Tíminn - 21.04.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1942, Blaðsíða 3
35. blaS TÍMITVN, þriSjadaginn 21. apríl 1943 135 A N N A L L Dánardægnr. Margrét Benediktsdóttir, hús- freyja að Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, andaðist I sjúkra- húsi Sauðárkróks þann 20. f. mán., eftir þunga banalegu. Hún var fædd að Fjalli í Sæ- mundarhlíð 24. des. 1914, einka- dóttir hjónanna Sigurlaugar Sigurðardóttur og Benedikts Sigurðssnar, bónda þar, en al- systir Jakobs Benediktssonar, kennara í Kaupmannahöfn, og Halldórs, ráðsmanns að Varma- hlíð. Ólst hún upp I föðurgarði og hlaut haldgóða menntun, en gekk síðar 1 kvennaskólann í Reykjavík. Árið 1938, á þriðja i páskum, giftist hún Benedikt bónda Péturssyni á Stóra- Vatnsskarði, og varð þeim tveggja sveinbarna auðið. Fæddist hinn yngri laust eftir síðustu áramót, en eftir barns- burðinn kenndi Margrét sjúk- dóms þess, er dró hana til dauða. Lengi var þess vænzt, að æska hennar og hreysti bæri þar hinn hærra hlut. En nú á þriðja páskadag var hún borin til moldar að Víðimýri. Margrét heitin var af góðu bergi brotin, enda stóðu miklar vonir til hinnar ungu hús- freyju á Stóra-Vatnsskarði. Hún var kona gáfuð, skemmti- leg I viðkynningu og söngvin, eins og hún átti ætt til, og virt- ist um flest fallin til þess að halda uppi menningu heimilis síns og sæmd. Er vissulega mik- ill mannskaði að slíkum konum, og eiga ástvinir Margrétar: eig- inmaður hennar, kornungir synir og aldraðir foreldrar mik- ils á bak að sjá við fráfall henn- ar. Veit ég með vissu, að Skag- firðingar og aðrir, er til þekkja, muni senda þeim hlýjar samúð- arkveðjur í sorg þeirra. P. H. StórSelld aukning raSorkunnar • . . (Framh. af 2. síðu) framt eru möguleikar á að virkja Búðará, sem fellur úr Botnsvatni, en sú virkjun er talin ófullnægjandi til fram- búðar. Loks hefir komið til orða, að virkja fossa i Laxá rétt við Laxamýri. Á Þórshöfn hafa virkjunar- skilyrði verið athuguð við Fossá. Var taiið, að of lítið afl fengist þar. Verða þvi fallvötn, sem fjær eru þorpinu, athuguð í þessu skyni. Á Seyðisfirði er fyrirhugað að gera stíflu við Heiðarvatn á Fjarðarheiði. Er þetta gert til að geyma vatn í Heiðarvatni til aukningar vatninu í Fjarðará, þegar lægst er í henni. Jafn- framt er verið að athuga skil- yrði fyrir viðbótarvirkjun fyrir kaupstaðinn. Er í þvi sambandi m. a. rætt um virkjun Vestdals- ár eða Fjarðarár sjálfrar, en ennþá er ekki nema lítill hluti af falli hennar virkjaður. Að mínum dómi er Fjarðará eina fallvatnið á þessum slóðum, sem er nægilega aflmikið. Neskaupstaður er að kaupa olíumótor til að auka rafmagn- ið. Þar er engin vatrisvirkjun. Á Eskifirði er rafmagnið á þrotum. Bæjarfélagið þar er að kaupa mótor til að nota jafn- framt vatnsvirkjuninni. Á Reyðarfirði er vatnsafls- stöð, sem er orðin of lítil, en i óvissu er hvort takast megi að auka þá virkjun eða hvort hent- ug skilyrði eru til virkjunar á öðrum vatnsföllum í námunda við kauptúnið og bíður þetta rannsóknar. • Loks hefir sýslunefnd A,- Skaftafellssýslu látið fram- kvæma vatnsmælingar í Laxá og Bergsá í Nesjum og í Smyrla- bergsá í Suðursveit, með virkj- un fyrir Höfn í Hornafirði og sveitirnar þar í grennd fyrir augum. Auk þess, sem hér hefir verið drepið á, streyma beiðnir um athuganir á virkjunarskllyrð- um frá bændum viðsvegar á landinu. — Teljið þér líklegt, að þess- ar virkjunarframkvæmdir nái fram að ganga í bráðina? — Það reynist mjög örðugt og tekur að minnsta kosti mjög langan tíma að fá vélar og ann- að efni til rafstöðva frá út- löndum, en vatnsvélar í smáar rafstöðvar er hægt að fá smið- aðar hér á landi. Á vélum til hinna stóru virkjana er nú 12 —14 mánaða afgreiðslufrestur vestan hafs og lítur helzt út fyrir, að stálpípur séu með öllu ófáanlegar. Annars eru við- skipti vor við útlönd, eins og kunnugt er, svo óviss, að svæðinu, er vilja viðhalda stofni sínum, láti yfirleitt lifa allar gimbrar haust hvert og hrökkvi varla til. Líkar eða öllu lakari munu aðfarir þingeysku mæði- veikinnar vera yfirleitt. Garna- veikin er þó talin einna skæð- ust, þar sem hún nær fótfestu á annað borð. Vegna ólikra staðhátta er viðhorf bænda til fjárpestanna mjög misjafnt. í sumum héruðum er tiltölulega auðvelt að breyta atvinnuhátt- um, í öðrum er það nálega úti- lokað. Þar sem léleg skilyrði eru fyrir aukinni nautgriparækt, er ekki hægt að færa sér í nyt hinn ríflega aukastyrk til gras- ræktar. Sama máli gegnir um garðrækt. Bændur í þessum héruðum verða því langtum harðar úti en hinir, sem horfið geta að nokkru eða öllu leyti frá sauðfjárrækt og tekið fyrir aðrar atvinnugreinir. Hér er brýn nauðsyn að jafna hlutina og það þegar. Bændur í einhæfu héruðunum eru nauðbeygðir til að stunda sauðfjárræktina. Uppeldis- og vaxtastyrkir orka ekki til þess að þeir fái rönd við reist. Hlut þeirra verður að bæta á einhvern hátt. Verði það ekki gert, er ekki annað sýnna, en hin elnhæfu sauð- fjárhéruð fari í eyði á fáum árum svo framarlega, að fólkið hafi eitthvað að flýja. Tvær leiðir, aðeins önnur fær. Fyrstu fyrirmæli um mæði- veikina voru sett árið 1935, ef ég man rétt. Síðan hefir þeim verið breytt eða við þau aukið á hverju árl, síðast á vorþing- inu 1941 voru lögin endursköp- uð. Vafalaust standa þau enn til bóta. Skal hér sérstaklega bent á eitt þýðingarmikið at- riði, sem ég tel óhj ákvæmilegt að breyta. Lögin gera ráð fyrir tveimur aðferðum við útrýmingu pest- anna, uppeldi og fjárskiptum. Þessar tvær aðferðir vinna hvor á móti annarri, ef báðar á að nota til frambúðar. Miðað við reynslu undanfarinna ára, er ekki hægt að líta á varnarlinur sem fullkomna hindrun um ó- fyitirsjáanlegan tíma, en það þyrftu þær að vera, ef nokkurt vit ætti að vera í þvi, að taka aðeins fyrir afmörkuð svæði til fjárskipta; annars mundu pest- irnar fyrr eða síðar berast inn á fjárskiptasvæðin. Ganga má útfrá því, að sóttkveikjurnar lifi 1 fénu löngu eftir að það hefir að kalla unnið bug á pest- unum, samanber reynsluna um sýkilberana. Er hægt að hugsa sér að smitunarhættan geti þannig orðið endalaus. Af þess- um sökum eiga fjárskipti erfitt uppdráttar og eru raunar ó- hugsandi sem framtíðar lausn, nema sem fullkomin útrýming pestanna í landinu. Það er því aðeins önnur hvor leiðin fær, uppeldi eða fjárskiptl, og það er kominn tími til þess fyrir Al- þingi, að gera upp á milli þeirra. Bændur í einstökum hreppum eða sýslum geta ekki óskað fjár- skipta við þessa ótryggu að- stöðu, nema þá sem örvænting- arráðstöfun. Uppgjör milli að- ferðanna útheimtir gagngerða breytingu á lögunum. Verði uppeldisleiðin valin, má fella Mínar innilegustu pakkir færi ég hér með, ásamt konu minni, öllum þeim mörgu vinum okkar nœr og fjær, sem með heimsóknum, veglegum gjöfum og skeytum minntust 75 ára afmœlis míns og gerðu okkur daginn ógleymanlegan. Guðmundur Lýðsson Fjalli The World’s News Seen Through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An lnternational Daily Newspaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or ?1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nsutw. Addrgw lítið er hægt að vita um það, fyrr en á reynir, hvort unnt verður að útvega hvað eina, er til virkjunar þarf. A. Lesendur! Vekjið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Slmi 2323. ‘gímtvm fæst í lausasölu á þessum stöð- um 1 Reykjavík: Bókabúð Eimreiðarlnnar, Aðalstræti Hjá Filippusi Vigfússyni, Kolasundi . „Fjólu“, Vesturgötu Hafnarstræti 16 Hjá Ólafi R. Ólafssyni, Vesturgötu 16 Inn!lutn!ngur verka- iólks Srá Færeyjum (Framh. af 2. síðu) hjálpum Færeyingum, getum við bætt úr brýnni þörf hér heima fyrir um aukið vinnu- afl. Og á því er okkur nú öll þörf. Ef sú leið yrði farin, sem hér hefir verið bent til, þyrfti skjótra framkvæmda við. Og ef horfið yrði að þvi, sem ég tel að bezt myndi reynast, að senda 2 —3 menn til Færeyja til ráðn- ingar á verkafólki, þá veltur þá veltur auðvitað á miklu, að þeir menn séu heppilega valdir. í því sambandi vll ég benda á, að við höfum einmitt tvo á- gæta menn, sem eru vel þekktir og flestum kunnugir í Færeyj- um, en það eru þeir Aðalsteinn Sigmundsson kennari og Ólaf- ur Davíðsson kaupsýslumaður. Ég held, að þessum málum yrði vel borgið í höndum þeirra, en einnig ætti Búnaðarféagið að velja einn mann til fararinnar. En hvort sem horfið verður að þessu ráði, eða aðrar leiðir reyndar, þá er það vist, — og ætti að vera öllum vitanlegt, að vöntunin á vinnufólki, og þó sérstaklega v'ið landbúnaðinn, er svo alvaregt mál og aðkall- andi að þar þarf þegar að hefj- ast handa um úrræði, sem að gagni geta komið. G. Þ. T\ **| Dragið ekki I*ngur að I JPT7fH gerast áskrifendur að Dvöl, þessu sérstæða tímariti í íslenzkum bókmenntum. — Ykkur mim þykja vænt um Dvöl, og þvi vænna um hana, sem þið kynnist henni betur. Kopar, aluminlum og flelri málmar keyptir I LANDSSMIÐJUNNI. Samband ísl, samvinnufélaqa. Kaupfélög, gætið þess að hafa vörubirgðir yðar ætíð nægilega tryggðar fyrir eldsvoða. - <------------—--------- Smásöluverð á Tindlingum. Verð á eftirtöldum tegundum af enskum Virginia vindllngum má. eigi vera hærra en hér segir: Commander ......... í 20 stk. pk. Kr. 1.70 pakkinn — .......... - 50 — ks. — 4.25 kassinn Elephant ................ - 10 — pk. — 0.85 pakkinn De Reszke ............... - 20 — — — 1.80 — May Blossom ......... - 20 — — — 2.00 — Craven A ................ -10 — — — 1.10 — Players N/C med ....... - 10 — — — 1.15 — — — — ........ - 20 — — — 2.20 — Capstan — — ....... - 10 — — —1,15 — Utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbaksefnkasala ríkisins SIGLIN&AR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cullilord & IClark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Kaupendur Tímans Nokkrir menn i ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftir að greiða Tímann -frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilseml slna sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til aígreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Timans. Bóudi - Kaupir þú búnaðarblaðlð FREY? Söluturninum. Búðin, Bergstaðastræti 10. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust, ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, sem i hennar valdi stendur, til þess að bæta úr þvf. niður ýmsar af þeim varnarlin- um, sem settar hafa verið vegna mæðiveikinnar og þingeysku mæðiveikinnar, ef ekki allar. Þessar pestir fara þá yfir allt landið hvort sem er. Að vísu munu skiptar skoðanir um þetta. Hægt er að benda á pen- ingalegan hagnað fyrir heild- ina af þessum vörnum meðan verðlag er hátt. Hins vegar verð- ur ekki varist þeirri spurningu, hvort rétt sé að fresta því, sem fram mun koma, og hvort ekki sé líkur til að bæði bændum og ríkissjóði verði mun erfiðara að standast erfiðleikana á ókomn- um tímum en nú. Og þess vegna, hvort rétt sé, að velta erfiðleik- unum meðan hægt er, yfir á herðar framtíðarinnar. Framhald. 452 Victor Hugo: spil! Noli, Joannes, verberare Picardos! Sittu ekki sem fávís glópur á skóla- bekknum, qvasi asinus illiteratus! Jó- hann, láttu kennara þína tyfta þig, þegar þú veizt þig verðskulda slíkt. Jóhann, leggðu leið þína I bænahúsið kvöld hvert og gerðu hinni heilögu mey bæn þína! Ó, þetta voru hollráð! — Hver er tilgangurinn með öllu þessu? spurði erkidjákninn. — Bróðir! Andspænls þér stendur refsiverður, lítilsigldur, hviklyndur og syndugur maður! Elsku bróðir minn! Ég hefi látið vísdómsorð þín og ráð öll sem vind um eyru þjóta. En mér hefir þegar hefnzt fyrir það, og guð er vissu- lega réttlátur. Meðan ég hafði einhver fjárráð, lifði ég ríkulega í vellystingum. En syndinni fylgir hin sára iðrun. Nú er ég friðlaus maður. Ég hefi selt borð- dúk minn, skyrtu mína og þurrku. Gleð- inni er lokið. Ljósið er útbrunnið. Ég er athlægi allra. Ég líð skort og þjáistj af samvizkubiti, og skuldheimtumenn-| irnir sjá mig aldrei í friði. — Og hvað svo meira? spurði erki-- djákninn. — Ó, elsku bróðir! Ég vil svo gjarnaA byrja nýtt og betra lif. Þess vegna leita1, h ég nú á fund þinn í iðrun minni og ör-«! Ívæntingu. Ég skrifta sem hinn iðrandijl syndari og ber mér á brjóst með kreppt-'l Esmeralda 449 Ekkert mun verða þeim kærara. — Skýrðu mér frá.tillögu þinni, tal- aðu maður, mælti presturinn og hristi Gringoire til. Gringoire sneri sér að honum hátign- arlegur á svip. — Slepptu mér! mælti hann. — Sérðu ekki, að andinn er yfir mér? Hann hugsaði mál sitt enn um stund. Síðan klappaði hann saman lófunum af gleði frá sér numinn yfir hugmynd sinni og hrópaði: — Þetta er frábær hugmynd! Þetta skal heppnast! — Láttu mig heyra! öskraði erki- djákninn. Gríngoire var næsta ótalhlýðinn. — Leyfðu mér að hvísla því að þér. Þetta er svei mér krókur á móti bragði. Við verðum engan vegirin við málið riðnir. Það veit guð, að ég er frábærum gáfum gæddur. Hann greip skyndilega fram í fyrir sjálfum sér: — Já, það er líka rétt. Er geitin hjá Esmeröldu? — Já, hver fjandinn er þetta annars? — Myndu þeir ekki líka hafa hengt hana, eða hvað? — Djöfulinn kemur það málinu við? — Jú, þeir hefðu áreiðanlega hengt hana. í síðasta mánuði hengdu þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.