Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
J ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
l
| FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
\ JÓNAS JÓNSSON
| ÚTGEFANDI:
\ FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITST JÓRN ARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Simar 3948 og 3720.
26. ár.
Ileykjavík. sunuudagmn 12. apríl 1942
30. blað
Aistaða F ramsóknarflokks-
íns til þingkosninga í vor
Jóaas Jónsson:
Hvað er
iramundan?
Ábyrgðarlausir menn í á-
byrgðarlausum flokk hafa borið
fram frumvarp um nýja stjórn-
arskrá. Þar hafa þeir gleymt
sjálfstæðismálinu og lýðveld-
inu, gleymt öllum athugunum
um hvers konar stjórnarform
og þingskipun muni henta
þjóðinni eftir stríðið. Þeir hafa
aðeins hugsað sér að gera fleyg
milli núverandi stjórnarflokka
í því skyni að geta komið á
stjórnleysi í landinu. Sjálfstæð-
ismenn eiga völina og kvölina.
Þeim er boðin tálbeita og tál-
gröf.
Ef kommúnistar, Alþýðufl.
og Sjálfstæðismenn lialda sam-
an um að gera stjórnarskrár-
breytingu, með tvennum kosn-
ingum í tvíhersettu landi, virð-
ist röð atburðanna verða á
þessa leið:
1. Núverandi stjórn fellur, og
með henni allar skynsamlegar
tilraunir til að standa á móti
dýrtíðinni og verðfalli pening-
anna.
2. Sjálfstæðismenn reyna að
mynda þingræðisstjórn en geta
það ekki, því að hinir nýju
bandamenn þeirra óska þeim
• alls ófarnaðar.
3. Ríkisstjóri gefst upp við
að mynda ábyrga stjórn. Landið
verður raunverulega stjórnlaust.
4. Ríkisstjóri reynir að fá ó-
viðkomandi menn til að sitja í
ráðherrastólunum á hans á-
byrgð.
5. Kosningar fara fram sein-
ast í júní um stjórnarskrána.
Allir flokkar í hörkurifrildi. Á-
byrgðarleysið hefir yfirhöndina
hvarvetna í landinu.
6. Engin skipan kemst á
vinnumarkaðinn, því að þjóðfé-
lagið er í bili uppleyst. Atvinnu-
vegirnir til lands og sjávar
vantar vinnuafl. Hitaveitan
kemst ekki upp af sömu ástæðu.
Matvælaframleiðslan heldur á-
fram að minnka jafnframt þvf
að dregur úr innflutningi sök-
um vaxandi hernaðaraðgerða.
7. Nýkosið þing kemur saman
á slætti. Hver höndin er upp á
móti annarri um allt annað en
að samþykkja stjórnarskrá,
sem allir vitibornir menn vita,
að verður líkkista íslenzks sjálf-
stæðis.
8. Ríkisstjóri reynir að myrida
ábyrga þingstjórn, en tekst það
ekki sökum úlfúðar og upp-
lausnar í þinginu. Hann neyð-
ist til að láta landið raunveru-
lega halda áfram að vera sama
og stjórnlaust.
9. Um haustið fara fram
kosningar eftir hinni nýju
stjórnarskrá. Hin ábyrgðarlausu
öfl þjóðféagsins hafa aukizt.
Máttarstólpar Sjálfstæðisflokks-
ins byrja að skilja, að þeir hafa
ekki nema að litlu leyti haft
gagn af því, að þiggja vingjaf-
ir „dauða fIokksins“. J. J.
Ályktun aðalfundar míðstjórnar
llokksíns
Manna á meðal ganga ýmsar getgátur um það, hvort
kosningar til Alþingis muni fara fram á sumri komanda.
í. tilefni af því þykir Tímanum rétt að gera grein fyrir
afstöðu Framsóknarflokksins, eins og hún kom fram á
aðalfundi miðstjórnar flokksins, er haldinn var í febr-
úarmánuði síðastliðnum.
Allir aðalflokkar þingsins
komu sér saman um frestun
Alþingiskosninga á síðastl. vori
og var þá almennt gert ráð
fyrir, ef eitthvað óvænt bæri
ekki að höndum, að kosningar
myndu ekki fara fram fyrr en
í stríðslok. Aðalrökin fyrir
frestuninni voru þessi:
1. Hér ríkja óvenjulegar að-
stæður, þar sem landið er her-
numið af öðrum styrjaldarað-
ila og lýst hernaðarsvæði af
hinum. Þessar aðstæður skapa
óvissu og rugling, sem gerir
mönnum erfitt að átta sig á op-
inberum málum og dregur úr
áhuga þeirra fyrir þeim. Kosn-
ingar á slíkum tímum eru til
þess að fullnægja formi lýðræð-
isins, en ekki tilgangi þess.
2. Þjóðin þarfnast samheldni
og friðar á þessum tímum. Þess
vegna ber að forðast allt það,
sem gæti orðið til þess að skapa
óeiningu og sundurlyndi en
kosningar eru vel til þess fallnar
3. Hernaðarátök geta hafizt
hér á hverri stundu og gert
kosningar, sem búið er að aug-
lýsa, óframkvæmanlegar. Þjóð-
in hefði þá ekkert þing og gæti
það skapað stjórnarfarslegt
öngþveití.
Þjóðin viðurkenndi yfirleitt,
að þessar röksemdir væru það
veigamklar, að þær réttlættu
þessa róttæku ákvörðun, kosn-
ingafrestunina. Engum teljandi
mótmælum var þvi hreift gegn
henni. Þjóðin kunni líka vel við
þá hugsun, að hér ætti að ríkja
meiri samheldni og friður en
verið hafði. Hún fann, að slíks
var henni mikil og brýn þörf.
En stjórnmálamennirnir, sem
að vísu höfðu staðið að kosn-
ingafrestuninni, fundu sam-
starfsþörfina ekki eins vel og
sú ákvörðun þeirra benti til.
Nokkru eftir kosningafrestun-
ina losnaði eitt þingsæti, Norð-
ur-ísafjarðarsýsla: Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði þá átt, sam-
kvæmt samkomulagi stjórnar-
flokkanna, að stuðla að því að
Alþýðuflokkurinn héldi þing-
sætinu. Þessu neitaði hann. Al-
þýðuflokkurinn taldi þá allt
samkomulagið um kosninga-
frestunina rofið og fór að
heimta almennar kosningar.
Sjálfstæðisblöðin sýndu þá, að
ekki stæði á þeirra flokki og
fóru einnig að heimta almenn-
ar kosningar.
Nú er þessum málum því
þannig komið, að Alþýðuflokk-
urinn krefst eindregið þing
kosninga og hyggst að nota það
sem helzta áróðursefnið gegn
núverandi stjórnarflokkum, ef
þeir láta kosningafrestunina
vara áfram. Kosningafrestunin
væri þá orðin eitt helzta ófrið-
arefnið í landinu í stað þess, að
henni var ætlað að skapa frið
og samheldni.
Þjóðin má áreiðanlega harma
það, að þannig hefir farið.
Þær aðstæður eru ekki síður
fyrir hendi nú en i fyrra, að
kosningar verði meira til að
fullnægja formi lýðræðisins en
tilgangi þess. Hættan af hern-
aðarátökum er sízt minni. En
vegna ofmikillar flokkshyggju
(Framli. á 4. síöu)
r
A.
kzsosso-otxjm:
Tíðarfar í Austur-Skaftafellssýslu. — Fénaðarhöld.
— Vertíðin á Hornafirði. — Skipsstrand. — Fá-
séðir fuglar._______________________________________
Aðaliundur Kauplél
Suður-Borgiírðínga
Aðalfundur Kaupfélags Suð-
ur-Borgfirðinga var haldinn 6.
þessa mánaðar. Vörusala fé
lagsins af aðkeyptum vörum
(Framh. á 4. síðu)
Sigurður Jónsson, bóndi að Stafa-
felli í Lóni hefir sagt Tímanum þessar
fregnir úr héraðinu sínu: í Austur-
Skaftafellssýslu hefir veturinn verið
umhleypingasamur og gjaffelldur. I
skammdeginu náðu rigningar og haf-
stormar hámarki, snjó leysti úr hæstu
fjöllum, vötn ultu fram í stórvexti, og
jörð varð alþíð um þorrakomu. Tund-
urdufl ráku mörg á land í rokum þess-
um og sprengingar heyrðust. Mestur
hluti duflanna komu á sandrifin með
sjónum — fjörumar, — en milli þeira
og byggðarinnar eru víðast hvar lón
eða vaðlar. Eitt duflið rak þó skammt
frá bænum Vík í Lóni og hefir það nú
eins og fleiri þeirra verið gert óvirkt
og þar með hættulaust.
r r r
Fénaðarhöld eru yfirleitt góð í Aust-
ur-Skaftafellssýslu, þótt heyin i-eynist
létt, einkum taðan. Fjárpestir hafa ekki
gert vart við sig. Sauðfé er nær alstað-
ar beitt 'og gefið hey og sfldarmjöl með.
Þó eru einstaka bændur, sem ekki nota
annað fóður en heyin með beitinni og
virtist að afkoma hjá þeim sé stund-
um eins góð og hinum, sem meira
kosta til.
r r r
Gæftir hafa engar verið fyrir smá-
báta, en vélbátunum í Hornafirði hefir
gengið vel þegar fært hefir verið á
sjó. Vertíðin byrjaði í febrúar og hefir
afli verið með mesta móti, svo hæstu
bátar hafa nú orðið 450—500 skipp.
Þeir eru nær 30 að tölu, flestir af Aust-
fjörðum. Aðeins tveir eiga heimili á
Höfn í Hornafirði. Til beitu hefir oft-
ast mátt fá næga loðnu úr firðinum.
Fiskurinn er allur seldur í skip.
r r r
Um pálmasunnudag strandaði fisk-
skúta út af Eystrahorni austan Hval-
ness. Var þá snjóveður á Austurlandi
er endaði með rigningu og austan-
stormi. Bilaði þá síminn á Almanna-
skarði og vegurinn þar varð ófær af
fönn. Vanta þvi enn glöggar fréttir
af strandinu. Inn í fjallgarðinn sem
skilur Múla- og Skaftafellssýslu, geng-
ur dalur, er heitir Hvaldalur, út af
honum við sjóinn heitir Hlíðarsandur
því þar á jörðin Hlíð í Leiru reka-
ítak. — Á sandi þessum strandaði
skútan, mennirnir 5 að tölu komu
heim að Hvalsnesi. Hafa þeir dvalið þar
um páskana hjá Einari bónda, enda
tæplega komið ferðaveður síðan.
r r r
Hinn 19. janúar sást maríuerla á
Stafafelli í Lóni og varð hennar vart
þar og á næstu bæjum um vikutíma.
Vepjur, sem sumir kalla „ískrákur",
komu margar með hafvindunum, en
hafa sennilega flestar drepist í vetur,
því þær þola illa frostið. Einnig var ó-
venju mikið um svarta þresti og fleiri
fugla, er hingað villast frá nærliggj-
andi löndum. ,
Löghlýðní og dugnaður eín-
r
kenna Vestur-Islendinga
— Viðtal við Dóra Hjáimarsson liðsforingja —
Meðal liðsforingja Banda-
ríkjahersins hér á landi er 33
ára gamall íslendingur, Halldór
Hjálmarsson að nafni. Dóri
Hjálmarsson, eins og hann er
nefndur meðal Bandaríkja-
manna, er ættaður af Austur-
landi. Foreldrar hans fluttust
til Ameríku um 1880 og gerðust
landnemar í Norður-Dakota.
Dóri Hjálmarsson leit inn í
skrifstofu Tímans fyrir skömmu
síðan og notaði tíðindamaður
blaðsins það tækifæri, til þess
að fá svör við nokkrum' spurn-
ingum hjá honum.
— Hvenær komuð þér fyrst
til íslands?
- Ég kom hingað til lands
síðastliðið haust, segir Dóri. —
Ég er fæddur í Norður-Dakota
árið 1909. Foreldrar mínir
bjuggu rétt hjá Akrar, sem er
ein stærsta íslendingabyggð-
in í N.-Ameríku. Þegar ég var
12 ára, missti ég foreldra mína.
Fluttist ég þá til Californíu og
átti þar heima til 1928 og hafði
þá lokið menntaskólanámi þar.
Á skólaárum mínum í Cali-
forniu dvaldi ég hjá íslendingn-
um Hósíasi Þorvaldssyni. Hann
var þar lögreglustj óri í um-
dæmi, sem í eru þrisvar sinn-
um fleiri íbúar en á öllu ís-
landi. Árið 1928 fór ég í há-
skólann í Arizona og lault þar
háskólaprófi í efnafræði árið
1933. Auk þess notaði ég tóm-
stundir mínar til að kynna mér
kennslumál og lauk háskóla-
prófi (master of arts) í kennslu-
fræði. Þá las ég hið helzta um
hjúkrun og aðhlynningu sjúkra
og slasaðra og hefi ég einskon-
ar minna læknispróf í þeim
fræðum.
— Voru skólaárin ekki erfið-
ur tími fyrir yður?
— Ekki svo mjög. Ég vann
sem smiður á sumrin, lengst af
við smíði stórhýsá, alltaf príl-
andi uppi um efstu rjáfrin. Ég
var nógu kærulaus og galsa-
fenginn til að taka að mér slík
störf, en þau eru mjög hættu-
leg en vel borguð, og af pen-
ingum veitti mér ekki, þar sem
sumarkau.piö voru einu fjár-
munirnir, sem ég hafði til að
standa straum af skólaveru
minni á veturna. Á þessum ár-
um var ég stundum í Hollywood.
Þar vann ég sem aðstoðarmað-
ur við myndatökur á vegum
hersins.
— Hvenær genguð þér fyrst í
herinn?
— Ég gekk í fylkisliðið í Los
Angeles árið 1924. Ég var í því
í 6 ár, en hernaðarfræði nam
ég á sama tima og ég var í
háskólanum í Arizona.
— Er ekki mikill iþróttaáhugi
meðal skólamanna í Bandaríkj-
unum?
— Jú. sérstaklega eru hinar
frjálsu iþróttir mikið iðkaðar.
Mér þótti mjög gaman af að
hlaupa. Ég tók þátt í mörgum
kapphlaupum, m. a. á heims-
sýningunni í Chicago, ásamt 42
öðrum Bandaríkjamönnum. Mig
hafði lengi langað til að sjá
einn frægasta hlauparann,
Glenn Cunningham. Á heims-
sýningunni fékk ég bæði að sjá
hann og þreyta við hann hlaup.
í það skipti varð ég ekki fljót-
astur, heldur 5. En ég á
núgildandi met i míluvegalengd
við Arizona háskólann. Ég var
um tíma formaður íþróttasam-
bands háskólanna í Suðurríkj-
unum.
— Hvað er að segja um heim-
ili yðar og aðalstarf á friðar-
tímum?
— Heimili mitt er í Arizona,
en þar gegni ég fulltrúastarfi
fyrir kennslumálaráðuneyti
Bandaríkjanna Jafnframt hefi
ég umboð til að vera einskonar
sýslumaður, þ. e. a. s., að ég
hefi rétt til að starfa eins og
lögreglustjóri við ýms tækifæri.
Ég er kvæntur konu af 300 ára
gamalli Bandaríkjaætt. Amma
konunnar minnar var mikil
söngkona. Hún söng meðal ann
ars við jarðarför Abrahams
Lincoln og konan mín varðveit-
ir enn kjólinn, sem hún var í
'tið það tækifæri. Við eigum
þrjá drengi: Hjálmar Winfield,
Halldór Elliot og Magnús Scott.
Ég hefi sagt við kunningja
mína, að ég hefði mitt eigið ís
lendingafélag i Arizona, þar
sem • ég sjálfur er formaður,
stjórn og meðlimir, því að ég er
eini íslendingurinn á þeim slóð-
um. Ég á bróðir vestra, sem er
einnig starfsmaður hjá ríkinu.
Hann hefir umsjón með ýms-
um stórbyggingum, sem ríkið
reisir.
— Þér talið prýðilega ís-
ienzku.
— Finnst yður það? Ég býst
við, að ég eigi afa mínum mest
að þakka í þeim efnum. Síðasta
árið, sem ég var heima i N,-
Dakota, var afi minn orðinn
nær blindur. Ég var þá mik-
ið með honum, og gamli maður-
inn notaði hvert tækifæri til
að hamra í mig íslenzkuna.
Þessi umhyggja afa míns fyrir
íslenzkunni hefir borið þann
árangur, að ég hefi ekki týnt
málinu niður, þótt ég hafi alið
mestallan aldur minn, án þess
að heyra málið talað. Ég hefi
sótt alla íslendingafundi og
samkomur, sem ég hefi komizt
á, og sannast að segja, eru þær
orðnar ótrúlega víða. íslend-
ingarnir vestra eru orðnir mjög
dreifðir, þótt enn séu þeir fjöl
mennastir í byggðum N.-Da-
kota.
— Hvað finnst yður mest ein-
kennandi fyrir íslendinga í
Ameríku?
— í fyrsta lagi, að íslending-
ur hefir aldrei verið dæmdur
fyrir meiriháttar lögbrot og í
öðru lagi, hve þeir eru dugleg-
ir og kjarkmiklir að koma sér
áfram. Þá er það athyglisvert,
(Framh. á 4. síðu)
Á víðavangi
MISVITUR FRÆÐIMAÐUR.
Sverrir Kristjánsson, sagn-
fræðingur, hefir flutt nokkur
erindi sögulegs efnis i útvarp-
ið í vetur, sem hafa vakið at-
íhygli sakir þess, hve gagnorð
þau eru og myndarlega flutt.
Sami maður ritar grein ný-
lega í Máls og menningartíma-
rit kommúnista um hrun
franska lýðveldisins. Rekur
hann margar orsakir til þess,
að vörn Frakklands varð svo
endaslepp i þessari styrjöld. En
í þessum raunalega aðdraganda
þykist Sverrir samt eygja eina
ljósglætu. — Það er árið 1936,
þegar samfylking Alþýðuflokks-
ins franska og kommúnista
vinnur mikinn sigur í kosning-
um, og Leon Blum myndar
stjórn. Jafnframt því leggja
verkamenn niður vinnu i öllum
verksmiðjum landsins, hreiðra
um sig á vinnustöðvunum og
neita að gera handtak fyrr en
kröfum þeirra sé fullnægt um
40 stunda vinnuviku auk ann-
arra fríðinda.
Franska þingið varð að ganga
að þessu. — „Alþýðufylkingin
hafði sýnt mátt sinn í póli-
tískum og efnahagslegum við-
skiptum stéttanna á vorum
dögum,“ bætir Sverrir við.
Já, 40-stunda vlnriuvika er
innleidd í verksmiðjum Frakk-
lands um sama leyti og Þjóð-
verjar margfalda afköstin í
hergagnasmiðjum sínum og búa
sig undir að ráða niðurlögum
franska lýðveldisins.
Þarna er ójafnt aðhafzt enda
ójafn leikur, þegar á reyndi.
Og verkamenn Rússlands hafa
áreiðanlega unnið öðru visi en
starfsbræður þeirra í Frakk-
landi gerðu undir forustu sinna
kommúnistaforingja. Annars
hefðu Rússar vart tekið svo
hraustlega móti innrás Þjóð-
verja sem þeir hafa gert.
Afleiðingarnar af samfylk-
ingu franska Alþýðuflokksins
og kommúnista leiddi ógæfu yf-
ir frönsku þjóðina.
Þetta lætur hinn gáfaði en
misvitri sagnfræðingur sem
hann skilji ekki.
Þá er ekki líklegt, að okkar
Ásgeirar og Stefánar dragi af
3Ví mikla lærdóma. En sér
grefur gröf, þótt grafi.
Erlendar IréUir
Kongressflokkurinn indverski
hefir hafnað seinustu tillögum
Sir Stafford Cripps. Aðalágrein
ingurinn mun hafa verið um
landvarnarmálin. Samband Mú
hameðstrúarmanna hefir og
hafnað þeím. Stafford Cripps
mun vera lagður af stað hem
leiðis.
Pandit Nehru, sem nú er á-
hrifamesti leiðtogi Indverja
hefir kvatt landa sína að verj
ast japanskri innrás eftir megni
þótt samkomulag náist ekki við
Breta að sinni.
3500 amerískir sjóliðar og
landgönguhermenn komust
undan frá Bataanskaga til Cor-
regidorvirkisins.
MYNDGERÐARMENN LÆRA
AF REYNSLUNNI.
Kommúnistar hafa látið
myndgerðarmenn sína fara af
stað með ávarp til Alþingis um
að hegna menntamálaráði
stranglega. í Timanum hefir
oftar en einu sinni verið bent
á, að þeir, sem gerðu í fyrra
skjalið „vér einir vitum“, væru
lítt sendibréfsfærir. Þessi bend-
ing hefir haft áhrif, því nú
finna hinir fyrri höfundar van-
mátt sinn og fá mann til að
starfa fyrir sig. Þeim fer líkt
og Rómverjum, er þeir fengu
franskan heimspeking til að
gera stjórnarskrá handa Pól-
landi. Það er sérstaklega á-
nægjulegt fyrir menntamálaráð,
að þessi nýi bréfritari komm-
únista myndi hafa verið út í
löndum, og löngu horfinn ís-
lendingum, hefði ekki einn af
nefndarmönnum menntamála-
ráðs tryggt honum landvist og
vinnuskilyrði á íslandi.
BLAÐ KOMMÚNISTA
hefir nýlega tilkynnt, hvaða
form þeir vilji hafa á styrk-
veitingum til skálda og lista-
manna. Stéttarfélag eða sovét
rithöfunda sendir hverju Al-
bingi skrá yfir þá menn úr fé-
laginu, sem á að setja á ríkis-
laun, og hve mikið hver þeirra
á að hafa. Alþingi á að taka við
bessum fyrirskipunum og hlýða
beim í blindni. Hver slíkur
maður er settur á föst laun æfi-
langt. Næsta ár sendir félagið
skrá yfir þá, sem á að bæta við.
Þingið er þannig orðið vilja-
(Framh. á 4. síðu)