Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 2
110 TtMBWí, langardaginn 11. aprll 1942 29. blað Hvað líðnr Húsbvggingarsjóði?1 Undanfarið hafa ýmsir beint til mín fyrirspurnum um fjár- söfnunina í húsbyggingarsjóð, hvernig hún gengi, hvernig stað- ið hefði verið við skuldbinding- ar o. fl. Mér finnst mjög eðli- legt, að áhugamenn vilji fylgj- ast með þessu máli. Tel ég því rétt að gera grein fyrir því i stuttu máli, bæði til þess að láta áhugamenn vita, hvað því líð- ur og eins til að reyna að vekja hina, sem til þessa hafa ekki gefið því neinn gaum. Ég skal fyrst með fáum orð- um mínnast á tildrög málsins. Á undanförnum árum hefir oft verið vakið máls á því, að Framsóknarmenn þyrftu að eignast samkomuhús hér í höf- uðstaðnum,.sem jafnframt gæti verið gististaður Franisóknar- manna utan af landi þegar þeir koma í heimsókn tíl Reykjavík- ur. Ætlazt hefir verið til, að þar gæti verið einskonar miðstöð flokksstarfseminnar. Hafa ver- ið færð skýr rök fyrir þessu nauðsynjamáli og skulu þau ekki endurtekin hér. Margir hafa barizt vel og drengilega fyrír þessu máli, en einna ötul- astur þeirra mun hafa verið hinn sókndjarfi samherji, Vig- fús Guðmundsson. En þrátt fyr- ir góða baráttu, bæði hans og annarra, hefir ekkert orðið úr framkvæmdum í sambandi við þetta mál, þar til síðastliðinn vetur. í fyrravetur var mál þetta Eftír Ólaf Jóhannesson lögfræðing tekið til umræðu í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykja- vík. Lauk þeim umræðum þann- ig, að samþykkt var að full- trúaráðið skyldi beita sér fyrir fjársöfnun í því skynl að koma hér upp samkomuhúsi fyrir Framsóknarmenn, sem jafn- framt gæti verið einskonar heimili eða dvalarstaður fyrir Framsóknarmenn utan af landi, þegar þeir koma hingað til Reykjavíkur í heimsókn. Á sliku húsi er full nauðsyn. Félagsstarfsemi öll er hér í hálfgerðum molum vegna hús- næðisvandræða. Aðkomumenn lenda hér einatt í hinum mestu vandræðum sökum skorts á gistihúsum og þau gistihús, sem starfandi eru, svo rándýr, að tæplega er hægt að búa þar fyrir aðra en þá, sem hafa full- ar hendur fjár. Á þessu þarf að ráða bót. Hið fyrirhugaða hús, sem gæti orðið nokkurskonar félagsheimili Framsóknar- manna, getur gert það. Fulltrúaráðið samþykkti reglugerð fyrir „Húsbyggingar- sjóð“, en í þann sjóð skyldi það fé lagt, sem safnaðist i þessu skyni. Var síðan stjórn kosin fyrir sjóðinn og hófst hún handa um fjársöfnun. Mál þetta var síðan lagt fyrir flokks- þingið s.l. vetur. Lýsti það ein- dregnu fylgi við málið, eins og hann hljóp úr ríkisstjórninni um áramótin til þess að reyna að láta flokk sinn hagnast á stundarandúð gegn löggjöf sem gengur þó mun skemmra en svipuð löggjöf, er Alþýðuflokk- urinn hafði eindregið stutt á þingunum 1939 og 1940. „Ekki æfintýri“, sagði Jón Baldvinsson 13. febrúar 1938. Þessu höfðu forsprakkar Al- þýðuflokksins gleymt, þegar þeir báru fram frv. sitt um stjórnar- skrárbreytingu og hugðust að knýja fram tvennar Alþingis- kosningar, enda þótt þeir fyrir ári síðan teldu kosningar ekki framkvæmanlegar, vegna hættu og óvissu styrjaldarinnar, og var sú hætta og óvissa þó langt- um minni þá en nú. „Undir merki mannanna frá Moskva mun íslenzk alþýða bíða ósigur og falla“, sagði Jón Baldvinsson 13. febrúar 1938. Þetta heilræði sitt taldi hann þýðingarmest. Hann kom fyrst og fremst á Dagsbrúnarfundinn, þótt sjúkur væri, til þess að gefa íslenzkri alþýðu þetta vega- nesti. Hafa mennirnir, sem ætluðu sér að bera merki Jóns Bald- vinssonar, haldið þetta heilræði hans í heiðri? Þann 31. marz 1942 gerðust þau tíðindi í neðri deild Al- þingis, að fjórir þingmenn Al- þýðuflokksins, Haraldur Guð- mundsson, Finnur Jónsson, Em- il Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson, kusu höfuðerindreka Moskva- valdsins, Einar Olgeirsson, í virðulegustu og þýðingarmestu nefnd þingsins, stjórnarskrár- nefndina. Þannig fylgdu þeir heilræði Jóns Baldvinssonar frá 1938. Þannig fylgdu þeir yfirlýs- ingu sinni frá haustþinginu 1939. Reynsla Jóns Baldvinssonar af kommúnismanum er þeim gleymd. Reynsla alþýðuflokka og verkalýðssamtaka allra landa af klofnings- og eyðilegg- ingarstarfi kommúnista, er þeim gleymd. í þessari gleymsku er sótzt eftir vinfengi kommúnista og æstasti kommúnistinn kos- inn í stjórnarskrárnefndina. Foringjar . Alþýðuflokksins hafa gleymt reynslu og heil- ræðum Jóns Baldvinssonar. En hvernig er það með íslenzka al- þýðu? Man hún ekki enn ör- uggasta og giftudrjúgasta leið- togann, sem hún hefir átt? Eftir atburðinn í neðri deild 31. marz 1942 hlýtur þessi spurning að vakna meðal hugsandi íslenzkra verkamanna: Hvort man nú enginn Jón Baldvinsson? Þ. Þ. kunnugt er. Á flokksþinginu safnaðist og nokkurt fé. Stjórn sjóðsins hefir síðan reynt að halda þessu vakandi, þó að hljótt hafi verið um það. Aðallega hefir verið reynt að safna fé með frjálsum framlög- um áhugamanna. Hafa ýmsir skrifað sig fyrir all álitlegum upphæðum, þannig að þeir hafa lofað að greiða ákveðna upp- hæð á ári um tiltekið árabil. Á þennan hátt hafa þegar safn- azt loforð um verulega upphæð. Af þessu er meirihlutinn ó- greíddur enn. Hins vegar má segja, að vel hafi verið staðið 1 skiium samkvæmt skuldbind- ingum. Það fé, sem greiðast átti á fyrra ári af mönnum í Reykjavík, mun nú allt greitt. Hins vegar eru enn ekki komin full skil utan af landi. Vil ég hér með vinsamlegast biðja þá, sem enn eiga ógreidd skuldbind- ingargjöld að greiða þau hið fyrsta. Sjóðurinn hefir því nokkurt reiðufé. Vitaskuld mundi það fé hrökkva skammt til nokkurra framkvæmda mið- að við núverandi verðlag. Sum- ir hafa stutt þetta vel og drengilega og sýnt áhuga sinn í verki. Mætti nefna þess ýms dæmi. Aftur á móti eru aðrir, sem sýnt hafa því tómlæti Enda þótt nokkur árangur hafi þannig náðst, er þó stjórn sjóðsins hvergi nærri ánægð með hann. Henni er það fylli- lega ljóst, að „betur má, ef duga skal“. Enn eru allt of margir, sem ekkert hafa sinnt þessu. Nú eru þó ástæður manna yfir- leitt þannig, að þeir geta sér að meinlausu lagt nokkrar krónur til þessa fyrirtækis. Það þarf ekki að vera mikið, sem hver og einn leggur að mörkum. Aðal- atriðið er, að þátttakan sé al- menn. Það skal skýrt tekið fram, að stjórn sjóðsins dettur ekki í hug að hefja neinar fram- kvæmdir á meðan núverandi á- stand ríkir. Hins vegar telur hún, að þessir tímar ættu að vera heppilegir til fjársöfnun- ar. Ég vil þess vegna eindregið skora á alla Framsóknarmenn, og þá eigi sízt á Framsóknar- menn hér í Reykjavík, að leggja máli þessu eitthvert lið eftir efnum og ástæðum. Enginn má skerast úr leík. Ef við leggjumst allír á eitt í þessu máli, er sigur- inn vís. Koma má framlögum eða loforðum um framlög til stjórnarnefndarmanna: Vigfús- ar Guðmundssonar, Guðm. Kr. Guðmundssonar eða undirrit- aðs. Það er e. t. v. ekki hægt’að segja, að hér sé um neitt stór- mál að ræða fyrir flokkinn. En ég er samt sannfærður um, að ýðræði og kosníngar Eílir Vigíúat Guðmundsson í einu fyrirferðarmesta dag- blaði höfuðstaðarins var mér nýlega brugðið um að halda fram nazisma eða kommún- isma, og var tilefnið greinar- stúfur, er birtist í Tímanum. Vildi ég fækka þingmönnum, afnema hlutfallskosningar og uppbótarsæti, hafa eingöngu einmenningskjördæmi og gera þjóðlífið einfaldara á marfean hátt. Allt þetta og m. fl. tel ég mikla nauðsyn að gera hið allra fyrsta, meðfram til 'þess að bjarga lýðræðinu og þingræð- inu. Það er ekkert svo gott, að ekki sé hægt að misnota það. Og nú stendur svo á, að lýð- ræðinu og þingræðinu stafar hætta frá sjálfu sér — jafnvel ennþá meiri hætta en frá grimmefldum óvinum, gráum fyrir járnum. Aðgerðalítið þing grefur sér. sjálft gröf. Lélegir þingmenn, er slæðast sem á- bætir inn í þingsalinn, á bök- um sér dugmeiri manna, tefja fyrir þinghaldinu, gera það margbrotnara, þunglamalegra ogdýrara. Áhrifavald Reykjavíkur á þjóðfélagið er orðið svo mikið, að það orkar mjög tvímælis, hvort fjölgun þingmanna fyrir höfuðstaðinn sé til heilla. Þetta margumtalaða ,,réttlætismál“ í kjördæmaskipun, er réttlætis- mál eftir því á hverja hlið þess er litið. í einu kjördæmi t. d. fækkar fólkinu þennan áratug- inn en fjölgar þann næsta. Og í Reykjavík er t. d. fjöldi manna, sem lifir beint og óbeint á rík- inu. Hvernig hafa t. d. Banda- rikjamenn það? Höfuðstaður þeirra, Washington, borg með hálfa miljón íbúa (aðalborgin), hefir ekki leyfi til þess að kjósa einn einasta þingmann. Þar er litið svo á, að mikill hluti íbú- anna sé beint og óbeint í þjón- slíkt „félagsheimili“, vistlegt en ódýrt, gæti haft verulega þýðingu fyrir samstarf og sam- heldni flokksins yfirleitt. Þar gætu flokksmenn átt víst at- hvarf, þegar þeir koma til Reykjavíkur. Þar myndu sam- herjar úr hinum ýmsu byggðar- lögum hittast, ræðast við og kynnast. En e. t. v. mundi þetta fyrst og fremst hafa þýðingu fyrir starfsemi flokksins hér í Reykjavík. Ég er viss um, að það gæti orðið stoð að gengi hans hér í framtíðinni. Munu ýmsir mæla, að þeirri stoð væri þar ekki ofaukið. Þess vegna ættu allir Framsóknarmenn að leggj- ast á eltt í þessu máli. Þá mun Framsóknarheimilið „Dvöl“ verða eitt af því, sem setur svip á bæinn og þó öllu heldur sá andi, sem mundi mótast innan veggja þess. Ól. Jóhannesson. ustu ríkisins og þeim beri því ekki að velja þingmenn fyrir höfuðstaðinn. Auðvitað á Reykjavík að hafa nokkra þingmenn. En mesta lýðræðisþjóð heimsins hefir það svona. Ekki vírðist ó- sanngjarnt að taka eitthvert tillit til þess, hve margir þjón- ar alls þjóðfélagsins eiga heima í Reykjavík. Sæmra væri fyrir „réttlætispostulana“ að reyna að gera höfuðstaðinn þannig, að hann væri sjálfum þeim og öðrum íslendingum til sóma, heldur en að gera hann allsráð- andi í landinu, á ítheðan hann er á því gelgjuskeiði, sem hann er, því miður, ennþá. En hvað um kosnlngarnar? Það er ömurleg sjón, sem ber fyrir augu lýðræðisvina í barnaskólaporti höfuðstaðar- ins, í hvert skiþti, sem kosning- ar fara fram. Þar má líta hópa af sjúklingum frá Kleppi, gam- almenni, sem komin eru í kör, og ýmiskonar aumingja á sál og líkama, sem bornir eru eða studdir úr fánum skreyttum bílunum inn 1 kjörkiefana. Og svo eru þessir aumingjar, sem sumir geta varla haldið höfð- : inu, látnir fá einhvern til þéss , að krossa á kjörseðilinn fyrir j sig. En aðrir, sem eru skrið- ; frárri og brattari, baslast við að I krossa sjálfir. Þegar seðlarnir I eru teknir úr kjörkössunum, | kemur í ijós, að krossarnir hafa I mjög oft lent hér og þar á seðl- unum: framan eða aftan við eitthvert nafnið, yfir nokkur nöfn, neðst á seðilinn, aftan Við listabókstafinn o. s. frv. Oftast eru þessir seðlar teknir gildir; ætti þó að vera lágmarkskrafa til kjósendanna að þeir gætu sett kross framan við þann listabókstaf, sem þeir ætla eða hefir verið sagt að kjósa. En þetta sýnir reýnslan, að er þrá- faldlega ofraun fyrir fjölda ves- alinga, sem verið er að draga á kjörstað. Ég hefi ástæðu til þess að ætla, að einna verst sé ástatt I ReykjavíkJ þessum efnum. Lít- ið ber á að flokkar þeir, sem mest eru kunnir fyrir að hækka atkvæðatölur sínar með fylgi svona fólks, leggi sérstaka rækt við að auka skilning og þroska almennings. Lýðræði er fallegt orð. En það er stundum notað sem skálkaskjól. Hvað halda t. d. menn, sem kunnugir eru í Reykjavík, að margir hefðu kosið þar við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, hefði fólk- inu ekki verið smalað og það rekið á kjörstað? Bílar í hund- raðatalí, með æfðum kosninga- smölum innanborðs, þutu allan daginn aftur og fram um göt- urnar með organdi glymskrött- um, er æptu á fólkið og ögruðu því til kjörsóknar. Smalarnir (Framh. á 3. síöu) JÓIVAS JÓIVSSOIV; Skáld og hagyrðingar ‘igíinimt Lauyardag 11. apríl Hvort man nú enginn Jón Baldvinsson? Dagurinn 13. febrúar 1938 verður jafnan minnisstæður í sögu íslenzku verkalýðssamtak- anna. Þann dag höfðu Einar Olgeirsson og Héðinn Valdi- marsson hóað saman æstustu fylgismönnum sínum í Dags- brún til þess að víkja traustasta og farsælasta leiðtoga verka- lýðsins, Jóni Baldvinssyni, úr félaginu. Jón mætti á fundin- um, þótt hann væri mjög van- heill og vissi það einnig, að þannig var í pottinn búið, að rök hans og reynsla myndu engu fá áorkað. Hann gat þvi eins vel setið heima. Hann gat líka hæglega unnið það til sátta við æsingamennina að draga sig í hlé og njóta fi’iðar og hvíldar þann tíma, sem eftir var æfinnar. Hann gat ánægður hætt störfum, því að hann var búinn að vinna meira en full- komið dagsverk. En skaplyndi hans var ekki þannig háttað, að hann vildi draga sig í hlé og segja skilið við þá stétt, sem hann hafði helgað æfistaxf sitt, þegar hún þarfnaðtst mest heilbrigðrar forustu. Þess vegna mætti hann á fundinum. Þess vegna beitti hann seinustu kröftum sínum til að gefa ís- lenzkum verkalýð þau heilræði, sem hann taldi mestu skipta. Samkvæmt frásögn Alþýðu- blaðsins var aðalkjarninn í ræðu Jóns Baldvinssonar þenn- an dag svohljóðandi: „Eðli verkalýðsbaráttunn- ar er ekki skyndiupphlaup, hávaðafundir og æfintýri, heldur markvist, sleitulaust starf fyrir málefnunum sjálf- um. íslenzkt fólk er frábitið hugsunarhætti kommúnism- ans og hann sigrar aldrei hér á landi fyrir atbeina íslend- inga. Það er hið hættuleg- asta æfintýri fyrir fslenzka alþýðu, að taka sér merki mannanna frá Moskva í hönd og ganga með það út í bar- áttuna. Undir því merki mun hún bfða ósigur og falla.“ Þetta var seinasta ræða Jóns Baldvinssonar. Æsingalið Ein- ars Olgeirssonar reyndi að æpa hann niður og áreynslan og vonbrigðin urðu honum um megn. Jón Baldvlnsson féll í valinn fyrir aldur fram. En merkið, sem hann reisti með æfistarfi sínu og ekki sízt með seinustu ræðu sinni, mun ekki falla, heldur verða leiðarljós hugsandi íslenzks verkalýðs. Undir hinu íslenzka meijki Jóns Baldvinssonar getur verkalýð- urinn sótt fram til sigurs, en undir „merki mannanna frá Moskva" liggur leiðin til ófarn- aðarins og ósigranna. Eftir Dagsbrúnarfundinn 13. febrúar 1938 fylltust margir samstarfsmenn Jóns Baldvins- sonar miklum eldmóði og á- kváðu að fylgja merki hans vel og vasklega. Fremstir þessara manna voru Stefán Jóhann, Finnur Jónsson, Haraldur Guð- mundsson, Emil Jónsson, Jónas Guðmundsson, Kjartan Ólafs- son og Stefán Pétursson. Þessir menn sýndu vilja sinn í verki á margan hátt. Þeir gerðust stuðningsmenn ábyrgrar ríkisstjórnar, þótt freistandi væri að reyna að hagnast á stjórnarandstöðunni á erfiðum og viðsjálum tímum. Þeir lýstu því yfir hátíðlega, ásamt öðrum þingmönnum á haustþinginu 1939, að þeir skyldu aldrei hafa neitt samneyti við kommúnista innan þingsins, því að „merkið frá Moskva“ væri borið af mönnum, sem hugsuðu meira um rússneskan málstað en ís- lenzkan. Milli 13. febrúar 1938 og 31. marz 1942 er ekki langur tími. Hann getur samt verið nógu nógu langur fyrir istöðulitla menn til að gleyma heilræðum og fögrum ásetningi. „Ekki skyndiupphlaup“, sagði Jón Baldvinsson 13. febr. 1938. Þessu hafði Stefán Jóhann og flokksbræður hans gleymt, er NIÐURLAG. XV. Það á við að greinarlokum að gera stutt yfirlit um það, hversu verkin tala, annars veg- ar fyrir menntamálaráð, hins vegar fyrir hagyrðingana, sem kalla sig listamenn. Mennta- málaráð var reist og endurreist sem ákveðinn liður í þjóðlegri framför. Sú stofnun er verk manna á Alþingi. Enginn lista- maður eða hagyrðingur kom þar nærri. í skjóli menntamála- ráðs hófust skipulegar rann- sóknir á náttúru landsins, og verða þær stöðugt umfangsmeiri Bókadeild menningarsjóðs hefir náð meiri sölu á bókum sínum, heldur en nokkur annar for- leggjari fyr eða síðar. Bækur menningarsjóðs eru að mynda stofn að bókasafni í þúsundum heimila, þar sem ekki voru áð- ur til nema lánsbækur. Jafn- hliða þessu er menntamálaráð að hefja útgáfu á íslandssögu 1 tíu bindum. Þetta var þjóðar- nauðsyn, og þjóðarvansæmd að vera sögulaus söguþjóð. En allir, sem höfðu hugsað um, áður fyr, að leysa þessa þraut, hafa gefizt upp. Þá hefir menntamálaráð leitað sam- komulags við fornritaútgáfuna um að koma Heimskringlu Snorra Sturlusonar svo að segja inn á hvert heimili og hefi r því máli verið vel tekið. Að síðustu lenti það í hlut menntamálaráðs en ekki Há- skóla íslands, að stöðva hina ó- virðulegu afbökun á íslendinga- sögum, sem kommúnistar höfðu byrjað á. Að því er snertir viðhorf menntamálaráðs til lista- og myndgerðar, þá hefjast skipu- legar framkvæmdir i þvl efni með löggjöfinni um menning- arsjóð 1928. Síðan þá hefir landið eignazt mikinn fjölda mynda, flestar góðar og eftir snjalla menn, en nokkrar lé- legar eftir fólk á útjöðrum. Síðan menntamálaráð tók til starfa hefir ríkið hjálpað mörg- um af viðskiptavinum þess til að eignast þak yfir höfuðið. Hin síðari ár hefir menntamála- ráð úthlutað allverulegri fjár- hæð frá ríkinu til hinna þýð- ingarmeiri listamanna. Stund- um hefir menntamálaráð haft aðstöðu til, eins og með Kjar- val, að sýna óvenjulegum lista- manni viðurkenningu, án þess, að harm hefði leitað eftir því. Vegna starfs menntamálaráðs á ríkið nú mikinn fjölda lista- verka, sem eru geymd í vörzlum opinberra stofnana utan lands og innan. Gegn þessari þjóð- nýtu starfsemi hefir rísið lítil klíka myndgerðarmanna. Eru þar helzt að verki Jón Þorleifs- son, Þorvaldur Skúlason og Jó- hann Briem. Enginn þessara manna hefir haft minnstu áhrif á löggjöf eða fjárveitingar til lista. Allir hafa þeir slitnað frá hinum eldri listamönnum og elt fyrirmyndir erlendra hnign- unarmálara. Enginn þeirra er sendibréfsfær, en sjúkt yfirlæti þeirra er svo mikið, að á prenti hafa þeir líkt sjálfum sér við höfunda fornbókmenntanna, og jafnframt lýst því hátiðlega yfir, að enginn íslendingur hefði neitt vit á að meta lista- verk nema þeir. Myndir þeirra hafa fram að þessu verið mjög torseljanlegar, því að hagyrð- ingsáferðin hefir ætíð staðið í vegi. Þeir hafa verið sérstak- lega ósvífnir og dónalegir, ekki aðeins gagnvart almenningi, sem þeir vilja láta kaupa verk sín, heldur líka gagnvart öllum þorra íslenzkra listamanna. Á sýningu þeirra, sem haldin var í Reykjavík í haust, útilokuðu þeir að minnsta kosti heila tylft manna, sem stóðu miklu framar hinum þrem framangreindu myndgerðarhagyrðingum. Sýning sú, á klessulistaverk- um, sem hefir i páskavikunni verið opin í Alþlngishúsinu, er fyrsta tilraun, sem gerð hefir verið opinberlega til að gefa á- hrlfamönnum þjóðfélagsins sanna hugmynd um störf og stefnu hagyrðinganna í mynda- gerð. Þar hafa þeir verið vegnir og léttvægir fundnir. Það er ekki kunnugt um, að þeir hafi eignazt, á þeim vettvangi, svo mikið sem einn einasta stuðn- ingsmann. En þessi litla klíka hefir talið sér bera nauðsyn til að hefja strið við mikinn hluta íslenzkra myndlistarmanna, við alla borg- ara landsins, og við nefnd þá, sem mestu hefir orkað til efl- ingar myndlist á íslandi und- angengin 14 ár. Þeir hófu styrj- öld sína í fyrravor, með hinni nafnkenndu yflrlýsingu, þar sem þeir sögðust einir og al- einir hafa vit á að meta lista- verk, og aðrir íslendingar væru þar sem litblindir menn. Þeir lýstu ágæti sínu að öðru leyti með álíka stei-kum orðum. í þeim litla þætti, sem lokið er af þessum skæruhernaði, hefir stríðslukkan ekki verið þeim hagstæð. Þjóðin öll hefir skop- azt að sjálfshóli þeirra, og enn fjarstæðari skoðun þeirra um smekk og þroska samborgara sinna. Og í fyrsta sinni, þegar úrval af verkum þeirra er sýnt löggjöfum landsins, þá vekur klunhaskapur og vankunnátta þeirra meðaumkun nokkuð þlandaða lítilsvirðingu. En klessugerðarfólkið er búið að hefja stríð við stéttarbræð- ur sína og samlanda. Enn hefir þetta listafólk ekki sýnt yfirburði nema í einni grein baráttufræðinnar. Þeir eru litið færir til að mála, tala og skrifa. En þeir virðast hafa mikla hneigð og töluverða æfingu við að segja ósatt. Reynslan sker úr hversu lángt þeir komast með þessa einu iþrótt. Sigurinn er nokkuð langt framundan. Tak- markið er að láta Ásmund Sveinsson erfa aðstöðu Einars Jónssonar og Þorvald Skúlason setjast í sæti Jóhannesar Kjar- vals. — í stríði er aldrel talið heppilegt, að spá um óorðna hluti. En svo mikið finnst mér óhætt að fullyrða, að mikið vatn muni renna í sjó á ís- landi, áður en þessi valdaskipt- ing í íslenzkri listasögu er orðin að veruleika. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.