Tíminn - 21.03.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1942, Blaðsíða 2
78 TÍMIIVJy, lamgardagiim 21. marz 1943 21. Maft ‘gíminn Laugardag 21. marz Það er oi seínt að iðrast eitir dauðann Stjórnmálaritstjórl Visis hef- ir að undanförnu ritað nokkrar greinar í blaðið, um nauðsyn þess, að við athugum okkar gang í ró og næði, forðumst illvíg- ar flokkadeilur og reynum að fylkja liði gegn aðsteðjandi erf- iðleikum og hættum. Greinarnar eru sléttmálar og i þeim er alveg réttilega bent á mörg af þeim atriðum, sem Tíminn hélt fram um það leyti, sem þjóðstjórnin var mynduð og öll málsmetandi blöð tóku und- ir — nema Visir. Af þessari ástæðu hljóta greinar Árna frá Múla að vekja sérstaka eftirtekt nú, þegar þriggja flokka stjórnin hefir verið rofin, þær rifja upp ó- þægilegar endurminningar um framkomu Vísis gagnvart þjóð- stjórninni, og þær vekja þá spurningu, hvort Visir hafi tek- ið alvarlegum sinnaskiptum eða geri sér þau upp. Þetta hefir áður verið orðað hér í blaðinu á þá leið, að Árni frá Múla yrði að bera járn, til þess að góðviljuð orð frá hans hendi yrðu tekin í alvöru. Ber margt til þess. í fyrsta lagi er vitað, að átt- menningarnir, sem greiddu at- kvæði gegn gengisbreytlngunni 1939, voru tregir til að styðja myndun þjóðstjórnarinar. Og einmitt blað þeirrg — Vísir — hefir sífellt haldið uppi illvíg- um árásum á ráðherra sam- starfsflokkanna í rikisstjórn- inni. Blaðið hefir hvað eftir annað ráðizt með persónulegum brigzl- um á Eystein Jónsson viðskipta- málaráðherra fyrir að fram- kvæma stjórnargerðir, sem ým- ist voru jafnt á ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar, og lögum samkvæmar, eða áttu rætur sín- ar að rekja til utanaðkomandi aðgerða, sem ekki urðu um- flúnar. Sama blað ofsótti ráðherra Alþýðuflokksins og taldi hann m. a. óhæfan til að gegna störf- um utaríkisráðherra vegna lé- legrar menntunar. í öðru lagi voru það blöð Sjálf- stæðisflokksins, sem risu upp í fyrrasumar og kröfðust kosninga 1 N.-ísafjarðarsýslu. Með því rufu þau í raun réttri samkomu- lag það, sem alveg nýlega hafði verið gert á Alþingi um frestun Alþingiskosninga. Nú segir Vísir réttilega, að að- stæður og horfur hafi sízt breytzt til batnaðar síðan kosn- ingafrestun var ákveðin í fyrra- vor. Öll þau rök, sem þá voru færð fyrir kosningafrestun gilda enn. En ný rök hafa bætzt við, sem gera nú ómögulegt að fresta kosningum lengur, nema einhver ósköp hafi dunið yfir fyrir kosn- ingadaginn. Þessi nýju rök hefir Sjálfstæðisflokkurinn lagt til með framkomu sinni. Sé það svo, að Árni frá Múla geri sér þetta ljóst og vilji láta flokkinn snúa við blaðinu, duga ekki sléttmálar bollaleggingar. Hann verður þá að játa syndir sínar í þessu máli, játa að kraf- an um kosningar í N.-ísafjarð- arsýslu hafi verið angurgapa einum að kenna, en ekki flokkn- um 1 heild. Hann þarf ekki að halda, að Framsóknarmenn *taki þátt í þeim skrípaleik að fresta kosn- ingum fyrir tilmæli Sjálfstæðis- flokksins fyrst og fremst, en verða svo fyrir hatrömmum á- rásum úr sömu átt nokkrum vikum síðar fyrir að stofna ekki til illvígrar kosningabar- áttu 1 einu kjördæmi. Kosningafrestun getur ekki komið til greina vegna þess, að fyrri óheilindi Sjálfstæðisflokks- íns eru til viðvörunnar, enda litlar líkur til að Alþýðuflokkur- inn vildi eða gæti fallizt á slíka frestun nú, þegar hann tekur ekki þátt I ríkisstjórn. Og kosn- ingafrestun dytti Framsóknar- flokknum aldrei 1 hug að gera nema með því nær einróma „MísviturerNjáll“ I. Mjög margir af forráðamönn- um íslendinga, og mjög veru- legur hluti af þjóðinni, hefir komið þannig fram í atvinnu- og öryggismálum sinum, að þar um má réttilega viðhafa hin nafnkenndu orð úr fornbók- menntunum: „Misvitur er Njáll“. í fjrrra vor tóku *ýmsir fram- takssamir, en miður framsýnir menn sig til, og hófu herferð í þá átt að koma miklu af kon- um og börnum burtu úr stærstu kaupstöðunum og í sveit. Miklu af börnum var komið fyrir á einstök heimili. Auk þess voru margir stærstu skólar landsins notaðir við einskonar ríkisrekst- ur á þessari sveitardvöl. Rikis- sjóður lagði fram mikið fé í þessu skyni, og bæjarsjóður Reykjavíkur fyrir sitt leyti, verulega upphæð. Mestu af hinu opinbera fé var varið til að standast kostnað við dvöl barn- anna í skólaheimilum. En í öll- um skiptum við sveitaheimilin var sýndur frámunalegur ná- pínuskapur og_ skilningsleysi á málavöxtum. í einum skólan- um var m. a. drengur úr kaup- stað, sem reyndist svo óþægur, að hann var ekki hafandi með hinum börnunum. Honum var bá komið fyrir á bóndabýli, en meðgjöfin lækkuð um eina krónu á dag. II. Reynsla sú, sem fékkst af þess- um burtflutningi kvenna og barna var að mörgu leyti eftir- tektarverð. Til allrar hamingju kom hvorki til loftárása, eða innrásar í fyrra sumar, svo að burtflutningurinn var ekki nauðsynlegur að því leyti í það sinn. Á hinn bóginn fékkst mik- ilsverð reynsla, sem hefir var- anlega þýðingu. Börnin, sem tékin voru á einstök heimili og fengu að lifa starfslífinu með sveitafólkinu, leið yfirleitt svo samþykki allra þingmanna lýð- ræðisflokkanna. Ekki mun Framsóknarflokk- urinn heldur setja kosninga- frestun í nokkurt samband við framkomnar tillögur um breyt- ingu á kjördæmaskipun. Vílji Sjálfstæðisflokkurinn taka það deilumál upp — einmitt nú — verða að litlu hin friðelsk- andi og aðvarandi sléttmæli Árna frá Múla. Þeir, sem nú syrgja mest kosningafrestun og þjóðstjórn, ættu að minnast hins forn- kveðna: Það er of seint að iðrast eftir dauðann. vel sem frekast var á kosjð. Það sannaðist þá, sem saga íslands hefir raunar sannað 1 þúsund ár, að hér á landi er ekki til nema einn háskóli fyrir börn, og það er að alast upp í íslenzkri sveit eða smáþorpum við sjó. Því meir sem uppeldi barna á íslandi fjarlægist einfaldleik- ann og þó margbreytileika starfsannanna við framleiðsl- una, því lélegra er uppeldið. Af stórþjóðum heimsins hefir Þjóðverjum skilizt bezt þessi sannindi, og hið harða og á hrifaríka uppeldi þeirra er að miklu leyti bundið við sveita- vinnuna og starfslíf undir beru lofti. Reynslan i skólunum og hin- um stóru ríkisreknu heimilum var allt önnur. Börnin fengu yf- irleitt góðan og þróttmikinn mat. Þau voru mikið úti. Þau byngdust svo að ekki var að fundið. En þeim leiddist. Þau höfðu allt of lítið af eðlilegum viðfangsefnum. Þau gátu lít- ið aðhafzt annað en ráfa um, líkt og svipir framliðinna í undirheimum Forn-Grikkja. Yfirleitt voru konurnar og eft- irlitsfólk á þessum stóru barna- heimilum allmjög valið lið og sumt úrvalskennarar. Þeim varð engan veginn kennt um óþreyju barnanna. Iðjuleysið og fá- breytni viðfangsefnanna var þar aðalmeinið. í einum skól- anum var úrvals kennari með stóran drengjaflokk, sem hann treysti sér ekki til að láta fá spaða í hönd, af ótta við að þeir stórmeiddu hver annan. Þess- ir drengir kölluðu hver annan í sínum hópi gælunöfnum eins og „svarti andskotinn", „feiti djöfullinn“ o. s. frv. Þannig varð þeirra tilfinningalíf í íðju- leysi sveitasælunnar. III. Nú er aftur tekið að lengja dag. Enn er byrjað að ræða og rita um hættuna í þéttbýlinu og nauðsyn að koma afarmikl- um fjölda kvenna og barna úr þéttbýlinu. Menn nefna tölur um þá, sem ef til vill þurfi að útvega heimili í sveit, sem leika á mörgum þúsundum. Athugum nú aðstöðuna í þessu efni. Undangengin miss- iri hefir verið sannarlegur þjóð- flutningur úr öllu dreifbýli og öllum kauptúnum til þeirra staða, þar sem hættan er mest. í sveitinni eru eftir hjón, gam- almenni og ungbörn. Langmest- ur hluti þeirra vinnandi manna, karla og kvenna, sem ekki nafa umsjón með heimili, er horf- inn að augnabliksstörfum og 1 augnabliksskemmtunum í þeim stöðum, þar sem hætta af átök- um styrjaldaraðila er augljós- ust. Dreifbýlið hefir aldrei í tíð núlifandi manna átt jafn örð- ugt með að bæta á heimili þeim mörgu þúsundum, sem þangað verða að hverfa af almennri nauðsyn. Sveitafólkið getur víð- asthvar aðeins með óhæfilega langri vinnu og engum frá- hvörfum, leyst af hendi dagleg stcrf. Bústofninn er að dragast saman í stórum stíl, og báta- útvegurinn er í stórhættu vegna fólksleysisins. í mörgum góðum verstöðvum fer engin fleyta á flot á núverandi vertíð. — Vinnuaflið, sem að sinnir fram- leiðsluna til lands og sjávar, er komið burtu eingöngu til þeirra staða, sem eru i beinni og sýni- legri hættu í sambandi við styr j aldaraðgerðir. Síðan er byrjað að ráðgera að flytja þúsundum saman konur og börn úr þessum fáu hættu- stcðum í öryggi sveitanna — þar sem fólkið er að örmagnast undir sanngjörnum byrðum framleiðslustarfsins, af því að hættustaðirnir hafa á þjóð- hættulegan hátt sogað til sín þúsundir karla og kvenna frá nauðsynjastörfum landsmanna. IV. Það er allra sízt tilgangur minn að mæla á móti því, að konur og börn verði flutt af hugsanlegum baráttusvæðum. En málið er svo þýðingarmikið og svo margsamsett, að um það er óhjákvæmilegt að ræða opinberlega. Framkvæmdirnar í fyrrasumar voru að sumu leyti verulega misheppnaðar og auk þess mjög dýrar. Þá mátti með réttu kenna um undirbúnings- leysi. Þegar jarðskjálftarnir felldu í hundraðatali bæi á Suðurlandi sumarið 1896, hafði Björn Jóns- son ritstjóri ísafoldar forgöngu um mikla hjálparstarfsemi. Reykvíkingar tóku þá fjölda barna af jarðskjálftasvæðinu og sýndu í því efni rausnar- og myndarskap. Mörg börnin sett- ust að í bænum, en þó voru enn fleiri, sem hurfu aftur til átthaganna, þegar jarðskjálft- unum linnti. Nú þarf að gera hliðstætt verk, en í miklu stærri stíl. Og hér dugar ekkert augnabliks- fálm. Það þarf að snúa straumn- um við. Alla þá stund, sem strfðið varir, geta andstæðingar þeirra þjóða, sem nú hafa hér her, heimsótt þá staði á íslandi, sem þeir vilja og varpað niður eldi og brennisteini. Daglega flytur útvarpið fregnir um miklu lengri og hættulegri flugferðir til árása, sem stórveldin gera nú hvert í annars garð. Ef nokkur meining á að vera 1 burtflutningi fólks úr vissum bæjum, þá dugar ekki að sú öryggisráðstöfun sé eins og fjallferð skrifstofufólks í sum- arleyfi. Fyrsta veturinn, sem stríðið stóð, fluttu Bretar börn og konur svo að skipti miljón- um úr stórbæjunum i sveit og smábæi. Þar var hugsunin hugsuð til enda. Svo framar- lega sem íslendingum er nokkur alvara að koma miklum fjölda kvenna og barna af væntanleg- um baráttusvæðum, þá verður að fækka sem allra mest fólk- inu á þeim stöðum, sem lík- legast er, að aðkomuþjóð myndi hefja loftárásir. Það er enginn vandi að vita, hvaða staðir eru líklegastir til áhættu. Það eru auðvitað þeir staðir, þar sem hið aðkomna herlið hefir sér- staklega bækistöðvar sína. Ég þykist vita, að í fjölda heimila í sveit og sjóþorpum sé góður vilji að taka á móti börn- um af hættusvæðinu, eins og Reykvíkingar sýndu fyrir sitt leyti gagnvart jarðskjálftabörn- unum. En hér þarf meira en góðan vilja. Hvernig á einyrkja- kona í sveit að bæta ofan á sin mörgu störf óhjákvæmilegri umönnun við aðkomin börn? Þeir menn, sem beitast fyrir burtflutningi af þessu tagi, verða að gæta þess, að á mörg heimili verður að borga full- komlega og heiðarlega með börnum. Þetta geta foreldrar í bæjum gert auðveldlegar en áð- ur, einmitt vegna vinnu, sem fæst í sambandi við veru setu- liðsins. Allmargir menn í sveit, sem hafa aðstcðu til þess, munu °nn sem fyrr taka stálpuð börn 4n verulegrar' meðgjafar. En á bað má ekki treysta, eftir að „ástandið" er búið að mergsjúga dreifbýlið. En auk þess verður i mjög mörgum tilfellum að fylgja börnunum fullorðið fólk, til að hlynna að börnunum, og til að vinna í sveitinni að daglegum heimilisstörfum. Ef sveitin á að verða síðasta vígið, líka í þessu efni, þá verður fólkið í þétt- býlinu að skilja sinn vitjunar- tíma. Það á, meðan stríðið stendur, að vera eins fátt fólk og hægt er á mestu hættustöð- unum. Það á að fjölga fólki eins og hægt er i dreifbýlinu, meðan svo stendur. Það á að forðast að hrúga börnum saman í fgguðu iðjuleysi í skólum og samkomu- húsum sveitanna. Það á að dreifa börnum og nauðsynleg- um vinnukrafti um allar sveita- byggðir landsins, og það á að leyfa börnum bæjanna, meðan stendur á hættunni, að þroskast við hin beztu og heilnæmustu lífsskilyrði, sem til eru i land- inu, en það er við störf í ís- lenzkum sveitum. J. J. Alþýðublaðið hefir allt á hornum sér Hinn 13. þ. m. birtir Alþbl. skætingsgrein, þar sem gefið er í skyn, að skipakosti þjóðarinn- ar sé mest varið til að flytja ýmislegt skran til landsins frá Bretlandi, en byggingarefni og aðrar nauðsynjar látnar sitja á hakanum. Kemst blaðið svo að orði: „Hvert skipið af öðru var fyllt með slíkum vörum og sjómenn- irnir látnir sigla þeim um hættu- svæðin". í sambandi við þetta, þykir rétt að benda Alþýðublaðinu á, að mjög margar tegundir af nauðsynjavörum fást ekki frá Bretlandi. Það hefir ekki þótt ástæða til að beita teljandi gjaldeyris eða innflutnings- hömlum gagnvart vörukaupum frá Bretlandi upp á síðkastið, þótt eithvað lítilsháttar fljóti þá með af þarflitlum smávarningi, sem mjög lítið hefir verið keypt af á síðustu árum. Þessi breyting komst á meðan Alþfl. tók þátt 1 ríkisstjórninni og er ekki vitað til að mótmæli kæmu fram frá ráðherra flokks- ins. Hitt atriðið, að hvert skipið af öðru sé fyllt af þessu dóti og líf sjómanna lagt í hættu við flutn- ingana, er algerlega gripið úr lausu lofti. Öll íslenzk verzlunarskip sigla nú vestur um haf. Þær vörur sem koma frá Bretlandi, eru fluttar með brezkum skipum og er varla hægt að búast við, að íslenzka ríkisstjórnin geti sett þeim ströng fyrirmæli eða reglur um, hvað þau megi flytja. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. ^íímtrm fæst I lausasölu á þessum stöð- um í Reykjavík: Ávaxtabúðinni, Týsgötu 8 Bókabúð Eimreiðarinnar, Aðalstræti Hjá Filippusi Vigfússyni, Kolasundi „Fjólu“, Vesturgötu Hafnarstræti 16 Hótel Borg „Matstofan", Laugaveg 45 Hjá Ólafi R. Ólafssyni, Vesturgötu 16 Búðin, Bergstaðastræti 10. Söluturninum. Séra Sveinn Víkinguri Framtíð kirkjunnar Ýmsar raddir heyrast um það, að kirkjan sé nú áhrifalítil og atkvæðalítil stofnun í hinu ís- lenzka þjóðfélagi. Mér þykir vænt um þessar raddir. Ég er þeim hjartanlega sammála. Kirkjan er of áhrifalítil stofn- un í þjóðfélaginu. Og af því stafa, meðal annars, ýms þau uppeldislegu og siðferðilegu vandamál, sem þjóðin nú verð- ur að horfast í augu við, án þess að geta leyst eða fram úr ráðið á viðunandi hátt. En hvernig stendur á þvi, að kirkjan er svo atkvæðalítil nú, einmitt þegar þörfin er mest á sterkum kirkjulegum og trúar- legum áhrifum á þjóðina? Þeirri spurning verður þjóðin að átta sig á, og því fyr, því betra. Kirkjan er elzta stofnun þessa þjóðfélags og jafnframt um margra alda skeið langsam- lega voldugasta og atkvæða- mesta aflið í þjóðlífinu. Kirkj- an var ekki aðeins boðberi trúarinnar, hún var einnig fjár- hagslega sjálfstæð stofnun og auðug á þeirra tíma mælikvarða. Flestir ágætustu gáfu- og hæfi- leikamenn þjóðarinnar voru þá í hennar þjónustu. Þá var ís- lenzk kirkja ekki aðeins boð- beri trúarinnar til fólksins heldur einnig hinn mikli brautryðjandi í menningar- og trúarmálum þjóðarinnar. Kirkj- an kemur á fót fyrstu skólun- um á landi hér og rekur þá um margar aldir. Kirkjan á og hef- ir alltaf átt sinn stóra þátt í ís- lenzkri sagnaritun og söfnun hve.rskonar sögulegs fróðleiks. Kirkjan kemur á fót skipulags- bundinni fátækrahjálp með ti- undarlögum Gissurar biskups ísleifssonar (1081—1118). í sambandi við klaustrin hefst hinn fyrsti vísir að sjúkrahús- um og hælum fyrir gamalt fólk á landi hér. Og svona mætti lengi telja. Ég er ekki að halda því fram, að ekkert hafi mátt að kirkjunni finna á þessu tíma- bili, eða að þær stofnanir, sem hún rak, hafi verið fullkomnar eða gallalausar á nútíma mæli- kvarða. Öll mannaverk hafa verið og munu jafnan verða ó- fullkomin. En hinu verður ekki neitað að kirkjan beitti sér þarna ekki aðeins að þörfum heldur og mjög merkilegum við- fangsefnum. En með siðaskiptunum verður mikil breyting á allri aðstöðu og hag kirkjunnar. Ríkisvaldið tekur nú óspart að reyta af henni fjaðrirnar hverja af ann- arri. Kirkjan er miskunnarlaust rænd eignum sínum og dýrgrip- um. Stofnanir þær, sem hún hafði rekið og átt frumkvæði að eru hrifsaðar frá henni. Nú er svo komið, að kirkjan, sem um aldir var auðugasta stofnun þessa lands, er fjárhagslega al- gerlega háð ríkisvaldinu. Starfs- mönnum hennar hefir stöðug- lega verið fækkað, svo þeir eru ekki orðnir nema ltið brot þess, sem áður var, enda þótt tala landsmanna sjálfra hafi tvö- faldazt. Og þessir fáu starfs- menn eru lægst og verst laun- aðir allra háskólalærðra starfs- manna ríkisins. Kirkjan er úti- lokuð frá öllum beinum af- skiptum af fátækramálum landsins, þótt hún sé þar fyrsti brautryðjandinn. Og svo vendilega er kirkjunni bægt frá áhrifum á skólamál landsins, að prestarnir munu ekki hafa réttindi til kennslustarfs við barnaskóla landsins. Þegar svona er um hnútana búið, þarf þá nokkurn að furða á því, þótt kirkjan sé áhrifa- minni stofnun í hinu íslenzka þjóðfélagi en hún áður var? Og er það réttmætt, að saka kirkj- una sem slíka um það, að svo er komið? Við skulum athuga það ofur- lítið nánar: 1. Prestarnir eru óhæfilega lágt launaðir samanborið við aðrar stéttir. Prestssetrin viða út um landið, þar sem þeir eiga að setjast að, eru enn svo illa hýst að ekki er hvítum mönn- um þar vist bjóðandi. Margir verða þeir að taka við stórum og fólksfrekum jörðum og þurfa að kaupa á þær dýra áhöfn, og sökkva sér þannig í miklar skuldir. Þetta hefir mörgum ungum presti reynzt gersamlega ofvaxið, er hann kom félaus og skuldugur af skólabekk. Niður- staðan hefir orðið sú, að hann hefir neyðst til að leigja jörð- ina og vera þar sjálfur einskon- ar hornreka eða húsmaður. Er það von, að gáfuð- ust og glæsilegustu stúdent- landsins fýsi að setjast við svona kjör og leggja fyrir sig guðfræðinám, er þeim standa aðrar og glæsilegri leiðir opnar? Afleiðingin verður sú, og hlýt- ur að verða sú, að prestastétt- ina skipa meöalmenn og máske varla það. Á þessu á löggjafar- og ríkisvaldið sök, en ekki kirkj- an. 2. Raddir hafa um það heyrzt, bæði innan prestastéttarinnar sjálfrar og utan, að betur hefði mátt takast um val kennslu- krafta við guðfræðideild há- skólans en raun er á. En um undirbúning prestaefna undir starf sitt hygg ég, að það varði meiru en um nokkurt annað nám, að á kennarastólum sitji yfirburðamenn og andlegir skörungar. En ef hér brestur á, þá er það einnig sök ríkisvalds- ins en ekki kirkjunnar. 3. í stjórn kirkjunnar vantar enn tilfinnanlega þá festu og hagkvæmu skipulagning, sem nauðsynleg verður að teljast til þess að efla áhrif hennar og styrk. Vér höfum ekki sérstak- an kirkjumálaráðherra, heldur eru störf hans falin ráðherra, sem einskonar aukastarf, ráð- herra, sem jafnan hefir á hendi forstöðu annarra og um- fangsmeiri stjórnardeilda. Það er því engin trygging fyrir því, að sá ráðherra, sem fer með kirkjutnálin á hverjum tíma, hafi nokkra sérþekkingu á kirkjumálum. Hann getur meira að segja tilheyrt öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni og verið henni beinlínis andstæður. Mega all- ir hugsandi menn sjá, að þetta er ekki heppileg skipan, og það því fremur, sem biskupi lands- ins eru í hendur fengið afar- lítið og mjög takmarkað vald í málefnum kirkjunnar. Hin ár- lega synoda kirkjunnar er sam- koma, sem enn vantar tilfinn- anlega skipulag og festu, þar sem fá eða engin lagafyrirmæli eru til, sem ákveða valdsvið hennar og skipulag, jafnvel ekki um það atriði, hverjir hafa þar atkvæðisrétt og hverjir ekki. Kirkjuráðið er einnig fremur óákveðin stofnun og samband þess við synoduna losaralegt og óákveðið. Enn- fremur getur og oft orkað tvi- mælis um það, hvaða málum skuli skotið til kirkjuráðs eða hverjum biskupinn ætti einn að ráða. Úr þessu þarf að bæta. Kirkjan þarf að fá fastari og öuggari stjórn og heilbrigðara skipulag. En um þetta er ekki rétt að saka kirkjuna fyrst og fremst. Hér verður engu um þokað nema með aðstoð löggjaf- arvaldsins. 4. Kirkjuna skortir fjárráð mjög tilfinnanlega. Ef áhrif hennar eiga að vaxa í landinu þarf hún árlega að hafa ráð á töluverðu fé. Hún þarf að eiga sitt málgagn og halda úti blaði. Hún þarf árléga að geta gefið út fleirí og færri smárit og jafn- vel að geta útbýtt þeim ókeyp- is. Hún þarf að geta á hverju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.