Tíminn - 09.04.1942, Page 1
RrrSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON
ÍTTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
IRITST J ÓRN ARSKRIPSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Simi 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
26. ár.
Reykjavík, fimmtudagiim 9. apríl 1942
28. blað
Víðskíptí Kron urðu 371»
i X 9 r j j , a
* vamn a knmanna Qtimvi?
hærrí á síðastl. ári en 1940
Frá aðalíunáí íélagsins
ráðin á komanda sumri?
Þjóðverjar geta ekki tryggt sér siguriim,
nema þeir taki Bretland
Dvalarheimilí aldr-
aðra sjómanna
Ávarp til landsmanna
Sjómannadagsráðið hefir á
aðalfundi sínum 1. marz 1942
tekið þá ákvörðun, að gangast
fyrir byggingu dvalarheimiiis
fyrir aldraða sjómenn i nágrenni
Reykjavíkur. Skal eignum Sjó-
mannadagsins, svo og tekjum
næstu ára, varið til að koma
þessu málefni I framkvæmd. En
með því að sýnilegt er, að tekj-
ur Sjómannadagsins ná skammt
í þessu efni, er hér með skorað
á alla landsmenn, að sýna nú
enn einu sinni örlæti sitt, og
leggja skerf þessu nauðsynja
málefni til stuðnings. Vér ef-
umst ekkí um, að öllum þorra
landsmanna er þetta kærkomið
tækifæri, til að sýna hug sinn
til sjómanna, sem nú heyja
jafnvel enn harðari baráttu
fyrir velgengni þjóðarinnar en
nokkru sinni fyr, í verki, og
styrkja gott málefni, er þeir
vilja koma í framkvæmd. Því
fleiri sem leggja þessu málefni
lið, því fyrr kemst það í fram-
kvæmd, sjómannastéttinni tU
gleði og allri þjóðinni til gagns.
„Margt smátt gerir eitt stórt,“
og vonum við að þátttakan
verði sem almennust.
Útvarp og blöð eru vinsam-
Iega beðin að leggja máli þessu
lið, með því að birta 'ávarp þetta
ásamt greinum o gerindum, er
fram koma um málið, svo og á
annan hátt.
Gjaldkeri dvalarheimilis-
nefndarinner er hr. skipstjóri
Bjöm Ólafs, Mýrarhúsum, Sei-
tjarnarnesi, og veitir hann
móttöku gjöfum tii dvalar-
heimiiissjóðsins. Auk þess hafa
eftirtöid blöð í Reykjavík lofað
að taka við fégjöfum: Tíminn,
Vísir, Alþýðublaðið, Nýtt Dag-
blað og Morgunblaðið.
Vlrðingarfyllst.
í dvalarheímilisnefnd sjó-
mannadagsins.
Sigurjón A. Ólafsson, alþm.,
Grfmur Þorkeisson, stýrim.,
Guíöbjartur Ólafsson, hafnsm.,
Björn Ólafs, skiptjóri,
Þorsteinn Árnason, vélstj.,
Þórarinn Kr. Guðmundsson,
sjóm.,
Haukur Jóhannesson, loftskm.
Byggíngarsamvínnu
félag Reykjavíkur
hefir byggt 61 íbúð
— Frá aðalfnudl
félagslns —
Síðastl. mánudag þann 30.
marz var aðalfundur haldinn
í Byggingarsamvinnuélagi
Reykjavikur. Formaður félags-
ins, Guðl. Rósinkranz yfirkenn-
ari, flutti ítarlega skýrslu um
starf félagsinfe á síðastl. ári:
Byggingalán félagsins, tæp
26 þúsund sterlingspund, hafði
félagið greitt upp á árinu. Lán
þetta var tekið, er fyrstu húsin
voru reist, til 25 ára með 5V2%
ársvöxtum. En í stað enska
lánsins hafði félagið tekið inn-
lent lán hjá nokkrum útgerð-
armönnum til 10 ára vaxta-
laust. Með þessari lánsbreyt-
ingu sparaðist félagsmönnum
nálægt 8 þúsund krónur á
hverja ibúð. Vegna þessarar
(Framh. á 4. síSu)
Viðskipti Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis
fara hraðvaxandi með ári
hverju og félagið eykur
starfsvið sitt að sama skapi.
Á síðastl. ári hefir félagið
aukið vörusölu sína um
37-3%, þegar verðhækkun-
in er frádregin. Á árinu
opnaði það nýja bókabúð og
skipaverzlun í Reykjavík,
reisti fullkomið verzlunar-
hús í Keflavík og breytti
saumastofu sinni í stóra
klæðskeravinnustofu.
Aðalfundur félagsins var
haldinn í Iðnó s. 1. fimmtudag
og hófst kl. 8.30 árdegis.
Kjömir fulltrúar úr 10 deild-
um félagsins voru samtals 195
og mættu flestir þeirra á fund-
inum. Ennfremur mætti þar fé-
lagsstjórn, framkvæmdastjórn,
endurskoðendur og nokkrir
gestir.
Félagsstjóm og fram-
kvæmdastjórn flutti að venju
skýrslur um rekstur félagsins
á liðnu ári.
Félagsmannatalan var í árs-
lok 1941 3812 og hefir því íé-
lagsmönnum fjölgáð um 304 á
árinu. Starfsmenn félagsins
voru um áramót 131, þar af 53
konur. Félagið hafði á sama
tíma 17 búðir, þar af 13 í
Reykjavík, 2 í Hafnarfirði, 1 í
Keflavík og 1 í Sandgerði. Auk
þess rak félagið efnagerð, pylsu-
gerð og saumastoíu eins og að
undanförnu.
Vörusalan var kr. 6.628.286.82.
Þar af var matvörusalan nálægt
5 miljónum króna, en búsáhöld,
vefnaðarvara skófatnaður og
bækur rúmlega iy2 miljón.
Árið 1940 nam vörusaian
3.366 þús. kr. og hefir þvi orðið
Enn eru tundurdufl oftlega á rekl
ví5a við strendur landslns. Á laugar-
dagskvöldið rak dufl á land í Borgar-
firði eystra og sprakk það við klett
framundan miðju þorpinu. Varð mik-
ið tjón af sprengingunni; sagt er, að
fjórtán hús hafi skemmzt. Mörg þeirra
voru íbúðarhús og fór allt á tjá og
tundur, er i þeim var, gluggarúður
brotnuðu, veggir skekktust, reykháfar
sprungu og húsmunir tvistruðust. Sum
húsanna eru eigi hæf til íbúðar, eins
og þau eru nú á sig komin. Sprengju-
brot féllu þó eigi i þorpinu, og orsök-
uðust skemmdirnar af loftþrýstlngl. —
t Dalvik hefir einnig rekið tundur-
iufl framundan þorpinu.
r r t
Skipverjar á vélbátnum „Óðni“ frá
Ólafsvík neyddust til að hleypa bát
sínum á seglum til lands skammt frá
Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á skír-
dagskvöld. Voru þeir að koma frá
Grundarfirði, þar sem þeir höfðu lagt
upp afla. Kom þá leki að bátnum og
jókst hann brátt svo eigi varð við neitt
ráðið. Stöðvaðist vélin, og gripu bát-
verjar þá til seglanna. Heimafólk á
Brimilsvöllum sá til bátsins og voru
menn komnir á vettvang, er bátinn
bar að landi. Björguðust bátverjar
allir, sex að tölu, í land á streng. Var
landtakan þó erfið, þvi að brlm var
og ströndin stórgrýtt, þar sem bát-
urinn tók nlðri. Mennimir voru allir
úr Ólafsvík: Ingólfur Kristjánsson,
Guðjón Jónatansson, Leó Guðbrands-
nær 97% melri á siðastl. ári en
þá. Þessi samanburður er þó
vlllandi, sökum verðhækkunar-
innar. Þegar hún er dre'gin frá,
lætur nærrl að vörusalan hafi
aukizt um 37.30%.
Sala félagsins á komvörum og
líkum nauðsynjavörum hefir
aukizt að verulegum mun, mið-
að við heildarsöluna, í þeim
bæjum og kauptúnum, þar sem
félagið hefir búðir. Árið 1940
seldi það t. d. 'nálega 24% af
þeim kornvörum.sem seldar voru
í Reykjavík, en rúmlega 26%
árið 1941. Á sama tima hefir
sykursala félagsins í Reykjavik
aukizt úr nálega 18% í 25.50%.
í Hafnarfirði selur félagið 34%
af kornvörum, sem þar eru seld-
ar, í Keflavík 37% og í Sand-
gerði 52%.
Tekjuafgangur félagsins á s.
1. ári var kr. 310.486.40, og var
ráðstafað þannig:
f varasjóð 1% af kr.
6.628.286.82 kr. 66.282.87
Til úthl. og í
stofnsjóð 7% af
kr. 3.450.000.00 — 241.500.00
Eftirstöðvar í arð-
jöfnunarsjóð — 2.703.53
Kr. 310.486.40
Sjóðir félagsíns í árslok 1941
voru sem hér segir:
Varasjóður kr. 147.777.29
Stofnsjóður — 323.567.22
Arðjöfnunarsjóður — 16.795.97
og bætist þar við tekjuafgangur,
sem ráðstafað var til sjóða, eins
og áður er getið.
Innstæður félagsmanna i
innlánsdeildinni höfðu vaxið
verulega á árinu og voru kr.
438.777.12 i árslok.
Helztu nýjar framkvæmdir
félagsins á árinu voru þessar:
í ágústbyrjun var opnuð
bókabúð í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu. í september keypti
(Framh. á 4. síSu)
son, Trausti Víglundsson, Elías Þórar-
insson og Haraldur Guðmundsson.
Báturinn brotnaði spón.
t t t
Fréttaritari Timans á Svalbarðs-
strönd skrifar: Ungmennafélagið
„Æskan“ á Svalbarðsströnd hefir ný-
lega gengizt fyrir hálfsmánaðar náms-
skeiði í íþróttum. Aðallega var lögð
stund á leikfimi og sund. Kennari var
Jón Þórisson frá Reykholti, en hann
hefir kennt í vetur á vegum U. M. F. í.,
og var þetta niundi og síðasti dvalar-
staðurinn, sem hann kenndi á. Þátt-
takendur vom alls um 60, 30 fullorðnir
og 30 börn úr bamaskólanum. í lok
námskelðsins, þann 21. marz síðastlið-
lnn, efndi svo ungmennafélagið til al-
mennrar skemmtísamkomu, þar sem
meðal annara skemmtiatriða var fim-
lelkasýning karla og kvenna. Skemmtu
menn sér hið bezta um nóttina, enda
þóttu leikfimissýningarnar báðar tak-
ast með ágætum, og ef miðað er við
svona stutta æfingu, verður árangur-
inn að teljast mjög góður. Með þessu
námsskeiði færðist líf og fjör i félags-
lífið hér í sveitinni, enda munu allir,
sem þátt tóku í námsskeiðinu, senda
Jóni Þórissyni kveðjur og þakkir fyrir
komuna.
t t t
Sami fréttaritari skrifar ennfremur:
Nýlega var stofnað á Svalbarðsströnd
hlutafélag í loðdýrarækt, er nefnt
var „Kaldbakur, h.f.“. Stofnendur voru
(Framh. á 4. síSu)
Menn búast nú daglega við
stórum tíðindum. Hin mikla
vorsókn Hltlers var hafin um
betta leyti í fyrra. Ýmsir her-
fræðingar höfðu spáð þvi, að
hann myndi ekki verða seinni
til nú.
Ritstjóri eins helzta biaðs
Finnlands er nýkominn úr ferð
um Þýzkaland. Hann segir, að
Þjóðverjar hafi aldrei hervæðst
af meira kappi en í vetur. Her-
numdu löndin hafa verið iátin
gera sitt Itrasta. Þjóðverjar
geri sér ljóst, að takist þeim
ekki að vinna fullnaðarsigur í
sumar, séu horfurnar óglæsileg-
ar. Þess vegna munu þeir tjalda
öllu, sem til er, í sókn sinnl á
komanda sumri.
Þjóðverjar munu í þessari
sókn tefla fram öllum þeim
liðsafla, sem þeir hafa yfir að
ráða. Á þriðju miljón erlendra
verkamanna starfa nú í Þýzka-
landi og þýzkar konur, sem
vinna karimannastörf, skipta
nú miljónum. Þetta er gert til
þess að nær allir vígfærir þýzk-
ir karlmenn geti verið I hern-
um. Hinar auðsveipari léns-
þjóðir eins og ítalir, Rúmenar,
Ungverjar og Búlgarar, eru ým-
ist látnar taka við gæzlu í her-
numdu löndunum eða látnar
búa sig undir að senda her tll
hinna væntanlegu vígstöðva í
langtum stærra mæli en síðastl.
sumar.
Eins og vænta má, eru nú
margskonar getgátur um það,
hvar og hyenær Þjóðverjar
munu hefja sókn sína. Margt
bendir til þess, að þfir ætli sér
það hvorttveggja í "sumar, að
ráða niðurlögum Rússa og
hrekja Breta frá Miðjarðarhafi
og hinum nálægari Austurlönd-
um. Indland yrði lokamark
þeirrar sóknar.
Einn helzti flotaforingi Jap-
ana lét þannig um mælt fyrir
skemmstu: Innan lítils tima
takast Japanír og Þjóðverjar í
hendur á Indlandshafi.
Þessi ummæli benda I þá átt,
að Japanir ætli að halda áfram
sókninni til Indlands, en ýmsir
hafa talið, að þeir myndu láta
sér nægja að taka Burma að
þessu sinni. Herfræðingar virð-
ast nú vera að komast á þá
skoðun, að Japanir hafi bol-
magn til að gera það þrennt i
senn, að halda áfram sókninni
til Indlands, ráðast á Rússa í
Síberíu og hefja innrás i Ástra-
iíu.
Það er talið að Japanir hafi
3nn nærri helming her síns í
Mansjúkuó, og sé hann reiðu-
búinn til innrásar i Síberíu.
Chiang Kai Shek hefir leitt at-
hygli Rússa að þvl, að Japanir
fyrirhugi svipaða leifturárás á
Vladivostok og þeir gerðu á
Pearl Harbour.
Það verður litið spáð, eins og
nú standa sakir, um rás styrj-
aldaratburðanna í sumar. Vetr-
arsókn Rússa virðist ekki hafa
valdið Þjóðverjum verulegum
trafala. Þeir halda öllum fram-
varðastöðvum sínum, sem máli
skipta, og samgöngulelðum
þangað. Herstyrk Rússa má
hinsvegar ekki dæma eftir litl-
um árangri vetrarsóknarinnar,
þvi líklegast hafa þeir notað
veturinn aðallega til þess að búa
sig undir að mæta vorsókn
Þjóðverja. Úrslitin í viðureign
Rússa og Þjóðverja veltur á því,
hvorum hafi tekizt betur að búa
sig_ undir lokaþáttinn.
Ýmsir telja, að það muni sjást
á komanda hausti, hvorir muni
bera hærra hlut í stjrjöldinni.
Ef Þjóðverjum takist ekki að ná
olíulindunum í Kákasus eða ír-
an á vald sitt, séu þeir vonlitlir
um sigur. Takist þeím hinsveg-
ar að sigra Rússa og ná nægri
olíu, muni reynast erfitt að
sigra þá. Enska blaðið „The
Eeonomlst“ segir fyrir skömmu
um þessar ályktanir, að ekki sé
til nema einn möguleiki fyrir
Þjóðverja tíl að tryggja sér úr-
slitasigurinn á þessu árl og
hann sé sá, að sigra Bretland.
Þeir væru litlu nær lokasigrin-
um þótt þeim tækist að sigra
Rússa og nálægari Austurlönd 1
sumar, ef Bretland sé óslgrað
og flutningar þangað frá
Bandaríkjunum gangi óhindr-
aðir. Á næsta ári hafi hin mikla
vígbúnaðarvél Bandaríkjanna
náð fullum hraða og þá munu
loftárásirnar á Þýzkaland
margfaldazt, ef Bretland sé ó-
sigrað, og Þjóðverjar þurfi að
verja nær alla strandlengju
Vestur-Afríku og Evrópu gegn
yfirvofandi innrás. Aukinn kurr
meðal hernumdu þjóðanna
muni þá valda þeim stórum
meiri erfiðleikum en nú, Þjóð-
verjar muni þá heldur ekki
vera búnir að rétta sig við eftir
það tap, sem þeir bíða 1 sumar,
og þar sem þeir muni taka við
öllum námum og olíulindum
meira og minna eyðilögðum,
verði hagnýting þeirra enn í
ólagi á næsta ári.
Ályktun hins enska blaðs
virðist í stuttu máli þessi: Þjóð-
verjar geta ekki tryggt sér úr-
slitasigurinn á þessu ári, nema
beir sigri Bretland. Það geta
þeir ekki og þó geta þeir það
enn síður eftir að vígvél Banda-
ríkjanna er til fulls komiji til
sögunnar. Þótt Þjóðverjar verði
sigursælir i Austurvegi í sumar,
eiga þeir samt fyrir höndum
langt stríð og óviss úrslit.
Liklegt þykir, að Bandamenn
muni leggja áherzlu á, að beita
sér meii»a gegn Þjóðverjum en
Tapönum. Það er auðveldara að
sækja Þjóðverja heim og þeir
eru taldir veikari fyrir. En vegna
bess hvað vígbúnaður Banda-
ríkjanna er skammt á veg kom-
inn, verður tæpast að ræða um
neina stórfellda sókn Banda-
manna gegn Þjóðverjum á
bessu ári.
Erlendar fréitir
Samningaumleitanir Breta og
Tndverja halda enn áfram. Hef-
ir Sir Stafford Cripps gert Ind-
verjum nýtt tilboð, sem er tal-
ið aðgengilegra en hið fyrra.
Fullnaðarsvar Indverja er enn
skki komið, en liklegt þykir, að
bað verði neikvætt.
Á Baatanskaga hafa Japanir
hafið sókn fyrir fimm dögum
síðan og virðist þeim hafa orð-
ið nokkuð ágengt. Tefla þeir
fram úrvalsliði, sem er miklu
fjölmennara og betur búið
vopnum en varnarher Banda-
ríkjanna og Filippseyinga.
Japanskar flugvélar, um 100
talsins, gerðu loftárásir á bæki-
stöðvar Breta á Ceylon á páska-
daginn. Um 30 voru skotnar
niður og fleiri laskaðar. Bretar
telja tjón ekki mikið. Japanskr-
ar flotadeildar hefir orðið vart
á Bengalflóa. Japanskar flug-
vélár hafa gert árásir á borgir
í Madrasfylkinu í Indlandi.
Vorhlákur eru nú byrjaðar
i Suður-Rússlandi og er talið,
að þær muni hindra allar mikl-
ar hernaðaraðgerðir þar næstu
vikur. Hafa flutningar stöðvazt
af völdum þeirra. Báðir aðilar
auka loftárásir á bækistöðvar
óvinanna bak við víglínuna.
Hefir flugvélatjón beggja auk-
izt. í Norður-Rússlandi hafa
hvergi verið stórfelldir bardagar.
A víðavangi
POSTULÍNSHUNDUR
ÞJÓÐÓLFS.
Þjóðólfur Þorbergsson hefir
ekki borið hátt höfuðið, síðan
hann fékk slna eigin kolafötu
yfir ásjónuna á dögunum. Nú
er hann að bera sig að skríða
saman á nýjan leik og taka upp
fyrri iðju um sakargiptir á
hendur Eysteini Jónssyni við-
skiptamálaráðherra fyrir Inn-
fluttning á postulínshundum
og öðru glingri í stað nauð-
synjavöru til landsins.
Þessi postulínshundur Þjóð-
ólfs hér í bænum ættl að
gera sér ljóst, að hann heflr
nú einu sinni etið folald, svo að
enginn tekur mark á honum og
ekki verður við hann deilt. En
eigendum hans og húsbændum
skal að þessu sinni bent á, að
lesa ummæli forstjóra Eim-
skipafélags íslands um þetta
efni. Hann segir svo í skýrslu
um störf Eimskipafélagsins sið-
an striðið skall á:
„Félagið hefir gert allt, sem i
bess valdi hefir staðið tll að
halda siglíngum í horfinu. Það
hefir verið í náinni samvinnu
við viðskiptamálaráðuneytið um
að láta flutning á nauðsynja-
vöru sitja i fyrirrúmi, enda þótt
mikið arðvænlegra hefði verið
að flytja aðrar vörur.“
Þannig munu öll vitnisbær
vitni ganga móti narti postu-
línshunda Þjóðólfs.
4LÞÝÐUBLAÐIÐ SVARAR
ÚT f HÖTT.
Alþýðublaðið var hreinlega
að því spurt á dögunum, hvort
bað mundi kjósa einhvern þre-
menninganna: Jóh. Briem, Jón
■^orlelfsson eða Þorv. Skúlason
til að mála mynd af Jóni Bald-
vinssyni, sem Alþingisforseta.
— Litlu síðar minntist blaðið á
fyrirspurnina, en víkur sér al-
gerlega hjá að svara henni með
bví að hylja sig 1 fúkyrða-
gruggi eins og flýjandi italskt
beitiskip hylur sig í reykjar-
mekki.
REFURINN RÓFULAUSI.
Hér í blaðinu birtust á dög-
’mum gamansöm ummæli, sem
höfð voru eftir Kristmanni
Guðmundssyni, á þá leið, að
Kiljan og Þórbergur færu líkt
a'ð og rófulausi refurinn, er
beir nöguðu af sér ritstyrk þann,
m menntamálaráð veitti þeim,
og vildu fá aðra rithöfunda til
ið gera slíkt hið sama.
Tíminn seldi þessi ummæli
•>kkl dýrar en hann keypti og
’etti þau á engan hátt i sam-
band við Bandalag ísl. lista-
manna.
En teiknari Spegilsins heíir
^kki getað stillt sig um að færa
bessa kímnisögu í sýnilegt
Tervi, og það hefir nú heldur en
^kki komið við finni taugar
myndagerðarmannanna. For-
maður félags þeirra birtir því
hátíðlega yfírlýsingu i VIsi um,
ið Kristmann hafi aldrei mælt
bessi orð á fundum Bandalags
\sl. listamanna.
Þetta var alveg óþarfi. Það
hefir verið hljótt um skáldið í
Hveragerði upp á síðkastið. En
bessi síðasta smásaga, sem þvl
er eignuð, hefir flogið mann
frá manni. Og hún verður ekki
stöðvuð með neiuum yfirlýsing-
um, því að hún hittir naglann
4 höfuðið.
Ellefu hundruð norskir prest-
ar hafa sagt embættum sinum
lausum i mótmælaskyni gegn
tilraunum Quislings til þess að
undiroka kirkjuna. Prestarnir
gerðu grein fyrir þessari á-
kvörðun sinni í kirkjunum á
páskadaginn.
Um tvö þúsund norskir kenn-
arar hafa verið teknir fastir,
vegna þess að þeir hafa neitað
að fallast á fyrirskipun Quis-
lingsstjórnarinnar um nazist-
iska uppfræðslu barna.
-A. KROSSG0TUM
Tundurdufl veldur tjóni. — Bátstrand. — íþrótta-
kennsla á Svalbarðsströnd. — Loðdýrarækt. — At-
hyglisverð leiksýning.