Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1942, Blaðsíða 2
114 TÍMIM) smmndagiim 12, apríl 1942 30. blað TW*t&:*vm£tí!SL ■gtminn Sunuudag 12. apríl Hvers vegna er út- flutningsgjaldíð ekki innheimt? Það er öllum augljóst mál, að gerð'ardómslögin, sem liggja fyr- ir þinginu, ná hvergi nærri því marki að stöðva dýrtíðina, þó þau séu talsverður áfangi í þá átt. í þeim eru engin ákvæði, sem koma í veg fyrir verðhækk- un erlendra vara af völdum hærra innkaupsverðs og flutn- ingskostnaðar, og þau heimila verðhækkun innlendra vara undir vissum kringumstæðum. Þótt gerðardómslögin verði samþykkt getur dýrtíðin samt haldið áfram að vaxa og vísi- talan að hækka, ef engar við- bótarráðstafanir eru gerðar. Framsóknarflokknum var þetta ljóst, þegar gerðardóms- lögin voru gefin út. Þess vegna fékk hann samstarfsflokk sinn til að fallast á það, að lagt yrði fram fé til að halda niðri frek- ari verðhækkun vara en orðin væri. Nokkurar framkvæmdir eru þegar orðnar i þessum efnum. LofaÖ hefir verið að leggja fram fé til að halda sama verði á er- lendum áburði og var á síðastl. ári. Einnig hefir verið komið í veg fyrir verðhækkun seinustu kolafarmanna, sem komið hafa til landsins, á þennan hátt. Verður þessu vafalaust haldið áfram jafnóðum og einstakir vöruflokkar hækka í verði. Enginn getur sagt um, hversu mikið fé þetta muni kosta. En það má ekki horfa i það. Þetta fé kemur raunverulega strax aftur, því að atvinnuvegirnir og rikið greiða lægri laun, sem því svarar, þar sem þannig er hindruð hækkun vísitölunnar og dýrtíðanippbótarinnar. Þetta fé endurgreiðist líka marg- falt síðar þar sem atvinnuveg- irnir þurfa þá ekki að greiða hið háa kaupgjald, sem þá væri orðið, ef visitalan fengi að hækka takmarkalaust. En hvernig á að afla þess fjár, sem varið verður á þenn- an hátt? í dýrtíðarlögunum, sem sam- þykkt voru á síðastl. vori, var ætlast til að aðaltekjustofninn yrði útflutningsgjald á þeim ís- lenzkum afurðum, sem væru seldar með mestum hagnaði. Alþingi leit svo á, að þannig ætti að nota stríðsgróðann til að halda dýrtíðlnni I skefjum. Viðskiptamálaráðherra lagði tíl að þetta gjald yrði strax inn- heimt. En það heyrir undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að láta innheimta þetta gjald. Þeir hafa ekki gert það enn þann dag 1 dag. Þannig hafa farið forgörðum miljónir króna, sem hægt hefði verið að nota til framangreindr- ar dýrtíðarráðstafana. Vísitalan hefir hækkað stór- lega vegna þess, að þetta fé var látið ónotað til að halda verð- laginu niðri. En á sama tíma hafa eigendur þeirra skipa, sem fluttu sjálf afla sinn til Eng- lands, rakað sama stórfé. Eigendur þessara sömu skipa halda enn áfram að græða stór- fé á siglingunum til Englands. En útflutningsgjaldið, sem nota á til að halda dýrtíðinni í skefj- um, er enn látið óinnheimt. Hversvegna er þetta gjald ekki lnnheimt? Almenningur finnur ekki aðra skýringu á þessu en óréttlæt- anlega hlífð við stríðsgróða- mennlna. Almenningur getur ekki séð, að þeir ráðamenn þjóðfélagsins, sem þannig van- rækja dýrtíðarráðstafanir vegna stríðsgróðamanna, hafi mikinn áhuga fyrir að halda dýrtíðinni i skefjum. Ef til vill hafa þessir menn aðrar og réttmætari ástæður fyrir því, að þetta gjald hefir ekkí veríð innheimt. En þá eiga þeir að koma með þessar skýr- ingar. Þjóðin krefst fullrar vitneskju um, hvers vegna út- flutningsgj aldið í þágu dýrtíð- arráðstafananna hefir ekki ver- ið og er ekki innheimt. Þ. Þ. Orð í tíma toluð — BréS og pistlar til Tímatis — Afurðaverð laudbúnaðarins. — Nokkur orð um ísl. fiánann. — Lausavisur úr Skagafiirðí. — Sveitaporp. — Jarðraskið í Fljótsdal. Afurðaverð land- búnaðaríns Það vantar ekki, að talað sé um hátt verðlag á þeim af- ui-ðum, sem bændurnir selja, og ýmsir álíta víst, að landbúnað- urinn sé annar stóri bróðir- inn I stríðsgróðanum. Um það ætla ég ekki að fjölyrða, en á hitt vildi ég benda, að það sýnir sig bezt hvert fólkið sækir at- vinnuna, og hvar það þykist hafa mest upp úr vinnu sinni. Það sýnir betur en nokkuð ann- að, hvar gróðans er mest von. Þótt þær afurðir landbún- aðarins, sem seldar eru á inn- lendum markaði, megi teljast í viðunandi verði, er þess að gæta, að sá hluti, sem seljast þarí úr landinu, svo sem ull og gærur, liggur enn óseldur í vörugeymslum hér heima, og söluhorfur taldar svo slæmar á þessum vörum, að ekki fáist nema nokkur hlutl þess verðs, sem bændur þurfa að fá, til þess að standast framleiðslukostn- að. Þetta er nú stríðsgróðavon bændanna, að minnsta kosti þeirra, sem reka sauðfjárbúin. Að vísu hafa kaupfélögin, og að líkindum aðrar verzlanir, áætl- að bændum i reikninga um áramót um helming af því verði, sem þeir þurfa að fá fyrir þess- ar afurðir. Nú ríkir óvissan um það hvort bændur fái hald- ið þessu áætlaða verði, hvað þá að þeir geti gert sér vonir um meira verð. Bændurnir þola ekki, fremur en aðrar stéttir þjóðfélagsins, að bíða jafnvel í fleiri ár (eins og með upp- bótína á ullina 1940) eftir því verði, sem þeir eiga að fá og þurfa að fá fyrir afurðir búa sinna. En þó er óvissan um verðið það lakasta. Það skapar vonleysi hjá mörgum bóndan- um, þegar hann heyrir um pen- ingastrauminn til annarra stétta. Þetta verður að breytast. Bændur verða að fá að vita, um leið og reikningar þeirra eru gerðir upp við áramót, hvers þeir megi vænta um verð á þeim hluta afurða sinna, sem út þarf að flytja, og það þarf að vera meira en einhver handa- hófsáætlun, sem ekki styðst við neitt væntanlegt verðlag. En vegna þeirrar óvissu, sem rík- ir um verðlagið á erlenda mark- aðinum, þarf verðið til bænda að miðast við, hvað þeir þurfa að fá fyrir söluvöru sína, til þess að geta haldið áfram hallalaus- um búrekstri. En þá kemur til þess, hvort löggjafarvaldið vill heimila fé úr ríkissjóði til verð- uppbóta á þann hluta landbún- aöarafurða, sem á erlendum markaði þarf að selja. Ég vil taka undir það, sem aðrir hafa bent á, að ríkissjóð- ur eigi að leggja þetta fé fram. Þá er hægt að ákveða á haustin, um leið og kjötverð er sett, hvað bændur þurfa að fá fyrir ull og gærur, og miðast það verð auð- vitað við framleiðslukostnað og laun annarra stétta. Með þessu er bændum skapað öryggi um verð á framleiðslu sinni, og það mundi vafalaust hafa mikil á- hrif á kjark þeirra til að halda búrekstrinum í horfi. Þá fyrst vita bændur hvað þeir geta boðið hátt kaup, en ekki eins og nú horfir við, þeg- ar þeir vita ekki hvort þeir fá tvær krónur eða fímm fyrir gærukílóið og fjórar krónur eða átta fyrir ullarkílóið. Nú eiga bændur að fara að ráða sér fólk fyrír næsta sum- ar, ef kaupið á að miðast við það afurðaverð, sem þeim var áætlað fyrir síðasta ár, er ég hræddur um að margur bónd- inn hafí fáar vinnandi hendur í sumar. Þorraþrælinn 1942. Steinþór Þórðarson. Nokkur orð um ísteuzka fánaon Smágrein, sem birtist í Tím- anum 17. marz s. 1., um íslenzka fánann, gefur mér tilefni til að senda blaðinu nokkrar línur, fyrrnefndri grein til áréttingar og víðbótar. í desembermánuði síðastliðnum sneri ég mér fyrir hönd U. M. F. Bólstaðarhlíðar- hrepps, til kunningja míns I •Reykjavík, og bað hann að ann- ast fyrir mig kaup á þjóðfán- anum í nánar tiltekinni stærð, en þó skyldi hann sæta öðrum gerðum ef þessi reyndist ófá- anleg. Mér komu þá ekki í hug nein vandkvæði á þessu, né heldur minntist kunningi minn j á neitt slíkt í þessu sambandi. j En skömmu síðar fékk ég skeyti ! frá honum þess efnis, að þjóð- ! fáninn í öllum stærðum og gerðum, væri ófáanlegur í Reykjavík. Ætla má þó, að á þessum tíma, þ. e. rétt fyrir jólin, hafi flestir þeir hlutir verið þar á boðstólum, er lík- legir þóttu til að seljast, og þá fyrst og fremst með tilliti til hátíðarinnar framundan. En þjóðfáni landsins virðist ekki hafa verið talinn meðal slíkra hluta. Það er því stað- reynd, að á sama tíma, sem all- ar verzlanir eru yfirfullar með ýmis konar fánýtt glingur, og á meðan eftirlikingu íslenzka fán- ans er m. a. ætlað það hlutverk að greiða fyrir sölu þessa varn- ings, ekki síður til erlendra manna en innlendra, þá er þjóð- fáninn sjálfur með öllu ófáan- legur í höfuðstað landsins. Þetta er á vissan hátt tákn- rænt fyrir þann skort á heil- brigðum, þjóðlegum metnaði annars vegar, og það brjálæð- iskennda kapphlaup um auð- fenginn stundargróða hins veg- ar, sem hvort tveggja auðkenn- ir svo mjög yfirstandandi tíma. Það virðist vera réttmæt og sjálfsögð krafa til ríkisvaldsins, að jafnframt því að gerðar séu öruggar ráðstafanir til að hindra þá misnotkun fánans. sem hér á sér sta'ð, verði það einnig tryggt, að hann sé á hverjum tíma til fyrirliggj andi í öllum stærðum og gerðum, þann'ig, að einstaklingar þeir og félög, er vilja eignast hann, geti það án allra sérstakra krókaleiða og vafninga. Jónas Tryggvason. Lausavísur úr Skagafírði Tímanum hafa borizt þessar lausavísur frá einum lesanda sínum í Skagafirði: í sunnanveðri miklu, er kom eftir nýárið, fuku nokkur refa- búr — jafnvel hjá háttsettum refaeigendum — syðra. Þar um kvað ísleifur Gíslason: Voga skefur vindakast. — Virðar hefil brúka. — Það er veður þéttings hvasst þegar refir fjúka. í fyrra fór Ólafur á Hellu- landi með nokkrar lausavísur í útvarp, eftir allmarga skag- firzka alþýðuhagyrðinga, en vannst eðlilega ekki tími til að geta um alla. Einn þeirra, sem eftir urðu, sagði: í útvarpinu ýmsir hér hjá Ólafi lofið fengu; en þeir eru sælir, segjum vér, sem hann gat að engu. Eitt sinn bað Ólína Jónas- dóttir, skáldkona á Sauðárkróki, mann nokkurn að lána sér 10 kr. i nokkra, daga. Var sá að- sjáll talinn. — Hann neitaði Ólínu um lánið og hafði mörg i orð um, hversu oft hann hefði tapað á góðsemi sinni. Þá kvað Ólína: Illt er að varast óhöpp ný, iila farinn gróðinn, kreppa bara komin í kærleiks sparisjóðinn. Um mann, sem orti nokkuð mikið, en ekki allt sem vandað- ast, kvað Ólína: Oftast nokkuð á honum ber, andinn hress og sprækur, en skáldskapur hans alveg er eins og júní-lækur. Þetta kvað hún um einn mann, sem kvæntist eftir að hafa lent I allmörgum ástar- æf intýrum: Sigur unnið hefir hér, hjúskaps runnið strikið. Það er kunnugt, að hann er innan brunninn mikið. Eitt sinn kom maður þar, sem Ólína átti heima og bauð fólk- inu að hlýða á ljóð eftir sjálfan sig. Lét honum ekki braglistin sem bezt, og voru hortittir all- víða. Þá kvað Ólína: Skemmtun spilla skal ei hér, skáldsins snilli hrósum, stráð þó milli stuðla er stöku villirósum. Þessa haustvísu gerði Ólína í haust: Fölnar tó í fjallaskál, fjær er lóu-kliður. Hlýtur þó að heilla sál haustsins ró og friður. Ástands-visur, eftir Ólínu: Um er þráttað, oft-til meins, ensku máttar-völdin. Það er fátt, sem örfar eins æðaslátt á kvöldin. — Gráta menn, því góðum stofn gerður enn er seiður. Skal þá brenna í enskum ofn fslands kvenna heiður? Sveííaþorp Margt bendlr til þess, að þró- unin stefni í þá átt á landi hér, eins og annars staðar, að strjál- byggðar sveitir leggist niður og upp rísi þorp. Fram að þessu hefir fólksstraumurinn verið stöðugur úr sveitunum í sjáv- arþorpin, en við það hlýtur landbúnaðurinn að dragast saman. En svo má þó ekki verða. Á undanförnum árum hefir Framsóknarflokkurinn barizt fyrir bættu afurðaverði sveita- bóndans á margvíslegan hátt og reynt að finna leiðir til að bæta kjör þeirra, er í sveitun- um búa, svo að þar yrði lífvæn- legra og fólkið síður neytt til að flýja þaðan. En þótt þessar til- raunir Framsóknarflokksins hafi að einhverju leyti borið á- rangur, hefir ekki tekizt að finna leiðir til að stöðva þenna straum. Og, ef að áfram heldur eins og verið hefir fram að þessu, eru engin líkindi til að landbúnaður verði stundaður á fslandi eftir nokkur ár. Kveðja flutt við jarðarför Geirfinns Þorlákssonar. Sem ríði yfir reiðarslag og rjúfi bjartan friðardag, sem myrkvist sól, á mcrrgni er skíii svo mjög kom óvcént burtför þín. Ég veit mér þögnin hœfði helzt, er hugur við þungar sorgir dvelst, því máttlaus orð ég ein fœ sagt, og engum styrk l raunUm lagt. Einn hetjusöngur hœfði þér, en harmljóð ei, þá kvaddur er hinn vaskasti í vaskra sveit. sem vinar stolti þrátt ég leit. Þú hlauzt svo ungur þroska þinn, sem þannig vœri hann ákveöinn, þvi œviskeiðið yrði skammt, en cettir mikið hlutverk samt. Um allt er fögur œska þín: Við umsvif skyldu, þung og brýn. Við keppni-afrek, leik og list. — Og Ijóst er nú, hve stórt er misst. En mitt í ástar eptirsjá býr unaðsgleði djúp og há. að hafa átt þig, unnað þér það aldursskeið, sem fegurst er. Og vilja mœddum myrkvast lund á minninganna gleðifund skal leitað, og í Ijósi því öll leiðin rakin upp á ný. Og þar er allt svo heilt og hreint, og hvergi þörf sé nokkru leynt. svo för um Sorgar-Djúpadai er dýrðarstund í helgisal. Svo geymt í hjartans helgidóm skal heilagt minninganna blóm. Þar fölnar ei hin rauða rós, þar roðnar hún við himneskt Ijós. Sigurður Jónsson Það er margt, sem dregur fólkið úr strj álbyggðum sveit- um til þéttbyggðari staða. Það skyldi t. d. engan undra, þótt ungt fólk vilji heldur dvelja í þorpum, þar sem nóg er um skemmtánir, þægindi, ljós og hita heldur en á afskekktum sveitaheimilum, þar sem allt þetta vantar. Og það er til- gangslaust að prédika fyrir unga fólkinu, að þetta sé því hollt, en annað óhollt. Það fer sínu fram. Og hver skyldi lá því það? En fólkið, bæði ungt og gam- alt, fer ekki úr sveitunum vegna þess, að það vilji ekki vera í sveit, ef það hefir eins gott og skemmtilegt þar eins og það gerir sér v'onir ujn að hafa annars staðar. Það fer þaðan vegna þess, að það vantar lífs- þægindi og möguleilca til að afla þeirra i strjálbýlinu. Til þess að sveitirnar haldi áfram að vera til, verður þar að breyta um stefnu. Það verður að „kanna nýjar leiðir“, eins og einn góður borgari sagði um stjórn bæjarmálanna 1 Reykja- vík í sveitunum þarf að kanna nýjar leiðir, hvað sem íhaldið segir og þeir menn innan þess, sem meta meira hagsmuni nokkurra einstaklinga heldur (Framh. á 3. síðu) Sigm’ður Jónsson, Arnarvatnl Geiriínnur Þorláksson Þess hefir verið getið bæði í útvarpi og blöðum, að í ofviðr- inu mikla, sem gekk yfir land allt 12. jan. síðastliðinn, varð það hörmulega slys í Mý- vatnssveit, að Geirfinnur Þor- láksson beið bana í fárviðrinu. Var hann, ásamt bróður sínum, að verja járnþakin peningshús gegn rofi. Tók einn sviptibyl- urinn hluta af þaki hússins á- samt manni, og laust niður þar sem grjót var undir. Geirfinnur var 27 ára að aldri fæddur og uppalinn á Skútustöðum, sonur Þorláks Jónssonar Hinrikssonar skálds á Helluvaði og Arnfríðar Sigur- geirsdóttur Guðmundssonar frá Arnarvatni („Fríðu“ skáld- konu). Föður sinn missti hann sumarið 1930. Stóð þá ekkjan ein uppi með börn sín, sum ung, önnur hálfvaxin; fjárhagur var þröngur og í hönd farandi hin erfiða kreppa, sem svarf sérstaklega fast að sveitabænd- um, er höfðu eínhæfa fram- leiðslu sauðfjárbúa. En þannig er farið búskap Þingeyinga. Alvara lífsins í margvísleg- um myndum mætti því börnum Skútustaðahjónanna snemma á æfileiðinni. Bræðurnir Jón og Geirfinnur voru elztir. Þeirra beið mikið hlutverk og erfitt, en ekkert var fjær þeirra skapi en að renna frá því. Þegar litið er nú til baka yfir þann rúman tug ára, sem síðan er liðinn, er ánægjulegt að minnast þess á- rangurs, sem náðst hefir með samhuga starfi móður og barna. Það hefir verið vaxtar- skeið á öllum sviðum. Systkinin urðu fulltíða fólk og þroskuð- ust og mönnuðust vel. Reist var íbúðarhús, nýtt frá grunni, og síðan hús fyrir allan búpening ásamt heyhlöðu; allt ríflegt og vel við hæfi jarðarinnar, og allt af steini og járni gert. Bústofn hefir vaxið, og fjárhagurinn er sjálfstæður. — Fyrst og fremst eru það bræðurnir, Jón og Geirfinnur, sem samhliða því að hljóta sinn æskuþroska á góðu heimili, hafa á sama tíma unnið þetta fyrir heimilið. Yfir þennan árangur tíu ára æsku- starfs gaf þeim nú að líta. Er eigi ofmælt, að slíkt var á- nægjulegt. Þeir voru samhuga og sam- hentir bræðurnir, og samstarf þeirra því vel fallið til mikilla afkasta. Og þó hið óvænta frá- fall Geirfinns heitins sé og verði mörgum þungur harmur og minnisstæður er það að lík- um, að þar sé engra hlutur þyngri en bróðurins, sem nú er eins og sviptur sinni hægri hönd — sneyddur sinni eigin helft. Slík æska, sem hér er lýst, er að sönnu meir fallin til að þroska alvörumann, en að vera leiksvið gleði og gamanleikja, og vera má, að þeir, sem eiga slíka æsku, fari nokkurs á mis. En í rauninni mun hún þó vera valin leið til alhliða þroska. Bræðurnir, sem ég minnist hér, töldu sig eigi hafa tíma né aðr- ar ástæður til langrar skóla- göngu, og voru þó ágætir náms- menn. Byggðu þeir því eink- um á þeirri unglingafræðslu, sem fáanleg var heima í þeirra eigin sveit. Svo haldgott reynd- ist það nám, að Jón tók gagn- fræðapróf við menntaskólann á Akureyri með miklu lofi, eftir aðeins hálfs vetrar nám við þann skóla. Geirfinnur sótti engan skóla utansveitar, en var engu að síður vel að sér. Beind- ist hugur hans mjög að vissum þáttum verklegs náms, og hafði hann með sjálfsnámi aflað sér kunnáttu og leikni um margt. Meðal annars vann hann á sið- ustu árum að uppsetningu og innlögnum raftækja á sveita- bæjum. Ég rifja hér upp og bendi á þroskaferil hinna ungu vel gerðu manna. Tel ég, að það mætti vera þarfleg hugvekja mörgum æskumanni nú á dög- um, svo mjög sem orð fer af festuleysi, alvöruskorti og stefnuvöntun æskulýðsins víða um land. Geirfinnur tók mikinn virk- an þátt í ungmennafélagsskap sveitar sinnar. Og hvar sem hann tók þátt í félagsstarfi, vann hann sér hið fyllsta traust, og var jafnan skipað í fremstu röð. Hann var formaður leik- fimifélags Mývetninga, og sá þar um glímukennslu. Á sviði íþróttanna hafði hann unnið sér nafn, sem þekkt var um land allt — og á lofsamlegan hátt. Mörgum mun svo fara, að þeim virðast ýkjulegar frá- sagnir ýmsar í fornsögum vor- um, þar sem afburða hetjum og iþróttamönnum er svo lýst 12 til 15 vetra gömlum, að þeir báru þá þegar af öðrum mönnum að afli og íþróttum. Sextán ára gamall þreytti Geirfinnur kapp- glímu á fjölmennu héraðsmóti í átthögum sínum og bar sigur af hólmi. Var þar maxgt vaskra og sterkra manna. Svo var hann bráðþroska og vel fær að því meir sem glíman harðnaði, því auðsærri voru yfirburðir hans. Þykja mér hinar fornu frásagnir eigi með ólíkindum, þegar ég minnist þessa, og fleira af sama tagi, sem ég hefi séð og reynt. Geirfinnur tók þátt í tveim síðustu Íslandsglímun; í Reykja- vík. Vakti glíma hans mikla eftirtekt. Og við, sem heima í átthögunum hlustuðum á út- varpið frá hinni fyrri glímu, veittum því eftirtekt, að glímu- lýsandinn taldi glímu hans mjög „drengilega og karlmann- lega.“ Þessa vitnisbux-ðar vænt- um við líka. Slíkur var hann sem íþróttamaður. Hann átti ó- venju þroskaða og góða skap- gerð til þátttöku í kappleikium; skapfestu og kapp, sem þó laut dómgreind og drenglund. Að- staða hans til þátttöku ? ís- landsglímu í Reykjavík var 1 rauninni ósambærileg við alla hina keppendurna. Hann kom beint frá hörðustu önnum sveitalífsins, og gaf sér eigi tíma til að hvílast eftir langa landferð. Var það allólíkt að- stöðu höfuðstaðaríbúanna. All- ar líkur bentu til að Geirfinn- ur ætti eftir að bæta við sig nýjum íþróttaafrekum. Á hverjum vettvangi, þar sem Geirfinnur heitinn hafði starf- að, er nú stórt skarð fyrir skildi, skarð sem eigi verður. fyllt að svo stöddu. Geirfinnur var mjög vinsæll, og varð eigi öf- undsamt. Unga fólkið unni hon- um hvers konar heiðurs. Minn- ist ég þess eigi, að hafa fylgt ungum manni til moldar, þar sem hluttekning og innilegur söknuður hefir verið eins skýrt markað á hvers manns ásjónu — og það fjölmennis, er sótti víðs vegar að. Hann var jarðsunginn að Skútustöðum. Sóknarprestur- inn, séra Hermann Hjartarson, flutti þar eina sína eftirminni- legustu ágætisræðu. Að henni lokinni las hann upp yndislegt kveðjukvæði eftir móður hans. Ungmennafélagið „Mývetn- ingur“ sá um útförina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.