Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 3
29. blað TtMIl^í, lawgardagtim 11. april 1942 111 „im^-bein ísafold er um margt prýðilegt stjórnmáláblað. Og hún mun véra send á flest sveitaheimili, svo að bændur ættu sannarlega ekki að þurfa a<5 vefjast i villu á vandrötuðum leiðum stjórn- málanna. Fyrir því er það bæði synd og skömm — sem þó mun eiga sér nokkurn stað —, að blaðið skuli af sumum vera notað til annarra og ógöfugri þarfinda frekar en „uppfræð- ingar“ f stjórnmálum. Sumir bændur fetta fingur út í stefnu ísafoldar, — gætandi ekki þess, að þetta er „allra stétta“ stefna,- og því sennilega hin eina rétta. Aðrir þykjast ekki geta fellt sig við stefnuleysið. heir gleyma því, að á voru landi blása vind- ar sinn dáginn úr hverH átt, og að mannskepnunni hefir verið kenrtt að laga sig eftir náttúr- unni. Og enn öðrum finnst á skorta um sómasápilega með- ferð efnis og máls í ísaföld. Hví- lík hótfyndni við málgagn þess flokks, er hefir, að eigin sögn, það göfuga „sérkenni .... að vilja sameina stéttir þjóðfélags- ins, sveitafólk og kaupstaðar, atvinrturekendur og verkamenn, unga og gamla, ríka og fátæka (Nú taka menn að gerast þétt-fyndnir!). í ísafoldarblaði því (4. tbl., 7. marz 1942), er þessi tilvitnuðu ummæli eru tekin úr, er margt fleira fallega sagt. Og með því að Tíminn er svo lítið gefinn fyrir heiðarlegan málflutning, eftir því sem ísafold segist frá, og líklega þess vegna meira'les- inn af bændum — því að „sækj- ast sér um líkir“ —, mætti þykja hæfilegt, að hann birti nokkrar málsgreinir úr áðurnefndu, tbl., sveitamönnum til leiðbeiningar við ástundun hins rétta hugar- fars. Skulu hér tínd fram nokk- ur sannleikskorn: „En þegar þeir ræðumenn Framsóknarflokksins láta til sín heyra í útvarpinu, með grátklökkum rómi yfir því, að Reykvíkingar skuli vera svo harðbrjósta, að sýna þeim flokki andúð, sem hefir nú í aldarfjórðung gefið út blað til að rógbera Reykjavík við fólk- ið í dreifbýlinu, og hefir fá tækifæri látið ónotuð i 15 ára valdaferli til að sýna Reykvík- ingum rangindi og misrétti gagnvart öðrum landsmönnum, þá geta bæjarbúar verið á báð- um áttum, hvort heldur þeir eigi að aumka eða fyrírlíta slíka málflutningamenn ....“. Hér má gerla heyra grátstaf í kverkum. Og er það ekki von? Hlýtur ekki hver óspillt og sanngjörn sál að vikna við, er hún hugleiðir þann „rógburð", er Reykjavík hefir verið beitt í fjórðung aldar, þau „rangindi" og það „misrétti“, er Framsókn- arflokkurinn hefir, á „15 ára valdaferli" sýnt Reykvíkingum! Aumingja Reykjavík! Mikið hvað hún er, eftir að „Fram- sókn hefir nú í iy2 tug ára haft mdirihlutaaðstöðu á þingi og notað öll þessi ár til þess að níð- ast á hagsmunum Reykjavík- ur.“ (!) Enn segir í sömu grein um Framsóknarmenn: „Það vantar ræktun við Reykjavík, segja þeir. En bú- skap Reykvíkinga og ræktunar- mál hafa þessir menn með mjólkurlögrunum*) lagt í ein- elti. Hollustuháttum bæjar- manna er ábótavant. Þeir bjóða ungbörnum mjólkursamsull*, en eyðileggja möguleikana fyr- ir framleiðslu barnamjólkur." Já, bændur góðir! Þið ætlið svo sem ekki að gera það enda- sleppt við Reykvíkinga. Efna- hag hinna fullorðnu ætlið. þið að eyðileggja með „ólögum“, heilbrigði æskunnar með „sam- sulli.“ Er ekki tími kominn til þess, að þið stingið við fótum áður en það er um seinan orð- ið, — áður en þið hafið rænt að fullu fjármunum og hreysti bæjarbúa, — áður en þið hafið lagt Reykjavík í rústir? Og enn heldur ísafold áfram: „Það vantar skóla, segja þeir. Menntaskólanum hafa þeir að miklu leyti lokað. Og nú hafa þeir það við orð að stela*) skól- ánum úr bænum.“ Já — við hverju er að búast? Það er svo sem ekki frómleik- *- Auðkennt hér. — Höf. anum fyrir að fara hjá þessum Framsóknarmönnum. Þeir ætla sér hvorki meira né minna en að stela elzta og stærsta skóla landsins. Þvílíkir erkiþjófar! Ég hélt raunar að ríkið, en ekki Reykjavík, ætti skólann og lóðina, sem skólinn stendur á. Ég hélt líka, að ríkissjóður, en ekki bæjarsjóður Reykjavíkur, greiddi öll kennaralaun við skólann og kostaði hann að öllu leyti. Sé þetta rétt, og skólinn sé samt sem áður séreign Reykjavíkur — ella væri ekki hægt að stela honum frá bæn- um —, þá hlýtur Reykjavík líka að eiga ríkissjóðinn og allt „púkkið". Og þá skal mig ekki furða, þótt ísafold sendi bænd- um tóninn og hugsi sem svo: Hvern an. og d. viljið þið vera að derra ykkur? Vitið þið ekki, aulabárðar, að Reykjavík og ríkið er eitt og hið sama? Vitið þið ekki, að þess vegna á Reykjavík ríkissjóðinn? Þótt ekki skorti ykkur hvinnsku, munið þið engum skóla fá stol- ið frá okkur. Og hvað í dauðan- um hafið þið líka að gera með lærðan skóla lengst uppi í sveit, — þið, sem ekkert eruð, ekkert vitið og ekkert eigið? Víst mun ykkur það bezt sama, að sitja um kyrrt á ykkar kot- um, þamba ykkar eigið samsull — og una þar við að tína margra ára samsafn af mosa úr ykkar eigin skeggi .... Og sjá! Ekkinn stillist og hljóðnar. Sársaukinn vegna mannanna vonzku víkur smátt og smátt fyrir ánægjulegri hugsun um eigin afrek, — hugsun, sem íklæðist sannleik- ans skírum skrúða í stórri og fallegri fyrirsögn: „Giftusöm barátta Sjálfstæðis- manna í dýrtíðarmálunum.“ Skagfirðingur. Hvers vegna var Al- þýðuilokkurinn með kosningafresfun í fyrra? Alþýðublaðið segir, að Fram- sóknarflokkurinn hafi fallizt á kosningafrestunina í fyrra til þess að draga stjórnarskrár- breytingu á langinn. Framsóknarmenn geta látið sér þessar sögusagnir í léttu rúmi liggja, því að iðulega hefir verið gerð ítarleg grein fyrir afstöðu Framsóknar- flokksins í því máli. En vegna þessa er ekki úr vegi að spyrja: Hvers vegna var Alþýðuflokk- urinn fylgjandi kosningafrest- un í fyrra? Færði Stefán Jó- hann það ekki fram sem aðal- rök, að ófært væri að kjósa, vegna styrjaldarhættunnar og styrjdalaróvissunnar? Hvaða breytingar hafa gerzt í þessum efnum, sem gera kosningar auð- veldari og sjálfsagðari nú en þá? Dreifing matarbirgða Á Búnaðarþingi komu fram ákveðnar' raddir um nauðsyn- ina á því að dreifa matarforða þeim, sem til er í landinu, á birgðastöðvar út um land. Var um þetta samþykkt svofelld þingsályktun: „Búnaðarþing beinir því til Alþingis og ríkisstjórnar, að flytja matvörur og aðrar nauð- synjar frá Reykjavlk og öðrum stærstu kaupstöðum á birgða- stöðvar út um lanlið, þar sem líklegt er að leiðir lokist frá kaupstöðunum á sjó og landi, ef til hernaðar kemur." Rikisstjórnin mim þegar hafa tekið þetta mál til athugunar. Björgúlfur Ólafsson verður holdsveikralæknir. Björgúlfur Ólafsson var ráðinn lækn- ir holdsveikrasjúkrahússins að Kópa- vogi á laugardaginn var. Maggi Júl. Magnús gegndi því embætti áður, en eins og áður heflr verið skýrt frá, lézt hann fyrir nokkru síðan og hefir Hannes Guðmundsson læknir gegnt starfinu síðan. Hér með er beðið afsökunar á ummælum þeim, er ég við- i *% hafði á foreldrafundi í Hverágerði þ. 28. sept. f. árs, varðandl ■ Arnfríði Einarsdóttur á Strýtu í Ölfusi. Hverabökkum 1. apríl 1942. ÁRNÝ FILIPPUSDÓTTIR. Tilkynning um leígfunám bifreiða Ef áætlun sú um skyndibrottflutning, sem rætt er um ann- ars staðar i blaðinu, kemur til framkvæmda, verða allar bif- reiðar, sem útbúnar eru til fólksflutninga, og staddar eru hér í bænum, jafnt stöðvarbifreiðar sem einkabifreiðar, teknar leigu- námi til flutningsins samkv. lögum nr. 52, 27. júní 1941, séu þær ekki í annarri opinberri og nauðsynlegri þjónustu. Ennfremur verður nokkur hluti vörubifreiða tekinn leigunámi á sama hátt. Samkvæmt sömu lögum ber eiganda hverrar bifreiðar að sjá um, að bifreiðastjóri fylgi bifreiðinni. Lögreglustjóra hefir verið falið að sjá um leigunám bifreið- anna og ber bifreiðaeigendum að fara eftir fyrirmælum hans í þessu efni. liIGLIWGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, t eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist CullíSord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tveir karlmenn eða karlmaður og stúlka vön við að hirða og mjalta kýr, geta fengið atvinnu við Vífils- staðabúið um lengri tíma. Samband ísl. samvinnufélagu. Tilgangur samvinnufélaga er m. a., aff útvega félagsmönnum góffar vörur meff hagfelldum kjörum. Tllkynnlng: Srá ríkisstjórninni um varúðarráð- staSanir vcgna ólriðarhættu Bæjarbúum Reykjavíkur er hér með eindregið ráðlagt að hafa stöðugt í heímahúsum nokkrar birgðir af tilbúnum mat, sem hægt er að grípa til fyrirvaralaust, ef hér kynni að draga til ófriðar. Gæti slíkur forði verið nauðsynlegur: 1) Ef verzlunarstarfsemi legst niður eða raskast verulega um stundarsakir. 2) Ef gas- og rafmagnslaust verður í bænum. 3) Ef menn þurfa skyndilega að yfirgefa heimili sin. 4) Ennfremur hafi menn ávallt til taks hlýjan fatnað og hlífðarföt, sem hægt er að grípa til undir svipuðum kring- umstæðum og að ofan greinir. Bezt er að farangur þessi sé útbúinn í böggul, svo að hver maður geti borið sinn farangur. í bögglinum þyrfti að vera: 1) Sokkar til skiptanna, hálstrefill, teppi eða létt sæng eða svefnpoki, mataráhöld (stór bolli, diskur og skeið). 2) Nesti til tveggja daga, t. d. niðursoðinn matur og rúgkex, sem sérstaklega verður bakað í þessu skyni, því að brauð er ekki hægt að geyma. Ennfremur ættu menn að gæta þess,. aö hafa ávalt fyrirliggjandi feitmeti til a. m. k. tveggja daga, svo að’þeir geti gripið til þess. Ennfremur ætti ávalt að vera til taks hlýr fatnaður t. d. eitthvað á þessa leið: Upplýsingar hjá ráðsmanninum og skrifstofu ríkisspital- anna. Ullarsokkar, leistar, góðir skór (helzt gúmmístígvél) ullar- nærföt, vettlingar, hlýr fatnaður eftir því sem kostur er á, t. d. Lýðræði og kosningar IFramh. af 2. siðu) létu þá, sem ekki voru búnir að kjósa, ekki hafa minnsta frið. Það má gera ráð fyrir, að þegar einn flokkur er farinn að hamast svona í fólkinu og á- rangur ólátanna virðist bera ríkulegan ávöxt í „kjósenda- fylgi“, þá séu aðrir flokkar til- neyddir að taka upp svipaðar aðferðir. Það er leitt til þess að vita, að í höfuðstaðnum skuli kjósenda- fjöldi þannig fást að allveru- legu leyti með ýmiskonar skrílmennsku. Þetta er vitanlega harður dómur, en verst er, að hann er sannur. Vitanlega eru margir greindir og menntaðir menn í höfuð- staðnum. En æsingarnar og lýð- skrumið virðist fá betri jarðveg eftir því, sem fleiri eru saman- komnir á einn stað.' Eigi lýðræðið ekki að deyja, þá er áríffandi að vinna á móti fylgikvillum þess, áður en þeir verða því að bana. V. G. ^pmuro fæst í lausasölu á þessum stöð- um í Reykjavik: Bókabúð Eimreiðarinnar. Aðalstræti Hjá Fillppusi Vigfússyni, Kolasundi „Fjólu“, Vesturgötu Hafnarstræti 16 Hjá Ólafi R. Ólafssyni, Vesturgötu 16 Söluturnlnum. Búðin, Bergstaðastræti 10. Jónasi Bergmann, Skerjafirði. lltbreiðfö Tímann! Kaupendur Tímans Tllkynniff afgr. blaffsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaffinu. Mun hún gera allt, sem i bennar valdi stendur, til þess aff bæta úr því. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir I LANDSSMIÐJUNNI. skiðabuxur, ullarpeysa, vindblússa, höfuðfat, samfestingur (er góður yfir fötin), hlífðarföt (olíuborin kápa, stakkur eða gúmmí- kápa). Þeir sem eiga létt tjöld og hentugah útileguútbúnað, ættu ávallt að hafa hann til taks. Verða menn að gera sér ljóst að hjálp sú, sem þeir geta vænzt af hendi hins opinbera, ef hér yrðu alvarleg átök milli hernaðar- aðilja, getur aðeins orðið af skornum skammti, og er þvi nauð- synlegt að hver og einn geri það, sem í hans valdi stendur til þess að draga úr hættunni fyrir sig og sína. 428 Victor Hugo: — Ó, mælti hún brostinni röddu. — Presturinn! Öll ógæfa hennar og ófarir stóð henni skýrt fyrir hugarsjónum að nýju. Hún hneig magnþrota og köld af ótta niður á fleti sitt. Andartaki síðar fann hún eitthvað snerta við sér. Hún reis upp glaðvak- andi og hamstola. Presturinn hafði læðzt til hennar og vafið hana örmum. Esmeralda freistaði þess að hrópa. — Burt villidýr! Burt morðingi! mælti hún skjálfandi röddu. Reiði hennar og ótti fékk ekki dulizt. — Miskunn, miskun! tautaði prest- urinn og freistaði þess að kyssa hana. Hún náði báðum höndum taki í hár- strýinu á höfði hans og streittist við að verjast kossi hans eins og hún veitti óargadýri viðnám. — .Miskunn! endurtók hinn ógæfu- sami prestur. — Veiztu, hverju ást mín til þín líkist? Hún er eldur i sál minni, rýtingur í hjarta mínu! Hann hélt henni fastri með yfirnátt- úrlegum kröftum. Hún hrópaði viti sínu fjær: ' — Láttu mig lausa, eða ég hræki í andlit þér! Hann sleppti henni. — Svivirtu mig, legðu hendur á mig, Esmeralda 425 að hann væri sjúkpr, og það var hann sannarlega. Hvað hafði hann. svo fyrir stafni í fangaklefa sínum? Hvaða hugsanir sett- ust að þessum vesalings manni? Háði hann síðustu baráttuna við hina gæfu- lausu, heiftarfullu sál sína, eða lagði hann á ný ráð til þess að steypa henni í dauðann en sjálfum sér í fordæmingu? Jóhann, bróðir hans elskulegur, ung- lingurinn gerspillti, kom einu sinni að klefadyrum hans. Hann knúði hurðina, bölvaði, bað og vældi og nefndi nafn sitt að minnsta kosti tíu sinnum. En Claude Frollo lauk ekki upp. Allan daginn sat hann við gluggann og blíndi út. Klefagluggi Esmeröldu var öndvert glugga hans. Hann sá hana oft með geit sína, og stundum sá hann Kvasimodo. Hann veitti gætur þeirri umhyggju, sem krypplingurinn bar fyr- ir Tatarastúlkunni. Hann sá, hve mikla hlýðni og virðingu hann auðsýndi henni. Hann hafði gott minni, (gott minni er eitt af því, sem er afbrúð- ugum til kvalar), og mundi gerla, hvernig Kvasimodo hafði starað á hana, er hún var að dansa eitt kvöld forðum. Hann margspurði sjálfan sig, hvað hefði knúð Kvasimodo til þess að bjarga henni. Þegar hann horfði á þau úr fjarlægð, fannst honum svipbrigði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.