Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1942, Blaðsíða 4
124 TÓirVJV, fimmtndajgiim 16. aprfl 1942 32. blað tÍR Stórslys á flugvellinum. Það slys vildi til, þegar flugvélin „Smyrill" var að leggja af stað til Akureyrar í fyrradag, að flugvélin steyptist til jarðar rétt við flugvöll- inn, úr á að giska 50 m. hæð. Þrír farþegar og flugmaðurinn slösuðust mjög hættulega og flugvélin gereyði- lagðist. Farþegarnir voru: Axel Kristj- ánsson kaupmaður á Akureyri. Hann skaddaðist á höfði, fékk heilahristing og taugaáfall og er að líkindum hand- leggsbrotinn. Rosenthal, þýzkur maður, sem dvalið hefir alllengi hér á landi. Hann fótbrotnaði, fékk taugaáfall og meiddist auk þess allverulega á höfði. Þriðji farþeginn var enskur höfuðs- maður. Hann slasaðist langmest, en blaðið hefir ekki fengið neinar frekari fregnir af líðan hans. Flugmaðurinn, Sigurður Jónsson, kjálkabrotnaði, rif- beinsbrotnaði, mjaðmabrotnaði og skarst á höfði. Einnig fékk hann mjög alvarlegt taugaáfall. Mennirnir liggja allir á sjúkrahúsi hersins í Stúdenta- garðinum. Brezk sjúkrabifreið, sem var stödd nálægt slysstaðnum, flutti þá þangað strax eftir að slysið vildi til. Um orsakir þesa slyss, er ekkert kunn- ugt, þar sem flugmaðurinn er svo mik- ið meiddur, að hann getur ekki gefið neinar upplýsingar um það. Dálítill stormur var, en þó mátti veður telj- ast sæmilegt til flugferða. Vorprófdagur í sundi. í kvöld fer fram sundmót skólanem- enda i Reykjavík í sundhöllinni og gangast fimm fimleikakennarar skól- anna fyrir mótinu. Allur ágóði á móti þessu rennur til starfsemi barnavina- félagsins „Sumargjafar". Tilgangurinn með þessu móti, er að sýna bæjarbú- um og öðrum, hvað nemendur skól- anna hafa lært í sundi og er í ráði að efna til slíkra sundmóta á hverju vori framvegis. Sundsýningin í kvöld verður þó ekki eins fjölbreytt eins og kennararnir hefðu kosið, vegna mikils farsóttarfaraldurs í bænum að undan- förnu og ennfremur vegna bólusetn- ingar fermingarbarna, sem nú stendur yfir. Fyrst sýna fullnaðarprófsböm þær sundaðferðir, sem þau verða að kunna til að ná fullnaðarprófi, svo sem bríngusund, baksund, björgimar- sund og kafsund. Þá fer fram boð- sundskeppni milli barnaskólanna og nemendur Stýrimannaskólans sýna stakkasund. Loks fer fram boðsunds- keppni milli framhaldsskólanna (skrið- sund ' jpni), Þessir skólar taka þátt í henni: Háskólinn, Iðnskólinn, Menntaskólinn og Verzlunarskólinn. Þessir skólar keppa um bikar, sem rektor háskólans gaf til þessa. Að lok- um fer fram boðsundskeppni milli stúlkna úr framhaldsskólunum. Þátt- takendur í því verða úr Gagnfræða- skóla Reykjavíkur, Verzlunarskólanum og Menntaskólanum. Þessi sundsýning gefur góða hugmynd um sundkunn- áttuna í skólunum, bæði barnaskólun- um og framhaldsskólunum. Það mun því vera óhætt að gera ráð fyrir að áhorfendasvæðin í sundhöllinni verða fullskipuð í kvöld. Verður framleíðslan Af mold erfu (Framh. af 1. síðu) urn stuðning við manninn. En litlu áður hafði Sigurður dregið úr vasa sínum tillögu, þar sem skorað var á mig, að segja af mér formennsku í Framsóknar- flokknum, af því að ég væri til skaðsemdar flokknum. Ég benti honum á, að á þessum stað væri ekki hægt að taka við tillögu frá honum, þar sem hann ætti ekki sæti í miðstjórninni, en til að gera honum efnislega ítrasta greiða, bað ég þá fundarmenn, sem væru þakklátir Sigurði, að gera svo vel að rétta upp hönd. Engin hönd hreyfðist. Stóð Sig- urður þá upp, lýsti yfir að hann væri genginn úr Framsóknar- flokknum, og gekk út. Morgun- inn eftir birtist tillaga Sigurð- ar í Alþýðublaðinu. Hann mun hafa afhent plaggið í prent- smiðjuna, áður en hann kom á fundinn til Framsóknar- manna kl. 9 um kvöldið. Að öllu samtöldu hafa Fram- sóknarmenn fengið viðunandi úrslit með Tungunestilraun sína. Sigurður Jónasson hefir verið til leiðinda og til minnk- unar fyrir flokkinn hin síðari ár. En milli fésýkiskastanna hefir hann slegið í skorpum, og þá töluvert látið undan hon- um. Sigurður fer ekki allslaus frá Framsóknarmönnum, held- ur með mjög álitlegan gróða á hlutabréfum sínum í Eddu. Vasar hans svigna nú undan seðlabögglunum, þar til höfuð- óvinur Sigurðar, niðurjöfnun- arnefndin, fer að týna þá upp úr vösum hans aftur, til þess að Bjarni borgarstjóri og lið hans hafi því meira milli handa til að framkvæma hugsjónir sínar. Við hverja jarðarför segir presturinn: „Af mold ertu kom- inn, að mold skaltu aftur verða.“ Framsóknarmenn geta nú beitt : þessari útfararkveðju við hinn burtvikna fjáraflamann. Hann kom til okkar úr mold krat- anna. Hann hverfur aftur til upphafs síns í hinum sama reit. En hitt mun engum detta í hug, að um nokkra pólitíska upprisu verði nokkurntíma að ræða að því er snertir Sigurð Jónasson. Sá þáttur í útfarar- kveðju þjóðkirkjunnar getur eftir eðli sínu aldrei átt við hann. J. J. Innilegt þakklœti tjái ég öllum, er minntust mín af vinarhug, fœröu mér gjafir og sendu mér heilla- óskir á sjötugsafmœli mínu. Helgi Jónsson frá Stórabotni Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Nfðursuðuverksmlðja. - Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Auglýsing um hámarksverð. Gerðardómur í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir ákveð- ið eftirfarandi hámarksverð: í heildsölu í smásölu Haframjöl ........................ kr. Sagogrjón ...................... Kartöflumjöl ................... Smjörlíki ...................... Krystalsápa .................... Kartöflur ...................... Að gefnu tilefni óskar gerðardómurinn að geta þess, að há- marksverð þetta gildir um allt land og er óheimilt að selja vörur þessar, eða aðrar sem hámarksverð hefir verið auglýst á, hærra verði. Viðskiptamálaráðuneytið, 15. apríl 1942. pr. 100 kg. pr. kg. kr. 77.60 kr. 0.97 — 156.60 — 1.96 — 136.77 — 1.71 — 312.00 — 3.68 — 242.00 — 3.00 — 60.00 -GAMLA BtÓ IV A IV E T T E (No, No, Nanette) Amerísk söngvamynd með ANNE NEAGLE Aukamynd: Hnefaleikakeppni milli JOE LOUIS og BUDDY BAER. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3%-6%: PÓSTÞJðFARIVlR (Stage to Chino) Cowboymynd með GEORGE O’BRIEN. aðgang. Börn innan 12 ára fá ekki -NÝJA Bló. Á suðrænum slóðum . (Down Argentine Way). Fögur og skemmtileg stórmynd tekin í eðlileg- um litum. Aðalhlutverkin leika: DON AMECHE og BETTY GRABL... Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Eik innréttar eldhús bezt, Eik hefir fagmenn nóga. Eik býr leikföng allra flest, Eik er prýði skóga. Kaupmenn og kaupfélög Framleiðum ennfremur allskonar bús- áhöld úr tré. Vörur sendar um land allt gegn póstkröfu Krísfján Erlendsson Sími 1944 Símnefni Eik Póstbox 843- — Skólavörðustíg 10 Reykjavík Brezka menningarstofnunin (THE BRITISH COEIVCIL) hefir ákveðið að veita þremur íslenzkum kandídötum styrk til framhaldsnáms við enska háskóla á komanda háskóla-ári. Styrkurinn nemur £350 til hvers styrkþega. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá brezku sendisveitinni í Þórshamri, Reykja- vík. Umsóknir sendist fyrir 1. maí n. k. til annars hvors 1 ögð í rústír? (Framh. af 1. siðu) hitaveituna í sumar og framleitt kjöt og mjólk og fisk handa okkur sjálfum og viðskipta- mönnum okkar. Bandamenn eru hér með all- f jölmennt lið. Sumt af þessu liði hefir unnið að nauðsynlegum vegagerðum og öðrum mann- virkjum fyrir yfirmenn sína. Ef sumir hermenn geta unnið stund úr degi að vegagerð eða öðrum þvílíkum framkvæmdum, þá geta fleiri gert það. En ef ekki þykir hlýða, að hermenn- irnir geri slík nauðsynjaverk, þá verður að flytja inn verka- fólk úr öðrum löndum. Engin lýðræðisþjóð hefir í þessu stríði vanrækt eins og íslendingar, að beita vinnuafli þjóðarinnar að framleiðslu lífs- nauðsynja. Hér verður að ger- ast stefnubreyting. J. J. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. (<r. Herzla og hreinsun (Framh. af 3. síðu) smiðjan að kosta 1,6 milj. kr. En slík verksmiðja mundi hafa unnið úr um y5 af síldarlýsis- framleiðslunni 1940. í rekstraráætlun, sem einnig er birt i þessu erindi, er kostn- aður við vinnsluna talinn 220 kr. á hverja smál. af hertri feiti í umbúðum, miðað við verðlag ársins 1939. Með þessum kostn- aði átti herzlan að bera sig, eða vel það, þegar tekið var til sam- anburðar verð á hertri feiti er- lendis til smjörlíkisverksmiðj- anna hér. 1 Ef herða ætti allt síldarlýsi, sem framleitt er hér á landi, mundi þurfa til þess mjög mik- inn stofnkostnað, jafnvel á venjulegum tíma. En hér er um svo mikilsvert mál að ræða, að ekki virðist áhorfsmál að rann- saka það eftir föngum, og þá m. a. kynna sér til nokkurrar hlítar markaðinn fyrir herta feiti erlendis. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) inu, þótt þessi ljóður væri á ráði hans. „ALÞÝÐUFLOKKSKLERKUR". Sigurður dósent Einarsson flutti messu í kapellu háskólans sl. sunnudag. Notaði hann tæki- færið til að sveigja ósmekklega að Haraldi Níelssyni, svo að væg orð séu við höfð. Síðan Sigurður varð háskóla- kennari hefir hann gerzt svo þröngsýnn í trúarefnum að furðu gegnir. Það er meinlaust þótt Alþbl. tali fyrirlitlega um Framsókn- arklerka og íhaldsklerka, ef það gleymir ekki að berja sér á brjóst og þakka drottni fyrir, að Sigurður Alþýðuflokksklerkur skuli ekki vera eins og slíkir syndum hlaðnir menn. 438 Victor Hugo: Einn greifanna af Foix heitir einnig Föbus. — Komdu með mér! mælti prestur- inn. — Ég hefi nokkuð að segja þér. Þegar riddarahópurinn birtist á sjón- arsviðinu, breyttist hið kuldalega kæru- leysi erkidjáknans í óróleik. Hann skundaði af stað, og Gringoire veitti honum eftirför. Þeir gengu þögulir yfir að Bernardinerstrætinu, sem reyndist nær mannlaust. Þar nam erkidjákninn staðar. — Hvað ætlaðir þú annars að segja mér, herra? spurði Gingoire. — Finnst þér ekki, að riddararnir, sem , leið okkar urðu, bera skrautlegri klæði en við? spurði erkidjákninn og virtist hugsi. Gringoire kastaði til höfðinu. — Mér finnst mun meira koma til minna klæða en þeirra, herra erki- djákni? Af hverju. ætti ég að öfunda þá — hreysti þeirra, vopnum eða her- aga? Nei, mér gezt mun betur að heím- spekingi, þótt tötra beri. Ég kýs fremur að vera fluguhöfuð en Ijónshali. — Það er vissulega merkilegt! mælti erkidjákninn niðursokkinn í hugsanir slnar. — Skrautlegur einkennisbúning- ur er þó tilkomumikill hlutur. Þegar Gringoire sá, að hann var svo mjög í þungum þönkum, yfirgaf hann Esmeralda 439 hann, til þess að virða fyrir sér and- dyri eins hinna næstu húsa, Hann kom þó brátt aftur og klappaði saman lóf- unum af gleði. — Ef þú getur slitið hugann frá skrautklæðum hermannanna, vildi ég leyfa mér að fara þess á leit við þig, að þú athugaðir anddyri húss herra Au- brys, sem er eitthvert hið fegursta, sem getur, mælti hann. — Pétur Gringoire! mælti erkidjákn- inn. — Hvað hefir þú gert af Tatara- stúlkunni? — Esmeröldu! Drottinn minn dýri. Þú ert furðu gjarn á að skipta um um- ræðuefni með óvæntum hætti. — Var hún ekki konan þín? — Jú, það held ég nú. Við giftumst til fjögurra ára. Ég sé annars, að þú ert ekki enn hættur að hugsa um hana, mælti Gringoire og leit glettnislega til erkidjáknans. — Verður þér aldrei til hennar hugs- að? — Jú, fyrir kemur það. En ég er ann- ars svo önnum kafinn. En guð minn góðut, hvað geitin hennar var falleg! — Bjargaði Tatarastúlkan ekki llfi þínu? — Jú, óneitanlega gerði hún það. — Nú, hvar er hún þá, hvað hefir þú gert af henni? okkar undirritaðra, sem úthluta styrknum, samkvæmt sam- komulagi brezkra og íslenzkra stjórnarvalda. Pálmi Hannesson. Cyril Jackson. Rrezka menningarstofnunin (THE RRITISH COMCIL) býður fjóra styrki handa mönnum, sem vilja leggja stund á verzlunar- eða iðnaðarnám í Bretlandi. Önnur fög geta einn- ig komið til greina við styrkveitingarnar. Styrkurinn nemur £100 til hvers styrkþega, og er veittur til náms á komanda háskólaári. Eyðublöð undir umsóknir fást hjá brezku sendi- sveitinni í Þórshamri, Reykjavík. Umsóknir sendist til mín fyrir 1. maí n. k. Cyril Jackson Fulltrúi British Councils á íslandi. Fyrip tilstilli Rritish Council geta nokkrir læknakandidatar fengið stöðu við brezk sjúkra- hús, og fá frítt fæði, húsnæði, og auk þess £10 i laun á mán- uði. Nánari upplýsingar um stöður þessar má fá hjá land- lækni. Tilkynnlng: jh ■ . ^ i ■___■ ■ # * • ira nkisstjorninm Tilkynning frá ríkisstjórninni, dags. 4. apríl 1941 og birt í 19. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1941, um lokun á mest- um hluta Eiðisvíkur fyrir allri umferð, afturkallast hérmeð. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 13. apríl 1942. ^aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaA. A. a. -A. a ♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.