Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.04.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON: ; ! FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON ÚTGEFANDI: • j FRAMSÓKNARFLOKKURINN. i RITST J ÓRN ARS KRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, langardagiim 11. aprO 1942 29. blað Auknar varnír gegn áfengi i Sehiliðsstjórnírnar verða að koma í veg fyrir, að þeírra menn útvegi Islendíngum áfengi Ríkissijórnín verður að hætta að veita undanpágurnar — Þingsályktunartillaga í sameinuðu pingi — Fyrir nokkru síðan er komin fram á Alþingi þingsá- lyktunartillaga, sem mun vafalaust vekja talsverðar deil- ur. Fjallar hún um lokun vínbúðanna og auknar aðgerð- ir til að koma í veg fyrir áfengisneyzlu í landinu. Er það alkunnugt mál, að lokunin hefir ekki náð tilgangi sín- um, nema að takmörkuðu leyti, þar sem mörgum hefir virzt auðvelt að fá áfengi hjá setuliðinu. Vilja ýmsir telja það sönnun þess, að lokun áfengisbúðana sé að- eins til hins verra, því að hún skapi þannig meiri um- gengni íslendinga við setuliðin. En þessu er því m. a. að svara, að ekkert hefir verið gert af opinberri hálfu til að stöðva þessa nýju vínelfu, og meðan það hefir ekki verið gert, verður enginn dómur á það lagður, hvort ekki sé hægt að ná stórum betra árangri í þessum efn- um. Rússar súpa seyðið aI árásinni á Finna 1939 Samvinna kommúnista og SreIsisunnandi manna getur ekki kaldízt eltir að nazism- inn er sigraður Varúðarráðstafanir vegna hugsanlegra hernaðarátaka hér — Tilkynníngar rikis- stjórnarinnar — Ríkisstjórnin lætur birta i blaðinu í dag tilkynningar og auglýsingar um varúðarráðstaf- anir ýmsar, sem hyggilegt þyk- ir að gera vegna hugsanlegs hernaðar hér á landi. Felast í þeim ráðleggingar til almenn- ings, hvernig skynsamlegt sé að búa sig undir slíka atburði, þótt allir voni, að þá beri aldrei að höndum. En því aðeins gæti undirbúningur sá, sem gerður er af hálfu hins opinbera, komið að fullu haldi, að einstakling- arnir sjálfir séu við öllu búnir. Veigamestu ráðstafanír, sem gerðar hafa verið, lúta að skyndibrottflutningi barna og annarra, er leita vildu brott úr bænum, ef sýnilegt þætti, að innrás eða innrásartilraun væri yfirvofandi. Þenna brottflutn- ing þyrfti að vera hægt að framkvæma fyrirvaralaust á ör- fáum klukkustundum. Fyrir því hefir verið út gefin tilskipun um leigunám bifreiða og skyld- ur bifreiðaeigenda um að sjá fyrir bifreiðastjórum á bifreið- ar sínar til brottflutningsins. Mundi vera hægt að flytja 15000 manns á brott á bifreiðakosti bæjarmanna, ef hann væri nýtt- ur til hlítar á skipulegan hátt. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir brottflutningi barna. Til hans myndi koma fyrirvaralaust og verður fólk að vera við slíku búið og hafa á reiðum höndum nesti til tveggja daga eða svo handa börnunum, hlý föt og sæng. En engan annan farang- ur mætti vera um að ræða, þar eð til slíks myndi eigi bifreiða- kostur. Börn yngri en sjö ára skulu vera í fylgd með fullorðn- um eða stálpuðum börnum. Sjálfir verða foreldrar eða for- ráðendur barnanna að ákveða, hvort þeir vilja láta börn sín leita á brott. Til brottflutnings fullorðins fólks yrði ekki gripið nema inn- rás væri fyrirsjáanleg. Slíkt kæmi ekki til greina, þótt um einstakar loftárásir á bæinn kynni að vera að ræða. En um- fram allt er fólki ráðlagt og grípa aldrei til skipulagslauss flótta úr bænum eftir að til hernaðarátaka væri komið, því að slíkt ferðalag væri margfalt hættulegra en kyrrseta í bæn- um. í varúðarskyni er svo fyrir- (Framh. á 4. siðu) NÝ FLUGVÉL Örn Johnson flugmaður festi kaup fyrir Flugfélag íslands á stórri farþegaflugvél vestan hafs í vetur. Nú er þetta nýja flugfar komið hingað.til lands. Þetta er landflugvél, sem hef- ir tvo hreyfla, og á að fljúga 315 kílómetra á klukkustund. Hún er ætluð til flugferða milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, og verð- ur ekki nema stundarflug milli þeirra staða. Eigi er enn vitað til hlítar, hve dýr flugvélin er. Munu landflugvélar nokkru ódýrari en sjóflugvélar, bæði í kaupum og rekstri. Vonazt er til, að flugvélin verði búin til flugs eftir einn mánuð. Til þess að hægt sé að ná betra árangri, virðist óhjá- kvæmilegt að gera tvennt: Semja við setuliðsstjórnirnar um, að þeirra menn útvegi ekki íslendingum áfengi og að auka löggæzluna. Einnig myndi það geta haft veruleg áhrif, ef vinnusektir væru látnar koma í stað fjársekta fyrir áfengis- brot. Því mun ekki trúað að ó- reyndu, að setu’/ðsstj órnirnar myndu ekkí taka fullt tillit til óska íslendinga í þessum efn- um, ef þær kæmu fram. Allar herstj órnirnar óttast áfengis- nautn og vilja gera sitt til að halda henni í skefjum. Amer- íska blaðið „The Christian Science Monitor" bendir nýlega á þrjár athyglisverðar stað- reyndir í þessum efnum: Þjóðverjar telja sig hafa tap- að fyrstu Marneorustunni í seinustu heimsstyrjöld, vegna þess, að þýzku hermennirnir náðu í vínbirgðir franska hers- ins. Vichystjórnin telur í einu á- litsskjali sínu um orsakirnar til ósigurs Frakka 1940, að mik- il vínnautn í franska hernum hafi verið ein orsök ósigursins. Áfengisnautn átti verulegan i þátt í því, að Bandaríkjamenn voru ekki nægjanlega viðbúnir hinni skyndilegu árás Japana á Pearl Harbour. Rookefeller-stoínun í Vesturheimi hefir boðizt til að útvega fjórum ís- lenzkum læknakandidötum starf í sjúkrahúsum þar. Myndu þeir dvelja ár fyrir vestan. Fá þeir ókeypis uppi- hald meðan þeir dvelja þar og að auki 40 dollara í vasapeninga. En þeir mundu verða að kosta ferðimar sjálfir. r t t Mikil ótíð hefir verið á Norðurlandi síðastliðna viku. Á Akureyri varð að fresta sumum greínum skiðamótsins, sem þar var háð, vegna óveðurs. — Mjólkurbáturimi, sem flytur mjólk frá Sáuðárkróki til Siglufjarðar, varð að helia allri mjólkinni í sjóinn í einni ferðinni um síðustu helgi vegna óveð- urs. Mikiíl snjór er norðanlands og kuldar allmiklir. t t t Frá Sauðárkróki er blaðinu skrifað: Sæluvika Skagfirðinga hófst þann 22. marz með frumsýningu á sjónleiknum Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Leikritið var sýnt 8 sinnum við góðar undirtektir áhorfenda og telur fólk þetta leikrit umfangsmesta og einn hinn skemmtilegasta sjónleik, sem hér Jafnvel þótt ekki næðist al- veg fullnægjandi samkomulag við herstjórnirnar um þessi mál, væri samt farið úr öskunni í eldinn, ef vínbúðirnar væru opnaðar. Öllum löggæzlumönn- um ber saman um, að ástandið í vínmálunum hafi stórum batn- að síðan búðunum var lokað. Þeir menn, sem fá vín hjá setu- liðinu, sækjast eftir samneyt- inu við það, hvort sem er. Það myndi aðeins auka samskiptin við setuliðið, ef enn auðveld- ara yrði að ná í áfengi en nú er. Þingsályktunartillagan, sem áður er getið um, er fiutt af Pétri Ottesen, Ingvari Pálma- syni, Sigurjóni Á. Ólafssyni og Þorsteini Briem. Hún er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisst.iórnina: 1. Að hvika í engu frá þeirri ákvörðun, sem ríkisstjórnin tók á s. 1. ári um lokun áfengis- verzlana ríkisins, og láta nú þegar niður falla allar þær til- slakanir, sem gerðar hafa verlð í þessu efni, og verði þeirri framkvæmd eigi breytt án sam- þykkis Alþingis, meðan erlent herlið dvelur í landinu. 2. Að vinna að því við stjórnir þeirra rikja, sem herlið er kom- ið frá hingað til lands, að kom- ið verði í veg fyrir öll vínútlát til fslendinga frá herliðniu." (Framh. á 4. sí8u) hefir verið sýndur. Leikstjóri var Ey- þór Stefánsson, en Leikfélag Sauðár- króks sá um leiksýningarnar. Þá sýndi Kvenfélag Sauðárkróks leikritið „Happíð“ tvisvar sinnum. Leikfimi- flokkur undir stjórn Guðjóns Ingi- mundarsonar fimleikakennara sýndi leikfimi og nokkrir piltar sýndu glímu undir stjórn Sigurðar Brynjólfssonar lögregluþjóns. Auk þess voru danssýn- ingar, málfundir og svo dansleikir flestar næstur. t t r Frá Blönduósi er skrifað í lok marz- mánaðar: Tíðarfar hefir verið svo fá- dæma gott í vetur hér um slóðir, að elztu menn muna engan vetur slíkan. Mikinn hluta vetrarins hefir verið stöð- ugt þíðviðri, aðeins komið vægir frost- kaflar við og við, og aldrei haldizt nema fáa daga í einu. Jörð er klaka- laus að kalla. Á milli jóla og nýárs var rist torf í mýrum hér fram í döl- um. Varla er hægt að segja, að fallið hafi snjór í lágsveitum, aðeins fölvað stöku sinnum. Tvisvar hefir noklcur snjór fallið til fjalla, en hann hefir þiðnað fljótlega aftur. Rússneskar fregnir bera þess merki, að Rússar búast við miklum bardögum í Norður- Rússlandi á sumri komanda. Þykir þeim líklegt, að Þjóð- verjar muni reyna að taka Murmansk og Arkangelsk og stöðva þannig vopnaflutning- ana frá Bretlandi og Banda- ríkjunum um norðurleiðina. Hafa' Rússar mikinn her i Norður-Rússlandi til þess að mæta þessari yfirvofandi árás. Rússar óttast einnig, að Þjóðverjar muni reyna að ráð- ast á Leningrad að norðan, þ. e. frá Finnlandi. Hafa þeir stór- an her til varnar á þessum slóð- um. Það veldur Rússum þannig stórkostlegum erfiðleikum, að Finnar eru samherjar Þjóð- verja í styrjöldinni og Þjóð- verjar geta því sótt Rússa frá Finnlandi. En Rússar mega sér einum um það kenna, að Finn- ar eru þátttakendur í styrjöld- inni. Ef Rússar hefðu ekki ráð- izt á Finna haustið 1939, myndu Finnar ekki síður hafa fylgt hlutleysisstefnunni en Svíar. Sú árás sýndi Finnum að mark- mið Rússa var að undiroka þá. Þeir urðu þess vegna að velja á milli slíkrar undirokunar eða verndar Þjóðverja, sem fæstum beirra þótti góður kostur, en töldu þó langtum skárri af tvennu illu. Þýzkt herlið kom bví strax til Finnlands á árinu 1940 og eftir það gátu Finnar °kki annáð en fylgt Þjóðverjum, ef til styrjaldar kæmi milli beirra og Rússa. Rússar súpa þannig seiðið af hinni svívirðilegu og óréttlæt- anlegu árás sinni á Finna haust- ið 1939. Vegna hennar verða beir nú að hafa stórkostlegan herafla í Norður-Rússlandi, sem beir .hefðu annars getað notað á öðrum vígstöðvum gegn Þjóð- verjum. Ýmsir lýðræðissinnar hafa um stund látið blindast af því, að Rússar berjast nú með lýðræð- isríkjunum gegn Þjóðverjum, og telja þá þess vegna betri af tvennu illu. En framferði Rússa við Finna og baltisku þjóðirn- ar haustið 1939 sannar fullkom- lega, að svo er ekki. Ensku blöðin skýrðu nýlega frá at- burðum, sem sýna vel meðferð Rússa á hernumdum þjóðum. Á þeim tæpum tveimur árum, sem Rússar höfðu nokkurn hluta Póllands á valdi sínu. fluttu þeir þaðan um tvær milj. manna til ýmsra fjarlægra staða í Rússlandi. Þetta fólk var rifið fyrirvaralítið úr átthögum sínum, svift nær öllum eignum sínum og bjó við hinn lökustu kjör á hinum nýju dvalarstöð- um. Fyrir tilstilli Bandamanna hefir þetta fólk nú fengið frelsi og hafa herfærustu karl- mennirnir verið valdir til að ganga I sérstakan pólskan her i Rússlandi. Þessi her telur nú um 200 þús manns og sézt gleggst á því, hversu stórfelldir bessir fólksflutningar hafa verið. Eistlendingar, Lettlendingar og Litháar sættu sömu með- ferð og Pólverjar meðan Rússar réðu ríkjum í löndum þeirra. Menntamenn, óðalsbændur og aðrir þeir, sem voru Uklegir til forustu gegn ofbeldisstjórn Rússa, voru fluttir til fjarlæg- ustu staða í Rússlandi og sættu bar hinum hörmulegasta að- búnaði. Reynsla Finna hefði orðið hin sama, ef þeim hefði ekki tekizt með hinn vasklegu vörn veturnn 1940 að hrkida hinni fyrirhuguðu ofbeldisstjórn Kuusinen af höndum sér. Þótt rússnesku kommúnist- arnir séu bandamenn lýðræðis- þjóðanna um stund, er síður en svo, að þaðan sé nokkurs góðs að vænta, ef sigurinn fellur Bandamönnum í skaut og Rússar verða þá einhvers meg- andi. Þeir munu þó reyna að halda áfram þeirri fyrri iðju sinni, að reyna að ná smáþjóð- unum undir yfirráð sín. Þeir munu þá halda áfram þeim fyrri- tilraunum sínum, að steypa lýðræðinu af stóli og koma á kommúnistisku ein- ræð í þess stað. Lýðræðisþjóð- irnar þurfa þá ekki að standa síður á verði gegri kommúnism- anum en gegn nazismanum. Það eru gerólík framtíðar- markmið, sem um stund hafa sameinað forráðamenn Rússa og lýðræðisþjóðanna. Forvígis- menn Rússa stefna að því að sigra nazismann, til að útbreiða hið kommúnistiska einræði á eftir. Forvígismenn lýðræðis- þjóðanna stefna að því að sigra nazismann til þess að treysta frelsið og mannréttindin í sessi. Meðan nazisminn er öfl- ugur og hættulegur andstæð- ingur, getur bandalag Rússa og lýðræðisþjóðanna staðizt. En hverfi hann úr sögunni, er jafnframt kippt grunninum undan þessu bandalagi. Á venjulegum tímum er banda- lag milli kommúnista og frels- isunnandi manna ekki hugsan- legt. Erlendar fréttir Batanskaginn er nú allur á valdi Japana. í lokahríðinni, sem stóð í nær viku, tefldu Japanir fram 130 þús. manna liði gegn 36 þús. manna liði Bandarikjamanna og Fálipps- eyinga, þar af voru % Filipps- eyingar. Japanir voru auk þess stórum betur vopnum búnir. Wainwright yfirforingi, ásamt nokkrum hermönnum, komst til Corrigidor, eyvirkjanna, sem Bandaríkjamenn halda enn á Manilaflóa. Her Bandaríkja- manna og Filippseyinga var brotinn að vistum og vopnum og er fjögra mánaða vörn hans talin hin frækilegasta. Stafford Cripps heldur enn áfram samkomulagsumleitun- um og er ekki talið útilokað, að samkomulag náist. Japanskar flugvélar hafa ný- ^ega sökkt á Bengalflóa tveim- ur 10 þús. smál. brezkum beiti- skipum (Cornwall og Dorset- shire) og einu 11 þús. smál brezku flugvélaskipi (Hermes) Næstum allar áhafnirnar björg- uðust. Flugvélarnar voru fró mpanskri flotadeild, sem held- ur til á Bengalflóa, og hafa þær °nnfremur sökkt flutningaskip- um fyrir Bretum og gert áráslr á staði á Ceylon og í Madras- fylki. Brezkar flugvélar hafa fundið japönsku flotadeildina og gert árásir á hana. Ókunn- ugt er um árangur. Marshall, yfirhershöfðingi Bandaríkjahersins, er nú stadd- ur í London og ræðir þar við helztu herforingja Breta. Brezkur kafbátur hefir ný- lega sökkt 10 þús. smál. ítölsku beitiskipi á Miðjarðarhafi. Brezkir kafbátar hafa sökkt mörgum Itölskum flutninga- skipum á sömu slóðum. Bergrav biskup og fleiri for- (Framh. á 4. síðu) A víðavangi DEILUR UM LISTASTEFNUR. Deila sú, sem Bandalag ísl. listamanna hefir hleypt af stokkunum með hinni frekju- legu og ærumeiðandi árás sinni á menntamálaráð, getur fengið gagnlegar afleiðingar. Hún mun verða til þess að strjúka rykið af augum margra, svo að þeir átti sig á því, sem um er deilt. Kjarni málsíns er í því fólg- inn, hvort við eigum að taka opnum örmum hnignunarstefn- um, sem hingað berast í bók- menntum og listum og setja boðbera þeirra á hinn æðsta bekk, — eða halda áfram að hlynna að þeirri list, sem á hljómgrunn í sál þjóðarinnar, á stoð í þeirri menningu, sem hún hefir þegið i arf og vill vernda og fullkomna. Listamennirnir eru frjálsir sinna gerða. Þeir geta farið um öll lönd, numið hinar margvís- legustu listir og haft heim með sér. En list þeirra er sömu lög- málum háð og fræ jurtanna. Þau bera ekki ávöxt nema þau fái jarðveg og vaxtarskilyrði við sitt hæfi. Við getum flutt fræ hitabeltisjurta rjorður hingað, en þau dafna ekki, þótt þau séu gróðursett af ágætum garð- yrkjumanni. Hið sama gildir og á að gilda um framandi hnignunarstefn- ur, sem reynt er að gróðursetja hér. Það er ekki nema að litlu leyti sök listamannsins, sem hefir þær með sér út hingað. Hann getur haft prýðileg vott- orð upp á vasann úr þeim skóla, sem hann lærði, jafnvel bunka af lofsamlegum ummælum úr erlendum blöðum. Sök hans er aðeins fólgin í þeim misskiln- ingi, að verk hans muni stand- ast „íslenzkt veður“ eða ger- hygli íslendinga sé réttur iarðvegur fyrir þau, meðan ekki hefir tekizt að rugla þá til blindrar aðdáunar á hverjum lággróðri hinnar merglausu múgmenningar, sem nagar lífs- tré hinna ógæfusömu stórþjóða á meginlandi Evrópu. SKILNINGSTRÉ GÓÐS OG ILLS. íslendingar verða að gera sér Ijóst, hvaða ávextir eru hollir á skllningstré listanna og hverjum beri að skirpa frá sér. Annars vegar sækja komm- únistar fram í skipulagðri herferð til að rugla dómgreind og mat þjóðarinnar á bók- menntum og listum, til þess síðan að geta verið þar einráð- ir. Geti þeir fengið þjóðina til að falla fram og tilbiðja allt, sem Kiljan, Þorbergi og eftir- öpum þeirra þóknast að bjóða henni af andlegu ómeti og rugli, er björninn unninn. Þar mega menn ekki láta blekkj- sst af því, að þessir menn hafa gert og geta gert betur en þeir gera nú. Hins vegar standa ýmsir ’istamenn og hversdagslegir borgarar, sem vitandi vits mundu aldrei veita kommún- 'stum brautargengi en eru haldnir þeirri villu, að ekki sé ”étt að blaka við neinu, sem fram er boðið I nafni bók- mennta eða lista. Þeir verða stórreiðir, ef þeir °ru til hægðarauka nefndir kommúnistar, í sambandi við ’iðveizlu, sem þeir veita út- gáfufyrirtækjum og öðrum and- 'egum vopnum kommúnista. En atburðir síðustu dága munu hafa gagnlegar afleið- 'ngar. Þeir munu opna augu bjóðarinnar, svo að hún skilji um hvað er barizt í raun og veru. KVÖLDVAKA STÚDENTAFÉLAGSINS. Stúdentafélag Reykjavíkur efndi til þjóðrækniskvölds í út- varpinu á miðvikudaginn var. (Framh. & 4. síðu) r A. kie^ossoottjm Rockefellerstofnunin styrkir ísl. lækna. — Harðindi norðanlands. — Sæluvika Skagfirðinga. — Vetr- arveðráttan í Austur-Húnavatnssýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.