Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 3
30. Ma3§
TÍMINN, simmulaghm 12. april 1942
115
OrO í tiina toluð
(Framh. af 2. slðu)
en þjóðarhagsmuni. Það þarf
að fara þær leiðir sem Fram-
sóknarílokkurinn hefir fyrstur
bent á og beitt sér fyrir. En það
eru samvinnubyggðir í sveitum.
Það þurfa að rísa upp sveita-
þorp, og ræktun út frá þeim.
Óefað tel ég, að bezta leiðin
sé sú, að ríkið kaupi ákveðið
landflæmi, sem það leigi svo
einstaklingum til ræktunar með
skipulagt sveitaþorp fyrir aug-
um. Eitt dæmi vil ég leiða fram,
sem er ekki að öllu óskylt því,
er ég hefi bent á hér að fram-
an. En það er Þykkvabær í
Rangárvallasýslu. Hvernig var
Þykkvabær fyrir 15—25 árum,
og hvernig er hann nú? Þykk-
bæingar voru eitt sinn annál-
aðir fyrir fátækt og vesaldóm.
En nú eru þeir annálaðir fyrir
dugnað, snyrtimennsku og góða
afkomu.
Er hægt að segja þetta um
mörg byggðarlög?
Nei, því miður allt of fá. Hér
hefir samvinnan verið að verki.
Þykkbæingar standa allir sam-
an að bættum kjörum sínum.
Þar reynir ekki hver að rífa
hinn niður og auðga sig á
kostnað náungans.
Höfum Þykkbæinga til fyrir-
myndar, er við byggjum sveit-
irnar upp að nýju. Þá munu
þeir fleiri, ungir menn og ung-
ar konur, sem vilja heldur eiga
heima í hinum þægilegu sveita-
þorpum en krjúpa fyrir vinnu-
veitanda sínum á mölinni við
sjóinn.
Andrés frá Hólmum.
Jarðraskið
í Fljóisdal
Fjöll þau, er ganga fram í
aðaldali á íslandi og skipta
þeim í afdali, nefnast múlar.
Svo er um múlana í Aðal-
reykjadal, Fljótsdal, Skriðdal,
Álftafirði og víðar á landinu.
Bæir þeir, er standa framan-
undir þeim, bera sama heiti. En
seinni tíðar menn hafa af-
skræmt nafnið á Múla í Fljóts-
dal og kalla nú þann bæ Lang-
hús. Eins er um mörg önnur
bæjaheiti á landinu. Múli þýðir
snoppa, haus eða snjáldur. „Þar
hæfir spónn múla, en skel
kjapti“, segir máltækið. Þar af
er dregið múll og að mýla.
í tiiefni af hinum miklu og
alvarlegu skemmdum, er þarna
urðu, dagana 10.—12. nóv. s. 1.,
stendur fréttapistill í 124. tbl.
Tímans um þennan atburð,
eftir einhvern hér á Héraði. En
með því að frásögnin er að
einu leyti röng, vildi ég biðja
Tímann fyrir nokkrar leiðrétt-
ingar, byggðar á athugunum á
staðnum, er ég gerði nýlega.
Skiftir það nokkru máli, að rétt
sé greint frá slíkum skemmd-
um bæði almennt og gagnvart
þeim, er til þekkja, en eiga þess
ekki kost að kynna sér þetta af
eigin reynd.
Eins og tekið er fram í um-
ræddum fréttapistli, féllu skrið-
ur á þremur jörðum sunnan í
Múlanum, Arnaldsstöðum, Þor-
gerðarstöðum og Langhúsum.
IJrðu mestar skemmdir á Arn-
aldsstöðum, og skal þeim fyrst
og fremst lýst nokkuð. — Á
túnið á Arnaldsstöðum féllu 3
hlaup, hið mesta rétt utan við
bæjarhúsin og tók það fjárhús
af, er stóð eitt sér, uppi á tún-
inu. Tóttin að því sézt greini-
lega (fréttamaðurinn segir, að
fjárhúsið hafi horfið með öllu).
Annað hlaup kom fram á tún-
inu, og hið þriðja yzt á því.
Má telja, að nærri láti, að % af
túninu liggi undir þykkum.aur-
skriðum. Túnið á beitarhúsun-
um skemmdist lítið. Páll Ólafs-
son bóndi að Arnheiðarstöðum
áætlar, að 80 hestar muni fást
af þeim hluta túnsins, er ó-
skemmdur er, að meðtöldu því,
sem fæst af beitarhúsatúninu.
Engjar fyrir neðan bæinn
skemmdust mikið. Það, sem
eftir er óskemmt, þarf til beit-
ar, því að aðalbeitiland stór-
gripanna, framan við bæinn,
fór að mestu undir aur.
Þetta eru í stórum dráttum
skemmdir á láglendinu. Hvern-
ig er þá fjalllendið, Múlinn
sjálfur? munu kunnugir spyrja.
Fréttapistillinn tekur réttilega
fram, að Arnaldsstaðamúli, þ.
e. fjallshlíðin, er tilheyrir Arn-
aldsstöðum, hafi verið mestöll
skógi vaxin. En það er með öllu
rangt, er þar segir að skógur-
inn hafi mestallur sópast með
hlaupunum.
Arnaldsstaðaskógur var 80—
100 ha. að víðáttu. Ég tel, að
nærri láti, að tuttugasti hluti
hans hafi farizt í þessu mikla
jarðraski dagana 10.—12. nóv-
ember s. 1. Eftir eru þá 76—95
ha. af skóginum. Má minna
gagn gera, en svo herfilega sé
farið með staðreyndir, að 95%
af hinum blómlega skógi á Arn-
aldsstöðum, auk þeirra 5%, er
fórust, hafi sópazt burt og
flotið út Kelduá, eða farið í aur
á þremur sólarhringum.
í fjallshlíðinni ber mest á
breiðu hlaupi rétt framan við
betarhúsin. Fór sú skriða yfir
Kelduá yfir á land Víðivalla-
gerðis. Eins eru mjög áberandi
skemmdir á fjallshlíðinni fram
við landamörk, utan við svo-
nefndan Markklett. Fóru þau
hlaup yfir beitilandið á slétt-
lendinu og lögðu það undir að
mestu.
Þótt mikl spjöll séu á gras-
lendi jarðarinnar, telja kunn-
ugir, að vel megi búa þar á-
fram. Að vísu verða ekki hafðir
þar næstu árin margir stór-
gripir en sauðland er nægilegt.
Á túninu standa stór björg upp
úr hlaupunum, en að öðru leyti
eru þau nokkuð slétt, svo er og
„Til umsagíiar"
Helgafell, tímarit um
bókmenntir og önnur
menningarmál. Marz ’42.
— Verð árg. kr. 40.00.
Útgefandi þessa nýstofnaða
tímarits heitir Helgafellsútgáf-
an, en eigandi þeirrar útgáfu
mun vera Ragnar Jónsson verk-
smiðjueigandi og bókaútgefandi
m. m.
Ritstjórar eru Magnús Ás-
gersson og Tómas Guðmunds-
son, báðir góðkunnir rithöf-
undar, annar fyrir ljóðaþýðing-
ar, hinn fyrir eigin ljóðmæli.
Tímariti þessu er fyrst og
fremst ætlað að vera bók-
menntatímarit. Ritstjórarnir
leggja áherzlu á það í formáls-
orðum þessa fyrsta heftis, að
þeir séu öllum flokkum óháðir
og engum stefnum bundnir. Er
og sýnilegt, að þeir gera sér far
um að þræða hinn gullna með-
alveg. Stundum verður þessi
ástundun dálítið áberandi, svo
að hún minnir á prúðar leik-
fimismeyjar, sem æfa jafnvæg-
isgang á slá og láta áhorfendur
í talsverðum vafa og eftirvænt-
ingu um, hvort þær muni held-
ur hrata til hægri eða vinstri
— eða ganga föstum skrefum
beint áfram.
í hefti þessu er efni allfjöl-
breytt og læsilegt. Barði Guð-
mundsson ritar um Skáld,
kynngi og kvenréttindi. Bendir
hann á þá staðreynd, að ein-
kennilega mörg hirðskáld voru
til forna kennd við móðerni sitt
í stað faðernis. Hyggur hann
þetta eiga rót sína að rekja til
fornrar menningar, þar sem
konur höfðu meiri völd og
stunduðu meir skáldskap, en
siðar varð á söguöld okkar. Þá
bendir hann og á, að þetta sé
fátíðast á Austurlandi, en þeim
mun algengara í hinum lands-
fjórðuhgunum, og miklu tíðara
á íslandi en í Noregi, að tiltölu.
Þetta er upphaf að greina-
flokki Barða, og verður það eitt
sagt hér, að slíkar hugmyndir
eru jafnan frjósamar sem
rannsóknarefni, ef vel er fylgt
eftir, hvort sem jákvæð niður-
staða fæst eða eigi.
Ritstjórarnir birta kvæði þýdd
og frumsamin og skrifa rit-
dóma. Um Eddu Þórbergs skrif-
ar Tómas Guðmundsson og tek-
ur hana af lífi með sérstakri
blíðu og nærfærni. „Það er
engu líkara en höfundurinn sé
í bili orðinn þreyttur á Þórbergi
Þórðarsyni, þótt hugurinn snú-
ist enn í kringum hann af
gömlum vana“, segir Tómas að
lokum.
Prentun og snið heftisins er
óvenjulega vandað og hefir sjá-
anlega mikilli vandvirkni og
natni verið til kostað. Þó hafa
ritstjórarnir líklega ekki lesið
Tilkyniiing
u m Í4 II
Sökum vöntunai* á innheimtumönnum
sjá kolaverzlanirnar í llevkjavík sér
ekki fært að selja kol öðruvísi en gegn
staðgreiðslu.
Kolamagn undir 250 kg. verður ekki
keyrt heim til kaupenda, nema að
greiðsla hafi farið fram áður.
Kaupendur að kolum yfir 250 kg., eru
vinsamlega heðnir að hafa greiðslufé
handhært, svo tafir keyrslumanna
verði sem minnstar.
Kolaverzlanirnar
i Reykjavik.
Nú er rétti tíminn
Samband ísl. samvinnufélatia.
Samvinnumenn:
Markmið samvinnufélaga er að sporna við
skuldaverzlun og óreiðu í viðskiptum.
§IGLIMAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
til að læra að synda fyrir vorið. Sundnámskeið hefjast að nýju
í Sundhöllinni mánudaginn 13. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram
sem fyrst. Upplýsingar í síma 4059. —
ATH.—Nú verða sérstakir barnaflokkar.
SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR.
Smásölnverð
á viiiiliiii^iiiii
Tilkynuiiig
frá loftvarnanéfnd Hafnarfjarðar.
Þegar loftárásarmerki var gefið síðast hér, voru nokkur brögð
að þvi, að fólk, sem var á ferli um götur bæjarins, leitaði ekki
skýlis í loftvarnabyrgjum og húsum, heldur héldi áfram leiðar
sinnar, eins og ekkert væri um að vera, þrátt fyrir fyrirmæli lög-
reglunnar um að leita skýlis.
Með því að hér er um að ræða mjög varhugavert athæfi, til-
kynnist hér með, að framvegis verða allir sektaðir, sem þrjózk-
ast við að fara eftir fyrirmælum lögreglunnar, þegar yfir stend-
ur loftvarnaæfing eða gefið hefir verið merki um, að hætta sé
á loftárás.
Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér
segir:
Lucky Strike 20 stk. pk. Kr. 1.90 pakkinn
Raleigh 20 — — — 1.90 —
Old Gold 20 — — — 1.90 —
Kool 20 — — — 1.90 —
Viceroy 20 — — — 1.90 —
Camel 20 — — — 2.00 —
Pall Mall 20 — — — 2.20 —
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3%
hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseínkasala ríkisins.
á engjunum. Aurskriður þessar,
sem Austfirðingar nefna hlaup,
munu gróa upp á stuttum tíma.
Náttúran er venjulega fljót að
græða sárin. Túnið getur á ný
orðið eins og það var, ef rutt
er burt þeim Grettistökum, er
liggja á yfirborðinu. En það
verk kostar allmikið fé.
,Sjálfsagt virðist að hið opin-
bera hlaupi hér undir bagga.
prófarkir af öllum auglýsing-
unum.
Þessi jarðspjöll eru meiri en
sögur fara af í byggðarlögum
hér austanlands, er komið
hafa niður á einni jörð að
mestu. Arnaldsstaðir mega ekki
leggjast í eyði fyrir þau spjöll,
er orðin eru. Jörðin er ein hin
mesta skógarjörð á Héraði og
með farsælustu bújörðum 1
Fljótsdal. Umhverfið er mjög
aðlaðandi og sérkennilegt.
Þangað verður fært bifreiðum,
er brú kemst á Jökulsá i
(Framh. á 4. síðu)
Járníðnaðarpróí
hefst næstkomandi laugardag 18. þ. m. kl. 14. Þelr, sem ganga
undir prófið, tali við undlrritaðan á skrifstofu Landsmiðjunnar
miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 10—12 f. h.
_____________________Asgefi* Slgnrðsson
Bóndi — Kaupir |)ú búnaðarblaðið FREY?
Ef til vill mætti láta sér detta
í hug, að þetta tímarit væri
meira til frægðar boriö en til
langlífis. Verðið er óvenjulega
hátt, — en auðvitað er það á-
standinu að kenna.
Um eigandann gæti verið
freistandi að minna á, að hann
hefir verið stórvirkur í bókaút-
gáfu upp á síðkastið, en varla
velvirkur að sama skapi. Þegar
hann hefst nú handa, að útgáfu
myndarlegs bókmenntatímarits,
verður að sjálfsögðu að leggja
það á metaskálarnar þar, sem
allra pund er vegið, m. a. bók-
menntapund og bókmennta-
syndir.
Pétur Gautur, sem gat verið
séður í viðskiptum eins og
sumir fleiri, stundaði um skeið
þá atvinnu, að senda skip sín
með trúboða, romm og skurð-
goð aðra leiðina en flutti heim
aftur svertingja til að selja.
Og samvizkan var í lagi, þvi
að „skurðgoðum úr skipalestum
var skákað jafnt og þétt af
prestum". Á svipaðan hátt
mætti ætla að hið óháða bók-
menntatímarlt, Helgafell, skáki
jafnt og þétt „Sekum konum“,
„Þernu Hitlers“ og öðrum „bók-
um fyrir dóna“, sem kynnu að
slæðast í gegnum Víkingsút-
gáfuna. J. Ey.
432 Victor Hugo :
Að lokum gaf hann honum merki um
að hafa sig á braut.
Kvasimodo laut höfði og féll á kné.
— Herra, mælti hann alvarlegur og
dapur í bragði. — Gerið hvað sem yð-
ur sýnist en drepið mig fyrst.
Hann afhenti prestinum síðan hníf
sinn. Presturinn hugðíst að þrífa hann
af honum i skyndi. En Esmeralda varð
honum þó fyrri til. Hún þreif hnífinn
úr höndum Kvasimodos og rak upp
brjálæðiskenndan hlátur.
— Komdu nú! mælti hún við prest-
inn.
Hún veifaði hnífnum yfir höfði sér.
Presturinn vissi eigi, hvað hann skyldi
til bragðs taka. Hann þurfti ekki um
það aef ðast að hún réðist á hann, ef
hann hætti sér nær.
— Þú dirfist ekki að koma feti nær,
varmennið þitt! hrópaði hún. — Nú veit
ég, að Föbus er enn á lífi. Orð þessi
mælti hún svo vægðarlaust og kulda-
lega, að þau voru prestinum sem rýt-
ingsstungur í hjartað.
Presturinn sparkaði í Kvasimodo, svo
að hann valt um koll. — Síðan flýði
hann sem fætur toguðu niður turn-
tröppurnar.
Þegar hann var á braut, tók Kvasi-
Émodo upp hljóðpípuna, sem hafði bjarg-
að Esmeröldu.
Esmeralda 429
gerðu mér hvað þú vilt, en miskunn-
aðu þig yfir mig og elskaðu mig!
Hún barði hann eins og vitstola barn
væri. Hún kreppti hnefana og greiddi
honum hvert höggið af öðru í andlit-
ið. .
— Vík frá mér, Satan!
— Elskaðu mig, elskaðu mig! Misk-
unn! hrópaði vesalings presturinn
samtímis því að hann endurgalt högg
hennar með ástaratlotum.
Skyndilega. varð hún þess vör, að
hann var ofjarl hennar.
— Við verðum að binda enda á
þetta! mælti hann hásum rómi.
Hún lá titrandi og örmagna í faðmi
hans og var algerlega háð vilja hans.
Hún fann hann fara höndum um lík-
ama sinn. Hún gerði síðustu örvænt-
ingartilraun til þess að losa sig og
æpti hástöfum:
— Hjálp! Hjálp! Blóðuga! Blóðuga!
Enginn kom. Djali var ein vakandi
og jarmaði af hræðslu.
— Þegiðu! stundi presturinn upp.
Esmeralda barðist um og reyndi að
losna úr greipum prestsins. Allt í einu
snart hönd hennar kaldan málmhlut,
sem lá á gólfinu. Það var hljóðpípa
Kvasimodos. Hún þreif hana í örvænt-
ingu sinni, og ný von vaknaði í huga
hennar. Hún bar hljóðpípuna að vörum