn, gas og vefnaðarvörur. Framvegis fá menn aðeins þrjá fjórðu hluta þeirra skömmtunarseðla, vegna fatnaðar, móts við það er hing- að til hafa verið látnir I té. Sérstakur stríðsfatnaður verð- ur tekinn upp. Verður gerð hans einfaldari en áður var títt um karlmannaföt, vasar færri og engin uppbrot o. s. frv. Þetta sparar efni og vinnu mörg þús- und manna. Bússar gera enn mikil áhlaup víða á herstöðvunum og munu vera í þann veginn að taka Kharkov. Þar hafa miklir bar- dagar verið að undanförnu og Þjóðverjar neyðst til að láta undan síga. Við Donetz sækir her Timosjenkós einnig fast fram, en Þjóðverjar hafa sent þangað mikinn liðsauka til þess að sporna við því, að her þeirra þar verði króaður inni. Við Smolensk hafa Rússar sett nið- ur fallhlífarhermenn, sem gert hafa usla bak við víglínu Þjóð- verja. Á Kerschskaga hafa og verið harðir bardagar, og gerðu Rússar árás á hafnarborg eina og settu lið á land eftir mikla skothríð. Brezkt herlið, sjólið og flug- sveitir, gerðu árás á eyjuna Rhodos við strendur Litlu- Asíu nýlega og gerðu þar mik- inn usla. Þarna hafði italskt herlið aðsetur sitt. Árásin var svo óvænt, að drjúg stund leið, þar til ítalir brugðust til varn- ar. Frá Vestur- tslendingum Hið yngra Þjóðræknisfélag (Junior Icelandic League) í Winnipeg hefir fundi sína á ensku, en reynir að efla sam- tök yngri íslendinga í borg- inni. Er það m. a. að koma upp safni af enskum bókum um ís- land og íslenzk efni og þýðing- um íslenzkra bóka. Nýlega hélt félag þetta aðalfund sinn. Með- al þess, sem það hefir gert á liðnu starfsári, var að halda uppi nokkrum fræðslufundum, sýna kvikmyndina „ísland á Sléttunum" og standa fyrir veg- legu samsæti til heiðurs Maríu Markan. Fullveldisdagur íslands var haldinn hátíðlegur með sam- komu og dansleik 1 einu af helztu hótelum borgarinnar. — Núverandi forseti félagsins er Árni G. Eggertsson lögfræðing- ur í Winnipeg, sonur Árna heit- ins Eggertssonar fasteignasala. Blaðið Heimskringla hefir í vetur tekið upp þá nýbreytni, að hafa deild i blaðinu á ensku, og er sú deild undir umsjón hins yngra Þjóðræknisfélags. (Frá Þjóðræknisfélaginu). Á víðavangi SYNDAKVITTUN — EKKI TRAUSTSYFIRLÝSING. Enginn skyldi lá blöðum Sjálf- stæðisflokksins, þótt nokkurr- ar stundarkæti gæti í skrifum aeirra um bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Flokkurinn heldur hreinum meirihluta bæjarfull- trúa, þótt hann skorti talsvert til að hafa helming greiddra atkvæða og hafi misst einn fulltrúa til kommúnista. Flokkurinn hefir því fengið einskonar syndakvittun hjá bæjarbúum, þótt einkunn hans sé miklu lakari en hún var fyr- ir fjórum árum. Og væru bæjarbúar beðnir um traustsyfirlýsingu til handa bæj arstj órnarmeirahlutanum, mundu fleiri neita en játa. „MAÐKAR í MYSUNNI.“ Sjálfstæðisblöðin fara ekki heldur dult með það, að óheilla- vænleg teikn hafa birzt við þessar kosningar, sem geta boð- að feigð fyrir flokkseinræði Sjálfstæðisflokksins í bæjar- málum Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefir glatað fylgi, — kommúnistar hafa eflzt. Menn spyrja um orsökina. Gerðardómslögin segja sum- ir. Samvinna í ríkisstjórn við Framsóknarflokkinn segja aðrir. Móti slíkum getgátum mæla úrslit kosninganna utan Reykja- víkur. Flokkurinn beið ekki af- hroð í þeim kosningum, þótt þær færu fram rétt eftir að gerðardómslögin voru sett og ráðherra Alþýðuflokksins „dreg- inn út“ úr ríkisstjórninni. Þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn tapaði i kosningunum utan Reykjavíkur, var það af völdum sprengilista, sem voru komnir fram áður en gerðardómslögin komu til sögunnar. Sprengilistarnir stöfuðu af ó- ánægju með stefnu flokksins í atvinnumálum og aðgerðarleysi í dýrtíðarmálum, áður en þeir voru bornir fram. Stefnubreyting flokksins eft- ir áramótin nægði ekki til að drepa niður fylgi sprengilist- anna, en hefir efalaust dregið úr því. Hér í bænum var enginn sprengilisti, en samt gerast hér óheillavænlegir fyrirboðar um gengi flokksins í framtiðinni. Sjálfstæðisflokkurinn á nú fyrir hendi baráttu við einræð- is- og upplausnaröflin hér 1 bænum. Hann má sjálfum sér og vinnubrögðum sínum á und- anförnum árum um kenna. FLOKKSEINRÆÐI í BÆJARMÁLUM. Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa í orði og verki hafnað samvinnu um bæjarmál við þá flokka, sem þeir hafa á sama tíma haft samstarf við um ríkisstjórn. Útkoman verður svo þessi: í bæjarfélagi, sem Sjálfstæð- ismenn ráða algerlega og hafa ráðið um langa hríð, vex kom- múnistum stórlega fylgi. í öðrum bæjarfélögum, sem Sjálfstæóismenn hafa lítt ráð- ið stendur fylgi kommúnista í stað eða fer minnkandi. Þetta eru hin óheillavænlegu teikn á framtíðarhimni Sjálf- stæðisflokksins. HRUNADANSINN. Eins og sakir standa dansar flokkurinn hér á eldfjalli, sem getur gosið þá og þegar. Þetta eldfjall er stríffsgróði og Breta- vinna. Bæjarstjórn Sjálfstæð- ismanna þarf ekki að ætla sér að blekkja nokkurn skyni bor- inn mann með því, að slíkt stundargengi sé stjórnvizku þeirra að þakka. Hún á nú um tvennt að velja: Aff snúa sér af alefli að því að reisa við atvinnuvegi bæjarns á þeim stoðum, sem megna að (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.