Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 4
113 TÍMINN, laMgardaginn 11. apríl 1942 29. blað tiK BÆNUM Maður bíður bana í Hafnarfirði. í gærmorgun féll aldraður maður, Jóhannes Elnarsson að nafni, út af bryggju í Hafnarfirðl ofan á þilfar á bátinn Garðar, sem þar lá. Maðurinn beið bána af byltunni. Jóhannes var vatnsvörður við höfnina og var hann við starf sitt, er slysið bar að höndum. Norsk guðsþjónusta í tilefni af hernámi Noregs. í tilefni af því að tvö át eru liðin síðan Þjóðverjar réðust inn í Noreg var haldin guðsþjónusta í Dómkirkj- unni kl. 7 í fyrrakvöld, sem Norð- menn, sem nú dvelja hér i bænum, stóðu fyrir. Kirkjan var fullskipuð fólki, þar á meðal allmörgum íslend- ingum. Þegar allir voru komnir í sæti sín gengu norskir hermenn með norska fánann inn í kirkjuna, alla leið inn í kór. Kirkjugestir risu úr sætum sín- um og söngflokkur hóf að syngja sálm- inn „Vor guð er borg á bjargi traust“. Þar á eftir gekk norski klerkurinn Kruse í kórdyr. Flutti hann kvæði, sem fjallaði um hernám Noregs og hörmungar norsku þjóðarinnar, um trú hennar á því, að andi frelsislns, sem aldrei yrði sigraður með vopnum verðl ráðandi i heiminum á ný. Eftir að kvæðið hafðí verið flutt var tveggja mínútna þögn 1 kirkjunni til bæna gerðar. Síðan bað sr. Kruse fyrir velferð norsku þjóðarinnar. Athöfn- inni, sem var mjög hátíðleg, lauk með því, að allur söfnuðurinn söng norska þjóðsönginn. Nýr lögTeglubíll. Lögreglan hefir tekið nýja bifreið i notkun í stað bifreiðarinnar R. 1166, sem lögreglan hefir notað undanfarið við störf sín.. Er þessi bifreið mun rúmmeiri en gamla bifreiðin, sem oft reyndist of lítil. Norrænir hljómleikar. Norræna félagið i Reykjavik efnir til mjög fjölbreyttra hljómleika í Gamla Bló sunnudaginn 12. apr-fl fyrir félags- menn og gesti þeirra. Er aðgangur ókeypis. Þama koma fram ýmsir beztu hljómlistarkraftar í bænum. Ámi Kristjánsson og BJörn Ólafsson leika á fiðlu og píanó ýmis fræg verk, Þor- steinn Hannesson frá Siglufirði syngur einsöng og Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjóm Sigurðar Þórðar- sonar. Tónleikar þessir eru hinir fyrstu, sem Norræna félagið efnir til hér í bænum og verða því vafalaust fjölsóttir. Aðalfuudur Norrænafélagsins verður í Odfellowhúsinu (niðri) þriðjud. 21. apríl, kl. 8,30 e. h. Fyrst verða venjuleg aðalfundarstörf, en síð- an verður dansað fram á nótt. Félags- menn mega taka með sér gesti. Kylfingur, blað Golfklúbbs íslands er fyrir skömmu komið út. í blaðinu er m. a. þetta efni: Golfklúbbur Vestmanna- eyja, Golfvísindi í alþýðubúningi og gi-ein um Golfklúbb íslands. Auk þess flytur blaðið mynd af ríkisstjóranum, ásamt flelra efni. Erlendar fréttir. (Framh. af 1. slSu) ustumenn norsku kirkjunnar hafa verið fangelsaðir. Amerískur tundurskeytabátur hefir sökkt japönsku beitiskipi við Filippseyjar. Mandalay, hin helga borg Burma, varð fyrir ógurlegri loftárás Japana á föstudaginn langa. Um 2000 manns fórust i árásinni. Borgin hafði verið auglýst óvíggírt. Skipatjón við Ameríku af völdum þýzkra kafbáta fer nú minnkandi. Þakka Bandarikja- menn það bættum vörnum. Auknar varnir . . . (Framh. af 1. siðu) Tillögunni fylgir svohlpóð- andi greinargerð: „Þvi var mjög fagnað af öll- um almenningi í landinu, þeg- ar ríkisstjórnin sýndi þá rögg af sér á s. 1. ári að loka vín- búðum ríkisins. Sú ákvörðun er talandi vottur um gerhygli hennar á þeim háska, sem þjóðinni er búinn af vínflóð- inu, hún ber og vott um ein- læga viðleitni til þess að bægja þessari hættu frá bæjardyrum hennar. Allir velunnarar bind- indis og hvers konar öryggis- varðveizlu í landisu hljóta að færa ríkisstjórninni þakkir og viðurkenningu fyrir þá stefnu í þessum málum, ' sem hún markaði með lokuninni. En svo sem af líkum má ráða, hefir það valdið sárum vonbrigðum, að ríkisstjórnina skuli nú upp á síðkastið hafa hrakið nokkuð af leið þeirrar göfugu og giftu- sömu ákvörðunar, sem lýst er hér að framan. Það var strax upp úr áramótunum síðustu, sem fyrsta ógæfusporið var stigið. Síðan hefir i gegnum bakdyr vínbúðanna, sem áður var hespa og lás fyrir, runnið með vaxandi fallþunga allstríður vínstraum- ur inn í samkvæmislíf höfuð- staðarins og víðar. Þetta hefir skeð með þeim sorglega hætti, að ríkisstjórnina, sem hér hef- ir glapizt sýn hefir hent það slys að veita undanþágur um vínútlát til notkunar í sam- kvæmum. Með þessu byrjar undanhaldið, og svo tekur flóttinn við frá hinum góða og hrósverða ásetningi. Nú er sem sé svo komið, samkvæmt skýrsl- um, sem við flutningsmenn þessarar tillögu höfum í hönd- um, að í viðbót við strauminn, sem flýtur inn í samkvæmislíf- ið, þá hafa ýmsir meiri háttar broddborgarar k-omizt upp á það krambúðarloftið hjá ríkis- stjórninni að fá bakdyra megin vín til eigin neyzlu á heimil- um sínum og til risnu þar. Þessum málum er því þannig komið nú, að Alþingi ber skylda til að leggja fram lið sitt og krafta til þess að hið góða og lofsverða áform ríkisstjórnar- innar, sem lýsti sér í algerrl lok- un vínbúðanna, fái aftur að njóta sín. Útrétt hönd Alþingis, hófleg og vinsamleg bending og aðvörun úr þeirri átt ætti að geta læknað og upprætt þá veilu í skapgerð ríkisstj órnar- innar, sem hefir valdið þessari undanlátssemi. Að þessu lýtur fyrri liður tillögunnar. Um síðari liðinn er það að segja, að það er vitað, að ein- stakir menn í setuliðinu fá flutt til landsins með íslenzkum skip- um og skipum, sem eru á veg- um íslenzkra skipafélaga, mikl- ar vínbirgðir og, að því er talið er, að meira eða minna leyti keypt fyrir milligöngu íslenzks manns eða manna í verzlunar- stétt. Grunur liggur á, — og i sumum tilfellum eru fyrir sann- Askornn frá ríkisst|órniniii. Ríkisstjórnin skorar hér með á almenning að kaupa nú þeg- ar, svo mikið sem hægt er, út á matvælaseðla þá, sem nú hefir verið úthlutað fyrir timabilið apríl til júlí. Þetta er nauðsynlegt til dreifingar á blrgðum og vegna tak- markaðs geymslupláss fyrir vörur, sem til landsins eru fluttar. Þó skal fólki, sem kaupir brauð sín í brauðgerðarhúsum, bent á, að halda eftir kornvöruseðlum til venjulegra brauð- kaupa, ennfremur þarf að taka frá seðla handa börnum, sem fara eiga í sveit og öðrum heimilismönnum, sem á skömmtunar- tímabilinu kunna að fara til dvalar utan heimilis. Viðskiptamálaráðuneytið, 9. apríl 1942. Tilkynning frá loftvarnanefitd Hafnarfjarðar. Þegar loftárásarmerki var gefið síðast hér, voru nokkur brögð að því, að fólk, sem var á ferli um götur bæjarins, leitaði ekki skýlis í loftvarnabyrgjum og húsum, heldur héldi áfram leíðar sinnar, eins og ekkert væri um að vera, þrátt fyrir fyrirmæli lög- reglunnar um að leita skýlis. Með því að hér er um að ræða mjög varhugavert athæfi, til- kynnist hér með, að framvegis verða allir sektaðir, sem þrjózk- ast við að fara eftir fyrirmælum lögreglunnar, þegar yfir stend- ur loftvarnaæfing eða gefið hefir verið merki um, að hætta sé á loftárás. anir —, að frá þessum flutn- ingum stafi vínútlát til íslend- inga. Það er til þess ætlazt, að rík- isstjórnin gangi vasklega fram í því og geri til þess allt, sem unnt er, að komið verði í veg fyrir þetta ósæmilega og hættu- lega hátterni.“ Varúðarráðstafanir .. (Framh. af 1. síðu) mælt, að fólk skuli hafa á tak- teinum í húsakynnum sínum böggul með hlýjum fatnaði og sængurbúnaði og matvælum, sem geymast, til dæmis niður- suðuvörur og rúgkex. Mun fólk þegar hafa keypt mest, sem fá- anlegt er af niðursuðuvörum í bænum í bili. Þessar matar- birgðir eru ekki einungis gágn- legar, ef skyndibrottflutning ber að höndum, heldur líka, ef bærinn yrði rafmagnslaus, gas- laus eða vatnslaus um skeið, til dæmis af völdum loftárásar, eða dreifing matvæla úr búðum brigðist úm stundarsakir. En eitt vill ríkisstjórnin og þeir, sem að þessum málum hafa unnið fyrir hennar hönd, leggja áherzlu á: Hér er aðeins um varúðarráðstafanir að ræða, og það er allra von, að hér komi aldrei til átaka millx fjandsam- legra herja, þótt hitt væri ó- hyggilegt og óverjandi, að búa sig ekki undir að mæta slíku á rólegan og skynsamlegan hátt, þegar veður öll eru svo válynd sem nú er. Þakkaroið^ Innilegt þakklæti vott^ ég sveitungum mínum, sem færðu mér á síðastliðnu hausti rausn- arlega peningagjöf upp sjúkrahússkuld. Ennfremur færi ég hugheil- ar þakkir öllum þeim mörgu, sem á margvíslegan hátt veittu mér styrk í langvarandi van- heilsu. Ég bið guð að blessa ykkur öll og launa, er mest á liggur. Höll, í desember 1941. Ragnheiður Einarsson. Sendisveinn óskast strax. Umsókn sendist skrifstofu- stjóranum fyrir hádegi á mánu- dag 13. þ. m. Landsbanki Islands. Á víðavangi. 426 Victor Huco: Esmeralda 427 þeirra og látbragð .ástúðlegt. Þungur grunur vaknaði I huga hans og styrkt- ist smám saman, ■ grunur, sem fyllti hann skömm og reiði. Liðsforingjanum gat hann rutt úr vegi — en þessum manni! Þessar hugsanir gerðu hann ringlað- an. Næturnar voru hræðilegar. Hann var að vísu hætt að dreyma dauða og aftur- gengna, en Iroldsfýsnin var á nýjan leik tekin að þjá hann. Hann vissi af stúlk- unni, ungri og hörundsbrúnni, í ná- munda við sig og bylti sér friðlaus í rúmi sínu. Þá þóttist hann sjá Esmer- öldu fyrir framan sig í þeim stellingum, er vöktu honum mesta æsingu: Hann sá hana lúta yfir liðsforingj ann, sem lá helsærður með lokuð augu; brjóst henn- ar var atað blóði liðsforingjans — og í þeim svifum kyssti hann, sjálfur erki- djákninn, fölar varir hennar. Enn fann hann, hve sá koss brann á vörum sínum. Hann sá hana líka rifna úr fötunum af klunnalegum höndum böðlanna og smáa, yndisfagra fætur hennar setta í „spönsku skóna.“ Loks sá hann hana nær klæðlausa með snöruna um háls- inn. Axlir hennar eru naktar, fætur hennar eru naktir, öll er hún nær nak- in. Þannig hafði hann séð hana síðast. Hann skalf allur og nötraði. Nótt eina kvöldu hugsanir hans hann svo geipilega, að hann rauk fram úr fleti sínu, brá um sig kápu og fór út með ljós í hendinni. Hann var lítt klæddur og augnaráðið villimannlegt. Hann vissi, hvar lykillinn að rauða kirkjuhliðinu var geymdur, en lykil að turnstiganum bar hann ávalt á sér. ELLEFTA BÓK. I. KAFLI. Björgun. Ssmeralda hafði gengið vonglöð til náða um kvöldið. Allt hið liðna var í fyrnsku fallið. Hún hafði notið svefns um stund og dreymt Föbus að vanda, þegar óvænt háreysti barst að eyrum hennar. Hún svaf léttum svefni eins og fugl. Hið minnsta hljóð grandaði svefnfriði hennar. Hún opnaði augun og skyggndíst um. Það var myrkt að nótt, en eigi að síður sá hún, úti við gluggann, andlit sem starði á hana. Klefalampinn bar daufa birtu. í sama mund og vera þessi varð þess vör, að Esmeralda hafði gefið henni gætur, slýkkti hún ljósið. Unga stúlkan hafði samt sem áður borið kennsl á gest þennan. Hún lagði augun aftur, altekin ógn. (Framh. af 1. síðu) Lögðu margir ágætir menn þar skerf til, enda var kvöldavaka þessi hin myndarlegasta. . Sérstaka athygli vakti hin snjalla og hispurslausa ræða Benedikts Sveinssonar um verndun islenzkrar tungu og þjóðlegra verðmæta. Fletti hann ofan af úrkynjunarstefnu þeirri í bókmenntum og rithætti, sem talsvert hefir gert vart við sig á síðari árum og gerir jafnvel kröfu til að taka forustuna í andlegu lífi íslendinga. Þessi stefna dregur bókmennta- smekk og málsmekk þjóðarinn- ar niður í svaðið. í henni er allt leyfilegt og hún er svo lítilsigld, að hver bögubósi og hermi- kráka þykist þar hlutgengur til rithöfundarframa. Þegar svo er komið, verða þeir íslendingar, sem er annt um sjálfstæði og virðing þjóðarinn- ar, að stinga við fótum og gera slíka fúlmennsku óalandi og ó- ferjandi. — Það er léttara að gera órímað en rímað kvæði. Skussarnír, sem hvorki þekkja bragreglur né hafa brageyra, taka því feginshendi erlendum sem íslenzkum fyrirmyndum að rímlausri ljóðagerð. Kom Benedikt víða við í stuttu máli og var ræða hans öll þrungin þeirri glóð, sem vermdi hugi Hafnarstúdent- anna gömlu, þegar sjálfstæðis- mál íslendinga voru innsta hjartans tilfinningamál þeirra, en ekki tildursorð innan um fá- nýtt pex með eða móti erlend- um öfgastefnum. Vinnið ötullega fyrir Títnann. ~~~——NÝJA BÍÓ------ Á suðrænum slóðum . (Down Argentine Way). Fögur og skemmtileg stórmynd tekin í eðlileg- um litum. Aðalhlutverkin leika: DON AMECHE og BETTY GRABL. .. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lægra verð kl. 5. Tilkynning Srá ríkisstj órninni Vegna hættu þeirrar, sem af ófriðnum leiðir, vill ríkisstjórnin benda á eftirfarandi: 1) Þeir sem geta farið burt úr Reykjavík atvinnu sinnar vegna, ættu að dvelja utan bæjarins í sumar, ef þeir eiga þess kost. 2) Ef hér kemur til hernaðaraðgerða er bæjarbúum þeim, sem þá eru í bænum, ráðlagt að dvelja í bænum, frekar en að leita burtu á skipulagslausan hátt. 3) Engu að síöur hefir þótt rétt að gera áætlanir um, hvernig hópferðum úr bænum yrði fyrir komið, ef óhjákvæmilegt þætti að stofna til þeirra. Munu þær áætlanir birtar, ef nauðsyn krefur. 4) Ub skyndibrottflutning barna hefir verið gerð áætlun, sem nauðsynlegt er að almenningur kynni sér nú þegar: Höfuðatriði hennar eru þessi: Skyndibrottflutningur barna myndi fara fram sem hópferð, og yrði hann auglýstur fyrirvaralaust, ef til hans kæmi. Lagt yrði upp frá nokkrum stöðum í bænum, og þau börn, sem ekki kæmu á tilsettum tíma gætu ekki orðið brottflutnings- ins aðnjótandi. Börnin yrðu fyrst flutt i stórum hópum til einhverra staða i fárra stunda ferð frá bænum, þar sem hægt er að koma þeim í húsaskjól og sjá þeim fyrir mat, en síðan dreift um sveitirnar, jafnskjótt og æskilegt þykir, eða möguleikar eru fyrir hendi. Vegna skorts á farartækjum og húsaskjóli verður að gera ráð fyrir verri aðbúð barnanna en á venjulegu ferðalagi, og verri að- búð á dvalarstaðnum. Fyrsta skilyrðið til þess, að brottflutningur sem þessi geti farið vel fram, er það, að börnin séu vel búin að klæðum og hafi nokkurt nesti. Annan farangur mættu börnin ekki hafa með sér. Ferðaútbúnaður verður ávallt að ver til tks, svo ð hægt sé að grípa til hans. Brottför verður tilkynnt með um tveggja klukkustunda fyr- irvara, ef til kemur, og verður að vera hægt að útbúa börnin á þeim tíma, ef þau eiga ekki að missa af ferðinni. Börn þau, sem taka þátt í brottflutningnum, eiga/ að klæð- ast fatnaði þeim og hafa meðferðis nestispakka þann og teppi (sæng) sem um getur 1 auglýsingu hér í blaðinu um varúðar- ráðstafanir vegna ófriðarhættu. Farangurinn verður að vera sem fyrirferðarminnstur, og á hvert barn að hafa sinn farangur bundinn í böggul, merktan nafni og heimilisfangi, og verður barnið eða fylgdarmaður þess, að geta haldið á honum á leiðinni. Pakkar þyngri en 10 kg. verða ekki leyfðir, og þau börn gerð afturreka. sem hafa of mik- inn farangur. Skilyrði til þátttöku eru að öðru leyti þau, að börnin séu 14 ára eða yngri. 12—14 ára börn eiga að hafa meðferðis vegabréf sitt. Æskilegt er, að yngri börn hafi einnig meðferðis miða með áletruðu nafni sinu og heimilisfangi. Börn, sem eru 7 ára eða yngri, verða að vera í fylgd með einhverjum (fullorðnum eða stálpuðum börnum), sem getur séð um þau. Til þess að forðast óþarfa troðning, mega ekki aðrir en samferðafólk fylgja börnunum á sjálfa brottfararstaðina. Full- orðið fólk, sem verður í fylgd með smábörnum, verður að vera búið undir brottförina á svipaðan hátt og börnin. Foreldrar verða að ákveða sjálfir hvort þeir vilja senda börn sín burt úr bænum undir þeim skilyrðum, sem að ofan greinir og hafa þau þá útbúin samkvæmt ofanskráðu. __——GAMLA BÍÓ-- PYGMALION eftiT Bernard Shaw. Aðalhlutv. leika: LESLIE HOWARD Og WENDY HILLER. Sýnd kl. 7 og9. Framhaldssýning 3/4-6Í4: OFSÓTT með BUSTER KEATON 0. fl. Bannað fyrir börn innan 12 ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.