Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 4
116 TlMlM, smumtlagiim 12. apríl 1942 30. blað ÚR B /EIVUM Búnaðarblaðið Freyr, 4. hefti þ. á. er nýkomið út. Blaðið flytur margar fróðlegar greinar að þessu sinni. M. a. er grein um íslenzka bœndamonningu eftir Jón Sigurðsson á Reynistað, grein um kartöflurækt eftir Klemens Kr. Kristjánsson á Sámsstöðum, Bessastaðir, með mynd, og fleira af fróðlegu, skemmtilegu efni. Aðalfundur Vestfirðingafél. var haldinn í Kaupþingssalnum í fyrrakvöld. Þrír stjórnamieðlimir áttu ag ganga úr stjóminni, þau Guðl. Rósinkranz, María Maack og Áslaug Sveinsdóttir. Fyrir voru í stjórninni Jón Halldórsson formaður, dr. Símon Jóh. Ágústsson, Sigurður Einarsson og Elías Halldórsson. Vestfirðingafélagið hefir í hyggju að gefa út sögu Vest- fjarða og vinna þeir próf. Ólafur I,ár- usson og dr. Símon Jóh. Ágústsson að undirbúningi þeirrar útgáfu. Mikill áhugi kom fram á fundinum varðandi byggðasafn Vestfjarða, en það mál er i undirbúningi. „Smyrill“, en það er flugvélin „Örninn' hrapaði á flugvellinum, fór sitt fyrsta reynsluflug eftir viðgerðina fyrir skömmu slðan. Mennirnir, sem sáu um viðgerðina á flugvélinni, eru Bjöm M. Olsen og Gunnar Jónsson. Hafa þeir Löghlýðní ogdugnaður (Framh. af 1. siSu) að þeir halda þjóðtungu sinni að miklu leyti enn og íslenzk- um heimilisvenjum að miklu leyti líka. Ég hefi komið á tals- vert mörg heimili hér heima og engan mat eða aðrar veiting- ar þegið, sem ég þekkti ekki á íslenzku heimilunum fyrir vestan, þegar ég var bam. En kaffið hér á landi er áreiðan- lega bezta kaffi í veröldinni, enda virðist mér að konurnar hér þeri eins mikla umhyggju fyrir kaffikönnunni eins og yngsta hvítvoðungnum. — Efna- hagur Vestur-íslendinga er yf- irleitt góður. Bændurnir í N.- Dakota lifa að langmestu leyti á því, sem þeir framleiða sjálf- ir, og kaupa mjög fáar lífsnauð- synjar annars staðar frá. ís- lenzka kirkjan og bókasöfnin og blöðin hjálpa fólkinu til að sem varðveita þjóðareinkenni sín og tunguna. íslendingar blandast nú orðið meira öðrum íbúum landsins en þeir gerðu fyrst í stað, en íslendingseinkennin áður gert flugvélar upp að nýju. Verið , . ' _tprk n er að reisa nýtt flugskýli, sem verður vlroast vera S/o SterK, ao pau þoli slíka blöndun, án þess að afmást. það stórt, að það rúmar nýju farþega- flugvélina og gömlu landflugvélina Skíðavikan á ísafirði. Um 300 mamrs fóru héðan úr bæn- um til ísafjarðar með Esju á skíðavik- una þar. Lítið varð þó úr ánægjunni af að vera á skíðum, því ferðafólkið hreppti hríðarveður meðan það dvaldi á ísafirði og á leiðinni vestur varð skipið að halda kyrru fyrir á annan sólarhring vegna óhapps, sem henti það. Fólkinu leið þó yfirleitt vel. Tap eða gróði? Úr Austur-Húnavatnssýslu er Tímanum skrifað: Fólksskortur er hér tilfinn- anlegur til allra framleiðslu- starfa, til lands og sjávar. Fjöldi fólks hefir leitað héðan til gullnámanna við höfuðstað- inn — Bretavinnunnar. Er ekki nema eðlilegt, að svo sé, þegar dagkaupið er þar jafnvel 200— 300% hærra en hægt er að fá við framleiðslustörfin. Marga langar eðlilega til að ná í, þó ekki sé nema lítið brot af milj- ónunum, sem flæða inn í land- ið. Þeir eru náttúrlega ekki margir, íslendingarnir, sem eignast miljónirnar óskHptar, en þeir verða þeim mun valda- meiri 1 landinu, láta falla mola af borðum sínum handa „fá- tækum almúganum", þegar kreppan kemur. En hver verður þjóðarhagurinn? Ég ætla að þjóðin tapi nú raunverulega meira en hún hefir gert nokkru sinni í tvö hundruð ár s. 1. Hvað stoðar allt seðlaflóðið og inn- eignasöfnunin erlendis, þegar framleiðsla öll dregst saman, landið fer í órækt vegna áburð- arskorts og manneklu, bygg- ingarnar ganga úr sér skipin fyrnast og tína tölunni? Og hvað er að segja um þjóðleg verðmætl, andlega og likamlega heilbrigði þjóðarinnar í þessu andrúmslofti? S. D. — Hvernig líst yður svo á yð- ur hér heima? — Mér virðist margt bera vott um mikinn dugnað og eljusemi. Mér finnst undravert, hverju hér hefir verið komið til leiðar, þegar tillit er tekið til, hversu allt er erfitt, þjóðin fámenn, landið fremur hrjóstrugt og snautt af hráefnum og þar að auki „langt frá öðrum þjóðum“. Það, sem vekur strax athygli manns, er, að það er sama hvort talað er við hafnarverkamann- inn, mann í opinberu starfi eða fólk í hinum efnaðri heimilum, allsstaðar mætir maður persón- um með rökhugsun, án allra hleypidóma og fávísi. Ég hefi stundum heyrt hermennina tala um, að íslendingar vissu meira um sögu Bandaríkj anna en þeir sjálfir. Ég veit ekki, hvað sanngjarn þessi vitnis- burður er. En hermennirnir virðast hafa veitt því sama at- hygli og ég sjálfur fann, þegar ég kom hingað, að hér er um að ræða óvenjulega mikla almenna menntun. í Reykjavík eru eng- in fátækrahverfi, sem eru neitt á borð við það, sem annars staðar þekkist í borgum af svipaðri stærð. íslendingar vestan hafs töl- uðu oft um, hve ísland væri fagurt og ég hefi vissulega ekki orðið fyrir vonbrigðum í þeim efnum. Að vísu rignir nokkuð oft, en regnið er oft fagurt líka. Annars eru norðurljósin og lit- brigði íslenzku fjallanna feg- urri en orð fá lýst. — Hvernig álítið þér, að her- mönnunum líki að dvelja hér? — Mér finnst á öllu, að þeir kunni hér vel við sig. Auðvitað er aldrei eins gott að vera lang- dvölum gestur eíns og að vera heima hjá sér, en hermennirn- ir vita áreiðanlega, að þeir eru ekki hér á landi til að skemmta sér, heldur til að stuðla að fram- Erlendir ullarsokkar hafa verið auglýst- ir hér undanfarið af miklu kappi. — Vér höfum ávalt fyrirliggjandi. fjöl- breytt úrval af íslenzkum ullarsokkum, sem eru alveg eins fíngerðir og þeir er- lendu, en auk þess mjög hlýir, ódýrir og endingargóðir. — íslenzku sokkarnir eru seldir í verksmiðj uútsölu Iðunnar og Gefjunar í Aðalstræti og ýmsum öðr- um vefnaðarvöruverzlunum í Reykja- vík. Út um land fást sokkarnir hjá flestum kaupfélögum og mörgum kaup- mannaverzlunum. — í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufél., Reykjavík. gangi mikilvægs málefnis. Þeim finnst mikið til um marga hluti hér, sérstaklega tala þeir um, hvað börnin eru vel klædd, fall- eg og hraustleg. Störf her- mannanna eru margvísleg. Þeir eru önnum kafnir hverja klukkustund dagsins,við æfing- ar eða önnur störf. En þar sem hermennirnir eru svo langt frá heimilum sínum, skapast að sjálfsögðu margskonar vanda- mál, sem ætíð eru á döfinni, þegar um fjölmennt herlið er að ræða. En mér er óhætt að segja, að það hefir komið til miklu færri árekstrar milli setuliðsins og íslendinga til- tölulega heldur en í Banda- ríkjunum, þar sem samlandar hermannanna voru þó annar aðiiinn. Það er enginn vafi á því, að allir aðilar, sem þarna eiga hlut að máli, óska þess eins, að sambúð íslendinga og setu- liðsins verði sem allra vinsam- legust. Ég vona það, að ég eigi kost á að koma hingað til landsins þegar styrjöldinni lýkur, því að þá gæfist mér meiri tími til að kynnast föðurlandi mínu, seg- ir Dóri að lokum. A. AðalEundur (Framh. af 1. síðu) síðastliðið ár nam rúmlega kr. 300.000,00. Samþykkt var að út- hluta til félagsmanna 9% af arðskyldri úttekt þeirra. Þar af verða útborguð 6% og 3% renna i stofnsjóð. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Svavar Þjóðbjörnsson og Hálfdán Sveinsson, en þeir voru báðir endurkosnir. Full- trúi á aðalfund S.Í.S. var kos- inn Friðjón Stefánsson, kaup- félagsstjóri. Félagsmönnum fjölgaði á ár- inu úr 90 upp í 117. Voru fé- lagsmenn yfirleitt ánægðir með rekstur félagsins. Eopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. 430 Victor Hugo: Esmeralda 431 sér og blés sem ákafast. Skær, hvellur hljómur kvað við. — Hvað er þetta? hrópaði prestur- inn. í sömu andrá var þrifið til hans og hann hafinn á loft af efldum armi. — Það var myrkt i klefanum. Hann gat ekki greint, hver hafði á hann ráðizt en heyrði mótstöðumann sinn gnísta tönnum af reiði. Birtan var þó næg til þess, að hann gat séð hnífsblað, sem blikaði yfir höfði hans. Presturinn hélt sig þekkja Kvasi- modo. Það gat heldur ekki verið um annan að ræða. Hann minntist þess nú einnig, að hann hafði hrasað um eitthvað utan við klefadyrnar. En þar sem vera sú hafði ekki mælt orð frá munn, varð hann á báðum áttum. Hann þreif í arminn, sem hélt á hnífn- um, og hrópaði: — Kvasimodo! Hann mundi ekki, að Kvasimodo var svo mjög heyrnardaufur sem raun var á. Leifturskjótt var prestinuim varpað til jarðar. Hann fann hné andstæðings- ins hvíla blýþungt á brjósti sér. — Hnéð var vanskapað. Á því þekkti hann Kvasimodo. En hvað átti hann til bragðs að taka? Hvernig átti hann að því að fara að láta hann þekkja sig? Myrkrið varnaði því, að Kvasimodo fengi greint andlit hans. Hann var gersamlega glataður. Esm- eralda myndi ekki hafa minnstu með- aumkun með honum. Hún myndi ekk- ert til þess gera að bjarga honum. Hnífsblaðið blikaði yfir höfði hans. Ör- lagastund var upp runnin. Skyndilega þóttist hann þó verða þess var, að hik kæmi á mótstöðumann sinn. — Það má ekki falla á hana blóð- dropi, mælti hann dimmraddaður. Nú varð ekki um það efazt, að þetta væri Kvasimodo. Grófgerðar hendur Kvasimodos náðu taki um fætur prestsins og drógu hann út. Hann átti að láta lífið utan klefa- dyranna. Það varð honum til lífs, að tunglskin var á einmitt þessa stund- ina. Fölur bjarminn frá tunglinu féll á andlit prestsins. Kvasimodo starði á hann, varð síðan gripinn skjálfta og slepptí honum lausum. Esmeralda, sem stóð á þröskuldin- um, horfði undrandi á það, hversu við- horfin breyttust. Nú var það prestur- inn, sem ógnaði en Kvasimodo, sem bað miskunnar. Presturinn reyndi að koma Kvasi- modo í skilning um reiði sína og van- þóknun með alls konar látbrögðum. Jarðraskid á Fljótsdal (Framh. af 3. síðu) Fljótsdal. Aðstaða til búrekst- urs myndi þá batna að mun, og þá væri einnig auðveldara að veita skóginum á Arnaldsstöð- um þá vernd, er gerði hann að verulegum nytjaskógi á fáum árum. Ferðalangar myndu og leggja þangað leið sína. Á Langhúsum urðu mikil spjöll á graslendi, þar með á engjum. Kelduá breytti farvegi hjá svonefndu Klifi, er vegur lá yfir þegar áin var mikil. Hlaupin fylltu upp kvísl úr ánni, er rann undir Klifinu. Þar er nú greiðfær vegur, einnig fyrir bifreiðar, og ekki senni- legt að Kelduá muni ryðja sér þarna farveg að nýju. Á Þorgerðarstöðum skemmd- ist graslendi ekki mikið, en fjárhús og hlöðu tók af á tún- inu. Geislar upprennandi sólar falla enn sem fyrr á suður- hlíðar Fljótsdalsmúla. Þar mun ætíð verða mikir landkostir og mikll gróður, þrátt fyrir skriðu- föll stöku sinnum. Þeir, er þar búa, munu una vel hag sínum, þótt móti blási við og við. Afstaða Framsóknarfl. (Framh. af 1. síðu) vissra stjórnmáamanna er nú svo komið, að áframhaldandi kosningafrestun myndi verða tíl þess að efla sundurlyndi í stað samheldni. Ein aðalstoð kosningafrestunarinnar er' því úr sögunni. Þess vegna telur Framsóknarflokkurinn ekki fært að fresta kosningum lengur, þrátt fyrir þá annmarka, sem eru á kosningum nú. Samkvæmt þessu gerði aðal- fundur miðstjórnar Framsókn- arflokksins í vetur ályktun, þar sem m. a. segir: „Frestun almennra kosninga til Alþingis er að áliti Fram- sóknarflokksins því aðeins rétt- mæt og framkvæmanleg að til staðar sé, auk alveg sérstakra knýjándi nauðsynjar á frestun- inni, svo að segja einróma sam- þykki allra aðalflokka þingsins. Eins og þessum málum er nú komið, telur Framsóknarflokk- urinn alveg óumflýjanlegt, að almennar Alþingiskosningar fari fram á vori komanda." Þeir flokkar, sem stóðu að kosningafrestuninni í fyrra, en hafa með óbilgirni sinni kippt fótum undan henni, eiga eftir að svara til sakar hjá þeim stóra hluta þjóðarinnar, sem skilur og finnur nauðsyn þess, að frekar sé reynt að lægja en auka ófriðarbálið á þessum einna alvarlegustu tímum, er yfir þjóðina hafa gengið. Þessir sömu flokkar, sem stóðu að kosningafrestuninni í fyrra, en ætla nú að knýja fram tvennar þingkosningar á þessu ári, munu einnig fá að gera þjóðinni grein fyrir þessum gagnólíku vinnubrögðum þeirra þá og nú. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) laust verkfæri í höndum „klíku“, sem kennir sig við list- ír og bókmenntir. Það má kalla það furðulega heimsku, af mönnum, sem eiga að vera sjálfstæðir atvinnurek- endur í víngarði orðsins, er þeir leyfa sér að óvirða Alþingi með -GAMIjA BÍÓ ■ PYGMALION eftir Bernard Shaw. Sýnd I kvöld kl. 9 — Síðasta sinn. — NANETTE (No, No, Nanette) Amerísk söngvamynd með ANNE NEAGLE Sýnd kl. 3, 5 og 7 Aðgöngum. seldir frá kl. 11 -NÝJA BfÓ. Á suðrænum slóðum . (Down Argentine Way). Fögur og skemmtileg stórmynd tekin í eðlileg- um litum. Aðalhlutverkin leika: DON AMECHE og BETTY GRABL. .. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að ölium sýningunum seldir frá kl. 11 f. h. Nafnið yarabirgðnm Ríkisstjórnin hvetur almenning til að safna nokkrum birgðum í varúðarskyni. Hér er minnisblað yfir helztu vörur á markaðnum, sem þola vel geymslu. Bij ötniðnr suða: Kindakjöt 1/2 og 1/1 ds. Saxbauti 1/2 og 1/1 ds. Kindakæfa 1/8, 1/4, 1/2 og 1/1 ds. Kindabjúgu 1/1 ds. og fleira. EiskitiÖursnða: Fiskabollur 1/1 og 1/2 ds. Fiskbúðingur 1/1 og 1/2 ds. Soðinn þorskur 1/1 og 1/2 ds. Reykt murta í ds. Soðin síld 1/1 ds. Síld í olíu og tómat og fleira. Ýiuislegt: Grænar baunir í ds. ísl. gulrætur í ds. Kex og kökur Kringlur Tvíbökur Skonrok All Bran Corn Flakes Harðfiskur Riklingur Dósamjólk Rúgmjöl og heilhveit i kex. ka u píélaqiá P A L rœstiduft er fjrrir nokkru komið á tnarkaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, enda vel til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. IVotiÖ O P A L rœstiduft því að gera ráð fyrir, að það taki með þökkum svo óverð- skuldaða árás frá mönnum, sem eiga að sýna í verki, að sú til- trú, sem Alþingi hefir sýnt mörgum þeirra, hafi verið ann- að og meira en ölmusustarf- semi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.